Wikipedia
iswiki
https://is.wikipedia.org/wiki/Fors%C3%AD%C3%B0a
MediaWiki 1.39.0-wmf.25
first-letter
Miðill
Kerfissíða
Spjall
Notandi
Notandaspjall
Wikipedia
Wikipediaspjall
Mynd
Myndaspjall
Melding
Meldingarspjall
Snið
Sniðaspjall
Hjálp
Hjálparspjall
Flokkur
Flokkaspjall
Gátt
Gáttaspjall
TimedText
TimedText talk
Module
Module talk
Smától
Smátólaspjall
Smátóla skilgreining
Smátóla skilgreiningarspjall
Rússland
0
687
1765822
1764710
2022-08-23T15:25:27Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
<!-- {{líðandi stund}}
{{About|the country of Russia|the ongoing conflict|2022 Russian invasion of Ukraine|other uses|Russie (disambiguation)}} -->
:''Þessi síða er um Rússland, fyrir stríðsástandið þar, sjá [[Innrás Rússa í Úkraínu 2022]].''
{{Land
|nafn = Rússneska sambandsríkið
|nafn_á_frummáli = Российская Федерация
|nafn_í_eignarfalli = Rússlands
|fáni = Flag of Russia.svg
|skjaldarmerki = Coat of Arms of the Russian Federation.svg
|staðsetningarkort = Russian Federation (orthographic projection) - Crimea disputed.svg
|tungumál = [[Rússneska]] (ásamt ýmsum öðrum tungumálum í einstökum héruðum)
|höfuðborg = [[Moskva]]
|stjórnarfar = [[Sambandsríki]]
|titill_leiðtoga1 = [[Forseti Rússlands|Forseti]]
|titill_leiðtoga2 = [[Forsætisráðherra Rússlands|Forsætisráðherra]]
|nafn_leiðtoga1 = [[Vladímír Pútín]]
|nafn_leiðtoga2 = [[Míkhaíl Míshústín]]
|staða=Sjálfstæði
|staða_athugasemd=við hrun [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]]
|atburður1=Yfirlýst
|dagsetning1=[[12. júní]] [[1990]]
|atburður2=Viðurkennt
|dagsetning2=[[25. desember]] [[1991]]
|stærðarsæti = 1
|flatarmál = 17.098.246
|hlutfall_vatns = 13
|mannfjöldaár = 2021
|mannfjöldasæti = 9
|fólksfjöldi = 146.171.015
|íbúar_á_ferkílómetra = 8,4
|VLF_ár = 2021
|VLF = 4.328
|VLF_sæti = 6
|VLF_á_mann = 29.485
|VLF_á_mann_sæti = 50
|VÞL_ár = 2019
|VÞL = {{hækkun}} 0.824
|VÞL_sæti = 52
|gjaldmiðill = [[Rússnesk rúbla|Rúbla]] (RUB)
|tímabelti = [[UTC]]+3 til +12
|þjóðsöngur = [[Sálmur rússneska sambandsins]]
|tld = ru
|símakóði = 7
|}}
'''Rússland''' (rússneska: ''Росси́я'', umritun: ''Rossíja''), formlegt heiti '''Rússneska sambandsríkið''' ([[rússneska]]: ''Росси́йская Федера́ция'', umritun: ''Rossíjskaja federatsíja''), er víðfeðmt land í [[Austur-Evrópa|Austur-Evrópu]] og [[Norður-Asía|Norður-Asíu]]. Landið er það langstærsta að flatarmáli í heiminum, yfir 17 milljón ferkílómetrar, nær yfir 11 [[tímabelti]] og þekur 8. hluta af þurrlendi Jarðarinnar. Það er nánast tvöfalt stærra en Kanada sem er næststærst. Rússland á landamæri að 16 öðrum ríkjum. Landið er einnig það níunda fjölmennasta í heiminum og fjölmennasta Evrópulandið. Höfuðborgin, [[Moskva]], er stærsta borg Evrópu. Önnur stærsta borg landsins er [[Sankti Pétursborg]]. [[Rússar]] eru fjölmennasti hópur [[Slavar|Slava]] og [[rússneska]] er það [[slavnesk mál|slavneska mál]] sem hefur langflesta málhafa.
[[Austur-Slavar]] komu fram á sjónarsviðið sem sérstök Evrópuþjóð milli 3. og 8. aldar. Á 9. öld stofnuðu norrænir víkingar [[Garðaríki]] í kringum borgirnar [[Hólmgarður|Hólmgarð]] (Novgorod) og [[Kænugarður|Kænugarð]] (Kyjív). Árið 988 tók Garðaríki upp [[Gríska rétttrúnaðarkirkjan|grískan rétttrúnað]] undir áhrifum frá [[Austrómverska ríkið|Austrómverska ríkinu]]. [[Býsantíum]] hafði mikil menningarleg áhrif á Rússland næstu aldirnar. Garðaríki tók að leysast upp á 12. öld og furstadæmin urðu að skattlöndum [[Mongólar|Mongóla]] eftir að þeir réðust á þau á 13. öld. [[Stórhertogadæmið Moskva]] efldist á 15. öld og lagði undir sig norðurhluta hins forna Gaðraríkis. [[Ívan grimmi]] tók upp titillinn [[tsar]] ([[keisari]]) og stofnaði [[Rússneska keisaradæmið]] á 16. öld. Með landkönnun og landvinningum um alla Asíu varð Rússaveldi þriðja stærsta heimsveldi sögunnar. Eftir [[Rússneska byltingin|rússnesku byltinguna]] varð Rússland mikilvægasta sambandslýðveldi [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]]. Landið átti stóran þátt í sigri [[Bandamenn (seinni heimsstyrjöldin)|Bandamanna]] í [[síðari heimsstyrjöld]] og varð [[risaveldi]] sem keppti við [[Bandaríkin]] um alþjóðleg áhrif á tímum [[Kalda stríðið|kalda stríðsins]]. Eftir [[upplausn Sovétríkjanna]] árið [[1991]] fékk Rússland sjálfstæði sem sambandsríki. Eftir [[stjórnarskrárkreppan í Rússlandi 1993|stjórnarskrárkreppuna 1993]] varð landið í auknum mæli að [[forsetaræði]]. [[Vladímír Pútín]] hefur haft þar mest völd frá aldamótunum [[2000]]. Ríkisstjórn hans hefur verið sökuð um [[alræði]]stilburði, [[mannréttindabrot]] og [[spilling]]u. Pútín tilkynnti sérstaka hernaðaraðgerð til að afvopna og afnasistavæða Úkraínu í febrúar 2022, og bannar að nota orðið stríð yfir það (og þúsundum mótmælenda sem nota það orð hafa verið stungið í fangelsi fyrir það og Rússland skilgreint [[Facebook]] (og Meta, fyrirtækið sem á Facebook og Instagram) sem öfgasamtök <ref>{{Cite web |date=2022-03-21 |title=Russian War Report: Meta officially declared “extremist organization” in Russia |url=https://www.atlanticcouncil.org/blogs/new-atlanticist/russian-war-report-meta-officially-declared-extremist-organization-in-russia/ |access-date=2022-04-05 |website=Atlantic Council |language=en-US}}</ref>), en alþjóðasamfélagið (þar á meðal Ísland) kallar það stríð og [[innrás Rússa í Úkraínu 2022]].
Rússland er [[stórveldi]] á alþjóðavísu þótt það sé ekki sama [[risaveldi]]ð og Sovétríkin voru áður. Landið situr hátt á [[Vísitala um þróun lífsgæða|Vísitölu um þróun lífsgæða]], þar er [[almenn heilbrigðisþjónusta]] og ókeypis [[háskólamenntun]]. Hagkerfi Rússlands er það 11. stærsta í heimi og það 6. stærsta [[kaupmáttarjöfnuður|kaupmáttarjafnað]]. Rússland er [[kjarnorkuveldi]] sem á mesta safn [[kjarnavopn]]a í heimi og ræður yfir öðrum öflugasta [[her Rússlands|her]] í heimi. Landið er í fjórða sæti yfir fjárveitingar til hermála. Rússland býr yfir miklum [[olíulind|olíu-]] og [[gaslind]]um. Landið á fast sæti í [[Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna|Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna]], á aðild að [[G20]], [[Samvinnustofnun Sjanghæ]], [[Efnahagssamstarf Asíu- og Kyrrahafsríkjanna|Efnahagssamstarfi Asíu- og Kyrrahafsríkjanna]], [[Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu]], [[Alþjóðlegi fjárfestingarbankinn|Alþjóðlega fjárfestingarbankanum]] og [[Alþjóðaviðskiptastofnunin]]ni, auk þess að vera leiðandi í [[Samveldi sjálfstæðra ríkja]], [[CSTO]] og [[Evrasíska efnahagssambandið|Evrasíska efnahagssambandinu]]. Rússland er í níunda sæti yfir fjölda [[Heimsminjaskrá UNESCO|heimsminja]].
==Heiti==
Þjóðaheitið [[Rússar]] (Русь ''Rusj'') var upphaflega heiti á [[norræna|norrænum]] mönnum, [[víkingur|víkingum]] frá [[Eystrasalt]]i og [[Væringjar|væringjum]] frá [[Mikligarður|Miklagarði]], sem stofnuðu [[Garðaríki]] í kringum borgirnar [[Hólmgarður|Hólmgarð]] og [[Kænugarður|Kænugarð]] á miðöldum. Orðið er hugsanlega dregið af finnska orðinu ''Ruotsi'' yfir Svía frá [[Roslagen]], skylt sögninni „að róa“. Latneska útgáfan [[Rúþenía]] var algengara heiti yfir lönd [[Austur-Slavar|Austur-Slava]] þar sem nú eru Rússland og Úkraína á Vesturlöndum á miðöldum og síðar. Latneska heitið ''Moscovia'' var líka áfram notað á Vesturlöndum, þótt [[Stórhertogadæmið Moskva]] yrði formlega séð fyrst Stórfurstadæmið Rússland og síðan Keisaradæmið Rússland.
Núverandi heiti landsins Россия (''Rossija'') er dregið af gríska heitinu Ρωσσία (''Róssía'') sem var notað í [[Austrómverska ríkið|Austrómverska ríkinu]] yfir Garðaríki. Þessi útgáfa heitisins komst fyrst í notkun á 15. öld eftir að [[Ívan mikli]] hafði sameinað nokkur af fyrrum löndum Garðaríkis og titlaði sig „stórfursta alls Rúsj“. Á 17. öld voru lönd [[kósakkar|kósakka]] þar sem Úkraína er nú kölluð ''Malorossija'' („Litla Rússland“) og löndin við Svartahaf sem Rússar unnu af [[Tyrkjaveldi]] voru kölluð ''Novorossija'' („Nýja Rússland“). Vesturhluti hins forna Garðaríkis varð hluti [[Stórfurstadæmið Litháen|Stórfurstadæmisins Litháens]] og skiptist í [[Hvíta-Rússland]] (austurhluti núverandi Hvíta-Rússlands), [[Svarta-Rússland]] (vesturhluti núverandi Hvíta-Rússlands) og [[Rauða-Rússland]] (vesturhluti núverandi Úkraínu og suðausturhluti núverandi [[Pólland]]s).
==Saga==
Þau víðerni sem Rússland nútímans þekur voru áður byggð ýmsum ósamstæðum ættbálkum sem sættu stöðugum innrásum [[Húnar|Húna]], [[Gotar|Gota]] og [[Avarar|Avara]] á milli [[3. öld|þriðju]] og [[6. öld|sjöttu aldar]] eftir Krist. Fram á [[8. öld]] bjuggu [[Skýþar]], [[Íranskar þjóðir|írönsk þjóð]], á gresjunum þar sem nú er sunnanvert Rússland og [[Úkraína]] og vestar bjó [[Tyrkneskar þjóðir|tyrknesk þjóð]], [[Kasarar]] en þessir þjóðflokkar viku fyrir [[Svíþjóð|sænskum]] [[Víkingar|víkingum]] sem kallaðir voru [[Væringjar]] og [[Slavar|Slövum]] sem þá voru teknir að flytjast á svæðið. Væringjar stofnuðu [[Garðaríki]] með höfuðborg í [[Hólmgarður|Hólmgarði]] og runnu síðar saman við slavana sem urðu fljótlega fjölmennasti þjóðflokkurinn þar.
Garðaríki stóð í nokkrar aldir og á þeim tíma tengdist það [[Rétttrúnaðarkirkjan|rétttrúnaðarkirkjunni]] og flutti höfuðborg sína til [[Kænugarður|Kænugarðs]] árið [[1169]]. Á þessum tíma var fyrst farið að nota orðin „Rhos“ eða „Russ“, bæði um Væringjana og Slavana. Á [[9. öld|9.]] og [[10. öld]] var þetta ríki hið stærsta í [[Evrópa|Evrópu]] og einnig var það auðugt vegna verslunarsambanda sinna við bæði Evrópu og [[Asía|Asíu]].
Á [[13. öld]] var svæðið illa leikið af innbyrðis deilum sem og innrásum úr austri, bæði af hendi [[Mongólar|Mongóla]] og [[Íslam|íslömskum]], tyrkneskumælandi hirðingjum sem áttu eftir að valda miklum óskunda á svæðinu næstu þrjár aldirnar. Þeir gengu einnig undir nafninu [[Tatarar]] og réðu lögum og lofum í mið- og suðurhluta Rússlands á meðan vesturhluti þess féll undir yfirráð [[Pólsk-litháenska samveldið|Pólsk-litháenska samveldisins]]. Upplausn Garðaríkis leiddi til þess að aðskilnaður varð milli Rússa sem bjuggu norðar og austar og Úkraínumanna og [[Hvíta-Rússland|Hvítrússa]] í vestri og þessi aðskilnaður hefur haldist fram á þennan dag.
Norður-Rússland og Hólmgarður nutu einhverrar sjálfstjórnar á valdatíma mongóla og þessi svæði sluppu betur undan þeirri skálmöld sem ríkti annars staðar í landinu. Íbúarnir þar þurftu þó að kljást við [[Þýsku riddararnir|þýska krossfara]] sem reyndu að leggja undir sig svæðið.
Líkt og á [[Balkanskagi|Balkanskaga]] og í [[Litla Asía|Litlu Asíu]] varð langvarandi valdaskeið hirðingja til þess að hægja mikið á efnahagslegri og félagslegri þróun landsins. Þrátt fyrir það náðu Rússar að rétta úr kútnum ólíkt býsanska keisaradæminu sem var andlegur leiðtogi þeirra, ráðast gegn óvinum sínum og leggja lönd þeirra undir sig. Eftir að [[Konstantínópel]] féll árið [[1453]] var Rússland eina burðuga kristna ríkið í Austur Evrópu og það gat því litið á sig sem arftaka Austrómverska ríkisins.
===Rússneska keisaradæmið===
Þrátt fyrir að vera enn þá að nafninu til undir yfirráðum Mongóla tók hertogadæmið Moskva að auka áhrif sín og seint á [[14. öld]] losnaði það alveg undan yfirráðum innrásarþjóðanna. [[Ívan grimmi]] sem var fyrsti leiðtoginn sem krýndur var keisari Rússlands hélt útþenslustefnunni áfram og náði nærliggjandi héruðum undir stjórn Moskvu og lagði svo undir sig víðerni Síberíu og Rússneska keisaraveldið varð til. Því næst komst [[Rómanovættin]] til valda, fyrsti keisari hennar var [[Mikael Rómanov]] sem krýndur var [[1613]]. [[Pétur mikli]] ríkti frá [[1689]] til [[1725]] en hann færði Rússland nær Vestur-Evrópu og sótti þangað hugmyndir og menningu til að draga úr áhrifum hirðingjamenningar sem hafði hafði haldið aftur af efnahagslegri framþróun landsins. [[Katrín mikla]] (valdatíð: [[1767]]-[[1796]]) lagði áfram áherslu á þessi atriði og Rússland var nú stórveldi, ekki bara í [[Asía|Asíu]] heldur einnig í [[Evrópa|Evrópu]] þar sem það stóð nú jafnfætis löndum eins og [[England]]i, [[Frakkland]]i og [[Þýskaland]]i.
Stöðugur órói var þó viðloðandi meðal ánauðugra bænda og niðurbældra menntamanna og við upphaf [[Fyrri heimsstyrjöld|Fyrri heimsstyrjaldar]] virtist staða þáverandi keisara [[Nikulás 2.|Nikulásar 2.]] og keisaradæmisins vera fremur óviss. Miklir ósigrar rússneska hersins í stríðinu kyntu undir uppþotum í stærri borgum sem að lokum leiddu til þess að Rómanovættinni var steypt af stóli [[1917]] í uppreisn [[Kommúnismi|kommúnista]].
===Rússneska byltingin og Sovétríkin===
Undir lok þessarar byltingar tók [[Bolsévikar|bolsévika-armur]] Kommúnistaflokksins öll völd undir stjórn [[Vladimir Lenín|Vladimirs Leníns]] og [[Sovétríkin]] voru stofnuð en Rússland var þungamiðja þeirra. Undir stjórn [[Jósef Stalín|Jósefs Stalíns]] var landið [[iðnvæðing|iðnvætt]] með hraði og [[samyrkjubúskapur]] tekinn upp í landbúnaði, fyrirkomulag sem kostaði tugi milljóna mannslífa. Í valdatíð hans tóku Sovétríkin þátt í [[síðari heimsstyrjöldin]]ni gegn [[Þýskaland]]i en mannfall var geypilegt í stríðinu, bæði meðal hermanna og almennra borgara.
Að stríðinu loknu öðluðust Sovétríkin mikil áhrif í Austur-Evrópu og komu þar til valda leppstjórnum kommúnista í mörgum ríkjum og stofnuðu [[Varsjárbandalagið]] með þeim sem beint var gegn [[Atlantshafsbandalagið|Atlantshafsbandalagi]] [[Bandaríkin|Bandaríkjanna]] og bandamanna þeirra en þessi tvö ríki voru nú einu risaveldin í heiminum og börðust um hugmyndafræði, völd og áhrif í [[Kalda stríðið|Kalda stríðinu]] svokallaða sem braust í raun aldrei út í beinum vopnuðum átökum þessara tveggja ríkja en á milli þeirra ríkti [[ógnarjafnvægi]] sem byggði á stórum [[kjarnorkuvopn]]abúrum beggja aðila. Á áratugunum eftir fráfall Stalíns stöðnuðu Sovétríkin efnahagslega og félagslega og reynt var að slaka á kjarnorkuviðbúnaðinum en þeir voru einnig tímabil mikilla afreka hjá Sovéskum vísindamönnum.
===Endalok Sovétríkjanna===
Um miðjan [[1981-1990|9. áratuginn]] kynnti þáverandi leiðtogi Sovétríkjanna, [[Míkhaíl Gorbatsjov]] tillögur sínar ''[[glasnost]]'' (opnun) og ''[[perestroika]]'' (endurskipulagning) í þeim tilgangi að nútímavæða kommúnismann en óviljandi leystu þær úr læðingi öfl sem [[Upplausn Sovétríkjanna|tvístruðu Sovétríkjunum]] í 15 sjálfstæð ríki í desember [[1991]], Rússland langstærst þeirra. Rússland hefur síðan þá verið að reyna að byggja upp [[lýðræði]]slega stjórnunarhætti og [[markaðshagkerfi]] en gengur hægt. Skömmu eftir fall Sovétríkjanna tók að bera á þjóðernisdeilum á meðal sumra þeirra fjölmörgu þjóðernishópa sem búa innan landamæra Rússlands og á stöðum eins og [[Téténía|Téténíu]] og [[Norður-Ossetía|Norður-Ossetíu]] hefur brotist út [[skæruhernaður]] sem ennþá sér ekki fyrir endann á.{{heimild vantar}}
==Landfræði==
[[File:Russland Relief.png|thumb|upright=1.45|[[Landslagskort]] af Rússlandi.]]
Rússland nær yfir stóra hluta tveggja heimsálfa, [[Evrópa|Evrópu]] og [[Asía|Asíu]].<ref name="natgeo">{{cite encyclopedia|url=https://kids.nationalgeographic.com/geography/countries/article/russia|title=Russia|work=[[National Geographic Kids]]|access-date=26. maí 2021}}</ref> Landið nær yfir nyrsta hluta [[Evrasía|Evrasíu]] og á fjórðu lengstu strandlengju heims, 37.653 km að lengd.<ref>{{cite web|url=https://www.cia.gov/the-world-factbook/field/coastline/|title=Coastline - The World Factbook|work=[[Central Intelligence Agency]]|access-date=27. júní 2021}}</ref> Rússland er á milli 41. og 82. breiddargráðu norður og 19. lengdargráðu austur og 169. lengdargráðu vestur. Landið er raunar stærra en þrjár heimsálfur: [[Eyjaálfa]], Evrópa og [[Suðurskautslandið]],<ref>{{cite web|url=https://medium.com/@callummtaylor/russia-is-huge-and-thats-about-the-size-of-it-180d99ab4a81|title=Russia is huge, and that's about the size of it.|work=[[Medium (website)|Medium]]|first=Callum|last=Taylor|quote="Russia takes up 17,098,250 square kilometres, roughly one-eighth of the world’s total land mass. That’s larger than the entire continent of Antarctica..."|date=2. apríl 2018|access-date=6. júlí 2021}}</ref> og er um það bil jafnstórt og yfirborð [[Plútó (dvergreikistjarna)|Plútós]].<ref>{{cite web|url=https://www.theguardian.com/science/across-the-universe/2015/jul/28/pluto-ten-things-we-now-know-about-the-dwarf-planet|title=Pluto: ten things we now know about the dwarf planet|work=[[The Guardian]]|first=Stuart|last=Clark|quote="Pluto’s diameter is larger than expected at 2,370 kilometres across. This is about two-thirds the size of Earth’s moon, giving Pluto a surface area comparable to Russia."|date=28. júlí 2015|access-date=20. júní 2021}}</ref>
Vestasti hluti Rússlands er útlendan [[Kalíníngrad]] við [[Eystrasalt]], sem er um 9.000 km frá austasta hluta landsins, [[Stóra Díómedeseyja|Stóru Díómedeseyju]] í [[Beringssund]]i.<ref name="Geo">{{cite web|url=http://countrystudies.us/russia/22.htm|title=Global Position and Boundaries|last=Glenn E. Curtis (ed.)|year=1998|location=[[Washington, D.C.]]|publisher=Federal Research Division of the [[Library of Congress]]|access-date=8. júlí 2021}}</ref> Í suðurhluta landsins er stór hluti [[Kákasusfjöll|Kákasusfjalla]] með [[Elbrusfjall]]i, sem er hæsti tindur Rússlands í 5.642 metra hæð; [[Altaífjöll]] og [[Sajanfjöll]] er að finna í [[Síbería|Síberíu]]; og [[Austur-Síberíufjöll]] og fjöllin á [[Kamsjatka]] í [[Austurlönd Rússlands|Austurlöndum Rússlands]].<ref name="Topo">{{cite web|url=http://countrystudies.us/russia/23.htm|title=Topography and Drainage|last=Glenn E. Curtis (ed.)|year=1998|location=[[Washington, D.C.]]|publisher=Federal Research Division of the [[Library of Congress]]|access-date=8. júlí 2021}}</ref> [[Úralfjöll]] liggja frá norðri til suðurs í vesturhluta Rússlands og skilgreina mörk Evrópu og Asíu.<ref>{{cite web|url=https://earthobservatory.nasa.gov/images/87198/the-ural-mountains|title=The Ural Mountains|work=[[NASA Earth Observatory]]|access-date=27. maí 2021}}</ref>
Ásamt [[Kanada]] er Rússland annað tveggja landa sem á strönd að þremur [[úthaf|úthöfum]],<ref name="natgeo"/> auk þess að tengjast yfir þrettán randhöfum.<ref name="Geo"/> Helstu eyjar og eyjaklasar Rússlands eru [[Novaja Semlja]], [[Frans Jósefsland]], [[Severnaja Semlja]], [[Nýju Síberíueyjar]], [[Wrangel-eyja]], [[Kúrileyjar]] og [[Sakalín]].<ref name="Arctic">{{cite web|url=https://www.thearcticinstitute.org/countries/russia/|title=Russia|work=[[The Arctic Institute – Center for Circumpolar Security Studies]]|access-date=27. júní 2021}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.euronews.com/travel/2021/02/24/island-hopping-in-russia-sakhalin-kuril-islands-and-kamchatka-peninsula|title=Island hopping in Russia: Sakhalin, Kuril Islands and Kamchatka Peninsula|work=[[Euronews]]|first=Ziryan|last=Aziz|date=28. febrúar 2020|access-date=27. júní 2021}}</ref> Sundið milli [[Díómedeseyjar|Díómedeseyja]] þar sem landhelgi Rússlands og Bandaríkjanna (Alaska) mætast, er aðeins 3,8 km að breidd,<ref>{{cite web|url=https://www.atlasobscura.com/places/diomede-islands|title=Diomede Islands – Russia|work=[[Atlas Obscura]]|access-date=27 June 2021}}</ref> og eyjan [[Kúnasjír]] (Kúrileyjar) er aðeins 20 km frá [[Hokkaídó]] í [[Japan]].
Í Rússlandi eru yfir 100.000 ár<ref name="natgeo"/> og landið ræður yfir einum mesta vatnsforða heims. Stöðuvötn í Rússlandi geyma um fjórðung ferskvatnsbirgða heims.<ref name="Topo"/> [[Bajkalvatn]] er stærsta stöðuvatn Rússlands. Það er dýpsta, elsta og vatnsmesta stöðuvatn heims<ref name="baikal">{{cite web|title=Lake Baikal—A Touchstone for Global Change and Rift Studies|publisher=United States Geological Survey|url=http://pubs.usgs.gov/fs/baikal/|access-date=26. desember 2007}}</ref> og geymir um fimmtung alls ferskvatns á yfirborði Jarðar.<ref name="Topo"/> [[Ladogavatn]] og [[Onegavatn]] í norðvesturhluta Rússlands eru tvö af stærstu vötnum Evrópu.<ref name="natgeo"/> Rússland er í öðru sæti á eftir Brasilíu yfir mesta endurnýjanlega vatnsforða heims.<ref>{{cite web|url=https://www.cia.gov/the-world-factbook/field/total-renewable-water-resources/|title=Total renewable water resources|website=[[The World Factbook]]|publisher=[[Central Intelligence Agency]]|access-date=9. júlí 2021}}</ref> [[Volga]] er lengsta fljót Evrópu.<ref name="rivers">{{cite web|url=https://www.themoscowtimes.com/2019/05/15/russias-largest-rivers-from-the-amur-to-the-volga-a65593|title=Russia's Largest Rivers From the Amur to the Volga|work=[[The Moscow Times]]|date=15. maí 2019|access-date=26. maí 2021}}</ref> Í Síberíu eru [[Ob]], [[Jenisej]], [[Lena (á)|Lena]] og [[Amúrfljót]] með lengstu fljótum heims.<ref name="rivers"/>
==Borgir==
* [[Moskva]] - 12.197.565
* [[Sankti Pétursborg]] - 4.661.000
* [[Novosíbírsk]] - 1.425.000
* [[Nízhníj Novgorod]] - 1.311.000
* [[Jekaterínbúrg]] - 1.294.000
* [[Samara]] - 1.157.000
* [[Omsk]] - 1.134.000
* [[Kazan]] - 1.106.000
* [[Tsjeljabínsk]] - 1.077.000
* [[Rostov við Don]] - 1.068.000
* [[Úfa]] - 1.042.000
* [[Volgograd]] - 1.011.000
* [[Perm (borg)|Perm]] - 1.002.000
* [[Krasnojarsk]] - 909.000
* [[Saratov]] - 873.000
* [[Voronezh]] - 849.000
* [[Toljattí]] - 703.000
* [[Krasnodar]] - 646.000
* [[Úljanovsk]] - 636.000
* [[Ízhevsk]] - 632.000
* [[Vladívostok]] - 594.000
* [[Arkhangelsk]] - 349.000
* [[Múrmansk]] - 298.000
* [[Petropavlovsk-Kamtsjatskíj]] - 198.000
==Tilvísanir==
{{reflist}}
{{SSR}}
{{APEC}}
{{Samvinnustofnun Sjanghæ}}
{{G-20}}
{{Asía}}
{{Evrópa}}
[[Flokkur:Rússland]]
narkk8l5f8z3w7pc3rk4kqf5jwg83ke
Murakami Haruki
0
976
1765877
1760130
2022-08-23T23:48:11Z
89.17.138.27
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Haruki_Murakami_at_the_Jerusalem_Prize.JPG|thumb|right|Murakami Haruki (2009)]]
'''Murakami Haruki''' (村上春樹), einnig þekktur sem '''Haruki Murakami''', (f. í [[Kýótó]] þann [[12. janúar]] [[1949]]) er vinsæll [[japan]]skur [[rithöfundur]] og [[þýðandi]].
== Ævi og störf ==
Hann bjó í [[Kóbe]] flest öll æskuárin. Faðir hans var [[búddismi|búddaprestur]] og móðir hans var dóttir kaupmanns frá [[Osaka]]. Þau kenndu bæði [[japanskar bókmenntir]].
Murakami hafði hins vegar meiri áhuga á [[amerískar bókmenntir|amerískum bókmenntum]] en japönskum, eins og glögglega má sjá í skrifum hans, en vestrænn [[ritstíll]]inn er frábrugðinn flestum öðrum japönskum bókmenntum samtímans.
Hann lagði stund á [[leiklist]] í [[Waseda háskóla]] í [[Tókýó]], og hitti þar Yoko, eiginkonu sína. Fyrsta [[starf]] hans var í hljómplötuverslun, en að námi loknu stofnaði hann [[djassbar]] í Tókýó, sem hann rak á [[ár]]unum [[1974]] til [[1982]]. Tónlistaráhuginn kemur líka fram í sögum hans, sérstaklega í ''Dansu dansu dansu (e. Dance, Dance, Dance)'' og ''Noruwei no mori (e. Norwegian Wood)'', sem nefnd er eftir samnefndu Bítlalagi.
Fyrsta [[skáldsaga]] hans: ''Kaze no oto wo kike (e. Hear the Wind Sing)'' vann til [[verðlaun]]a árið [[1979]]. Ári síðar gaf hann út ''1973 nen no pinbohru (e. Pinball, 1973)''. Þessar skáldsögur mynda [[Rottuþróleikurinn|Rottuþríleikinn]], ásamt ''Hitsuji wo meguru Bohken (e. A Wild Sheep Chase)''. Árið [[1985]] gaf hann út [[vísindaskáldsaga|vísindaskáldsögu]], ''Sekai no owari to hahdo bohrudo wandahrando (e. Hard-Boiled Wonderland and the End of the World)''.
Hann sló loks í gegn í Japan með útgáfu ''Noruwei no mori'' árið [[1987]]. Árið [[1986]] fór Murakami frá Japan til [[vesturlönd|vesturlanda]]. Hann þvældist um [[Evrópa|Evrópu]] og [[Bandaríkin]] og settist að lokum að í bænum [[Cambridge]] í [[Massachusetts]] í Bandaríkjunum. Á þessum árum skrifaði hann ''Dansu dansu dansu'' og ''[[Sunnan við mæri]], vestur af sól (Kokky no minami, taiyou no nishii)''.
Árin [[1994]] og [[1995]] sendi hann frá sér ''Nejimakidori kuronikuru (e. The Wind-Up Bird Chronicle)'' í þremur hlutum. Bókin fjallaði meðal annars um japanska [[stríðsglæpur|stríðsglæpi]] í [[Mansjúríu]]. Fyrir þá skáldsögu fékk hann [[Yomuiri bókmenntaverðlaunin]].
Með ''Nejimakidori kuronikuru'' varð [[vendipunktur]] á ferli Murakamis. Rit hans urðu þyngri, en fram að þessu höfðu þau verið háfgert léttmeti. Þegar hann var að leggja lokahönd á bókina, reið [[Kóbe-jarðskjálftinn]] yfir og gerð var taugagasárás á [[neðanjarðarlestakerfið í Tókýó]]. Í kjölfar þessara atburða sneri hann aftur til Japans. Atburðirnir voru þungamiðjan í smásagnasafninu ''Kami no kodomotachi ha mina odoru (e. After the Quake)'' og í fyrsta ritgerðasafni hans, ''Andaguraundo/Yakusoku sareta basho de (e. Underground)''.
Auk skáldsagna sinna og smásagnasafnsins ''Kami no kodomotachi ha mina odoru'', sem fyrr er getið, hefur Murakami skrifað fjölda smásagna. Hann hefur einnig þýtt verk eftir [[F. Scott Fitzgerald]], [[Raymond Carver]], [[Truman Capote]], [[John Irving]], [[Paul Theroux]] og fleiri á japönsku.
== Skáldsögur ==
* ''Kaze no oto wo kike (e. Hear the Wind Sing)'' (1979)
* ''1973 nen no pinbohru (e. Pinball, 1973)'' (1980)
* ''Hitsuji wo meguru Bohken (e. A Wild Sheep Chase)'' (1982)
* ''Sekai no owari to hahdo bohrudo wandahrando (e. Hard-Boiled Wonderland and the End of the World)'' (1985)
* ''Noruwei no mori (e. Norwegian Wood)'' (1987)
** Á íslensku: ''Norwegian Wood (Bjartur, 2006) - (Þýð. Uggi Jónsson)''
* ''Dansu dansu dansu (e. Dance, Dance, Dance)'' (1988)
* ''Kokky no minami, taiyou no nishii (e. South of the Border, West of the Sun)'' (1992)
** Á íslensku: ''Sunnan við mærin, vestur af sól (Bjartur, 2001) - (Þýð. Uggi Jónsson)''
* ''Nejimakidori kuronikuru (e. The Wind-Up Bird Chronicle)'' (1994/5)
* ''Supuhtoniku no Koibito (e. Sputnik Sweetheart)'' (1999)
** Á íslensku: ''Spútnik-ástin (Bjartur, 2003) - (Þýð. Uggi Jónsson)''
* ''Umibe no Kafka (e. Kafka on the Shore)'' (2002)
== Smásögur ==
* ''Kami no kodomotachi ha mina odoru (e. After the Quake)'' (2000)
Einnig hefur komið út á ensku smásagnasafn sem hefur að geyma sögur eftir hann frá níunda áratugnum:
* ''The Elephant Vanishes'' (1996)
== Ritgerðir ==
* ''Andaguraundo/Yakusoku sareta basho de (e. Underground)'' (1997/8)
== Tenglar ==
* [http://www.hanamiweb.com/murakami_haruki.html Hanami Web - Murakami Haruki]
* [http://archive.salon.com/books/int/1997/12/cov_si_16int.html Viðtal í ''Salon'', December 1997]
{{fe|1949|Haruki, Murakami}}
[[Flokkur:Japanskir rithöfundar]]
1p35165cwu8a2pcvrcvqh0dwn420hl2
Menntaskólinn í Reykjavík
0
1156
1765819
1738992
2022-08-23T14:49:32Z
176.10.34.60
Nýr Rektor Menntaskólans í Reykjavík settur inn í stað Siemsen
wikitext
text/x-wiki
{{Upplýsingar Menntaskóli
|nafn = Menntaskólinn í Reykjavík
|mynd = [[Mynd:Menntaskólinn í Reykjavík (main building, 2004).jpg|300px]]
|skólastjóri = Sólveig Guðrún Hannesdóttir
|stofnaður = Árið 1846 (1056)
|nemendafélög = [[Framtíðin (nemendafélag)|Framtíðin]] og Skólafélagið
|staðsetning = Lækjargötu 7, 101 Reykjavík
|önnur nöfn = MR
|gælunöfn nemenda = MR-ingar
|heimasíða= [http://www.mr.is/ www.mr.is]
}}
'''Menntaskólinn í Reykjavík''' er [[framhaldsskóli]] í [[Miðborg Reykjavíkur|miðbæ]] [[Reykjavík]]ur.
Hann var áður kallaður '''Lærði skólinn''', '''Reykjavíkurskóli''', '''Latínuskólinn''', eða upp á [[latína|latínu]] ''Schola Reykjavicensis'' eða ''Schola Reykjavicana.''<ref>Edda Snorra Sturlusonar pagina XVI<br />"[[Sveinbjörn Egilsson|Sveinbjörnum Egilsson]], Dr. Theol., nunc scholæ Reykjavicanæ in Islandia rectorem, transmissus est, qui operam latinæ..."<br />''"Sveinbjörn Egilsson, doktor í guðfræði, hefur nú verið settur rektor Menntaskólans í Reykjavík á Íslandi, sem latnesk verk ..."''</ref> Hann á sér langa sögu og hafa margir þekktir Íslendingar haft þar viðkomu í gegnum tíðina. Skólinn er bóknámsskóli með bekkjakerfi og býður upp á þriggja ára nám til [[stúdentspróf]]s. Við hann eru tvær meginbrautir, náttúrufræðibraut og málabraut, sem greinast í samtals átta deildir.
== Saga ==
Menntaskólinn í Reykjavík hefur verið staðsettur í Reykjavík síðan 1846 en á rætur sínar að rekja til ársins 1056.
===[[Skálholtsskóli]] (~1056–1784)===
{{Aðalgrein|Skálholtsskóli}}
[[Ísleifur Gissurarson]] var fyrsti [[Listi yfir Skálholtsbiskupa|biskup]] á Íslandi í kjölfar [[Kristnitakan|kristnitökunnar]] og sat í Skálholti. Hann var vígður 1056 og sendu höfðingjar landsins syni sína til hans í Skálholt svo þeir gætu lært til prests. Hefð skapaðist við að miða upphaf [[Skálholtsskóli|Skálholtsskóla]] við það ár sem Ísleifur var vígður, en nákvæmt ártal er ekki vitað.
Skálholtsskóli var, ásamt [[Hólaskóli (1106–1802)|Hólaskóla]] og klausturskólum helsta menntastofnun landsins til [[siðaskiptin|siðaskipta]], en með konungsboði 1552 var biskupsstólunum íslensku gert skylt að reka skóla, fyrst og fremst í því skyni að mennta [[Evangelísk-lúthersk kirkja|lúthersk]] prestsefni.
Í [[Suðurlandskjálfti|Suðurlandsskjálftanum]] um sumarið 1784 hrundu öll hús í [[Skálholt]]i nema dómkirkjan. Á sama tíma voru [[móðuharðindin]] og búfé staðarins var þá næstum allt fallið úr hor og nærri má geta að landsetar af jörðum biskupsstólsins hafa ekki getað staðið í skilum með afgjöld af jörðum og leigubúfé. Biskupinn, [[Finnur Jónsson (biskup)|Finnur Jónsson]], hélt þó til í Skálholti um veturinn með þjónustufólki sínu, en skólahald féll niður. Með því var skólinn fluttur til [[Reykjavík]]ur.
===[[Hólavallaskóli]] (1786–1805)===
{{Aðalgrein|Hólavallaskóli}}
Árið 1785 var ákveðið að leggja niður [[Skálholtsbiskupsdæmi|Skálholtsstól]], flytja [[biskup]]sembættið og skólann til Reykjavíkur og setja kennara skólans á föst laun úr [[ríkissjóður|ríkissjóði]]. Á næsta ári var hróflað upp skólahúsi á Hólavelli við Reykjavík, þar sem nú má finna Hólavallagötu. Árið 1801 var ákveðið að leggja Hólastól niður og sameina skólann sem þar var [[Hólavallaskóli|Hólavallaskóla]], sem þá varð eini skólinn á landinu. Skólinn var í timburhúsi sem hélt hvorki vindi né vatni. Því var ákveðið árið 1805 að flytja skólann að [[Bessastaðir|Bessastöðum]].[[Mynd:Bessastaðir 1834.jpg|thumb|Bessastaðir 1834. Þá var í Bessastaðastofu eini eiginlegi skóli landsins.|alt=|300x300dp]]
===[[Bessastaðaskóli]] (1805–1846)===
{{Aðalgrein|Bessastaðaskóli}}
Árið 1805 var það ráð tekið að flytja skólann að [[Bessastaðir|Bessastöðum]], í [[Bessastaðaskóli|Bessastaðastofu]], steinhús sem hafði verið reist til að hýsa [[amtmaður|amtmann]] og síðar [[stiftamtmaður|stiftamtmann]] um 1760. Þáverandi stiftamtmaður, [[Ólafur Stephensen]], bjó ekki á Bessastöðum og nýr amtmaður, [[F.C. Trampe|F. C. Trampe]], gaf Bessastaði eftir til skólahalds. Skólinn starfaði til ársins 1846 en var þá fluttur aftur til Reykjavíkur, í nýtt hús, vígt haustið 1846.[[Mynd:MAÓ 110.jpg|thumb|1918–1919 Kennslustund í Latínuskólanum/Lærða skólanum síðar Menntaskólanum í Reykjavík við Lækjargötu, MR.|alt=|300x300dp]]
=== Við Lækjargötu 7 í Reykjavík (1846–) ===
Eftir að skólinn var fluttur frá Bessastöðum og fram til 1904 nefndist hann ''Reykjavíkur lærði skóli'' en var í daglegu tali kallaður ''Reykjavíkurskóli'', ''Lærði skólinn'', ''Gamli skólinn'', eða ''Latínuskólinn''.
Árið 1904 var áherslum í námsefni skólans breytt verulega. Latínukennsla var minnkuð til muna og grískukennslu hætt í því formi sem verið hafði. Í samræmi við það var nafni skólans breytt og nefndist hann þá ''Hinn almenni Menntaskóli í Reykjavík''. Frá 1937 hefur skólinn borið heitið ''Menntaskólinn í Reykjavík''.
==== Breytingar á skólanum ====
Frá og með árinu 1949 var gagnfræðadeild skólans lögð niður, og eftir það skiptist skólinn aðeins í fjóra árganga í stað sex, eins og hafði verið frá 1904. Þó hélst sú hefð að kalla síðasta bekk skólans „6. bekk“ og byrjuðu nýnemar því í „3. bekk“ allt til 2016 þegar námsfyrirkomulaginu var breytt yfir í þriggja ára nám samkvæmt nýrri stefnu [[Mennta- og menningarmálaráðuneyti Íslands|mennta- og menningarmálaráðuneytisins]]. Nú byrja nemendur skólans í „4. bekk“.
==== Konur í skólanum ====
Stúlkur höfðu ekki aðgang að skólanum fyrr en 1904 en máttu taka próf frá árinu 1886. [[Ólafía Jóhannsdóttir]] lauk 4. bekkjar prófi utanskóla árið 1890. [[Laufey Valdimarsdóttir]], dóttir [[Bríet Bjarnhéðinsdóttir|Bríetar Bjarnhéðinsdóttur]], settist á skólabekk í skólanum fyrst kvenna haustið 1904. Átti hún þar heldur dapra ævi og varð fyrir miklu einelti af hálfu skólabræðra sinna. Lauk hún þó stúdentsprófi 1910. Áður hafði ein stúlka tekið stúdentspróf utanskóla, [[Elínborg Jacobsen]]. [[Camilla Torfason]] lauk stúdentsprófi í Kaupmannahöfn 1889 og [[Björg Karítas Þorláksdóttir]] 1901, en í Danmörku fengu stúlkur aðgang að æðri menntastofnunum þegar árið 1875. Stúlkur voru í minnihluta stúdenta fram til 1970 en eftir 1979 hafa þær verið í meirihluta. [[Vigdís Finnbogadóttir]], [[forseti]] [[Ísland]]s 1980–1996, var nemandi og síðar kennari við skólann. Fyrsta konan til að gegna embætti [[rektor]]s MR var [[Ragnheiður Torfadóttir]], 1996–2001.
== Námsframboð ==
Menntaskólinn í Reykjavík er hefðbundinn bóknámsskóli sem býður þriggja ára nám til stúdentsprófs. Skólinn er bekkjaskóli með bekkjakerfi og hefur fylgt þeirri skipan frá stofnun. Nemendum 5. bekkjar gefst nokkur kostur á valfögum innan vissra námsdeilda.
Námsbrautirnar eru:
*'''Málabraut''' sem skiptist niður í fornmáladeildir I & II, og nýmáladeildir I & II
*'''Náttúrufræðibraut''' sem skiptist niður í eðlisfræðideildir I & II, og náttúrufræðideildir I & II.
== Félagslíf ==
Við skólann starfa tvö nemendafélög, ''[[Framtíðin]]'' og ''Skólafélagið''. Félögin leggja áherslu á mælskulist, leiklist, skák, og fleira. Leikfélögin ''[[Herranótt]]'' og ''[[Frúardagur]]'' setja upp reglulegar sýningar.
Skólinn leggur mikið upp úr keppnum við aðra menntaskóla og hefur unnið spurningakeppnina [[Gettu betur]] 20 sinnum og ræðukeppnina [[Morfís]] 8 sinnum.
== Byggingar ==
[[Mynd:Menntaskólinn og Íþaka.jpg|thumb|alt=|310x310dp|Skólahúsið sést hér til vinstri, Íþaka hér til hægri.]]Kennsla og rekstur Menntaskólans fara fram í nokkrum húsum. Húsin eru þessi:
*'''Skólahúsið''' ''(Gamli skóli)'' '''–''' Skólahúsið að Lækjargötu 7 er elsta hús skólans. Húsið er smíðað eftir teikningu [[J. H. Koch]]s, ríkishúsameistara [[Danmörk|Danmerkur]]. Hátíðarsalur var innréttaður svo að [[Alþingi#Endurreisn Alþingis|nýendurreist Alþingi]] gæti þar haldið sinn fyrsta fund sumarið 1845. Smíði hússin lauk vorið 1846 og var vígslan haldin 1. október sama ár. Það var á þeim tíma stærsta hús landsins. Húsið hýsir nú skrifstofu skólans, hátíðarsal, kennarastofu, og kennslustofur. Húsið er 1.524 [[fermetri|fermetrar]].
* '''Íþaka''' hýsir bókasafn skólans. Enski kaupmaðurinn [[Charles Kelsall]] ánafnaði Latínuskólanum í Reykjavík þúsund [[sterlingspund]] í erfðaskrá sinni árið 1853 þar sem hann hreifst af getu Íslendinga til að halda uppi sjálfstæðu menningarlífi þrátt fyrir fámenni og fátækt. Peninginn átti að nota til að reisa bókasafn fyrir skólann. Danskur timburmeistari að nafni Klentz teiknaði húsið og danskir iðnaðarmenn byggðu það árin 1866–1867. Húsið er nefnt eftir bænum [[Ithaca (New York)|Íþöku]] í [[New York-fylki]] í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]], en það var heimabær [[Willard Fiske|Willards Fiske]], [[prófessor]]s við [[Cornell-háskóli|Cornell-háskóla]]. Fiske, sem kom til Íslands árið 1879, hafði beitt sér fyrir stofnun nýs lestrarfélags nemenda og kennara. Lestrarfélagið Íþaka var síðar nefnt bókasafnið Íþaka. Á neðri hæð hússins er lestrarsalur nemenda en á þeirri efri er bókasafn skólans. Húsið er 259 fermetrar.
* '''Fjósið''' var upprunalega fjós reist árið 1850. Húsið er 123 fermetra timburhús. Byggt var við húsið 1945 og nú hýsir Fjósið kennslustofur. Upphaflega þjónaði fjósið eldvarnatilgangi, en í því voru geymd tól til slökkvistarfs. Síðar voru kýr hýstar þar og festi nafnið Fjósið sig því í sessi..
* '''Íþróttahús''' skólans var byggt árið 1898. Árin 1901 og 1944 var byggt við það. Í kjallara Íþróttahússins er kraftlyftingasalurinn ''þrælakistan''. Íþróttahúsið er 123 fermetrar og þrælakistan 41.
* '''Kristshús''' ''([[latína]]: Casa Christi)'' var vígt á skírdag 1907 og hýsti það höfuðstöðvar [[KFUM og KFUK|Kristilegs félags ungra manna og kvenna (KFUM og KFUK)]]. Félagið flutti þangað úr [[Melsteðshús]]i við [[Lækjartorg]]. Nú eru höfuðstöðvar þess við Holtaveg. Menntaskólinn á nú allt húsið sem hýsir tíu kennslustofur auk kennarastofu. Húsið er 856 fermetrar.
* '''Nýja hús''' ''([[latína]]: Casa nova)'' var tilbúið 1. október 1964. Nú hýsir það kennslustofur og margmiðlunarver. Félagsaðstaða nemenda er í kjallaranum og kallast Cösukjallari eða Casa. Þar er veitingasalan ''Kakóland''.
* '''Nýja setur''' ''([[latína]]: Villa nova)'' var byggt árið 1901 og endurbætt árið 1963. Þar er aðstaða húsvarðar og náms- og starfsráðgjafa og hýsti það skrifstofur nemendafélaganna þangað til haustið 2004. Húsið er 170 fermetrar.
* '''Elísabetarhús''' – Húsið er byggt árið 1968. Árið 1996 tilkynnti Davíð S. Jónsson, að hann hefði ákveðið að gefa skólanum húsið að [[Þingholtsstræti]] 18 til minningar um konu sína Elísabetu Sveinsdóttur. Var húsið tekið í notkun í ársbyrjun 1999. [[Ragnheiður Torfadóttir]] fyrrverandi rektor menntaskólans ákvað að húsið skyldi heita ''Minni Elísabetar'', en það nafn náði ekki fótfestu og er opinbert nafn þess nú ''Elísabetarhús''. Margir nemendur líta þó ekki á húsið sem sérstakt hús en það er tengt ''Casa Nova'' með tengibyggingu sem var byggð í tengslum við að húsið var tekið í notkun. Það hýsir verklegar kennslustofur, tölvuver nemenda og skrifstofur kennara. Húsið er 1.147 fermetrar.
* '''Amtmannsstígur 2''' er timburhús byggt árið 1906. Á efri hæðum eru skrifstofur kennara, en kjallarinn hýsir skrifstofur [[Skólafélag Menntaskólans í Reykjavík|Skólafélagsins]] og [[Framtíðin (nemendafélag)|Framtíðarinnar]]. Húsið er 434 fermetrar.
== Þekktir nemendur ==
{{aðalgrein|Þekktir nemendur Menntaskólans í Reykjavík}}
Tveir menn sem síðar hlutu [[Nóbelsverðlaun]] hafa gengið í Menntaskólann í Reykjavík, [[Halldór Laxness]] og [[Niels Ryberg Finsen]]. [[Davíð Oddsson]] og [[Geir H. Haarde]] gegndu á sínum tíma stöðu formanns nemendafélagsins Skólafélagsins, og [[Ásgeir Ásgeirsson]] og [[Ólafur Ragnar Grímsson|Ólaf Ragnar Grímsson]], sem voru formenn nemendafélagsins [[Framtíðin (nemendafélag)|Framtíðarinnar]].
== Rektorar frá 1846 ==
* 1846–1851: [[Sveinbjörn Egilsson]]
* 1851–1869: Bjarni Jónsson
* 1869–1872: Jens Sigurðsson
* 1872–1895: [[Jón Þorkelsson (f. 1822)|Jón Þorkelsson]]
* 1895–1904: [[Björn M. Ólsen]]
* 1904–1913: [[Steingrímur Thorsteinsson]]
* 1913–1928: Geir Zoëga
* 1928–1929: [[Þorleifur H. Bjarnason]]
* 1929–1956: Pálmi Hannesson
* 1956–1965: Kristinn Ármannsson
* 1965–1970: [[Einar Magnússon]]
* 1970–1995: Guðni Guðmundsson
* 1995–2001: [[Ragnheiður Torfadóttir]]
* 2001–2012: [[Yngvi Pétursson]]
* 2012–2013: Linda Rós Michaelsdóttir
* 2013–2017: [[Yngvi Pétursson]]
* 2017–2022: Elísabet Siemsen
* 2022–: Sólveig Guðrún Hannesdóttir
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
== Heimildir ==
* {{vefheimild|url=http://bjorn.is/greinar/2003/01/25/nr/914|titill=Framtaksleysi R-listans vegna framhaldsskóla|mánuðurskoðað=19. apríl|árskoðað=2006}}
* {{bókaheimild|höfundur=Heimir Þorleifsson (ritstj.)|titill=Saga Reykjavíkurskóla I-IV|mánuðurskoðað=útgefandi=Sögusjóður Menntaskólans í Reykjavík|árskoðað=ár=1975-1984}}
* {{vefheimild|url=http://www.skipbygg.is/upload/files/MR-deilisk.pdf|titill=Tillaga að deiliskipulagi fyrir Menntaskólann í Reykjavík.|mánuðurskoðað=10. maí|árskoðað=2006}}
* http://www.althingi.is/altext/thingm/0607130008.html (segir að Jens Sigurðsson var rektor frá 1869)
== Tenglar ==
* [http://www.mr.is/ Vefsíða Menntaskólans í Reykjavík]
* [https://is-is.facebook.com/framtidin Nemendafélagið Framtíðin]
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=242468&pageId=3308474&lang=is&q=%ED%20Reykjav%EDk%20l%E6r%F0i%20sk%F3linn ''Lærði skólinn í Reykjavík''; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1990]
* [http://www.timarit.is/?issueID=418213&pageSelected=0&lang=0 ''Kelsallsgjöf''; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1952]
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3274465&lang=0 ''Nemendur Latínuskólans vorið 1895''; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1941]
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=106938&pageId=1259664&lang=0&q=Hundra%F0%20%E1ra%20h%E1t%ED%F0%20%ED%20dag%20DAG ''Hundrað ára hátíð Menntaskólans í dag''; grein í Morgunblaðinu 1946]
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1884859 ''Frumteikningin að húsi MR fundin í Kaupmannahöfn''; grein í Morgunblaðinu 1997]
* [http://www.skolafelagid.mr.is/ Skólafélag Menntaskólans í Reykjavík]
{{töflubyrjun}}
{{Sigurvegari | fyrir=[[Kvennaskólinn í Reykjavík]] | titill=[[Sigurvegarar Gettu betur|Sigurvegari Gettu betur]] | ár=2012-2016 | eftir=[[Kvennaskólinn í Reykjavík]]}}
{{Sigurvegari | fyrir=[[Menntaskólinn á Akureyri]] | titill=[[Sigurvegarar Gettu betur|Sigurvegari Gettu betur]] | ár=2007-2010 | eftir=[[Kvennaskólinn í Reykjavík]]}}
{{Sigurvegari | fyrir=[[Menntaskólinn á Akureyri]] | titill=[[Sigurvegarar Gettu betur|Sigurvegari Gettu betur]] | ár=1993-2003 | eftir=[[Verzlunarskóli Íslands]]}}
{{Sigurvegari | fyrir=[[Fjölbrautaskólinn í Breiðholti]] | titill=[[Sigurvegarar Gettu betur|Sigurvegari Gettu betur]] | ár=1988 | eftir=[[Menntaskólinn í Kópavogi]]}}
{{töfluendir}}
{{Gæðagrein}}
{{framhaldsskólar}}
{{S|1846}}
[[Flokkur:Íslenskir framhaldsskólar|Reykjavík]]
[[Flokkur:Menntaskólinn í Reykjavík| ]]
[[Flokkur:Miðborg Reykjavíkur]]
{{coord|64|08|45.80|N|21|56|13|W|region:IS_type:edu|display=title}}
i6inhh73ui7cp6hpy6eep9mxyj8fk4q
Lífræn efnafræði
0
1188
1765818
1624080
2022-08-23T14:42:30Z
CommonsDelinker
1159
Skipti út Girl_with_styrofoam_swimming_board.jpg fyrir [[Mynd:Girl_with_swimming_board.jpg]] (eftir [[commons:User:CommonsDelinker|CommonsDelinker]] vegna þess að: [[:c:COM:FR|File renamed]]: [[:c:COM:FR#FR3|Criterion 3]] (obvious error) · unlikely to be
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Girl with swimming board.jpg|thumb|right|Sundbretti úr [[frauðplast]]i.]]
'''Lífræn efnafræði''' fjallar um byggingu, eðli, samsetningu og efnahvörf efnasambanda [[kolefni]]s.
== Nafnið ==
Lífræn efnafræði fæst við þau efnasambönd þar sem kolefni er í aðalhlutverki. Nafnið er hugsað til aðgreiningar frá [[Ólífræn efnafræði|ólífrænni efnafræði]]. Aðskilnaður er þó eingöngu sögulegs eðlis. Löngum var það trú manna að þau efni, sem fyrirfinndust í lífverum væru í grundvallaratriðum ólík þeim efnum sem væru í dauðum hlutum og að flokkarnir tveir gegndu ólíkum [[lögmál|náttúrulögmálum]]. Á grundvelli þeirrar hugmyndar kom fram skipting í lífræna og ólífræna efnafræði. Sú hugmynd hefur fyrir löngu verið yfirgefin. En menn greina þó enn í dag milli lífrænnar og ólífrænnar efnafræði til hægðarauka, þar sem þær tvær [[undirgrein]]ar efnafræði beita oft mismunandi aðferðum og [[Líkan|líkönum]].
== Nafnakerfi lífrænna efna ==
[[IUPAC-nafnakerfi|Nafnakerfi IUPAC]] er notað til að flokka og nefna [[lífræn efnasambönd]].
== Eiginleikar lífrænna efna ==
Gríðarlegur fjöldi lífrænna efna er þekktur. Orsök þessa er hæfileiki kolefnis til þess að mynda keðjur og hringi af mörgum mismunandi stærðum. Mörg kolefnissambönd eru afar hitanæm, og flest sundrast þau undir 300 °C. Þau eru ekki eins auðleysanleg í vatni og flest ólífræn sölt, en ólíkt þeim leysast þau vel í lífrænum [[leysiefni|leysiefnum]] eins og eter og alkóhólum. Samgild tengi eru í lífrænum efnum.
[[Flokkur:Lífræn efnafræði| ]]
3k5v6zz7p23q2uwlfoffdsbh969oq1m
1969
0
1590
1765816
1728946
2022-08-23T14:05:50Z
Akigka
183
/* Febrúar */
wikitext
text/x-wiki
{{Ár nav}}
Árið '''1969''' ('''MCMLXIX''' í [[rómverskar tölur|rómverskum tölum]]) var 69. ár 20. aldar og [[almennt ár sem hófst á miðvikudegi]].
== Atburðir ==
===Janúar===
[[Mynd:Richard_Nixon_1969_inauguration.png|thumb|right|Richard Nixon sver eið að bandarísku stjórnarskránni.]]
* [[1. janúar]] - [[Virðisaukaskattur]] tók við af [[söluskattur|söluskatti]] í Svíþjóð.
* [[2. janúar]] - Ástralski fjölmiðlamógúllinn [[Rupert Murdoch]] keypti breska tímaritið ''[[News of the World]]''.
* [[4. janúar]] - Spánn lét Marokkó eftir stjórn útlendunnar [[Ifni]].
* [[5. janúar]] - [[Ariana Afghan Airlines flug 701]] hrapaði á hús í aðflugi að Heathrow í London með þeim afleiðingum að 50 farþegar og tveir íbúar hússins létust.
* [[5. janúar]] - Sovéska geimkönnunarfarið ''[[Venera 5]]'' hóf ferð sína til Venus.
* [[12. janúar]] - [[Herlög]]um var lýst yfir í [[Madríd]] og yfir 300 háskólastúdentar handteknir.
* [[12. janúar]] - Fyrsta breiðskífa bresku sveitarinnar [[Led Zeppelin]], ''[[Led Zeppelin (breiðskífa)|Led Zeppelin]]'', kom út í Bandaríkjunum.
* [[14. janúar]] - Sovétríkin sendu ''[[Sojús 4]]'' út í geim.
* [[15. janúar]] - Sovétríkin sendu ''[[Sojús 5]]'' af stað.
* [[16. janúar]] - ''[[Sojús 5]]'' lagðist að ''[[Sojús 4]]'' og tveir geimfarar fluttu sig yfir, sem var í fyrsta sinn sem það var gert.
* [[16. janúar]] - Háskólaneminn [[Jan Palach]] kveikti í sér á [[Venseslástorg]]i í Prag til að mótmæla innrás Sovétmanna í Tékkóslóvakíu. Hann lést af sárum sínum þremur dögum síðar.
* [[20. janúar]] - [[Richard Nixon]] tók við embætti Bandaríkjaforseta.
* [[22. janúar]] - [[Viktor Iljin]] reyndi að myrða [[Leoníd Bresnjev]] í Moskvu.
* [[26. janúar]] - [[Elvis Presley]] tók upp lagið „Long Black Limousine“ í stúdíóí í Memphis, sem var fyrsta lagið í röð endurkomulaga sem komu út á plötunum ''[[From Elvis in Memphis]]'' og ''Back in Memphis''.
* [[27. janúar]] - 14 menn, þar af 9 gyðingar, voru teknir af lífi í [[Bagdad]] fyrir að hafa njósnað fyrir Ísrael.
* [[27. janúar]] - Mótmælendapresturinn og sambandssinninn [[Ian Paisley]] var handtekinn og fangelsaður í þrjá mánuði fyrir að hafa staðið fyrir ólöglegri samkomu.
* [[28. janúar]] - [[Olíulekinn í Santa Barbara 1969]]: 80-100.000 tunnur af olíu runnu út í sjó við [[Santa Barbara]] í Kaliforníu. Atvikið varð öldungadeildarþingmanninum [[Gaylord Nelson]] innblástur að fyrsta [[Dagur jarðar|Degi jarðar]] árið 1970.
* [[30. janúar]] - [[Bítlarnir]] komu í síðasta sinn fram opinberlega á tónleikum á þaki [[Apple Records]] í London.
===Febrúar===
[[Mynd:Pippi_Langkous_in_Nederland_1_(crop).jpg|thumb|right|[[Inger Nilsson]] í hlutverki Línu langsokks.]]
* [[4. febrúar]] - [[Yasser Arafat]] var kjörinn leiðtogi [[Frelsissamtök Palestínu|Frelsissamtaka Palestínu]] í Kaíró.
* [[7. febrúar]] - Norska dagblaðið ''[[Klassekampen]]'' hóf útgáfu sína.
* [[8. febrúar]] - Leikin sjónvarpsþáttaröð um ''[[Lína langsokkur (sjónvarpsþættir 1969)|Línu langsokk]]'' hóf göngu sína í sænska ríkissjónvarpinu og sló í gegn.
* [[9. febrúar]] - [[Boeing 747]]-þota flaut jómfrúarflug sitt.
* [[11. febrúar]] - [[Sjóher Ítalíu]] hertók örríkið [[Isola delle Rose]] undan strönd Rímíní og eyðilagði með sprengjum.
* [[13. febrúar]] - Aðskilnaðarsinnar í [[Front de libération du Québec]] settu sprengju af stað í [[Kauphöllin í Montreal|kauphöllinni í Montreal]].
* [[14. febrúar]] - [[Páll 6. páfi]] gaf úr páfabréfið ''[[Mysterii Paschalis]]'' sem endurskipulagði kirkjuár kaþólsku kirkjunnar og afnam messudaga margra dýrlinga.
* [[17. febrúar]] - Bandaríski kafarinn [[Berry L. Cannon]] lést úr koldíoxíðeitrun þar sem hann vann við [[SEALAB III]]-rannsóknarstöðina í Kaliforníu.
* [[24. febrúar]] - Marskönnunarfarinu ''[[Mariner 6]]'' var skotið á loft.
===Mars===
* [[2. mars]] - [[Concorde]]-þota flaug jómfrúarflug sitt.
* [[26. mars]] - [[Skátafélagið Landnemar]] var stofnað í [[Hlíðar|Hlíðum]] í Reykjavík.
* [[31. mars]] - Ísfyrirtækið [[Kjörís]] tók til starfa í Hveragerði.
===Apríl===
* [[20. apríl]] - [[Þjórsárdalsför]], Skúli Thoroddsen læknir skorar Bretadrottningu á hólm.
===Maí===
* [[1. maí]] - Bandaríska örgjörvafyrirtækið [[AMD]] var stofnað í Kaliforníu.
* [[8. maí]] - [[Sædýrasafnið í Hafnarfirði]] var opnað almenningi.
* [[23. maí]] - [[The Who]] gáfu út rokkóperuna ''[[Tommy]]''.
===Júní===
* [[8. júní]] - [[Stálöndin]] birtist í fyrsta sinn í ítalskri útgáfu ''[[Syrpa|Syrpu]]''.
* [[18. júní]] - Bandarísku hryðjuverkasamtökin [[Weather Underground]] voru stofnuð.
===Júlí===
* [[14. júlí]] - [[Fótboltastríðið]] hófst milli El Salvador og Hondúras.
* [[20. júlí]] - Lendingarfar geimfarsins ''[[Apollo 11]]'' lenti á [[Tunglið|Tunglinu]] með geimfarana [[Buzz Aldrin]] og [[Neil Armstrong]] um borð.
===Ágúst===
* [[15. ágúst]] - [[Geimrannsóknastofnun Indlands]] var stofnuð.
* [[15. ágúst]] - [[Woodstock]]-tónlistarhátíðin hófst New York-fylki í Bandaríkjunum.
===September===
* [[1. september]] - [[Muammar Gaddafi]] leiddi herforingjabyltingu í [[Líbía|Líbíu]].
* [[26. september]] - Síðasta breiðskífa Bítlanna, ''[[Abbey Road]]'', kom út.
* [[28. september]] - [[Murchison-loftsteinninn]] féll til jarðar í Ástralíu.
===Október===
* [[3. október]] - [[Smyrlabjargaárvirkjun]] var formlega gangsett á Íslandi.
* [[3. október]] - [[Sjónvarpsturninn í Berlín]] var vígður.
* [[5. október]] - Fyrsti þáttur ''[[Monty Python's Flying Circus]]'' fór í loftið á sjónvarpsstöðinni [[BBC1]].
===Nóvember===
* [[10. nóvember]] - Bandarísku sjónvarpsþættirnir ''[[Sesame Street]]'' hófu göngu sína á [[PBS]].
===Desember===
* [[12. desember]] - [[Blóðbaðið á Piazza Fontana]]: 17 létust og 88 slösuðust þegar sprengja sprakk í höfuðstöðvum Banca Nazionale dell'Agricoltura í Mílanó.
==Fædd==
* [[1. janúar]] - [[Verne Troyer]], bandarískur leikari (d. [[2018]]).
* [[3. janúar]] - [[Michael Schumacher]], þýskur akstursíþróttamaður.
* [[4. janúar]] - [[Thor Aspelund]], íslenskur stærðfræðingur.
* [[5. janúar]] - [[Marilyn Manson]], bandarískur söngvari.
* [[6. janúar]] - [[Bergur Þór Ingólfsson]], íslenskur leikari.
* [[14. janúar]] - [[Dave Grohl]], bandarískur tónlistarmaður.
* [[14. janúar]] - [[Jason Bateman]], bandarískur leikari.
* [[15. janúar]] - [[Kellita Smith]], bandarísk leikkona.
* [[17. janúar]] - [[Tiësto]], hollenskur plötusnúður.
* [[18. janúar]] - [[Ever Palacios]], kólumbískur knattspyrnumaður.
* [[24. janúar]] - [[Hilmir Snær Guðnason]], íslenskur leikari.
* [[27. janúar]] - [[Patton Oswalt]], bandarískur leikari.
* [[29. janúar]] - [[Wagner Lopes]], brasilískur knattspyrnumaður.
* [[29. janúar]] - [[Motohiro Yamaguchi]], japanskur knattspyrnumaður.
* [[6. febrúar]] - [[Eiríkur Bergmann]], íslenskur stjórnmálafræðingur.
* [[8. febrúar]] - [[Mary McCormack]], bandarísk leikkona.
* [[11. febrúar]] - [[Jennifer Aniston]], bandarísk leikkona.
* [[11. febrúar]] - [[Yoshiyuki Hasegawa]], japanskur knattspyrnumaður.
* [[22. febrúar]] - [[Hugo López-Gatell Ramírez]], mexíkóskur læknir.
* [[1. mars]] - [[Javier Bardem]], spænskur leikari.
* [[4. mars]] - [[Heimir Guðjónsson]], íslenskur knattspyrnumaður.
* [[5. mars]] - [[Juan Carlos Villamayor]], paragvæskur knattspyrnumaður.
* [[6. mars]] - [[Jintara Poonlarp]], taílensk söngkona.
* [[9. mars]] - [[Andrej Panadić]], króatískur knattspyrnumaður.
* [[10. mars]] - [[Paget Brewster]], bandarísk leikkona.
* [[26. mars]] - [[Almir de Souza Fraga]], brasilískur knattspyrnumaður.
* [[27. mars]] - [[Pauley Perrette]], bandarísk leikkona.
* [[6. apríl]] - [[Paul Rudd]], bandarískur leikari.
* [[14. apríl]] - [[Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir]], íslensk stjórnmálakona.
* [[14. apríl]] - [[Emre Altuğ]], tyrkneskur söngvari.
* [[16. apríl]] - [[Michael Baur]], austurrískur knattspyrnumaður.
* [[19. apríl]] - [[Hiromitsu Isogai]], japanskur knattspyrnumaður.
* [[20. apríl]] - [[Geir Björklund]], norskur blaðamaður.
* [[25. apríl]] - [[Renée Zellweger]], bandarísk leikkona.
* [[28. apríl]] - [[Elliði Vignisson]], íslenskur stjórnmálamaður.
* [[30. apríl]] - [[Brynhildur Pétursdóttir]], alþingiskona.
* [[1. maí]] - [[Wes Anderson]], bandarískur kvikmyndaleikstjóri.
* [[1. maí]] - [[Yasuyuki Moriyama]], japanskur knattspyrnumaður.
* [[4. maí]] - [[Vitaliy Parakhnevych]], úkraínskur knattspyrnumaður.
* [[6. maí]] - [[Vlad Filat]], moldóvskur stjórnmálamaður.
* [[14. maí]] - [[Cate Blanchett]], áströlsk leikkona.
* [[16. maí]] - [[Tucker Carlson]], bandarískur þáttastjórnandi.
* [[18. maí]] - [[Antônio Carlos Zago]], brasilískur knattspyrnumaður.
* [[19. maí]] - [[Thomas Vinterberg]], danskur leikstjóri.
* [[22. maí]] - [[Michael Kelly]], bandarískur leikari.
* [[22. maí]] - [[Carl Craig]], bandarískur tónlistarmaður.
* [[24. maí]] - [[Bjarni Ómar]], íslenskur tónlistarmaður.
* [[31. maí]] - [[Benedikt Erlingsson]], íslenskur leikari.
* [[7. júní]] - [[Kim Rhodes]], bandarísk leikkona.
* [[7. júní]] - [[Jóakim Danaprins]].
* [[11. júní]] - [[Peter Dinklage]], bandarískur leikari.
* [[14. júní]] - [[Steffi Graf]], þýsk [[tennis]]kona.
* [[15. júní]] - [[Oliver Kahn]], þýskur knattspyrnumaður.
* [[15. júní]] - [[Bashar Warda]], íraskur biskup.
* [[19. júní]] - [[Yoshiaki Sato]], japanskur knattspyrnumaður.
* [[23. júní]] - [[Martin Klebba]], bandarískur leikari.
* [[25. júní]] - [[Yasuto Honda]], japanskur knattspyrnumaður.
* [[26. júní]] - [[Steven Brand]], skoskur leikari.
* [[28. júní]] - [[Katla María]], íslensk söngkona.
* [[2. júlí]] - [[Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir]], íslensk leikkona.
* [[7. júlí]] - [[Joe Sakic]], kanadískur fyrrum íshokkíleikmaður.
* [[7. júlí]] - [[Shiro Kikuhara]], japanskur knattspyrnumaður.
* [[13. júlí]] - [[Ken Jeong]], bandarískur leikari.
* [[15. júlí]] - [[Alexander Vasilyev]], rússneskur söngvari.
* [[24. júlí]] - [[Jennifer Lopez]], bandarísk leik- og söngkona.
* [[28. júlí]] - [[Jón Arnar Magnússon]], íslenskur frjálsíþróttamaður.
* [[2. ágúst]] - [[Þórir Gunnarsson]], íslenskur bassaleikari.
* [[18. ágúst]]
** [[Edward Norton]], bandarískur leikari.
** [[Christian Slater]], bandarískur leikari.
* [[19. ágúst]] - [[Matthew Perry]], kanadísk-bandarískur leikari.
* [[20. ágúst]] - [[Billy Gardell]], bandarískur leikari.
* [[26. ágúst]] - [[Daníel Ágúst Haraldsson]], íslenskur söngvari.
* [[26. ágúst]] - [[Melissa McCarthy]], bandarísk leikkona.
* [[27. ágúst]] - [[Christine O'Donnell]], bandarísk stjórnmálakona.
* [[28. ágúst]] - [[Jack Black]], bandarískur leikari.
* [[31. ágúst]] - [[Jonathan LaPaglia]], ástralskur leikari.
* [[5. september]] - [[Rúnar Kristinsson]], íslenskur knattspyrnumaður.
* [[5. september]] - [[Leonardo Araújo]], brasilískur knattspyrnumaður.
* [[6. september]] - [[Norio Omura]], japanskur knattspyrnumaður.
* [[7. september]] - [[Diane Farr]], bandarísk leikkona.
* [[17. september]] - [[Bismarck Barreto Faria]], brasilískur knattspyrnumaður.
* [[19. september]] - [[Jóhann Jóhannsson]], íslenskur tónlistarmaður (d. [[2018]]).
* [[20. september]] - [[Richard Witschge]], hollenskur knattspyrnumaður.
* [[22. september]] - [[Sjöfn Evertsdóttir]], íslensk leikkona.
* [[25. september]] - [[Dofri Hermannsson]], íslenskur leikari.
* [[29. september]] - [[Tore Pedersen]], norskur knattspyrnumaður.
* [[29. september]] - [[Ivica Vastić]], austurrískur knattspyrnumaður.
* [[1. október]] - [[Zach Galifianakis]], bandarískur leikari.
* [[3. október]] - [[Gwen Stefani]], bandarísk söngkona.
* [[3. október]] - [[Janel Moloney]], bandarísk leikkona.
* [[4. október]] - [[Róbert Wessman]], íslenskur athafnamaður.
* [[5. október]] - [[Ásta Kristjana Sveinsdóttir]], íslenskur heimspekingur.
* [[7. október]] - [[Yoshihiro Natsuka]], japanskur knattspyrnumaður.
* [[10. október]] - [[Loren Bouchard]], bandarískur kvikari.
* [[11. október]] - [[Konstantínus Hollandsprins]].
* [[12. október]] - [[Željko Milinovič]], slóvenskur knattspyrnumaður.
* [[19. október]] - [[Trey Parker]], bandarískur leikari og handritshöfundur.
* [[19. október]] - [[Pedro Castillo]], perúskur stjórnmálamaður.
* [[4. nóvember]] - [[Matthew McConaughey]], bandarískur leikari.
* [[4. nóvember]] - [[Samantha Smith]], bandarísk leikkona.
* [[5. nóvember]] - [[Pat Kilbane]], bandarískur leikari.
* [[10. nóvember]] - [[Ellen Pompeo]], bandarísk leikkona.
* [[10. nóvember]] - [[Jens Lehmann]], þýskur knattspyrnumaður.
* [[13. nóvember]] - [[Gerard Butler]], skoskur leikari.
* [[22. nóvember]] - [[Þorsteinn Víglundsson (þingmaður)|Þorsteinn Víglundsson]], íslenskur stjórnmálamaður.
* [[27. nóvember]] - [[Hernán Gaviria]], kólumbískur knattspyrnumaður (d. [[2002]]).
* [[4. desember]] - [[Jay-Z]], bandarískur rappari.
* [[11. desember]] - [[Viswanathan Anand]], indverskur skákmaður.
* [[11. desember]] - [[Max Martini]], bandarískur leikari.
* [[14. desember]] - [[Archie Kao]], bandarískur leikari.
* [[24. desember]] - [[Ed Miliband]], breskur stjórnmálamaður.
* [[27. desember]]
** [[Gunnar Gunnsteinsson]], íslenskur leikari.
** [[Linda Pétursdóttir]], íslensk fegurðardrottning.
** [[Sarah Vowell]], bandarísk leikkona.
* [[28. desember]] - [[Linus Torvalds]], finnskur tölvunarfræðingur.
* [[30. desember]] - [[Kersti Kaljulaid]], eistneskur stjórnmálamaður.
* [[31. desember]] - [[Njáll Trausti Friðbertsson]], íslenskur stjórnmálamaður.
==Dáin==
* [[5. janúar]] - [[Samúel Jónsson]], íslenskur myndlistarmaður (f. [[1884]]).
* [[30. janúar]] - [[Dominique Pire]], belgískur munkur (f. [[1910]]).
* [[23. febrúar]] - [[Sád bin Abdul Aziz al-Sád]], konungur Sádi-Arabíu (f. [[1902]]).
* [[26. febrúar]] - [[Karl Jaspers]], þýskur geðlæknir og heimspekingur (f. [[1883]]).
* [[26. febrúar]] - [[Levi Eshkol]], ísraelskur stjórnmálamaður (f. [[1895]]).
* [[28. mars]] - [[Dwight D. Eisenhower]], 34. forseti Bandaríkjanna (f. [[1890]]).
* [[2. maí]] - [[Franz von Papen]], þýskur stjórnmálamaður (f. [[1879]]).
* [[29. maí]] - [[Ásmundur Guðmundsson]], íslenskur biskup (f. [[1888]]).
* [[22. júní]] - [[Judy Garland]], bandarísk söng- og leikkona (f. [[1922]]).
* [[5. júlí]] - [[Walter Gropius]], þýskur arkitekt (f. [[1883]]).
* [[31. júlí]] - [[Júlíus Havsteen]], íslenskur lögreglustjóri og sýslumaður (f. [[1886]]).
* [[9. ágúst]] - [[Sharon Tate]], bandarísk leikkona (f. [[1943]]).
* [[17. ágúst]] - [[Ludwig Mies van der Rohe]], þýskur arkitekt (f. [[1886]]).
* [[31. ágúst]] - [[Rocky Marciano]], bandarískur hnefaleikamaður (f. [[1923]]).
* [[2. september]] - [[Ho Chi Minh]], forseti og forsætisráðherra Víetnam (f. [[1890]]).
* [[6. september]] - [[Arthur Friedenreich]], brasilískur knattspyrnumaður (f. [[1892]]).
* [[2. október]] - [[Sigurbergur Elísson]], formaður [[Knattspyrnufélagið Fram|Knattspyrnufélagsins Fram]] (f. [[1899]]).
* [[5. október]] - [[Skúli Guðmundsson (ráðherra)|Skúli Guðmundsson]], íslenskur stjórnmálamaður (f. [[1900]]).
* [[21. október]]
** [[Jack Kerouac]], bandarískur rithöfundur (f. [[1922]]).
** [[Wacław Sierpiński]], pólskur stærðfræðingur (f. [[1882]]).
== [[Nóbelsverðlaunin]] ==
* [[Nóbelsverðlaun í eðlisfræði|Eðlisfræði]] - [[Murray Gell-Mann]]
* [[Nóbelsverðlaun í efnafræði|Efnafræði]] - [[Derek H. R. Barton]], [[Odd Hassel]]
* [[Nóbelsverðlaun í læknisfræði|Læknisfræði]] - [[Max Delbrück]], [[Alfred D. Hershey]], [[Salvador E. Luria]]
* [[Nóbelsverðlaun í bókmenntum|Bókmenntir]] - [[Samuel Beckett]]
* [[Friðarverðlaun Nóbels|Friðarverðlaun]] - [[Alþjóðavinnumálastofnunin]]
* [[Nóbelsverðlaun í hagfræði|Hagfræði]] - [[Ragnar Frisch]], [[Jan Tinbergen]]
[[Flokkur:1969]]
jawxtmt3hg8epltk09xzkadj2yg94em
1765817
1765816
2022-08-23T14:19:47Z
Akigka
183
/* Mars */
wikitext
text/x-wiki
{{Ár nav}}
Árið '''1969''' ('''MCMLXIX''' í [[rómverskar tölur|rómverskum tölum]]) var 69. ár 20. aldar og [[almennt ár sem hófst á miðvikudegi]].
== Atburðir ==
===Janúar===
[[Mynd:Richard_Nixon_1969_inauguration.png|thumb|right|Richard Nixon sver eið að bandarísku stjórnarskránni.]]
* [[1. janúar]] - [[Virðisaukaskattur]] tók við af [[söluskattur|söluskatti]] í Svíþjóð.
* [[2. janúar]] - Ástralski fjölmiðlamógúllinn [[Rupert Murdoch]] keypti breska tímaritið ''[[News of the World]]''.
* [[4. janúar]] - Spánn lét Marokkó eftir stjórn útlendunnar [[Ifni]].
* [[5. janúar]] - [[Ariana Afghan Airlines flug 701]] hrapaði á hús í aðflugi að Heathrow í London með þeim afleiðingum að 50 farþegar og tveir íbúar hússins létust.
* [[5. janúar]] - Sovéska geimkönnunarfarið ''[[Venera 5]]'' hóf ferð sína til Venus.
* [[12. janúar]] - [[Herlög]]um var lýst yfir í [[Madríd]] og yfir 300 háskólastúdentar handteknir.
* [[12. janúar]] - Fyrsta breiðskífa bresku sveitarinnar [[Led Zeppelin]], ''[[Led Zeppelin (breiðskífa)|Led Zeppelin]]'', kom út í Bandaríkjunum.
* [[14. janúar]] - Sovétríkin sendu ''[[Sojús 4]]'' út í geim.
* [[15. janúar]] - Sovétríkin sendu ''[[Sojús 5]]'' af stað.
* [[16. janúar]] - ''[[Sojús 5]]'' lagðist að ''[[Sojús 4]]'' og tveir geimfarar fluttu sig yfir, sem var í fyrsta sinn sem það var gert.
* [[16. janúar]] - Háskólaneminn [[Jan Palach]] kveikti í sér á [[Venseslástorg]]i í Prag til að mótmæla innrás Sovétmanna í Tékkóslóvakíu. Hann lést af sárum sínum þremur dögum síðar.
* [[20. janúar]] - [[Richard Nixon]] tók við embætti Bandaríkjaforseta.
* [[22. janúar]] - [[Viktor Iljin]] reyndi að myrða [[Leoníd Bresnjev]] í Moskvu.
* [[26. janúar]] - [[Elvis Presley]] tók upp lagið „Long Black Limousine“ í stúdíóí í Memphis, sem var fyrsta lagið í röð endurkomulaga sem komu út á plötunum ''[[From Elvis in Memphis]]'' og ''Back in Memphis''.
* [[27. janúar]] - 14 menn, þar af 9 gyðingar, voru teknir af lífi í [[Bagdad]] fyrir að hafa njósnað fyrir Ísrael.
* [[27. janúar]] - Mótmælendapresturinn og sambandssinninn [[Ian Paisley]] var handtekinn og fangelsaður í þrjá mánuði fyrir að hafa staðið fyrir ólöglegri samkomu.
* [[28. janúar]] - [[Olíulekinn í Santa Barbara 1969]]: 80-100.000 tunnur af olíu runnu út í sjó við [[Santa Barbara]] í Kaliforníu. Atvikið varð öldungadeildarþingmanninum [[Gaylord Nelson]] innblástur að fyrsta [[Dagur jarðar|Degi jarðar]] árið 1970.
* [[30. janúar]] - [[Bítlarnir]] komu í síðasta sinn fram opinberlega á tónleikum á þaki [[Apple Records]] í London.
===Febrúar===
[[Mynd:Pippi_Langkous_in_Nederland_1_(crop).jpg|thumb|right|[[Inger Nilsson]] í hlutverki Línu langsokks.]]
* [[4. febrúar]] - [[Yasser Arafat]] var kjörinn leiðtogi [[Frelsissamtök Palestínu|Frelsissamtaka Palestínu]] í Kaíró.
* [[7. febrúar]] - Norska dagblaðið ''[[Klassekampen]]'' hóf útgáfu sína.
* [[8. febrúar]] - Leikin sjónvarpsþáttaröð um ''[[Lína langsokkur (sjónvarpsþættir 1969)|Línu langsokk]]'' hóf göngu sína í sænska ríkissjónvarpinu og sló í gegn.
* [[9. febrúar]] - [[Boeing 747]]-þota flaut jómfrúarflug sitt.
* [[11. febrúar]] - [[Sjóher Ítalíu]] hertók örríkið [[Isola delle Rose]] undan strönd Rímíní og eyðilagði með sprengjum.
* [[13. febrúar]] - Aðskilnaðarsinnar í [[Front de libération du Québec]] settu sprengju af stað í [[Kauphöllin í Montreal|kauphöllinni í Montreal]].
* [[14. febrúar]] - [[Páll 6. páfi]] gaf úr páfabréfið ''[[Mysterii Paschalis]]'' sem endurskipulagði kirkjuár kaþólsku kirkjunnar og afnam messudaga margra dýrlinga.
* [[17. febrúar]] - Bandaríski kafarinn [[Berry L. Cannon]] lést úr koldíoxíðeitrun þar sem hann vann við [[SEALAB III]]-rannsóknarstöðina í Kaliforníu.
* [[24. febrúar]] - Marskönnunarfarinu ''[[Mariner 6]]'' var skotið á loft.
===Mars===
[[Mynd:02.03.69_1er_vol_de_Concorde_avec_Jacqueline_Auriol_(1969)_-_53Fi1890.jpg|thumb|right|Jómfrúarflug Concorde-þotu í Frakklandi.]]
* [[2. mars]] - [[Concorde]]-þota flaug jómfrúarflug sitt.
* [[3. mars]] - Mannaða geimfarið ''[[Apollo 9]]'' var sent á loft til að prófa tungllendingarfarið.
* [[3. mars]] - Palestínumaðurinn [[Sirhan Sirhan]] játaði fyrir rétti að hafa myrt [[Robert F. Kennedy]].
* [[4. mars]] - Dómstóll í Flórída gaf út handtökutilskipun á hendur [[Jim Morrison]] fyrir ósæmilegt athæfi á tónleikum [[Doors]] þremur dögum áður.
* [[16. mars]] - [[Viasa flug 742]] hrapaði á íbúðahverfi í [[Maracaibo]] í Venesúela með þeim afleiðingum að allir 84 um borð létust auk 71 á jörðu niðri.
* [[17. mars]] - [[Golda Meir]] varð fyrsti kvenforsætisráðherra Ísraels.
* [[18. mars]] - [[Breakfast-aðgerðin]]: Bandarískar flugvélar hófu leynilegar sprengjuárásir á Kambódíu.
* [[20. mars]] - [[John Lennon]] og [[Yoko Ono]] giftu sig á Gíbraltar.
* [[24. mars]] - Marskönnunarfarinu ''[[Mariner 7]]'' var skotið á loft.
* [[26. mars]] - [[Skátafélagið Landnemar]] var stofnað í [[Hlíðar|Hlíðum]] í Reykjavík.
* [[29. mars]] - Fjórir flytjendur fengu jafnmörg atkvæði í fyrsta sætið í [[Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 1969]].
* [[31. mars]] - Ísfyrirtækið [[Kjörís]] tók til starfa í Hveragerði.
* [[31. mars]] - 153 kolanámumenn fórust í [[Barroterán-slysið|Barroterán-slysinu]] í Mexíkó.
===Apríl===
* [[20. apríl]] - [[Þjórsárdalsför]], Skúli Thoroddsen læknir skorar Bretadrottningu á hólm.
===Maí===
* [[1. maí]] - Bandaríska örgjörvafyrirtækið [[AMD]] var stofnað í Kaliforníu.
* [[8. maí]] - [[Sædýrasafnið í Hafnarfirði]] var opnað almenningi.
* [[23. maí]] - [[The Who]] gáfu út rokkóperuna ''[[Tommy]]''.
===Júní===
* [[8. júní]] - [[Stálöndin]] birtist í fyrsta sinn í ítalskri útgáfu ''[[Syrpa|Syrpu]]''.
* [[18. júní]] - Bandarísku hryðjuverkasamtökin [[Weather Underground]] voru stofnuð.
===Júlí===
* [[14. júlí]] - [[Fótboltastríðið]] hófst milli El Salvador og Hondúras.
* [[20. júlí]] - Lendingarfar geimfarsins ''[[Apollo 11]]'' lenti á [[Tunglið|Tunglinu]] með geimfarana [[Buzz Aldrin]] og [[Neil Armstrong]] um borð.
===Ágúst===
* [[15. ágúst]] - [[Geimrannsóknastofnun Indlands]] var stofnuð.
* [[15. ágúst]] - [[Woodstock]]-tónlistarhátíðin hófst New York-fylki í Bandaríkjunum.
===September===
* [[1. september]] - [[Muammar Gaddafi]] leiddi herforingjabyltingu í [[Líbía|Líbíu]].
* [[26. september]] - Síðasta breiðskífa Bítlanna, ''[[Abbey Road]]'', kom út.
* [[28. september]] - [[Murchison-loftsteinninn]] féll til jarðar í Ástralíu.
===Október===
* [[3. október]] - [[Smyrlabjargaárvirkjun]] var formlega gangsett á Íslandi.
* [[3. október]] - [[Sjónvarpsturninn í Berlín]] var vígður.
* [[5. október]] - Fyrsti þáttur ''[[Monty Python's Flying Circus]]'' fór í loftið á sjónvarpsstöðinni [[BBC1]].
===Nóvember===
* [[10. nóvember]] - Bandarísku sjónvarpsþættirnir ''[[Sesame Street]]'' hófu göngu sína á [[PBS]].
===Desember===
* [[12. desember]] - [[Blóðbaðið á Piazza Fontana]]: 17 létust og 88 slösuðust þegar sprengja sprakk í höfuðstöðvum Banca Nazionale dell'Agricoltura í Mílanó.
==Fædd==
* [[1. janúar]] - [[Verne Troyer]], bandarískur leikari (d. [[2018]]).
* [[3. janúar]] - [[Michael Schumacher]], þýskur akstursíþróttamaður.
* [[4. janúar]] - [[Thor Aspelund]], íslenskur stærðfræðingur.
* [[5. janúar]] - [[Marilyn Manson]], bandarískur söngvari.
* [[6. janúar]] - [[Bergur Þór Ingólfsson]], íslenskur leikari.
* [[14. janúar]] - [[Dave Grohl]], bandarískur tónlistarmaður.
* [[14. janúar]] - [[Jason Bateman]], bandarískur leikari.
* [[15. janúar]] - [[Kellita Smith]], bandarísk leikkona.
* [[17. janúar]] - [[Tiësto]], hollenskur plötusnúður.
* [[18. janúar]] - [[Ever Palacios]], kólumbískur knattspyrnumaður.
* [[24. janúar]] - [[Hilmir Snær Guðnason]], íslenskur leikari.
* [[27. janúar]] - [[Patton Oswalt]], bandarískur leikari.
* [[29. janúar]] - [[Wagner Lopes]], brasilískur knattspyrnumaður.
* [[29. janúar]] - [[Motohiro Yamaguchi]], japanskur knattspyrnumaður.
* [[6. febrúar]] - [[Eiríkur Bergmann]], íslenskur stjórnmálafræðingur.
* [[8. febrúar]] - [[Mary McCormack]], bandarísk leikkona.
* [[11. febrúar]] - [[Jennifer Aniston]], bandarísk leikkona.
* [[11. febrúar]] - [[Yoshiyuki Hasegawa]], japanskur knattspyrnumaður.
* [[22. febrúar]] - [[Hugo López-Gatell Ramírez]], mexíkóskur læknir.
* [[1. mars]] - [[Javier Bardem]], spænskur leikari.
* [[4. mars]] - [[Heimir Guðjónsson]], íslenskur knattspyrnumaður.
* [[5. mars]] - [[Juan Carlos Villamayor]], paragvæskur knattspyrnumaður.
* [[6. mars]] - [[Jintara Poonlarp]], taílensk söngkona.
* [[9. mars]] - [[Andrej Panadić]], króatískur knattspyrnumaður.
* [[10. mars]] - [[Paget Brewster]], bandarísk leikkona.
* [[26. mars]] - [[Almir de Souza Fraga]], brasilískur knattspyrnumaður.
* [[27. mars]] - [[Pauley Perrette]], bandarísk leikkona.
* [[6. apríl]] - [[Paul Rudd]], bandarískur leikari.
* [[14. apríl]] - [[Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir]], íslensk stjórnmálakona.
* [[14. apríl]] - [[Emre Altuğ]], tyrkneskur söngvari.
* [[16. apríl]] - [[Michael Baur]], austurrískur knattspyrnumaður.
* [[19. apríl]] - [[Hiromitsu Isogai]], japanskur knattspyrnumaður.
* [[20. apríl]] - [[Geir Björklund]], norskur blaðamaður.
* [[25. apríl]] - [[Renée Zellweger]], bandarísk leikkona.
* [[28. apríl]] - [[Elliði Vignisson]], íslenskur stjórnmálamaður.
* [[30. apríl]] - [[Brynhildur Pétursdóttir]], alþingiskona.
* [[1. maí]] - [[Wes Anderson]], bandarískur kvikmyndaleikstjóri.
* [[1. maí]] - [[Yasuyuki Moriyama]], japanskur knattspyrnumaður.
* [[4. maí]] - [[Vitaliy Parakhnevych]], úkraínskur knattspyrnumaður.
* [[6. maí]] - [[Vlad Filat]], moldóvskur stjórnmálamaður.
* [[14. maí]] - [[Cate Blanchett]], áströlsk leikkona.
* [[16. maí]] - [[Tucker Carlson]], bandarískur þáttastjórnandi.
* [[18. maí]] - [[Antônio Carlos Zago]], brasilískur knattspyrnumaður.
* [[19. maí]] - [[Thomas Vinterberg]], danskur leikstjóri.
* [[22. maí]] - [[Michael Kelly]], bandarískur leikari.
* [[22. maí]] - [[Carl Craig]], bandarískur tónlistarmaður.
* [[24. maí]] - [[Bjarni Ómar]], íslenskur tónlistarmaður.
* [[31. maí]] - [[Benedikt Erlingsson]], íslenskur leikari.
* [[7. júní]] - [[Kim Rhodes]], bandarísk leikkona.
* [[7. júní]] - [[Jóakim Danaprins]].
* [[11. júní]] - [[Peter Dinklage]], bandarískur leikari.
* [[14. júní]] - [[Steffi Graf]], þýsk [[tennis]]kona.
* [[15. júní]] - [[Oliver Kahn]], þýskur knattspyrnumaður.
* [[15. júní]] - [[Bashar Warda]], íraskur biskup.
* [[19. júní]] - [[Yoshiaki Sato]], japanskur knattspyrnumaður.
* [[23. júní]] - [[Martin Klebba]], bandarískur leikari.
* [[25. júní]] - [[Yasuto Honda]], japanskur knattspyrnumaður.
* [[26. júní]] - [[Steven Brand]], skoskur leikari.
* [[28. júní]] - [[Katla María]], íslensk söngkona.
* [[2. júlí]] - [[Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir]], íslensk leikkona.
* [[7. júlí]] - [[Joe Sakic]], kanadískur fyrrum íshokkíleikmaður.
* [[7. júlí]] - [[Shiro Kikuhara]], japanskur knattspyrnumaður.
* [[13. júlí]] - [[Ken Jeong]], bandarískur leikari.
* [[15. júlí]] - [[Alexander Vasilyev]], rússneskur söngvari.
* [[24. júlí]] - [[Jennifer Lopez]], bandarísk leik- og söngkona.
* [[28. júlí]] - [[Jón Arnar Magnússon]], íslenskur frjálsíþróttamaður.
* [[2. ágúst]] - [[Þórir Gunnarsson]], íslenskur bassaleikari.
* [[18. ágúst]]
** [[Edward Norton]], bandarískur leikari.
** [[Christian Slater]], bandarískur leikari.
* [[19. ágúst]] - [[Matthew Perry]], kanadísk-bandarískur leikari.
* [[20. ágúst]] - [[Billy Gardell]], bandarískur leikari.
* [[26. ágúst]] - [[Daníel Ágúst Haraldsson]], íslenskur söngvari.
* [[26. ágúst]] - [[Melissa McCarthy]], bandarísk leikkona.
* [[27. ágúst]] - [[Christine O'Donnell]], bandarísk stjórnmálakona.
* [[28. ágúst]] - [[Jack Black]], bandarískur leikari.
* [[31. ágúst]] - [[Jonathan LaPaglia]], ástralskur leikari.
* [[5. september]] - [[Rúnar Kristinsson]], íslenskur knattspyrnumaður.
* [[5. september]] - [[Leonardo Araújo]], brasilískur knattspyrnumaður.
* [[6. september]] - [[Norio Omura]], japanskur knattspyrnumaður.
* [[7. september]] - [[Diane Farr]], bandarísk leikkona.
* [[17. september]] - [[Bismarck Barreto Faria]], brasilískur knattspyrnumaður.
* [[19. september]] - [[Jóhann Jóhannsson]], íslenskur tónlistarmaður (d. [[2018]]).
* [[20. september]] - [[Richard Witschge]], hollenskur knattspyrnumaður.
* [[22. september]] - [[Sjöfn Evertsdóttir]], íslensk leikkona.
* [[25. september]] - [[Dofri Hermannsson]], íslenskur leikari.
* [[29. september]] - [[Tore Pedersen]], norskur knattspyrnumaður.
* [[29. september]] - [[Ivica Vastić]], austurrískur knattspyrnumaður.
* [[1. október]] - [[Zach Galifianakis]], bandarískur leikari.
* [[3. október]] - [[Gwen Stefani]], bandarísk söngkona.
* [[3. október]] - [[Janel Moloney]], bandarísk leikkona.
* [[4. október]] - [[Róbert Wessman]], íslenskur athafnamaður.
* [[5. október]] - [[Ásta Kristjana Sveinsdóttir]], íslenskur heimspekingur.
* [[7. október]] - [[Yoshihiro Natsuka]], japanskur knattspyrnumaður.
* [[10. október]] - [[Loren Bouchard]], bandarískur kvikari.
* [[11. október]] - [[Konstantínus Hollandsprins]].
* [[12. október]] - [[Željko Milinovič]], slóvenskur knattspyrnumaður.
* [[19. október]] - [[Trey Parker]], bandarískur leikari og handritshöfundur.
* [[19. október]] - [[Pedro Castillo]], perúskur stjórnmálamaður.
* [[4. nóvember]] - [[Matthew McConaughey]], bandarískur leikari.
* [[4. nóvember]] - [[Samantha Smith]], bandarísk leikkona.
* [[5. nóvember]] - [[Pat Kilbane]], bandarískur leikari.
* [[10. nóvember]] - [[Ellen Pompeo]], bandarísk leikkona.
* [[10. nóvember]] - [[Jens Lehmann]], þýskur knattspyrnumaður.
* [[13. nóvember]] - [[Gerard Butler]], skoskur leikari.
* [[22. nóvember]] - [[Þorsteinn Víglundsson (þingmaður)|Þorsteinn Víglundsson]], íslenskur stjórnmálamaður.
* [[27. nóvember]] - [[Hernán Gaviria]], kólumbískur knattspyrnumaður (d. [[2002]]).
* [[4. desember]] - [[Jay-Z]], bandarískur rappari.
* [[11. desember]] - [[Viswanathan Anand]], indverskur skákmaður.
* [[11. desember]] - [[Max Martini]], bandarískur leikari.
* [[14. desember]] - [[Archie Kao]], bandarískur leikari.
* [[24. desember]] - [[Ed Miliband]], breskur stjórnmálamaður.
* [[27. desember]]
** [[Gunnar Gunnsteinsson]], íslenskur leikari.
** [[Linda Pétursdóttir]], íslensk fegurðardrottning.
** [[Sarah Vowell]], bandarísk leikkona.
* [[28. desember]] - [[Linus Torvalds]], finnskur tölvunarfræðingur.
* [[30. desember]] - [[Kersti Kaljulaid]], eistneskur stjórnmálamaður.
* [[31. desember]] - [[Njáll Trausti Friðbertsson]], íslenskur stjórnmálamaður.
==Dáin==
* [[5. janúar]] - [[Samúel Jónsson]], íslenskur myndlistarmaður (f. [[1884]]).
* [[30. janúar]] - [[Dominique Pire]], belgískur munkur (f. [[1910]]).
* [[23. febrúar]] - [[Sád bin Abdul Aziz al-Sád]], konungur Sádi-Arabíu (f. [[1902]]).
* [[26. febrúar]] - [[Karl Jaspers]], þýskur geðlæknir og heimspekingur (f. [[1883]]).
* [[26. febrúar]] - [[Levi Eshkol]], ísraelskur stjórnmálamaður (f. [[1895]]).
* [[28. mars]] - [[Dwight D. Eisenhower]], 34. forseti Bandaríkjanna (f. [[1890]]).
* [[2. maí]] - [[Franz von Papen]], þýskur stjórnmálamaður (f. [[1879]]).
* [[29. maí]] - [[Ásmundur Guðmundsson]], íslenskur biskup (f. [[1888]]).
* [[22. júní]] - [[Judy Garland]], bandarísk söng- og leikkona (f. [[1922]]).
* [[5. júlí]] - [[Walter Gropius]], þýskur arkitekt (f. [[1883]]).
* [[31. júlí]] - [[Júlíus Havsteen]], íslenskur lögreglustjóri og sýslumaður (f. [[1886]]).
* [[9. ágúst]] - [[Sharon Tate]], bandarísk leikkona (f. [[1943]]).
* [[17. ágúst]] - [[Ludwig Mies van der Rohe]], þýskur arkitekt (f. [[1886]]).
* [[31. ágúst]] - [[Rocky Marciano]], bandarískur hnefaleikamaður (f. [[1923]]).
* [[2. september]] - [[Ho Chi Minh]], forseti og forsætisráðherra Víetnam (f. [[1890]]).
* [[6. september]] - [[Arthur Friedenreich]], brasilískur knattspyrnumaður (f. [[1892]]).
* [[2. október]] - [[Sigurbergur Elísson]], formaður [[Knattspyrnufélagið Fram|Knattspyrnufélagsins Fram]] (f. [[1899]]).
* [[5. október]] - [[Skúli Guðmundsson (ráðherra)|Skúli Guðmundsson]], íslenskur stjórnmálamaður (f. [[1900]]).
* [[21. október]]
** [[Jack Kerouac]], bandarískur rithöfundur (f. [[1922]]).
** [[Wacław Sierpiński]], pólskur stærðfræðingur (f. [[1882]]).
== [[Nóbelsverðlaunin]] ==
* [[Nóbelsverðlaun í eðlisfræði|Eðlisfræði]] - [[Murray Gell-Mann]]
* [[Nóbelsverðlaun í efnafræði|Efnafræði]] - [[Derek H. R. Barton]], [[Odd Hassel]]
* [[Nóbelsverðlaun í læknisfræði|Læknisfræði]] - [[Max Delbrück]], [[Alfred D. Hershey]], [[Salvador E. Luria]]
* [[Nóbelsverðlaun í bókmenntum|Bókmenntir]] - [[Samuel Beckett]]
* [[Friðarverðlaun Nóbels|Friðarverðlaun]] - [[Alþjóðavinnumálastofnunin]]
* [[Nóbelsverðlaun í hagfræði|Hagfræði]] - [[Ragnar Frisch]], [[Jan Tinbergen]]
[[Flokkur:1969]]
mthrwhyb776fg0ktjs5e7zj6h9x43yu
1765882
1765817
2022-08-24T10:38:15Z
Akigka
183
/* Apríl */
wikitext
text/x-wiki
{{Ár nav}}
Árið '''1969''' ('''MCMLXIX''' í [[rómverskar tölur|rómverskum tölum]]) var 69. ár 20. aldar og [[almennt ár sem hófst á miðvikudegi]].
== Atburðir ==
===Janúar===
[[Mynd:Richard_Nixon_1969_inauguration.png|thumb|right|Richard Nixon sver eið að bandarísku stjórnarskránni.]]
* [[1. janúar]] - [[Virðisaukaskattur]] tók við af [[söluskattur|söluskatti]] í Svíþjóð.
* [[2. janúar]] - Ástralski fjölmiðlamógúllinn [[Rupert Murdoch]] keypti breska tímaritið ''[[News of the World]]''.
* [[4. janúar]] - Spánn lét Marokkó eftir stjórn útlendunnar [[Ifni]].
* [[5. janúar]] - [[Ariana Afghan Airlines flug 701]] hrapaði á hús í aðflugi að Heathrow í London með þeim afleiðingum að 50 farþegar og tveir íbúar hússins létust.
* [[5. janúar]] - Sovéska geimkönnunarfarið ''[[Venera 5]]'' hóf ferð sína til Venus.
* [[12. janúar]] - [[Herlög]]um var lýst yfir í [[Madríd]] og yfir 300 háskólastúdentar handteknir.
* [[12. janúar]] - Fyrsta breiðskífa bresku sveitarinnar [[Led Zeppelin]], ''[[Led Zeppelin (breiðskífa)|Led Zeppelin]]'', kom út í Bandaríkjunum.
* [[14. janúar]] - Sovétríkin sendu ''[[Sojús 4]]'' út í geim.
* [[15. janúar]] - Sovétríkin sendu ''[[Sojús 5]]'' af stað.
* [[16. janúar]] - ''[[Sojús 5]]'' lagðist að ''[[Sojús 4]]'' og tveir geimfarar fluttu sig yfir, sem var í fyrsta sinn sem það var gert.
* [[16. janúar]] - Háskólaneminn [[Jan Palach]] kveikti í sér á [[Venseslástorg]]i í Prag til að mótmæla innrás Sovétmanna í Tékkóslóvakíu. Hann lést af sárum sínum þremur dögum síðar.
* [[20. janúar]] - [[Richard Nixon]] tók við embætti Bandaríkjaforseta.
* [[22. janúar]] - [[Viktor Iljin]] reyndi að myrða [[Leoníd Bresnjev]] í Moskvu.
* [[26. janúar]] - [[Elvis Presley]] tók upp lagið „Long Black Limousine“ í stúdíóí í Memphis, sem var fyrsta lagið í röð endurkomulaga sem komu út á plötunum ''[[From Elvis in Memphis]]'' og ''Back in Memphis''.
* [[27. janúar]] - 14 menn, þar af 9 gyðingar, voru teknir af lífi í [[Bagdad]] fyrir að hafa njósnað fyrir Ísrael.
* [[27. janúar]] - Mótmælendapresturinn og sambandssinninn [[Ian Paisley]] var handtekinn og fangelsaður í þrjá mánuði fyrir að hafa staðið fyrir ólöglegri samkomu.
* [[28. janúar]] - [[Olíulekinn í Santa Barbara 1969]]: 80-100.000 tunnur af olíu runnu út í sjó við [[Santa Barbara]] í Kaliforníu. Atvikið varð öldungadeildarþingmanninum [[Gaylord Nelson]] innblástur að fyrsta [[Dagur jarðar|Degi jarðar]] árið 1970.
* [[30. janúar]] - [[Bítlarnir]] komu í síðasta sinn fram opinberlega á tónleikum á þaki [[Apple Records]] í London.
===Febrúar===
[[Mynd:Pippi_Langkous_in_Nederland_1_(crop).jpg|thumb|right|[[Inger Nilsson]] í hlutverki Línu langsokks.]]
* [[4. febrúar]] - [[Yasser Arafat]] var kjörinn leiðtogi [[Frelsissamtök Palestínu|Frelsissamtaka Palestínu]] í Kaíró.
* [[7. febrúar]] - Norska dagblaðið ''[[Klassekampen]]'' hóf útgáfu sína.
* [[8. febrúar]] - Leikin sjónvarpsþáttaröð um ''[[Lína langsokkur (sjónvarpsþættir 1969)|Línu langsokk]]'' hóf göngu sína í sænska ríkissjónvarpinu og sló í gegn.
* [[9. febrúar]] - [[Boeing 747]]-þota flaut jómfrúarflug sitt.
* [[11. febrúar]] - [[Sjóher Ítalíu]] hertók örríkið [[Isola delle Rose]] undan strönd Rímíní og eyðilagði með sprengjum.
* [[13. febrúar]] - Aðskilnaðarsinnar í [[Front de libération du Québec]] settu sprengju af stað í [[Kauphöllin í Montreal|kauphöllinni í Montreal]].
* [[14. febrúar]] - [[Páll 6. páfi]] gaf úr páfabréfið ''[[Mysterii Paschalis]]'' sem endurskipulagði kirkjuár kaþólsku kirkjunnar og afnam messudaga margra dýrlinga.
* [[17. febrúar]] - Bandaríski kafarinn [[Berry L. Cannon]] lést úr koldíoxíðeitrun þar sem hann vann við [[SEALAB III]]-rannsóknarstöðina í Kaliforníu.
* [[24. febrúar]] - Marskönnunarfarinu ''[[Mariner 6]]'' var skotið á loft.
===Mars===
[[Mynd:02.03.69_1er_vol_de_Concorde_avec_Jacqueline_Auriol_(1969)_-_53Fi1890.jpg|thumb|right|Jómfrúarflug Concorde-þotu í Frakklandi.]]
* [[2. mars]] - [[Concorde]]-þota flaug jómfrúarflug sitt.
* [[3. mars]] - Mannaða geimfarið ''[[Apollo 9]]'' var sent á loft til að prófa tungllendingarfarið.
* [[3. mars]] - Palestínumaðurinn [[Sirhan Sirhan]] játaði fyrir rétti að hafa myrt [[Robert F. Kennedy]].
* [[4. mars]] - Dómstóll í Flórída gaf út handtökutilskipun á hendur [[Jim Morrison]] fyrir ósæmilegt athæfi á tónleikum [[Doors]] þremur dögum áður.
* [[16. mars]] - [[Viasa flug 742]] hrapaði á íbúðahverfi í [[Maracaibo]] í Venesúela með þeim afleiðingum að allir 84 um borð létust auk 71 á jörðu niðri.
* [[17. mars]] - [[Golda Meir]] varð fyrsti kvenforsætisráðherra Ísraels.
* [[18. mars]] - [[Breakfast-aðgerðin]]: Bandarískar flugvélar hófu leynilegar sprengjuárásir á Kambódíu.
* [[20. mars]] - [[John Lennon]] og [[Yoko Ono]] giftu sig á Gíbraltar.
* [[24. mars]] - Marskönnunarfarinu ''[[Mariner 7]]'' var skotið á loft.
* [[26. mars]] - [[Skátafélagið Landnemar]] var stofnað í [[Hlíðar|Hlíðum]] í Reykjavík.
* [[29. mars]] - Fjórir flytjendur fengu jafnmörg atkvæði í fyrsta sætið í [[Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 1969]].
* [[31. mars]] - Ísfyrirtækið [[Kjörís]] tók til starfa í Hveragerði.
* [[31. mars]] - 153 kolanámumenn fórust í [[Barroterán-slysið|Barroterán-slysinu]] í Mexíkó.
===Apríl===
* [[4. apríl]] - Hjartaskurðlæknirinn [[Denton Cooley]] setti fyrsta [[gervihjarta]]ð í mann.
* [[7. apríl]] - Fyrsti [[Request for Comments|RFC]]-staðallinn fyrir [[ARPANET]] kom út.
* [[9. apríl]] - 300 meðlimir stúdentahreyfingarinnar [[Students for a Democratic Society]] tóku yfir stjórnarbyggingu [[Harvard-háskóli|Harvard-háskóla]].
* [[13. apríl]] - [[Sporvagnakerfi Brisbane]] var lagt niður eftir 84 ára starfsemi.
* [[17. apríl]] - [[Alexander Dubček]] neyddist til að segja af sér sem aðalritari tékkneska kommúnistaflokksins.
* [[19. apríl]] - Hörð átök urðu milli [[Northern Ireland Civil Rights Association|NICRA]] og lögreglu á Norður-Írlandi. Einn kaþólskur mótmælandi lést eftir barsmíðar lögreglu.
* [[20. apríl]] - [[Þjórsárdalsför]]: Skúli Thoroddsen læknir skoraði Bretadrottningu á hólm.
* [[20. apríl]] - Breskir hermenn komu til [[Ulster]] til að aðstoða lögregluna á Norður-Írlandi.
* [[22. apríl]] - [[Robin Knox-Johnston]] varð fyrstur til að sigra [[Sunday Times Golden Globe Race|einmenningssiglingakeppni umhverfis hnöttinn án áningar]].
* [[24. apríl]] - [[British Leyland]] kynnti sinn fyrsta bíl, [[Austin Maxi]], í Oporto í Portúgal.
* [[28. apríl]] - [[Charles de Gaulle]] sagði af sér forsetaembætti eftir ósigur í þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á frönsku stjórnarskránni.
===Maí===
* [[1. maí]] - Bandaríska örgjörvafyrirtækið [[AMD]] var stofnað í Kaliforníu.
* [[8. maí]] - [[Sædýrasafnið í Hafnarfirði]] var opnað almenningi.
* [[23. maí]] - [[The Who]] gáfu út rokkóperuna ''[[Tommy]]''.
===Júní===
* [[8. júní]] - [[Stálöndin]] birtist í fyrsta sinn í ítalskri útgáfu ''[[Syrpa|Syrpu]]''.
* [[18. júní]] - Bandarísku hryðjuverkasamtökin [[Weather Underground]] voru stofnuð.
===Júlí===
* [[14. júlí]] - [[Fótboltastríðið]] hófst milli El Salvador og Hondúras.
* [[20. júlí]] - Lendingarfar geimfarsins ''[[Apollo 11]]'' lenti á [[Tunglið|Tunglinu]] með geimfarana [[Buzz Aldrin]] og [[Neil Armstrong]] um borð.
===Ágúst===
* [[15. ágúst]] - [[Geimrannsóknastofnun Indlands]] var stofnuð.
* [[15. ágúst]] - [[Woodstock]]-tónlistarhátíðin hófst New York-fylki í Bandaríkjunum.
===September===
* [[1. september]] - [[Muammar Gaddafi]] leiddi herforingjabyltingu í [[Líbía|Líbíu]].
* [[26. september]] - Síðasta breiðskífa Bítlanna, ''[[Abbey Road]]'', kom út.
* [[28. september]] - [[Murchison-loftsteinninn]] féll til jarðar í Ástralíu.
===Október===
* [[3. október]] - [[Smyrlabjargaárvirkjun]] var formlega gangsett á Íslandi.
* [[3. október]] - [[Sjónvarpsturninn í Berlín]] var vígður.
* [[5. október]] - Fyrsti þáttur ''[[Monty Python's Flying Circus]]'' fór í loftið á sjónvarpsstöðinni [[BBC1]].
===Nóvember===
* [[10. nóvember]] - Bandarísku sjónvarpsþættirnir ''[[Sesame Street]]'' hófu göngu sína á [[PBS]].
===Desember===
* [[12. desember]] - [[Blóðbaðið á Piazza Fontana]]: 17 létust og 88 slösuðust þegar sprengja sprakk í höfuðstöðvum Banca Nazionale dell'Agricoltura í Mílanó.
==Fædd==
* [[1. janúar]] - [[Verne Troyer]], bandarískur leikari (d. [[2018]]).
* [[3. janúar]] - [[Michael Schumacher]], þýskur akstursíþróttamaður.
* [[4. janúar]] - [[Thor Aspelund]], íslenskur stærðfræðingur.
* [[5. janúar]] - [[Marilyn Manson]], bandarískur söngvari.
* [[6. janúar]] - [[Bergur Þór Ingólfsson]], íslenskur leikari.
* [[14. janúar]] - [[Dave Grohl]], bandarískur tónlistarmaður.
* [[14. janúar]] - [[Jason Bateman]], bandarískur leikari.
* [[15. janúar]] - [[Kellita Smith]], bandarísk leikkona.
* [[17. janúar]] - [[Tiësto]], hollenskur plötusnúður.
* [[18. janúar]] - [[Ever Palacios]], kólumbískur knattspyrnumaður.
* [[24. janúar]] - [[Hilmir Snær Guðnason]], íslenskur leikari.
* [[27. janúar]] - [[Patton Oswalt]], bandarískur leikari.
* [[29. janúar]] - [[Wagner Lopes]], brasilískur knattspyrnumaður.
* [[29. janúar]] - [[Motohiro Yamaguchi]], japanskur knattspyrnumaður.
* [[6. febrúar]] - [[Eiríkur Bergmann]], íslenskur stjórnmálafræðingur.
* [[8. febrúar]] - [[Mary McCormack]], bandarísk leikkona.
* [[11. febrúar]] - [[Jennifer Aniston]], bandarísk leikkona.
* [[11. febrúar]] - [[Yoshiyuki Hasegawa]], japanskur knattspyrnumaður.
* [[22. febrúar]] - [[Hugo López-Gatell Ramírez]], mexíkóskur læknir.
* [[1. mars]] - [[Javier Bardem]], spænskur leikari.
* [[4. mars]] - [[Heimir Guðjónsson]], íslenskur knattspyrnumaður.
* [[5. mars]] - [[Juan Carlos Villamayor]], paragvæskur knattspyrnumaður.
* [[6. mars]] - [[Jintara Poonlarp]], taílensk söngkona.
* [[9. mars]] - [[Andrej Panadić]], króatískur knattspyrnumaður.
* [[10. mars]] - [[Paget Brewster]], bandarísk leikkona.
* [[26. mars]] - [[Almir de Souza Fraga]], brasilískur knattspyrnumaður.
* [[27. mars]] - [[Pauley Perrette]], bandarísk leikkona.
* [[6. apríl]] - [[Paul Rudd]], bandarískur leikari.
* [[14. apríl]] - [[Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir]], íslensk stjórnmálakona.
* [[14. apríl]] - [[Emre Altuğ]], tyrkneskur söngvari.
* [[16. apríl]] - [[Michael Baur]], austurrískur knattspyrnumaður.
* [[19. apríl]] - [[Hiromitsu Isogai]], japanskur knattspyrnumaður.
* [[20. apríl]] - [[Geir Björklund]], norskur blaðamaður.
* [[25. apríl]] - [[Renée Zellweger]], bandarísk leikkona.
* [[28. apríl]] - [[Elliði Vignisson]], íslenskur stjórnmálamaður.
* [[30. apríl]] - [[Brynhildur Pétursdóttir]], alþingiskona.
* [[1. maí]] - [[Wes Anderson]], bandarískur kvikmyndaleikstjóri.
* [[1. maí]] - [[Yasuyuki Moriyama]], japanskur knattspyrnumaður.
* [[4. maí]] - [[Vitaliy Parakhnevych]], úkraínskur knattspyrnumaður.
* [[6. maí]] - [[Vlad Filat]], moldóvskur stjórnmálamaður.
* [[14. maí]] - [[Cate Blanchett]], áströlsk leikkona.
* [[16. maí]] - [[Tucker Carlson]], bandarískur þáttastjórnandi.
* [[18. maí]] - [[Antônio Carlos Zago]], brasilískur knattspyrnumaður.
* [[19. maí]] - [[Thomas Vinterberg]], danskur leikstjóri.
* [[22. maí]] - [[Michael Kelly]], bandarískur leikari.
* [[22. maí]] - [[Carl Craig]], bandarískur tónlistarmaður.
* [[24. maí]] - [[Bjarni Ómar]], íslenskur tónlistarmaður.
* [[31. maí]] - [[Benedikt Erlingsson]], íslenskur leikari.
* [[7. júní]] - [[Kim Rhodes]], bandarísk leikkona.
* [[7. júní]] - [[Jóakim Danaprins]].
* [[11. júní]] - [[Peter Dinklage]], bandarískur leikari.
* [[14. júní]] - [[Steffi Graf]], þýsk [[tennis]]kona.
* [[15. júní]] - [[Oliver Kahn]], þýskur knattspyrnumaður.
* [[15. júní]] - [[Bashar Warda]], íraskur biskup.
* [[19. júní]] - [[Yoshiaki Sato]], japanskur knattspyrnumaður.
* [[23. júní]] - [[Martin Klebba]], bandarískur leikari.
* [[25. júní]] - [[Yasuto Honda]], japanskur knattspyrnumaður.
* [[26. júní]] - [[Steven Brand]], skoskur leikari.
* [[28. júní]] - [[Katla María]], íslensk söngkona.
* [[2. júlí]] - [[Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir]], íslensk leikkona.
* [[7. júlí]] - [[Joe Sakic]], kanadískur fyrrum íshokkíleikmaður.
* [[7. júlí]] - [[Shiro Kikuhara]], japanskur knattspyrnumaður.
* [[13. júlí]] - [[Ken Jeong]], bandarískur leikari.
* [[15. júlí]] - [[Alexander Vasilyev]], rússneskur söngvari.
* [[24. júlí]] - [[Jennifer Lopez]], bandarísk leik- og söngkona.
* [[28. júlí]] - [[Jón Arnar Magnússon]], íslenskur frjálsíþróttamaður.
* [[2. ágúst]] - [[Þórir Gunnarsson]], íslenskur bassaleikari.
* [[18. ágúst]]
** [[Edward Norton]], bandarískur leikari.
** [[Christian Slater]], bandarískur leikari.
* [[19. ágúst]] - [[Matthew Perry]], kanadísk-bandarískur leikari.
* [[20. ágúst]] - [[Billy Gardell]], bandarískur leikari.
* [[26. ágúst]] - [[Daníel Ágúst Haraldsson]], íslenskur söngvari.
* [[26. ágúst]] - [[Melissa McCarthy]], bandarísk leikkona.
* [[27. ágúst]] - [[Christine O'Donnell]], bandarísk stjórnmálakona.
* [[28. ágúst]] - [[Jack Black]], bandarískur leikari.
* [[31. ágúst]] - [[Jonathan LaPaglia]], ástralskur leikari.
* [[5. september]] - [[Rúnar Kristinsson]], íslenskur knattspyrnumaður.
* [[5. september]] - [[Leonardo Araújo]], brasilískur knattspyrnumaður.
* [[6. september]] - [[Norio Omura]], japanskur knattspyrnumaður.
* [[7. september]] - [[Diane Farr]], bandarísk leikkona.
* [[17. september]] - [[Bismarck Barreto Faria]], brasilískur knattspyrnumaður.
* [[19. september]] - [[Jóhann Jóhannsson]], íslenskur tónlistarmaður (d. [[2018]]).
* [[20. september]] - [[Richard Witschge]], hollenskur knattspyrnumaður.
* [[22. september]] - [[Sjöfn Evertsdóttir]], íslensk leikkona.
* [[25. september]] - [[Dofri Hermannsson]], íslenskur leikari.
* [[29. september]] - [[Tore Pedersen]], norskur knattspyrnumaður.
* [[29. september]] - [[Ivica Vastić]], austurrískur knattspyrnumaður.
* [[1. október]] - [[Zach Galifianakis]], bandarískur leikari.
* [[3. október]] - [[Gwen Stefani]], bandarísk söngkona.
* [[3. október]] - [[Janel Moloney]], bandarísk leikkona.
* [[4. október]] - [[Róbert Wessman]], íslenskur athafnamaður.
* [[5. október]] - [[Ásta Kristjana Sveinsdóttir]], íslenskur heimspekingur.
* [[7. október]] - [[Yoshihiro Natsuka]], japanskur knattspyrnumaður.
* [[10. október]] - [[Loren Bouchard]], bandarískur kvikari.
* [[11. október]] - [[Konstantínus Hollandsprins]].
* [[12. október]] - [[Željko Milinovič]], slóvenskur knattspyrnumaður.
* [[19. október]] - [[Trey Parker]], bandarískur leikari og handritshöfundur.
* [[19. október]] - [[Pedro Castillo]], perúskur stjórnmálamaður.
* [[4. nóvember]] - [[Matthew McConaughey]], bandarískur leikari.
* [[4. nóvember]] - [[Samantha Smith]], bandarísk leikkona.
* [[5. nóvember]] - [[Pat Kilbane]], bandarískur leikari.
* [[10. nóvember]] - [[Ellen Pompeo]], bandarísk leikkona.
* [[10. nóvember]] - [[Jens Lehmann]], þýskur knattspyrnumaður.
* [[13. nóvember]] - [[Gerard Butler]], skoskur leikari.
* [[22. nóvember]] - [[Þorsteinn Víglundsson (þingmaður)|Þorsteinn Víglundsson]], íslenskur stjórnmálamaður.
* [[27. nóvember]] - [[Hernán Gaviria]], kólumbískur knattspyrnumaður (d. [[2002]]).
* [[4. desember]] - [[Jay-Z]], bandarískur rappari.
* [[11. desember]] - [[Viswanathan Anand]], indverskur skákmaður.
* [[11. desember]] - [[Max Martini]], bandarískur leikari.
* [[14. desember]] - [[Archie Kao]], bandarískur leikari.
* [[24. desember]] - [[Ed Miliband]], breskur stjórnmálamaður.
* [[27. desember]]
** [[Gunnar Gunnsteinsson]], íslenskur leikari.
** [[Linda Pétursdóttir]], íslensk fegurðardrottning.
** [[Sarah Vowell]], bandarísk leikkona.
* [[28. desember]] - [[Linus Torvalds]], finnskur tölvunarfræðingur.
* [[30. desember]] - [[Kersti Kaljulaid]], eistneskur stjórnmálamaður.
* [[31. desember]] - [[Njáll Trausti Friðbertsson]], íslenskur stjórnmálamaður.
==Dáin==
* [[5. janúar]] - [[Samúel Jónsson]], íslenskur myndlistarmaður (f. [[1884]]).
* [[30. janúar]] - [[Dominique Pire]], belgískur munkur (f. [[1910]]).
* [[23. febrúar]] - [[Sád bin Abdul Aziz al-Sád]], konungur Sádi-Arabíu (f. [[1902]]).
* [[26. febrúar]] - [[Karl Jaspers]], þýskur geðlæknir og heimspekingur (f. [[1883]]).
* [[26. febrúar]] - [[Levi Eshkol]], ísraelskur stjórnmálamaður (f. [[1895]]).
* [[28. mars]] - [[Dwight D. Eisenhower]], 34. forseti Bandaríkjanna (f. [[1890]]).
* [[2. maí]] - [[Franz von Papen]], þýskur stjórnmálamaður (f. [[1879]]).
* [[29. maí]] - [[Ásmundur Guðmundsson]], íslenskur biskup (f. [[1888]]).
* [[22. júní]] - [[Judy Garland]], bandarísk söng- og leikkona (f. [[1922]]).
* [[5. júlí]] - [[Walter Gropius]], þýskur arkitekt (f. [[1883]]).
* [[31. júlí]] - [[Júlíus Havsteen]], íslenskur lögreglustjóri og sýslumaður (f. [[1886]]).
* [[9. ágúst]] - [[Sharon Tate]], bandarísk leikkona (f. [[1943]]).
* [[17. ágúst]] - [[Ludwig Mies van der Rohe]], þýskur arkitekt (f. [[1886]]).
* [[31. ágúst]] - [[Rocky Marciano]], bandarískur hnefaleikamaður (f. [[1923]]).
* [[2. september]] - [[Ho Chi Minh]], forseti og forsætisráðherra Víetnam (f. [[1890]]).
* [[6. september]] - [[Arthur Friedenreich]], brasilískur knattspyrnumaður (f. [[1892]]).
* [[2. október]] - [[Sigurbergur Elísson]], formaður [[Knattspyrnufélagið Fram|Knattspyrnufélagsins Fram]] (f. [[1899]]).
* [[5. október]] - [[Skúli Guðmundsson (ráðherra)|Skúli Guðmundsson]], íslenskur stjórnmálamaður (f. [[1900]]).
* [[21. október]]
** [[Jack Kerouac]], bandarískur rithöfundur (f. [[1922]]).
** [[Wacław Sierpiński]], pólskur stærðfræðingur (f. [[1882]]).
== [[Nóbelsverðlaunin]] ==
* [[Nóbelsverðlaun í eðlisfræði|Eðlisfræði]] - [[Murray Gell-Mann]]
* [[Nóbelsverðlaun í efnafræði|Efnafræði]] - [[Derek H. R. Barton]], [[Odd Hassel]]
* [[Nóbelsverðlaun í læknisfræði|Læknisfræði]] - [[Max Delbrück]], [[Alfred D. Hershey]], [[Salvador E. Luria]]
* [[Nóbelsverðlaun í bókmenntum|Bókmenntir]] - [[Samuel Beckett]]
* [[Friðarverðlaun Nóbels|Friðarverðlaun]] - [[Alþjóðavinnumálastofnunin]]
* [[Nóbelsverðlaun í hagfræði|Hagfræði]] - [[Ragnar Frisch]], [[Jan Tinbergen]]
[[Flokkur:1969]]
tm2ajl88z7nzem14e7n5jc51f331dql
23. ágúst
0
2610
1765813
1727076
2022-08-23T13:10:50Z
Akigka
183
wikitext
text/x-wiki
{{Dagatal|ágúst}}
'''23. ágúst''' er 235. [[Sólarhringur|dagur]] [[ár]]sins (236. á [[hlaupár]]i) samkvæmt [[gregoríska tímatalið|gregoríska tímatalinu]]. 130 dagar eru eftir af árinu.
== Atburðir ==
* [[79]] - Eldgos hófst í [[Vesúvíus]]i á Ítalíu. Í því gosi grófust borgirnar [[Pompeii]] og [[Herculaneum]] undir ösku og vikur.
* [[476]] - [[Ódóvakar]], germanskur hershöfðingi, er hylltur sem ''rex Italiae'' (konungur Ítalíu) af hermönnum sínum. Ódóvakar heldur völdum yfir Ítalíu til ársins [[493]].
* [[1387]] - [[Margrét Valdimarsdóttir mikla]] varð [[ríkisstjóri]] yfir [[Noregur|Noregi]] og [[Danmörk]]u við lát sonar síns, [[Ólafur 4. Hákonarson|Ólafs 4.]].
* [[1572]] - [[Bartólómeusarvígin]]: [[Húgenottar]] voru drepnir þúsundum saman í París og víðar um Frakkland.
* [[1521]] - [[Gústaf Vasa]] varð ríkisstjóri í [[Svíþjóð]] og [[Kristján 2.]] var sviptur konungstign.
* [[1524]] - [[Ríkisráð Noregs]] samþykkti að taka [[Friðrik 1. Danakonungur|Friðrik 1.]] til konungs yfir Noregi (og Íslandi) og hafnaði um leið [[Karl Knútsson Bonde|Karli Knútssyni]], sem tekinn hafði verið til konungs árið áður.
* [[1614]] - [[Groningenháskóli]] var stofnaður í Hollandi.
* [[1628]] - [[John Felton]] myrti [[Buckingham hertogi|Buckingham hertoga]].
* [[1906]] - Fyrsta [[ritsími|símskeyti]]ð barst til Íslands frá Færeyjum.
* [[1910]] - Fyrsta íslenska hljómplatan kom út. Það var [[Pétur Á. Jónsson]] sem söng „[[Dalvísur]]“ eftir [[Jónas Hallgrímsson]].
* [[1914]] - [[Fyrri heimsstyrjöldin]]: [[Japan]] sagði [[Þýskaland]]i stríði á hendur.
* [[1939]] - [[Molotov-Ribbentrop-samkomulagið]] milli [[Þýskaland|Þjóðverja]] og [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]] var undirritað.
* [[1942]] - [[Síðari heimsstyrjöldin]]: [[Orrustan um Stalíngrad]] hófst.
* [[1946]] - [[Gunnar Huseby]] setti [[Evrópa|Evrópumet]] í [[kúluvarp]]i í [[Osló]].
* [[1954]] - Við fornleifauppgröft í [[Skálholt]]i fannst steinkista [[Páll Jónsson (biskup)|Páls biskups Jónssonar]], sem lést [[1211]]. Er þetta einn merkasti fornleifafundur á Íslandi.
* [[1959]] - Stytta af [[Jón Arason|Jóni Arasyni]] biskupi eftir [[Guðmundur Einarsson|Guðmund Einarsson]] frá Miðdal var afhjúpuð á [[Munkaþverá í Eyjafirði]], en þar lærði Jón til prests.
* [[1966]] - 82 skip fengu samtals 16.116 lestir af [[síld]] á [[Íslandsmið]]um og var það metafli á einum degi.
* [[1967]] - Í [[Kaupmannahöfn]] fór fram [[Knattspyrna|knattspyrnulandsleikur]] á milli liða [[Ísland]]s og [[Danmörk|Danmerkur]] á Idrætsparken. Danmörk sigraði með fáheyrðum yfirburðum, 14:2. Helgi Númason og [[Hermann Gunnarsson]] skoruðu mörk Íslands.
* [[1973]] - [[Bankaránið á Norrmalmstorgi]] átti sér stað í [[Stokkhólmur|Stokkhólmi]].
* [[1975]] - Skæruliðar [[Pathet Lao]] fóru sigurför inn í höfuðborg [[Laos]] og komu á kommúnistastjórn í landinu.
* [[1985]] - Fjöldahandtökur fóru fram í [[Soweto]] í Suður-Afríku eftir mótmæli gegn stjórn hvíta minnihlutans.
* [[1989]] - Íbúar [[Eistland]]s, [[Lettland]]s og [[Litháen]]s mynduðu 600 km langa mennska keðju og kröfðust frelsis og sjálfstæðis.
<onlyinclude>
* [[1991]] - [[Armenía]] lýsti yfir sjálfstæði frá [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]].
* [[1996]] - Bandaríska gamanmyndin ''[[She's the One]]'' var frumsýnd.
* [[1996]] - [[Osama bin Laden]] skrifaði yfirlýsingu um heilagt stríð gegn herliði Bandaríkjanna í Sádí-Arabíu.
* [[2000]] - Kaþólski presturinn [[John Anthony Kaiser]] var myrtur í Kenýa.
* [[2006]] - Austurríska stúlkan [[Natascha Kampusch]] slapp úr haldi mannræningja eftir átta ára innilokun í kjallara hans. Mannræninginn, [[Wolfgang Priklopil]], framdi sjálfsmorð.
* [[2006]] - [[FC København]] komst í [[Meistaradeild Evrópu]] með óvæntum 3-2-sigri á [[AFC Ajax Amsterdam]].
* [[2010]] - [[Gíslatakan í Manila 2010]]: Sjö létust þegar lögreglumaður í [[Manila]] rændi rútu með ferðafólki frá Hong Kong.
* [[2020]] - Þýska knattspyrnuliðið [[Bayern München]] sigraði [[Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu karla]] með 1-0 sigri á [[Paris Saint-Germain]].</onlyinclude>
== Fædd ==
* [[970]] - [[Ríkharður 2. af Normandí]] (d. [[1026]]).
* [[1740]] - [[Ívan 4.]] Rússakeisari (d. [[1764]]).
* [[1754]] - [[Loðvík 16.]], konungur Frakklands (d. [[1793]]).
* [[1864]] - [[Elefþerios Venizelos]], forsætisráðherra Grikklands (d. [[1936]]).
* [[1885]] - [[Þórir Bergsson]], íslenskur rithöfundur (d. [[1970]]).
* [[1896]] - [[Jacques Rueff]], franskur hagfræðingur og ráðgjafi [[Charles de Gaulle|de Gaulles]], hershöfðingja og Frakklandsforseta (d. [[1978]]).
* [[1911]] - [[Þráinn Sigurðsson]] knattspyrnuþjálfari og formaður [[Knattspyrnufélagið Fram|Knattspyrnufélagsins Fram]] (d. [[1986]]).96)
* [[1912]] - [[Gene Kelly]], bandarískur dansari og leikari (d. [[1996]]).
* [[1936]] - [[Henry Lee Lucas]], bandarískur fjöldamorðingi (d. [[2001]]).
* [[1946]] - [[Jón Sigurðsson (f. 1946)|Jón Sigurðsson]], íslenskur stjórnmálamaður.
* [[1954]] - [[Marc Vann]], bandarískur leikari.
* [[1954]] - [[Halimah Yacob]], forseti Singapur.
* [[1959]] - [[Jorginho Putinatti]], brasilískur knattspyrnumaður.
* [[1964]] - [[Stefán Jónsson (f. 1964)|Stefán Jónsson]], íslenskur leikari.
* [[1966]] - [[Alberto Acosta]], argentínskur knattspyrnumaður.
* [[1968]] - [[Hajime Moriyasu]], japanskur knattspyrnumaður.
* [[1970]] - [[River Phoenix]], bandarískur leikari (d. [[1993]]).
* [[1970]] - [[Jay Mohr]], bandarískur leikari.
* [[1974]] - [[Samantha Davies]], bresk siglingakona.
* [[1978]] - [[Kobe Bryant]] bandarískur körfuknattleiksmaður (d. [[2020]]).
* [[1979]] - [[Auður Lilja Erlingsdóttir]], íslensk stjórnmálakona.
* [[1993]] - [[Geir Guðmundsson]], íslenskur handknattleiksmaður.
* [[1996]] - [[Yosuke Ideguchi]], japanskur knattspyrnumaður.
* [[2000]] - [[Vincent Müller]], þýskur knattspyrnumaður.
== Dáin ==
* [[30 f.Kr.]] - [[Caesarion]], sonur Kleópötru (f. [[47 f.Kr.]]).
* [[634]] - [[Abú Bakr]], arabískur kalífi (f. [[573]]).
* [[1305]] - [[William Wallace]], skosk frelsishetja (líflátinn).
* [[1387]] - [[Ólafur 4. Hákonarson]], konungur Danmerkur og Noregs (f. [[1370]]).
* [[1628]] - [[George Villiers]], hertogi af Buckingham, enskur stjórnmálamaður (f. [[1592]]).
* [[1806]] - [[Charles-Augustin de Coulomb]], franskur eðlisfræðingur (f. [[1736]]).
* [[1926]] - [[Rudolph Valentino]], ítalsk-bandarískur leikari (f. [[1895]]).
* [[1927]] - [[Nicola Sacco]], ítalsk-bandarískur anarkisti (f. [[1891]]).
* [[1927]] - [[Bartolomeo Vanzetti]], ítalsk-bandarískur anarkisti (f. [[1888]]).
{{Mánuðirnir}}
[[Flokkur:Ágúst]]
pbb4hefdpyauoi9sg0rkges8wfunkkg
Madríd
0
5014
1765868
1617767
2022-08-23T22:22:14Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
{{Bær
|Nafn=Madrid
|Skjaldarmerki= Escudo de Madrid.svg
|Land=Spánn
|lat_dir=N | lat_deg=40 | lat_min=25
|lon_dir=W | lon_deg=03 | lon_min=42
|Íbúafjöldi=3.305.408 (2021)
|Flatarmál=605,770
|Póstnúmer=28001-28080
|Web=http://www.munimadrid.es/
}}
'''Madríd''' er [[höfuðborg]] [[Spánn|Spánar]] og [[Sjálfstjórnarsvæðið Madríd|sjálfstjórnarhéraðs með sama nafni]]. Íbúar borgarinnar sjálfrar voru um 3,3 milljónir árið [[2021]] en með útborgum er íbúafjöldinn um 6,7 milljónir. Madríd, sem er stærsta borg Spánar, liggur inni í miðju landi á víðáttumikilli sléttu við fljótið [[Manzanares]]. Hún er efnahagslegur, menningarlehur og pólitískur miðpunktur landsins.
Borgin hefur verið höfuðborg frá því á [[16. öld]] og á síðari tímum hefur hún verið mikilvæg miðstöð verslunar og iðnaðar. Í hjarta Madrid er torgið [[Puerta del Sol]] og út frá því liggja allar aðalgötur borgarinnar. Nýrri borgarhverfi eru í austurhlutanum.
==Söfn==
[[Prado-safnið]], eitt af betri söfnum með evrópskri list frá 12.-19 öld.
[[Reina Sofía-safnið]], nýlistasafn.
[[Thyssen-Bornemisza-safnið]], ýmis list.
==Íþróttir==
Í knattspyrnu eru stórliðin [[Real Madrid]] og [[Atlético Madrid]]. Minna liðið er [[Rayo Vallecano]].
Real Madrid körfuboltaliðið er einnig með góðan árangur í Evrópukeppnum.
<gallery>
Plaza Mayor, Madrid.jpg|Plaza Mayor.
Palacio Real (Madrid) 21.jpg|Konungshöllin, Palacio Real.
Estadio Santiago Bernabéu 27.jpg|Santiago Bernabéu, heimavöllur Real Madrid.
Estación de Atocha (Madrid) 19.jpg|Atocha-lesarstöðin.
MuseoPradoMadrid.JPG|Prado-listasafnið.
Catedral de la Almudena (Madrid) 25.jpg|Almudena-dómkirkjan.
CTBA (Madrid) 39.jpg|Viðskiptahverfið:Fjórir turnar.
Madrid_13.JPG|Cibeles-höll. Fyrrum höfuðstöðvar spænska póstsins en nú notað undir borgarráð.
Puerta del Sol (Madrid) 10.jpg|Puerta del Sol.
Vista de Madrid desde el Círculo de Bellas Artes 02.jpg|Miðbærinn í rökkri.
</gallery>
{{Höfuðborgir í Evrópu}}
{{Stubbur|landafræði}}
[[Flokkur:Borgir í sjálfsstjórnarhéraðinu Madríd]]
[[Flokkur:Höfuðborgir]]
p5bvuiafmqh5zclmzl0styfmvgjq76x
1765869
1765868
2022-08-23T22:23:15Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
{{Bær
|Nafn=Madrid
|Skjaldarmerki= Escudo de Madrid.svg
|Land=Spánn
|lat_dir=N | lat_deg=40 | lat_min=25
|lon_dir=W | lon_deg=03 | lon_min=42
|Íbúafjöldi=3.305.408 (2021)
|Flatarmál=605,770
|Póstnúmer=28001-28080
|Web=http://www.munimadrid.es/
}}
'''Madríd''' er [[höfuðborg]] [[Spánn|Spánar]] og [[Sjálfstjórnarsvæðið Madríd|sjálfstjórnarhéraðs með sama nafni]]. Íbúar borgarinnar sjálfrar voru um 3,3 milljónir árið [[2021]] en með útborgum er íbúafjöldinn um 6,7 milljónir. Madríd, sem er stærsta borg Spánar, liggur inni í miðju landi á víðáttumikilli sléttu við fljótið [[Manzanares]]. Hún er efnahagslegur, menningarlehur og pólitískur miðpunktur landsins.
Borgin hefur verið höfuðborg frá því á [[16. öld]] og á síðari tímum hefur hún verið mikilvæg miðstöð verslunar og iðnaðar. Í hjarta Madrid er torgið [[Puerta del Sol]] og út frá því liggja allar aðalgötur borgarinnar. Nýrri borgarhverfi eru í austurhlutanum.
==Söfn==
*[[Prado-safnið]], eitt af betri söfnum með evrópskri list frá 12.-19 öld.
*[[Reina Sofía-safnið]], nýlistasafn.
*[[Thyssen-Bornemisza-safnið]], ýmis list.
==Íþróttir==
Í knattspyrnu eru stórliðin [[Real Madrid]] og [[Atlético Madrid]]. Minna liðið er [[Rayo Vallecano]].
Real Madrid körfuboltaliðið er einnig með góðan árangur í Evrópukeppnum.
<gallery>
Plaza Mayor, Madrid.jpg|Plaza Mayor.
Palacio Real (Madrid) 21.jpg|Konungshöllin, Palacio Real.
Estadio Santiago Bernabéu 27.jpg|Santiago Bernabéu, heimavöllur Real Madrid.
Estación de Atocha (Madrid) 19.jpg|Atocha-lesarstöðin.
MuseoPradoMadrid.JPG|Prado-listasafnið.
Catedral de la Almudena (Madrid) 25.jpg|Almudena-dómkirkjan.
CTBA (Madrid) 39.jpg|Viðskiptahverfið:Fjórir turnar.
Madrid_13.JPG|Cibeles-höll. Fyrrum höfuðstöðvar spænska póstsins en nú notað undir borgarráð.
Puerta del Sol (Madrid) 10.jpg|Puerta del Sol.
Vista de Madrid desde el Círculo de Bellas Artes 02.jpg|Miðbærinn í rökkri.
</gallery>
{{Höfuðborgir í Evrópu}}
{{Stubbur|landafræði}}
[[Flokkur:Borgir í sjálfsstjórnarhéraðinu Madríd]]
[[Flokkur:Höfuðborgir]]
7bt2j2kh8zbx8kwrd1wmascgzk2za2y
1765870
1765869
2022-08-23T22:24:36Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
{{Bær
|Nafn=Madrid
|Skjaldarmerki= Escudo de Madrid.svg
|Land=Spánn
|lat_dir=N | lat_deg=40 | lat_min=25
|lon_dir=W | lon_deg=03 | lon_min=42
|Íbúafjöldi=3.305.408 (2021)
|Flatarmál=605,770
|Póstnúmer=28001-28080
|Web=http://www.munimadrid.es/
}}
'''Madríd''' er [[höfuðborg]] [[Spánn|Spánar]] og [[Sjálfstjórnarsvæðið Madríd|sjálfstjórnarhéraðs með sama nafni]]. Íbúar borgarinnar sjálfrar voru um 3,3 milljónir árið [[2021]] en með útborgum er íbúafjöldinn um 6,7 milljónir. Madríd, sem er stærsta borg Spánar, liggur inni í miðju landi á víðáttumikilli sléttu við fljótið [[Manzanares]]. Hún er efnahagslegur, menningarlegur og pólitískur miðpunktur landsins.
Borgin hefur verið höfuðborg frá því á [[16. öld]] og á síðari tímum hefur hún verið mikilvæg miðstöð verslunar og iðnaðar. Í hjarta Madrid er torgið [[Puerta del Sol]] og út frá því liggja allar aðalgötur borgarinnar. Nýrri borgarhverfi eru í austurhlutanum.
==Söfn==
*[[Prado-safnið]], eitt af betri söfnum með evrópskri list frá 12.-19 öld.
*[[Reina Sofía-safnið]], nýlistasafn.
*[[Thyssen-Bornemisza-safnið]], ýmis list.
==Íþróttir==
Í knattspyrnu eru stórliðin [[Real Madrid]] og [[Atlético Madrid]]. Minna liðið er [[Rayo Vallecano]].
Real Madrid körfuboltaliðið er einnig með góðan árangur í Evrópukeppnum.
<gallery>
Plaza Mayor, Madrid.jpg|Plaza Mayor.
Palacio Real (Madrid) 21.jpg|Konungshöllin, Palacio Real.
Estadio Santiago Bernabéu 27.jpg|Santiago Bernabéu, heimavöllur Real Madrid.
Estación de Atocha (Madrid) 19.jpg|Atocha-lesarstöðin.
MuseoPradoMadrid.JPG|Prado-listasafnið.
Catedral de la Almudena (Madrid) 25.jpg|Almudena-dómkirkjan.
CTBA (Madrid) 39.jpg|Viðskiptahverfið:Fjórir turnar.
Madrid_13.JPG|Cibeles-höll. Fyrrum höfuðstöðvar spænska póstsins en nú notað undir borgarráð.
Puerta del Sol (Madrid) 10.jpg|Puerta del Sol.
Vista de Madrid desde el Círculo de Bellas Artes 02.jpg|Miðbærinn í rökkri.
</gallery>
{{Höfuðborgir í Evrópu}}
{{Stubbur|landafræði}}
[[Flokkur:Borgir í sjálfsstjórnarhéraðinu Madríd]]
[[Flokkur:Höfuðborgir]]
jo0za8aot2y4m4d6ffit1j0yfszwhnx
Ubuntu
0
6676
1765883
1758587
2022-08-24T11:09:03Z
Comp.arch
32151
Ég uppfærði í Unbunto 22.04 LTS og í kjölfarið komst ég inn, en eftir uppfærslur sem síðar átti að gera bootaði tölvan ekki og þó ég hafi komist inn og eytt ómældum tíma, er ekki enn kominn á endanlegan stað né öruggur með þá útgáfu og vil því vara við, benda á review sem ég síðar fann.
wikitext
text/x-wiki
{{Infobox OS
| logo =
| screenshot = [[Mynd:VirtualBox Ubuntu 21.10 15 10 2021 13 19 12 ENG.png|300px]]
| caption = Ubuntu 21.10 (Impish Indri) á ensku (en líka hægt að breyta yfir í íslensku)
<!--
| logo = Logo-ubuntu no(r)-black orange-hex.svg
| screenshot = File:Ubuntu 19.04 "Disco Dingo".png
| caption = Ubuntu 19.04 "Disco Dingo"
-->
| developer = [[Canonical Ltd.]]
| family = [[Linux]]
| source_model = [[Frjáls hugbúnaður]]
<!--| source_model = [[Open-source software|Open-source]],<ref name="Ubuntu kernel sources">{{cite web|title=kernel.ubuntu.com|url=http://kernel.ubuntu.com/git/|website=kernel.ubuntu.com}}</ref><ref name="Ubuntu archive">{{cite web|title=Index of /ubuntu|url=http://archive.ubuntu.com/ubuntu/|website=archive.ubuntu.com}}</ref> some [[proprietary software|proprietary]] [[device driver|driver]]s<ref name="kernelblobs">{{cite web |url= https://www.gnu.org/distros/common-distros.html#Ubuntu |title= Explaining Why We Don't Endorse Other Systems |publisher= [[Free Software Foundation]] |access-date= 14 July 2015}}</ref>
-->
| released = 20. október 2004
| latest_release_version = Ubuntu 22.04 (Jammy Jellyfish)
| latest_release_date = 21. apríl 2022
<!-- | marketing target = [[Cloud computing]], [[personal computer]]s, [[Server (computing)|servers]], [[supercomputer]]s, [[Internet of things|IoT]] -->
| language = Fleiri en 55 tungumál
| kernel_type = [[Linux]]
<!--| kernel_type = [[Monolithic kernel|Monolithic]]
| userland = [[GNU Core Utilities|GNU]] -->
| ui = [[GNOME]]
| license = Ýmis [[frjáls hugbúnaður|frjáls hugbúnaðarleyfi]] (aðallega [[GPL]]) + sumir [[rekill (tölvunarfræði)|reklar]] (e. driver) eru [[séreignarhugbúnaður]]
| supported_platforms = [[x86-64]], [[IA-32]] (í eldri útgáfum), [[ARM64]], [[ARMhf]] ([[ARMv7]] + [[VFPv3-D16]]); o.fl t.d. fyrir þjóna eingöngu: [[ppc64]]le ([[POWER8]]), [[s390x]]<ref name="supported_hardware">{{cite web |url=https://help.ubuntu.com/18.04/serverguide/preparing-to-install.html |quote=Ubuntu 18.04 LTS Server Edition supports four (4) major architectures: AMD64, ARM, POWER8, LinuxONE and z Systems |title=Preparing to Install |work=Ubuntu Official Documentation |year=2018 |publisher=Canonical Ltd. |access-date=16 November 2018}}</ref>
| updatemodel = [[Software Updater]]
| package_manager = [[GNOME Software]], [[APT (Debian)|APT]], [[dpkg]], [[Snappy (package manager)|Snappy]], [[flatpak]]
| website = [https://www.ubuntu.com/ www.ubuntu.com]
}}
<!--
'''Ubuntu''' ({{IPAc-en|audio=En-Ubuntu pronunciation.oga|ʊ|ˈ|b|ʊ|n|t|uː}})<ref name=":0">{{Cite web|url=https://www.ubuntu.com/about|title=About the Ubuntu project|last=Canonical|website=www.ubuntu.com|access-date=1 May 2018}}</ref> is a [[Free and open-source software|free and open-source]]<ref>{{Cite web|url=https://www.ubuntu.com/community/mission|title=Our mission|last=Canonical|website=www.ubuntu.com|access-date=1 May 2018}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.ubuntu.com/licensing|title=Licensing|last=Canonical|website=www.ubuntu.com|access-date=1 May 2018}}</ref> [[Linux distribution]] based on [[Debian]].<ref>{{Cite web|url=https://www.ubuntu.com/community/debian|title=Debian|last=Canonical|website=www.ubuntu.com|access-date=1 May 2018}}</ref> Ubuntu is officially released in three editions: ''[[Desktop computer|Desktop]]'',<ref>{{Cite web|url=https://www.ubuntu.com/desktop|title=Ubuntu PC operating system|last=Canonical|website=www.ubuntu.com|access-date=1 May 2018}}</ref> ''[[Server (computing)|Server]]'',<ref>{{Cite web|url=https://www.ubuntu.com/server|title=Ubuntu Server - for scale out workloads|last=Canonical|website=www.ubuntu.com|access-date=1 May 2018}}</ref> and ''Core''<ref>{{Cite web|url=https://www.ubuntu.com/core|title=Ubuntu Core|last=Canonical|website=www.ubuntu.com|access-date=1 May 2018}}</ref> (for [[internet of things]]<ref>{{Cite web|url=https://www.ubuntu.com/internet-of-things|title=Ubuntu for the Internet of Things|last=Canonical|website=www.ubuntu.com|access-date=1 May 2018}}</ref> devices and [[robot]]s<ref>{{cite web|url=https://blog.ubuntu.com/2017/12/19/your-first-robot-a-beginners-guide-to-ros-and-ubuntu-core-1-5|title=Your first robot: A beginner’s guide to ROS and Ubuntu Core [1/5]|website=blog.ubuntu.com}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.cnet.com/news/open-source-ubuntu-core-connects-robots-drones-and-smart-homes/|title=Open source Ubuntu Core connects robots, drones and smart homes|first=Richard|last=Trenholm|website=CNET}}</ref>). All the editions can run on the computer alone, or e.g. in [[Windows 10|Windows]].<ref name="WSL2"/> Ubuntu is a popular [[operating system]] for [[cloud computing]], with support for [[OpenStack]].<ref>{{Cite web|url=https://www.ubuntu.com/openstack|title=OpenStack on Ubuntu is your scalable private cloud, by Canonical|last=Canonical|website=www.ubuntu.com|access-date=1 May 2018}}</ref>
Ubuntu is [[software development|developed]] by [[Canonical (company)|Canonical]]<ref>{{Cite web|url=https://www.ubuntu.com/community/canonical|title=Canonical and Ubuntu|last=Canonical|website=www.ubuntu.com|access-date=1 May 2018}}</ref> and the community under a [[Meritocracy|meritocratic]] governance model.<ref name=":0" /><ref>{{Cite web|url=https://www.ubuntu.com/community/governance|title=Governance|last=Canonical|website=www.ubuntu.com|access-date=1 May 2018}}</ref> Canonical provides security updates and support for each Ubuntu release, starting from the release date and until the release reaches its designated [[end-of-life (product)|end-of-life]] (EOL) date.<ref name=":0" /><ref>{{Cite web|url=https://wiki.ubuntu.com/Releases#Support_length|title=Releases - Ubuntu Wiki|website=wiki.ubuntu.com|access-date=1 May 2018}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.ubuntu.com/info/release-end-of-life|title=Release end of life|last=Canonical|website=www.ubuntu.com|access-date=1 May 2018}}</ref> Canonical generates revenue through the sale of premium services related to Ubuntu.<ref>{{Cite web|url=https://www.ubuntu.com/support|title=Support and management|last=Canonical|website=www.ubuntu.com|access-date=1 May 2018}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.ubuntu.com/support/plans-and-pricing|title=Plans and pricing|last=Canonical|website=www.ubuntu.com|access-date=1 May 2018}}</ref>
Ubuntu is named after the African philosophy of ''{{lang|xh|[[Ubuntu philosophy|ubuntu]]}}'', which Canonical translates as "humanity to others" or "I am what I am because of who we all are".<ref name=":0" />
-->
'''Ubuntu''' er fullbúið og ókeypis [[stýrikerfi]] sem byggir á [[GNU/Linux]]. Ubuntu miðar að því að vera ókeypis, [[frjáls hugbúnaður|frjálst]] og umfram allt notendavænt. Slagorð Ubuntu er á [[enska|ensku]] ''Linux for human beings'' (lauslega þýtt sem „Linux fyrir fólk“ eða „Linux fyrir venjulegt fólk“, og vísar til þess hve auðvelt það er í notkun).
Ubuntu er sniðið að þörfum venjulegs notanda en Ubuntu fylgir [[vafri]]nn [[Firefox]] (og val um aðra; yfirleitt er val mögulegt fyrir allan hugbúnað sem kemur uppsettur), tölvupóstforritið [[Thunderbird]] og [[skrifstofuhugbúnaður]]inn [[LibreOffice]] (afbrigði af eldra [[OpenOffice.org]] sem keppir líka við [[Microsoft Office]], en þó enn frekar nýji hugbúnaðurinn með sífellt betri samhæfni). Ubuntu notfærir sér margt frá [[Debian]]-verkefninu eins og [[Advanced Packaging Tool|APT-pakkakerfið]], en í seinni tíð hefur snap kerfið líka verið notað til að setja inn forritspakka.
Ubuntu er vinsælasta tegund [[Linux]] stýrikerfa samkvæmt vefsíðunni [[DistroWatch]].<ref>{{Vefheimild|url=http://distrowatch.com/|titill=DistroWatch.com: Put the fun back into computing. Use Linux, BSD|mánuðurskoðað=19. apríl|árskoðað=2008}}</ref>
Nú orðið eru svokallaðar „long-term support“ (LTS) útgáfur, þ.e. sem eru studdar til lengri tíma, studdar í 5 ár frá útgáfudegi þeirra, eða ef keypt er 5 ára stuðningsplan í framhaldinu, í 10 ár allt í allt, en aðrar útgáfur eru aðeins studdar í níu mánuði. Nýjar LTS útgáfur koma út á tveggja ára fresti, í apríl. Ef allar útgáfur eru taldar, ekki aðeins LTS, koma hins vegar út nýjar útgáfur með á hálfs árs fresti, í apríl og október. Nýjasta LTS útgáfan er 22.04 LTS („Jammy Jellyfish“), studd ókeypis til 2027 og svo sem val til 2032 fyrir þá sem kaupa þann möguleika. Vel er hægt að nota útgáfur sem ekki eru LTS, þó þær séu studdar í styttri tíma en þær taka nýjungar fram yfir fínpússað og óbreytanlegt viðmót. Margar breytingar koma þó ört inn í LTS útgáfur allan líftímann, en sérstaklega framan af. Margir ráðleggja frekar LTS svo sjaldnar þurfi að uppfæra milli útgáfa, þó útgáfur á milli séu ókeypis eins og allar útgáfurnar eru.
Ubuntu stýrikerfið er notað á einkatölvum, en einna mest á [[miðlari|þjónum]] (svo sem fyrir vefi; mjög algent í [[netþjónabú|gagnaverum]]), og líka á [[ofurtölva|ofurtölvum]], s.s. ''Selene'' sem varð fimmta hraðvirkasta tölvan í heiminum í nóvember 2020.
Ubuntu 20.04 LTS fékk víðast hvar góða dóma (og ekki þörf á að uppfæra úr þeirri útgáfu þó nýrri komnar, því studd til apŕil 2025 og 5 ár af auka öryggisuppfærslustuðningi fáanlegur), t.d. Dave McKay, skrifaði fyrir HowToGeek, „frábær útgáfa“ niðurlagið, „Ubuntu 20.04 Is a Great Release. This is a polished, good-looking“.
Ubuntu 22.04 LTS fékk hins vegar mismunandi dóma, <!-- t.d. "is pretty rad", þýðir víst cool, eða mögulega rad[ical]? S+a dómur (mest?) um útlitið, t.d. "lighter, brighter look with UI accent colours, true dark mode"--> t.d. bent á útlitsbreytingar „true dark mode“ en Jesse Smith hjá DistroWatch var gagnrýninn:
: „Ég held að Ubuntu 22.04 sé skýrt merki um að Canonical hafi miklu meiri áhuga á að gefa út útgáfur á ákveðinni tímaáætlun en að framleiða eitthvað sem er þess virði. [..] Þessi útgáfa var ekki tilbúin <!-- [..] mun líklega verða kostnaðarsamt viðleitni að viðhalda þessu safni af blönduðum útgáfuhugbúnaði og blönduðum skjáþjónum og blönduðum hönnun í heil fimm ár. Það er vettvangur sem ég myndi mæla með að forðast.--> [ég myndi forðast þessa útgáfu]“.<ref>https://distrowatch.com/weekly.php?issue=20220502#ubuntu</ref><!--
Ég lagaði Google translate þýðingu, en ekki neðangreint, sem þarf kannski ekki að birta:
Ein var sú að dreifingin virðist ekki hafa þróast eða breyst verulega á undanförnum tveimur árum síðan ég var síðast í nokkra daga við verkefnið
Conclusions
A handful of thoughts [..] does not appear to have evolved or changed significantly in the past two years since I last spent several days with the project. [..] What really made me surprised with regards to the current mismatched, stagnant status of the Ubuntu desktop was it feels all the stranger when comparing Ubuntu next to its close relatives.
[..]
I think the launch of Ubuntu 22.04 is a clear sign Canonical is much more interested in publishing releases on a set schedule than producing something worthwhile.
[..]
This version was not ready for release and it is probably going to be a costly endeavour to maintain this collection of mixed versioned software and mixed display server and mixed designs for a full five years.
-->
== Saga ==
Fyrsta útgáfa Ubuntu kom út 20. október 2004 sem rótarskot frá Debian GNU/Linux og var markmið verkefnisins að gefa út uppfærslu á hálfs árs fresti. Hugbúnaðarpakkar í Ubuntu byggja á Debian Unstable auk þess sem Ubuntu notar APT til að setja upp forrit líkt og Debian.
Frá og með ''Raring Ringtail'' (13.04) er uppfærslustuðningur útgáfa, sem ekki eru LTS, nýju mánuðir (svo sú útgáfa er nú óstudd).
=== Útgáfur ===
{{Aðalgrein|Listi yfir Ubuntu útgáfur}}
Nýjasta útgáfan er ''Jammy Jellyfish'' (22.04 LTS) sem er studd til apríl 2027 og sumar eldri eru enn studdar.
=== Hliðarverkefni með önnur útlit ===
Ubuntu notaði upphaflega GNOME-sjáborðið, svo Unity (notað í 16.04 LTS), svo aftur GNOME (sem þá var komið í uppfærða útgáfu þrjú). Unity er enn valmöguleiki í öllum nýjustu útgáfum. Forrit virka fyrir annað hvort virka í hinu (og KDE, XFCE o.s.frv.). Hins vegar er útlitið og virknin sem snýr að notanda önnur. Hægt er að fá annað útlit og virkni með öðru skjáborði, og að einhverju leiti önnur forrit sem fylgja með sjálfgefið með því að velja önnur hliðarverkefni en Ubuntu. Þetta er hægt með því að velja hliðarverkefnið í upphafi, en líka er hægt að bæta viðkomandi skjáborði við eftirá og hafa val á milli eða jafnvel hreinsa það upphaflega út.
Hliðarverkefni Ubuntu eru t.d.: [[Kubuntu]] (notar [[KDE]]) og [[Xubuntu]] (notar [[XFCE]]) og fleiri.
== Tilvísanir ==
<div class="references-small">{{reflist}}
== Tenglar ==
* <font style="font-size:0.95em; font-weight:bold; color:#555; position:relative;">(Íslenska)</font> [http://www.netoryggi.is/displayer.asp?cat_id=150 Upplýsingar um Ubuntu] á vef [[Netöryggi]]s
* <font style="font-size:0.95em; font-weight:bold; color:#555; position:relative;">(Enska)</font> [http://www.ubuntu.com Opinber heimasíða Ubuntu]
* <font style="font-size:0.95em; font-weight:bold; color:#555; position:relative;">(Enska)</font> [http://www.ubuntuforums.org Opinber spjallvefur Ubuntu]
* <font style="font-size:0.95em; font-weight:bold; color:#555; position:relative;">(Enska)</font> [https://translations.launchpad.net/ubuntu Ubuntu 22.04.10 á Launchpad] þar sem hægt er að þýða Ubuntu
*: [https://translations.launchpad.net/ubuntu/eoan/+lang/is Íslenska útgáfan af Ubuntu 22.04 á Launchpad] þar sem hægt er að þýða Ubuntu yfir á íslensku
<!-- dauður tengill? ubuntuguide.net sama eða svipað? Ekki betra því úrelt með upplýsingar um 15.10 nýjast?: * <font style="font-size:0.95em; font-weight:bold; color:#555; position:relative;">(Enska)</font> [http://www.ubuntuguide.org Ubuntuguide.org] – ýmis hjálp í tengslum við Ubuntu -->
* [https://ubuntu.hugi.is/ Ubuntu.hugi.is] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20160422071844/http://ubuntu.hugi.is/ |date=2016-04-22 }}, íslensk síða þar sem hægt er að sækja útgáfur af Ubuntu
{{Linuxdreifing}}
[[Flokkur:Frjáls hugbúnaður]]
[[Flokkur:Linux]]
dit3ruqtb9ecpb46qfnojipr2licpsa
Windows XP
0
28302
1765880
1732658
2022-08-24T09:44:09Z
Comp.arch
32151
0.38% að meðaltali 0.16% hér en 60% í Armeníu.
wikitext
text/x-wiki
{{Stýrikerfi
|nafn = Windows XP
|mynd =
|mynd_lýsing = Windows XP í notkun
|vefsíða = [http://microsoft.com/ Vefsetur Microsoft]
|útgefandi = [[Microsoft]]
|fjölskylda = [[Microsoft Windows]]
|kjarni = NT 5.1.X
|leyfi = [[EULA]]
|staða_verkefnis = Enginn stuðningur lengur, fyrir öryggi eða annað, þ.m.t. [[Internet Explorer]] 6
}}
'''Windows XP''' er [[Stýrikerfi|stýrikerfi]] frá [[Microsoft]] (fyrir heima- og skrifstofunotkun) sem er ekki lengur stutt. Bókstafirnir XP koma úr [[enska]] orðinu ''e'''xp'''erience'' sem merkir „reynsla“ eða „upplifun“. Windows XP fékk þróunarnafnið ''Whistler'' og er fyrsta notendavæna stýrikerfið frá Microsoft sem notast við NT-kjarnann, og þ.e. fyrsta útgáfa af Windows fyrir almenning sem notaði hvorki [[Windows 95]] kjarnann né [[MS-DOS]].
Microsoft sendi Windows XP frá sér þann 25. október 2001 og árið 2006 var það eitt vinsælasta stýrikerfi á markaðnum þar sem um 400 milljónir leyfa höfðu verið seldar. Windows XP var þó nokkuð vinsælt (önnur til þriðja vinsælasta útgáfa af Windows) meira en ári eftir að stuðningi var hætt (er nú hverfandi lítið notað á Íslandi, StatCounter mælir notkun undir hálfu prósenti á heimsvísu, sjötta vinsælasta Windows útgáfa og fá lönd hafa mikið hærri notkun en það), en síðan þá hafa margar öryggisholur fundist (ein allt aftur frá [[Windows 95]]-tíma), sem gera kleyft fyrir utanaðkomandi aðila að yfirtaka tölvuna (öryggisholur hafa verið lagaðar í nýrri útgáfum eru ekki lagaðar í XP, þvert á móti, hjálpa árásaraðilum varðandi XP).
== Útgáfur ==
Þegar Windows XP kom á markað voru aðeins tvær stórar útgáfur af Windows XP. Fyrsta var „'''Windows XP Home'''“ sem var sértaklega gerð fyrir heimilis notendur og sú seinni var „'''Windows XP Professional'''“ sem var hugsað fyrir fyrirtæki og stofnanir og studdi tengingar við [[Windows Server|Windows netkerfi]].
Windows XP Proferssional var með marga flókna möguleika sem venjulegur notandi mundi ekki nota. Þessir möguleikar voru til staðar í XP Home en það var bara slökkt á þeim og var alltaf hægt að kveikja á þeim.
Þriðja úgáfa Windows XP sem er kölluð „'''Windows XP Media Center Edition'''“ kom út árið 2002, Media Center var aðallega til að auka stuðning við [[margmiðlun]].
Það komu nýjar útgáfur af Windows XP Media Center Edition á hverju ári, frá 2002 til 2006.
Ólíkt Windows XP Home og Professonal var Media Center aldrei selt eitt og sér heldur var það vanalega selt uppsett á nýjum tölvum og voru þær merktar með uplýsingum um að XP Media Center væri inn á tölvunni.
Tvær 64-bita (x64) útgáfur af Windows XP komu einnig út, Windows XP 64-bit Edition og Windows XP Professional x64 Edition. Þessar útgáfur voru hannaðar fyrir 64-bita (x64) [[Örgjörvi|örgjörva]].
== Þjónustu pakkar ==
Microsoft einstaka sinum gefur út þjónustupakka fyrir stýrikefinn sín til að bæda við eiginleikum og betrum bæta stýrikerfið.
=== Þjónustu pakki 1 ===
Þjónustu pakki 1 („Service Pack 1“ á ensku) fyrir Windows XP var gefinn út, 9. september 2002. Breytingar í þjónustu pakka 1 voru t.d: USB 2.0 stuðningur, [[.NET-umhverfið|.NET]] stuðningur og öryggis bætingar. Ásamt því var líka ný útgáfa af „Windows Messenger“, útgáfa númer 4.7.
=== Þjónustu pakki 2 ===
Þjónustu pakki 2 („Service Pack 2“ á ensku) var gefinn út 6. ágúst 2004, eftir nokkrar tafir. Þjónustu pakki 2 var miðaður í átt að meira öruggi. Ólíkt öðrum þjónustu pökkum, bætti þjónustu pakki 2, við eiginleikum við Windows XP, sem voru T.d: betrumbættur eldvegg, „pop-up“ hindrana kerfi fyrir „Internet Explorer 6“ og stuðning fyrir „Bluetooth“.
Þjónustu pakki 2 bætti við nýjum öryggisþáttum, svo sem eldvegg sem heitir „Widows firewall“. Einnig var bætt öryggi fyrir [[Tölvupóstur|tölvupóst]] og [[Vafri|vefvafra]]. Þjónustu pakki 2 innihélt líka Windows Öryggismiðstöð („Windows Security Center“ á ensku), sem gaf yfirsýn yfir öryggisatriði, t.d upplýsingar um vírusvarnarforrit, Windows uppfærslur og nýja eldvegginn.
=== Þjónustu pakki 3 ===
Þjónustu pakki 3 („Service Pack 3“ á ensku) var gefinn út til dreifingaraðila, 21. apríl 2008 og til almennings, með notkun „Microsoft niðurhal“ og „Windows Uppfærslur“, 6. mai 2008 Þjónustu pakki 3 fór í sjálfvirka uppfærslur í kringum, júní-júlí 2008.
[[Microsoft]] gaf út yfirlit yfir þjónustu pakkann sem lýsti nýjum eiginleikum sem er bæði aðeins fyrir Windows XP en sumir eiginleikar komu frá [[Windows Vista]]. Samtals 1.174 endurbætur voru í þjónustu pakka 3. En sem komið er, er út gáfa af Þjónustu pakki 3 aðeins fáanleg fyrir 32-bita (x86) tölvur.
=== Stuðningstími ===
Stuðningur fyrir Windows XP, sem er án þjónustu pakka, var hætt 30. september 2004.
Stuðningur fyrir Windows XP, með þjónustu pakka 1, var hætt 10. október 2006.
Windows XP þjónustu pakki 2, missti stuðning sinn, 13. júlí 2010, næstum sex árum eftir að það varð fáanlegt.
[[Microsoft]] hætti almennri dreifingu á Windows XP til almennings 30. júlí 2008, 17 mánuðum eftir að [[Windows Vista]] var gefið út.
Microsoft gaf út síðustu öryggisútgáfuna (fyrir utan eina "allra síðustu" undantekningu) þann 8. apríl 2014.
== Tengt efni ==
* [[Microsoft]]
* [[Windows]]
* [[Listi yfir útgáfur Microsoft Windows]]
* [[Stýrikerfi]]
{{Microsoft Windows}}
{{Stubbur|microsoft}}
[[Flokkur:Tölvunarfræði]]
[[Flokkur:Stýrikerfi]]
cs4h2ybc6auo1r6zygq15u91k711qpb
Alibýfluga
0
63067
1765843
1765727
2022-08-23T17:59:17Z
Svarði2
42280
Afurðir
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| name = Alibýfluga
| image = Honeybee landing on milkthistle02.jpg
| image_width = 250px
| image_caption = Alibýfluga að nálgast blóm [[Maríuþistill|maríuþistils]] <!-- ég veðja bara á að þetta sé Silybum marianum -->
| regnum = [[Dýraríki]] (''[[Animalia]]'')
| phylum = [[Liðdýr]] (''[[Arthropoda]]'')
| classis = [[Skordýr]] (''[[Insecta]]'')
| ordo = [[Æðvængjur]] (''[[Hymenoptera]]'')
| subordo = [[Broddvespur]] (''[[Apocrita]]'')
| superfamilia = ''[[Apoidea]]''
| familia = ''[[Apidae]]''
| subfamilia = ''[[Apinae]]''
| tribus = ''[[Apini]]''
| genus = ''[[Apis]]''
| species = '''''Alibýfluga'''''
| binomial = ''Apis mellifera''
| binomial_authority = [[Carolus Linnaeus|Linnaeus]], 1758
| synonyms =
*''Apis mellifica'' <small>Linnaeus, 1761</small>
*''Apis gregaria'' <small>Geoffroy, 1762</small>
*''Apis cerifera'' <small>Scopoli, 1770</small>
*''Apis daurica'' <small>Fischer von Waldheim, 1843</small>
*''Apis mellifica germanica'' <small>Pollmann, 1879</small>
*''Apis mellifica nigrita'' <small>Lucas, 1882</small>
*''Apis mellifica mellifica lehzeni'' <small>Buttel-Reepen, 1906 (Unav.)</small>
*''Apis mellifica mellifica silvarum'' <small>Goetze, 1964 (Unav.)</small>
| subdivision_ranks = [[Undirtegund]]ir
| subdivision =
'''[[Evrópa|Norðvestur Evrópa]]'''
* [[Apis mellifera iberica|''A. m. iberica'']]
* [[Apis mellifera intermissa|''A. m. intermissa'']]
* [[Apis mellifera mellifera|''A. m. mellifera'']]
* [[Apis mellifera sahariensis|''A. m. sahariensis'']]
'''[[Evrópa|Suðvestur Evrópa]]'''
* [[Apis mellifera carnica|''A. m. carnica'']]
* [[Apis mellifera cecropia|''A. m. cecropia'']]
* [[Apis mellifera ligustica|''A. m. ligustica'']]
* [[Apis mellifera macedonica|''A. m. macedonica'']]
* [[Apis mellifera ruttneri|''A.m. ruttneri'']]
* [[Apis mellifera sicula|''A. m. sicula'']]
'''[[Miðausturlönd]]'''
* [[Apis mellifera adamii|''A. m. adamii'']]
* [[Apis mellifera anatoliaca|''A. m. anatoliaca'']]
* [[Apis mellifera armeniaca|''A. m. armeniaca'']]
* [[Apis mellifera caucasica|''A. m. caucasica'']]
* [[Apis mellifera cypria|''A. m. cypria'']]
* [[Apis mellifera meda|''A. m. meda'']]
'''[[Afríka]]'''
* [[Apis mellifera adansonii|''A. m. adansonii'']]
* [[Apis mellifera capensis|''A. m. capensis'']]
* [[Apis mellifera intermissa|''A. m. intermissa'']]
* [[Apis mellifera lamarckii|''A. m. lamarckii'']]
* [[Apis mellifera litorea|''A. m. litorea'']]
* [[Apis mellifera major|''A. m. major'']]
* [[Apis mellifera monticola|''A. m. monticola'']]
* [[Apis mellifera sahariensis|''A. m. sahariensis'']]
* [[Apis mellifera scutellata|''A. m. scutellata'']]
* [[Apis mellifera unicolor|''A. m. unicolor'']]
* [[Apis mellifera jemenitica|''A. m. jemenitica'']]
}}
'''Alibýfluga''' ([[fræðiheiti]]: ''Apis mellifera'') er önnur tveggja tegunda hunangsbýa sem ræktuð er að ráði. Hin er Austurasískt bý ([[Apis cerana]]). Alibýflugan skiftist í allnokkrar undirtegundir (sjá hér að ofan), en nú er stór hluti býræktenda með svonefndan [[Apis mellifera cv. Buckfast|Buckfast stofn]], en hann er upphafnlega blendingur af [[Apis mellifera mellifera|''A. m. mellifera'']] og [[Apis mellifera ligustica|''A. m. ligustica'']], síðar einnig blandaður við fjölda annarra undirtegunda. Það er einmitt sá stofn sem er ræktaður hérlendis. Víða um heim herjar margs konar plágur á alibýflugur (t.d. [[Nosema apis|Nosema]] og [[Varroa]]) en enn sem komið er finnast þær verstu ekki hérlendis. Þess vegna er mikið lagt upp úr ströngu eftirliti með innflutningi og eingöngu frá sjúkdómafríum svæðum.
[[Mynd:EU Apis Mellifera L Map.svg|thumb|vinstri|Upprunaleg útbreiðsla undirtegundanna í Evrópu og Austurlöndum nær (eftir síðustu ísöld).]]
== Aðrar tegundir ==
Auk ''Apis mellifera,'' eru 6 aðrar tegundir í ættkvíslinni ''Apis''. Þær eru ''[[Apis andreniformis]], [[Apis florea]], [[Apis dorsata]], [[Apis cerana]], [[Apis koschevnikovi]], og [[Apis nigrocincta]].''<ref>Winston, Mark L. The biology of the honey bee. Harvard University Press, 1991.</ref> Þessar tegundir, fyrir utan ''Apis mellifera,'' eiga uppruna sinn í Suður og Suðaustur Asíu. Aðeins ''Apis mellifera'' er talin eiga uppruna sinn í Evrópu, Asíu og Afríku.<ref>Deborah R. Smith, Lynn Villafuerte, Gard Otisc & Michael R. Palmer (2000). "Biogeography of ''Apis cerana'' F. and ''A. nigrocincta'' Smith: insights from mtDNA studies" (PDF). ''Apidologie'' '''31''' (2): 265–279.doi:10.1051/apido:2000121. Archived from the original (PDF) on February 29, 2012.</ref>
== Lífsferill ==
=== Lífsferill búsins ===
Þegar nýjar drottningar eru við að koma úr púpu, þá tekur gamla drottningin tvo þriðju hluta af vinnuflugum búsins til að stofna nýtt. Nefnist hópurinn svermur og reynir hann að finna heppilegan stað til að hafa nýtt bú á (oft holan trjábol, eða tóman kassa). Gerist þetta vanalega á vorin eða snemmsumars þegar nóg er af blómum með blómasafa og frjói.
[[Mynd:A_swarm_of_Apis_mellifera_-_20051109.jpg|alt=Swarm of honey bees on a wooden fence rail|vinstri|thumb|Býsvermur. Býflugur eru ekki árásargjarnar á meðan þær sverma, því þær hafa ekkert bú eða birgðir til að verja.]]
Á meðan eru ungu drottningarnar að skríða úr púpu og berjast þær um yfirráð á gamla búinu þar til einungis ein stendur eftir lifandi. Á meðan hún er ófrjóvguð getur hún verpt, en afkvæmin verða þá aðeins druntar (karlar). Hún fer í nokkur mökunarflug þegar hún hefur náð yfirráðum og makast í hvert skifti við 1 til 17 drunta.<ref>{{cite journal|last1=Page|first1=Robert E.|date=1980|title=The Evolution of Multiple Mating Behavior by Honey Bee Queens (Apis mellifera L.)|url=https://archive.org/details/sim_genetics_1980-09_96_1/page/253|journal=Genetics|volume=96|issue=1|pages=253–273|doi=10.1093/genetics/96.1.263|pmc=1214294|pmid=7203010}}</ref> Þegar mökunarflugin eru afstaðin, sem er vanalega innan tveggja vikna eftir að hún braust úr púpu, þá heldur hún sig í búinu til að verpa.
Yfir sumarið getur fjöldi býa í heilbrigðu búi orðið á milli 40.000 til 80.000.Þær safna vetrarforða sem samanstendur af blómasafa og frjói. Á meðan kalt er eru flugurnar daufar og hreyfa sig lítið nema til að halda hita í búinu (yfir 20–22 °C).
=== Lífsferill einstaklinga ===
Eins og aðrar flugutegundir, þá skiftist líf alibýflugna í fjóra hluta; egg, lirfa, púpa og fullorðin fluga. Að auki skiftist líf fullorðinna vinnuflugna í tímabil. Drottningin verpir einu eggi í klakhólf í vaxkökunni. Eggið klekst út í augnlausa og fótalausa lirfu sem er fóðruð af fósturflugu (vinnuflugu sem sér um innviði búsins). Eftir um viku er lirfan lokuð af í klakhólfinu af fósturflugunni og lirfan byrjar að púpa sig. Eftir aðra viku brýst hún út úr púpunni sem fullorðin fluga. Algangt er að vaxkakan sé með afmarkaða hluta með klakhólfum og aðrir séu með frjó og/eða hunangsbirgðir.
Fyrstu 10 dagar vinnuflugna fara í að sjá um að hreinsa búið og fóðra lirfurnar. Þar á eftir myndar mynda þær vax í vaxkökuna. Á 16da til 20ta degi sjá þær um að ganga frá blómasafa og frjói frá eldri flugum. Eftir 20ta dag sjá þær um að leita að og sækja blómasafa og frjó til æviloka.
== Afurðir ==
=== Hunang ===
Hunang er aðalafurð býflugnabúa. Gera þær það með því að safna blómasafa og hunangsdögg (frá blaðlúsum) og bæta við ensýmum og þurrka (úr um 80% niður í 18% vatnsinnihald). Eftir stendur sætt sýróp<ref name="NHB carbs">National Honey Board. [http://www.honey.com/images/downloads/carb.pdf "Carbohydrates and the Sweetness of Honey"] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20110701123525/http://www.honey.com/images/downloads/carb.pdf|date=1 July 2011}}. Last accessed 1 June 2012.</ref> sem er með sérstakt bragð (fer eftir uppruna) og geymist jafnvel í árþúsund.<ref name="crane book">{{cite book|title=The World History of Beekeeping and Honey Hunting|last1=Crane|first1=Ethel Eva|date=1999|publisher=Routledge|isbn=9781136746703}}</ref> Býflugur hafa jafnvel notað sælgæti sem hluta af hunangsleginum.<ref>{{Cite web|url=https://futurism.com/day-honey-tuned-blue|title=The Day the Honey Turned Blue|website=Futurism|access-date=2022-08-23}}</ref> Hunangið er forði sem búið notar til að lifa af skorttímabil eins og t.d. vetur.
Þarf safa úr um 1000 blómum til að fylla hunangsmagann, eða um 40 mg.
=== Vax ===
Fullorðnir drónar mynda ("svitna") bývax í kirtlum á kvið, og nota það til að mynda veggi og lok á vaxkökurnar.<ref name="Sanford">{{cite journal|last1=Sanford|first1=M.T.|last2=Dietz|first2=A.|year=1976|title=The fine structure of the wax gland of the honey bee (Apis mellifera L.).|url=https://hal.archives-ouvertes.fr/hal-00890403/file/hal-00890403.pdf|journal=Apidologie|volume=7|issue=3|pages=197–207|doi=10.1051/apido:19760301|doi-access=free}}</ref> Þegar hunangið er tekið er hægt að taka vaxið í leiðinni og nýta í kerti og innsigli auk annars.
=== Frjóbrauð ===
Vinnuflugurnar safna frjóum í svokallaða frjókörfu (gróp úr hárum á legg flugnanna). Þær afhenda svo öðrum yngri vinnuflugum frjóið og þær aftur blanda ensýmum og hunangi saman við og gera kúlur eða korn úr frjóinu.<ref>{{Cite book|title=The Pollen Book|last=Bogdanov|first=Stefan|publisher=Bee Product Science|year=2017|volume=2|pages=1–31|chapter=Chapter 2:Pollen: Nutrition, Functional Properties, Health|access-date=2022-04-04|orig-year=2011|chapter-url=http://www.bee-hexagon.net/pollen/|archive-url=https://web.archive.org/web/20190719064141/http://www.bee-hexagon.net/pollen/|archive-date=2019-07-19|url-status=live}}</ref> Því er svo safnað í sérstök hólf.
Frjóið er aðal próteingjafi flugnanna.<ref name="SammataroAvitabile1998">{{cite book|url=https://books.google.com/books?id=ZLLB2fh55aQC|title=The Beekeeper's Handbook|last1=Sammataro|first1=Diana|last2=Avitabile|first2=Alphonse|publisher=Cornell University Press|year=1998|isbn=978-0-8014-8503-9|page=60|access-date=2018-04-03|archive-url=https://web.archive.org/web/20200625211012/https://books.google.com/books?id=ZLLB2fh55aQC|archive-date=2020-06-25|url-status=live}}</ref>
=== Býþéttir ===
Býþéttir (propolis) er harpixkennd blanda sem flugurnar nota til að þétta búið.<ref>{{cite journal|last1=Simone-Finstrom|first1=Michael|last2=Spivak|first2=Marla|date=May–June 2010|title=Propolis and bee health: The natural history and significance of resin use by honey bees|journal=Apidologie|volume=41|issue=3|pages=295–311|doi=10.1051/apido/2010016|doi-access=free}}</ref> Til að gera hann safna þær kvoðu af brumum og könglum og öðrum jurtauppruna. Það er notað í náttúrulækningum, talið hjálpa gegn kvefi og flensu<ref>{{cite web|url=https://www.nlm.nih.gov/medlineplus/druginfo/natural/390.html|title=Propolis:MedlinePlus Supplements|date=January 19, 2012|publisher=U.S. National Library of Medicine}}</ref> (óstaðfest). Einnig hefur það verið notað í meðhöndlun á viði, t.d. fiðlur.<ref>{{cite journal|author=Gambichler T|author2=Boms S|author3=Freitag M|date=April 2004|title=Contact dermatitis and other skin conditions in instrumental musicians|journal=BMC Dermatol.|volume=4|pages=3|doi=10.1186/1471-5945-4-3|pmc=416484|pmid=15090069}}</ref> Býþétirinn getur valdið vandræðum í hunangsframleiðslu, því stundum eru rammarnir límdir saman eða einingarnar. Það veldur einnig aukinni vinnu við að þrífa búin. Misjafnt er milli afbrigða hversu mikið flugurnar safna af þétti: [[Apis mellifera mellifera|brúnar]] safna miklu, en [[Buckfastbý|Buckfast]] safna litlu sem engu.
=== Royal jelly ===
Royal jelly myndað í kirtlum í höfði vinnubýa og gefið öllum býlirfum, hvort sem þær eiga eftir að verða druntar, vinnuflugur eða drottningar. Verðandi druntar og vinnuflugur fá það hinsvegar einungis í þrjá daga, en drottningarlirfurnar fá það allt lirfustigið.<ref>{{cite journal|last1=Jung-Hoffmann|first1=L|year=1966|title=Die Determination von Königin und Arbeiterin der Honigbiene|journal=Z Bienenforsch|volume=8|pages=296–322}}</ref> Það hefur verið selt sem undralyf, en engar staðfestar heimildir eru um virkni<ref>{{cite journal|date=2011|title=Scientific Opinion|journal=EFSA Journal|volume=9|issue=4|pages=2083|doi=10.2903/j.efsa.2011.2083|doi-access=free}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.fda.gov/NewsEvents/Newsroom/PressAnnouncements/ucm207416.htm|title=Federal Government Seizes Dozens of Misbranded Drug Products: FDA warned company about making medical claims for bee-derived products|date=Apr 5, 2010|publisher=[[Food and Drug Administration]]}}</ref> aðrar en að valda frjókornaofnæmi.<ref>{{cite journal|last1=Leung|first1=R|last2=Ho|first2=A|last3=Chan|first3=J|last4=Choy|first4=D|last5=Lai|first5=CK|date=March 1997|title=Royal jelly consumption and hypersensitivity in the community|url=https://archive.org/details/sim_clinical-and-experimental-allergy_1997-03_27_3/page/333|journal=Clin. Exp. Allergy|volume=27|issue=3|pages=333–6|doi=10.1111/j.1365-2222.1997.tb00712.x|pmid=9088660|s2cid=19626487}}</ref>
== Sjúkdómar ==
=== Varroa ===
''[[Varroa destructor]]'' og ''[[Varroa jacobsoni|V. jacobsoni]]''
=== Loftsekkjamítill ===
''[[Loftsekkjamítill|Acarapis woodi]]''
=== Kalkbroddur ===
''[[Ascosphaera apis]]''
=== Steinbroddur ===
''[[Aspergillus fumigatus]]'', ''[[Aspergillus flavus|A. flavus]]'', og ''[[Aspergillus niger|A. niger]]''.
=== Nosema ===
''[[Nosema apis]]''
=== ''Aethina tumida'' ===
''[[Aethina tumida]]''
=== ''Galleria mellonella'' ===
''[[Galleria mellonella]]''
=== American foulbrood ===
''[[Paenibacillus larvae]]''
=== European foulbrood ===
''[[Melissococcus plutonius]]''
== Plöntur fyrir býflugur ==
Gildin fyrir blómasafann og frjókornin eru frá 1 (lélegt) til 3 (gott).<ref name=":0" /><ref name=":1" /><ref>{{Cite web|url=https://biplanter.dk/plants/list|title=Plantdb|website=biplanter.dk|access-date=2022-07-22}}</ref> Ekkert gildi þýðir að upplýsingar vantar eða að að magn sé of lítið til að nýtast.<ref name=":0">http://www.biavl.dk/images/2011/stories/pdf/biplantekalender202007.pdf{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} [https://biplanter.dk/plants/list Uppfærður hlekkur]</ref><ref>{{Cite web|url=https://alltombiodling.se/bivaxter/|title=Biväxter – ALLT OM BIODLING|language=sv-SE|access-date=2022-07-22}}</ref> Einnig hvort tegundin sé heppileg fyrir bý/humlur með langa/stutta tungu.
==== Hentugar plöntur á Íslandi ====
{| class="wikitable sortable collapsible collapsed"
|-
! Mynd !!Íslenskt nafn!!Vísindanafn !! Nektar !! Frjó
!Stutt
tunga<ref name=":2">{{Cite web|url=https://webbutiken.jordbruksverket.se/sv/artiklar/jo226.html|title=Blommor för bin|website=webbutiken.jordbruksverket.se|access-date=2022-07-23}}</ref>
!Löng
tunga<ref name=":2" />
! Tími
|-
| [[Image:Crocus_vernus_1.jpg|120px]]||Krókus|| ''[[Crocus]]'' || 1 || 3
|1
| ||Apríl, maí
|-
| [[Image:Blausternchen_2.jpg|120px]]||Síberíulilja|| ''[[Scilla sibirica]]'' || 2 || 1
|
| ||Maí til júní
|-
| [[Image:Allium_ursinum0.jpg|120px]]||Bjarnarlaukur|| ''[[Allium ursinum]]'' || 3 || 1
|1
|1||Júní
|-
| [[Image:Allium_schoenoprasum_in_NH_01.jpg|120px]]||Graslaukur|| ''[[Allium schoenoprasum]]'' || 3 || 1
|1
|1||Júní
|-
| [[Image:Glory of the Snow.JPG|120px]]||Snæstjarna|| ''[[Chionodoxa]]'' || 2 || 1
|1
|1||Maí
|-
| [[Image:Prolećno_cveće_3.JPG|120px]]||Lykill|| ''[[Primula]]'' || || 1
|1
|1||Apríl, maí, júní, júlí. Eftir tegundum
|-
| [[Image:Strom1.jpg|120px]]||Heggur|| ''[[Prunus padus]]'' || 3 || 3
|
| ||Júní
|-
| [[Image:Sorbus and stone (Kivach Nature Reserve).JPG|120px]]||Reynir|| ''[[Sorbus aucuparia]]'' || 2 || 3
|
| ||Júní
|-
| [[Image:Rubus idaeus Oulu, Finland 09.06.2013.jpg|120px]]||Hindber|| ''[[Rubus idaeus]]'' || 3 || 3
|
| || júní, júlí
|-
| [[Image:Zilverschoon plant Potentilla anserina.jpg|120px]]||Tágamura|| ''[[Potentilla anserina]]'' || 1 || 2
|1
| ||Júní
|-
| [[Image:Reinroser.JPG|120px]]||Holtasóley|| ''[[Dryas octopetala]]'' || ||
|
| ||Maí, júní
|-
| [[Image:Potentilla_atrosanguinea.jpg|120px]]||Blendingsmura|| ''[[Potentilla x hybrida]]'' || 1 || 2
|1
| ||Júlí, ágúst
|-
| [[Image:Fragaria_vesca_LC0389.jpg|120px]]||Villijarðarber|| ''[[Fragaria vesca]]'' || 2 || 2
|1
|1||Júlí
|-
| [[Image:Geum_rivale_flowers.jpg|120px]]||Fjalldalafífill|| ''[[Geum rivale]]'' || 2 || 2
|2
|2||Júní, júlí
|-
| [[Image:Moeraspirea plant Filipendula ulmaria.jpg|120px]]||Mjaðurt|| ''[[Filipendula ulmaria]]'' || || 3<ref name=":1" />
|1
|1||Júní, júlí
|-
| [[Image:Jalokiurunkannus_Corydalis_nobilis_VI08_C_H4791.jpg|120px]]||Lævirkjaspori|| ''[[Corydalis nobilis]]'' || ||
|
| ||Júní
|-
| [[Image:Bayrischer Wald 9928.JPG|120px]]||Hófsóley|| ''[[Caltha palustris]]'' || 2 || 3<ref name=":1" />
|1
|1||Júní
|-
| [[Image:Pulsatilla_vulgaris-700px.jpg|120px]]||Geitabjalla|| ''[[Pulsatilla vulgaris]]'' || 2 || 2
|
| ||Maí, júní
|-
| [[Image:Anemone_nemorosa_001.JPG|120px]]||Skógarsóley|| ''[[Anemone nemorosa]]'' || || 3
|1
|1||Júní
|-
| [[Image:Aconogonon alaskanum (7833495202).jpg|120px]]||Snæsúra|| ''[[Aconogonon alaskanum]]'' || ||
|1
|2||Júní, júlí. Svipuð slöngusúru
|-
| [[Image:PolygonumBistortaBulgaria1.jpg|120px]]||Slöngusúra|| ''[[Bistorta officinalis]]'' || ||
|
| ||Júní, júlí
|-
| [[Image:Diverse fotografier fra Totenåsen og Mjøslandet 34.jpg|120px]]||Rabbabari|| ''[[Rheum officinalis]]'' || || 1
|
| ||Júní, júlí
|-
| [[Image:Anthyllis-vulneraria.JPG|120px]]||Gullkollur|| ''[[Anthyllis vulneraria]]'' || 1 || 2<ref name=":1" />
|
| ||Júní, júlí
|-
| [[Image:Lotus_corniculatus10.JPG|120px]]||Maríuskór|| ''[[Lotus corniculatus]]'' || 3 || 1<ref name=":1" />
|3
|3||Júní
|-
| [[Image:Trifolium repens 001.JPG|120px]]||Hvítsmári|| ''[[Trifolium repens]]'' || 3 || 3
|3
|3||Júní, júlí
|-
| [[Image:Hedysarum alpinum.png|120px]]||Lykkjur|| ''[[Hedysarum]]'' || 3 || 2<ref name=":1" />
|
| ||Júní, júlí
|-
| [[Image:Trifolium pratense Oulu, Finland 10.06.2013.jpg|120px]]||Rauðsmári|| ''[[Trifolium pratense]]'' || 3 || 3
|2
|3||Júlí, ágúst
|-
| [[Image:Trifolium medium 1.jpg|120px]]||Skógarsmári|| ''[[Trifolium medium]]'' || 3|| 3
|
| ||Ágúst, september
|-
| [[Image:Maitohorsma_(Epilobium_angustifolium).JPG|120px]]||Sigurskúfur|| ''[[Epilobium angustifolium]]'' || 3 || 1
|
| ||Júlí
|-
| [[Image:Chamerion_latifolium_upernavik_2007-08-06_4.jpg|120px]]||Eyrarrós|| ''[[Epilobium latifolium]]'' || 3 || 1
|
| ||Júní
|-
| [[Image:Sedum villosum Moor-Mauerpfeffer.JPG|120px]]||Hnoðrar|| ''[[Sedum]]'' || 2 || 2
|
| ||Júní til september (eftir tegundum)
|-
| [[Image:Claytonia_sibirica_Eglinton.JPG|120px]]||Síberíublaðka|| ''[[Montia siberica]]'' || 3 || 2
|
| ||Maí, júní
|-
| [[Image:Cerastium_alpinum_ssp_lanatum_1.JPG|120px]]||Músareyra|| ''[[Cerastium alpinum]]'' || 1|| 1
|
| ||Maí, júní
|-
| [[Image:Mertensia ciliata 002.JPG|120px]]||Bláliljur|| ''[[Mertensia]]'' || ||
|
| ||Júní júlí
|-
| [[Image:Pulmonaria saccharata (3497086606).jpg|120px]]||Lyfjajurt|| ''[[Pulmonaria]]'' || 2 || 2
|2
|3|| Maí, júní
|-
| [[Image:Phacelia.jpg|120px]]||Hunangsjurt|| ''[[Phacelia tanacetifolia]]'' || 3 || 3
|2
|1||Júlí
|-
| [[Image:Dead Nettle (Lamium album) - geograph.org.uk - 403952.jpg|120px]] || [[Ljósatvítönn]]||''[[Lamium album]]'' || 3 || 2
|2
|3||Júní - Júlí
|-
| [[Image:Geranium_sylvaticum_(1).JPG|120px]]||Blágresi|| ''[[Geranium sylvaticum]]'' || 2<ref name=":1">Anna Maurizio & Ina Grafl. 1969. ''Das Trachtpflanzenbuch''. Ehrenwirth Verlag, München. </ref>|| 2
|2
|2||Júní
|-
| [[Image:Tuftedsaxifrage-1.jpg|120px]]||Þúfusteinbrjótur|| ''[[Saxifraga cespitosa]]'' || ||
|
| ||Maí, júní
|-
| [[Image:Rhodiola_rosea_a3.jpg|120px]]||Burnirót|| ''[[Rhodiola rosea]]'' || 2 || 2
|
| ||Júní
|-
| [[Image:Draba norvegica IMG 3693 bergrublom longyeardalen.JPG|120px]]||Vorblóm|| ''[[Draba]]'' || ||
|
| ||Maí, júní
|-
| [[Image:Aurinia saxatilis sl6.jpg|120px]]||Nálablóm|| ''[[Alyssum]]'' || 3 || 1
|
| ||Júní, júlí
|-
| [[Image:Brassica napus 002.JPG|120px]]||Repja|| ''[[Brassica napus]]'' || 3 || 3
|
| ||Júní, júlí
|-
| [[Image:Puna-ailakki Silene dioica DSC03011 C.JPG|120px]]||Dagstjarna|| ''[[Silene dioica]]'' || 1|| 1
|1
|2||Júní til september
|-
| [[Image:Viola tricolor maritima kz3.jpg|120px]]||Þrenningarfjóla|| ''[[Viola tricolor]]'' || 1 || 1
|
| ||Maí, júní
|-
| [[Image:Blackcurrant 1.jpg|120px]]||Sólber|| ''[[Ribes nigrum]]'' || 3 || 2
|
| ||Maí, júní
|-
| [[Image:Ribes rubrum 1.jpg|120px]]||Rifs|| ''[[Ribes rubrum]]'' || 3 || 2
|
| ||Maí, júní
|-
| [[Image:Gewöhnlicher Löwenzahn Taraxacum officinale agg. big.jpg|120px]]||Túnfífill|| ''[[Taraxacum]]'' || 3 || 3
|3
|3||Apríl til júní
|-
| [[Image:Hieracium aurantiacum Saarland 07.jpg|120px]]||Roðafífill|| ''[[Hieracium aurantiacum]]'' || 2|| 2
|1
|1<ref name=":2" />||Júlí, ágúst
|-
| [[Image:Achillea millefolium vallee-de-grace-amiens 80 22062007 1.jpg|120px]]||Vallhumall|| ''[[Achillea millefolium]]'' || 1 || 1<ref name=":1" />
|
| ||Júlí, ágúst
|-
| [[Image:Calluna vulgaris11.jpg|120px]]||Beitilyng|| ''[[Calluna vulgaris]]'' || 3 || 1
|
| ||Ágúst,september
|-
| [[Image:Baerentraube ML0002.jpg|120px]]||Sortulyng|| ''[[Arctostaphylos uva-ursi]]'' || ||
|
| ||Júní
|-
| [[Image:Vaccinium uliginosum upernavik 2007-07-02 1.jpg|120px]]||Bláberjalyng|| ''[[Vaccinium uliginosum]]'' || 2 || 2
|
| ||Maí, júní
|-
| [[Image:Salix glauca hg.jpg|120px]]||Víðir|| ''[[Salix]]'' || 3 || 3
|
| ||Maí, júní
|-
|}
==== Eitraðar plöntur ====
Nokkrar tegundir geta valdið eitrun í býflugum og ekki síst alibýflugum. Er það helst [[Lyngrós|lyngrósi]]<nowiki/>r ''(andromedotoxin'' eða ''acetylandromedol)'' og [[sóleyjar]] (''protoanemonin)'',<ref>{{Cite web|url=https://missapismellifera.com/2014/11/11/winter-studies-the-poison-honey/|title=Winter studies: The poison honey|last=Maund|first=Emma|date=2014-11-11|website=Mrs Apis Mellifera|language=en|access-date=2022-07-28}}</ref> en einnig [[Senecio jacobaea]] (''pyrrolizidine alkaloids)''.
== Tilvísanir ==
{{Reflist}}{{commonscat|Apis mellifera}}
{{Wikilífverur|Apis mellifera}}
[[Flokkur:Býflugur]]
rz9c1bchxuef1sll7r5wpwdffw6b5da
1765854
1765843
2022-08-23T20:09:57Z
Svarði2
42280
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| name = Alibýfluga
| image = Honeybee landing on milkthistle02.jpg
| image_width = 250px
| image_caption = Alibýfluga að nálgast blóm [[Maríuþistill|maríuþistils]] <!-- ég veðja bara á að þetta sé Silybum marianum -->
| regnum = [[Dýraríki]] (''[[Animalia]]'')
| phylum = [[Liðdýr]] (''[[Arthropoda]]'')
| classis = [[Skordýr]] (''[[Insecta]]'')
| ordo = [[Æðvængjur]] (''[[Hymenoptera]]'')
| subordo = [[Broddvespur]] (''[[Apocrita]]'')
| superfamilia = ''[[Apoidea]]''
| familia = ''[[Apidae]]''
| subfamilia = ''[[Apinae]]''
| tribus = ''[[Apini]]''
| genus = ''[[Apis]]''
| species = '''''Alibýfluga'''''
| binomial = ''Apis mellifera''
| binomial_authority = [[Carolus Linnaeus|Linnaeus]], 1758
| synonyms =
*''Apis mellifica'' <small>Linnaeus, 1761</small>
*''Apis gregaria'' <small>Geoffroy, 1762</small>
*''Apis cerifera'' <small>Scopoli, 1770</small>
*''Apis daurica'' <small>Fischer von Waldheim, 1843</small>
*''Apis mellifica germanica'' <small>Pollmann, 1879</small>
*''Apis mellifica nigrita'' <small>Lucas, 1882</small>
*''Apis mellifica mellifica lehzeni'' <small>Buttel-Reepen, 1906 (Unav.)</small>
*''Apis mellifica mellifica silvarum'' <small>Goetze, 1964 (Unav.)</small>
| subdivision_ranks = [[Undirtegund]]ir
| subdivision =
'''[[Evrópa|Norðvestur Evrópa]]'''
* [[Apis mellifera iberica|''A. m. iberica'']]
* [[Apis mellifera intermissa|''A. m. intermissa'']]
* [[Apis mellifera mellifera|''A. m. mellifera'']]
* [[Apis mellifera sahariensis|''A. m. sahariensis'']]
'''[[Evrópa|Suðvestur Evrópa]]'''
* [[Apis mellifera carnica|''A. m. carnica'']]
* [[Apis mellifera cecropia|''A. m. cecropia'']]
* [[Apis mellifera ligustica|''A. m. ligustica'']]
* [[Apis mellifera macedonica|''A. m. macedonica'']]
* [[Apis mellifera ruttneri|''A.m. ruttneri'']]
* [[Apis mellifera sicula|''A. m. sicula'']]
'''[[Miðausturlönd]]'''
* [[Apis mellifera adamii|''A. m. adamii'']]
* [[Apis mellifera anatoliaca|''A. m. anatoliaca'']]
* [[Apis mellifera armeniaca|''A. m. armeniaca'']]
* [[Apis mellifera caucasica|''A. m. caucasica'']]
* [[Apis mellifera cypria|''A. m. cypria'']]
* [[Apis mellifera meda|''A. m. meda'']]
'''[[Afríka]]'''
* [[Apis mellifera adansonii|''A. m. adansonii'']]
* [[Apis mellifera capensis|''A. m. capensis'']]
* [[Apis mellifera intermissa|''A. m. intermissa'']]
* [[Apis mellifera lamarckii|''A. m. lamarckii'']]
* [[Apis mellifera litorea|''A. m. litorea'']]
* [[Apis mellifera major|''A. m. major'']]
* [[Apis mellifera monticola|''A. m. monticola'']]
* [[Apis mellifera sahariensis|''A. m. sahariensis'']]
* [[Apis mellifera scutellata|''A. m. scutellata'']]
* [[Apis mellifera unicolor|''A. m. unicolor'']]
* [[Apis mellifera jemenitica|''A. m. jemenitica'']]
'''[[Asía]]'''
* [[Apis mellifera pomonella|''A. m. pomonella'']]
}}
'''Alibýfluga''' ([[fræðiheiti]]: ''Apis mellifera'') er önnur tveggja tegunda hunangsbýa sem ræktuð er að ráði. Hin er Austurasískt bý ([[Apis cerana]]). Alibýflugan skiftist í allnokkrar undirtegundir (sjá hér að ofan), en nú er stór hluti býræktenda með svonefndan [[Apis mellifera cv. Buckfast|Buckfast stofn]], en hann er upphafnlega blendingur af [[Apis mellifera mellifera|''A. m. mellifera'']] og [[Apis mellifera ligustica|''A. m. ligustica'']], síðar einnig blandaður við fjölda annarra undirtegunda. Það er einmitt sá stofn sem er ræktaður hérlendis. Víða um heim herjar margs konar plágur á alibýflugur (t.d. [[Nosema apis|Nosema]] og [[Varroa]]) en enn sem komið er finnast þær verstu ekki hérlendis. Þess vegna er mikið lagt upp úr ströngu eftirliti með innflutningi og eingöngu frá sjúkdómafríum svæðum.
[[Mynd:EU Apis Mellifera L Map.svg|thumb|vinstri|Upprunaleg útbreiðsla undirtegundanna í Evrópu og Austurlöndum nær (eftir síðustu ísöld).]]
== Aðrar tegundir ==
Auk ''Apis mellifera,'' eru 6 aðrar tegundir í ættkvíslinni ''Apis''. Þær eru ''[[Apis andreniformis]], [[Apis florea]], [[Apis dorsata]], [[Apis cerana]], [[Apis koschevnikovi]], og [[Apis nigrocincta]].''<ref>Winston, Mark L. The biology of the honey bee. Harvard University Press, 1991.</ref> Þessar tegundir, fyrir utan ''Apis mellifera,'' eiga uppruna sinn í Suður og Suðaustur Asíu. Aðeins ''Apis mellifera'' er talin eiga uppruna sinn í Evrópu, Asíu og Afríku.<ref>Deborah R. Smith, Lynn Villafuerte, Gard Otisc & Michael R. Palmer (2000). "Biogeography of ''Apis cerana'' F. and ''A. nigrocincta'' Smith: insights from mtDNA studies" (PDF). ''Apidologie'' '''31''' (2): 265–279.doi:10.1051/apido:2000121. Archived from the original (PDF) on February 29, 2012.</ref>
== Lífsferill ==
=== Lífsferill búsins ===
Þegar nýjar drottningar eru við að koma úr púpu, þá tekur gamla drottningin tvo þriðju hluta af vinnuflugum búsins til að stofna nýtt. Nefnist hópurinn svermur og reynir hann að finna heppilegan stað til að hafa nýtt bú á (oft holan trjábol, eða tóman kassa). Gerist þetta vanalega á vorin eða snemmsumars þegar nóg er af blómum með blómasafa og frjói.
[[Mynd:A_swarm_of_Apis_mellifera_-_20051109.jpg|alt=Swarm of honey bees on a wooden fence rail|vinstri|thumb|Býsvermur. Býflugur eru ekki árásargjarnar á meðan þær sverma, því þær hafa ekkert bú eða birgðir til að verja.]]
Á meðan eru ungu drottningarnar að skríða úr púpu og berjast þær um yfirráð á gamla búinu þar til einungis ein stendur eftir lifandi. Á meðan hún er ófrjóvguð getur hún verpt, en afkvæmin verða þá aðeins druntar (karlar). Hún fer í nokkur mökunarflug þegar hún hefur náð yfirráðum og makast í hvert skifti við 1 til 17 drunta.<ref>{{cite journal|last1=Page|first1=Robert E.|date=1980|title=The Evolution of Multiple Mating Behavior by Honey Bee Queens (Apis mellifera L.)|url=https://archive.org/details/sim_genetics_1980-09_96_1/page/253|journal=Genetics|volume=96|issue=1|pages=253–273|doi=10.1093/genetics/96.1.263|pmc=1214294|pmid=7203010}}</ref> Þegar mökunarflugin eru afstaðin, sem er vanalega innan tveggja vikna eftir að hún braust úr púpu, þá heldur hún sig í búinu til að verpa.
Yfir sumarið getur fjöldi býa í heilbrigðu búi orðið á milli 40.000 til 80.000.Þær safna vetrarforða sem samanstendur af blómasafa og frjói. Á meðan kalt er eru flugurnar daufar og hreyfa sig lítið nema til að halda hita í búinu (yfir 20–22 °C).
=== Lífsferill einstaklinga ===
Eins og aðrar flugutegundir, þá skiftist líf alibýflugna í fjóra hluta; egg, lirfa, púpa og fullorðin fluga. Að auki skiftist líf fullorðinna vinnuflugna í tímabil. Drottningin verpir einu eggi í klakhólf í vaxkökunni. Eggið klekst út í augnlausa og fótalausa lirfu sem er fóðruð af fósturflugu (vinnuflugu sem sér um innviði búsins). Eftir um viku er lirfan lokuð af í klakhólfinu af fósturflugunni og lirfan byrjar að púpa sig. Eftir aðra viku brýst hún út úr púpunni sem fullorðin fluga. Algangt er að vaxkakan sé með afmarkaða hluta með klakhólfum og aðrir séu með frjó og/eða hunangsbirgðir.
Fyrstu 10 dagar vinnuflugna fara í að sjá um að hreinsa búið og fóðra lirfurnar. Þar á eftir myndar mynda þær vax í vaxkökuna. Á 16da til 20ta degi sjá þær um að ganga frá blómasafa og frjói frá eldri flugum. Eftir 20ta dag sjá þær um að leita að og sækja blómasafa og frjó til æviloka.
== Afurðir ==
=== Hunang ===
Hunang er aðalafurð býflugnabúa. Gera þær það með því að safna blómasafa og hunangsdögg (frá blaðlúsum) og bæta við ensýmum og þurrka (úr um 80% niður í 18% vatnsinnihald). Eftir stendur sætt sýróp<ref name="NHB carbs">National Honey Board. [http://www.honey.com/images/downloads/carb.pdf "Carbohydrates and the Sweetness of Honey"] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20110701123525/http://www.honey.com/images/downloads/carb.pdf|date=1 July 2011}}. Last accessed 1 June 2012.</ref> sem er með sérstakt bragð (fer eftir uppruna) og geymist jafnvel í árþúsund.<ref name="crane book">{{cite book|title=The World History of Beekeeping and Honey Hunting|last1=Crane|first1=Ethel Eva|date=1999|publisher=Routledge|isbn=9781136746703}}</ref> Býflugur hafa jafnvel notað sælgæti sem hluta af hunangsleginum.<ref>{{Cite web|url=https://futurism.com/day-honey-tuned-blue|title=The Day the Honey Turned Blue|website=Futurism|access-date=2022-08-23}}</ref> Hunangið er forði sem búið notar til að lifa af skorttímabil eins og t.d. vetur.
Þarf safa úr um 1000 blómum til að fylla hunangsmagann, eða um 40 mg.
=== Vax ===
Fullorðnir drónar mynda ("svitna") bývax í kirtlum á kvið, og nota það til að mynda veggi og lok á vaxkökurnar.<ref name="Sanford">{{cite journal|last1=Sanford|first1=M.T.|last2=Dietz|first2=A.|year=1976|title=The fine structure of the wax gland of the honey bee (Apis mellifera L.).|url=https://hal.archives-ouvertes.fr/hal-00890403/file/hal-00890403.pdf|journal=Apidologie|volume=7|issue=3|pages=197–207|doi=10.1051/apido:19760301|doi-access=free}}</ref> Þegar hunangið er tekið er hægt að taka vaxið í leiðinni og nýta í kerti og innsigli auk annars.
=== Frjóbrauð ===
Vinnuflugurnar safna frjóum í svokallaða frjókörfu (gróp úr hárum á legg flugnanna). Þær afhenda svo öðrum yngri vinnuflugum frjóið og þær aftur blanda ensýmum og hunangi saman við og gera kúlur eða korn úr frjóinu.<ref>{{Cite book|title=The Pollen Book|last=Bogdanov|first=Stefan|publisher=Bee Product Science|year=2017|volume=2|pages=1–31|chapter=Chapter 2:Pollen: Nutrition, Functional Properties, Health|access-date=2022-04-04|orig-year=2011|chapter-url=http://www.bee-hexagon.net/pollen/|archive-url=https://web.archive.org/web/20190719064141/http://www.bee-hexagon.net/pollen/|archive-date=2019-07-19|url-status=live}}</ref> Því er svo safnað í sérstök hólf.
Frjóið er aðal próteingjafi flugnanna.<ref name="SammataroAvitabile1998">{{cite book|url=https://books.google.com/books?id=ZLLB2fh55aQC|title=The Beekeeper's Handbook|last1=Sammataro|first1=Diana|last2=Avitabile|first2=Alphonse|publisher=Cornell University Press|year=1998|isbn=978-0-8014-8503-9|page=60|access-date=2018-04-03|archive-url=https://web.archive.org/web/20200625211012/https://books.google.com/books?id=ZLLB2fh55aQC|archive-date=2020-06-25|url-status=live}}</ref>
=== Býþéttir ===
Býþéttir (propolis) er harpixkennd blanda sem flugurnar nota til að þétta búið.<ref>{{cite journal|last1=Simone-Finstrom|first1=Michael|last2=Spivak|first2=Marla|date=May–June 2010|title=Propolis and bee health: The natural history and significance of resin use by honey bees|journal=Apidologie|volume=41|issue=3|pages=295–311|doi=10.1051/apido/2010016|doi-access=free}}</ref> Til að gera hann safna þær kvoðu af brumum og könglum og öðrum jurtauppruna. Það er notað í náttúrulækningum, talið hjálpa gegn kvefi og flensu<ref>{{cite web|url=https://www.nlm.nih.gov/medlineplus/druginfo/natural/390.html|title=Propolis:MedlinePlus Supplements|date=January 19, 2012|publisher=U.S. National Library of Medicine}}</ref> (óstaðfest). Einnig hefur það verið notað í meðhöndlun á viði, t.d. fiðlur.<ref>{{cite journal|author=Gambichler T|author2=Boms S|author3=Freitag M|date=April 2004|title=Contact dermatitis and other skin conditions in instrumental musicians|journal=BMC Dermatol.|volume=4|pages=3|doi=10.1186/1471-5945-4-3|pmc=416484|pmid=15090069}}</ref> Býþétirinn getur valdið vandræðum í hunangsframleiðslu, því stundum eru rammarnir límdir saman eða einingarnar. Það veldur einnig aukinni vinnu við að þrífa búin. Misjafnt er milli afbrigða hversu mikið flugurnar safna af þétti: [[Apis mellifera mellifera|brúnar]] safna miklu, en [[Buckfastbý|Buckfast]] safna litlu sem engu.
=== Royal jelly ===
Royal jelly myndað í kirtlum í höfði vinnubýa og gefið öllum býlirfum, hvort sem þær eiga eftir að verða druntar, vinnuflugur eða drottningar. Verðandi druntar og vinnuflugur fá það hinsvegar einungis í þrjá daga, en drottningarlirfurnar fá það allt lirfustigið.<ref>{{cite journal|last1=Jung-Hoffmann|first1=L|year=1966|title=Die Determination von Königin und Arbeiterin der Honigbiene|journal=Z Bienenforsch|volume=8|pages=296–322}}</ref> Það hefur verið selt sem undralyf, en engar staðfestar heimildir eru um virkni<ref>{{cite journal|date=2011|title=Scientific Opinion|journal=EFSA Journal|volume=9|issue=4|pages=2083|doi=10.2903/j.efsa.2011.2083|doi-access=free}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.fda.gov/NewsEvents/Newsroom/PressAnnouncements/ucm207416.htm|title=Federal Government Seizes Dozens of Misbranded Drug Products: FDA warned company about making medical claims for bee-derived products|date=Apr 5, 2010|publisher=[[Food and Drug Administration]]}}</ref> aðrar en að valda frjókornaofnæmi.<ref>{{cite journal|last1=Leung|first1=R|last2=Ho|first2=A|last3=Chan|first3=J|last4=Choy|first4=D|last5=Lai|first5=CK|date=March 1997|title=Royal jelly consumption and hypersensitivity in the community|url=https://archive.org/details/sim_clinical-and-experimental-allergy_1997-03_27_3/page/333|journal=Clin. Exp. Allergy|volume=27|issue=3|pages=333–6|doi=10.1111/j.1365-2222.1997.tb00712.x|pmid=9088660|s2cid=19626487}}</ref>
== Sjúkdómar ==
=== Varroa ===
''[[Varroa destructor]]'' og ''[[Varroa jacobsoni|V. jacobsoni]]''
=== Loftsekkjamítill ===
''[[Loftsekkjamítill|Acarapis woodi]]''
=== Kalkbroddur ===
''[[Ascosphaera apis]]''
=== Steinbroddur ===
''[[Aspergillus fumigatus]]'', ''[[Aspergillus flavus|A. flavus]]'', og ''[[Aspergillus niger|A. niger]]''.
=== Nosema ===
''[[Nosema apis]]''
=== ''Aethina tumida'' ===
''[[Aethina tumida]]''
=== ''Galleria mellonella'' ===
''[[Galleria mellonella]]''
=== American foulbrood ===
''[[Paenibacillus larvae]]''
=== European foulbrood ===
''[[Melissococcus plutonius]]''
== Plöntur fyrir býflugur ==
Gildin fyrir blómasafann og frjókornin eru frá 1 (lélegt) til 3 (gott).<ref name=":0" /><ref name=":1" /><ref>{{Cite web|url=https://biplanter.dk/plants/list|title=Plantdb|website=biplanter.dk|access-date=2022-07-22}}</ref> Ekkert gildi þýðir að upplýsingar vantar eða að að magn sé of lítið til að nýtast.<ref name=":0">http://www.biavl.dk/images/2011/stories/pdf/biplantekalender202007.pdf{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} [https://biplanter.dk/plants/list Uppfærður hlekkur]</ref><ref>{{Cite web|url=https://alltombiodling.se/bivaxter/|title=Biväxter – ALLT OM BIODLING|language=sv-SE|access-date=2022-07-22}}</ref> Einnig hvort tegundin sé heppileg fyrir bý/humlur með langa/stutta tungu.
==== Hentugar plöntur á Íslandi ====
{| class="wikitable sortable collapsible collapsed"
|-
! Mynd !!Íslenskt nafn!!Vísindanafn !! Nektar !! Frjó
!Stutt
tunga<ref name=":2">{{Cite web|url=https://webbutiken.jordbruksverket.se/sv/artiklar/jo226.html|title=Blommor för bin|website=webbutiken.jordbruksverket.se|access-date=2022-07-23}}</ref>
!Löng
tunga<ref name=":2" />
! Tími
|-
| [[Image:Crocus_vernus_1.jpg|120px]]||Krókus|| ''[[Crocus]]'' || 1 || 3
|1
| ||Apríl, maí
|-
| [[Image:Blausternchen_2.jpg|120px]]||Síberíulilja|| ''[[Scilla sibirica]]'' || 2 || 1
|
| ||Maí til júní
|-
| [[Image:Allium_ursinum0.jpg|120px]]||Bjarnarlaukur|| ''[[Allium ursinum]]'' || 3 || 1
|1
|1||Júní
|-
| [[Image:Allium_schoenoprasum_in_NH_01.jpg|120px]]||Graslaukur|| ''[[Allium schoenoprasum]]'' || 3 || 1
|1
|1||Júní
|-
| [[Image:Glory of the Snow.JPG|120px]]||Snæstjarna|| ''[[Chionodoxa]]'' || 2 || 1
|1
|1||Maí
|-
| [[Image:Prolećno_cveće_3.JPG|120px]]||Lykill|| ''[[Primula]]'' || || 1
|1
|1||Apríl, maí, júní, júlí. Eftir tegundum
|-
| [[Image:Strom1.jpg|120px]]||Heggur|| ''[[Prunus padus]]'' || 3 || 3
|
| ||Júní
|-
| [[Image:Sorbus and stone (Kivach Nature Reserve).JPG|120px]]||Reynir|| ''[[Sorbus aucuparia]]'' || 2 || 3
|
| ||Júní
|-
| [[Image:Rubus idaeus Oulu, Finland 09.06.2013.jpg|120px]]||Hindber|| ''[[Rubus idaeus]]'' || 3 || 3
|
| || júní, júlí
|-
| [[Image:Zilverschoon plant Potentilla anserina.jpg|120px]]||Tágamura|| ''[[Potentilla anserina]]'' || 1 || 2
|1
| ||Júní
|-
| [[Image:Reinroser.JPG|120px]]||Holtasóley|| ''[[Dryas octopetala]]'' || ||
|
| ||Maí, júní
|-
| [[Image:Potentilla_atrosanguinea.jpg|120px]]||Blendingsmura|| ''[[Potentilla x hybrida]]'' || 1 || 2
|1
| ||Júlí, ágúst
|-
| [[Image:Fragaria_vesca_LC0389.jpg|120px]]||Villijarðarber|| ''[[Fragaria vesca]]'' || 2 || 2
|1
|1||Júlí
|-
| [[Image:Geum_rivale_flowers.jpg|120px]]||Fjalldalafífill|| ''[[Geum rivale]]'' || 2 || 2
|2
|2||Júní, júlí
|-
| [[Image:Moeraspirea plant Filipendula ulmaria.jpg|120px]]||Mjaðurt|| ''[[Filipendula ulmaria]]'' || || 3<ref name=":1" />
|1
|1||Júní, júlí
|-
| [[Image:Jalokiurunkannus_Corydalis_nobilis_VI08_C_H4791.jpg|120px]]||Lævirkjaspori|| ''[[Corydalis nobilis]]'' || ||
|
| ||Júní
|-
| [[Image:Bayrischer Wald 9928.JPG|120px]]||Hófsóley|| ''[[Caltha palustris]]'' || 2 || 3<ref name=":1" />
|1
|1||Júní
|-
| [[Image:Pulsatilla_vulgaris-700px.jpg|120px]]||Geitabjalla|| ''[[Pulsatilla vulgaris]]'' || 2 || 2
|
| ||Maí, júní
|-
| [[Image:Anemone_nemorosa_001.JPG|120px]]||Skógarsóley|| ''[[Anemone nemorosa]]'' || || 3
|1
|1||Júní
|-
| [[Image:Aconogonon alaskanum (7833495202).jpg|120px]]||Snæsúra|| ''[[Aconogonon alaskanum]]'' || ||
|1
|2||Júní, júlí. Svipuð slöngusúru
|-
| [[Image:PolygonumBistortaBulgaria1.jpg|120px]]||Slöngusúra|| ''[[Bistorta officinalis]]'' || ||
|
| ||Júní, júlí
|-
| [[Image:Diverse fotografier fra Totenåsen og Mjøslandet 34.jpg|120px]]||Rabbabari|| ''[[Rheum officinalis]]'' || || 1
|
| ||Júní, júlí
|-
| [[Image:Anthyllis-vulneraria.JPG|120px]]||Gullkollur|| ''[[Anthyllis vulneraria]]'' || 1 || 2<ref name=":1" />
|
| ||Júní, júlí
|-
| [[Image:Lotus_corniculatus10.JPG|120px]]||Maríuskór|| ''[[Lotus corniculatus]]'' || 3 || 1<ref name=":1" />
|3
|3||Júní
|-
| [[Image:Trifolium repens 001.JPG|120px]]||Hvítsmári|| ''[[Trifolium repens]]'' || 3 || 3
|3
|3||Júní, júlí
|-
| [[Image:Hedysarum alpinum.png|120px]]||Lykkjur|| ''[[Hedysarum]]'' || 3 || 2<ref name=":1" />
|
| ||Júní, júlí
|-
| [[Image:Trifolium pratense Oulu, Finland 10.06.2013.jpg|120px]]||Rauðsmári|| ''[[Trifolium pratense]]'' || 3 || 3
|2
|3||Júlí, ágúst
|-
| [[Image:Trifolium medium 1.jpg|120px]]||Skógarsmári|| ''[[Trifolium medium]]'' || 3|| 3
|
| ||Ágúst, september
|-
| [[Image:Maitohorsma_(Epilobium_angustifolium).JPG|120px]]||Sigurskúfur|| ''[[Epilobium angustifolium]]'' || 3 || 1
|
| ||Júlí
|-
| [[Image:Chamerion_latifolium_upernavik_2007-08-06_4.jpg|120px]]||Eyrarrós|| ''[[Epilobium latifolium]]'' || 3 || 1
|
| ||Júní
|-
| [[Image:Sedum villosum Moor-Mauerpfeffer.JPG|120px]]||Hnoðrar|| ''[[Sedum]]'' || 2 || 2
|
| ||Júní til september (eftir tegundum)
|-
| [[Image:Claytonia_sibirica_Eglinton.JPG|120px]]||Síberíublaðka|| ''[[Montia siberica]]'' || 3 || 2
|
| ||Maí, júní
|-
| [[Image:Cerastium_alpinum_ssp_lanatum_1.JPG|120px]]||Músareyra|| ''[[Cerastium alpinum]]'' || 1|| 1
|
| ||Maí, júní
|-
| [[Image:Mertensia ciliata 002.JPG|120px]]||Bláliljur|| ''[[Mertensia]]'' || ||
|
| ||Júní júlí
|-
| [[Image:Pulmonaria saccharata (3497086606).jpg|120px]]||Lyfjajurt|| ''[[Pulmonaria]]'' || 2 || 2
|2
|3|| Maí, júní
|-
| [[Image:Phacelia.jpg|120px]]||Hunangsjurt|| ''[[Phacelia tanacetifolia]]'' || 3 || 3
|2
|1||Júlí
|-
| [[Image:Dead Nettle (Lamium album) - geograph.org.uk - 403952.jpg|120px]] || [[Ljósatvítönn]]||''[[Lamium album]]'' || 3 || 2
|2
|3||Júní - Júlí
|-
| [[Image:Geranium_sylvaticum_(1).JPG|120px]]||Blágresi|| ''[[Geranium sylvaticum]]'' || 2<ref name=":1">Anna Maurizio & Ina Grafl. 1969. ''Das Trachtpflanzenbuch''. Ehrenwirth Verlag, München. </ref>|| 2
|2
|2||Júní
|-
| [[Image:Tuftedsaxifrage-1.jpg|120px]]||Þúfusteinbrjótur|| ''[[Saxifraga cespitosa]]'' || ||
|
| ||Maí, júní
|-
| [[Image:Rhodiola_rosea_a3.jpg|120px]]||Burnirót|| ''[[Rhodiola rosea]]'' || 2 || 2
|
| ||Júní
|-
| [[Image:Draba norvegica IMG 3693 bergrublom longyeardalen.JPG|120px]]||Vorblóm|| ''[[Draba]]'' || ||
|
| ||Maí, júní
|-
| [[Image:Aurinia saxatilis sl6.jpg|120px]]||Nálablóm|| ''[[Alyssum]]'' || 3 || 1
|
| ||Júní, júlí
|-
| [[Image:Brassica napus 002.JPG|120px]]||Repja|| ''[[Brassica napus]]'' || 3 || 3
|
| ||Júní, júlí
|-
| [[Image:Puna-ailakki Silene dioica DSC03011 C.JPG|120px]]||Dagstjarna|| ''[[Silene dioica]]'' || 1|| 1
|1
|2||Júní til september
|-
| [[Image:Viola tricolor maritima kz3.jpg|120px]]||Þrenningarfjóla|| ''[[Viola tricolor]]'' || 1 || 1
|
| ||Maí, júní
|-
| [[Image:Blackcurrant 1.jpg|120px]]||Sólber|| ''[[Ribes nigrum]]'' || 3 || 2
|
| ||Maí, júní
|-
| [[Image:Ribes rubrum 1.jpg|120px]]||Rifs|| ''[[Ribes rubrum]]'' || 3 || 2
|
| ||Maí, júní
|-
| [[Image:Gewöhnlicher Löwenzahn Taraxacum officinale agg. big.jpg|120px]]||Túnfífill|| ''[[Taraxacum]]'' || 3 || 3
|3
|3||Apríl til júní
|-
| [[Image:Hieracium aurantiacum Saarland 07.jpg|120px]]||Roðafífill|| ''[[Hieracium aurantiacum]]'' || 2|| 2
|1
|1<ref name=":2" />||Júlí, ágúst
|-
| [[Image:Achillea millefolium vallee-de-grace-amiens 80 22062007 1.jpg|120px]]||Vallhumall|| ''[[Achillea millefolium]]'' || 1 || 1<ref name=":1" />
|
| ||Júlí, ágúst
|-
| [[Image:Calluna vulgaris11.jpg|120px]]||Beitilyng|| ''[[Calluna vulgaris]]'' || 3 || 1
|
| ||Ágúst,september
|-
| [[Image:Baerentraube ML0002.jpg|120px]]||Sortulyng|| ''[[Arctostaphylos uva-ursi]]'' || ||
|
| ||Júní
|-
| [[Image:Vaccinium uliginosum upernavik 2007-07-02 1.jpg|120px]]||Bláberjalyng|| ''[[Vaccinium uliginosum]]'' || 2 || 2
|
| ||Maí, júní
|-
| [[Image:Salix glauca hg.jpg|120px]]||Víðir|| ''[[Salix]]'' || 3 || 3
|
| ||Maí, júní
|-
|}
==== Eitraðar plöntur ====
Nokkrar tegundir geta valdið eitrun í býflugum og ekki síst alibýflugum. Er það helst [[Lyngrós|lyngrósi]]<nowiki/>r ''(andromedotoxin'' eða ''acetylandromedol)'' og [[sóleyjar]] (''protoanemonin)'',<ref>{{Cite web|url=https://missapismellifera.com/2014/11/11/winter-studies-the-poison-honey/|title=Winter studies: The poison honey|last=Maund|first=Emma|date=2014-11-11|website=Mrs Apis Mellifera|language=en|access-date=2022-07-28}}</ref> en einnig [[Senecio jacobaea]] (''pyrrolizidine alkaloids)''.
== Tilvísanir ==
{{Reflist}}{{commonscat|Apis mellifera}}
{{Wikilífverur|Apis mellifera}}
[[Flokkur:Býflugur]]
bo6fgm3sa0sbnrhjpcfhuuf5feqvu7d
1765866
1765854
2022-08-23T21:49:00Z
Svarði2
42280
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| name = Alibýfluga
| image = Honeybee landing on milkthistle02.jpg
| image_width = 250px
| image_caption = Alibýfluga að nálgast blóm [[Maríuþistill|maríuþistils]] <!-- ég veðja bara á að þetta sé Silybum marianum -->
| regnum = [[Dýraríki]] (''[[Animalia]]'')
| phylum = [[Liðdýr]] (''[[Arthropoda]]'')
| classis = [[Skordýr]] (''[[Insecta]]'')
| ordo = [[Æðvængjur]] (''[[Hymenoptera]]'')
| subordo = [[Broddvespur]] (''[[Apocrita]]'')
| superfamilia = ''[[Apoidea]]''
| familia = ''[[Apidae]]''
| subfamilia = ''[[Apinae]]''
| tribus = ''[[Apini]]''
| genus = ''[[Apis]]''
| species = '''''Alibýfluga'''''
| binomial = ''Apis mellifera''
| binomial_authority = [[Carolus Linnaeus|Linnaeus]], 1758
| synonyms = *''Apis mellifica'' <small>Linnaeus, 1761</small>
*''Apis gregaria'' <small>Geoffroy, 1762</small>
*''Apis cerifera'' <small>Scopoli, 1770</small>
*''Apis daurica'' <small>Fischer von Waldheim, 1843</small>
*''Apis mellifica germanica'' <small>Pollmann, 1879</small>
*''Apis mellifica nigrita'' <small>Lucas, 1882</small>
*''Apis mellifica mellifica lehzeni'' <small>Buttel-Reepen, 1906 (Unav.)</small>
*''Apis mellifica mellifica silvarum'' <small>Goetze, 1964 (Unav.)</small>
| subdivision_ranks = [[Undirtegund]]ir
| subdivision = '''[[Evrópa|Norðvestur Evrópa]]'''
* [[Apis mellifera iberica|''A. m. iberica'']]
* [[Apis mellifera intermissa|''A. m. intermissa'']]
* [[Apis mellifera mellifera|''A. m. mellifera'']]
* [[Apis mellifera sahariensis|''A. m. sahariensis'']]
'''[[Evrópa|Suðvestur Evrópa]]'''
* [[Apis mellifera carnica|''A. m. carnica'']]
* [[Apis mellifera cecropia|''A. m. cecropia'']]
* [[Apis mellifera ligustica|''A. m. ligustica'']]
* [[Apis mellifera macedonica|''A. m. macedonica'']]
* [[Apis mellifera ruttneri|''A.m. ruttneri'']]
* [[Apis mellifera sicula|''A. m. sicula'']]
'''[[Miðausturlönd]]'''
* [[Apis mellifera adamii|''A. m. adamii'']]
* [[Apis mellifera anatoliaca|''A. m. anatoliaca'']]
* [[Apis mellifera armeniaca|''A. m. armeniaca'']]
* [[Apis mellifera caucasica|''A. m. caucasica'']]
* [[Apis mellifera cypria|''A. m. cypria'']]
* [[Apis mellifera meda|''A. m. meda'']]
* [[Apis mellifera syriaca|''A. m. syriaca'']]
'''[[Afríka]]'''
* [[Apis mellifera adansonii|''A. m. adansonii'']]
* [[Apis mellifera capensis|''A. m. capensis'']]
* [[Apis mellifera intermissa|''A. m. intermissa'']]
* [[Apis mellifera lamarckii|''A. m. lamarckii'']]
* [[Apis mellifera litorea|''A. m. litorea'']]
* [[Apis mellifera major|''A. m. major'']]
* [[Apis mellifera monticola|''A. m. monticola'']]
* [[Apis mellifera sahariensis|''A. m. sahariensis'']]
* [[Apis mellifera scutellata|''A. m. scutellata'']]
* [[Apis mellifera unicolor|''A. m. unicolor'']]
* [[Apis mellifera jemenitica|''A. m. jemenitica'']]
'''[[Asía]]'''
* [[Apis mellifera pomonella|''A. m. pomonella'']]
}}
'''Alibýfluga''' ([[fræðiheiti]]: ''Apis mellifera'') er önnur tveggja tegunda hunangsbýa sem ræktuð er að ráði. Hin er Austurasískt bý ([[Apis cerana]]). Alibýflugan skiftist í allnokkrar undirtegundir (sjá hér til hliðar), en nú er stór hluti býræktenda með svonefndan [[Apis mellifera cv. Buckfast|Buckfast stofn]], en hann er upphafnlega blendingur af [[Apis mellifera mellifera|''A. m. mellifera'']] og [[Apis mellifera ligustica|''A. m. ligustica'']], síðar einnig blandaður við fjölda annarra undirtegunda. Það er einmitt sá stofn sem er ræktaður hérlendis. Víða um heim herja margs konar plágur á alibýflugur (t.d. [[Nosema apis|Nosema]] og [[Varroa]]) en enn sem komið er finnast þær verstu ekki hérlendis. Þess vegna er mikið lagt upp úr ströngu eftirliti með innflutningi og eingöngu frá sjúkdómafríum svæðum.
[[Mynd:EU Apis Mellifera L Map.svg|thumb|vinstri|Upprunaleg útbreiðsla undirtegundanna í Evrópu og Austurlöndum nær (eftir síðustu ísöld).]]
== Aðrar tegundir ==
Auk ''Apis mellifera,'' eru 6 aðrar tegundir í ættkvíslinni ''Apis''. Þær eru ''[[Apis andreniformis]], [[Apis florea]], [[Apis dorsata]], [[Apis cerana]], [[Apis koschevnikovi]], og [[Apis nigrocincta]].''<ref>Winston, Mark L. The biology of the honey bee. Harvard University Press, 1991.</ref> Þessar tegundir, fyrir utan ''Apis mellifera,'' eiga uppruna sinn í Suður og Suðaustur Asíu. Aðeins ''Apis mellifera'' er talin eiga uppruna sinn í Evrópu, Asíu og Afríku.<ref>Deborah R. Smith, Lynn Villafuerte, Gard Otisc & Michael R. Palmer (2000). "Biogeography of ''Apis cerana'' F. and ''A. nigrocincta'' Smith: insights from mtDNA studies" (PDF). ''Apidologie'' '''31''' (2): 265–279.doi:10.1051/apido:2000121. Archived from the original (PDF) on February 29, 2012.</ref>
== Lífsferill ==
=== Lífsferill búsins ===
Þegar nýjar drottningar eru við að koma úr púpu, þá tekur gamla drottningin tvo þriðju hluta af vinnuflugum búsins til að stofna nýtt. Nefnist hópurinn svermur og reynir hann að finna heppilegan stað til að hafa nýtt bú á (oft holan trjábol, eða tóman kassa). Gerist þetta vanalega á vorin eða snemmsumars þegar nóg er af blómum með blómasafa og frjói.
[[Mynd:A_swarm_of_Apis_mellifera_-_20051109.jpg|alt=Swarm of honey bees on a wooden fence rail|vinstri|thumb|Býsvermur. Býflugur eru ekki árásargjarnar á meðan þær sverma, því þær hafa ekkert bú eða birgðir til að verja.]]
Á meðan eru ungu drottningarnar að skríða úr púpu og berjast þær um yfirráð á gamla búinu þar til einungis ein stendur eftir lifandi. Á meðan hún er ófrjóvguð getur hún verpt, en afkvæmin verða þá aðeins druntar (karlar). Hún fer í nokkur mökunarflug þegar hún hefur náð yfirráðum og makast í hvert skifti við 1 til 17 drunta.<ref>{{cite journal|last1=Page|first1=Robert E.|date=1980|title=The Evolution of Multiple Mating Behavior by Honey Bee Queens (Apis mellifera L.)|url=https://archive.org/details/sim_genetics_1980-09_96_1/page/253|journal=Genetics|volume=96|issue=1|pages=253–273|doi=10.1093/genetics/96.1.263|pmc=1214294|pmid=7203010}}</ref> Þegar mökunarflugin eru afstaðin, sem er vanalega innan tveggja vikna eftir að hún braust úr púpu, þá heldur hún sig í búinu til að verpa.
Yfir sumarið getur fjöldi býa í heilbrigðu búi orðið á milli 40.000 til 80.000.Þær safna vetrarforða sem samanstendur af blómasafa og frjói. Á meðan kalt er eru flugurnar daufar og hreyfa sig lítið nema til að halda hita í búinu (yfir 20–22 °C).
=== Lífsferill einstaklinga ===
Eins og aðrar flugutegundir, þá skiftist líf alibýflugna í fjóra hluta; egg, lirfa, púpa og fullorðin fluga. Að auki skiftist líf fullorðinna vinnuflugna í tímabil. Drottningin verpir einu eggi í klakhólf í vaxkökunni. Eggið klekst út í augnlausa og fótalausa lirfu sem er fóðruð af fósturflugu (vinnuflugu sem sér um innviði búsins). Eftir um viku er lirfan lokuð af í klakhólfinu af fósturflugunni og lirfan byrjar að púpa sig. Eftir aðra viku brýst hún út úr púpunni sem fullorðin fluga. Algangt er að vaxkakan sé með afmarkaða hluta með klakhólfum og aðrir séu með frjó og/eða hunangsbirgðir.
Fyrstu 10 dagar vinnuflugna fara í að sjá um að hreinsa búið og fóðra lirfurnar. Þar á eftir myndar mynda þær vax í vaxkökuna. Á 16da til 20ta degi sjá þær um að ganga frá blómasafa og frjói frá eldri flugum. Eftir 20ta dag sjá þær um að leita að og sækja blómasafa og frjó til æviloka.
== Afurðir ==
=== Hunang ===
Hunang er aðalafurð býflugnabúa. Gera þær það með því að safna blómasafa og hunangsdögg (frá blaðlúsum) og bæta við ensýmum og þurrka (úr um 80% niður í 18% vatnsinnihald). Eftir stendur sætt sýróp<ref name="NHB carbs">National Honey Board. [http://www.honey.com/images/downloads/carb.pdf "Carbohydrates and the Sweetness of Honey"] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20110701123525/http://www.honey.com/images/downloads/carb.pdf|date=1 July 2011}}. Last accessed 1 June 2012.</ref> sem er með sérstakt bragð (fer eftir uppruna) og geymist jafnvel í árþúsund.<ref name="crane book">{{cite book|title=The World History of Beekeeping and Honey Hunting|last1=Crane|first1=Ethel Eva|date=1999|publisher=Routledge|isbn=9781136746703}}</ref> Býflugur hafa jafnvel notað sælgæti sem hluta af hunangsleginum.<ref>{{Cite web|url=https://futurism.com/day-honey-tuned-blue|title=The Day the Honey Turned Blue|website=Futurism|access-date=2022-08-23}}</ref> Hunangið er forði sem búið notar til að lifa af skorttímabil eins og t.d. vetur.
Þarf safa úr um 1000 blómum til að fylla hunangsmagann, eða um 40 mg.
=== Vax ===
Fullorðnir drónar mynda ("svitna") bývax í kirtlum á kviði, og nota það til að mynda veggi og lok á vaxkökurnar.<ref name="Sanford">{{cite journal|last1=Sanford|first1=M.T.|last2=Dietz|first2=A.|year=1976|title=The fine structure of the wax gland of the honey bee (Apis mellifera L.).|url=https://hal.archives-ouvertes.fr/hal-00890403/file/hal-00890403.pdf|journal=Apidologie|volume=7|issue=3|pages=197–207|doi=10.1051/apido:19760301|doi-access=free}}</ref> Þegar hunangið er tekið er hægt að taka vaxið í leiðinni og nýta í kerti og innsigli auk annars.
=== Frjóbrauð ===
Vinnuflugurnar safna frjóum í svokallaða frjókörfu (gróp úr hárum á legg flugnanna). Þær afhenda svo öðrum yngri vinnuflugum frjóið og þær aftur blanda ensýmum og hunangi saman við og gera kúlur eða korn úr frjóinu.<ref>{{Cite book|title=The Pollen Book|last=Bogdanov|first=Stefan|publisher=Bee Product Science|year=2017|volume=2|pages=1–31|chapter=Chapter 2:Pollen: Nutrition, Functional Properties, Health|access-date=2022-04-04|orig-year=2011|chapter-url=http://www.bee-hexagon.net/pollen/|archive-url=https://web.archive.org/web/20190719064141/http://www.bee-hexagon.net/pollen/|archive-date=2019-07-19|url-status=live}}</ref> Því er svo safnað í sérstök hólf.
Frjóið er aðal próteingjafi flugnanna.<ref name="SammataroAvitabile1998">{{cite book|url=https://books.google.com/books?id=ZLLB2fh55aQC|title=The Beekeeper's Handbook|last1=Sammataro|first1=Diana|last2=Avitabile|first2=Alphonse|publisher=Cornell University Press|year=1998|isbn=978-0-8014-8503-9|page=60|access-date=2018-04-03|archive-url=https://web.archive.org/web/20200625211012/https://books.google.com/books?id=ZLLB2fh55aQC|archive-date=2020-06-25|url-status=live}}</ref>
=== Býþéttir ===
Býþéttir (propolis) er harpixkennd blanda sem flugurnar nota til að þétta búið.<ref>{{cite journal|last1=Simone-Finstrom|first1=Michael|last2=Spivak|first2=Marla|date=May–June 2010|title=Propolis and bee health: The natural history and significance of resin use by honey bees|journal=Apidologie|volume=41|issue=3|pages=295–311|doi=10.1051/apido/2010016|doi-access=free}}</ref> Til að gera hann safna þær kvoðu af brumum og könglum og öðrum jurtauppruna. Það er notað í náttúrulækningum, talið hjálpa gegn kvefi og flensu<ref>{{cite web|url=https://www.nlm.nih.gov/medlineplus/druginfo/natural/390.html|title=Propolis:MedlinePlus Supplements|date=January 19, 2012|publisher=U.S. National Library of Medicine}}</ref> (óstaðfest). Einnig hefur það verið notað í meðhöndlun á viði, t.d. fiðlur.<ref>{{cite journal|author=Gambichler T|author2=Boms S|author3=Freitag M|date=April 2004|title=Contact dermatitis and other skin conditions in instrumental musicians|journal=BMC Dermatol.|volume=4|pages=3|doi=10.1186/1471-5945-4-3|pmc=416484|pmid=15090069}}</ref> Býþétirinn getur valdið vandræðum í hunangsframleiðslu, því stundum eru rammarnir límdir saman eða einingarnar. Það veldur einnig aukinni vinnu við að þrífa búin. Misjafnt er milli afbrigða hversu mikið flugurnar safna af þétti: [[Apis mellifera mellifera|brúnar]] safna miklu, en [[Buckfastbý|Buckfast]] safna litlu sem engu.
=== Royal jelly ===
Royal jelly myndað í kirtlum í höfði vinnubýa og gefið öllum býlirfum, hvort sem þær eiga eftir að verða druntar, vinnuflugur eða drottningar. Verðandi druntar og vinnuflugur fá það hinsvegar einungis í þrjá daga, en drottningarlirfurnar fá það allt lirfustigið.<ref>{{cite journal|last1=Jung-Hoffmann|first1=L|year=1966|title=Die Determination von Königin und Arbeiterin der Honigbiene|journal=Z Bienenforsch|volume=8|pages=296–322}}</ref> Það hefur verið selt sem undralyf, en engar staðfestar heimildir eru um virkni<ref>{{cite journal|date=2011|title=Scientific Opinion|journal=EFSA Journal|volume=9|issue=4|pages=2083|doi=10.2903/j.efsa.2011.2083|doi-access=free}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.fda.gov/NewsEvents/Newsroom/PressAnnouncements/ucm207416.htm|title=Federal Government Seizes Dozens of Misbranded Drug Products: FDA warned company about making medical claims for bee-derived products|date=Apr 5, 2010|publisher=[[Food and Drug Administration]]}}</ref> aðrar en að valda frjókornaofnæmi.<ref>{{cite journal|last1=Leung|first1=R|last2=Ho|first2=A|last3=Chan|first3=J|last4=Choy|first4=D|last5=Lai|first5=CK|date=March 1997|title=Royal jelly consumption and hypersensitivity in the community|url=https://archive.org/details/sim_clinical-and-experimental-allergy_1997-03_27_3/page/333|journal=Clin. Exp. Allergy|volume=27|issue=3|pages=333–6|doi=10.1111/j.1365-2222.1997.tb00712.x|pmid=9088660|s2cid=19626487}}</ref>
== Sjúkdómar ==
=== Varroa ===
''[[Varroa destructor]]'' og ''[[Varroa jacobsoni|V. jacobsoni]]''
=== Loftsekkjamítill ===
''[[Loftsekkjamítill|Acarapis woodi]]''
=== Kalkbroddur ===
''[[Ascosphaera apis]]''
=== Steinbroddur ===
''[[Aspergillus fumigatus]]'', ''[[Aspergillus flavus|A. flavus]]'', og ''[[Aspergillus niger|A. niger]]''.
=== Nosema ===
''[[Nosema apis]]''
=== ''Aethina tumida'' ===
''[[Aethina tumida]]''
=== ''Galleria mellonella'' ===
''[[Galleria mellonella]]''
=== American foulbrood ===
''[[Paenibacillus larvae]]''
=== European foulbrood ===
''[[Melissococcus plutonius]]''
== Plöntur fyrir býflugur ==
Gildin fyrir blómasafann og frjókornin eru frá 1 (lélegt) til 3 (gott).<ref name=":0" /><ref name=":1" /><ref>{{Cite web|url=https://biplanter.dk/plants/list|title=Plantdb|website=biplanter.dk|access-date=2022-07-22}}</ref> Ekkert gildi þýðir að upplýsingar vantar eða að að magn sé of lítið til að nýtast.<ref name=":0">http://www.biavl.dk/images/2011/stories/pdf/biplantekalender202007.pdf{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} [https://biplanter.dk/plants/list Uppfærður hlekkur]</ref><ref>{{Cite web|url=https://alltombiodling.se/bivaxter/|title=Biväxter – ALLT OM BIODLING|language=sv-SE|access-date=2022-07-22}}</ref> Einnig hvort tegundin sé heppileg fyrir bý/humlur með langa/stutta tungu.
==== Hentugar plöntur á Íslandi ====
{| class="wikitable sortable collapsible collapsed"
|-
! Mynd !!Íslenskt nafn!!Vísindanafn !! Nektar !! Frjó
!Stutt
tunga<ref name=":2">{{Cite web|url=https://webbutiken.jordbruksverket.se/sv/artiklar/jo226.html|title=Blommor för bin|website=webbutiken.jordbruksverket.se|access-date=2022-07-23}}</ref>
!Löng
tunga<ref name=":2" />
! Tími
|-
| [[Image:Crocus_vernus_1.jpg|120px]]||Krókus|| ''[[Crocus]]'' || 1 || 3
|1
| ||Apríl, maí
|-
| [[Image:Blausternchen_2.jpg|120px]]||Síberíulilja|| ''[[Scilla sibirica]]'' || 2 || 1
|
| ||Maí til júní
|-
| [[Image:Allium_ursinum0.jpg|120px]]||Bjarnarlaukur|| ''[[Allium ursinum]]'' || 3 || 1
|1
|1||Júní
|-
| [[Image:Allium_schoenoprasum_in_NH_01.jpg|120px]]||Graslaukur|| ''[[Allium schoenoprasum]]'' || 3 || 1
|1
|1||Júní
|-
| [[Image:Glory of the Snow.JPG|120px]]||Snæstjarna|| ''[[Chionodoxa]]'' || 2 || 1
|1
|1||Maí
|-
| [[Image:Prolećno_cveće_3.JPG|120px]]||Lykill|| ''[[Primula]]'' || || 1
|1
|1||Apríl, maí, júní, júlí. Eftir tegundum
|-
| [[Image:Strom1.jpg|120px]]||Heggur|| ''[[Prunus padus]]'' || 3 || 3
|
| ||Júní
|-
| [[Image:Sorbus and stone (Kivach Nature Reserve).JPG|120px]]||Reynir|| ''[[Sorbus aucuparia]]'' || 2 || 3
|
| ||Júní
|-
| [[Image:Rubus idaeus Oulu, Finland 09.06.2013.jpg|120px]]||Hindber|| ''[[Rubus idaeus]]'' || 3 || 3
|
| || júní, júlí
|-
| [[Image:Zilverschoon plant Potentilla anserina.jpg|120px]]||Tágamura|| ''[[Potentilla anserina]]'' || 1 || 2
|1
| ||Júní
|-
| [[Image:Reinroser.JPG|120px]]||Holtasóley|| ''[[Dryas octopetala]]'' || ||
|
| ||Maí, júní
|-
| [[Image:Potentilla_atrosanguinea.jpg|120px]]||Blendingsmura|| ''[[Potentilla x hybrida]]'' || 1 || 2
|1
| ||Júlí, ágúst
|-
| [[Image:Fragaria_vesca_LC0389.jpg|120px]]||Villijarðarber|| ''[[Fragaria vesca]]'' || 2 || 2
|1
|1||Júlí
|-
| [[Image:Geum_rivale_flowers.jpg|120px]]||Fjalldalafífill|| ''[[Geum rivale]]'' || 2 || 2
|2
|2||Júní, júlí
|-
| [[Image:Moeraspirea plant Filipendula ulmaria.jpg|120px]]||Mjaðurt|| ''[[Filipendula ulmaria]]'' || || 3<ref name=":1" />
|1
|1||Júní, júlí
|-
| [[Image:Jalokiurunkannus_Corydalis_nobilis_VI08_C_H4791.jpg|120px]]||Lævirkjaspori|| ''[[Corydalis nobilis]]'' || ||
|
| ||Júní
|-
| [[Image:Bayrischer Wald 9928.JPG|120px]]||Hófsóley|| ''[[Caltha palustris]]'' || 2 || 3<ref name=":1" />
|1
|1||Júní
|-
| [[Image:Pulsatilla_vulgaris-700px.jpg|120px]]||Geitabjalla|| ''[[Pulsatilla vulgaris]]'' || 2 || 2
|
| ||Maí, júní
|-
| [[Image:Anemone_nemorosa_001.JPG|120px]]||Skógarsóley|| ''[[Anemone nemorosa]]'' || || 3
|1
|1||Júní
|-
| [[Image:Aconogonon alaskanum (7833495202).jpg|120px]]||Snæsúra|| ''[[Aconogonon alaskanum]]'' || ||
|1
|2||Júní, júlí. Svipuð slöngusúru
|-
| [[Image:PolygonumBistortaBulgaria1.jpg|120px]]||Slöngusúra|| ''[[Bistorta officinalis]]'' || ||
|
| ||Júní, júlí
|-
| [[Image:Diverse fotografier fra Totenåsen og Mjøslandet 34.jpg|120px]]||Rabbabari|| ''[[Rheum officinalis]]'' || || 1
|
| ||Júní, júlí
|-
| [[Image:Anthyllis-vulneraria.JPG|120px]]||Gullkollur|| ''[[Anthyllis vulneraria]]'' || 1 || 2<ref name=":1" />
|
| ||Júní, júlí
|-
| [[Image:Lotus_corniculatus10.JPG|120px]]||Maríuskór|| ''[[Lotus corniculatus]]'' || 3 || 1<ref name=":1" />
|3
|3||Júní
|-
| [[Image:Trifolium repens 001.JPG|120px]]||Hvítsmári|| ''[[Trifolium repens]]'' || 3 || 3
|3
|3||Júní, júlí
|-
| [[Image:Hedysarum alpinum.png|120px]]||Lykkjur|| ''[[Hedysarum]]'' || 3 || 2<ref name=":1" />
|
| ||Júní, júlí
|-
| [[Image:Trifolium pratense Oulu, Finland 10.06.2013.jpg|120px]]||Rauðsmári|| ''[[Trifolium pratense]]'' || 3 || 3
|2
|3||Júlí, ágúst
|-
| [[Image:Trifolium medium 1.jpg|120px]]||Skógarsmári|| ''[[Trifolium medium]]'' || 3|| 3
|
| ||Ágúst, september
|-
| [[Image:Maitohorsma_(Epilobium_angustifolium).JPG|120px]]||Sigurskúfur|| ''[[Epilobium angustifolium]]'' || 3 || 1
|
| ||Júlí
|-
| [[Image:Chamerion_latifolium_upernavik_2007-08-06_4.jpg|120px]]||Eyrarrós|| ''[[Epilobium latifolium]]'' || 3 || 1
|
| ||Júní
|-
| [[Image:Sedum villosum Moor-Mauerpfeffer.JPG|120px]]||Hnoðrar|| ''[[Sedum]]'' || 2 || 2
|
| ||Júní til september (eftir tegundum)
|-
| [[Image:Claytonia_sibirica_Eglinton.JPG|120px]]||Síberíublaðka|| ''[[Montia siberica]]'' || 3 || 2
|
| ||Maí, júní
|-
| [[Image:Cerastium_alpinum_ssp_lanatum_1.JPG|120px]]||Músareyra|| ''[[Cerastium alpinum]]'' || 1|| 1
|
| ||Maí, júní
|-
| [[Image:Mertensia ciliata 002.JPG|120px]]||Bláliljur|| ''[[Mertensia]]'' || ||
|
| ||Júní júlí
|-
| [[Image:Pulmonaria saccharata (3497086606).jpg|120px]]||Lyfjajurt|| ''[[Pulmonaria]]'' || 2 || 2
|2
|3|| Maí, júní
|-
| [[Image:Phacelia.jpg|120px]]||Hunangsjurt|| ''[[Phacelia tanacetifolia]]'' || 3 || 3
|2
|1||Júlí
|-
| [[Image:Dead Nettle (Lamium album) - geograph.org.uk - 403952.jpg|120px]] || [[Ljósatvítönn]]||''[[Lamium album]]'' || 3 || 2
|2
|3||Júní - Júlí
|-
| [[Image:Geranium_sylvaticum_(1).JPG|120px]]||Blágresi|| ''[[Geranium sylvaticum]]'' || 2<ref name=":1">Anna Maurizio & Ina Grafl. 1969. ''Das Trachtpflanzenbuch''. Ehrenwirth Verlag, München. </ref>|| 2
|2
|2||Júní
|-
| [[Image:Tuftedsaxifrage-1.jpg|120px]]||Þúfusteinbrjótur|| ''[[Saxifraga cespitosa]]'' || ||
|
| ||Maí, júní
|-
| [[Image:Rhodiola_rosea_a3.jpg|120px]]||Burnirót|| ''[[Rhodiola rosea]]'' || 2 || 2
|
| ||Júní
|-
| [[Image:Draba norvegica IMG 3693 bergrublom longyeardalen.JPG|120px]]||Vorblóm|| ''[[Draba]]'' || ||
|
| ||Maí, júní
|-
| [[Image:Aurinia saxatilis sl6.jpg|120px]]||Nálablóm|| ''[[Alyssum]]'' || 3 || 1
|
| ||Júní, júlí
|-
| [[Image:Brassica napus 002.JPG|120px]]||Repja|| ''[[Brassica napus]]'' || 3 || 3
|
| ||Júní, júlí
|-
| [[Image:Puna-ailakki Silene dioica DSC03011 C.JPG|120px]]||Dagstjarna|| ''[[Silene dioica]]'' || 1|| 1
|1
|2||Júní til september
|-
| [[Image:Viola tricolor maritima kz3.jpg|120px]]||Þrenningarfjóla|| ''[[Viola tricolor]]'' || 1 || 1
|
| ||Maí, júní
|-
| [[Image:Blackcurrant 1.jpg|120px]]||Sólber|| ''[[Ribes nigrum]]'' || 3 || 2
|
| ||Maí, júní
|-
| [[Image:Ribes rubrum 1.jpg|120px]]||Rifs|| ''[[Ribes rubrum]]'' || 3 || 2
|
| ||Maí, júní
|-
| [[Image:Gewöhnlicher Löwenzahn Taraxacum officinale agg. big.jpg|120px]]||Túnfífill|| ''[[Taraxacum]]'' || 3 || 3
|3
|3||Apríl til júní
|-
| [[Image:Hieracium aurantiacum Saarland 07.jpg|120px]]||Roðafífill|| ''[[Hieracium aurantiacum]]'' || 2|| 2
|1
|1<ref name=":2" />||Júlí, ágúst
|-
| [[Image:Achillea millefolium vallee-de-grace-amiens 80 22062007 1.jpg|120px]]||Vallhumall|| ''[[Achillea millefolium]]'' || 1 || 1<ref name=":1" />
|
| ||Júlí, ágúst
|-
| [[Image:Calluna vulgaris11.jpg|120px]]||Beitilyng|| ''[[Calluna vulgaris]]'' || 3 || 1
|
| ||Ágúst,september
|-
| [[Image:Baerentraube ML0002.jpg|120px]]||Sortulyng|| ''[[Arctostaphylos uva-ursi]]'' || ||
|
| ||Júní
|-
| [[Image:Vaccinium uliginosum upernavik 2007-07-02 1.jpg|120px]]||Bláberjalyng|| ''[[Vaccinium uliginosum]]'' || 2 || 2
|
| ||Maí, júní
|-
| [[Image:Salix glauca hg.jpg|120px]]||Víðir|| ''[[Salix]]'' || 3 || 3
|
| ||Maí, júní
|-
|}
==== Eitraðar plöntur ====
Nokkrar tegundir geta valdið eitrun í býflugum og ekki síst alibýflugum. Er það helst [[Lyngrós|lyngrósi]]<nowiki/>r ''(andromedotoxin'' eða ''acetylandromedol)'' og [[sóleyjar]] (''protoanemonin)'',<ref>{{Cite web|url=https://missapismellifera.com/2014/11/11/winter-studies-the-poison-honey/|title=Winter studies: The poison honey|last=Maund|first=Emma|date=2014-11-11|website=Mrs Apis Mellifera|language=en|access-date=2022-07-28}}</ref> en einnig [[Senecio jacobaea]] (''pyrrolizidine alkaloids)''.
== Tilvísanir ==
{{Reflist}}{{commonscat|Apis mellifera}}
{{Wikilífverur|Apis mellifera}}
[[Flokkur:Býflugur]]
tmydv2ww9sbuje3rbkczhe4drzfjvcm
Aarau
0
97123
1765879
1579102
2022-08-24T07:37:42Z
CommonsDelinker
1159
Skipti út Wappen_Aarau.svg fyrir [[Mynd:Aarau_blason.svg]] (eftir [[commons:User:CommonsDelinker|CommonsDelinker]] vegna þess að: [[:c:COM:Duplicate|Duplicate]]: Exact or scaled-down duplicate: [[:c::File:Aarau blason.svg|]]).
wikitext
text/x-wiki
{| cellpadding="2" style="float: right; width: 307px; background: #e3e3e3; margin-left: 1em; border-spacing: 1px;"
! Skjaldarmerki Aarau
! Lega Aarau í Sviss
|----
| align="center" bgcolor="#EFEFEF" | <div>{{border|[[Mynd:Aarau blason.svg|150px|none]]}}</div>
| align="center" bgcolor="#FFFFFF" | [[Mynd:Karte Gemeinde Aarau 2010.png|150px]]
|- style="background: #ffffff;" align="center"
|----
| colspan=2 align=center |
|-----
! colspan="2" | Upplýsingar
|---- bgcolor="#FFFFFF"
| Kantóna:|| Aargau
|---- bgcolor="#FFFFFF"
| Flatarmál: || 12,34 km²
|---- bgcolor="#FFFFFF"
| Mannfjöldi: || 20.782 <small>([[31. desember]] [[2016]])</small>
|---- bgcolor="#FFFFFF"
| Hæð yfir sjávarmáli: || 381 m
|---- bgcolor="#FFFFFF"
| Vefsíða: || [http://www.aarau.ch/ www.aarau.ch]
|-----
|}
'''Aarau''' er borg í [[Sviss]] og jafnframt höfuðborg kantónunnar [[Aargau]]. Aarau var fyrsta eiginlega höfuðborg Sviss til skamms tíma árið 1798, áður en stjórn helvetíska lýðveldisins var flutt til [[Luzern]].
== Lega ==
Aarau liggur við ána Aare vestarlega í kantónunni og liggja vestari borgarmörkin að landamærunum að [[Solothurn (fylki)|Solothurn]]. Næstu borgir eru [[Basel]] til norðvesturs (40 km), [[Zürich]] til austurs (40 km) og Luzern til suðausturs (40 km).
== Skjaldarmerki ==
[[Skjaldarmerki]] Aarau er svartur örn með rauðar klær, nef og tungu á hvítum grunni. Efst er rauður borði. Hér er um orðaleik að ræða, enda merkir ''Aar'' úr Aarau ''örn'' á þýsku.
== Orðsifjar ==
Borgin hét upphaflega Arowe og er dregin af ánni Aare. Arowe breyttist fljótt í Aarau, en ''au'' merkir ''flæðiland''. Það athugist að þýska orðið Aar merkir örn (sbr. Ari á íslensku), en það hefur ekkert með borgarheitið að gera í þessu tilfelli.
== Söguágrip ==
[[Mynd:Aarau stumpf.jpg|thumb|Aarau árið 1548]]
Aarau myndaðist sem þorp í upphafi [[13. öldin|13. aldar]]. Árið [[1976]] fundu [[Fornleifafræði|fornleifafræðingar]] leifar af gamalli trébrú yfir ána Aare, þannig að staðurinn hefur verið notaður sem þjóðleið í austur-vestur stefnu nokkru áður. Milli [[1240]] og [[1250]] veittu greifarnir af Kyburg Aarau borgarréttindi og stofnuðu borgina formlega. En [[1263]] dó Kyburg-ættin út og eignaðist þá þýski konungurinn [[Rúdolf I (HRR)|Rúdolf I]] frá Habsborg borgina. Hann staðfesti borgarréttindi Aarau árið [[1283]]. Á [[14. öldin|14. öld]] fékk Aarau borgarmúra og var hún stækkuð í leiðinni. [[1415]] réðust hermenn frá [[Bern]] á héraðið og sátu um Aarau þegar Habsborgarættin var í ónáð hjá þýska keisaranum. borgin féll eftir skamma vörn og varð Bern þá eigandi hennar næstu aldir. Árið [[1528]] þrýsti borgarráð Bernar á íbúa Aarau til að taka [[Siðaskiptin|siðaskiptum]] og var það gert. Fyrir vikið var borgin Aarau notuð sem aðalfundarstaður fyrir samband reformeraða kantónanna. Við það stækkaði borgin enn og [[iðnaður]] þreifst vel. Síðasti fundur reformeraða sambandsins í Aarau fór fram í [[desember]] [[1797]]. Aðeins nokkrum mánuðum seinna hertóku [[Frakkland|Frakkar]] landið allt. Héraðið í kringum borgina Aarau var innlimað í helvetíska lýðveldinu og var Aarau gerð að höfuðborg lýðveldisins, hinnar fyrstu eiginlegu höfuðborgar Sviss. Alþingið fundaði í ráðhúsi borgarinnar, en ríkistjórnin í stóru einbýlishúsi. Strax kom þó í ljóst að Aarau var of lítil borg til að taka við hlutverki höfuðborgar. Aðeins fjórum mánuðum seinna fluttu þingið og stjórnin því til Luzern, sem tók við því hlutverki. Aarau var þó eftir sem áður höfuðstaður litlu kantónunnar Aargau. Árið [[1803]] voru þrjár smáar kantónur (Aargau, Fricktal og Baden) sameinaðar í eina stóra kantónu, Aargau, og varð Aarau höfuðborg hennar. Það hefur hún verið síðan. Aarau er í dag frekar lítil borg. Íbúar voru aðeins 2.400 þegar hún var höfuðborg Sviss, 7.800 um aldamótin [[1900]] og rúmlega 19 þúsund í dag.
== Íþróttir ==
Helsta íþróttagrein borgarinnar eru veðreiðar. Á hlaupabrautinni eru árlega haldin ýmis hestamót.
Helsta [[Knattspyrna|knattspyrnulið]] borgarinnar er '''FC Aarau''', sem þrisvar hefur orðið svissneskur meistari ([[1912]], [[1914]] og [[1993]]).
== Vinabæir ==
Aarau viðheldur vinabæjatengslum við eftirfarandi borgir:
{|
|-
| valign="top" |
* {{NLD}} [[Delft]] í [[Holland]]i, síðan [[1969]]
* {{DEU}} [[Reutlingen]] í [[Þýskalandi]], síðan [[1986]]
* [[Mynd:Flag of Switzerland.svg|20px]] [[Neuchatel]] í [[Sviss]], síðan [[1997]]
|}
== Byggingar og kennileiti ==
* Í miðborg Aarau eru 70 hús með slútandi gafli. Undir þeim öllum eru listaverk og myndskreytingar. Því er Aarau oft nefnd ''Borg hinna fögru gafla''.
* '''Schlössli''' er heiti á virki í Aarau. Það var reist á [[13. öldin|13. öld]] af Kyburg-greifunum og er elsta nústandandi mannvirki borgarinnar. Turninn er 25 metra hár. virkið er samfast íbúðarhúsi í dag.
* '''Haus zum Schlossgarten''' er einbýlishúsið mikla sem þjónaði sem alþingishús í fjóra mánuði meðan Aarau var höfuðborg Sviss. Húsið var reist [[1777]] sem einlyft hús, en var stækkað um tvær hæðir. Eftir að þingið flutti burt, var húsið notað sem einkahús í tvær aldir. [[1994]] keypti borgin húsið og er það safn í dag. Þar fara einnig fram ýmsir menningarviðburðir.
== Gallerí ==
<gallery>
Mynd:Altstadt Aarau.jpg|Miðborg Aarau
Mynd:Aarauer Giebel.jpg|Einn af skreyttu göflunum
Mynd:Aarau schloessli.jpg|Schlössli
Mynd:Aarau schlossgarten.jpg|Haus zum Schlossgarten
</gallery>
== Heimildir ==
* {{wpheimild|tungumál=de|titill=Aarau|mánuðurskoðað=mars|árskoðað=2011}}
[[Flokkur:Borgir í Sviss]]
29whc3ep2ivs1sq4cjz0raji71lk39h
Lukku-Láki
0
106902
1765839
1765660
2022-08-23T16:38:34Z
82.221.53.156
/* Kvikmyndir og sjónvarp */
wikitext
text/x-wiki
[[File:Charleroi - Parc (station de métro) - Lucky Luke - l'homme qui tire plus vite que son ombre - céramique - 01.jpg|thumb|right|Veggmynd af Lukku-Láka í neðanjarðarlestastöðinni Parc í Charleroi í Belgíu.]]
'''Lukku-Láki''' (franska: Lucky Luke) er heiti á vinsælum belgískum teiknimyndasögum sem segja frá ævintýrum Lukku-Láka, kúreka sem er fljótari en skugginn að skjóta, í Villta Vestrinu. Persónan er sköpunarverk belgíska teiknarans [[Morris]] (Maurice de Bevere) og birtist fyrsta ævintýrið í [[Teiknimyndablaðið Svalur|teiknimyndablaðinu Sval]] (franska: Spirou) þann 7. desember 1946. Frá og með árinu 1955 voru handrit að sögunum um Lukku-Láka samin af franska myndasöguhöfundinum [[René Goscinny]] og í samstarfi þeirra Morris og Goscinny náðu bækurnar miklum vinsældum. Eru þær nú meðal mest seldu teiknimyndasagna Evrópu og hafa verið þýddar á hartnær 30 tungumál, þar á meðal [[enska|ensku]], [[arabíska|arabísku]], [[þýska|þýsku]], [[danska|dönsku]], [[gríska|grísku]], [[hebreska|hebresku]], [[tyrkneska|tyrknensku]] og [[ítalska|ítölsku]]. Á árunum 1977 til 1983 komu fjölmargar Lukku-Láka bækur út á íslensku á vegum [[Fjölvi|Fjölvaútgáfunnar]]. Íslensk útgáfa Lukku-Láka hófst á ný árið 2016 á vegum [[Froskur útgáfa|Frosks útgáfu]] og hafa nú komið út fimm bækur.
Ekki er að finna neinar vísbendingar í sköpunarsögu Lukku-Láka, sem til dæmis má lesa um í [[Allt um Lukku Láka|Allt um Lukku-Láka]], um að hann hafi verið til eða eigi sér ákveðna fyrirmynd. Hins vegar eiga fjölmargar aðrar persónur í bókunum um Lukku-Láka sér beinar fyrirmyndir, annað hvort teknar beint úr sögu villta vestursins eða þekktar ímyndir úr samtímasögu vesturlanda þegar bækurnar voru gerðar.
== Útgáfusaga ==
[[Mynd:Morris_y_Goscinny_1_-_Amsterdam_-_27051971.jpg|thumb|right|Félagarnir Morris og Goscinny á góðri stundu árið 1971]] Morris teiknaði Lukku-Láka frá árinu [[1946]] og þar til hann lést árið [[2001]]. Fyrsta ævintýrið um hann, ''Arizona 1880'', kom út 7. desember árið [[1946]] og birtist í ''[[Teiknimyndablaðið Svalur|teiknimyndablaðinu Sval]]'' sem varð vettvangur sagnanna næstu tvo áratugi. Morris samdi fyrstu ævintýrin um Lukku-Láka einn síns liðs og var yfirleitt um að ræða styttri sögur sem síðan komu út í bókarformi nokkrar í senn. Tók útlit Lukku-Láka talsverðum breytingum á þessum sokkabandsárum seríunnar þótt sum einkenni persónunnar, t.d. hárlokkurinn langi og kúrekafötin í belgísku fánalitunum, hafi verið til staðar frá öndverðu, að ógleymdum Léttfeta sem fylgt hefur Láka frá upphafi. Árið 1948 hélt Morris til Bandaríkjanna og ílengdist þar um nokkurra ára skeið. Í Bandaríkjunum kynntist hann höfundinum [[René Goscinny]] og fékk hann til að semja eina sögu um Lukku-Láka, [[Þverálfujárnbrautin|Þverálfujárnbrautina]], sem birtist í Sval á árunum 1955-1956. Eftir þetta samdi Goscinny Lukku-Láka sögurnar og stóð samstarf þeirra félaga við bókaflokkinn í um 20 ár. Héldu sögurnar áfram að birtast í Sval allt þar til Morris og Goscinny sögðu skilið við belgíska útgáfufélagið [[Dupuis]] árið 1967 og héldu til liðs við franska útgefandann [[Dargaud]] sem gaf út teiknimyndablaðið [[Pilote]]. Dargaud var frjálslyndara útgáfufélag en Dupuis á þessum tíma og Pilote þótti höfða til eldri lesenda myndasagna en Svalur. Er yfirleitt talið að vistaskiptin hafi gert bókaflokknum gott, en fyrsta sagan sem birtist í Pilote var [[Daldónaborg]]. Lukku-Láka sögurnar náðu miklum vinsældum í Evrópu á meðan á samstarfi þeirra Morris og Goscinny stóð og er tímabilið frá 1957-1977 yfirleitt talið vera gullöld seríunnar. Á þessu tímabili komu m.a. ýmsar eftirminnilegar persónur seríunnar til sögunnar, svo sem Daldónarnir, yngri frændur hinna raunverulega Daltonbræðra sem birst höfðu í einni af eldri sögum Morris, og hundurinn Rattati sem fyrst kom fram á sjónarsviðið í bókinni [[Í fótspor Daldóna]] og síðan í fjölmörgum seinni bókum. Eftir sviplegt andlát Goscinny árið 1977 hélt Morris áfram að teikna sögurnar, en fékk aðra til að sjá um handritsgerð. Komu ýmsir höfundar að ritun sagnanna eftir það, m.a. þeir [[Vicq]], [[Bob de Groot]], [[Jean Léturgie]], [[Xavier Fauche]], [[Lo Hartog Van Banda]], [[Guy Vidal]] og [[Patrick Nordmann]]. Aðdáendur bókaflokksins eru yfirleitt á einu máli um að bækurnar, sem komu út eftir lát Goscinny, standi gullaldarsögunum talsvert að baki. Morris lést árið 2001 og tók þá lærisveinn hans, franski teiknarinn [[Achde]], við keflinu. Achde hafði þá teiknað eina sögu um Lukku-Láka, [[Le Cuisinier francais]], sem kom út árið 2003, en er sjaldnast talin með í opinberu ritröðinni. Nafni bókaflokksins var þá breytt lítillega og í kjölfarið kom út bókin [[La Belle Province]] sem teiknuð er af Achde og skrifuð af [[Laurent Gerra]]. Síðan hafa nokkrir fleiri höfundar komið að ritun sagnanna, þ.e. þeir [[Daniel Pennac]], [[Tonino Benacquista]], [[Jacques Pessis]] og [[Jul]], en sá síðastnefndi semur nú handrit að nýjum sögum. Nú hafa komið út samtals 81 bók á frummálinu og hafa bækurnar verið þýddar á hartnær 30 tungumál.
== Sögurnar ==
Lukku-Láki er sérstaklega þekktur fyrir ótrúlega skothæfni sína og einstaka útsjónasemi. Hann ríður um á hesti sínum [[Léttfeti|Léttfeta]], dyggum fáki sem hann kallar „gáfaðasta hest í heimi“ og [[Rattati]], „heimskasti hundur í heimi“ er einnig oft með þeim félögum í för. Lukku-Láki lendir ítrekað í útistöðum við óheppnu glæpamennina, [[Dalton bræður|Dalton bræður]] og jafnvel móður þeirra líka.
Ártöl koma yfirleitt ekki fram í sögunum og Lukku-Láki er ætíð jafn gamall. Sögusviðið er þó yfirleitt raunsætt og persónur sagnanna sóttar í bandaríska sögu. Margar raunverulegar hetjur og skúrkar villta vestursins hafa orðið á vegi Lukku-Láka, til dæmis [[Billy the kid]], [[Jesse James]] og [[Roy Bean]]. Einnig hafa aðrar persónur úr mannkynssögunni komið við sögu, eins og [[Abraham Lincoln]] og [[Sigmund Freud]]. Goscinny sagði eitt sinn að hann og Morris reyndu, hvenær sem mögulegt var, að byggja ævintýri Lukku-Láka á raunverulegum atburðum en sagði jafnframt að þeir myndu ekki láta staðreyndir eyðileggja góða sögu.
== Titlar ==
[[Listi yfir Lukku Láka bækur]]
Lukku-Láka bækurnar eru nú yfir 80 talsins. Listinn sýnir nöfn og útgáfuár bókanna á frönsku og íslenskt heiti, númer og útgáfuár þar sem við á. Stuðst er við íslensk heiti þeirra bóka, sem komið hafa út á íslensku, og íslensk heiti sem öðrum bókum í bókaflokknum voru gefin í bókinni [[Allt um Lukku Láka|Allt um Lukku-Láka]] sem kom út árið 1978. Í öðrum tilvikum er stuðst við heiti bókanna á frummálinu.
Á listanum er nokkrum bókum sleppt sem yfirleitt eru ekki taldar með í númeruðu seríunni. Ein þeirra er [[Þjóðráð Lukku-Láka]] (f. La Ballade des Dalton) sem kom út á frönsku árið 1978 og í íslenskri þýðingu sama ár. Þar er á ferðinni myndskreytt saga sem kom út í tengslum við samnefnda kvikmynd um Lukku-Láka frá árinu 1978. Samnefnd teiknimyndasaga birtist síðar í bókinni [[La Ballade des Dalton et autres histoires|La Ballade des Dalton et autres histories]] sem kom út árið 1986 og telst 55. bókin í bókaflokknum. Þá er bókin [[Á léttum fótum. Spes tilboð]] sem kom út í íslenskri þýðingu árið 1982 ekki hluti af opinberu ritröðinni.
# [[Gullnáman]] (La Mine d'or de Dick Digger, 1949) [Ísl. útg. 1979, bók 22, að hluta]
# [[Hroðreið]] (Rodéo, 1949)
# [[Arísóna (bók)|Arísóna]] (Arizona, 1951) [Ísl. útg. 1979, bók 22, að hluta]
# [[Undir Vesturhimni]] (Sous le ciel de l'Ouest, 1952)
# [[Spilafanturinn]] (Lucky Luke contre Pat Poker, 1953) [Ísl. útg. 1981, bók 28]
# [[Eldri Daldónar]] (Hors la loi, 1954) [Ísl. útg. 1982, bók 30]
# [[Kynjalyfið]] (L'Elixir du Docteur Doxey, 1955)
# [[Lukku-Láki og Langi Láki]] (Lucky Luke et Phil Defer, 1956) [Ísl. útg. 1980, bók 24]
# [[Þverálfujárnbrautin]] (Des rails sur la Prairie, 1957) [Ísl. útg. 1981, bók 27]
# [[Bardaginn við Bláfótunga]] (Alerte aux Pieds Bleus, 1958) [Ísl. útg. 1983, bók 33]
# [[Óaldarflokkur Jússa Júmm]] (Lucky Luke contre Joss Jamon, 1958)
# [[Daldónar, ógn og skelfing Vestursins]] (Les Cousins Dalton, 1958) [Ísl. útg. 1978, bók 6]
# [[Rangláti dómarinn]] (Le Juge, 1959) [Ísl. útg. 1979, bók 18]
# [[Allt í sóma í Oklahóma]] (Ruée sur l'Oklahoma, 1960) [Ísl. útg. 1977, bók 3]
# [[Flótti Daldóna]] (L'évasion des Dalton, 1960)
# [[Fúlspýt á Fúlalæk]] (En remontant le Mississippi, 1961)
# [[Í fótspor Daldóna]] (Sur la piste des Dalton, 1961)
# [[Í skugga borturnsins]] (A l'ombre des Derricks, 1962)
# [[Karlarígur í Kveinabæli]] (Les Rivaux de de Painful Gulch, 1962) [Ísl. útg. 1978, bók 5]
# [[Billi Barnungi]] (Billy the kid, 1962) [Ísl. útg. 1978, bók 12]
# [[Undir Svörtufjöllum]] (Les Collines noires, 1963)
# [[Kuldaboli bítur Daldóna]] (Les Dalton dans le blizzard, 1963) [Ísl. útg. 2020, bók 38]
# [[Daldónar á ferð og flugi]] (Les Dalton courent toujours, 1964) [Ísl. útg. 1978, bók 11]
# [[Vagnalestin]] (La Caravane, 1964) [Ísl. útg. 1980, bók 23]
# [[Draugabærinn]] (La Ville fantôme, 1964) [Ísl. útg. 2016, bók 34]
# [[Batnandi englar]] (Les Dalton se rachètent, 1965) [Ísl. útg. 1978, bók 13]
# [[20. riddarasveitin]] (Le 20e cavalerie, 1965) [Ísl. útg. 1977, bók 2]
# [[Heiðursvörður Billa Barnunga]] (L'Escorte, 1966) [Ísl. útg. 1979, bók 19]
# [[Gaddavír á gresjunni]] (Des barbelés sur la prairie, 1967) [Ísl. útg. 1979, bók 20]
# [[Svala sjana]] (Calamity Jane, 1967) [Ísl. útg. 1978, bók 8]
# [[Rex og pex í Mexíkó]] (Tortillas pour les Dalton, 1967) [Ísl. útg. 1978, bók 7]
# [[Póstvagninn]] (La Diligence, 1968)
# [[Grænjaxlinn]] (Le Pied-Tendre, 1968) [Ísl. útg. 1980, bók 26]
# [[Daldónaborg]] (Dalton City, 1969)
# [[Jessi Jamm og Jæja]] (Jesse James, 1969)
# [[Leikför um landið]] (Western Circus, 1970) [Ísl. útg. 1979, bók 17]
# [[Apasagjáin]] (Canyon Apache, 1971) [Ísl. útg. 1978, bók 9]
# [[Mamma Dagga]] (Ma Dalton, 1971) [Ísl. útg. 1978, bók 10]
# [[Sjakalinn]] (Chasseur de primes, 1972) [Ísl. útg. 2019, bók 37]
# [[Stórfurstinn]] (Le Grand Duc, 1973) [Ísl. útg. 2018, bók 36]
# [[Ríkisbubbinn Rattati]] (L'héritage de Rantanplan, 1973) [Ísl. útg. 1978, bók 14]
# [[Allt um Lukku Láka|Allt um Lukku-Láka]] (7 Histoires de Lucky Luke, 1974) [Ísl. útg. 1978, bók 16]
# [[Hvíti kúrekinn]] (Le Cavalier blanc, 1975)
# [[Sálarháski Dalton bræðra]] (La Guérison des Dalton, 1975) [Ísl. útg. 1977, bók 4]
# [[Kalli keisari]] (L'Empereur Smith, 1976) [Ísl. útg. 1977, bók 1]
# [[Söngvírinn]] (Le fil qui chante, 1977) [Ísl. útg. 1979, bók 21]
# [[Fjársjóður Daldóna]] (Le Magot des Dalton, 1980) [Ísl. útg. 1980, bók 25]
# [[Einhenti bandíttinn]] (Le Bandit manchot, 1981) [Ísl. útg. 1981, bók 29]
# [[La Corde du pendu et autres histoires]] (1982) [Ísl. útg. 1982, að hluta]
# [[Sara Beinharða]] (Sarah Bernhardt, 1982) [Ísl. útg. 1982, bók 32]
# [[Daisy Town]] (1983)
# [[Fingers]] (1983)
# [[Le Daily Star]] (1984)
# [[La Fiancée de Lucky Luke|Makaval í Meyjatúni]] (La Fiancée de Lucky Luke, 1985) [Ísl. útg. 2017, bók 35]
# [[La Ballade des Dalton et autres histoires]] (1986) [Ísl. útg. 1982, að hluta]
# [[Le Ranch maudit]] (1986)
# [[Nitroglycérine]] (1987)
# [[L'Alibi]] (1987)
# [[Le Pony Express]] (1988)
# [[L'Amnésie des Dalton]] (1991)
# [[Chasse aux fantômes]] (1992)
# [[Les Dalton à la noce]] (1993)
# [[Le Pont sur le Mississipi]] (1994)
# [[Kid Lucky]] (1995)
# [[Belle Star]] (1995)
# [[Le Klondike]] (1996)
# [[O.K. Corral]] (1997)
# [[Oklahoma Jim]] (1997)
# [[Marcel Dalton]] (1998)
# [[Le Prophète]] (2000)
# [[L'Artiste peintre]] (2001)
# [[La Légende de l'Ouest]] (2002)
# [[La Belle Province]] (2004)
# [[La Corde au cou]] (2006)
# [[L'Homme de Washington]] (2008)
# [[Lucky Luke contre Pinkerton]] (2010)
# [[Cavalier seul]] (2012)
# [[Les tontons Dalton]] (2014)
# [[La Terre promise]] (2016)
# [[Un cow-boy à Paris]] (2018)
# [[Un cow-boy dans le Coton]] (2020)
# [[L'Arche de Rantanplan]] (Væntanleg)
== Tengdar bókaseríur ==
Árið 1987 hóf Morris að teikna sjálfstæð ævintýri um fangelsishundinn Rattata (f. Rantanplan). Komu alls út 19 bækur í þessari seríu og komu ýmsir höfundar að ritun þeirra, m.a. [[Jean Léturgie]], [[Xavier Fauche]], [[Bob deGroot]] og [[Vittorio Leonardo]], en eftir lát Morris árið 2001 teiknaði [[Michel Janvier]] sögurnar. Árið 1995 leit síðan dagsins ljós fyrsta bókin um æskuár Lukku-Láka. Hafa nú komið út alls sex bækur af þessum toga, en fyrstu tvær - [[Kid Lucky]] sem kom út árið 1995 og [[Oklahoma Jim]] sem kom út árið 1997 - eru yfirleitt taldar með hinum reglulegu Lukku-Láka bókum, en báðar voru teiknaðar af [[Didier Conrad]] undir pennaheitinu Pearce. Síðar hafa bæst við fjórar bækur sem [[Achde]] teiknaði og samdi um litla Lukku-Láka.
== Sérstök ævintýri um Lukku-Láka ==
Í gegnum tíðina hafa litið dagsins ljós nokkur ævintýri um Lukku-Láka sem ekki teljast til aðalbókaflokksins. Dæmi um þetta eru bækurnar [[Þjóðráð Lukku-Láka]] og [[Á léttum fótum. Spes tilboð]]. Einnig má nefna bókina [[Rocky Luke - Banlieue West]] sem kom út árið 1985 þar sem ýmsir myndasöguteiknarar og -höfundar skopstæla Lukku-Láka í stuttum sögum. Þá er bókin [[Le Cuisinier francais]] (ísl. Franski kokkurinn) eftir Achde, sem kom út árið 2003, sjaldnast talin með í opinberu ritröðinni.
Í tilefni af sjötugsafmæli Lukku-Láka árið 2016 kom út bókin [[Maðurinn sem drap Lukku-Láka]] (L'Homme qui tua Lucky Luke) eftir franska teiknarann [[Matthieu Bonhomme]], teiknimyndasaga í raunsæisstíl sem er talsvert frábrugðin bókunum í aðalbókaflokknum. Bókin fékk prýðisgóðar viðtökur og vann til sérstakra verðlauna á teiknimyndasöguhátíðinni í [[Angouléme]] í Frakklandi í ársbyrjun 2017. Um sama leyti og af sama tilefni kom út bókin [[Jolly Jumper ne répond plus]] (ísl. Léttfeti svarar ekki) eftir franska teiknarann [[Guillaume Bouzard]]. Er hún sömuleiðis í teiknistíl sem er mjög ólíkur stíl reglulegu bókanna. Fleiri bækur hafa fylgt í kjölfarið, m.a. tvær á þýsku, og sér ekki fyrir endann á þessari hliðarútgáfu. Eru sumir útgefendur farnir að gefa bókunum númer og telur serían nú fimm bækur:
# [[Maðurinn sem drap Lukku-Láka]] (L'Homme qui tua Lucky Luke) eftir Matthieu Bonhomme, 2016 [ísl .útg. 2021].
# [[Jolly Jumper ne répond plus]] eftir Guillaume Bouzard, 2017.
# [[Lucky Luke sattelt um]] eftir Mawil, 2019.
# [[Wanted Lucky Luke]] eftir Matthieu Bonhomme, 2021.
# [[Zarter Schmelz]] eftir Ralf König, 2021.
== Bækur á íslensku ==
Útgáfa Lukku-Láka á íslensku hófst árið 1977 með útgáfu [[Fjölvi|Fjölva]] á [[Kalli keisari|Kalla keisara]]. Varð útgáfa bókanna hér á landi mjög ör þar sem Fjölvi gaf bækurnar út í samstarfi við stærri útgefendur á Norðurlöndunum og komu fyrstu 20 bækurnar allar út á þremur árum. Síðasta bókin frá Fjölva, [[Bardaginn við Bláfótunga]], kom út árið 1983, en eftir það lagðist útgáfa bókanna af. Fyrir jólin árið 2016 hófst útgáfa Lukku-Láka bókanna á íslensku á nýjan leik á vegum [[Froskur útgáfa|Frosks útgáfu]] sem er með öllu ótengd fyrri útgefanda. Kom þá út bókin [[Draugabærinn]].
Lukku-Láka bækurnar eru eftirfarandi, raðað í röð eftir því hvenær þær voru gefnar út á íslensku (innan sviga eru nöfnin á frummáli og upprunalegt útgáfuár, innan hornklofa er útgáfuár á Íslandi):
# ''[[Kalli keisari]]'' - (''L'Empereur Smith'') ([[1976]]) [1977]
# ''[[20. riddarasveitin]]'' - (''Le 20éme de cavalerie'') ([[1965]]) [1977]
# ''[[Allt í sóma í Oklahóma]]'' - (''Ruée sur l'Oklahoma'') ([[1960]]) [1977]
# ''[[Sálarháski Dalton bræðra]]'' - (''La guérison des Dalton'') ([[1975]]) [1977]
# ''[[Karlarígur í Kveinabæli]]'' - (''Les Rivaux de Painful Gulch'') ([[1962]]) [1978]
# ''[[Daldónar, ógn og skelfing Vestursins]]'' - (''Les cousins Dalton '') ([[1958]]) [1978]
# ''[[Rex og pex í Mexíkó]]'' - (''Tortillas pour les Dalton'') ([[1967]]) [1978]
# ''[[Svala sjana]]'' - (''Calamity Jane'') ([[1967]]) [1978]
# ''[[Apasagjáin]]'' - (''Canyon Apache'') ([[1971]]) [1978]
# ''[[Mamma Dagga]]'' - (''Ma Dalton'') ([[1971]]) [1978]
# ''[[Daldónar á ferð og flugi]]'' - (''Les Dalton courent toujours'') ([[1964]]) [1978]
# ''[[Billi Barnungi]]'' - (''Billy the Kid'') ([[1962]]) [1978]
# ''[[Batnandi englar]]'' - (''Les Dalton se rachétent'') ([[1965]]) [1978]
# ''[[Ríkisbubbinn Rattati]]'' - (''L'Héritage de Rantanplan'') ([[1973]]) [1978]
# ''[[Þjóðráð Lukku-Láka]]'' - (''La Ballade des Dalton'') ([[1978]]) [1978]
# ''[[Allt um Lukku Láka|Allt um Lukku-Láka]]'' - (''7 histoires complètes – série 1'') ([[1974]]) [1978]
# ''[[Leikför um landið]]'' - (''Western Circus'') ([[1970]]) [1979]
# ''[[Rangláti dómarinn]]'' - (''Le juge'') ([[1959]]) [1979]
# ''[[Heiðursvörður Billa Barnunga]]'' - (''L'Escorte'') ([[1966]]) [1979]
# ''[[Gaddavír á gresjunni]]'' - (''Des barbelés sur la prairie'') ([[1967]]) [1979]
# ''[[Söngvírinn]]'' - (''Le fil qui chante'') ([[1977]]) [1979]
# ''[[Meðal róna og dóna í Arisóna og Gullnáman]]'' - (''Arizona / La mine d´or de Dick Digger'') ([[1951]] / [[1949]]) [1980]
# ''[[Vagnalestin]]'' - (''La caravane'') ([[1964]]) [1980]
# ''[[Lukku-Láki og Langi Láki]]'' - (''Lucky Luke contre Phil Defer'') ([[1956]]) [1980]
# ''[[Fjársjóður Daldóna]]'' - (''Le magot des Dalton'') ([[1980]]) [1980]
# ''[[Grænjaxlinn]]'' - (''Le Pied-tendre'') ([[1968]]) [1980]
# ''[[Þverálfujárnbrautin]]'' - (''Des rails sur la prairie'') ([[1957]]) [1981]
# ''[[Spilafanturinn]]'' - (''Lucky Luke contre Pat Poker'') ([[1953]]) [1981]
# ''[[Einhenti bandíttinn]]'' - (''Le bandit manchot'') ([[1981]]) [1981]
# ''[[Á léttum fótum. Spes tilboð]]'' - ([[1972]]) [1982]
# ''[[Eldri Daldónar]]'' - (''Hors-la-loi'') ([[1954]]) [1982]
# ''[[Sara Beinharða]]'' - (''Sarah Bernhardt'') ([[1982]]) [1982]
# ''[[Bardaginn við Bláfótunga]]'' - (''Alerte aux Pieds Bleus'') ([[1958]]) [1983]
# ''[[Draugabærinn]]'' - (''La Ville fantôme'') ([[1964]]) [2016]
# ''[[La Fiancée de Lucky Luke|Makaval í Meyjatúni]]'' - (''La Fiancée de Lucky Luke'') ([[1985]]) [2017]
# ''[[Stórfurstinn]]'' - (''Le Grand Duc'') ([[1973]]) [2018]
# ''[[Sjakalinn]]'' - (''Chasseur de primes'') ([[1972]]) [2019]
# ''[[Kuldaboli bítur Daldóna]]'' - (''Les Dalton dans le blizzard'') ([[1963]]) [2020]
# ''[[Maðurinn sem drap Lukku-Láka]]'' - (''L'Homme qui tua Lucky Luke'') ([[2016]]) [2021]
* ''Þjóðráð Lukku-Láka'' er gerð eftir teiknimynd og ekki eftir Morris, en þó um Lukku-Láka.
* ''Á léttum fótum. Spes tilboð'' er lítið hefti / smásaga í minna broti en aðrar Lukku-Láka bækur.
== Reykingarnar ==
Fljótlega eftir að Lukku-Láki kom fyrst fram á sjónarsviðið í teiknimyndablaðinu Sval fór hann að reykja sígarettur í sögunum. Eftir því sem tíminn leið ágerðist þessi ávani Láka. Morris var stundum gagnrýndur fyrir sígarettuna sem Lukku-Láki hafði alltaf uppi í sér. Gagnrýninni svaraði hann iðulega á þann veg að sígarettan tilheyrði karakternum, svona líkt og pípan hans [[Stjáni blái|Stjána bláa]]. Í viðtali við Verdens Gang í Noregsheimsókn árið 1981 sagði Morris að franska heilbrigðisráðuneytið hefði gert athugasemdir við reykingarnar. Morris varð á endanum að láta undan, aðallega til að eiga greiðari aðgang að bandarískum markaði. Þegar bókin [[Fingers]] kom út árið 1983 hafði grasstrá leyst sígarettuna af hólmi. Þar með var ímyndin um „harða“ Lukku-Láka farin fyrir bí. Morris hlaut sérstaka viðurkenningu frá [[Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin|Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni]] árið 1988 fyrir að fjarlægja tóbakið og Lukku-Láki hefur ekki byrjað að reykja aftur. Þegar útgáfa Lukku-Láka bókanna á ensku hófst að nýju árið 2006 á vegum útgefandans Cinebook var forsíðukápu allra bókanna breytt þannig að sígarettunni var skipt út fyrir strá.
== Kvikmyndir og sjónvarp ==
Fjórar teiknimyndir voru gerðar um Lukku-Láka. Þríleikurinn, „[[Daisy Town]]“, „[[La Ballede des Dalton]]“ og „[[Les Dalton en cavale]]“ kom út á árunum 1971-1983 og fjórða myndin, „[[Tous à l'Ouest: Une aventure de Lucky Luke]]“ kom út árið 2007.
*Árið [[1983]] framleiddi [[Hanna-Barbera]] myndverið teiknimyndaseríu um Lukku-Láka, alls 52 þætti.
*Árið [[2001]] framleiddi franska framleiðslufyrirtækið, [[Xilam]] 52 þætti undir nafninu ''[[Les Nouvelles aventures de Lucky Luke]]'' eða „Nýjustu ævintýri Lukku-Láka“.
*Árið [[1991]] komu tvær leiknar kvikmyndir út um Lukku-Láka og árið [[1992]] var gefin út leikin þáttaröð þar sem [[Terence Hill]] fór með hlutverk Lukku-Láka. Þættirnir urðu alls 8. Til stóð að þættirnir yrðu fleiri, en Terence Hill glímdi við þunglyndi í kjölfar sonarmissis á árinu 1991 þannig að ekkert varð úr frekari framleiðslu.
*Árið [[2004]] kom út myndin [[Les Dalton]] og lék þá [[Til Schweiger]] Lukku-Láka.
*Árið [[2009]] kom út myndin Lucky Luke og fór þá franski leikarinn [[Jean Dujardin]] með hlutverk skyttunnar knáu.
== Tölvuleikirnir ==
Í gegnum árin hafa nokkrir [[tölvuleikir]] komið út um Lukku-Láka, mest þó í [[Evrópa|Evrópu]]. Einnig var gerður leikur um hann sem hægt er að spila í símum. Helstu tölvurnar sem leikirnir höfðuðu til voru [[Nintendo DS]] [[Nintendo WII]] og [[PC]].
== Heimildir ==
* Unnar Árnason: „Var Lukku-Láki til? Er einhver ljósmynd til af honum?“. Vísindavefurinn 28.1.2003. http://visindavefur.is/?id=3074. (Skoðað 21.4.2012).
* Freddy Milton og Henning Kure: "Ævintýrið um Morris, Goscinny og Lukku-Láka". Birtist í [[Allt um Lukku Láka|Allt um Lukku-Láka]], 1978.
* Yvan Delporte: Lucky Luke - Den illustrerede Morris-bog. Egmont Serieforlaget A/S. 2004.
* Lucky Luke. 1957-1958. Egmont Serieforlaget A/S. 2003.
* Lucky Luke. 1983-1984. Egmont Serieforlaget A/S. 2006.
* Lucky Luke. 1999-2002. Egmont Serieforlaget A/S. 2007.
* [http://www.transformationsjournal.org/wp-content/uploads/2016/12/Pellegrin_Transformations24.pdf] Grein eftir Annick Pellegrin. Sótt 27.2.2017.
* [https://kjarninn.is/skyring/2016-01-30-lukku-laki-sjotugur/] Grein eftir Frey Eyjólfsson á Kjarnanum. Sótt 4.12.2020.
== Tenglar ==
*[http://www.lucky-luke.com/ Opinber síða Lukku-Láka (frönsk)]
*[http://www.icetones.se/textar/l/lukku_laki.htm Lagið um Lukku-Láka á íslensku]
*[http://www.oocities.org/fckef/ Vefsetur Lukku-Láka]
*[http://koti.mbnet.fi/~z14/euro-comics/lucky_luke.html Bækurnar um Lukku-Láka á ensku] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20090719074147/http://koti.mbnet.fi/~z14/euro-comics/lucky_luke.html |date=2009-07-19 }}
[[Flokkur:Lukku-Láki]]
[[Flokkur:Myndasögupersónur]]
[[Flokkur:Myndasögur]]
nh9hmaziuhde9h4dm8dsal8riedx7lc
1765840
1765839
2022-08-23T16:40:49Z
82.221.53.156
/* Kvikmyndir og sjónvarp */
wikitext
text/x-wiki
[[File:Charleroi - Parc (station de métro) - Lucky Luke - l'homme qui tire plus vite que son ombre - céramique - 01.jpg|thumb|right|Veggmynd af Lukku-Láka í neðanjarðarlestastöðinni Parc í Charleroi í Belgíu.]]
'''Lukku-Láki''' (franska: Lucky Luke) er heiti á vinsælum belgískum teiknimyndasögum sem segja frá ævintýrum Lukku-Láka, kúreka sem er fljótari en skugginn að skjóta, í Villta Vestrinu. Persónan er sköpunarverk belgíska teiknarans [[Morris]] (Maurice de Bevere) og birtist fyrsta ævintýrið í [[Teiknimyndablaðið Svalur|teiknimyndablaðinu Sval]] (franska: Spirou) þann 7. desember 1946. Frá og með árinu 1955 voru handrit að sögunum um Lukku-Láka samin af franska myndasöguhöfundinum [[René Goscinny]] og í samstarfi þeirra Morris og Goscinny náðu bækurnar miklum vinsældum. Eru þær nú meðal mest seldu teiknimyndasagna Evrópu og hafa verið þýddar á hartnær 30 tungumál, þar á meðal [[enska|ensku]], [[arabíska|arabísku]], [[þýska|þýsku]], [[danska|dönsku]], [[gríska|grísku]], [[hebreska|hebresku]], [[tyrkneska|tyrknensku]] og [[ítalska|ítölsku]]. Á árunum 1977 til 1983 komu fjölmargar Lukku-Láka bækur út á íslensku á vegum [[Fjölvi|Fjölvaútgáfunnar]]. Íslensk útgáfa Lukku-Láka hófst á ný árið 2016 á vegum [[Froskur útgáfa|Frosks útgáfu]] og hafa nú komið út fimm bækur.
Ekki er að finna neinar vísbendingar í sköpunarsögu Lukku-Láka, sem til dæmis má lesa um í [[Allt um Lukku Láka|Allt um Lukku-Láka]], um að hann hafi verið til eða eigi sér ákveðna fyrirmynd. Hins vegar eiga fjölmargar aðrar persónur í bókunum um Lukku-Láka sér beinar fyrirmyndir, annað hvort teknar beint úr sögu villta vestursins eða þekktar ímyndir úr samtímasögu vesturlanda þegar bækurnar voru gerðar.
== Útgáfusaga ==
[[Mynd:Morris_y_Goscinny_1_-_Amsterdam_-_27051971.jpg|thumb|right|Félagarnir Morris og Goscinny á góðri stundu árið 1971]] Morris teiknaði Lukku-Láka frá árinu [[1946]] og þar til hann lést árið [[2001]]. Fyrsta ævintýrið um hann, ''Arizona 1880'', kom út 7. desember árið [[1946]] og birtist í ''[[Teiknimyndablaðið Svalur|teiknimyndablaðinu Sval]]'' sem varð vettvangur sagnanna næstu tvo áratugi. Morris samdi fyrstu ævintýrin um Lukku-Láka einn síns liðs og var yfirleitt um að ræða styttri sögur sem síðan komu út í bókarformi nokkrar í senn. Tók útlit Lukku-Láka talsverðum breytingum á þessum sokkabandsárum seríunnar þótt sum einkenni persónunnar, t.d. hárlokkurinn langi og kúrekafötin í belgísku fánalitunum, hafi verið til staðar frá öndverðu, að ógleymdum Léttfeta sem fylgt hefur Láka frá upphafi. Árið 1948 hélt Morris til Bandaríkjanna og ílengdist þar um nokkurra ára skeið. Í Bandaríkjunum kynntist hann höfundinum [[René Goscinny]] og fékk hann til að semja eina sögu um Lukku-Láka, [[Þverálfujárnbrautin|Þverálfujárnbrautina]], sem birtist í Sval á árunum 1955-1956. Eftir þetta samdi Goscinny Lukku-Láka sögurnar og stóð samstarf þeirra félaga við bókaflokkinn í um 20 ár. Héldu sögurnar áfram að birtast í Sval allt þar til Morris og Goscinny sögðu skilið við belgíska útgáfufélagið [[Dupuis]] árið 1967 og héldu til liðs við franska útgefandann [[Dargaud]] sem gaf út teiknimyndablaðið [[Pilote]]. Dargaud var frjálslyndara útgáfufélag en Dupuis á þessum tíma og Pilote þótti höfða til eldri lesenda myndasagna en Svalur. Er yfirleitt talið að vistaskiptin hafi gert bókaflokknum gott, en fyrsta sagan sem birtist í Pilote var [[Daldónaborg]]. Lukku-Láka sögurnar náðu miklum vinsældum í Evrópu á meðan á samstarfi þeirra Morris og Goscinny stóð og er tímabilið frá 1957-1977 yfirleitt talið vera gullöld seríunnar. Á þessu tímabili komu m.a. ýmsar eftirminnilegar persónur seríunnar til sögunnar, svo sem Daldónarnir, yngri frændur hinna raunverulega Daltonbræðra sem birst höfðu í einni af eldri sögum Morris, og hundurinn Rattati sem fyrst kom fram á sjónarsviðið í bókinni [[Í fótspor Daldóna]] og síðan í fjölmörgum seinni bókum. Eftir sviplegt andlát Goscinny árið 1977 hélt Morris áfram að teikna sögurnar, en fékk aðra til að sjá um handritsgerð. Komu ýmsir höfundar að ritun sagnanna eftir það, m.a. þeir [[Vicq]], [[Bob de Groot]], [[Jean Léturgie]], [[Xavier Fauche]], [[Lo Hartog Van Banda]], [[Guy Vidal]] og [[Patrick Nordmann]]. Aðdáendur bókaflokksins eru yfirleitt á einu máli um að bækurnar, sem komu út eftir lát Goscinny, standi gullaldarsögunum talsvert að baki. Morris lést árið 2001 og tók þá lærisveinn hans, franski teiknarinn [[Achde]], við keflinu. Achde hafði þá teiknað eina sögu um Lukku-Láka, [[Le Cuisinier francais]], sem kom út árið 2003, en er sjaldnast talin með í opinberu ritröðinni. Nafni bókaflokksins var þá breytt lítillega og í kjölfarið kom út bókin [[La Belle Province]] sem teiknuð er af Achde og skrifuð af [[Laurent Gerra]]. Síðan hafa nokkrir fleiri höfundar komið að ritun sagnanna, þ.e. þeir [[Daniel Pennac]], [[Tonino Benacquista]], [[Jacques Pessis]] og [[Jul]], en sá síðastnefndi semur nú handrit að nýjum sögum. Nú hafa komið út samtals 81 bók á frummálinu og hafa bækurnar verið þýddar á hartnær 30 tungumál.
== Sögurnar ==
Lukku-Láki er sérstaklega þekktur fyrir ótrúlega skothæfni sína og einstaka útsjónasemi. Hann ríður um á hesti sínum [[Léttfeti|Léttfeta]], dyggum fáki sem hann kallar „gáfaðasta hest í heimi“ og [[Rattati]], „heimskasti hundur í heimi“ er einnig oft með þeim félögum í för. Lukku-Láki lendir ítrekað í útistöðum við óheppnu glæpamennina, [[Dalton bræður|Dalton bræður]] og jafnvel móður þeirra líka.
Ártöl koma yfirleitt ekki fram í sögunum og Lukku-Láki er ætíð jafn gamall. Sögusviðið er þó yfirleitt raunsætt og persónur sagnanna sóttar í bandaríska sögu. Margar raunverulegar hetjur og skúrkar villta vestursins hafa orðið á vegi Lukku-Láka, til dæmis [[Billy the kid]], [[Jesse James]] og [[Roy Bean]]. Einnig hafa aðrar persónur úr mannkynssögunni komið við sögu, eins og [[Abraham Lincoln]] og [[Sigmund Freud]]. Goscinny sagði eitt sinn að hann og Morris reyndu, hvenær sem mögulegt var, að byggja ævintýri Lukku-Láka á raunverulegum atburðum en sagði jafnframt að þeir myndu ekki láta staðreyndir eyðileggja góða sögu.
== Titlar ==
[[Listi yfir Lukku Láka bækur]]
Lukku-Láka bækurnar eru nú yfir 80 talsins. Listinn sýnir nöfn og útgáfuár bókanna á frönsku og íslenskt heiti, númer og útgáfuár þar sem við á. Stuðst er við íslensk heiti þeirra bóka, sem komið hafa út á íslensku, og íslensk heiti sem öðrum bókum í bókaflokknum voru gefin í bókinni [[Allt um Lukku Láka|Allt um Lukku-Láka]] sem kom út árið 1978. Í öðrum tilvikum er stuðst við heiti bókanna á frummálinu.
Á listanum er nokkrum bókum sleppt sem yfirleitt eru ekki taldar með í númeruðu seríunni. Ein þeirra er [[Þjóðráð Lukku-Láka]] (f. La Ballade des Dalton) sem kom út á frönsku árið 1978 og í íslenskri þýðingu sama ár. Þar er á ferðinni myndskreytt saga sem kom út í tengslum við samnefnda kvikmynd um Lukku-Láka frá árinu 1978. Samnefnd teiknimyndasaga birtist síðar í bókinni [[La Ballade des Dalton et autres histoires|La Ballade des Dalton et autres histories]] sem kom út árið 1986 og telst 55. bókin í bókaflokknum. Þá er bókin [[Á léttum fótum. Spes tilboð]] sem kom út í íslenskri þýðingu árið 1982 ekki hluti af opinberu ritröðinni.
# [[Gullnáman]] (La Mine d'or de Dick Digger, 1949) [Ísl. útg. 1979, bók 22, að hluta]
# [[Hroðreið]] (Rodéo, 1949)
# [[Arísóna (bók)|Arísóna]] (Arizona, 1951) [Ísl. útg. 1979, bók 22, að hluta]
# [[Undir Vesturhimni]] (Sous le ciel de l'Ouest, 1952)
# [[Spilafanturinn]] (Lucky Luke contre Pat Poker, 1953) [Ísl. útg. 1981, bók 28]
# [[Eldri Daldónar]] (Hors la loi, 1954) [Ísl. útg. 1982, bók 30]
# [[Kynjalyfið]] (L'Elixir du Docteur Doxey, 1955)
# [[Lukku-Láki og Langi Láki]] (Lucky Luke et Phil Defer, 1956) [Ísl. útg. 1980, bók 24]
# [[Þverálfujárnbrautin]] (Des rails sur la Prairie, 1957) [Ísl. útg. 1981, bók 27]
# [[Bardaginn við Bláfótunga]] (Alerte aux Pieds Bleus, 1958) [Ísl. útg. 1983, bók 33]
# [[Óaldarflokkur Jússa Júmm]] (Lucky Luke contre Joss Jamon, 1958)
# [[Daldónar, ógn og skelfing Vestursins]] (Les Cousins Dalton, 1958) [Ísl. útg. 1978, bók 6]
# [[Rangláti dómarinn]] (Le Juge, 1959) [Ísl. útg. 1979, bók 18]
# [[Allt í sóma í Oklahóma]] (Ruée sur l'Oklahoma, 1960) [Ísl. útg. 1977, bók 3]
# [[Flótti Daldóna]] (L'évasion des Dalton, 1960)
# [[Fúlspýt á Fúlalæk]] (En remontant le Mississippi, 1961)
# [[Í fótspor Daldóna]] (Sur la piste des Dalton, 1961)
# [[Í skugga borturnsins]] (A l'ombre des Derricks, 1962)
# [[Karlarígur í Kveinabæli]] (Les Rivaux de de Painful Gulch, 1962) [Ísl. útg. 1978, bók 5]
# [[Billi Barnungi]] (Billy the kid, 1962) [Ísl. útg. 1978, bók 12]
# [[Undir Svörtufjöllum]] (Les Collines noires, 1963)
# [[Kuldaboli bítur Daldóna]] (Les Dalton dans le blizzard, 1963) [Ísl. útg. 2020, bók 38]
# [[Daldónar á ferð og flugi]] (Les Dalton courent toujours, 1964) [Ísl. útg. 1978, bók 11]
# [[Vagnalestin]] (La Caravane, 1964) [Ísl. útg. 1980, bók 23]
# [[Draugabærinn]] (La Ville fantôme, 1964) [Ísl. útg. 2016, bók 34]
# [[Batnandi englar]] (Les Dalton se rachètent, 1965) [Ísl. útg. 1978, bók 13]
# [[20. riddarasveitin]] (Le 20e cavalerie, 1965) [Ísl. útg. 1977, bók 2]
# [[Heiðursvörður Billa Barnunga]] (L'Escorte, 1966) [Ísl. útg. 1979, bók 19]
# [[Gaddavír á gresjunni]] (Des barbelés sur la prairie, 1967) [Ísl. útg. 1979, bók 20]
# [[Svala sjana]] (Calamity Jane, 1967) [Ísl. útg. 1978, bók 8]
# [[Rex og pex í Mexíkó]] (Tortillas pour les Dalton, 1967) [Ísl. útg. 1978, bók 7]
# [[Póstvagninn]] (La Diligence, 1968)
# [[Grænjaxlinn]] (Le Pied-Tendre, 1968) [Ísl. útg. 1980, bók 26]
# [[Daldónaborg]] (Dalton City, 1969)
# [[Jessi Jamm og Jæja]] (Jesse James, 1969)
# [[Leikför um landið]] (Western Circus, 1970) [Ísl. útg. 1979, bók 17]
# [[Apasagjáin]] (Canyon Apache, 1971) [Ísl. útg. 1978, bók 9]
# [[Mamma Dagga]] (Ma Dalton, 1971) [Ísl. útg. 1978, bók 10]
# [[Sjakalinn]] (Chasseur de primes, 1972) [Ísl. útg. 2019, bók 37]
# [[Stórfurstinn]] (Le Grand Duc, 1973) [Ísl. útg. 2018, bók 36]
# [[Ríkisbubbinn Rattati]] (L'héritage de Rantanplan, 1973) [Ísl. útg. 1978, bók 14]
# [[Allt um Lukku Láka|Allt um Lukku-Láka]] (7 Histoires de Lucky Luke, 1974) [Ísl. útg. 1978, bók 16]
# [[Hvíti kúrekinn]] (Le Cavalier blanc, 1975)
# [[Sálarháski Dalton bræðra]] (La Guérison des Dalton, 1975) [Ísl. útg. 1977, bók 4]
# [[Kalli keisari]] (L'Empereur Smith, 1976) [Ísl. útg. 1977, bók 1]
# [[Söngvírinn]] (Le fil qui chante, 1977) [Ísl. útg. 1979, bók 21]
# [[Fjársjóður Daldóna]] (Le Magot des Dalton, 1980) [Ísl. útg. 1980, bók 25]
# [[Einhenti bandíttinn]] (Le Bandit manchot, 1981) [Ísl. útg. 1981, bók 29]
# [[La Corde du pendu et autres histoires]] (1982) [Ísl. útg. 1982, að hluta]
# [[Sara Beinharða]] (Sarah Bernhardt, 1982) [Ísl. útg. 1982, bók 32]
# [[Daisy Town]] (1983)
# [[Fingers]] (1983)
# [[Le Daily Star]] (1984)
# [[La Fiancée de Lucky Luke|Makaval í Meyjatúni]] (La Fiancée de Lucky Luke, 1985) [Ísl. útg. 2017, bók 35]
# [[La Ballade des Dalton et autres histoires]] (1986) [Ísl. útg. 1982, að hluta]
# [[Le Ranch maudit]] (1986)
# [[Nitroglycérine]] (1987)
# [[L'Alibi]] (1987)
# [[Le Pony Express]] (1988)
# [[L'Amnésie des Dalton]] (1991)
# [[Chasse aux fantômes]] (1992)
# [[Les Dalton à la noce]] (1993)
# [[Le Pont sur le Mississipi]] (1994)
# [[Kid Lucky]] (1995)
# [[Belle Star]] (1995)
# [[Le Klondike]] (1996)
# [[O.K. Corral]] (1997)
# [[Oklahoma Jim]] (1997)
# [[Marcel Dalton]] (1998)
# [[Le Prophète]] (2000)
# [[L'Artiste peintre]] (2001)
# [[La Légende de l'Ouest]] (2002)
# [[La Belle Province]] (2004)
# [[La Corde au cou]] (2006)
# [[L'Homme de Washington]] (2008)
# [[Lucky Luke contre Pinkerton]] (2010)
# [[Cavalier seul]] (2012)
# [[Les tontons Dalton]] (2014)
# [[La Terre promise]] (2016)
# [[Un cow-boy à Paris]] (2018)
# [[Un cow-boy dans le Coton]] (2020)
# [[L'Arche de Rantanplan]] (Væntanleg)
== Tengdar bókaseríur ==
Árið 1987 hóf Morris að teikna sjálfstæð ævintýri um fangelsishundinn Rattata (f. Rantanplan). Komu alls út 19 bækur í þessari seríu og komu ýmsir höfundar að ritun þeirra, m.a. [[Jean Léturgie]], [[Xavier Fauche]], [[Bob deGroot]] og [[Vittorio Leonardo]], en eftir lát Morris árið 2001 teiknaði [[Michel Janvier]] sögurnar. Árið 1995 leit síðan dagsins ljós fyrsta bókin um æskuár Lukku-Láka. Hafa nú komið út alls sex bækur af þessum toga, en fyrstu tvær - [[Kid Lucky]] sem kom út árið 1995 og [[Oklahoma Jim]] sem kom út árið 1997 - eru yfirleitt taldar með hinum reglulegu Lukku-Láka bókum, en báðar voru teiknaðar af [[Didier Conrad]] undir pennaheitinu Pearce. Síðar hafa bæst við fjórar bækur sem [[Achde]] teiknaði og samdi um litla Lukku-Láka.
== Sérstök ævintýri um Lukku-Láka ==
Í gegnum tíðina hafa litið dagsins ljós nokkur ævintýri um Lukku-Láka sem ekki teljast til aðalbókaflokksins. Dæmi um þetta eru bækurnar [[Þjóðráð Lukku-Láka]] og [[Á léttum fótum. Spes tilboð]]. Einnig má nefna bókina [[Rocky Luke - Banlieue West]] sem kom út árið 1985 þar sem ýmsir myndasöguteiknarar og -höfundar skopstæla Lukku-Láka í stuttum sögum. Þá er bókin [[Le Cuisinier francais]] (ísl. Franski kokkurinn) eftir Achde, sem kom út árið 2003, sjaldnast talin með í opinberu ritröðinni.
Í tilefni af sjötugsafmæli Lukku-Láka árið 2016 kom út bókin [[Maðurinn sem drap Lukku-Láka]] (L'Homme qui tua Lucky Luke) eftir franska teiknarann [[Matthieu Bonhomme]], teiknimyndasaga í raunsæisstíl sem er talsvert frábrugðin bókunum í aðalbókaflokknum. Bókin fékk prýðisgóðar viðtökur og vann til sérstakra verðlauna á teiknimyndasöguhátíðinni í [[Angouléme]] í Frakklandi í ársbyrjun 2017. Um sama leyti og af sama tilefni kom út bókin [[Jolly Jumper ne répond plus]] (ísl. Léttfeti svarar ekki) eftir franska teiknarann [[Guillaume Bouzard]]. Er hún sömuleiðis í teiknistíl sem er mjög ólíkur stíl reglulegu bókanna. Fleiri bækur hafa fylgt í kjölfarið, m.a. tvær á þýsku, og sér ekki fyrir endann á þessari hliðarútgáfu. Eru sumir útgefendur farnir að gefa bókunum númer og telur serían nú fimm bækur:
# [[Maðurinn sem drap Lukku-Láka]] (L'Homme qui tua Lucky Luke) eftir Matthieu Bonhomme, 2016 [ísl .útg. 2021].
# [[Jolly Jumper ne répond plus]] eftir Guillaume Bouzard, 2017.
# [[Lucky Luke sattelt um]] eftir Mawil, 2019.
# [[Wanted Lucky Luke]] eftir Matthieu Bonhomme, 2021.
# [[Zarter Schmelz]] eftir Ralf König, 2021.
== Bækur á íslensku ==
Útgáfa Lukku-Láka á íslensku hófst árið 1977 með útgáfu [[Fjölvi|Fjölva]] á [[Kalli keisari|Kalla keisara]]. Varð útgáfa bókanna hér á landi mjög ör þar sem Fjölvi gaf bækurnar út í samstarfi við stærri útgefendur á Norðurlöndunum og komu fyrstu 20 bækurnar allar út á þremur árum. Síðasta bókin frá Fjölva, [[Bardaginn við Bláfótunga]], kom út árið 1983, en eftir það lagðist útgáfa bókanna af. Fyrir jólin árið 2016 hófst útgáfa Lukku-Láka bókanna á íslensku á nýjan leik á vegum [[Froskur útgáfa|Frosks útgáfu]] sem er með öllu ótengd fyrri útgefanda. Kom þá út bókin [[Draugabærinn]].
Lukku-Láka bækurnar eru eftirfarandi, raðað í röð eftir því hvenær þær voru gefnar út á íslensku (innan sviga eru nöfnin á frummáli og upprunalegt útgáfuár, innan hornklofa er útgáfuár á Íslandi):
# ''[[Kalli keisari]]'' - (''L'Empereur Smith'') ([[1976]]) [1977]
# ''[[20. riddarasveitin]]'' - (''Le 20éme de cavalerie'') ([[1965]]) [1977]
# ''[[Allt í sóma í Oklahóma]]'' - (''Ruée sur l'Oklahoma'') ([[1960]]) [1977]
# ''[[Sálarháski Dalton bræðra]]'' - (''La guérison des Dalton'') ([[1975]]) [1977]
# ''[[Karlarígur í Kveinabæli]]'' - (''Les Rivaux de Painful Gulch'') ([[1962]]) [1978]
# ''[[Daldónar, ógn og skelfing Vestursins]]'' - (''Les cousins Dalton '') ([[1958]]) [1978]
# ''[[Rex og pex í Mexíkó]]'' - (''Tortillas pour les Dalton'') ([[1967]]) [1978]
# ''[[Svala sjana]]'' - (''Calamity Jane'') ([[1967]]) [1978]
# ''[[Apasagjáin]]'' - (''Canyon Apache'') ([[1971]]) [1978]
# ''[[Mamma Dagga]]'' - (''Ma Dalton'') ([[1971]]) [1978]
# ''[[Daldónar á ferð og flugi]]'' - (''Les Dalton courent toujours'') ([[1964]]) [1978]
# ''[[Billi Barnungi]]'' - (''Billy the Kid'') ([[1962]]) [1978]
# ''[[Batnandi englar]]'' - (''Les Dalton se rachétent'') ([[1965]]) [1978]
# ''[[Ríkisbubbinn Rattati]]'' - (''L'Héritage de Rantanplan'') ([[1973]]) [1978]
# ''[[Þjóðráð Lukku-Láka]]'' - (''La Ballade des Dalton'') ([[1978]]) [1978]
# ''[[Allt um Lukku Láka|Allt um Lukku-Láka]]'' - (''7 histoires complètes – série 1'') ([[1974]]) [1978]
# ''[[Leikför um landið]]'' - (''Western Circus'') ([[1970]]) [1979]
# ''[[Rangláti dómarinn]]'' - (''Le juge'') ([[1959]]) [1979]
# ''[[Heiðursvörður Billa Barnunga]]'' - (''L'Escorte'') ([[1966]]) [1979]
# ''[[Gaddavír á gresjunni]]'' - (''Des barbelés sur la prairie'') ([[1967]]) [1979]
# ''[[Söngvírinn]]'' - (''Le fil qui chante'') ([[1977]]) [1979]
# ''[[Meðal róna og dóna í Arisóna og Gullnáman]]'' - (''Arizona / La mine d´or de Dick Digger'') ([[1951]] / [[1949]]) [1980]
# ''[[Vagnalestin]]'' - (''La caravane'') ([[1964]]) [1980]
# ''[[Lukku-Láki og Langi Láki]]'' - (''Lucky Luke contre Phil Defer'') ([[1956]]) [1980]
# ''[[Fjársjóður Daldóna]]'' - (''Le magot des Dalton'') ([[1980]]) [1980]
# ''[[Grænjaxlinn]]'' - (''Le Pied-tendre'') ([[1968]]) [1980]
# ''[[Þverálfujárnbrautin]]'' - (''Des rails sur la prairie'') ([[1957]]) [1981]
# ''[[Spilafanturinn]]'' - (''Lucky Luke contre Pat Poker'') ([[1953]]) [1981]
# ''[[Einhenti bandíttinn]]'' - (''Le bandit manchot'') ([[1981]]) [1981]
# ''[[Á léttum fótum. Spes tilboð]]'' - ([[1972]]) [1982]
# ''[[Eldri Daldónar]]'' - (''Hors-la-loi'') ([[1954]]) [1982]
# ''[[Sara Beinharða]]'' - (''Sarah Bernhardt'') ([[1982]]) [1982]
# ''[[Bardaginn við Bláfótunga]]'' - (''Alerte aux Pieds Bleus'') ([[1958]]) [1983]
# ''[[Draugabærinn]]'' - (''La Ville fantôme'') ([[1964]]) [2016]
# ''[[La Fiancée de Lucky Luke|Makaval í Meyjatúni]]'' - (''La Fiancée de Lucky Luke'') ([[1985]]) [2017]
# ''[[Stórfurstinn]]'' - (''Le Grand Duc'') ([[1973]]) [2018]
# ''[[Sjakalinn]]'' - (''Chasseur de primes'') ([[1972]]) [2019]
# ''[[Kuldaboli bítur Daldóna]]'' - (''Les Dalton dans le blizzard'') ([[1963]]) [2020]
# ''[[Maðurinn sem drap Lukku-Láka]]'' - (''L'Homme qui tua Lucky Luke'') ([[2016]]) [2021]
* ''Þjóðráð Lukku-Láka'' er gerð eftir teiknimynd og ekki eftir Morris, en þó um Lukku-Láka.
* ''Á léttum fótum. Spes tilboð'' er lítið hefti / smásaga í minna broti en aðrar Lukku-Láka bækur.
== Reykingarnar ==
Fljótlega eftir að Lukku-Láki kom fyrst fram á sjónarsviðið í teiknimyndablaðinu Sval fór hann að reykja sígarettur í sögunum. Eftir því sem tíminn leið ágerðist þessi ávani Láka. Morris var stundum gagnrýndur fyrir sígarettuna sem Lukku-Láki hafði alltaf uppi í sér. Gagnrýninni svaraði hann iðulega á þann veg að sígarettan tilheyrði karakternum, svona líkt og pípan hans [[Stjáni blái|Stjána bláa]]. Í viðtali við Verdens Gang í Noregsheimsókn árið 1981 sagði Morris að franska heilbrigðisráðuneytið hefði gert athugasemdir við reykingarnar. Morris varð á endanum að láta undan, aðallega til að eiga greiðari aðgang að bandarískum markaði. Þegar bókin [[Fingers]] kom út árið 1983 hafði grasstrá leyst sígarettuna af hólmi. Þar með var ímyndin um „harða“ Lukku-Láka farin fyrir bí. Morris hlaut sérstaka viðurkenningu frá [[Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin|Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni]] árið 1988 fyrir að fjarlægja tóbakið og Lukku-Láki hefur ekki byrjað að reykja aftur. Þegar útgáfa Lukku-Láka bókanna á ensku hófst að nýju árið 2006 á vegum útgefandans Cinebook var forsíðukápu allra bókanna breytt þannig að sígarettunni var skipt út fyrir strá.
== Kvikmyndir og sjónvarp ==
Fjórar teiknimyndir voru gerðar um Lukku-Láka. Þríleikurinn, „[[Daisy Town]]“, „[[La Ballede des Dalton]]“ og „[[Les Dalton en cavale]]“ kom út á árunum 1971-1983 og fjórða myndin, „[[Tous à l'Ouest: Une aventure de Lucky Luke]]“ kom út árið 2007.
*Árið [[1983]] framleiddi [[Hanna-Barbera]] myndverið teiknimyndaseríu um Lukku-Láka, alls 52 þætti.
*Árið [[2001]] framleiddi franska framleiðslufyrirtækið, [[Xilam]] 52 þætti undir nafninu ''[[Les Nouvelles aventures de Lucky Luke]]'' eða „Nýjustu ævintýri Lukku-Láka“.
*Árið [[1991]] komu tvær leiknar kvikmyndir út um Lukku-Láka og árið [[1992]] var gefin út leikin þáttaröð sem [[Terence Hill]] leikstýrði og fór jafnframt með hlutverk Lukku-Láka. Þættirnir urðu alls 8. Til stóð að þættirnir yrðu fleiri, en Terence Hill glímdi við þunglyndi í kjölfar sonarmissis á árinu 1991 þannig að ekkert varð úr frekari framleiðslu.
*Árið [[2004]] kom út myndin [[Les Dalton]] og lék þá [[Til Schweiger]] Lukku-Láka.
*Árið [[2009]] kom út myndin Lucky Luke og fór þá franski leikarinn [[Jean Dujardin]] með hlutverk skyttunnar knáu.
== Tölvuleikirnir ==
Í gegnum árin hafa nokkrir [[tölvuleikir]] komið út um Lukku-Láka, mest þó í [[Evrópa|Evrópu]]. Einnig var gerður leikur um hann sem hægt er að spila í símum. Helstu tölvurnar sem leikirnir höfðuðu til voru [[Nintendo DS]] [[Nintendo WII]] og [[PC]].
== Heimildir ==
* Unnar Árnason: „Var Lukku-Láki til? Er einhver ljósmynd til af honum?“. Vísindavefurinn 28.1.2003. http://visindavefur.is/?id=3074. (Skoðað 21.4.2012).
* Freddy Milton og Henning Kure: "Ævintýrið um Morris, Goscinny og Lukku-Láka". Birtist í [[Allt um Lukku Láka|Allt um Lukku-Láka]], 1978.
* Yvan Delporte: Lucky Luke - Den illustrerede Morris-bog. Egmont Serieforlaget A/S. 2004.
* Lucky Luke. 1957-1958. Egmont Serieforlaget A/S. 2003.
* Lucky Luke. 1983-1984. Egmont Serieforlaget A/S. 2006.
* Lucky Luke. 1999-2002. Egmont Serieforlaget A/S. 2007.
* [http://www.transformationsjournal.org/wp-content/uploads/2016/12/Pellegrin_Transformations24.pdf] Grein eftir Annick Pellegrin. Sótt 27.2.2017.
* [https://kjarninn.is/skyring/2016-01-30-lukku-laki-sjotugur/] Grein eftir Frey Eyjólfsson á Kjarnanum. Sótt 4.12.2020.
== Tenglar ==
*[http://www.lucky-luke.com/ Opinber síða Lukku-Láka (frönsk)]
*[http://www.icetones.se/textar/l/lukku_laki.htm Lagið um Lukku-Láka á íslensku]
*[http://www.oocities.org/fckef/ Vefsetur Lukku-Láka]
*[http://koti.mbnet.fi/~z14/euro-comics/lucky_luke.html Bækurnar um Lukku-Láka á ensku] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20090719074147/http://koti.mbnet.fi/~z14/euro-comics/lucky_luke.html |date=2009-07-19 }}
[[Flokkur:Lukku-Láki]]
[[Flokkur:Myndasögupersónur]]
[[Flokkur:Myndasögur]]
kw2w0k00u5pxzqcjy164n9rtq6cu5qi
Sjálfstjórnarsvæðið Madríd
0
117454
1765871
1756541
2022-08-23T22:31:27Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
{| {{Landatafla}}
|+ <big>'''Comunidad de Madrid'''</big>
|-
| align=center width=140px | [[Mynd:Flag of the Community of Madrid.svg|125px|]]
| align=center width=140px | [[Mynd:Escudo de la Comunidad de Madrid.svg|115px|]]
|-
| align=center width=140px |
| align=center width=140px |
|-
| style=background:#efefef; align=center colspan=2 | -
|-
| align=center colspan=2 | [[Mynd:Localización de la Comunidad de Madrid.svg|300px]]
|-
| [[Opinbert tungumál|Opinber tungumál]]
| [[Spænska]]
|-
| [[Höfuðborg]]
| [[Madrid]]
|-
| [[Konungur Spánar|Konungur]]
| [[Filippus 6. Spánarkonungur|Filippus 6.]]
|-
| [[Forsæti]]
| [[Ignacio González González]]
|-
| [[Flatarmál]]<br /> - Samtals<br /> - % vatn
| [[Lönd eftir stærð|12. í Spáni]]<br />8028 km²<br />-
|-
| [[Gjaldmiðill]]
| [[Evra|Evra (€)]]
|-
| [[Tímabelti]]
| [[UTC]]+1 (UTC+2 [[Evrópskur sumartími|á sumrin]])
|-
| [[Þjóðsöngur]]
| [[Himno de la Comunidad de Madrid]]
|-
| [[Landsnúmer]]
| 34
|}
'''Sjálfstjórnarsvæðið Madríd''' ([[spænska]]: ''Comunidad de Madrid'') er [[Sjálfstjórnarsvæði Spánar|spænskt sjálfstjórnarsvæði]] á miðjum [[Pýreneaskagi|Pýreneaskaganum]] fyrir miðbik [[Spánn|Spánar]]. Höfuðborg sjálfstjórnarsvæðisins og jafnframt Spánar er [[Madríd]]. Íbúar eru um 6,8 milljónir (2021) og er stærð þess 8,028 km2. Sjálfstjórnarsvæðið var stofnað árið 1983. Samvaxin eða í kringum Madríd er byggð og eru fjölmennustu sveitarfélögin Mostóles, Fuenlabrada, Alcorcón, Leganés, Getafe og Alcalá de Henares.
Þrjú svæði eru á lista [[UNESCO]] yfir menningarminjar þar: Klaustrið í [[El Escorial]], Háskólinn og sögulegi miðbærinn í [[Alcalá de Henares]] og menningarlandslagið í [[Aranjuez]]. Norður af höfuðborginni er fjalllendi, Guadarrama, sem nær 200 metra hæð og skógar af [[skógarfura|skógarfuru]] og [[pýreneaeik]]. Þar finnst villt [[gaupa]].
{{Spánn}}
{{Stubbur|landafræði}}
[[Flokkur:Spænsk sjálfstjórnarsvæði]]
[[Sjálfstjórnarsvæðið Madríd]]
r2oz3md01p9pdg3lnypt6p934oi2i6b
Snið:Úrvalsdeild karla í körfuknattleik
10
118117
1765837
1557933
2022-08-23T16:17:39Z
157.157.61.27
wikitext
text/x-wiki
{| class="toccolours" style="margin: 0.5em auto; width:47em; clear: both; font-size: 95%;text-align:center;"
| colspan="12" |
{| width="100%" style="background-color: transparent;"
|-
|- rowspan="2"
| valign="top" | [[Mynd:Basketball pictogram.svg|42px|Handball pictogram]]
|align="center" style="background:#BFD7FF;" width="110%" | '''Lið í [[Subway deild karla]] 2022-2023'''
|[[Mynd:Flag of Iceland.svg|42px|Flag of Iceland]]
|}
{| width="100%" style="background-color: transparent;"
|-
|colspan="3" align="center"|
{{Lið Grindavík}} • {{Lið Tindastóll}} • {{Lið ÍR}} • {{Lið Keflavík}} • {{Lið KR}} • {{Lið Njarðvík}} • </br>{{Lið Haukar}} • {{Lið Breiðablik}} • {{Lið Stjarnan}} • {{Lið Höttur.}} • {{Lið Þór Þ.}}
|}
|}<noinclude>
[[Flokkur:Þemasnið]]
48yivtm8fey2rt1lzpgpwo9yt476hmt
Afrískar býflugur
0
135012
1765862
1748026
2022-08-23T20:56:06Z
Svarði2
42280
stafsetning
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| name = Killer Bee
| image = J Pod - Killer Bee (by-sa).jpg
| image_width = 250px
| regnum = [[Dýraríki]] (''[[Animalia]]'')
| phylum = [[Liðdýr]] (''[[Arthropoda]]'')
| classis = [[Skordýr]] (''[[Insecta]]'')
| ordo = [[Æðvængjur]] (''[[Hymenoptera]]'')
| subordo = [[Broddvespur]] (''[[Apocrita]]'')
| superfamilia = ''[[Apoidea]]''
| familia = ''[[Apidae]]''
| subfamilia = ''[[Apinae]]''
| tribus = ''[[Apini]]''
| genus = ''[[Apis (genus)|Apis]]''
| species = ''[[Apis mellifera]]''
| subdivision_ranks = Undirtegundir
| subdivision = Kynblendingur (sjá texta)
}}
'''Afrískar býflugur''', einnig þekktar sem '''drápsbýflugur''' (killer bees), eru blendingar af undirtegundum [[Alibýfluga|alibýflugu]] (''Apis mellifera''). Þær eru [[Apis mellifera scutellata]] (Afríkubý), ásamt ýmsum evrópskum undirtegundum; ''[[Apis mellifera ligustica]]'' og ''[[Apis mellifera iberiensis]]''.
Afríkubý voru fyrst flutt til [[Brasilía|Brasilíu]] um 1950 til að reyna að auka hunangsframleiðslu með kynblöndun við evrópsk bý; en, 1957, sluppu 26 blendingssvermir óvart úr einangrun. Síðan þá hefur blendingsstofninn breiðst út um Suður Ameríku, og kom til Norður Ameríku 1985. Bú fundust í suður Texas (B.N.A.) 1990. Stofninn hefur breiðst yfir til norðvestur B.N.A. 2011.<ref>{{cite web|title=Killer Bees|url=https://www.si.edu/Encyclopedia_SI/nmnh/buginfo/killbee.htm|website=Smithsonian|publisher=Smithsonian|accessdate=3 September 2016|archive-date=11 október 2016|archive-url=https://web.archive.org/web/20161011005659/https://www.si.edu/Encyclopedia_SI/nmnh/buginfo/killbee.htm|dead-url=yes}}</ref>
Drápsbýflugur eru árásargjarnari, og bregðast við hraðar en Evrópskar býflugur. Þær geta elt fórnarlambið 400 m; þær hafa drepið um 1,000 manns, og fórnarlömbin fá tífalt meiri stungur en hjá Evrópskum býflugum.<ref>http://www.si.edu/Encyclopedia_SI/nmnh/buginfo/killbee.htm</ref> Þær hafa einnig drepið hesta og önnur húsdýr.<ref>http://www.cbsnews.com/news/thousands-of-bees-attack-texas-couple-kill-horses/ http://www.travelerstoday.com/articles/7006/20130729/killer-bees-kill-horses-couple-attacked-30-000-2-5.htm</ref>
== Saga ==
Það eru 28 viðurkenndar [[undirtegund]]ir af alibýflugu ''Apis mellifera'', flokkaðar aðallega eftir útbreiðslusvæðum. Allar undirtegundirnar geta blandast hver annarri. Landfræðileg einangrun hefur myndað fjölda staðbundinna aðlaganna. Þessar aðlaganir eru til dæmis að klaktími sé samhæfður blómgun jurta svæðisins, myndun klasa á kaldari svæðum, myndun flökkusvarma í Afríku, auk fjölda annarra eiginleika.
Drápsbýflugurnar eru upprunnar frá búum sem voru hjá líffræðingnum [[Warwick Estevam Kerr|Warwick E. Kerr]], sem hafði blandað Evrópskum og [[Apis mellifera scutellata|suður Afrískum hunangsflugum]]. Kerr var að reyna að rækta fram stofn sem myndi framleiða meira hunang og vera betur aðlöguð hitabeltisloftslagi heldur en Evrópski stofninn sem var í notkun í Norður, Mið og Suður Ameríku.
Búin sem voru með þennann tiltekna stofn voru í [[býgarður]] nálægt [[Rio Claro, São Paulo|Rio Claro]], [[São Paulo (fylki)|São Paulo]], í suðaustur [[Brasilía]] og voru þekkt fyrir að vera sérstaklega árásargjörn. Þessi bú höfðu verið útbúin með sérstökum drottningargrindum (á ensku; queen excluder) til að hindra drottningar og dróna (þau eru stærri en vinnubýin) í að sleppaút og blandast við Evrópsku býin sem voru á svæðinu. Samkvæmt Warwick, þá var býræktandi í heimsókn í október 1957, sem tók eftir eð drottningargrindurnar trufluðu ferðir vinnubýanna og fjarlægði þær, sem olli því að 26 svermir af ''[[Apis mellifera scutellata|A. m. scutellata]]'' ættaðir frá [[Tanganyika]] sluppu út. Eftir þetta breiddist þessi stofn út og blandaðist við evrópsku búin; síðan hafa afkomendur þeirra breiðst út um Ameríku.
Fyrstu drápsbýflugurnar í Bandaríkjunum fundust á olíusvæði í [[San Joaquin Valley]] í Kaliforníu. Býflugnasérfræðingar telja að búið hafi komið í sendingu af olíu-borpípum frá Suður Ameríku.<ref>{{cite news|last=LePage|first=Andrew|title=San Diego Officials Setting Traps for Expected Arrival of 'Killer Bees'|url=http://articles.latimes.com/1989-05-10/news/mn-2787_1_africanized-killer-bees-san-diego-county|newspaper=Los Angeles Times|date=May 10, 1989}}</ref> Fyrstu varanlegu búin komu til Texas frá Mexíkó 1990. Í Tucson í Arisóna, sýndi rannsókn á fönguðum svermuna 1994 að aðeins 15 prósent voru af Afríkuættum; þetta hafði aukist í 90% um 1997.<ref>{{cite journal|url=http://apisenterprises.com/papers_htm/Misc/AHB%20in%20the%20Americas.htm |title= The Africanized Honey Bee in the Americas: A Biological Revolution with Human Cultural Implications |journal=American Bee Journal |year= 2006|author=Sanford, Malcolm T. }}</ref>
[[File:Killerbees ani.gif|thumb|left|Kort sem sýnir útbreiðslu Drápsbýflugna í Bandaríkjunum frá 1990 til 2003]]
Þó að drápsbýin sýni ákveðna hegðun sem er óæskileg, árásargirni og svermun aðallega, þá eru þau nú aðal gerðin af býflugum í [[býrækt]] í Mið og Suður Ameríku vegna "genetic dominance" sem og hæfileiki þeirra til að "out-compete" Evrópska frændur sína, með greinileg merki þess að þau eru öflugir hunangsframleiðendur og frjóvgarar.
Aðal munur á Drápsbýflugum og öðrum vestrænum býflugum er:
* Hneigjast til að sverma oftar og fara lengra en aðrar gerðir af alibýflugum.
* Eru líklegri til að flytja sig sem svar við takmörkuðu fæðuframboði.
* Eru líklegri til að yfirgefa búin sem viðbragð við álagi.
* Eru árásargjarnari en aðrar alibýflugur.
* Hafa stærra varúðarsvæði kring um búin.
* Hafa hærra hlutfall af "vörðum" í búinu.
* Fara í stærri hópum til varnar búinu og elta ætlaða ógn lengri vegalengdir en önnur bý.
* Búa frekar í jarðholum en önnur evrópsk bý.
* Þola ekki lengri tímabil án fæðuöflunar, sem hindrar þau í að setjast að á svæðum með hörðum vetrum eða sérstaklega þurrum síðsumrum.
[[File:Africanized honey bee hive.jpg|thumb|Bú á húsi við [[Gila River Indian Community]] í Arísóna]]
Koma Drápsbýflugna í Suður Ameríku ógnar þeirri gömlu list að halda stinglaus bý ''([[Melipona]])'' í holum trjábolum, jafnvel þó þau blandist ekki eða beinlínis keppi við hvort annað. Hunangsframleiðsla Drápsbýfluna getur verið 100 kg sem er langt yfir 3 til 5 kg frá hinum mismunandi ''Melipona'' tegundum. Þannig er það efnahagslegur þrýstingur sem fær býræktendur til að skifta frá hefðbundnum býum forfeðra sinna yfir í yfir í Drápsbýflugur. Hvort að það leiði til útrýmingar þeirra er óvíst þar sem þau eru vel aðlöguð, verandi villt, og það er fjöldi villtra plöntutegunda sem sem Alibýflugur heimsækja ekki.
[[File:Creation-Via-Pollination.jpg|thumb|250px|right|Drápsbýflugur frjóvga Opuntia engelmannii, í [[Mojave]] eyðimörkinni]]
== Viðbótar lesning ==
* {{cite journal | author = Collet T. |author2=Ferreira K.M. |author3=Arias M.C. |author4=Soares A.E.E. |author5=Del Lama M.A. | year = 2006 | title = Genetic structure of African honeybee populations (''Apis mellifera'' L.) from Brazil and Uruguay viewed through mitochondrial DNA COI–COII patterns | url = https://archive.org/details/sim_heredity_2006-11_97_5/page/329 | journal = Heredity | volume = 97 | issue = 5 | pages = 329–335 | doi = 10.1038/sj.hdy.6800875 | pmid = 16955114 }}
== Ytri tenglar ==
* [http://www.pestworld.org/pest-guide/stingingbiting-insects/africanized-killer-bees/ Africanized Bee Fact Sheet] includes information on biology, habits, habitat and prevention tips
* [http://entomology.ifas.ufl.edu/creatures/misc/bees/ahb.htm African honey bee] on the [[University of Florida|UF]] / [[Institute of Food and Agricultural Sciences|IFAS]] Featured Creatures Web site
* [http://www.invasivespeciesinfo.gov/animals/afrhonbee.shtml Species Profile- Africanized Honeybee (''Apis mellifera scutellata Lepeletier'')], National Invasive Species Information Center, [[United States National Agricultural Library]]. Lists general information and resources for Africanized Honeybee.
* {{Internet Archive short film|id=gov.ntis.ava14949vnb1|name=Africanized Bee Alert (1985)}}
*[http://www.visindavefur.is/svar.php?id=468 Er hægt að stöðva útbreiðslu "brjáluðu býflugunnar" sem varð til hjá brasilískum vísindamönnum við kynblöndun? Vísindavefurinn]
==Sjá einnig==
* [[Apiology]]
* [[Hunang]]
* ''[[More Than Honey]]''— Svissnesk heimildarmynd (2012) um stöðu býflugnaræktar
==Tilvísanir==
{{Reflist}}
{{Stubbur|líffræði}}
[[Flokkur:Býflugur]]
spxtqngg5s1c7zmtkwl14a9v1g55bdr
Windows 10
0
142970
1765881
1741068
2022-08-24T10:24:31Z
Comp.arch
32151
Er enn hægt að uppfæra ókeypis, með leyfi eða ekki í Windows 11?
wikitext
text/x-wiki
'''Windows 10''' er útgáfa af [[stýrikerfi]]nu [[Microsoft Windows|Windows]] frá Microsoft, sem tók við af Windows 8.1. Windows 10 kom út 29. júlí 2015 og fæst annað hvort sem 32-bita (x86) eða 64-bita (x64); og síðar kom út afbrigði frá Microsoft fyrir Arm örgjörva, og sú útgáfa af stýrikerfinu getur líka keyrt x86 forrit (með hermun sem ræður við flest forrit), þ.e. keyrir hefðbundin Windows forrit. [[Windows 11]] er næsta útgáfa sem tekur við, og flestir geta uppfært og var boðið að uppfæra í ókeypis.
Windows 10 (og 11) bíður upp á stuðning við Linux forrit, því WSL2 undirkerfið inniheldur [[Linux|Linux kjarna]]; og [[:en:Linux distribution|Linux dreyfingar]] (e. distro), t.d. [[Ubuntu]].
Windows 10 er síðasta útgáfan af Windows fyrir 32-bita örgjörva og tölvur með BIOS. Arftakinn, Windows 11, þarf UEFI (sem er arftaki BIOS) og 64-bita örgjörva (x86-64 eða ARMv8).
Á heimsvísu tók Windows 10 framúr vinsældum Windows 7 (sem áður hafði orðið vinsælast og tekið við af Windows XP), og skv. StatCounter var Ísland fyrsta landið til að gera það, og er enn langvinsælasta útgáfan af Windows í heiminum að meðaltali og á Íslandi þar sem 80% af Windows notendum nota þá útgáfu. Aðrar útgáfur (fyrir heimanotendur) en Windows 7 eða 10 eru nú hverfandi lítið notaðar, alla vega ekki á Íslandi, fyrir utan arftakann Windows 11 sem er að ryðja sér til rúms á Íslandi og annars staðar.
Öllum stuðingi við Windows 10 verður hætt 14. október 2025 (með fáum undantekningum t.d. fyrirtækja LTSC útgáfan verður studd til 12. janúar 2027) og nú þegar er aðeins Windows 11 með fullan stuðning (e. mainstream support) auk fyrirtækja (LTSB/LTSC) útgáfa af Windows 10.
[[Flokkur:Stýrikerfi]]
{{Stubbur|microsoft}}
jlsglqmik7z2dyeke047o7mmi4m07qe
Júlía Tymosjenko
0
146816
1765815
1763445
2022-08-23T13:24:53Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
{{Forsætisráðherra
| forskeyti =
| nafn = Júlía Tymosjenko<br>{{small|Ю́лія Тимоше́нко}}
| mynd = Yulia Tymoshenko, 2010.JPG
| myndastærð = 250px
| myndatexti1 =
| titill= Forsætisráðherra Úkraínu
| stjórnartíð_start = [[24. janúar]] [[2005]]
| stjórnartíð_end = [[8. september]] [[2005]]
| forseti = [[Víktor Júsjtsjenko]]
| forveri = [[Mykola Azarov]]
| eftirmaður = [[Júríj Jekhanúrov]]
| stjórnartíð_start2 = [[18. desember]] [[2007]]
| stjórnartíð_end2 = [[4. mars]] [[2010]]
| forseti2 = [[Víktor Júsjtsjenko]]
| forveri2 = [[Víktor Janúkovytsj]]
| eftirmaður2 = [[Oleksandr Túrtsjínov]] {{small|(starfandi)}}
| fæddur = {{fæðingardagur og aldur|1960|11|27}}
| fæðingarstaður = [[Dnípro]], [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]] (nú [[Úkraína|Úkraínu]])
| dánardagur =
| dánarstaður =
| þjóderni = [[Úkraína|Úkraínsk]]
| maki = Oleksandr Tímósjenkó
| stjórnmálaflokkur = [[Föðurland (Úkraína)|Föðurland]]
| börn = 1
| bústaður =
| atvinna =
| háskóli =Hinn þjóðlegi námuháskóli Úkraínu<br>Þjóðarháskólinn í Dnipropetrovsk<br>Þjóðlegi efnahagsháskólinn í Kænugarði
| starf =
| trúarbrögð =
|undirskrift =
}}
'''Júlía Volodymyrívna Tymosjenko''' ([[úkraínska]]: Ю́лія Володи́мирівна Тимоше́нко) (f. 27. nóvember 1960) er [[Úkraína|úkraínskur]] stjórnmálamaður. Hún var einn af leiðtogum [[Appelsínugula byltingin|appelsínugulu byltingarinnar]] árin 2004 – 2005<ref>{{Vefheimild
|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3619460
|titill=Lýðskrumari eða byltingarhetja?
|safnslóð=
|safnár=
|safnmánuður=
|höfundur=
|eftirnafn=
|fornafn=
|höfundatengill=
|meðhöfundar=
|ár=2004
|mánuður=7. desember
|ritstjóri=
|tungumál=
|snið=
|ritverk=Morgunblaðið
|bls=
|útgefandi=
|mánuðurskoðað=2. október
|árskoðað=2018
|tilvitnun=
}}</ref> og var tvisvar forsætisráðherra Úkraínu, frá 24. janúar til 8. september 2005 og aftur frá 18. desember 2007 til 4. mars 2010.
Tymosjenko er leiðtogi stjórnmálaflokksins [[Föðurland (Úkraína)|Föðurlands]], sem hefur 19 fulltrúa á úkraínska þinginu um þessar mundir. Árið 2012 hafði Föðurland hlotið flest atkvæði og unnið 101 af 450 þingsætum. Tymosjenko hlaut 12,81% atkvæða í forsetakosningum Úkraínu árið 2014 og lenti í öðru sæti á eftir [[Petró Pórósjenkó]].<ref>{{Vefheimild
|url=http://www.vb.is/frettir/porosjenko-liklega-naesti-forseti-ukrainu/105597/?q=Deilur
|titill=Porosjenkó líklega næsti forseti Úkraínu
|safnslóð=
|safnár=
|safnmánuður=
|höfundur=
|eftirnafn=
|fornafn=
|höfundatengill=
|meðhöfundar=
|ár=2014
|mánuður=26. maí
|ritstjóri=
|tungumál=
|snið=
|ritverk=Viðskiptablaðið
|bls=
|útgefandi=
|mánuðurskoðað=2. október
|árskoðað=2018
|tilvitnun=
}}</ref> Tymosjenko hafði áður boðið sig fram til forseta árið 2010 en tapaði naumlega fyrir [[Víktor Janúkovytsj]] í annarri umferð kosninganna.
Eftir forsetakosningarnar 2010 var Tymosjenko ákærð fyrir ýmsa glæpi. Þann 11. október var hún sakfelld fyrir fjárdrátt og misbeitingu valds og dæmd til sjö ára fangelsisvistar og um 21 milljarða króna fjársektar. Margar erlendar ríkisstjórnir og stofnanir, þar á meðal [[Evrópusambandið]], [[Bandaríkin]], [[Mannréttindavaktin]] og [[Amnesty International]], töldu réttarhöldin hlutdræg í garð Tymosjenko. Evrópusambandið setti lausn hennar úr fangelsi sem skilyrði fyrir því að samkomulag um nánari tengsl sambandsins við Úkraínu yrði undirritað.
Tymosjenko var leyst úr haldi þann 22. febrúar árið 2014, á lokadögum [[Úkraínska byltingin 2014|byltingarinnar]] gegn Janúkovytsj forseta.<ref>{{Vefheimild
|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2014/02/22/julia_timosjenko_leyst_ur_haldi/
|titill=Júlía Tímósjenkó leyst úr haldi
|safnslóð=
|safnár=
|safnmánuður=
|höfundur=
|eftirnafn=
|fornafn=
|höfundatengill=
|meðhöfundar=
|ár=2004
|mánuður=22. febrúar
|ritstjóri=
|tungumál=
|snið=
|ritverk=mbl.is
|bls=
|útgefandi=
|mánuðurskoðað=2. október
|árskoðað=2018
|tilvitnun=
}}</ref> Úkraínska þingið kaus að endurskoða úkraínsk glæpalög og fella niður glæpina sem hún hafði verið dæmd fyrir. Eftir byltinguna lokuðu hæstiréttur Úkraínu og [[Mannréttindadómstóll Evrópu]] máli hennar og lýstu því yfir að enginn glæpur hefði verið framinn.
Tímósjenkó styður inngöngu Úkraínu í [[Evrópusambandið]] og [[Atlantshafsbandalagið]] en er á móti inngöngu landsins í [[Evrasíska efnahagssambandið]]. Í fangelsi hafði hún farið í hungurverkfall til þess að knýja ríkisstjórn Janúkovytsj til þess að staðfesta fyrirhugaðan samning um nánari tengsl við Evrópusambandið.<ref>{{Vefheimild
|url=http://www.ruv.is/frett/julia-timosjenko-haett-i-motmaelasvelti
|titill=Júlía Tímósjenkó hætt í mótmælasvelti
|safnslóð=
|safnár=
|safnmánuður=
|höfundur=
|eftirnafn=
|fornafn=
|höfundatengill=
|meðhöfundar=
|ár=2013
|mánuður=6. október
|ritstjóri=
|tungumál=
|snið=
|ritverk=RÚV
|bls=
|útgefandi=
|mánuðurskoðað=2. október
|árskoðað=2018
|tilvitnun=
}}</ref>
Tymosjenko bauð sig fram til forseta í þriðja sinn árið 2019 en lenti í þriðja sæti með um 14 prósentum atkvæða í fyrstu umferð kosninganna þann 31. mars, á eftir Pórósjenkó forseta og leikaranum [[Volodymyr Zelenskyj]].<ref>{{Vefheimild
|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2019/03/31/grinistinn_langefstur_i_utgonguspam/
|titill=Grínistinn langefstur í útgönguspám
|safnslóð=
|safnár=
|safnmánuður=
|höfundur=
|eftirnafn=
|fornafn=
|höfundatengill=
|meðhöfundar=
|ár=2019
|mánuður=31. mars
|ritstjóri=
|tungumál=
|snið=
|ritverk=mbl.is
|bls=
|útgefandi=
|mánuðurskoðað=31. mars
|árskoðað=2019
|tilvitnun=
}}</ref>
==Tilvísanir==
<references/>
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla
| titill = Forsætisráðherra Úkraínu
| frá = [[24. janúar]] [[2005]]
| til = [[8. september]] [[2005]]
| fyrir = [[Mykola Azarov]]<br>{{small|(starfandi)}}
| eftir = [[Júríj Jekhanúrov]]
}}
{{Erfðatafla
| titill = Forsætisráðherra Úkraínu
| frá = [[18. desember]] [[2007]]
| til = [[4. mars]] [[2010]]
| fyrir = [[Víktor Janúkovytsj]]
| eftir = [[Oleksandr Túrtsjínov]]<br>{{small|(starfandi)}}
}}
{{Töfluendir}}
{{DEFAULTSORT:Tymosjenko, Júlía}}
[[Flokkur:Forsætisráðherrar Úkraínu]]
{{f|1960}}
hxac7iv2ftbd8fymqrlrjcn6kd4eksn
Flokkur:Borgir í sjálfsstjórnarhéraðinu Madríd
14
148009
1765874
1617766
2022-08-23T22:33:52Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
[[Flokkur:Borgir á Spáni]]
[[Flokkur:Sjálfstjórnarhéraðið Madríd]]
ey5tzyyyv7xo97fuezb8ink2xizuqua
Wikipedia:Í fréttum...
4
154362
1765876
1765559
2022-08-23T23:16:03Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
[[File:Meradalir 2022-08-04.jpg|200px|right||alt=Eldgosið við Meradali 2022|link=Eldgosið við Meradali 2022]]
* [[21. ágúst]]: Tveir látast og einn særist í skotárás á '''[[Blönduós]]i'''.
* [[12. ágúst]]: Rithöfundurinn '''[[Salman Rushdie]]''' er stunginn í hálsinn þegar hann flytur fyrirlestur í [[New York]].
* [[10. ágúst]]: '''[[Drífa Snædal]]''' segir af sér sem forseti [[Alþýðusamband Íslands|Alþýðusambandsins]].
* [[3. ágúst]]: '''[[Eldgosið við Meradali 2022|Eldgos]]''' (''sjá mynd'') hefst við '''[[Meradalir|Meradali]]''' austan við [[Fagradalsfjall]] um miðjan dag þegar 300 metra sprunga opnast.
'''Yfirstandandi:''' [[Borgarastyrjöldin í Jemen (2015–)|Borgarastyrjöldin í Jemen]] • [[Innrás Rússa í Úkraínu 2022|Innrás Rússa í Úkraínu]] • [[Kórónaveirufaraldurinn 2019–|Kórónaveirufaraldurinn]] • [[Sýrlenska borgarastyrjöldin]] • [[Stríð Rússlands og Úkraínu]]
<br>
'''Nýleg andlát''':
[[Ingvar Gíslason]] (17. ágúst) •
[[Þuríður Pálsdóttir]] (12. ágúst) • [[Anne Heche]] (12. ágúst) • [[Eiríkur Guðmundsson (útvarpsmaður og rithöfundur)|Eiríkur Guðmundsson]] (8. ágúst) • [[Olivia Newton-John]] (8. ágúst) • [[Ayman al-Zawahiri]] (31. júlí) • [[Bill Russell]] (31. júlí) • [[David Trimble]] (25. júlí)
6tv76g4ul9mdfs7bzfttbaru41yvbnd
1765878
1765876
2022-08-24T00:05:53Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
[[File:Meradalir 2022-08-04.jpg|200px|right||alt=Eldgosið við Meradali 2022|link=Eldgosið við Meradali 2022]]
* [[21. ágúst]]: Tveir látast og einn særist í skotárás á '''[[Blönduós]]i'''.
* [[12. ágúst]]: Rithöfundurinn '''[[Salman Rushdie]]''' er stunginn í hálsinn þegar hann flytur fyrirlestur í [[New York]].
* [[10. ágúst]]: '''[[Drífa Snædal]]''' segir af sér sem forseti [[Alþýðusamband Íslands|Alþýðusambandsins]].
* [[3. ágúst]]: '''[[Eldgosið við Meradali 2022|Eldgos]]''' (''sjá mynd'') hefst við '''[[Meradalir|Meradali]]''' austan við [[Fagradalsfjall]] um miðjan dag þegar 300 metra sprunga opnast.
'''Yfirstandandi:''' [[Borgarastyrjöldin í Jemen (2015–)|Borgarastyrjöldin í Jemen]] • [[Innrás Rússa í Úkraínu 2022|Innrás Rússa í Úkraínu]] • [[Kórónaveirufaraldurinn 2019–|Kórónaveirufaraldurinn]] • [[Sýrlenska borgarastyrjöldin]] • [[Stríð Rússlands og Úkraínu]]
<br>
'''Nýleg andlát''': [[Ingvar Gíslason]] (17. ágúst) • [[Þuríður Pálsdóttir]] (12. ágúst) • [[Anne Heche]] (12. ágúst) • [[Eiríkur Guðmundsson (útvarpsmaður og rithöfundur)|Eiríkur Guðmundsson]] (8. ágúst) • [[Olivia Newton-John]] (8. ágúst) • [[Ayman al-Zawahiri]] (31. júlí) • [[Bill Russell]] (31. júlí)
2x2zhl1cyh80tr4f0uyqtk2qthwczih
Monasterio de El Escorial
0
160507
1765872
1693161
2022-08-23T22:31:34Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:San_Lorenzo_de_El_Escorial-frontal-DavidDaguerro.JPG|alt=|thumb| El Escorial klaustrið, garðurinn.]]
[[Mynd:El_Escorial_desde_los_jardines.JPG|thumb| Garðar klaustursins El Escorial.]]
Konunglega klaustrið í '''San Lorenzo de El Escorial''' er bygging sem inniheldur konungshöll, basilíku, pantheon, bókasafn, skóla og klaustur. Það er staðsett í spænska bænum San Lorenzo de El Escorial á [[Sjálfstjórnarhéraðið Madríd|Madríd]]arsvæðinu og var byggt á 16. öld; milli 1563 og 1584.
[[Mynd:Portrait_of_Philip_II_of_Spain_by_Sofonisba_Anguissola_-_002b.jpg|thumb| Felipe II, eftir Sofonisba Anguissola .]]
[[Mynd:Jacopo_da_trezzo,_juan_de_herrera,_1578.JPG|thumb| Juan de Herrera eftir medalíu frá Jacome da Trezzo, 1578.]]
[[Mynd:Escorial-sur.jpg|alt=|thumb| Suður framhlið klaustursins El Escorial.]]
[[Flokkur:Sjálfstjórnarhéraðið Madríd]]
655d6xpmnhywbtthkj6ghjobho9cec8
Innrás Rússa í Úkraínu 2022
0
166852
1765827
1765259
2022-08-23T15:45:02Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
{{líðandi stund}}
{{stríðsátök
|conflict=Innrás Rússa í Úkraínu 2022
|partof=[[Stríð Rússlands og Úkraínu|stríði Rússlands og Úkraínu]]
|image=2022 Russian invasion of Ukraine.svg
|image_size=250px
|caption= Árásir á Úkraínu
|place=[[Úkraína]]
|date=[[24. febrúar]] [[2022]] –
|combatant1={{RUS}} [[Rússland]]<br>[[File:Flag of Donetsk People's Republic.svg|20px]] [[Alþýðulýðveldið Donetsk]]<br>[[File:Flag of the Luhansk People's Republic.svg|20px]] [[Alþýðulýðveldið Lúhansk]]<br>'''Stuðningur:'''<br>{{BLR}} [[Hvíta-Rússland]]
|combatant2={{UKR}} [[Úkraína]]
|commander1= {{RUS}} [[Vladímír Pútín]]<br>{{RUS}} [[Míkhaíl Míshústín]]<br>{{RUS}} [[Sergej Shojgú]]<br>{{RUS}} [[Sergej Lavrov]]<br>{{RUS}} [[Aleksandr Dvorníkov]]<br>{{RUS}} [[Ramzan Kadyrov]]<br>{{BLR}} [[Alexander Lúkasjenkó]]
|commander2= {{UKR}} [[Volodymyr Zelenskyj]]<br>{{UKR}} [[Denys Sjmyhal]]<br>{{UKR}} [[Vítalíj Klítsjko]]<br>{{UKR}} [[Dmytro Kúleba]]<br>{{UKR}} [[Íryna Veresjtsjúk]]<br>{{UKR}} [[Oleksíj Rezníkov]]
|strength1={{Collapsible list|title=Sjá lista|'''{{RUS}} Rússland:'''
* 900.000 (fastaher)
* 554.000 (hernaðarhreyfingar)
* 2.000.000 (varalið)<ref name="The Military Balance2021">{{cite book |title=The military balance 2021 |date=2021 |publisher=[[International Institute for Strategic Studies]] |location=Abingdon, Oxon |isbn=978-1032012278}}</ref>
* Þ. á m. 175.000<ref>{{cite news|url=https://www.nytimes.com/2022/01/10/us/politics/russia-ukraine-helicopters.html |author-last1=Julian E. |author-first1=Barnes |author-last2=Michael |author-first2=Crowley |author-last3=Eric |author-first3=Schmitt |title=Russia Positioning Helicopters, in Possible Sign of Ukraine Plans|date=10 January 2022|website=[[The New York Times]] |access-date=20 January 2022 |archive-date=22 January 2022 |archive-url=https://web.archive.org/web/20220122100818/https://www.nytimes.com/2022/01/10/us/politics/russia-ukraine-helicopters.html |url-status=live |url-access=subscription |language=en |quote=American officials had expected additional Russian troops to stream toward the Ukrainian border in December and early January, building toward a force of 175,000.}}</ref>–190.000<ref>{{cite news|author-last=Bengali |author-first=Shashank |date=18 February 2022|title=The U.S. says Russia's troop buildup could be as high as 190,000 in and near Ukraine. |language=en-US |work=The New York Times |url=https://www.nytimes.com/live/2022/02/18/world/ukraine-russia-news|access-date=18 February 2022 |url-access=subscription |archive-date=18 February 2022 |archive-url=https://web.archive.org/web/20220218063637/https://www.nytimes.com/live/2022/02/18/world/ukraine-russia-news |url-status=live}}</ref> við úkraínsku landamærin}}
|strength2={{Collapsible list|title=Sjá lista|
* '''{{UKR}} Úkraína:'''
* 209.000 (fastaher)
* 102.000 (hernaðarhreyfingar)
* 900.000 (varalið)<ref name="The Military Balance2021" />}}
|casualties1={{small|Alls um 20.000+ drepnir (skv. BNA)<br>44.000 drepnir (skv. Úkraínumönnum)<br>Um 1.300 drepnir (skv. Rússum)}}
|casualties2={{small|Alls um 2.000–4.000 (skv. BNA)<br> 10.000 drepnir (skv. Úkraínumönnum)<br> 23.000 skv. Rússum}}
| casualties3='''Almennir borgarar drepnir: Um 12.000–28.000 (skv. Úkraínu)
}}
Þann 24. febrúar 2022 gerðu [[Rússland|Rússar]] '''innrás í [[Úkraína|Úkraínu]]'''. Innrásin er hluti af [[Stríð Rússlands og Úkraínu|hernaðardeilum á milli ríkjanna]] sem hafa staðið yfir frá árinu 2014. Stríðið skapaði milljóna manna flóttamannastraum sem var sá mesti frá [[seinni heimsstyrjöld]].
==Aðdragandi==
{{aðalgrein|Evrómajdan|Úkraínska byltingin 2014|Krímskagakreppan 2014}}
Átök Rússlands og Úkraínu má rekja aftur til ársins 2014, til [[Evrómajdan]]-mótmælanna og [[Úkraínska byltingin 2014|úkraínsku byltingarinnar]] þar sem forsetanum [[Víktor Janúkovytsj]] var steypt af stóli. Janúkovytsj hafði verið náinn bandamaður ríkisstjórnar Rússlands og [[Vladímír Pútín|Vladímírs Pútín]] Rússlandsforseta, og hafði í aðdraganda mótmælanna hætt við fyrirhugað samkomulag um nánara samband Úkraínu við [[Evrópusambandið]].<ref>{{Vefheimild|titill=Enn mótmælt í Kænugarði|url=https://www.ruv.is/frett/enn-motmaelt-i-kaenugardi-0|útgefandi=[[RÚV]]|ár=2013|mánuður=13. desember|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=24. febrúar}}</ref>
Eftir að Janúkovytsj var steypt af stóli sendu Rússar herlið á [[Krímskagi|Krímskaga]] og héldu þar atkvæðagreiðslu sem leiddi til þess að Krímskagi var formlega innlimaður inn í rússneska sambandsríkið.<ref>{{Vefheimild |titill=Krímskagi formlega orðinn hluti af Rússlandi |mánuður=21. mars|ár=2014|mánuðurskoðað=24. febrúar|árskoðað=2022|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|url=http://www.visir.is/g/2014140329782}}</ref> Árið 2014 hófust jafnframt uppreisnir í austurhluta Úkraínu, þar sem meirihluti íbúa er [[Rússneska|rússneskumælandi]].<ref>{{Tímarit.is|6161282|Fasistar og hryðjuverkamenn|blað=[[Morgunblaðið]]|höfundur=Guðsteinn Bjarnason|útgáfudagsetning=30. ágúst 2014|blaðsíða=28}}</ref> Aðskilnaðarsinnarnir í austurhluta Úkraínu lýstu yfir stofnun sjálfstæðra „alþýðulýðvelda“ í [[Donetsk]] og [[Lúhansk]]. Rússar veittu aðskilnaðarsinnunum aðstoð en stjórnvöld í Rússlandi neituðu því jafnan að um væri að ræða rússneska stjórnarhermenn.<ref>{{Tímarit.is|6916370|Hyggjast stofna Litla Rússland|blað=[[Morgunblaðið]]|höfundur=Bogi Þór Arason|útgáfudagsetning=1. ágúst 2017|blaðsíða=17}}</ref><ref>{{Tímarit.is|6334764|Efast um að friður komist á|blað=[[Morgunblaðið]]|höfundur=Bogi Þór Arason|útgáfudagsetning=13. febrúar 2015|blaðsíða=24}}</ref>
==Innrásin==
[[Mynd:Житловий будинок на вул. Лобановського, 6-А після обстрілу.jpg|thumb|left|Þann 26. febrúar hæfði rússnesk eldflaug blokk í Kænugarði.]]
Undir lok ársins 2021 og í byrjun ársins 2022 söfnuðu Rússar tæplega 200.000 manna herliði við landamæri Úkraínu, sem vakti ótta í Úkraínu og á Vesturlöndum um að Pútín hygðist fyrirskipa innrás í landið.<ref>{{Vefheimild|titill=Óttinn við innrás Rússa í Úkraínu magnast enn|url=https://www.ruv.is/frett/2021/12/04/ottinn-vid-innras-russa-i-ukrainu-magnast-enn|útgefandi=[[RÚV]]|höfundur=Markús Þ. Þórhallsson|ár=2021|mánuður=4. desember|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=22. febrúar}}</ref> Rússnesk stjórnvöld þvertóku ítrekað fyrir að innrás væri yfirvofandi en ráðamenn þar lögðu jafnframt fram kröfur um að Úkraínu yrði meinaður aðgangur að [[Atlantshafsbandalagið|Atlantshafsbandalaginu]] um alla framtíð og að bandalagið fjarlægði alla hermenn og öll vopn sín úr [[Austur-Evrópa|Austur-Evrópu]].<ref>{{Vefheimild|titill=Segja Rússa nær því að gera innrás í Úkraínu|url=https://www.visir.is/g/20222224189d/segja-russa-naer-thvi-ad-gera-innras-i-ukrainu|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|höfundur=Samúel Karl Ólason|ár=2022|mánuður=17. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=22. febrúar}}</ref>
===Febrúar===
Þann 21. febrúar viðurkenndi Pútín sjálfstæði [[Alþýðulýðveldið Donetsk|Alþýðulýðveldanna Donetsk]] og [[Alþýðulýðveldið Lúhansk|Lúhansk]], héraða rússneskumælandi aðskilnaðarsinna sem höfðu klofið sig frá Úkraínu árið 2014 með stuðningi Rússa.<ref>{{Vefheimild|titill=Pútín viðurkennir sjálfstæði Donetsk og Luhansk|url=https://www.ruv.is/frett/2022/02/21/putin-vidurkennir-sjalfstaedi-donetsk-og-luhansk|útgefandi=[[RÚV]]|höfundur=Ólöf Ragnarsdóttir|ár=2022|mánuður=22. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=22. febrúar}}</ref> Pútín sendi í kjölfarið rússneska hermenn yfir úkraínsku landamærin til að gegna „friðargæslu“ í Donetsk og Lúhansk.<ref>{{Vefheimild|titill=Hefur þegar skipað hernum inn í Donetsk og Luhansk|url=https://www.ruv.is/frett/2022/02/21/hefur-thegar-skipad-hernum-inn-i-donetsk-og-luhansk|útgefandi=[[RÚV]]|höfundur=Ólöf Ragnarsdóttir|ár=2022|mánuður=21. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=22. febrúar}}</ref> Í ræðu sem Pútín hélt við viðurkenningu sína á sjálfstæði héraðanna efaðist hann um sögulegar forsendur fyrir Úkraínu sem sjálfstæðu ríki og sakaði stjórnvöld þar um að fremja þjóðarmorð.<ref>{{Vefheimild|titill=Eldræða Pútíns réttlætir innrás
Rússa í Úkraínu - herlið sent af stað|url=https://stundin.is/grein/14821/eldmessa-putins-rettlaetir-innras-russa-i-ukrainu/|útgefandi=''[[Stundin]]''|höfundur=Jón Trausti Reynisson|ár=2022|mánuður=21. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=22. febrúar}}</ref>
Morguninn 24. febrúar 2022 hófu Rússar allsherjarinnrás í Úkraínu. Innrásin fór fram bæði frá héruðunum í austurhluta landsins, frá Krímskaga og frá [[Hvíta-Rússland]]i með stuðningi stjórnar [[Alexander Lúkasjenkó|Alexanders Lúkasjenkó]].<ref>{{Vefheimild|titill=Bein lýsing - Innrás í Úkraínu|url=https://www.frettabladid.is/frettir/bein-lysinginnras-i-ukrainu/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2022|mánuður=24. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=24. febrúar}}</ref><ref>{{Vefheimild|titill=Vaktin: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu|url=https://www.visir.is/g/20222226904d/sprengjum-rignir-yfir-kaenugard|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|ár=2022|mánuður=24. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=24. febrúar|höfundur=
Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Atli Ísleifsson og Samúel Karl Ólason}}</ref>
Rússneski herinn gerði árás á olíubirgðastöð suður af Kyjív.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2022/02/27/oliubirgdastod-og-oliuleidsla-standa-i-ljosum-logum|titill=Olíubirgðastöð og olíuleiðsla standa í ljósum logum|útgefandi=[[RÚV]]|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=2. mars|mánuður=27. febrúar|ár=2022|höfundur=Markús Þ. Þórhallsson}}</ref>
Í yfirlýsingu sinni um innrásina sagði Pútín markmið hennar vera að brjóta niður hernaðarmátt Úkraínu og „afmá [[Nasismi|nasisma]]“ úr stjórn ríkisins.<ref>{{Vefheimild|titill=Markmiðið að brjóta niður hernaðarmátt Úkraínu og „afmá nasismann“|url=https://www.visir.is/g/20222226950d|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|höfundur=Atli Ísleifsson|ár=2022|mánuður=24. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. mars}}</ref> Hugmyndin um að Úkraínu sé stýrt af [[Nýnasismi|nýnasistum]] hefur verið áberandi í rússneskum áróðri til réttlætingar innrásinni. Hún styðst sumpart við starfsemi nýnasískra öfgaþjóðernishreyfinga á borð við [[Azovsveitin]]a, sem hefur stöðu undirliðs í úkraínska þjóðvarðliðinu og hefur barist í [[Stríð Rússlands og Úkraínu|stríðinu í austurhluta Úkraínu]] frá 2014.<ref>{{Vefheimild|titill=Öfgahægrivandinn ekki meiri í Úkraínu en í nágrannaríkjunum|url=https://kjarninn.is/skyring/ofgahaegrivandinn-ekki-meiri-i-ukrainu-en-i-nagrannarikjunum/|útgefandi=''[[Kjarninn]]''|höfundur=Arnar Þór Ingólfsson |ár=2022|mánuður=6. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. mars}}</ref> Hreyfingin situr hins vegar ekki í ríkisstjórn Úkraínu og framboð tengt henni fékk enga kjörna fulltrúa í síðustu þingkosningum landsins. Úkraínumenn hafa þvertekið fyrir ásakanir Pútíns um nasisma og hafa bent á að forseti landsins, [[Volodymyr Zelenskyj]], sé sjálfur [[Gyðingar|Gyðingur]] og hafi misst ættingja í [[Helförin]]ni.<ref>{{Vefheimild|titill=Rússar og Úkraínumenn skiptast á nasistaásökunum|url=https://www.frettabladid.is/frettir/russar-og-ukrainumenn-skiptast-a-nasistaasokunum/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|höfundur=Þorgrímur Kári Snævarr |ár=2022|mánuður=26. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. mars}}</ref>
Rússnesk stjórnvöld hafna því að um innrás sé að ræða og kalla átökin í Úkraínu ávallt „sérstaka hernaðaraðgerð.“<ref>{{Vefheimild|titill=Sprengjuárásir hafnar í Úkraínu|url=https://kjarninn.is/frettir/sprengjuarasir-hafnar-i-ukrainu/|útgefandi=''[[Kjarninn]]''|höfundur=Sunna Ósk Logadóttir|ár=2022|mánuður=24. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=19. mars}}</ref> Umfjöllun um innrásina hefur verið stranglega ritskoðuð innan Rússlands og þungar refsingar hafa verið lagðar við því að nota hugtökin stríð eða innrás um atburðina.<ref>{{Vefheimild|titill=Andóf í Rússlandi undir ægivaldi Pútíns|url=https://www.ruv.is/frett/2022/03/03/andof-i-russlandi-undir-aegivaldi-putins|útgefandi=[[RÚV]]|höfundur=Anna Kristín Jónsdóttir|ár=2022|mánuður=3. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=19. mars}}</ref><ref>{{Vefheimild|titill=Rússar loka á erlenda fjölmiðla|url=https://www.visir.is/g/20222230648d|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|höfundur=Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir|meðhöfundur=Samúel Karl Ólason |ár=2022|mánuður=4. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=19. mars}}</ref>
===Mars===
[[Mynd:Russian bombardment on the outskirts of Kharkiv.jpg|thumb|right|Sprengjum er varpað á útjaðra [[Kharkív]] þann 1. mars.]]
Rússar sátu um [[Kharkív]], aðra stærstu borg landsins en mættu harðri mótstöðu. Ráðist var m.a. á ráðhúsið, hersjúkrahús og skóla.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2022/03/02/russneskir-fallhlifarhermenn-lentir-i-kharkiv|titill=Rússneskir fallhlífarhermenn lentir í Kharkiv|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=2. mars|árskoðað=2022|ár=2022|mánuður=Ævar Örn Jósepsson}}</ref> Harðar árásir voru á borgir í suðri, [[Kherson]] og [[Maríúpol]], með eldflaugum og stórskotaliði.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visir.is/g/20222229781d/versti-dagur-stridsins-hingad-til|titill=Versti dagur stríðsins hingað til|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|mánuðurskoðað=2. mars|árskoðað=2022|mánuður=2. mars|höfundur=Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir}}</ref> Í Kyjív var fjarskiptaturn sprengdur.<ref>{{Vefheimild|titill=
Sjónvarpsturninn sprengdur og útsendingar rofnar|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/03/01/sjonvarpsturninn_sprengdur_og_utsendingar_rofnar/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2022|mánuður=2. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=3. mars}}</ref>
Kherson féll í hendur rússneskra hermanna þann 3. mars, á áttunda degi innrásarinnar, og var þá fyrsta úkraínska stórborgin sem var hernumin.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2022/03/03/russar-hafa-hertekid-ukrainsku-hafnarborgina-kherson|titill=Rússar hafa hertekið úkraínsku hafnarborgina Kherson|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=3. mars|árskoðað=2022|mánuður=3. mars|ár=2022|höfundur=Ævar Örn Jósepsson}}</ref>
Flóttafólk streymdi til Evrópulanda frá Úkraínu, aðallega Póllands, voru þeir orðnir tæpar 2 milljónir 8. mars.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2022/03/08/yfir-1700000-hafa-fluid-ukrainu|titill=Yfir 1.700.000 hafa flúið Úkraínu|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=8. mars|árskoðað=2022|mánuður=8. mars|ár=2022|höfundur=Ævar Örn Jósepsson}}</ref>
Þann 11. mars voru gerðar loftárásir í borgum í norðvestri; [[Lútsk]] og [[Ívano-Frankívsk]]. Einnig í [[Dnípro]] í miðhlutanum. Loftárás var gerð 13. mars á herflugvöll nærri [[Lviv]] við pólsku landamærin þar sem tugir létust. Úkraínumenn hófu gagnsókn á ýmsum stöðum t.d. vestur af Kyjív og tóku landsvæði aftur.<ref>[https://www.bbc.com/news/world-europe-60847188 Ukraine war: Ukrainian fightback gains ground west of Kyiv] BBC, sótt 24. mars 2022</ref> Loftárás var gerð á rússneskt herskip við Berdjansk við Azovhaf.<ref>[https://www.bbc.com/news/world-europe-60859337 Russian warship destroyed in occupied port of Berdyansk, says Ukraine] BBC skoðað 24. mars 2022</ref>
Mariupol var eyðilögð að mestu og flestir íbúanna flúðu. Rússar gerðu m.a. árás á leikhús þar sem borgarar höfðu flúið. Um 300 létust.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2022/03/25/ottast-ad-300-hafi-latist-i-aras-a-leikhus-i-mariupol|titill=Óttast að 300 hafi látist í árás á leikhús í Mariupol|útgefandi=[[RÚV]]|mánuður=25. mars|ár=2022|mánuðurskoðað=25. mars|árskoðað=2022|höfundur=Bogi Ágústsson}}</ref> Flestir íbúanna höfðu flúið í lok mars og um 5.000 látist. 29. mars var gerð loftárás á stjórnarbyggingu í borginni [[Mykolajív]] í suðri. Daginn eftir voru gerðar árásir á [[Tsjerníhív]] í norðri.<ref>[https://www.bbc.co.uk/news/world-europe-60925713 War in Ukraine: Russia launches new attacks after peace promise] BBC, sótt 30. mars 2022.</ref>
Undir lok marsmánaðar hófu rússneskar hersveitir undir stjórn hershöfðingjans [[Aleksandr Tsjajko|Aleksandrs Tsjajko]] að hörfa frá Kænugarði, sem hafði verið umsetinn frá því stuttu eftir að innrásin hófst.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.frettabladid.is/frettir/russar-horfa-til-baka-til-ad-reyna-aftur-sidar-ad-umkringja-kaenugard/|titill=Rússar hörfa til baka til að umkringja Kænugarð síðar|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|mánuðurskoðað=4. apríl|árskoðað=2022|mánuður=29. mars|ár=2022|höfundur=Ari Brynjólfsson}}</ref> Þrátt fyrir að hafa ekki náð að hertaka höfuðborgina sögðust Rússar hafa náð upphaflegum markmiðum sínum og að þeir myndu nú einbeita sér að frelsun [[Donbas]]-héraðanna í austurhluta Úkraínu.<ref>{{Vefheimild|titill=Rússar segjast ætla að draga úr árásum við Kyiv
|url=https://www.ruv.is/frett/2022/03/29/russar-segjast-aetla-ad-draga-ur-arasum-vid-kyiv|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=4. apríl|árskoðað=2022|mánuður=30. mars|ár=2022|höfundur=Ólöf Rún Erlendsdóttir}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://www.visir.is/g/20222240094d|titill=Rússar segjast hafa náð markmiðum sínum og einbeita sér að Donbas|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|mánuðurskoðað=4. apríl|árskoðað=2022|mánuður=25. mars|ár=2022|höfundur=Samúel Karl Ólason}}</ref> Vegna undanhalds Rússa endurheimtu Úkraínumenn mikið landsvæði í kringum Kænugarð, allt að 35 kílómetra austan við borgina.<ref>{{Vefheimild|titill=
Úkraínumenn spyrna til baka|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/03/25/ukrainumenn_spyrna_til_baka/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2022|mánuður=25. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=4. mars}}</ref> Meðal annars endurheimtu úkraínskir hermenn bæinn [[Írpín]] þann 28. mars.<ref>{{Vefheimild|titill=
Úkraínski herinn endurheimtir Irpin|url=https://www.frettabladid.is/frettir/ukrainski-herinn-endurheimtir-irpin/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2022|mánuður=28. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=3. apríl|höfundur=
Ingunn Lára Kristjánsdóttir}}</ref>
===Apríl===
Árás var gerð á hafnarborgina [[Odesa]] í suðvesturhlutanum.
Eftir að Rússar hörfuðu frá úthverfum Kænugarðs tilkynnti úkraínski ríkissaksóknarinn [Íryna Venedíktova]] að lík 410 almennra borgara hefðu fundist á svæðunum sem Rússar höfðu haft umráð yfir. Einnig tilkynntu Úkraínumenn að 280 lík hefðu fundist í fjöldagröfum í borginni [[Bútsja]], sem Rússar höfðu hernumið en svo hörfað frá.<ref>{{Vefheimild|titill=„410 lík finnast á víð og dreif við Kænugarð|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/04/03/410_lik_finnast_a_vid_og_dreif_vid_kaenugard/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2022|mánuður=3. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=3. mars}}</ref> Úkraínumenn sökuðu Rússa um að standa fyrir úthugsuðum fjöldamorðum á almennum borgurum á meðan þeir réðu yfir borginni en Rússar höfnuðu ásökununum.<ref>{{Vefheimild|titill=„Úthugsuð fjöldamorð“|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/04/03/uthugsud_fjoldamord/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2022|mánuður=3. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=3. mars}}</ref>
Rússar hófu sókn í austurhéruðunum eða [[Donbas]] og gerðu þar loftárásir eftir að hafa hörfað úr svæðum í norðri. Fólksflótti varð úr austurhéruðunum.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/04/06/arasir-hardna-i-austurherudum-ukrainu Árásir harðna í austurhéruðum Úkraínu] RÚV, sótt 6. apríl 2022.</ref> Loftárás var gerð á almenna borgara á lestarstöð í borginni [[Kramatorsk]]. Tugir létust.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/04/08/tugir-letust-i-loftaras-a-jarnbrautarstod-i-donetsk Tugir létust í loftárás á járnbrautarstöð í Donetsk] RÚV, sótt 8. apríl 2022.</ref>
[[Ursula von der Leyen]] forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins kom til fundar við Zelenskyj í Kænugarði. Hún lofaði skjótri afgreiðslu ef Úkraína sækti um aðild að Evrópusambandinu og aukinni fjárhagsaðstoð við landið.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/04/09/ukraina-a-heima-i-evropufjolskyldunni Úkraína á heima í Evrópufjölskyldunni], RÚV, sótt 9. apríl 2022</ref>
[[Mynd:Russian cruiser Moskva.jpg|thumb|left|Rússneska beitiskipinu ''Moskvu'' var sökkt á Svartahafi af úkraínskum loftskeytum þann 14. apríl.]]
Þann 14. apríl gerði Úkraínuher loftárás á þriðja stærsta skip rússneska flotans, [[beitiskip]]ið ''Moskvu'', á Svartahafi.<ref>[https://www.bbc.com/news/world-europe-61103927 Russian warship Moskva: What do we know?] BBC sótt 14. apríl 2022</ref> Staðfest var síðar sama dag að skipinu hefði verið sökkt.<ref>{{Vefheimild|titill=
Flaggskip Rússa í Svartahafi sokkið|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/04/14/flaggskip_russa_i_svartahafi_sokkid/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2022|mánuður=14. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=14. mars}}</ref> Rússar sögðu að kviknað hafi í vopnageymslu skipsins og minntust ekki á loftárás.
Rússar hófu nýja stórsókn í austurhéruðum Úkraínu þann 19. apríl.<ref>{{Vefheimild|titill=Stórsókn Rússa í Donbas hafin|url=https://www.mbl.is/frettir/burdargrein/2022/04/18/storsokn_russa_i_donbas_hafin/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2022|mánuður=19. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=19. mars}}</ref>
Maríúpol var umkringd af Rússum fyrir utan Azovstal-járnvinnsluverið þar sem úkraínskir hermenn og borgarar héldu til.<ref>[https://www.bbc.com/news/world-europe-61175675 Mariupol steelworks: 'Block it so a fly can't pass,' Putin orders], BBC, sótt 23. apríl 2022</ref> Árásir á lestarstöðvar 25. apríl í vestur-Úkraínu var liður í því að stöðva vopnaflutninga til landsins að sögn Rússa.
26. apríl bárust fregnir af sprengingum í héraðinu [[Transnistría]] sem er innan [[Moldóva|Moldóvu]]. Leiðtogi rússneska þjóðarbrotsins þar sagði að Úkraínumenn hefðu staðið fyrir þeim en Úkraínumenn sögðu þetta vera átyllu fyrir árás í héraðið.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/04/27/asakanir-ganga-a-vixl-vegna-sprenginga-i-moldovu Ásakanir ganga á víxl vegna sprenginga í Moldóvu], RÚV, sótt 27. apríl</ref>
[[António Guterres]], aðalritari Sameinuðu þjóðanna, fór til fundar í Moskvu og Kænugarði til friðarumleitanna og ræddi við Pútín og Zelenskyj. Á meðan Guterres var í Kænugarði voru loftárásir gerðar á borgina.
===Maí===
Byrjað var að hleypa borgurum frá Azovstal-verksmiðjunni en samningar um björgun hafa reynst erfiðir. Þann 7. maí bárust fregnir um að öllum almennum borgurum verið bjargað úr verksmiðjunni.<ref>{{Vefheimild|titill=Allir almennir borgarar farnir frá Azovstal verksmiðjunni|url=https://www.frettabladid.is/frettir/allir-almennir-borgarar-farnir-fra-azovstal-verksmidjunni/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|höfundur=Sigurjón Björn Torfason|ár=2022|mánuður=7. maí|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. maí}}</ref>
Bardagar héldu áfram í Donbas og var skóli þar sem 90 héldu til sprengdur í bænum Bilohorivka með þeim afleiðingum að 60 létust<ref>[https://www.bbc.com/news/world-europe-61369229 Ukraine war: 60 people killed after bomb hits school, Zelensky says] BBC, sótt 9. maí 2022</ref>. Einnig voru gerðar loftárásir á Odesa meðal annars á íbúðablokkir og hótel.
Pútín hélt ræðu í Moskvu á sigurdeginum 9. maí þar sem minnst var sigurs á Nasistum í [[seinni heimsstyrjöld]]. Þar gagnrýndi hann Nató og Bandaríkin fyrir að stofna Rússlandi í hættu og réttlæti árásina á Úkraínu. Líkti hann enn fremur átökunum við seinni heimsstyrjöldina.<ref>[https://www.bbc.com/news/world-europe-61380727 Ukraine War: Putin gives few clues in Victory Day speech] BBC, sótt 9. maí 2022</ref>
Úkraínumenn sögðust hafa hrakið Rússa frá Kharkív, annarri stærstu borginni, 11. maí.<ref>[https://www.bbc.com/news/world-europe-61378196 Russia pushed back from Kharkiv], BBC, sótt 12. maí 2022</ref>
Rússar lýstu yfir sigri í Maríúpol þegar síðustu úkraínsku hermennirnir voru handsamaðir í Azovstal-járnverinu. Árásir voru gerðar á vestræna vopnasendingu vestur af Kænugarði að sögn Rússa.
25. maí voru Rússar komnir nálægt borginni [[Sjevjerodonetsk]] í Vestur-Lúhansk og gerðu harðar árásir á hana.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/05/25/barist-vid-borgarmork-severodonetsk Barist við borgarmörk í Severodonetsk] RÚV, sótt 25. maí 2022</ref>
===Júní===
Miðpunktur bardaga var í kringum Sjevjerodonetsk í byrjun júní og sögðust Úkraínumenn hafa hrakið Rússa frá borginni. Rússar voru með sókn í átt að annarri borg í Donbas, Slovjansk. Loftárásir voru gerðar á austur-Kænugarð, í fyrsta sinn síðan í apríl, og sögðust Rússar hafa gert árás á skriðdrekasendingu frá Vesturlöndum.<ref>[https://www.bbc.com/news/world-europe-61695244 Ukraine: Explosions shake Kyiv while battles rage in east] BBC, sótt 6. júní 2022</ref>
Um miðjan júní höfðu Rússar náð yfirráðum yfir 80% af Sjevjerodonetsk og eyðilagt brýr sem voru flóttaleiðir úr borginni.<ref>[https://apnews.com/article/russia-ukraine-business-government-and-politics-01f6d1c027ce68791667ffaafb61e30c] AP, sótt 19. júní 2022</ref>
Í lok mánaðarins var úkraínskum hermönnum skipað að yfirgefa borgina.<ref>[https://www.bbc.co.uk/news/world-europe-61920708 Severodonetsk: Ukrainian forces told to retreat from key eastern city] BBC NEWS, sótt 24. júní 2022</ref>
Þann 27. júní gerðu Rússar loftskeytaárás á verslunarmiðstöð í borginni [[Krementsjúk]] í miðhluta landsins þar sem nálægt 1000 manns voru. 20 manns létust og tugir særðust. Rússar sögðust hafa gert árás á vopnageymslu við hliðina á verslunarmiðstöðinni.
Íbúum í nálægri borg, [[Lysytsjansk]], var gert að flýja hana.<ref>[https://edition.cnn.com/europe/live-news/russia-ukraine-war-news-06-27-22/h_1ccdc77f65fccf9560551846ef07d664 Civilians in Lysychansk urged to evacuate as Russian forces close in] CNN, sótt 27. júní 2022</ref> Síðustu dagana í júní voru gerðar miklar loftárásir á borgina.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/06/30/innikroud-i-lysytsjansk-vegna-linnulausra-loftarasa Innikróuð í Lysytsjansk vegna linnulausra loftárása] RÚV, sótt 30. júní 2022</ref>
30. júní lýstu Úkraínumenn yfir að þeir hefðu náð Snákaeyju í Svartahafi af Rússum.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/06/30/russneski-herinn-yfirgefur-snakaeyju Rússneski herinn yfirgefur Snákaeyju] Rúv, sótt 30. júní 2022</ref>
===Júlí===
Þann 1. júlí var gerð loftárás á íbúðabyggð og tómstundasvæði í Odesa þar sem um 20 manns létust. Rússar hófu að flytja korn sem þeir sölsuðu undir sig frá herteknum svæðum, þ.e. höfninni í Berdyansk.
Rússar sögðust hafa náð Lysytsjansk 3. júlí en Úkraínumenn neituðu því fyrst. Síðar sagði talsmaður úkraínska hersins að herinn hefði hörfað.<ref>[https://www.bbc.co.uk/news/world-europe-62030051 BBC News - Ukraine confirms Russia captured eastern city Lysychansk] BBC, sótt 3. júlí 2022</ref>
Þrír létust í sprengingum í rússnesku borginni Belgorod nálægt landamærum Úkraínu. Rússar sögðu Úkraínumenn hafa gert árásina.<ref>[https://www.bbc.co.uk/news/world-europe-62025541 BBC News - Ukraine blamed by Russia for deadly blast in border city of Belgorod] BBC, sótt 3. júlí 2022</ref>
Borgirnar [[Slovjansk]] og [[Kramatorsk]] voru þær einu af stærri borgum í Donetsk sem voru í höndum Úkraínumanna eftir 3. júlí. Rússar gerðu árásir á smærri þéttbýlisstaði, 35 létust í loftárás á fjölbýlishúsi í Tsjasív Jar 9. júlí. [[Íryna Veresjtsjúk]], aðstoðarráðherra, hvatti íbúa vestur af Donbas í borgunum [[Kherson]] og [[Zaporízjzja]] til forða sér.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/07/10/15-forust-i-flugskeytaaras-a-fjolbylishus 15 fórust í flugskeytaárás á fjölbýlishús], RÚV, sótt 10. júlí 2022</ref> Úkraínumenn gerðu loftárás 12. júlí á vöruhús austur af Kherson, í borginni Nova Kakhovka, þar sem þeir sögðu Rússa geyma skotfæri.<ref>https://www.bbc.com/news/world-europe-62132441 Ukraine claims arms depot attack in occupied Kherson with Himars rockets], BBC, skoðað 12. júlí 2022</ref>
Loftskeytaárásir á borgina [[Vínnytsja]] í vesturhluta landsins voru gerðar um miðjan júlí þar sem tugir létust.
Þrátt fyrir að hafa gert samning um kornútflutning við Úkraínu í lok júlí gerðu Rússar árásir á höfnina í Odesa þar sem útflutningur fór fram.<ref>
[https://www.bbc.co.uk/news/world-europe-62276392 BBC News - Ukraine war: Explosions rock Ukrainian port hours after grain deal] BBC, sótt 23. júlí 2022</ref>
Rússar og Úkraínumenn kenndu hvor öðrum um þegar árás var gerð á fangelsi í vestur-Donetsk þar sem um 50 úkraínskir stríðsfangar féllu.<ref>[https://www.bbc.com/news/world-europe-62356211 Ukraine war: UN and Red Cross should investigate prison deaths, says Ukraine], BBC, sótt 30. júní 2022</ref>
Úkraínumenn hófu gagnsókn að borginni Kherson í suðri.<ref>[https://www.visir.is/g/20222289995d/ukrainski-herinn-saekir-fram-i-hernuminni-borg Úkraínski herinn sækir fram í hernuminni borg], Vísir, sótt 24. júlí 2022</ref>
===Ágúst===
Árás var gerð í byrjun ágúst við kjarnorkuver nálægt borginni [[Zaporízjzja]]. Rússar réðu yfir verinu en héldu úkraínskum starfsmönnum þar. Báðir aðilar kenndu hvor öðrum um árásina og sögðu Úkraínumenn Rússa nýta sér verið sem herstöð.
Árás var gerð á herflugvöll á [[Krímskagi|Krímskaga]] þar sem Rússar geymdu orrustuþotur. Rússar sögðu ekkert hafa skemmst þrátt fyrir að gervihnattamyndir sýndu annað. Úkraínumenn lýstu ekki yfir ábyrgð á árásinni.<ref>[https://www.bbc.co.uk/news/world-europe-62517367 BBC News - Ukraine war: Crimea blasts significantly hit Russian navy] BBC. Sótt 12/8 2022</ref>
==Friðarumleitanir==
Sendinefndir Rússa og Úkraínumanna hafa rætt mögulegt vopnahlé eða friðarsamninga með hléum frá 27. febrúar. Fyrsti fundur sendinefndanna fór fram nærri landamærum Úkraínu og Hvíta-Rússlands við [[Pripjat]].<ref>{{Vefheimild|titill=Fallast á viðræður við hvítrússnesku landamærin|url=https://www.frettabladid.is/frettir/fallast-a-vidraedur-vid-hvitrussnesku-landamaerin/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2022|mánuður=27. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. mars|höfundur=Þorgrímur Kári Snævarr}}</ref> Í mars funduðu sendinefndir ríkjanna í [[Istanbúl]] í [[Tyrkland]]i. Úkraínumenn hafa sagst viljugir til að ganga að sumum kröfum Rússa eins og að gerast ekki aðilar að Atlantshafsbandalaginu og að Úkraína verði hlutlaust ríki með tilliti til öryggissjónarmiða.<ref>{{Vefheimild|titill=„Raunsærri“ friðarviðræður milli Úkraínu og Rússlands|url=https://www.frettabladid.is/frettir/raunsaerri-fridarvidraedur-milli-ukrainu-og-russlands/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2022|mánuður=16. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. apríl|höfundur=Urður Ýrr Brynjólfsdóttir}}</ref><ref>{{Vefheimild|titill=Friðarviðræður hefjast á ný: Segir Úkraínu til í hlutleysi|url=https://www.frettabladid.is/frettir/fridarvidraedur-hefjast-a-ny-segir-ukrainu-til-i-hlutleysi/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2022|mánuður=28. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. apríl|höfundur=Oddur Ævar Gunnarsson}}</ref> Úkraínumenn hafa hins vegar hafnað því að gefa eftir landsvæði innan alþjóðlega viðurkenndra landamæra sinna sem Rússar eða alþýðulýðveldin í Donbas gera tilkall til.<ref>{{Vefheimild|titill=Gefur ekki eftir metra af landi|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/03/31/gefur_ekki_eftir_metra_af_landi/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2022|mánuður=31. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. apríl}}</ref>
==Viðbrögð==
[[Mynd:We Stand with Ukraine 2022 Helsinki - Finland (51906116955).jpg|thumb|right|Mótmæli gegn innrásinni í [[Helsinki]].]]
[[Mynd:Z symbol flash mob at Platinum Arena in Khabarovsk.jpg|thumb|right|Meðlimir í ungliðahreyfingu [[Sameinað Rússland|Sameinaðs Rússlands]] í [[Kabarovsk]] stilla sér upp í Z til að lýsa yfir stuðningi við innrásina.]]
===Fordæmingar og efnahagsrefsingar===
Evrópusambandið tilkynnti að það myndi setja á hörðustu efnahagslegu refsingar í sögu sambandsins. Úrslitaleikur [[Meistaradeild Evrópu|Meistaradeildar Evrópu]] var færður frá [[Sankti Pétursborg]], [[Formúla 1]] frá [[Sotsjí]] og Rússum meinuð þátttaka í íþróttakeppnum og í söngvakeppninni [[Eurovision]]. Flugfélaginu [[Aeroflot]] var bannað að fljúga til Bretlands og önnur Evrópulönd fylgdu í kjölfarið og bönnuðu Rússum að fljúga um evrópska lofthelgi. Eignir og bankareikningar rússneskra auðkýfinga voru fryst. Rússneskum bönkum var meinað af ESB, Kanada, Bretlandi og Bandaríkjunum að notast við [[SWIFT]]-millifærslukerfið.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.bbc.com/news/world-60542433|titill=West to cut some Russian banks off from Swift|útgefandi=[[BBC]]|mánuðurskoðað=27. febrúar|árskoðað=2022|ár=2022|tungumál=enska}}</ref> [[Visa]] og [[Mastercard]] hættu starfsemi í Rússlandi og mörg fjölþjóðafyrirtæki eins og [[IKEA]] og [[Samsung]].
Rússlandi var vikið úr [[Evrópuráðið|Evrópuráðinu]] vegna innrásarinnar þann 25. febrúar 2022.<ref>{{Vefheimild|titill=
Þórdís Kolbrún fagnar brottvikningu Rússa úr Evrópuráðinu|url=https://www.frettabladid.is/frettir/russlandi-vikid-ur-evropuradinu/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2022|mánuður=25. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=26. febrúar|höfundur=
Ingunn Lára Kristjánsdóttir}}</ref> Þann 2. mars samþykkti [[allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna]] á sérstökum neyðarfundi ályktun þar sem innrás Rússa í Úkraínu var „hörmuð“ og stríðsaðilar hvattir til að leggja niður vopnin. [[Kína]] og [[Indland]] sátu hjá og Rússland, [[Hvíta-Rússland]], [[Eritrea]], [[Norður-Kórea]] og [[Sýrland]] greiddu atkvæði á móti. [[António Guterres]], aðalritari Sameinuðu þjóðanna, lýsti því yfir að innrásin væri brot á [[Stofnsáttmáli Sameinuðu þjóðanna|stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna]].<ref>{{Vefheimild|titill=
Allsherjarþingið gagnrýnir innrás Rússa í Úkraínu|url=https://unric.org/is/allsherjarthingid-gagnrynir-innras-russa-i-ukrainu/|útgefandi=Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur-Evrópu|ár=2022|mánuður=2. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=2. mars|vefsíða=unric.org}}</ref> Þann 7. apríl var Rússland jafnframt rekið úr [[Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna|mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna]].<ref>{{Vefheimild|titill=Rússland rekið úr mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/04/07/russland_rekid_ur_mannrettindaradi_sameinudu_thjoda/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2022|mánuður=7. apríl|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=4. apríl}}</ref>
Fjöldi sendiráðsstarfsmanna hefur verið rekinn úr Evrópulöndum.
===Mótmæli===
Mótmæli voru víða um heim og við sendiráðsbústað Rússlands við [[Túngata|Túngötu]] þann 24. febrúar, næstu daga og reglulega eftir það.<ref>{{Vefheimild|titill=
Mótmæltu „ofbeldi og yfirgangi“ við rússneska sendiráðið|url=https://stundin.is/grein/14857/motmaeltu-vid-sendirad-russlands/|útgefandi=''[[Stundin]]''|ár=2022|mánuður=24. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=26. febrúar|höfundur=Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson|höfundur2=Jón Trausti Reynisson}}</ref>
Í ágúst var [[Kænugarðstorg]] nálægt rússneska sendiráðinu formlega nefnt af borgarstjóra Reykjavíkur.
===Flóttamenn og mannúðaraðstoð===
Nálægt 10 milljónir hafa farið yfir landamærin frá Úkraínu frá því að innrásin hófst, flestir til [[Pólland]]s. Um 6,7 milljónir hafa sótt um flóttamannastöðu í Evrópu.<ref>[http://data2.unhcr.org/en/situations/ukraine Ukraine refugee situation] Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna </ref> Einnig hafa yfir 8 milljónir flúið innan Úkraínu. Flóttafólkið var mestmegnis konur og börn en 18–60 ára karlmenn voru skyldugir til að vera eftir í landinu því til varnar.
Við landamæri Pólland, Rúmeníu, Ungverjalands, Slóvakíu og Moldóvu var flóttamannastraumur. Evrópusambandið sagðist ætla að taka á móti flóttamönnum næstu 3 ár án þess að þeir þyrftu að sækja um vernd.
Á Íslandi höfðu rúm 1.200 sótt um vernd í júní 2022.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/06/22/aldrei-fleira-flottafolk-komid-til-landsins Aldrei fleira flóttafólk til landsins] ruv.is, sótt 23. júní 2022.</ref>
===Hernaðarstuðningur===
Evrópusambandið fjármagnar kaup á vopnum og flutning þeirra til Úkraínu.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2022/02/27/esb-fjarmagnar-vopnaflutning-til-ukrainu|titill=ESB fjármagnar vopnaflutning til Úkraínu|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=2. mars|árskoðað=2022|mánuður=27. febrúar|höfundur=Alexander Kristjánsson}}</ref>
Bandaríkin hafa einnig séð Úkraínu fyrir vopnum, jafnvel 2 mánuðum fyrir stríðið.<ref>[https://www.reuters.com/world/us/biden-authorizes-200-mln-new-weapons-military-training-ukraine-2022-03-12/ US rushing $200 in weapons for Ukraines defense] Reuters, 16. mars 2022</ref>
NATÓ ákvað að auka viðbúnað sinn í Austur-Evrópu og senda þangað 40.000 hermenn.
Í byrjun apríl sendi [[Tékkland]] skriðdreka til Úkraínu.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.frettabladid.is/frettir/fyrsta-nato-rikid-sendir-skriddreka-til-ukrainu/|titill=Fyrsta NATÓ-ríkið sendir skriðdreka til Úkraínu|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|höfundur=Oddur Ævar Gunnarsson|ár=2022|mánuður=6. apríl|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=6. apríl}}</ref>
===Stuðningur við innrásina===
Á vikunum eftir að innrásin hófst varð bókstafurinn [[Z]] stuðningstákn við innrásina og við Vladímír Pútín. Ástæðan er sú að stafurinn var ritaður á marga af skriðdrekum og herbílum Rússa í Úkraínu sem myndir náðust af í aðdraganda innrásarinnar. Uppruni þessarar notkunar Z, sem ekki er til í [[Kýrillískt stafróf|kyrillíska stafrófinu]], er óljós, en stafurinn hefur verið notaður til að merkja rússnesk herfarartæki ásamt öðrum bókstöfum eins og O, X, A og V. Herbílar og skriðdrekar sem merktir eru með Z tilheyra eystri herdeild rússneska hersins.<ref>{{Vefheimild|titill=Hvernig „Z“ varð að yfirlýstu stuðningstákni við innrásina í Úkraínu|url=https://kjarninn.is/skyring/hvernig-z-vard-ad-yfirlystu-studningstakni-vid-innrasina-i-ukrainu/|útgefandi=''[[Kjarninn]]''|höfundur=Erla María Markúsdóttir|ár=2022|mánuður=15. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. mars}}</ref> Rússneska varnarmálaráðuneytið segir bókstafinn standa fyrir „za pobedu“ (til sigurs), „za mir“ (fyrir frið), „za nashikh“ (fyrir þjóð okkar) og fleira.<ref>{{Vefheimild|titill=Áróðursbókstafnum Z dreift til stuðnings Úkraínustríðinu|url=https://vardberg.is/frettir/arodursbokstafnum-z-dreift-til-studnings-ukrainustridinu/|útgefandi=[[Varðberg]]|ár=2022|mánuður=8. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. mars}}</ref>
==Tilvísanir==
<references responsive="" />
[[Flokkur:Innrásir]]
[[Flokkur:Stríð Rússlands og Úkraínu]]
[[Flokkur:2022]]
[[Flokkur:Saga Rússlands]]
[[Flokkur:Saga Úkraínu]]
[[Flokkur:Stríð á 21. öld]]
86p0rrv7cz3jt7c8touy6k75ywvy3qm
1765829
1765827
2022-08-23T15:47:06Z
TKSnaevarr
53243
/* Mars */
wikitext
text/x-wiki
{{líðandi stund}}
{{stríðsátök
|conflict=Innrás Rússa í Úkraínu 2022
|partof=[[Stríð Rússlands og Úkraínu|stríði Rússlands og Úkraínu]]
|image=2022 Russian invasion of Ukraine.svg
|image_size=250px
|caption= Árásir á Úkraínu
|place=[[Úkraína]]
|date=[[24. febrúar]] [[2022]] –
|combatant1={{RUS}} [[Rússland]]<br>[[File:Flag of Donetsk People's Republic.svg|20px]] [[Alþýðulýðveldið Donetsk]]<br>[[File:Flag of the Luhansk People's Republic.svg|20px]] [[Alþýðulýðveldið Lúhansk]]<br>'''Stuðningur:'''<br>{{BLR}} [[Hvíta-Rússland]]
|combatant2={{UKR}} [[Úkraína]]
|commander1= {{RUS}} [[Vladímír Pútín]]<br>{{RUS}} [[Míkhaíl Míshústín]]<br>{{RUS}} [[Sergej Shojgú]]<br>{{RUS}} [[Sergej Lavrov]]<br>{{RUS}} [[Aleksandr Dvorníkov]]<br>{{RUS}} [[Ramzan Kadyrov]]<br>{{BLR}} [[Alexander Lúkasjenkó]]
|commander2= {{UKR}} [[Volodymyr Zelenskyj]]<br>{{UKR}} [[Denys Sjmyhal]]<br>{{UKR}} [[Vítalíj Klítsjko]]<br>{{UKR}} [[Dmytro Kúleba]]<br>{{UKR}} [[Íryna Veresjtsjúk]]<br>{{UKR}} [[Oleksíj Rezníkov]]
|strength1={{Collapsible list|title=Sjá lista|'''{{RUS}} Rússland:'''
* 900.000 (fastaher)
* 554.000 (hernaðarhreyfingar)
* 2.000.000 (varalið)<ref name="The Military Balance2021">{{cite book |title=The military balance 2021 |date=2021 |publisher=[[International Institute for Strategic Studies]] |location=Abingdon, Oxon |isbn=978-1032012278}}</ref>
* Þ. á m. 175.000<ref>{{cite news|url=https://www.nytimes.com/2022/01/10/us/politics/russia-ukraine-helicopters.html |author-last1=Julian E. |author-first1=Barnes |author-last2=Michael |author-first2=Crowley |author-last3=Eric |author-first3=Schmitt |title=Russia Positioning Helicopters, in Possible Sign of Ukraine Plans|date=10 January 2022|website=[[The New York Times]] |access-date=20 January 2022 |archive-date=22 January 2022 |archive-url=https://web.archive.org/web/20220122100818/https://www.nytimes.com/2022/01/10/us/politics/russia-ukraine-helicopters.html |url-status=live |url-access=subscription |language=en |quote=American officials had expected additional Russian troops to stream toward the Ukrainian border in December and early January, building toward a force of 175,000.}}</ref>–190.000<ref>{{cite news|author-last=Bengali |author-first=Shashank |date=18 February 2022|title=The U.S. says Russia's troop buildup could be as high as 190,000 in and near Ukraine. |language=en-US |work=The New York Times |url=https://www.nytimes.com/live/2022/02/18/world/ukraine-russia-news|access-date=18 February 2022 |url-access=subscription |archive-date=18 February 2022 |archive-url=https://web.archive.org/web/20220218063637/https://www.nytimes.com/live/2022/02/18/world/ukraine-russia-news |url-status=live}}</ref> við úkraínsku landamærin}}
|strength2={{Collapsible list|title=Sjá lista|
* '''{{UKR}} Úkraína:'''
* 209.000 (fastaher)
* 102.000 (hernaðarhreyfingar)
* 900.000 (varalið)<ref name="The Military Balance2021" />}}
|casualties1={{small|Alls um 20.000+ drepnir (skv. BNA)<br>44.000 drepnir (skv. Úkraínumönnum)<br>Um 1.300 drepnir (skv. Rússum)}}
|casualties2={{small|Alls um 2.000–4.000 (skv. BNA)<br> 10.000 drepnir (skv. Úkraínumönnum)<br> 23.000 skv. Rússum}}
| casualties3='''Almennir borgarar drepnir: Um 12.000–28.000 (skv. Úkraínu)
}}
Þann 24. febrúar 2022 gerðu [[Rússland|Rússar]] '''innrás í [[Úkraína|Úkraínu]]'''. Innrásin er hluti af [[Stríð Rússlands og Úkraínu|hernaðardeilum á milli ríkjanna]] sem hafa staðið yfir frá árinu 2014. Stríðið skapaði milljóna manna flóttamannastraum sem var sá mesti frá [[seinni heimsstyrjöld]].
==Aðdragandi==
{{aðalgrein|Evrómajdan|Úkraínska byltingin 2014|Krímskagakreppan 2014}}
Átök Rússlands og Úkraínu má rekja aftur til ársins 2014, til [[Evrómajdan]]-mótmælanna og [[Úkraínska byltingin 2014|úkraínsku byltingarinnar]] þar sem forsetanum [[Víktor Janúkovytsj]] var steypt af stóli. Janúkovytsj hafði verið náinn bandamaður ríkisstjórnar Rússlands og [[Vladímír Pútín|Vladímírs Pútín]] Rússlandsforseta, og hafði í aðdraganda mótmælanna hætt við fyrirhugað samkomulag um nánara samband Úkraínu við [[Evrópusambandið]].<ref>{{Vefheimild|titill=Enn mótmælt í Kænugarði|url=https://www.ruv.is/frett/enn-motmaelt-i-kaenugardi-0|útgefandi=[[RÚV]]|ár=2013|mánuður=13. desember|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=24. febrúar}}</ref>
Eftir að Janúkovytsj var steypt af stóli sendu Rússar herlið á [[Krímskagi|Krímskaga]] og héldu þar atkvæðagreiðslu sem leiddi til þess að Krímskagi var formlega innlimaður inn í rússneska sambandsríkið.<ref>{{Vefheimild |titill=Krímskagi formlega orðinn hluti af Rússlandi |mánuður=21. mars|ár=2014|mánuðurskoðað=24. febrúar|árskoðað=2022|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|url=http://www.visir.is/g/2014140329782}}</ref> Árið 2014 hófust jafnframt uppreisnir í austurhluta Úkraínu, þar sem meirihluti íbúa er [[Rússneska|rússneskumælandi]].<ref>{{Tímarit.is|6161282|Fasistar og hryðjuverkamenn|blað=[[Morgunblaðið]]|höfundur=Guðsteinn Bjarnason|útgáfudagsetning=30. ágúst 2014|blaðsíða=28}}</ref> Aðskilnaðarsinnarnir í austurhluta Úkraínu lýstu yfir stofnun sjálfstæðra „alþýðulýðvelda“ í [[Donetsk]] og [[Lúhansk]]. Rússar veittu aðskilnaðarsinnunum aðstoð en stjórnvöld í Rússlandi neituðu því jafnan að um væri að ræða rússneska stjórnarhermenn.<ref>{{Tímarit.is|6916370|Hyggjast stofna Litla Rússland|blað=[[Morgunblaðið]]|höfundur=Bogi Þór Arason|útgáfudagsetning=1. ágúst 2017|blaðsíða=17}}</ref><ref>{{Tímarit.is|6334764|Efast um að friður komist á|blað=[[Morgunblaðið]]|höfundur=Bogi Þór Arason|útgáfudagsetning=13. febrúar 2015|blaðsíða=24}}</ref>
==Innrásin==
[[Mynd:Житловий будинок на вул. Лобановського, 6-А після обстрілу.jpg|thumb|left|Þann 26. febrúar hæfði rússnesk eldflaug blokk í Kænugarði.]]
Undir lok ársins 2021 og í byrjun ársins 2022 söfnuðu Rússar tæplega 200.000 manna herliði við landamæri Úkraínu, sem vakti ótta í Úkraínu og á Vesturlöndum um að Pútín hygðist fyrirskipa innrás í landið.<ref>{{Vefheimild|titill=Óttinn við innrás Rússa í Úkraínu magnast enn|url=https://www.ruv.is/frett/2021/12/04/ottinn-vid-innras-russa-i-ukrainu-magnast-enn|útgefandi=[[RÚV]]|höfundur=Markús Þ. Þórhallsson|ár=2021|mánuður=4. desember|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=22. febrúar}}</ref> Rússnesk stjórnvöld þvertóku ítrekað fyrir að innrás væri yfirvofandi en ráðamenn þar lögðu jafnframt fram kröfur um að Úkraínu yrði meinaður aðgangur að [[Atlantshafsbandalagið|Atlantshafsbandalaginu]] um alla framtíð og að bandalagið fjarlægði alla hermenn og öll vopn sín úr [[Austur-Evrópa|Austur-Evrópu]].<ref>{{Vefheimild|titill=Segja Rússa nær því að gera innrás í Úkraínu|url=https://www.visir.is/g/20222224189d/segja-russa-naer-thvi-ad-gera-innras-i-ukrainu|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|höfundur=Samúel Karl Ólason|ár=2022|mánuður=17. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=22. febrúar}}</ref>
===Febrúar===
Þann 21. febrúar viðurkenndi Pútín sjálfstæði [[Alþýðulýðveldið Donetsk|Alþýðulýðveldanna Donetsk]] og [[Alþýðulýðveldið Lúhansk|Lúhansk]], héraða rússneskumælandi aðskilnaðarsinna sem höfðu klofið sig frá Úkraínu árið 2014 með stuðningi Rússa.<ref>{{Vefheimild|titill=Pútín viðurkennir sjálfstæði Donetsk og Luhansk|url=https://www.ruv.is/frett/2022/02/21/putin-vidurkennir-sjalfstaedi-donetsk-og-luhansk|útgefandi=[[RÚV]]|höfundur=Ólöf Ragnarsdóttir|ár=2022|mánuður=22. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=22. febrúar}}</ref> Pútín sendi í kjölfarið rússneska hermenn yfir úkraínsku landamærin til að gegna „friðargæslu“ í Donetsk og Lúhansk.<ref>{{Vefheimild|titill=Hefur þegar skipað hernum inn í Donetsk og Luhansk|url=https://www.ruv.is/frett/2022/02/21/hefur-thegar-skipad-hernum-inn-i-donetsk-og-luhansk|útgefandi=[[RÚV]]|höfundur=Ólöf Ragnarsdóttir|ár=2022|mánuður=21. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=22. febrúar}}</ref> Í ræðu sem Pútín hélt við viðurkenningu sína á sjálfstæði héraðanna efaðist hann um sögulegar forsendur fyrir Úkraínu sem sjálfstæðu ríki og sakaði stjórnvöld þar um að fremja þjóðarmorð.<ref>{{Vefheimild|titill=Eldræða Pútíns réttlætir innrás
Rússa í Úkraínu - herlið sent af stað|url=https://stundin.is/grein/14821/eldmessa-putins-rettlaetir-innras-russa-i-ukrainu/|útgefandi=''[[Stundin]]''|höfundur=Jón Trausti Reynisson|ár=2022|mánuður=21. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=22. febrúar}}</ref>
Morguninn 24. febrúar 2022 hófu Rússar allsherjarinnrás í Úkraínu. Innrásin fór fram bæði frá héruðunum í austurhluta landsins, frá Krímskaga og frá [[Hvíta-Rússland]]i með stuðningi stjórnar [[Alexander Lúkasjenkó|Alexanders Lúkasjenkó]].<ref>{{Vefheimild|titill=Bein lýsing - Innrás í Úkraínu|url=https://www.frettabladid.is/frettir/bein-lysinginnras-i-ukrainu/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2022|mánuður=24. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=24. febrúar}}</ref><ref>{{Vefheimild|titill=Vaktin: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu|url=https://www.visir.is/g/20222226904d/sprengjum-rignir-yfir-kaenugard|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|ár=2022|mánuður=24. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=24. febrúar|höfundur=
Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Atli Ísleifsson og Samúel Karl Ólason}}</ref>
Rússneski herinn gerði árás á olíubirgðastöð suður af Kyjív.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2022/02/27/oliubirgdastod-og-oliuleidsla-standa-i-ljosum-logum|titill=Olíubirgðastöð og olíuleiðsla standa í ljósum logum|útgefandi=[[RÚV]]|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=2. mars|mánuður=27. febrúar|ár=2022|höfundur=Markús Þ. Þórhallsson}}</ref>
Í yfirlýsingu sinni um innrásina sagði Pútín markmið hennar vera að brjóta niður hernaðarmátt Úkraínu og „afmá [[Nasismi|nasisma]]“ úr stjórn ríkisins.<ref>{{Vefheimild|titill=Markmiðið að brjóta niður hernaðarmátt Úkraínu og „afmá nasismann“|url=https://www.visir.is/g/20222226950d|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|höfundur=Atli Ísleifsson|ár=2022|mánuður=24. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. mars}}</ref> Hugmyndin um að Úkraínu sé stýrt af [[Nýnasismi|nýnasistum]] hefur verið áberandi í rússneskum áróðri til réttlætingar innrásinni. Hún styðst sumpart við starfsemi nýnasískra öfgaþjóðernishreyfinga á borð við [[Azovsveitin]]a, sem hefur stöðu undirliðs í úkraínska þjóðvarðliðinu og hefur barist í [[Stríð Rússlands og Úkraínu|stríðinu í austurhluta Úkraínu]] frá 2014.<ref>{{Vefheimild|titill=Öfgahægrivandinn ekki meiri í Úkraínu en í nágrannaríkjunum|url=https://kjarninn.is/skyring/ofgahaegrivandinn-ekki-meiri-i-ukrainu-en-i-nagrannarikjunum/|útgefandi=''[[Kjarninn]]''|höfundur=Arnar Þór Ingólfsson |ár=2022|mánuður=6. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. mars}}</ref> Hreyfingin situr hins vegar ekki í ríkisstjórn Úkraínu og framboð tengt henni fékk enga kjörna fulltrúa í síðustu þingkosningum landsins. Úkraínumenn hafa þvertekið fyrir ásakanir Pútíns um nasisma og hafa bent á að forseti landsins, [[Volodymyr Zelenskyj]], sé sjálfur [[Gyðingar|Gyðingur]] og hafi misst ættingja í [[Helförin]]ni.<ref>{{Vefheimild|titill=Rússar og Úkraínumenn skiptast á nasistaásökunum|url=https://www.frettabladid.is/frettir/russar-og-ukrainumenn-skiptast-a-nasistaasokunum/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|höfundur=Þorgrímur Kári Snævarr |ár=2022|mánuður=26. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. mars}}</ref>
Rússnesk stjórnvöld hafna því að um innrás sé að ræða og kalla átökin í Úkraínu ávallt „sérstaka hernaðaraðgerð.“<ref>{{Vefheimild|titill=Sprengjuárásir hafnar í Úkraínu|url=https://kjarninn.is/frettir/sprengjuarasir-hafnar-i-ukrainu/|útgefandi=''[[Kjarninn]]''|höfundur=Sunna Ósk Logadóttir|ár=2022|mánuður=24. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=19. mars}}</ref> Umfjöllun um innrásina hefur verið stranglega ritskoðuð innan Rússlands og þungar refsingar hafa verið lagðar við því að nota hugtökin stríð eða innrás um atburðina.<ref>{{Vefheimild|titill=Andóf í Rússlandi undir ægivaldi Pútíns|url=https://www.ruv.is/frett/2022/03/03/andof-i-russlandi-undir-aegivaldi-putins|útgefandi=[[RÚV]]|höfundur=Anna Kristín Jónsdóttir|ár=2022|mánuður=3. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=19. mars}}</ref><ref>{{Vefheimild|titill=Rússar loka á erlenda fjölmiðla|url=https://www.visir.is/g/20222230648d|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|höfundur=Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir|meðhöfundur=Samúel Karl Ólason |ár=2022|mánuður=4. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=19. mars}}</ref>
===Mars===
[[Mynd:Russian bombardment on the outskirts of Kharkiv.jpg|thumb|right|Sprengjum er varpað á útjaðra [[Kharkív]] þann 1. mars.]]
Rússar sátu um [[Kharkív]], aðra stærstu borg landsins en mættu harðri mótstöðu. Ráðist var m.a. á ráðhúsið, hersjúkrahús og skóla.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2022/03/02/russneskir-fallhlifarhermenn-lentir-i-kharkiv|titill=Rússneskir fallhlífarhermenn lentir í Kharkiv|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=2. mars|árskoðað=2022|ár=2022|mánuður=Ævar Örn Jósepsson}}</ref> Harðar árásir voru á borgir í suðri, [[Kherson]] og [[Maríúpol]], með eldflaugum og stórskotaliði.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visir.is/g/20222229781d/versti-dagur-stridsins-hingad-til|titill=Versti dagur stríðsins hingað til|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|mánuðurskoðað=2. mars|árskoðað=2022|mánuður=2. mars|höfundur=Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir}}</ref> Í Kyjív var fjarskiptaturn sprengdur.<ref>{{Vefheimild|titill=
Sjónvarpsturninn sprengdur og útsendingar rofnar|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/03/01/sjonvarpsturninn_sprengdur_og_utsendingar_rofnar/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2022|mánuður=2. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=3. mars}}</ref>
Kherson féll í hendur rússneskra hermanna þann 3. mars, á áttunda degi innrásarinnar, og var þá fyrsta úkraínska stórborgin sem var hernumin.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2022/03/03/russar-hafa-hertekid-ukrainsku-hafnarborgina-kherson|titill=Rússar hafa hertekið úkraínsku hafnarborgina Kherson|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=3. mars|árskoðað=2022|mánuður=3. mars|ár=2022|höfundur=Ævar Örn Jósepsson}}</ref>
Flóttafólk streymdi til Evrópulanda frá Úkraínu, aðallega Póllands, voru þeir orðnir tæpar 2 milljónir 8. mars.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2022/03/08/yfir-1700000-hafa-fluid-ukrainu|titill=Yfir 1.700.000 hafa flúið Úkraínu|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=8. mars|árskoðað=2022|mánuður=8. mars|ár=2022|höfundur=Ævar Örn Jósepsson}}</ref>
Þann 11. mars voru gerðar loftárásir í borgum í norðvestri; [[Lútsk]] og [[Ívano-Frankívsk]]. Einnig í [[Dnípro]] í miðhlutanum. Loftárás var gerð 13. mars á herflugvöll nærri [[Lvív]] við pólsku landamærin þar sem tugir létust. Úkraínumenn hófu gagnsókn á ýmsum stöðum t.d. vestur af Kyjív og tóku landsvæði aftur.<ref>[https://www.bbc.com/news/world-europe-60847188 Ukraine war: Ukrainian fightback gains ground west of Kyiv] BBC, sótt 24. mars 2022</ref> Loftárás var gerð á rússneskt herskip við Berdjansk við Azovhaf.<ref>[https://www.bbc.com/news/world-europe-60859337 Russian warship destroyed in occupied port of Berdyansk, says Ukraine] BBC skoðað 24. mars 2022</ref>
Mariupol var eyðilögð að mestu og flestir íbúanna flúðu. Rússar gerðu m.a. árás á leikhús þar sem borgarar höfðu flúið. Um 300 létust.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2022/03/25/ottast-ad-300-hafi-latist-i-aras-a-leikhus-i-mariupol|titill=Óttast að 300 hafi látist í árás á leikhús í Mariupol|útgefandi=[[RÚV]]|mánuður=25. mars|ár=2022|mánuðurskoðað=25. mars|árskoðað=2022|höfundur=Bogi Ágústsson}}</ref> Flestir íbúanna höfðu flúið í lok mars og um 5.000 látist. 29. mars var gerð loftárás á stjórnarbyggingu í borginni [[Mykolajív]] í suðri. Daginn eftir voru gerðar árásir á [[Tsjerníhív]] í norðri.<ref>[https://www.bbc.co.uk/news/world-europe-60925713 War in Ukraine: Russia launches new attacks after peace promise] BBC, sótt 30. mars 2022.</ref>
Undir lok marsmánaðar hófu rússneskar hersveitir undir stjórn hershöfðingjans [[Aleksandr Tsjajko|Aleksandrs Tsjajko]] að hörfa frá Kænugarði, sem hafði verið umsetinn frá því stuttu eftir að innrásin hófst.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.frettabladid.is/frettir/russar-horfa-til-baka-til-ad-reyna-aftur-sidar-ad-umkringja-kaenugard/|titill=Rússar hörfa til baka til að umkringja Kænugarð síðar|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|mánuðurskoðað=4. apríl|árskoðað=2022|mánuður=29. mars|ár=2022|höfundur=Ari Brynjólfsson}}</ref> Þrátt fyrir að hafa ekki náð að hertaka höfuðborgina sögðust Rússar hafa náð upphaflegum markmiðum sínum og að þeir myndu nú einbeita sér að frelsun [[Donbas]]-héraðanna í austurhluta Úkraínu.<ref>{{Vefheimild|titill=Rússar segjast ætla að draga úr árásum við Kyiv
|url=https://www.ruv.is/frett/2022/03/29/russar-segjast-aetla-ad-draga-ur-arasum-vid-kyiv|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=4. apríl|árskoðað=2022|mánuður=30. mars|ár=2022|höfundur=Ólöf Rún Erlendsdóttir}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://www.visir.is/g/20222240094d|titill=Rússar segjast hafa náð markmiðum sínum og einbeita sér að Donbas|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|mánuðurskoðað=4. apríl|árskoðað=2022|mánuður=25. mars|ár=2022|höfundur=Samúel Karl Ólason}}</ref> Vegna undanhalds Rússa endurheimtu Úkraínumenn mikið landsvæði í kringum Kænugarð, allt að 35 kílómetra austan við borgina.<ref>{{Vefheimild|titill=
Úkraínumenn spyrna til baka|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/03/25/ukrainumenn_spyrna_til_baka/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2022|mánuður=25. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=4. mars}}</ref> Meðal annars endurheimtu úkraínskir hermenn bæinn [[Írpín]] þann 28. mars.<ref>{{Vefheimild|titill=
Úkraínski herinn endurheimtir Irpin|url=https://www.frettabladid.is/frettir/ukrainski-herinn-endurheimtir-irpin/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2022|mánuður=28. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=3. apríl|höfundur=
Ingunn Lára Kristjánsdóttir}}</ref>
===Apríl===
Árás var gerð á hafnarborgina [[Odesa]] í suðvesturhlutanum.
Eftir að Rússar hörfuðu frá úthverfum Kænugarðs tilkynnti úkraínski ríkissaksóknarinn [Íryna Venedíktova]] að lík 410 almennra borgara hefðu fundist á svæðunum sem Rússar höfðu haft umráð yfir. Einnig tilkynntu Úkraínumenn að 280 lík hefðu fundist í fjöldagröfum í borginni [[Bútsja]], sem Rússar höfðu hernumið en svo hörfað frá.<ref>{{Vefheimild|titill=„410 lík finnast á víð og dreif við Kænugarð|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/04/03/410_lik_finnast_a_vid_og_dreif_vid_kaenugard/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2022|mánuður=3. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=3. mars}}</ref> Úkraínumenn sökuðu Rússa um að standa fyrir úthugsuðum fjöldamorðum á almennum borgurum á meðan þeir réðu yfir borginni en Rússar höfnuðu ásökununum.<ref>{{Vefheimild|titill=„Úthugsuð fjöldamorð“|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/04/03/uthugsud_fjoldamord/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2022|mánuður=3. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=3. mars}}</ref>
Rússar hófu sókn í austurhéruðunum eða [[Donbas]] og gerðu þar loftárásir eftir að hafa hörfað úr svæðum í norðri. Fólksflótti varð úr austurhéruðunum.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/04/06/arasir-hardna-i-austurherudum-ukrainu Árásir harðna í austurhéruðum Úkraínu] RÚV, sótt 6. apríl 2022.</ref> Loftárás var gerð á almenna borgara á lestarstöð í borginni [[Kramatorsk]]. Tugir létust.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/04/08/tugir-letust-i-loftaras-a-jarnbrautarstod-i-donetsk Tugir létust í loftárás á járnbrautarstöð í Donetsk] RÚV, sótt 8. apríl 2022.</ref>
[[Ursula von der Leyen]] forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins kom til fundar við Zelenskyj í Kænugarði. Hún lofaði skjótri afgreiðslu ef Úkraína sækti um aðild að Evrópusambandinu og aukinni fjárhagsaðstoð við landið.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/04/09/ukraina-a-heima-i-evropufjolskyldunni Úkraína á heima í Evrópufjölskyldunni], RÚV, sótt 9. apríl 2022</ref>
[[Mynd:Russian cruiser Moskva.jpg|thumb|left|Rússneska beitiskipinu ''Moskvu'' var sökkt á Svartahafi af úkraínskum loftskeytum þann 14. apríl.]]
Þann 14. apríl gerði Úkraínuher loftárás á þriðja stærsta skip rússneska flotans, [[beitiskip]]ið ''Moskvu'', á Svartahafi.<ref>[https://www.bbc.com/news/world-europe-61103927 Russian warship Moskva: What do we know?] BBC sótt 14. apríl 2022</ref> Staðfest var síðar sama dag að skipinu hefði verið sökkt.<ref>{{Vefheimild|titill=
Flaggskip Rússa í Svartahafi sokkið|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/04/14/flaggskip_russa_i_svartahafi_sokkid/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2022|mánuður=14. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=14. mars}}</ref> Rússar sögðu að kviknað hafi í vopnageymslu skipsins og minntust ekki á loftárás.
Rússar hófu nýja stórsókn í austurhéruðum Úkraínu þann 19. apríl.<ref>{{Vefheimild|titill=Stórsókn Rússa í Donbas hafin|url=https://www.mbl.is/frettir/burdargrein/2022/04/18/storsokn_russa_i_donbas_hafin/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2022|mánuður=19. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=19. mars}}</ref>
Maríúpol var umkringd af Rússum fyrir utan Azovstal-járnvinnsluverið þar sem úkraínskir hermenn og borgarar héldu til.<ref>[https://www.bbc.com/news/world-europe-61175675 Mariupol steelworks: 'Block it so a fly can't pass,' Putin orders], BBC, sótt 23. apríl 2022</ref> Árásir á lestarstöðvar 25. apríl í vestur-Úkraínu var liður í því að stöðva vopnaflutninga til landsins að sögn Rússa.
26. apríl bárust fregnir af sprengingum í héraðinu [[Transnistría]] sem er innan [[Moldóva|Moldóvu]]. Leiðtogi rússneska þjóðarbrotsins þar sagði að Úkraínumenn hefðu staðið fyrir þeim en Úkraínumenn sögðu þetta vera átyllu fyrir árás í héraðið.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/04/27/asakanir-ganga-a-vixl-vegna-sprenginga-i-moldovu Ásakanir ganga á víxl vegna sprenginga í Moldóvu], RÚV, sótt 27. apríl</ref>
[[António Guterres]], aðalritari Sameinuðu þjóðanna, fór til fundar í Moskvu og Kænugarði til friðarumleitanna og ræddi við Pútín og Zelenskyj. Á meðan Guterres var í Kænugarði voru loftárásir gerðar á borgina.
===Maí===
Byrjað var að hleypa borgurum frá Azovstal-verksmiðjunni en samningar um björgun hafa reynst erfiðir. Þann 7. maí bárust fregnir um að öllum almennum borgurum verið bjargað úr verksmiðjunni.<ref>{{Vefheimild|titill=Allir almennir borgarar farnir frá Azovstal verksmiðjunni|url=https://www.frettabladid.is/frettir/allir-almennir-borgarar-farnir-fra-azovstal-verksmidjunni/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|höfundur=Sigurjón Björn Torfason|ár=2022|mánuður=7. maí|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. maí}}</ref>
Bardagar héldu áfram í Donbas og var skóli þar sem 90 héldu til sprengdur í bænum Bilohorivka með þeim afleiðingum að 60 létust<ref>[https://www.bbc.com/news/world-europe-61369229 Ukraine war: 60 people killed after bomb hits school, Zelensky says] BBC, sótt 9. maí 2022</ref>. Einnig voru gerðar loftárásir á Odesa meðal annars á íbúðablokkir og hótel.
Pútín hélt ræðu í Moskvu á sigurdeginum 9. maí þar sem minnst var sigurs á Nasistum í [[seinni heimsstyrjöld]]. Þar gagnrýndi hann Nató og Bandaríkin fyrir að stofna Rússlandi í hættu og réttlæti árásina á Úkraínu. Líkti hann enn fremur átökunum við seinni heimsstyrjöldina.<ref>[https://www.bbc.com/news/world-europe-61380727 Ukraine War: Putin gives few clues in Victory Day speech] BBC, sótt 9. maí 2022</ref>
Úkraínumenn sögðust hafa hrakið Rússa frá Kharkív, annarri stærstu borginni, 11. maí.<ref>[https://www.bbc.com/news/world-europe-61378196 Russia pushed back from Kharkiv], BBC, sótt 12. maí 2022</ref>
Rússar lýstu yfir sigri í Maríúpol þegar síðustu úkraínsku hermennirnir voru handsamaðir í Azovstal-járnverinu. Árásir voru gerðar á vestræna vopnasendingu vestur af Kænugarði að sögn Rússa.
25. maí voru Rússar komnir nálægt borginni [[Sjevjerodonetsk]] í Vestur-Lúhansk og gerðu harðar árásir á hana.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/05/25/barist-vid-borgarmork-severodonetsk Barist við borgarmörk í Severodonetsk] RÚV, sótt 25. maí 2022</ref>
===Júní===
Miðpunktur bardaga var í kringum Sjevjerodonetsk í byrjun júní og sögðust Úkraínumenn hafa hrakið Rússa frá borginni. Rússar voru með sókn í átt að annarri borg í Donbas, Slovjansk. Loftárásir voru gerðar á austur-Kænugarð, í fyrsta sinn síðan í apríl, og sögðust Rússar hafa gert árás á skriðdrekasendingu frá Vesturlöndum.<ref>[https://www.bbc.com/news/world-europe-61695244 Ukraine: Explosions shake Kyiv while battles rage in east] BBC, sótt 6. júní 2022</ref>
Um miðjan júní höfðu Rússar náð yfirráðum yfir 80% af Sjevjerodonetsk og eyðilagt brýr sem voru flóttaleiðir úr borginni.<ref>[https://apnews.com/article/russia-ukraine-business-government-and-politics-01f6d1c027ce68791667ffaafb61e30c] AP, sótt 19. júní 2022</ref>
Í lok mánaðarins var úkraínskum hermönnum skipað að yfirgefa borgina.<ref>[https://www.bbc.co.uk/news/world-europe-61920708 Severodonetsk: Ukrainian forces told to retreat from key eastern city] BBC NEWS, sótt 24. júní 2022</ref>
Þann 27. júní gerðu Rússar loftskeytaárás á verslunarmiðstöð í borginni [[Krementsjúk]] í miðhluta landsins þar sem nálægt 1000 manns voru. 20 manns létust og tugir særðust. Rússar sögðust hafa gert árás á vopnageymslu við hliðina á verslunarmiðstöðinni.
Íbúum í nálægri borg, [[Lysytsjansk]], var gert að flýja hana.<ref>[https://edition.cnn.com/europe/live-news/russia-ukraine-war-news-06-27-22/h_1ccdc77f65fccf9560551846ef07d664 Civilians in Lysychansk urged to evacuate as Russian forces close in] CNN, sótt 27. júní 2022</ref> Síðustu dagana í júní voru gerðar miklar loftárásir á borgina.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/06/30/innikroud-i-lysytsjansk-vegna-linnulausra-loftarasa Innikróuð í Lysytsjansk vegna linnulausra loftárása] RÚV, sótt 30. júní 2022</ref>
30. júní lýstu Úkraínumenn yfir að þeir hefðu náð Snákaeyju í Svartahafi af Rússum.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/06/30/russneski-herinn-yfirgefur-snakaeyju Rússneski herinn yfirgefur Snákaeyju] Rúv, sótt 30. júní 2022</ref>
===Júlí===
Þann 1. júlí var gerð loftárás á íbúðabyggð og tómstundasvæði í Odesa þar sem um 20 manns létust. Rússar hófu að flytja korn sem þeir sölsuðu undir sig frá herteknum svæðum, þ.e. höfninni í Berdyansk.
Rússar sögðust hafa náð Lysytsjansk 3. júlí en Úkraínumenn neituðu því fyrst. Síðar sagði talsmaður úkraínska hersins að herinn hefði hörfað.<ref>[https://www.bbc.co.uk/news/world-europe-62030051 BBC News - Ukraine confirms Russia captured eastern city Lysychansk] BBC, sótt 3. júlí 2022</ref>
Þrír létust í sprengingum í rússnesku borginni Belgorod nálægt landamærum Úkraínu. Rússar sögðu Úkraínumenn hafa gert árásina.<ref>[https://www.bbc.co.uk/news/world-europe-62025541 BBC News - Ukraine blamed by Russia for deadly blast in border city of Belgorod] BBC, sótt 3. júlí 2022</ref>
Borgirnar [[Slovjansk]] og [[Kramatorsk]] voru þær einu af stærri borgum í Donetsk sem voru í höndum Úkraínumanna eftir 3. júlí. Rússar gerðu árásir á smærri þéttbýlisstaði, 35 létust í loftárás á fjölbýlishúsi í Tsjasív Jar 9. júlí. [[Íryna Veresjtsjúk]], aðstoðarráðherra, hvatti íbúa vestur af Donbas í borgunum [[Kherson]] og [[Zaporízjzja]] til forða sér.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/07/10/15-forust-i-flugskeytaaras-a-fjolbylishus 15 fórust í flugskeytaárás á fjölbýlishús], RÚV, sótt 10. júlí 2022</ref> Úkraínumenn gerðu loftárás 12. júlí á vöruhús austur af Kherson, í borginni Nova Kakhovka, þar sem þeir sögðu Rússa geyma skotfæri.<ref>https://www.bbc.com/news/world-europe-62132441 Ukraine claims arms depot attack in occupied Kherson with Himars rockets], BBC, skoðað 12. júlí 2022</ref>
Loftskeytaárásir á borgina [[Vínnytsja]] í vesturhluta landsins voru gerðar um miðjan júlí þar sem tugir létust.
Þrátt fyrir að hafa gert samning um kornútflutning við Úkraínu í lok júlí gerðu Rússar árásir á höfnina í Odesa þar sem útflutningur fór fram.<ref>
[https://www.bbc.co.uk/news/world-europe-62276392 BBC News - Ukraine war: Explosions rock Ukrainian port hours after grain deal] BBC, sótt 23. júlí 2022</ref>
Rússar og Úkraínumenn kenndu hvor öðrum um þegar árás var gerð á fangelsi í vestur-Donetsk þar sem um 50 úkraínskir stríðsfangar féllu.<ref>[https://www.bbc.com/news/world-europe-62356211 Ukraine war: UN and Red Cross should investigate prison deaths, says Ukraine], BBC, sótt 30. júní 2022</ref>
Úkraínumenn hófu gagnsókn að borginni Kherson í suðri.<ref>[https://www.visir.is/g/20222289995d/ukrainski-herinn-saekir-fram-i-hernuminni-borg Úkraínski herinn sækir fram í hernuminni borg], Vísir, sótt 24. júlí 2022</ref>
===Ágúst===
Árás var gerð í byrjun ágúst við kjarnorkuver nálægt borginni [[Zaporízjzja]]. Rússar réðu yfir verinu en héldu úkraínskum starfsmönnum þar. Báðir aðilar kenndu hvor öðrum um árásina og sögðu Úkraínumenn Rússa nýta sér verið sem herstöð.
Árás var gerð á herflugvöll á [[Krímskagi|Krímskaga]] þar sem Rússar geymdu orrustuþotur. Rússar sögðu ekkert hafa skemmst þrátt fyrir að gervihnattamyndir sýndu annað. Úkraínumenn lýstu ekki yfir ábyrgð á árásinni.<ref>[https://www.bbc.co.uk/news/world-europe-62517367 BBC News - Ukraine war: Crimea blasts significantly hit Russian navy] BBC. Sótt 12/8 2022</ref>
==Friðarumleitanir==
Sendinefndir Rússa og Úkraínumanna hafa rætt mögulegt vopnahlé eða friðarsamninga með hléum frá 27. febrúar. Fyrsti fundur sendinefndanna fór fram nærri landamærum Úkraínu og Hvíta-Rússlands við [[Pripjat]].<ref>{{Vefheimild|titill=Fallast á viðræður við hvítrússnesku landamærin|url=https://www.frettabladid.is/frettir/fallast-a-vidraedur-vid-hvitrussnesku-landamaerin/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2022|mánuður=27. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. mars|höfundur=Þorgrímur Kári Snævarr}}</ref> Í mars funduðu sendinefndir ríkjanna í [[Istanbúl]] í [[Tyrkland]]i. Úkraínumenn hafa sagst viljugir til að ganga að sumum kröfum Rússa eins og að gerast ekki aðilar að Atlantshafsbandalaginu og að Úkraína verði hlutlaust ríki með tilliti til öryggissjónarmiða.<ref>{{Vefheimild|titill=„Raunsærri“ friðarviðræður milli Úkraínu og Rússlands|url=https://www.frettabladid.is/frettir/raunsaerri-fridarvidraedur-milli-ukrainu-og-russlands/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2022|mánuður=16. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. apríl|höfundur=Urður Ýrr Brynjólfsdóttir}}</ref><ref>{{Vefheimild|titill=Friðarviðræður hefjast á ný: Segir Úkraínu til í hlutleysi|url=https://www.frettabladid.is/frettir/fridarvidraedur-hefjast-a-ny-segir-ukrainu-til-i-hlutleysi/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2022|mánuður=28. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. apríl|höfundur=Oddur Ævar Gunnarsson}}</ref> Úkraínumenn hafa hins vegar hafnað því að gefa eftir landsvæði innan alþjóðlega viðurkenndra landamæra sinna sem Rússar eða alþýðulýðveldin í Donbas gera tilkall til.<ref>{{Vefheimild|titill=Gefur ekki eftir metra af landi|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/03/31/gefur_ekki_eftir_metra_af_landi/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2022|mánuður=31. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. apríl}}</ref>
==Viðbrögð==
[[Mynd:We Stand with Ukraine 2022 Helsinki - Finland (51906116955).jpg|thumb|right|Mótmæli gegn innrásinni í [[Helsinki]].]]
[[Mynd:Z symbol flash mob at Platinum Arena in Khabarovsk.jpg|thumb|right|Meðlimir í ungliðahreyfingu [[Sameinað Rússland|Sameinaðs Rússlands]] í [[Kabarovsk]] stilla sér upp í Z til að lýsa yfir stuðningi við innrásina.]]
===Fordæmingar og efnahagsrefsingar===
Evrópusambandið tilkynnti að það myndi setja á hörðustu efnahagslegu refsingar í sögu sambandsins. Úrslitaleikur [[Meistaradeild Evrópu|Meistaradeildar Evrópu]] var færður frá [[Sankti Pétursborg]], [[Formúla 1]] frá [[Sotsjí]] og Rússum meinuð þátttaka í íþróttakeppnum og í söngvakeppninni [[Eurovision]]. Flugfélaginu [[Aeroflot]] var bannað að fljúga til Bretlands og önnur Evrópulönd fylgdu í kjölfarið og bönnuðu Rússum að fljúga um evrópska lofthelgi. Eignir og bankareikningar rússneskra auðkýfinga voru fryst. Rússneskum bönkum var meinað af ESB, Kanada, Bretlandi og Bandaríkjunum að notast við [[SWIFT]]-millifærslukerfið.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.bbc.com/news/world-60542433|titill=West to cut some Russian banks off from Swift|útgefandi=[[BBC]]|mánuðurskoðað=27. febrúar|árskoðað=2022|ár=2022|tungumál=enska}}</ref> [[Visa]] og [[Mastercard]] hættu starfsemi í Rússlandi og mörg fjölþjóðafyrirtæki eins og [[IKEA]] og [[Samsung]].
Rússlandi var vikið úr [[Evrópuráðið|Evrópuráðinu]] vegna innrásarinnar þann 25. febrúar 2022.<ref>{{Vefheimild|titill=
Þórdís Kolbrún fagnar brottvikningu Rússa úr Evrópuráðinu|url=https://www.frettabladid.is/frettir/russlandi-vikid-ur-evropuradinu/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2022|mánuður=25. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=26. febrúar|höfundur=
Ingunn Lára Kristjánsdóttir}}</ref> Þann 2. mars samþykkti [[allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna]] á sérstökum neyðarfundi ályktun þar sem innrás Rússa í Úkraínu var „hörmuð“ og stríðsaðilar hvattir til að leggja niður vopnin. [[Kína]] og [[Indland]] sátu hjá og Rússland, [[Hvíta-Rússland]], [[Eritrea]], [[Norður-Kórea]] og [[Sýrland]] greiddu atkvæði á móti. [[António Guterres]], aðalritari Sameinuðu þjóðanna, lýsti því yfir að innrásin væri brot á [[Stofnsáttmáli Sameinuðu þjóðanna|stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna]].<ref>{{Vefheimild|titill=
Allsherjarþingið gagnrýnir innrás Rússa í Úkraínu|url=https://unric.org/is/allsherjarthingid-gagnrynir-innras-russa-i-ukrainu/|útgefandi=Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur-Evrópu|ár=2022|mánuður=2. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=2. mars|vefsíða=unric.org}}</ref> Þann 7. apríl var Rússland jafnframt rekið úr [[Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna|mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna]].<ref>{{Vefheimild|titill=Rússland rekið úr mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/04/07/russland_rekid_ur_mannrettindaradi_sameinudu_thjoda/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2022|mánuður=7. apríl|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=4. apríl}}</ref>
Fjöldi sendiráðsstarfsmanna hefur verið rekinn úr Evrópulöndum.
===Mótmæli===
Mótmæli voru víða um heim og við sendiráðsbústað Rússlands við [[Túngata|Túngötu]] þann 24. febrúar, næstu daga og reglulega eftir það.<ref>{{Vefheimild|titill=
Mótmæltu „ofbeldi og yfirgangi“ við rússneska sendiráðið|url=https://stundin.is/grein/14857/motmaeltu-vid-sendirad-russlands/|útgefandi=''[[Stundin]]''|ár=2022|mánuður=24. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=26. febrúar|höfundur=Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson|höfundur2=Jón Trausti Reynisson}}</ref>
Í ágúst var [[Kænugarðstorg]] nálægt rússneska sendiráðinu formlega nefnt af borgarstjóra Reykjavíkur.
===Flóttamenn og mannúðaraðstoð===
Nálægt 10 milljónir hafa farið yfir landamærin frá Úkraínu frá því að innrásin hófst, flestir til [[Pólland]]s. Um 6,7 milljónir hafa sótt um flóttamannastöðu í Evrópu.<ref>[http://data2.unhcr.org/en/situations/ukraine Ukraine refugee situation] Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna </ref> Einnig hafa yfir 8 milljónir flúið innan Úkraínu. Flóttafólkið var mestmegnis konur og börn en 18–60 ára karlmenn voru skyldugir til að vera eftir í landinu því til varnar.
Við landamæri Pólland, Rúmeníu, Ungverjalands, Slóvakíu og Moldóvu var flóttamannastraumur. Evrópusambandið sagðist ætla að taka á móti flóttamönnum næstu 3 ár án þess að þeir þyrftu að sækja um vernd.
Á Íslandi höfðu rúm 1.200 sótt um vernd í júní 2022.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/06/22/aldrei-fleira-flottafolk-komid-til-landsins Aldrei fleira flóttafólk til landsins] ruv.is, sótt 23. júní 2022.</ref>
===Hernaðarstuðningur===
Evrópusambandið fjármagnar kaup á vopnum og flutning þeirra til Úkraínu.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2022/02/27/esb-fjarmagnar-vopnaflutning-til-ukrainu|titill=ESB fjármagnar vopnaflutning til Úkraínu|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=2. mars|árskoðað=2022|mánuður=27. febrúar|höfundur=Alexander Kristjánsson}}</ref>
Bandaríkin hafa einnig séð Úkraínu fyrir vopnum, jafnvel 2 mánuðum fyrir stríðið.<ref>[https://www.reuters.com/world/us/biden-authorizes-200-mln-new-weapons-military-training-ukraine-2022-03-12/ US rushing $200 in weapons for Ukraines defense] Reuters, 16. mars 2022</ref>
NATÓ ákvað að auka viðbúnað sinn í Austur-Evrópu og senda þangað 40.000 hermenn.
Í byrjun apríl sendi [[Tékkland]] skriðdreka til Úkraínu.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.frettabladid.is/frettir/fyrsta-nato-rikid-sendir-skriddreka-til-ukrainu/|titill=Fyrsta NATÓ-ríkið sendir skriðdreka til Úkraínu|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|höfundur=Oddur Ævar Gunnarsson|ár=2022|mánuður=6. apríl|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=6. apríl}}</ref>
===Stuðningur við innrásina===
Á vikunum eftir að innrásin hófst varð bókstafurinn [[Z]] stuðningstákn við innrásina og við Vladímír Pútín. Ástæðan er sú að stafurinn var ritaður á marga af skriðdrekum og herbílum Rússa í Úkraínu sem myndir náðust af í aðdraganda innrásarinnar. Uppruni þessarar notkunar Z, sem ekki er til í [[Kýrillískt stafróf|kyrillíska stafrófinu]], er óljós, en stafurinn hefur verið notaður til að merkja rússnesk herfarartæki ásamt öðrum bókstöfum eins og O, X, A og V. Herbílar og skriðdrekar sem merktir eru með Z tilheyra eystri herdeild rússneska hersins.<ref>{{Vefheimild|titill=Hvernig „Z“ varð að yfirlýstu stuðningstákni við innrásina í Úkraínu|url=https://kjarninn.is/skyring/hvernig-z-vard-ad-yfirlystu-studningstakni-vid-innrasina-i-ukrainu/|útgefandi=''[[Kjarninn]]''|höfundur=Erla María Markúsdóttir|ár=2022|mánuður=15. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. mars}}</ref> Rússneska varnarmálaráðuneytið segir bókstafinn standa fyrir „za pobedu“ (til sigurs), „za mir“ (fyrir frið), „za nashikh“ (fyrir þjóð okkar) og fleira.<ref>{{Vefheimild|titill=Áróðursbókstafnum Z dreift til stuðnings Úkraínustríðinu|url=https://vardberg.is/frettir/arodursbokstafnum-z-dreift-til-studnings-ukrainustridinu/|útgefandi=[[Varðberg]]|ár=2022|mánuður=8. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. mars}}</ref>
==Tilvísanir==
<references responsive="" />
[[Flokkur:Innrásir]]
[[Flokkur:Stríð Rússlands og Úkraínu]]
[[Flokkur:2022]]
[[Flokkur:Saga Rússlands]]
[[Flokkur:Saga Úkraínu]]
[[Flokkur:Stríð á 21. öld]]
6fx856ncx20n0l38nie5mcj9hqkfeku
1765834
1765829
2022-08-23T15:57:06Z
TKSnaevarr
53243
/* Maí */
wikitext
text/x-wiki
{{líðandi stund}}
{{stríðsátök
|conflict=Innrás Rússa í Úkraínu 2022
|partof=[[Stríð Rússlands og Úkraínu|stríði Rússlands og Úkraínu]]
|image=2022 Russian invasion of Ukraine.svg
|image_size=250px
|caption= Árásir á Úkraínu
|place=[[Úkraína]]
|date=[[24. febrúar]] [[2022]] –
|combatant1={{RUS}} [[Rússland]]<br>[[File:Flag of Donetsk People's Republic.svg|20px]] [[Alþýðulýðveldið Donetsk]]<br>[[File:Flag of the Luhansk People's Republic.svg|20px]] [[Alþýðulýðveldið Lúhansk]]<br>'''Stuðningur:'''<br>{{BLR}} [[Hvíta-Rússland]]
|combatant2={{UKR}} [[Úkraína]]
|commander1= {{RUS}} [[Vladímír Pútín]]<br>{{RUS}} [[Míkhaíl Míshústín]]<br>{{RUS}} [[Sergej Shojgú]]<br>{{RUS}} [[Sergej Lavrov]]<br>{{RUS}} [[Aleksandr Dvorníkov]]<br>{{RUS}} [[Ramzan Kadyrov]]<br>{{BLR}} [[Alexander Lúkasjenkó]]
|commander2= {{UKR}} [[Volodymyr Zelenskyj]]<br>{{UKR}} [[Denys Sjmyhal]]<br>{{UKR}} [[Vítalíj Klítsjko]]<br>{{UKR}} [[Dmytro Kúleba]]<br>{{UKR}} [[Íryna Veresjtsjúk]]<br>{{UKR}} [[Oleksíj Rezníkov]]
|strength1={{Collapsible list|title=Sjá lista|'''{{RUS}} Rússland:'''
* 900.000 (fastaher)
* 554.000 (hernaðarhreyfingar)
* 2.000.000 (varalið)<ref name="The Military Balance2021">{{cite book |title=The military balance 2021 |date=2021 |publisher=[[International Institute for Strategic Studies]] |location=Abingdon, Oxon |isbn=978-1032012278}}</ref>
* Þ. á m. 175.000<ref>{{cite news|url=https://www.nytimes.com/2022/01/10/us/politics/russia-ukraine-helicopters.html |author-last1=Julian E. |author-first1=Barnes |author-last2=Michael |author-first2=Crowley |author-last3=Eric |author-first3=Schmitt |title=Russia Positioning Helicopters, in Possible Sign of Ukraine Plans|date=10 January 2022|website=[[The New York Times]] |access-date=20 January 2022 |archive-date=22 January 2022 |archive-url=https://web.archive.org/web/20220122100818/https://www.nytimes.com/2022/01/10/us/politics/russia-ukraine-helicopters.html |url-status=live |url-access=subscription |language=en |quote=American officials had expected additional Russian troops to stream toward the Ukrainian border in December and early January, building toward a force of 175,000.}}</ref>–190.000<ref>{{cite news|author-last=Bengali |author-first=Shashank |date=18 February 2022|title=The U.S. says Russia's troop buildup could be as high as 190,000 in and near Ukraine. |language=en-US |work=The New York Times |url=https://www.nytimes.com/live/2022/02/18/world/ukraine-russia-news|access-date=18 February 2022 |url-access=subscription |archive-date=18 February 2022 |archive-url=https://web.archive.org/web/20220218063637/https://www.nytimes.com/live/2022/02/18/world/ukraine-russia-news |url-status=live}}</ref> við úkraínsku landamærin}}
|strength2={{Collapsible list|title=Sjá lista|
* '''{{UKR}} Úkraína:'''
* 209.000 (fastaher)
* 102.000 (hernaðarhreyfingar)
* 900.000 (varalið)<ref name="The Military Balance2021" />}}
|casualties1={{small|Alls um 20.000+ drepnir (skv. BNA)<br>44.000 drepnir (skv. Úkraínumönnum)<br>Um 1.300 drepnir (skv. Rússum)}}
|casualties2={{small|Alls um 2.000–4.000 (skv. BNA)<br> 10.000 drepnir (skv. Úkraínumönnum)<br> 23.000 skv. Rússum}}
| casualties3='''Almennir borgarar drepnir: Um 12.000–28.000 (skv. Úkraínu)
}}
Þann 24. febrúar 2022 gerðu [[Rússland|Rússar]] '''innrás í [[Úkraína|Úkraínu]]'''. Innrásin er hluti af [[Stríð Rússlands og Úkraínu|hernaðardeilum á milli ríkjanna]] sem hafa staðið yfir frá árinu 2014. Stríðið skapaði milljóna manna flóttamannastraum sem var sá mesti frá [[seinni heimsstyrjöld]].
==Aðdragandi==
{{aðalgrein|Evrómajdan|Úkraínska byltingin 2014|Krímskagakreppan 2014}}
Átök Rússlands og Úkraínu má rekja aftur til ársins 2014, til [[Evrómajdan]]-mótmælanna og [[Úkraínska byltingin 2014|úkraínsku byltingarinnar]] þar sem forsetanum [[Víktor Janúkovytsj]] var steypt af stóli. Janúkovytsj hafði verið náinn bandamaður ríkisstjórnar Rússlands og [[Vladímír Pútín|Vladímírs Pútín]] Rússlandsforseta, og hafði í aðdraganda mótmælanna hætt við fyrirhugað samkomulag um nánara samband Úkraínu við [[Evrópusambandið]].<ref>{{Vefheimild|titill=Enn mótmælt í Kænugarði|url=https://www.ruv.is/frett/enn-motmaelt-i-kaenugardi-0|útgefandi=[[RÚV]]|ár=2013|mánuður=13. desember|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=24. febrúar}}</ref>
Eftir að Janúkovytsj var steypt af stóli sendu Rússar herlið á [[Krímskagi|Krímskaga]] og héldu þar atkvæðagreiðslu sem leiddi til þess að Krímskagi var formlega innlimaður inn í rússneska sambandsríkið.<ref>{{Vefheimild |titill=Krímskagi formlega orðinn hluti af Rússlandi |mánuður=21. mars|ár=2014|mánuðurskoðað=24. febrúar|árskoðað=2022|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|url=http://www.visir.is/g/2014140329782}}</ref> Árið 2014 hófust jafnframt uppreisnir í austurhluta Úkraínu, þar sem meirihluti íbúa er [[Rússneska|rússneskumælandi]].<ref>{{Tímarit.is|6161282|Fasistar og hryðjuverkamenn|blað=[[Morgunblaðið]]|höfundur=Guðsteinn Bjarnason|útgáfudagsetning=30. ágúst 2014|blaðsíða=28}}</ref> Aðskilnaðarsinnarnir í austurhluta Úkraínu lýstu yfir stofnun sjálfstæðra „alþýðulýðvelda“ í [[Donetsk]] og [[Lúhansk]]. Rússar veittu aðskilnaðarsinnunum aðstoð en stjórnvöld í Rússlandi neituðu því jafnan að um væri að ræða rússneska stjórnarhermenn.<ref>{{Tímarit.is|6916370|Hyggjast stofna Litla Rússland|blað=[[Morgunblaðið]]|höfundur=Bogi Þór Arason|útgáfudagsetning=1. ágúst 2017|blaðsíða=17}}</ref><ref>{{Tímarit.is|6334764|Efast um að friður komist á|blað=[[Morgunblaðið]]|höfundur=Bogi Þór Arason|útgáfudagsetning=13. febrúar 2015|blaðsíða=24}}</ref>
==Innrásin==
[[Mynd:Житловий будинок на вул. Лобановського, 6-А після обстрілу.jpg|thumb|left|Þann 26. febrúar hæfði rússnesk eldflaug blokk í Kænugarði.]]
Undir lok ársins 2021 og í byrjun ársins 2022 söfnuðu Rússar tæplega 200.000 manna herliði við landamæri Úkraínu, sem vakti ótta í Úkraínu og á Vesturlöndum um að Pútín hygðist fyrirskipa innrás í landið.<ref>{{Vefheimild|titill=Óttinn við innrás Rússa í Úkraínu magnast enn|url=https://www.ruv.is/frett/2021/12/04/ottinn-vid-innras-russa-i-ukrainu-magnast-enn|útgefandi=[[RÚV]]|höfundur=Markús Þ. Þórhallsson|ár=2021|mánuður=4. desember|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=22. febrúar}}</ref> Rússnesk stjórnvöld þvertóku ítrekað fyrir að innrás væri yfirvofandi en ráðamenn þar lögðu jafnframt fram kröfur um að Úkraínu yrði meinaður aðgangur að [[Atlantshafsbandalagið|Atlantshafsbandalaginu]] um alla framtíð og að bandalagið fjarlægði alla hermenn og öll vopn sín úr [[Austur-Evrópa|Austur-Evrópu]].<ref>{{Vefheimild|titill=Segja Rússa nær því að gera innrás í Úkraínu|url=https://www.visir.is/g/20222224189d/segja-russa-naer-thvi-ad-gera-innras-i-ukrainu|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|höfundur=Samúel Karl Ólason|ár=2022|mánuður=17. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=22. febrúar}}</ref>
===Febrúar===
Þann 21. febrúar viðurkenndi Pútín sjálfstæði [[Alþýðulýðveldið Donetsk|Alþýðulýðveldanna Donetsk]] og [[Alþýðulýðveldið Lúhansk|Lúhansk]], héraða rússneskumælandi aðskilnaðarsinna sem höfðu klofið sig frá Úkraínu árið 2014 með stuðningi Rússa.<ref>{{Vefheimild|titill=Pútín viðurkennir sjálfstæði Donetsk og Luhansk|url=https://www.ruv.is/frett/2022/02/21/putin-vidurkennir-sjalfstaedi-donetsk-og-luhansk|útgefandi=[[RÚV]]|höfundur=Ólöf Ragnarsdóttir|ár=2022|mánuður=22. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=22. febrúar}}</ref> Pútín sendi í kjölfarið rússneska hermenn yfir úkraínsku landamærin til að gegna „friðargæslu“ í Donetsk og Lúhansk.<ref>{{Vefheimild|titill=Hefur þegar skipað hernum inn í Donetsk og Luhansk|url=https://www.ruv.is/frett/2022/02/21/hefur-thegar-skipad-hernum-inn-i-donetsk-og-luhansk|útgefandi=[[RÚV]]|höfundur=Ólöf Ragnarsdóttir|ár=2022|mánuður=21. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=22. febrúar}}</ref> Í ræðu sem Pútín hélt við viðurkenningu sína á sjálfstæði héraðanna efaðist hann um sögulegar forsendur fyrir Úkraínu sem sjálfstæðu ríki og sakaði stjórnvöld þar um að fremja þjóðarmorð.<ref>{{Vefheimild|titill=Eldræða Pútíns réttlætir innrás
Rússa í Úkraínu - herlið sent af stað|url=https://stundin.is/grein/14821/eldmessa-putins-rettlaetir-innras-russa-i-ukrainu/|útgefandi=''[[Stundin]]''|höfundur=Jón Trausti Reynisson|ár=2022|mánuður=21. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=22. febrúar}}</ref>
Morguninn 24. febrúar 2022 hófu Rússar allsherjarinnrás í Úkraínu. Innrásin fór fram bæði frá héruðunum í austurhluta landsins, frá Krímskaga og frá [[Hvíta-Rússland]]i með stuðningi stjórnar [[Alexander Lúkasjenkó|Alexanders Lúkasjenkó]].<ref>{{Vefheimild|titill=Bein lýsing - Innrás í Úkraínu|url=https://www.frettabladid.is/frettir/bein-lysinginnras-i-ukrainu/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2022|mánuður=24. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=24. febrúar}}</ref><ref>{{Vefheimild|titill=Vaktin: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu|url=https://www.visir.is/g/20222226904d/sprengjum-rignir-yfir-kaenugard|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|ár=2022|mánuður=24. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=24. febrúar|höfundur=
Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Atli Ísleifsson og Samúel Karl Ólason}}</ref>
Rússneski herinn gerði árás á olíubirgðastöð suður af Kyjív.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2022/02/27/oliubirgdastod-og-oliuleidsla-standa-i-ljosum-logum|titill=Olíubirgðastöð og olíuleiðsla standa í ljósum logum|útgefandi=[[RÚV]]|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=2. mars|mánuður=27. febrúar|ár=2022|höfundur=Markús Þ. Þórhallsson}}</ref>
Í yfirlýsingu sinni um innrásina sagði Pútín markmið hennar vera að brjóta niður hernaðarmátt Úkraínu og „afmá [[Nasismi|nasisma]]“ úr stjórn ríkisins.<ref>{{Vefheimild|titill=Markmiðið að brjóta niður hernaðarmátt Úkraínu og „afmá nasismann“|url=https://www.visir.is/g/20222226950d|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|höfundur=Atli Ísleifsson|ár=2022|mánuður=24. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. mars}}</ref> Hugmyndin um að Úkraínu sé stýrt af [[Nýnasismi|nýnasistum]] hefur verið áberandi í rússneskum áróðri til réttlætingar innrásinni. Hún styðst sumpart við starfsemi nýnasískra öfgaþjóðernishreyfinga á borð við [[Azovsveitin]]a, sem hefur stöðu undirliðs í úkraínska þjóðvarðliðinu og hefur barist í [[Stríð Rússlands og Úkraínu|stríðinu í austurhluta Úkraínu]] frá 2014.<ref>{{Vefheimild|titill=Öfgahægrivandinn ekki meiri í Úkraínu en í nágrannaríkjunum|url=https://kjarninn.is/skyring/ofgahaegrivandinn-ekki-meiri-i-ukrainu-en-i-nagrannarikjunum/|útgefandi=''[[Kjarninn]]''|höfundur=Arnar Þór Ingólfsson |ár=2022|mánuður=6. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. mars}}</ref> Hreyfingin situr hins vegar ekki í ríkisstjórn Úkraínu og framboð tengt henni fékk enga kjörna fulltrúa í síðustu þingkosningum landsins. Úkraínumenn hafa þvertekið fyrir ásakanir Pútíns um nasisma og hafa bent á að forseti landsins, [[Volodymyr Zelenskyj]], sé sjálfur [[Gyðingar|Gyðingur]] og hafi misst ættingja í [[Helförin]]ni.<ref>{{Vefheimild|titill=Rússar og Úkraínumenn skiptast á nasistaásökunum|url=https://www.frettabladid.is/frettir/russar-og-ukrainumenn-skiptast-a-nasistaasokunum/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|höfundur=Þorgrímur Kári Snævarr |ár=2022|mánuður=26. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. mars}}</ref>
Rússnesk stjórnvöld hafna því að um innrás sé að ræða og kalla átökin í Úkraínu ávallt „sérstaka hernaðaraðgerð.“<ref>{{Vefheimild|titill=Sprengjuárásir hafnar í Úkraínu|url=https://kjarninn.is/frettir/sprengjuarasir-hafnar-i-ukrainu/|útgefandi=''[[Kjarninn]]''|höfundur=Sunna Ósk Logadóttir|ár=2022|mánuður=24. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=19. mars}}</ref> Umfjöllun um innrásina hefur verið stranglega ritskoðuð innan Rússlands og þungar refsingar hafa verið lagðar við því að nota hugtökin stríð eða innrás um atburðina.<ref>{{Vefheimild|titill=Andóf í Rússlandi undir ægivaldi Pútíns|url=https://www.ruv.is/frett/2022/03/03/andof-i-russlandi-undir-aegivaldi-putins|útgefandi=[[RÚV]]|höfundur=Anna Kristín Jónsdóttir|ár=2022|mánuður=3. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=19. mars}}</ref><ref>{{Vefheimild|titill=Rússar loka á erlenda fjölmiðla|url=https://www.visir.is/g/20222230648d|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|höfundur=Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir|meðhöfundur=Samúel Karl Ólason |ár=2022|mánuður=4. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=19. mars}}</ref>
===Mars===
[[Mynd:Russian bombardment on the outskirts of Kharkiv.jpg|thumb|right|Sprengjum er varpað á útjaðra [[Kharkív]] þann 1. mars.]]
Rússar sátu um [[Kharkív]], aðra stærstu borg landsins en mættu harðri mótstöðu. Ráðist var m.a. á ráðhúsið, hersjúkrahús og skóla.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2022/03/02/russneskir-fallhlifarhermenn-lentir-i-kharkiv|titill=Rússneskir fallhlífarhermenn lentir í Kharkiv|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=2. mars|árskoðað=2022|ár=2022|mánuður=Ævar Örn Jósepsson}}</ref> Harðar árásir voru á borgir í suðri, [[Kherson]] og [[Maríúpol]], með eldflaugum og stórskotaliði.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visir.is/g/20222229781d/versti-dagur-stridsins-hingad-til|titill=Versti dagur stríðsins hingað til|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|mánuðurskoðað=2. mars|árskoðað=2022|mánuður=2. mars|höfundur=Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir}}</ref> Í Kyjív var fjarskiptaturn sprengdur.<ref>{{Vefheimild|titill=
Sjónvarpsturninn sprengdur og útsendingar rofnar|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/03/01/sjonvarpsturninn_sprengdur_og_utsendingar_rofnar/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2022|mánuður=2. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=3. mars}}</ref>
Kherson féll í hendur rússneskra hermanna þann 3. mars, á áttunda degi innrásarinnar, og var þá fyrsta úkraínska stórborgin sem var hernumin.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2022/03/03/russar-hafa-hertekid-ukrainsku-hafnarborgina-kherson|titill=Rússar hafa hertekið úkraínsku hafnarborgina Kherson|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=3. mars|árskoðað=2022|mánuður=3. mars|ár=2022|höfundur=Ævar Örn Jósepsson}}</ref>
Flóttafólk streymdi til Evrópulanda frá Úkraínu, aðallega Póllands, voru þeir orðnir tæpar 2 milljónir 8. mars.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2022/03/08/yfir-1700000-hafa-fluid-ukrainu|titill=Yfir 1.700.000 hafa flúið Úkraínu|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=8. mars|árskoðað=2022|mánuður=8. mars|ár=2022|höfundur=Ævar Örn Jósepsson}}</ref>
Þann 11. mars voru gerðar loftárásir í borgum í norðvestri; [[Lútsk]] og [[Ívano-Frankívsk]]. Einnig í [[Dnípro]] í miðhlutanum. Loftárás var gerð 13. mars á herflugvöll nærri [[Lvív]] við pólsku landamærin þar sem tugir létust. Úkraínumenn hófu gagnsókn á ýmsum stöðum t.d. vestur af Kyjív og tóku landsvæði aftur.<ref>[https://www.bbc.com/news/world-europe-60847188 Ukraine war: Ukrainian fightback gains ground west of Kyiv] BBC, sótt 24. mars 2022</ref> Loftárás var gerð á rússneskt herskip við Berdjansk við Azovhaf.<ref>[https://www.bbc.com/news/world-europe-60859337 Russian warship destroyed in occupied port of Berdyansk, says Ukraine] BBC skoðað 24. mars 2022</ref>
Mariupol var eyðilögð að mestu og flestir íbúanna flúðu. Rússar gerðu m.a. árás á leikhús þar sem borgarar höfðu flúið. Um 300 létust.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2022/03/25/ottast-ad-300-hafi-latist-i-aras-a-leikhus-i-mariupol|titill=Óttast að 300 hafi látist í árás á leikhús í Mariupol|útgefandi=[[RÚV]]|mánuður=25. mars|ár=2022|mánuðurskoðað=25. mars|árskoðað=2022|höfundur=Bogi Ágústsson}}</ref> Flestir íbúanna höfðu flúið í lok mars og um 5.000 látist. 29. mars var gerð loftárás á stjórnarbyggingu í borginni [[Mykolajív]] í suðri. Daginn eftir voru gerðar árásir á [[Tsjerníhív]] í norðri.<ref>[https://www.bbc.co.uk/news/world-europe-60925713 War in Ukraine: Russia launches new attacks after peace promise] BBC, sótt 30. mars 2022.</ref>
Undir lok marsmánaðar hófu rússneskar hersveitir undir stjórn hershöfðingjans [[Aleksandr Tsjajko|Aleksandrs Tsjajko]] að hörfa frá Kænugarði, sem hafði verið umsetinn frá því stuttu eftir að innrásin hófst.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.frettabladid.is/frettir/russar-horfa-til-baka-til-ad-reyna-aftur-sidar-ad-umkringja-kaenugard/|titill=Rússar hörfa til baka til að umkringja Kænugarð síðar|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|mánuðurskoðað=4. apríl|árskoðað=2022|mánuður=29. mars|ár=2022|höfundur=Ari Brynjólfsson}}</ref> Þrátt fyrir að hafa ekki náð að hertaka höfuðborgina sögðust Rússar hafa náð upphaflegum markmiðum sínum og að þeir myndu nú einbeita sér að frelsun [[Donbas]]-héraðanna í austurhluta Úkraínu.<ref>{{Vefheimild|titill=Rússar segjast ætla að draga úr árásum við Kyiv
|url=https://www.ruv.is/frett/2022/03/29/russar-segjast-aetla-ad-draga-ur-arasum-vid-kyiv|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=4. apríl|árskoðað=2022|mánuður=30. mars|ár=2022|höfundur=Ólöf Rún Erlendsdóttir}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://www.visir.is/g/20222240094d|titill=Rússar segjast hafa náð markmiðum sínum og einbeita sér að Donbas|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|mánuðurskoðað=4. apríl|árskoðað=2022|mánuður=25. mars|ár=2022|höfundur=Samúel Karl Ólason}}</ref> Vegna undanhalds Rússa endurheimtu Úkraínumenn mikið landsvæði í kringum Kænugarð, allt að 35 kílómetra austan við borgina.<ref>{{Vefheimild|titill=
Úkraínumenn spyrna til baka|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/03/25/ukrainumenn_spyrna_til_baka/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2022|mánuður=25. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=4. mars}}</ref> Meðal annars endurheimtu úkraínskir hermenn bæinn [[Írpín]] þann 28. mars.<ref>{{Vefheimild|titill=
Úkraínski herinn endurheimtir Irpin|url=https://www.frettabladid.is/frettir/ukrainski-herinn-endurheimtir-irpin/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2022|mánuður=28. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=3. apríl|höfundur=
Ingunn Lára Kristjánsdóttir}}</ref>
===Apríl===
Árás var gerð á hafnarborgina [[Odesa]] í suðvesturhlutanum.
Eftir að Rússar hörfuðu frá úthverfum Kænugarðs tilkynnti úkraínski ríkissaksóknarinn [Íryna Venedíktova]] að lík 410 almennra borgara hefðu fundist á svæðunum sem Rússar höfðu haft umráð yfir. Einnig tilkynntu Úkraínumenn að 280 lík hefðu fundist í fjöldagröfum í borginni [[Bútsja]], sem Rússar höfðu hernumið en svo hörfað frá.<ref>{{Vefheimild|titill=„410 lík finnast á víð og dreif við Kænugarð|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/04/03/410_lik_finnast_a_vid_og_dreif_vid_kaenugard/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2022|mánuður=3. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=3. mars}}</ref> Úkraínumenn sökuðu Rússa um að standa fyrir úthugsuðum fjöldamorðum á almennum borgurum á meðan þeir réðu yfir borginni en Rússar höfnuðu ásökununum.<ref>{{Vefheimild|titill=„Úthugsuð fjöldamorð“|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/04/03/uthugsud_fjoldamord/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2022|mánuður=3. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=3. mars}}</ref>
Rússar hófu sókn í austurhéruðunum eða [[Donbas]] og gerðu þar loftárásir eftir að hafa hörfað úr svæðum í norðri. Fólksflótti varð úr austurhéruðunum.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/04/06/arasir-hardna-i-austurherudum-ukrainu Árásir harðna í austurhéruðum Úkraínu] RÚV, sótt 6. apríl 2022.</ref> Loftárás var gerð á almenna borgara á lestarstöð í borginni [[Kramatorsk]]. Tugir létust.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/04/08/tugir-letust-i-loftaras-a-jarnbrautarstod-i-donetsk Tugir létust í loftárás á járnbrautarstöð í Donetsk] RÚV, sótt 8. apríl 2022.</ref>
[[Ursula von der Leyen]] forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins kom til fundar við Zelenskyj í Kænugarði. Hún lofaði skjótri afgreiðslu ef Úkraína sækti um aðild að Evrópusambandinu og aukinni fjárhagsaðstoð við landið.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/04/09/ukraina-a-heima-i-evropufjolskyldunni Úkraína á heima í Evrópufjölskyldunni], RÚV, sótt 9. apríl 2022</ref>
[[Mynd:Russian cruiser Moskva.jpg|thumb|left|Rússneska beitiskipinu ''Moskvu'' var sökkt á Svartahafi af úkraínskum loftskeytum þann 14. apríl.]]
Þann 14. apríl gerði Úkraínuher loftárás á þriðja stærsta skip rússneska flotans, [[beitiskip]]ið ''Moskvu'', á Svartahafi.<ref>[https://www.bbc.com/news/world-europe-61103927 Russian warship Moskva: What do we know?] BBC sótt 14. apríl 2022</ref> Staðfest var síðar sama dag að skipinu hefði verið sökkt.<ref>{{Vefheimild|titill=
Flaggskip Rússa í Svartahafi sokkið|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/04/14/flaggskip_russa_i_svartahafi_sokkid/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2022|mánuður=14. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=14. mars}}</ref> Rússar sögðu að kviknað hafi í vopnageymslu skipsins og minntust ekki á loftárás.
Rússar hófu nýja stórsókn í austurhéruðum Úkraínu þann 19. apríl.<ref>{{Vefheimild|titill=Stórsókn Rússa í Donbas hafin|url=https://www.mbl.is/frettir/burdargrein/2022/04/18/storsokn_russa_i_donbas_hafin/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2022|mánuður=19. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=19. mars}}</ref>
Maríúpol var umkringd af Rússum fyrir utan Azovstal-járnvinnsluverið þar sem úkraínskir hermenn og borgarar héldu til.<ref>[https://www.bbc.com/news/world-europe-61175675 Mariupol steelworks: 'Block it so a fly can't pass,' Putin orders], BBC, sótt 23. apríl 2022</ref> Árásir á lestarstöðvar 25. apríl í vestur-Úkraínu var liður í því að stöðva vopnaflutninga til landsins að sögn Rússa.
26. apríl bárust fregnir af sprengingum í héraðinu [[Transnistría]] sem er innan [[Moldóva|Moldóvu]]. Leiðtogi rússneska þjóðarbrotsins þar sagði að Úkraínumenn hefðu staðið fyrir þeim en Úkraínumenn sögðu þetta vera átyllu fyrir árás í héraðið.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/04/27/asakanir-ganga-a-vixl-vegna-sprenginga-i-moldovu Ásakanir ganga á víxl vegna sprenginga í Moldóvu], RÚV, sótt 27. apríl</ref>
[[António Guterres]], aðalritari Sameinuðu þjóðanna, fór til fundar í Moskvu og Kænugarði til friðarumleitanna og ræddi við Pútín og Zelenskyj. Á meðan Guterres var í Kænugarði voru loftárásir gerðar á borgina.
===Maí===
Byrjað var að hleypa borgurum frá Azovstal-verksmiðjunni en samningar um björgun hafa reynst erfiðir. Þann 7. maí bárust fregnir um að öllum almennum borgurum verið bjargað úr verksmiðjunni.<ref>{{Vefheimild|titill=Allir almennir borgarar farnir frá Azovstal verksmiðjunni|url=https://www.frettabladid.is/frettir/allir-almennir-borgarar-farnir-fra-azovstal-verksmidjunni/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|höfundur=Sigurjón Björn Torfason|ár=2022|mánuður=7. maí|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. maí}}</ref>
Bardagar héldu áfram í Donbas og var skóli þar sem 90 héldu til sprengdur í bænum Bilohorivka með þeim afleiðingum að 60 létust.<ref>[https://www.bbc.com/news/world-europe-61369229 Ukraine war: 60 people killed after bomb hits school, Zelensky says] BBC, sótt 9. maí 2022</ref> Einnig voru gerðar loftárásir á Odesa meðal annars á íbúðablokkir og hótel.
Pútín hélt ræðu í Moskvu á sigurdeginum 9. maí þar sem minnst var sigurs á Nasistum í [[seinni heimsstyrjöld]]. Þar gagnrýndi hann Nató og Bandaríkin fyrir að stofna Rússlandi í hættu og réttlæti árásina á Úkraínu. Líkti hann enn fremur átökunum við seinni heimsstyrjöldina.<ref>[https://www.bbc.com/news/world-europe-61380727 Ukraine War: Putin gives few clues in Victory Day speech] BBC, sótt 9. maí 2022</ref>
Úkraínumenn sögðust hafa hrakið Rússa frá Kharkív, annarri stærstu borginni, 11. maí.<ref>[https://www.bbc.com/news/world-europe-61378196 Russia pushed back from Kharkiv], BBC, sótt 12. maí 2022</ref>
Rússar lýstu yfir sigri í Maríúpol þegar síðustu úkraínsku hermennirnir voru handsamaðir í Azovstal-járnverinu. Árásir voru gerðar á vestræna vopnasendingu vestur af Kænugarði að sögn Rússa.
25. maí voru Rússar komnir nálægt borginni [[Sjevjerodonetsk]] í Vestur-Lúhansk og gerðu harðar árásir á hana.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/05/25/barist-vid-borgarmork-severodonetsk Barist við borgarmörk í Severodonetsk] RÚV, sótt 25. maí 2022</ref>
===Júní===
Miðpunktur bardaga var í kringum Sjevjerodonetsk í byrjun júní og sögðust Úkraínumenn hafa hrakið Rússa frá borginni. Rússar voru með sókn í átt að annarri borg í Donbas, Slovjansk. Loftárásir voru gerðar á austur-Kænugarð, í fyrsta sinn síðan í apríl, og sögðust Rússar hafa gert árás á skriðdrekasendingu frá Vesturlöndum.<ref>[https://www.bbc.com/news/world-europe-61695244 Ukraine: Explosions shake Kyiv while battles rage in east] BBC, sótt 6. júní 2022</ref>
Um miðjan júní höfðu Rússar náð yfirráðum yfir 80% af Sjevjerodonetsk og eyðilagt brýr sem voru flóttaleiðir úr borginni.<ref>[https://apnews.com/article/russia-ukraine-business-government-and-politics-01f6d1c027ce68791667ffaafb61e30c] AP, sótt 19. júní 2022</ref>
Í lok mánaðarins var úkraínskum hermönnum skipað að yfirgefa borgina.<ref>[https://www.bbc.co.uk/news/world-europe-61920708 Severodonetsk: Ukrainian forces told to retreat from key eastern city] BBC NEWS, sótt 24. júní 2022</ref>
Þann 27. júní gerðu Rússar loftskeytaárás á verslunarmiðstöð í borginni [[Krementsjúk]] í miðhluta landsins þar sem nálægt 1000 manns voru. 20 manns létust og tugir særðust. Rússar sögðust hafa gert árás á vopnageymslu við hliðina á verslunarmiðstöðinni.
Íbúum í nálægri borg, [[Lysytsjansk]], var gert að flýja hana.<ref>[https://edition.cnn.com/europe/live-news/russia-ukraine-war-news-06-27-22/h_1ccdc77f65fccf9560551846ef07d664 Civilians in Lysychansk urged to evacuate as Russian forces close in] CNN, sótt 27. júní 2022</ref> Síðustu dagana í júní voru gerðar miklar loftárásir á borgina.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/06/30/innikroud-i-lysytsjansk-vegna-linnulausra-loftarasa Innikróuð í Lysytsjansk vegna linnulausra loftárása] RÚV, sótt 30. júní 2022</ref>
30. júní lýstu Úkraínumenn yfir að þeir hefðu náð Snákaeyju í Svartahafi af Rússum.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/06/30/russneski-herinn-yfirgefur-snakaeyju Rússneski herinn yfirgefur Snákaeyju] Rúv, sótt 30. júní 2022</ref>
===Júlí===
Þann 1. júlí var gerð loftárás á íbúðabyggð og tómstundasvæði í Odesa þar sem um 20 manns létust. Rússar hófu að flytja korn sem þeir sölsuðu undir sig frá herteknum svæðum, þ.e. höfninni í Berdyansk.
Rússar sögðust hafa náð Lysytsjansk 3. júlí en Úkraínumenn neituðu því fyrst. Síðar sagði talsmaður úkraínska hersins að herinn hefði hörfað.<ref>[https://www.bbc.co.uk/news/world-europe-62030051 BBC News - Ukraine confirms Russia captured eastern city Lysychansk] BBC, sótt 3. júlí 2022</ref>
Þrír létust í sprengingum í rússnesku borginni Belgorod nálægt landamærum Úkraínu. Rússar sögðu Úkraínumenn hafa gert árásina.<ref>[https://www.bbc.co.uk/news/world-europe-62025541 BBC News - Ukraine blamed by Russia for deadly blast in border city of Belgorod] BBC, sótt 3. júlí 2022</ref>
Borgirnar [[Slovjansk]] og [[Kramatorsk]] voru þær einu af stærri borgum í Donetsk sem voru í höndum Úkraínumanna eftir 3. júlí. Rússar gerðu árásir á smærri þéttbýlisstaði, 35 létust í loftárás á fjölbýlishúsi í Tsjasív Jar 9. júlí. [[Íryna Veresjtsjúk]], aðstoðarráðherra, hvatti íbúa vestur af Donbas í borgunum [[Kherson]] og [[Zaporízjzja]] til forða sér.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/07/10/15-forust-i-flugskeytaaras-a-fjolbylishus 15 fórust í flugskeytaárás á fjölbýlishús], RÚV, sótt 10. júlí 2022</ref> Úkraínumenn gerðu loftárás 12. júlí á vöruhús austur af Kherson, í borginni Nova Kakhovka, þar sem þeir sögðu Rússa geyma skotfæri.<ref>https://www.bbc.com/news/world-europe-62132441 Ukraine claims arms depot attack in occupied Kherson with Himars rockets], BBC, skoðað 12. júlí 2022</ref>
Loftskeytaárásir á borgina [[Vínnytsja]] í vesturhluta landsins voru gerðar um miðjan júlí þar sem tugir létust.
Þrátt fyrir að hafa gert samning um kornútflutning við Úkraínu í lok júlí gerðu Rússar árásir á höfnina í Odesa þar sem útflutningur fór fram.<ref>
[https://www.bbc.co.uk/news/world-europe-62276392 BBC News - Ukraine war: Explosions rock Ukrainian port hours after grain deal] BBC, sótt 23. júlí 2022</ref>
Rússar og Úkraínumenn kenndu hvor öðrum um þegar árás var gerð á fangelsi í vestur-Donetsk þar sem um 50 úkraínskir stríðsfangar féllu.<ref>[https://www.bbc.com/news/world-europe-62356211 Ukraine war: UN and Red Cross should investigate prison deaths, says Ukraine], BBC, sótt 30. júní 2022</ref>
Úkraínumenn hófu gagnsókn að borginni Kherson í suðri.<ref>[https://www.visir.is/g/20222289995d/ukrainski-herinn-saekir-fram-i-hernuminni-borg Úkraínski herinn sækir fram í hernuminni borg], Vísir, sótt 24. júlí 2022</ref>
===Ágúst===
Árás var gerð í byrjun ágúst við kjarnorkuver nálægt borginni [[Zaporízjzja]]. Rússar réðu yfir verinu en héldu úkraínskum starfsmönnum þar. Báðir aðilar kenndu hvor öðrum um árásina og sögðu Úkraínumenn Rússa nýta sér verið sem herstöð.
Árás var gerð á herflugvöll á [[Krímskagi|Krímskaga]] þar sem Rússar geymdu orrustuþotur. Rússar sögðu ekkert hafa skemmst þrátt fyrir að gervihnattamyndir sýndu annað. Úkraínumenn lýstu ekki yfir ábyrgð á árásinni.<ref>[https://www.bbc.co.uk/news/world-europe-62517367 BBC News - Ukraine war: Crimea blasts significantly hit Russian navy] BBC. Sótt 12/8 2022</ref>
==Friðarumleitanir==
Sendinefndir Rússa og Úkraínumanna hafa rætt mögulegt vopnahlé eða friðarsamninga með hléum frá 27. febrúar. Fyrsti fundur sendinefndanna fór fram nærri landamærum Úkraínu og Hvíta-Rússlands við [[Pripjat]].<ref>{{Vefheimild|titill=Fallast á viðræður við hvítrússnesku landamærin|url=https://www.frettabladid.is/frettir/fallast-a-vidraedur-vid-hvitrussnesku-landamaerin/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2022|mánuður=27. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. mars|höfundur=Þorgrímur Kári Snævarr}}</ref> Í mars funduðu sendinefndir ríkjanna í [[Istanbúl]] í [[Tyrkland]]i. Úkraínumenn hafa sagst viljugir til að ganga að sumum kröfum Rússa eins og að gerast ekki aðilar að Atlantshafsbandalaginu og að Úkraína verði hlutlaust ríki með tilliti til öryggissjónarmiða.<ref>{{Vefheimild|titill=„Raunsærri“ friðarviðræður milli Úkraínu og Rússlands|url=https://www.frettabladid.is/frettir/raunsaerri-fridarvidraedur-milli-ukrainu-og-russlands/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2022|mánuður=16. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. apríl|höfundur=Urður Ýrr Brynjólfsdóttir}}</ref><ref>{{Vefheimild|titill=Friðarviðræður hefjast á ný: Segir Úkraínu til í hlutleysi|url=https://www.frettabladid.is/frettir/fridarvidraedur-hefjast-a-ny-segir-ukrainu-til-i-hlutleysi/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2022|mánuður=28. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. apríl|höfundur=Oddur Ævar Gunnarsson}}</ref> Úkraínumenn hafa hins vegar hafnað því að gefa eftir landsvæði innan alþjóðlega viðurkenndra landamæra sinna sem Rússar eða alþýðulýðveldin í Donbas gera tilkall til.<ref>{{Vefheimild|titill=Gefur ekki eftir metra af landi|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/03/31/gefur_ekki_eftir_metra_af_landi/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2022|mánuður=31. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. apríl}}</ref>
==Viðbrögð==
[[Mynd:We Stand with Ukraine 2022 Helsinki - Finland (51906116955).jpg|thumb|right|Mótmæli gegn innrásinni í [[Helsinki]].]]
[[Mynd:Z symbol flash mob at Platinum Arena in Khabarovsk.jpg|thumb|right|Meðlimir í ungliðahreyfingu [[Sameinað Rússland|Sameinaðs Rússlands]] í [[Kabarovsk]] stilla sér upp í Z til að lýsa yfir stuðningi við innrásina.]]
===Fordæmingar og efnahagsrefsingar===
Evrópusambandið tilkynnti að það myndi setja á hörðustu efnahagslegu refsingar í sögu sambandsins. Úrslitaleikur [[Meistaradeild Evrópu|Meistaradeildar Evrópu]] var færður frá [[Sankti Pétursborg]], [[Formúla 1]] frá [[Sotsjí]] og Rússum meinuð þátttaka í íþróttakeppnum og í söngvakeppninni [[Eurovision]]. Flugfélaginu [[Aeroflot]] var bannað að fljúga til Bretlands og önnur Evrópulönd fylgdu í kjölfarið og bönnuðu Rússum að fljúga um evrópska lofthelgi. Eignir og bankareikningar rússneskra auðkýfinga voru fryst. Rússneskum bönkum var meinað af ESB, Kanada, Bretlandi og Bandaríkjunum að notast við [[SWIFT]]-millifærslukerfið.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.bbc.com/news/world-60542433|titill=West to cut some Russian banks off from Swift|útgefandi=[[BBC]]|mánuðurskoðað=27. febrúar|árskoðað=2022|ár=2022|tungumál=enska}}</ref> [[Visa]] og [[Mastercard]] hættu starfsemi í Rússlandi og mörg fjölþjóðafyrirtæki eins og [[IKEA]] og [[Samsung]].
Rússlandi var vikið úr [[Evrópuráðið|Evrópuráðinu]] vegna innrásarinnar þann 25. febrúar 2022.<ref>{{Vefheimild|titill=
Þórdís Kolbrún fagnar brottvikningu Rússa úr Evrópuráðinu|url=https://www.frettabladid.is/frettir/russlandi-vikid-ur-evropuradinu/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2022|mánuður=25. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=26. febrúar|höfundur=
Ingunn Lára Kristjánsdóttir}}</ref> Þann 2. mars samþykkti [[allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna]] á sérstökum neyðarfundi ályktun þar sem innrás Rússa í Úkraínu var „hörmuð“ og stríðsaðilar hvattir til að leggja niður vopnin. [[Kína]] og [[Indland]] sátu hjá og Rússland, [[Hvíta-Rússland]], [[Eritrea]], [[Norður-Kórea]] og [[Sýrland]] greiddu atkvæði á móti. [[António Guterres]], aðalritari Sameinuðu þjóðanna, lýsti því yfir að innrásin væri brot á [[Stofnsáttmáli Sameinuðu þjóðanna|stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna]].<ref>{{Vefheimild|titill=
Allsherjarþingið gagnrýnir innrás Rússa í Úkraínu|url=https://unric.org/is/allsherjarthingid-gagnrynir-innras-russa-i-ukrainu/|útgefandi=Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur-Evrópu|ár=2022|mánuður=2. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=2. mars|vefsíða=unric.org}}</ref> Þann 7. apríl var Rússland jafnframt rekið úr [[Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna|mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna]].<ref>{{Vefheimild|titill=Rússland rekið úr mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/04/07/russland_rekid_ur_mannrettindaradi_sameinudu_thjoda/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2022|mánuður=7. apríl|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=4. apríl}}</ref>
Fjöldi sendiráðsstarfsmanna hefur verið rekinn úr Evrópulöndum.
===Mótmæli===
Mótmæli voru víða um heim og við sendiráðsbústað Rússlands við [[Túngata|Túngötu]] þann 24. febrúar, næstu daga og reglulega eftir það.<ref>{{Vefheimild|titill=
Mótmæltu „ofbeldi og yfirgangi“ við rússneska sendiráðið|url=https://stundin.is/grein/14857/motmaeltu-vid-sendirad-russlands/|útgefandi=''[[Stundin]]''|ár=2022|mánuður=24. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=26. febrúar|höfundur=Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson|höfundur2=Jón Trausti Reynisson}}</ref>
Í ágúst var [[Kænugarðstorg]] nálægt rússneska sendiráðinu formlega nefnt af borgarstjóra Reykjavíkur.
===Flóttamenn og mannúðaraðstoð===
Nálægt 10 milljónir hafa farið yfir landamærin frá Úkraínu frá því að innrásin hófst, flestir til [[Pólland]]s. Um 6,7 milljónir hafa sótt um flóttamannastöðu í Evrópu.<ref>[http://data2.unhcr.org/en/situations/ukraine Ukraine refugee situation] Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna </ref> Einnig hafa yfir 8 milljónir flúið innan Úkraínu. Flóttafólkið var mestmegnis konur og börn en 18–60 ára karlmenn voru skyldugir til að vera eftir í landinu því til varnar.
Við landamæri Pólland, Rúmeníu, Ungverjalands, Slóvakíu og Moldóvu var flóttamannastraumur. Evrópusambandið sagðist ætla að taka á móti flóttamönnum næstu 3 ár án þess að þeir þyrftu að sækja um vernd.
Á Íslandi höfðu rúm 1.200 sótt um vernd í júní 2022.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/06/22/aldrei-fleira-flottafolk-komid-til-landsins Aldrei fleira flóttafólk til landsins] ruv.is, sótt 23. júní 2022.</ref>
===Hernaðarstuðningur===
Evrópusambandið fjármagnar kaup á vopnum og flutning þeirra til Úkraínu.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2022/02/27/esb-fjarmagnar-vopnaflutning-til-ukrainu|titill=ESB fjármagnar vopnaflutning til Úkraínu|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=2. mars|árskoðað=2022|mánuður=27. febrúar|höfundur=Alexander Kristjánsson}}</ref>
Bandaríkin hafa einnig séð Úkraínu fyrir vopnum, jafnvel 2 mánuðum fyrir stríðið.<ref>[https://www.reuters.com/world/us/biden-authorizes-200-mln-new-weapons-military-training-ukraine-2022-03-12/ US rushing $200 in weapons for Ukraines defense] Reuters, 16. mars 2022</ref>
NATÓ ákvað að auka viðbúnað sinn í Austur-Evrópu og senda þangað 40.000 hermenn.
Í byrjun apríl sendi [[Tékkland]] skriðdreka til Úkraínu.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.frettabladid.is/frettir/fyrsta-nato-rikid-sendir-skriddreka-til-ukrainu/|titill=Fyrsta NATÓ-ríkið sendir skriðdreka til Úkraínu|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|höfundur=Oddur Ævar Gunnarsson|ár=2022|mánuður=6. apríl|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=6. apríl}}</ref>
===Stuðningur við innrásina===
Á vikunum eftir að innrásin hófst varð bókstafurinn [[Z]] stuðningstákn við innrásina og við Vladímír Pútín. Ástæðan er sú að stafurinn var ritaður á marga af skriðdrekum og herbílum Rússa í Úkraínu sem myndir náðust af í aðdraganda innrásarinnar. Uppruni þessarar notkunar Z, sem ekki er til í [[Kýrillískt stafróf|kyrillíska stafrófinu]], er óljós, en stafurinn hefur verið notaður til að merkja rússnesk herfarartæki ásamt öðrum bókstöfum eins og O, X, A og V. Herbílar og skriðdrekar sem merktir eru með Z tilheyra eystri herdeild rússneska hersins.<ref>{{Vefheimild|titill=Hvernig „Z“ varð að yfirlýstu stuðningstákni við innrásina í Úkraínu|url=https://kjarninn.is/skyring/hvernig-z-vard-ad-yfirlystu-studningstakni-vid-innrasina-i-ukrainu/|útgefandi=''[[Kjarninn]]''|höfundur=Erla María Markúsdóttir|ár=2022|mánuður=15. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. mars}}</ref> Rússneska varnarmálaráðuneytið segir bókstafinn standa fyrir „za pobedu“ (til sigurs), „za mir“ (fyrir frið), „za nashikh“ (fyrir þjóð okkar) og fleira.<ref>{{Vefheimild|titill=Áróðursbókstafnum Z dreift til stuðnings Úkraínustríðinu|url=https://vardberg.is/frettir/arodursbokstafnum-z-dreift-til-studnings-ukrainustridinu/|útgefandi=[[Varðberg]]|ár=2022|mánuður=8. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=7. mars}}</ref>
==Tilvísanir==
<references responsive="" />
[[Flokkur:Innrásir]]
[[Flokkur:Stríð Rússlands og Úkraínu]]
[[Flokkur:2022]]
[[Flokkur:Saga Rússlands]]
[[Flokkur:Saga Úkraínu]]
[[Flokkur:Stríð á 21. öld]]
ag2owzkrpx1acjd5ga51ae2tluinvch
Apis mellifera mellifera
0
168569
1765851
1761379
2022-08-23T19:05:18Z
Svarði2
42280
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| name =
| image = Bee October 2007-1.jpg
| image_width = 250px
| image_caption =
| regnum = [[Dýraríki]] (''[[Animalia]]'')
| phylum = [[Liðdýr]] (''[[Arthropoda]]'')
| classis = [[Skordýr]] (''[[Insecta]]'')
| ordo = [[Æðvængjur]] (''[[Hymenoptera]]'')
| subordo = [[Broddvespur]] (''[[Apocrita]]'')
| superfamilia = ''[[Apoidea]]''
| familia = ''[[Apidae]]''
| subfamilia = ''[[Apinae]]''
| tribus = ''[[Apini]]''
| genus = ''[[Apis]]''
| species = '''''[[Apis mellifera|A. mellifera]]'''''
| binomial_authority = [[Carolus Linnaeus|Linnaeus]], 1758
| trinomial = Apis mellifera mellifera
| trinomial_authority = [[Carl Linnaeus|Linnaeus]], 1758
}}
'''Apis mellifera mellifera''' er ein undirtegund alibýflugna. Útbreiðsla hennar er í norður og mið [[Evrópa|Evrópu]].
[[Mynd:EU Apis Mellifera L Map.svg|thumb|vinstri|Upprunaleg útbreiðsla undirtegundanna í Evrópu og Austurlöndum nær (eftir síðustu ísöld).]]
Hún er dökkbrún til svört með dökkbrúnni hæringu, sérstaklega hærð á frambol. Breiður, snubbóttur afturbolur er einkennandi.<ref>[http://www.mellifera.ch/cms/news/morphologie-dunkle-biene-beschreibung Jürg Vollmer: ''Beschreibung der Dunklen Biene: Farbe, Körperform und Flügel.'' In: mellifera.ch, 12. September 2016]</ref> Tungulengd er styttri eftir því sem afbrigðið er norðlægara (6.45 mm (suður Frakkland), 6.19 mm (Alparnir) til 5.90 mm (Noregur)).
Sjúkdómsþol undirtegundarinnar er mun minna en [[Apis mellifera carnica|A. m. carnica]] og [[Apis mellifera ligustica|A. m. ligustica]], sem og blendingsins [[Buckfastbý|Buckfast]]. Við bestu aðstæður framleiðir bú A. m. mellifera um 20% minna en áðurnefndar gerðir, en við erfiðar aðstæður (veðurfarslega) er hún afgerandi öflugri.<ref>Reto Soland: [http://www.mellifera.ch/cms/magazin/50-magazin-2-14 ''Geschichte der schweizerischen Melliferazucht.''] In: mellifera.ch-Magazin. August 2012, S. 14 (PDF; 4,31 MB).</ref><ref>Jürg Vollmer: [http://www.mellifera.ch/cms/news/dunkle-biene-honig-pollen-propolis ''Die Dunkle Biene sammelt fleißig Honig, Pollen und Propolis.''] In: mellifera.ch. 10. Oktober 2016.</ref> Á móti kemur að hún er árásargjarnari og svermir auðveldlega.<ref name=Andonov2019>{{cite journal |first=S. |last=Andonov |title=Swarming, defensive and hygienic behaviour in honey bee colonies of different genetic origin in a pan-European experiment |journal=Journal of Apicultural Research |date=2014 |volume=53 |issue=2 |pages=248–260 |url=https://www.academia.edu/19071966 |access-date=10 October 2019 |doi=10.3896/IBRA.1.53.2.06|s2cid=56261380 }}</ref>
== Tilvísanir ==
{{Reflist}}
{{commonscat|Apis mellifera mellifera}}
{{Wikilífverur|Apis mellifera mellifera}}
[[Flokkur:Býflugur]]
fdi1ex2q6b5og4pdfjks9imfyrfr4hd
Vítalíj Klitsjkó
0
168668
1765814
1765031
2022-08-23T13:24:08Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:2014-09-12 - Vitali Klitschko - 9019 (cropped).jpg|thumb|Vítalí Klitsjko]]
[[Mynd:VladimirVitaliy.jpg|thumb|Vladímír og Vítalí Klitsjko.]]
[[Mynd:Віталій Кличко відвідав взводно-опорний пункт, облаштований на одному з небезпечних напрямків для можливої атаки росіян.jpg|thumb|Klítsjko í víglínunni í stríðinu 2022.]]
'''Vítalíj Volodymyrovytsj Klitsjko ''' (úkraínska: Віта́лій Володи́мирович Кличко́), f, [[19. júlí]] [[1971]], er úkraínskur stjórnmálamaður og fyrrum hnefaleikari. Hann er núverandi borgarstjóri [[Kænugarður|Kænugarðs]].
Klitsjko er fyrrum leiðtogi evrópusinnaða Petro Porosjenko-bloc flokkins (Nú Evrópsk samstaða) og fyrrum þingmaður. Hann var áberandi í Euromaidan mótmælunum 2013-2014.<ref>{{Tímarit.is|5918150|Boxarinn sem vill sameina Úkraínu|útgáfudagsetning=13. febrúar 2014|blaðsíða=32-36|blað=[[Kjarninn]]|höfundur=Þórunn Elísabet Bogadóttir}}</ref> Árið 2014 hugðist hann bjóða sig fram til forseta Úkraínu en skipti um skoðun og ákvað að bjóða sig fram til borgarstjóra Kænugarðs.
Klitsjko lagði boxhanskana á hilluna 2013. Hann varði box heimsmeistaratitil sinn 12 sinnum, tapaði ekki bardaga og endaði þá með 87% þeirra með því að slá andstæðinginn niður. Hann ásamt bróður sínum [[Vladímír Klitsjko]] eru í [[heimsmetabók Guinness]] yfir flesta titla í þungavigt eða 40.
Í [[innrás Rússa í Úkraínu 2022]] lýsti Klitsjko yfir sigri á Rússum í Kænugarði í lok mars en Rússar höfðu gert loftárásir á borgina og farið um nágrannaborgir og drepið þar fjölda manns.
Faðir Klitsjko var sovéskur flughershöfðingi og var um tíma í Austur-Þýskalandi og Tékkóslóvakíu.
==Tilvísanir==
<references/>
{{DEFAULTSORT:Klítsjko, Vítalíj}}
[[Flokkur:Úkraínskir stjórnmálamenn]]
[[Flokkur:Úkraínskir hnefaleikamenn]]
[[Flokkur:Fólk fætt árið 1971]]
kf9j0p0lpgbhqvnlupu65nxfv47uut3
Geitin sjálf
0
168899
1765820
1765595
2022-08-23T15:12:31Z
Yungkleina
64195
wikitext
text/x-wiki
{{hreingera|Aðeins vísað í heimildir frá manninum sjálfum.}}
{{Persóna
| nafn = Geitin sjálf
| búseta = Reykjavík
| mynd =
| myndastærð =
| myndatexti =
| alt =
| fæðingarnafn = Aron Kristinn Jónasson
| fæðingardagur = {{Fæðingardagur og aldur|1995|16|1}}
| fæðingarstaður =
| dauðadagur =
| dauðastaður =
| orsök_dauða =
| virkur = 2018 -
| þekktur_fyrir = 12:00, [[Clubdub]]
| þekkt_fyrir =
| þjóðerni = Íslenskur
| starf = Tónlistarmaður
| titill =
| verðlaun =
| laun =
| trú =
| maki =
| börn =
| foreldrar =
| háskóli = [[Háskólinn í Reykjavík|Háskolinn í Reykjavík]]
| stjórnmálaflokkur =
| niðurmál =
| hæð =
| þyngd =
| tilvitnun =
| undirskrift =
| heimasíða =
| kyn = kk
}}
'''Geitin sjálf''' (fæddur [[16. janúar]] [[1995]]) er íslenskur tónlistarmaður og annar helmingur dúósins [[Clubdub]].
==Tónlistarferill==
Tónlistarferill Geitarinnar sjálfar hófst árið 2013 þegar hann söng nokkur lög í nefndinni 12:00 í [[Verzlunarskóli Íslands]].
Árið 2018 stofnaði Geitin sjálf tónlistardúó-ið Clubdub ásamt vini sínum [[Brynjar Barkason|Brynjari Barkasyni]] en þeir voru einmitt saman í 12:00. Þeir gáfu út fyrstu plötuna ''Juice Menu vol. 1'' sem innihélt 7 lög, þar frægast var lagið ''Clubbed up'' sem er með yfir 2 milljónir spilanir á Spotify.<ref>https://open.spotify.com/album/4IPuRga4w5Bv2Ut3dleOWA?si=5hvC3Us_SpWXHG_iTZ8IVQ</ref> Þeir gáfu út plötuna í miðjum júní 2018, helgina eftir það var þeim boðið að spila á [[Secret Solstice]] tónlistarhátíðinni.<ref>https://www.visir.is/g/2019613126d</ref> Sama ár gáfu þeir út lagið ''Eina sem ég vil'' ásamt rapparanum [[Aron Can]].<ref>https://open.spotify.com/album/0qEdZjUfX4VarSlVp61xyZ?si=B2VzVkLzS_ajB0CdEbxcBA</ref> Árið 2019 gáfu þeir út smáskífuna ''Tónlist'', þar var frægasta lagið ''Aquaman'' sem þeir gerðu ásamt [[Salsakommúnan|Salsakommúninni]] og hefur yfir 1.6 milljónir spilana á Spotify.<ref>https://open.spotify.com/album/6ATMtdU7X3KfiESwQqGyTT?si=oqRm2fHzQdWpbrNIlpHMMA</ref> Árið 2020 gáfu þeir út lagið ''Deyja Fyrir Stelpurnar Mínar''.<ref>https://open.spotify.com/album/2cShTPWMiodLQRewDM6S0l?si=GJ-gmAnSSwewIVTC1q0S1A</ref> 2021 kom síðan út smáskífan ''Clubdub ungir snillar'' með 4 lögum þar frægast ''Frikki dór 2012'' sem hefur hlotið yfir 600 þúsund spilanir á Spotify. Árið 2022 gáfu þeir út lagið ''IKEA STELPAN'' og hlaut það yfir 60 þúsund spilanir á aðeins tveimur vikum.<ref>https://open.spotify.com/album/2q0kqdNRg166UES6o7zG7v?si=xeHk5gFMSFOOKKEB3_Ddiw</ref>
==Heimildir==
{{reflist}}
{{Stubbur|æviágrip|ísland|tónlist}}
{{f|1995}}
[[Flokkur:Íslenskir tónlistarmenn]]
[[Flokkur:Stúdentar úr Fjölbrautaskólanum í Garðabæ]]
7h8pntlerg0fu75qj7pjhz34ncay70g
Wuxi
0
169083
1765810
1765809
2022-08-23T12:05:54Z
Dagvidur
4656
/* Lýðfræði */ Lagaði málfræði
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Wuxi-bird-view.PNG|alt=Horft yfir Wuxi borg í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.|hægri|thumb|450x450dp|'''Horft yfir Wuxi borg''' í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.]]
[[Mynd:Wuxi-location-MAP-in-Jiangsu-Province-China.jpg|alt=Staðsetning Wuxi borgar í Jiangsu héraði í Kína.|thumb|'''Staðsetning Wuxi''' í Jiangsu héraði í Kína.]]
[[Mynd:Jichang Yuan.jpg|alt=Jichang garðurinn í Liangxi hverfi Wuxi er frægur kínverskur garður. Hann er sagður fyrirmynd Xiequ garðsins í Sumarhöll Pekingborgar og Guo Ran Da Gong í Yuanming Yuan í Peking.|right|thumb|'''Jichang garðurinn''' í Liangxi hverfi Wuxi er frægur kínverskur garður byggður á tíma Mingveldisins (1368-1644). Hann er sagður fyrirmynd Xiequ garðsins í Sumarhöll Pekingborgar og Guo Ran Da Gong í Yuanming Yuan í Peking.<small><ref>{{Citation|title=Jichang Garden|date=2022-03-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Jichang_Garden&oldid=1075270548|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2021-04/06/c_608850.htm|titill=Ancestral temples of Huishan|höfundur=2022 China Daily (chinadaily.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|ár=2022|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
'''Wuxi''' ''([[kínverska]]:無錫; [[Pinyin|rómönskun:]] Wúxī; (WOO-shee)'' er stórborg í suðurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í austurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].
Wuxi er staðsett meðfram [[Mikliskurður|Miklaskurði]] á mótum þess farvegs við staðbundnar ár nálægt norðausturhorni [[Tai vatn|Tai-vatns]]. Í gegnum borgina liggur þétt net skurða og skipgengra vatnaleiða í suðurhluta [[Jangtse]]<nowiki/>- fljótsins. Borgin er um 135 kílómetra norðvestur af miðborg [[Sjanghæ]], á milli borganna [[Changzhou]] og [[Suzhou]].
Wuxi er fræg sögu- og menningarborg Kína og ein helsta ferðamannaborg landsins. Borgin státar af meira en 3.000 ára sögu og djúpstæðum menningararfi. Hún var heimili Wu-menningar í fornöld og hefur ríka sögulega arfleifð. Í henni eru 31 mikilvægir sögustaðir er njóta verndar ríkisins, 11 staðir sem hafa sterka skírskotun til kínversks menningararfs, auk 60 safna og minnisvarða.
Wuxi er ekki aðeins hefðbundin fisk- og hrísgrjónavatnaborg við Jangtse fljót, heldur einnig vagga nútíma kínverskrar þjóðariðnaðar og ein efnahagsmiðstöða Kína, með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst sterkum einkafyrirtækjum.
Á kínverskan mælikvarða er Wuxi borg hagsældar. Sterk vísbending um efnahagslega velferð er landsframleiðsla á mann. Þar var Wuxi borg árið 2021 efst allra stórra og meðalstórra kínverskra borga Kína.<small><ref name=":3">{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-02/11/c_706654.htm|titill=Wuxi tops Chinese cities in per capita GDP in 2021|höfundur=2022 China Daily - wuxinews.com.cn|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=11. febrúar|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Héraðsborgin Wuxi nær yfir 4.627 ferkílómetra lands. Hún hefur lögsögu yfir 5 hverfum og tveimur sýsluborgum. Árið 2020 bjuggu á stórborgarsvæði Wuxi um 7,5 milljónir manna en 4 milljónir í kjarnaborginni.
==Saga==
[[Mynd:Nanchan Pagoda Wuxi.jpg|alt=Mahavira salur Nanchan búddistahofsins í suðurhluta Wuxi.
|upright|thumb|'''Mahavira salur''' Nanchan [[Búddismi|búddahofsins]] í suðurhluta Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=南禪寺 (無錫)|date=2022-02-13|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E7%A6%AA%E5%AF%BA_(%E7%84%A1%E9%8C%AB)&oldid=70147432|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:MaaguxianshouWXM.jpg|upright|thumb|'''„Magu býður langlífi“''' í Wuxi safninu. Magu er gyðja langlífs og verndari kvenna í fornum kínverskum goðsögnum og [[Daoismi|Taoisma]].<small><ref>{{Citation|title=Magu (deity)|date=2022-04-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Magu_(deity)&oldid=1084177384|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:清光绪年间无锡县城区图.jpg|alt=Kort af Wuxi árið 1881.|upright|thumb|Kort af Wuxi árið 1881.]]
Wuxi státar af meira en 3.000 ára sögu og djúpstæðum menningararfi sem einn af elstu þéttbýlisstöðum við [[Jangtse|Jangtsefljót]]. Borgin er ein vagga Wu-menningar í fornöld og hefur ríka sögulega arfleifð. Wu vísar til þess svæðis í Kína sem miðast við [[Tai vatn|Tai-vatn]] á Jiangnan svæðinu er liggur suður af Jangtse fljóti. <small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
=== Fornsaga ===
Í borginni eru 31 mikilvægir sögustaðir er njóta verndar ríkisins, 11 staðir sem hafa sterka skírskotun til kínversks menningararfs og 60 söfn og minnisvarðar.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-03/25/c_664458.htm|titill=Wuxi. Overview|höfundur=China Daily- 2022|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government.|ár=2022|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Á svokölluðu vor- og hausttímabili í sögu Kína (770–476 f.Kr.) bjuggu staðbundnir Baiyue ættbálkar sem nefndir voru „Gou Wu“ á landsvæði þar sem nútímaborgirnar Wuxi og Suzhou liggja. Þessir ættbálkar mynduðu þorp í hæðunum við votlendið umhverfis Tai-vatn.<small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
Skráð saga Wuxi hófst við lok tíma Shangveldisins (1600–1046 f.Kr.).<small><ref>{{Citation|title=吴国|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%90%B4%E5%9B%BD&oldid=72743972|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-21}}</ref></small> Forn sagnfræðirit Sima Qian sagnfræðings (145 f.Kr.- 91 f.Kr.)<small><ref>{{Citation|title=Records of the Grand Historian|date=2022-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Records_of_the_Grand_Historian&oldid=1099964113|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> greina frá því að Taibo (um 1150 f.Kr.) frændi konungs Zhouveldisins hafi stofnað Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2021-12-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1060598437|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Taibo siðað heimamenn og bætti landbúnað þeirra og áveitustjórn.<small><ref name=":4">{{Vefheimild|url=http://www.chinadaily.com.cn/m/jiangsu/wuxi/pdf/GettoknowWuxithrough10surnames.pdf|titill=Get to know Wuxi through 10 surnames|höfundur=Information Office of Wuxi Municipal Government|útgefandi=Information Office of Wuxi Municipal Government|ár=2017|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Síðar flutti Wu hirðin til Gusu þar sem nútíma Suzhou liggur. Wu-ríkið stóð frá 12. öld f.Kr.– 473 f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=吴国|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%90%B4%E5%9B%BD&oldid=72743972|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2022-08-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1105292388|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
=== Keisaratímar ===
Í tíma Qinveldisins tilheyrði Wuxi Kuaiji-sýslu.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Svæðið í Wuxi var upphaflega þekkt vegna [[Tin|tinnáma]] sem þar voru, en þegar sýslan var stofnuð árið 202 f.Kr. á tímum [[Hanveldið|Vestur-Hanveldisins]] (206 f.Kr.–25 e.Kr.), voru þær námur uppurnar og þéttbýlið fékk fékk því nafnið Wuxi („án tins“). Frá lokum 3. aldar var borgin umdæmi undir stjórn herforingja Biling borgar (síðar nefnd [[Changzhou]]) og hélst svo nema í stuttan tíma undir stjórn [[Júanveldið|Júanveldisins]] (1206– 1368), þegar svæðið var gert að sjálfstæðu héraði.<small><ref name=":0">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wuxi|titill=Encyclopedia Britannica: Wuxi|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia|útgefandi=Britannica, The Editors of Encyclopaedia|mánuður=10. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Frá fyrstu tíð hefur svæðið í kringum [[Tai vatn|Tai-vatn]] verið mjög frjósamt. [[Landbúnaður]] og [[Silki|silkiiðnaður]] blómstraði í Wuxi. Eftir að gerð [[Mikliskurður|Miklaskurðar]] lauk árið 609 varð Wuxi umskipunarmiðstöð fyrir skattkorn ætlað höfuðborginni. Þar myndaðist einn stærsti kornmarkaður Kína, þar sem mikið magn hrísgrjóna var meðhöndlað.<small><ref name=":1">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Þróað hagkerfi hraðaði þéttbýlismyndun. Borgin varð aðsetur afar auðugra kaupmanna og milliliða. Þessi hagsæld viðskipta hafði mikil áhrif á bókmenntir og námstofnanir í svæðinu suðurhluta Jangtse.<small><ref name=":4" /></small> Wuxi varð einn af mikilvægum fæðingarstöðum koparprentunar og Kunqu formi Kínverskrar [[Ópera|óperu]].
Árið 1724 var Wuxi orðin mjög fjölmenn sýsla og því var austurhluti hennar aðskilinn og gerður að Jinkui-sýslu. Bæði Wuxi og Jinkui voru gjörsamlega eyðilögð í [[Taiping-uppreisnin|Taiping-uppreisninni]] (1850-1864), þegar næstum 2/3 íbúanna voru drepnir. Mannfallið var gríðarlegt. Fjöldi „hæfra karlmanna“ í sýslunum, sem hafði verið 339.549 og 258.934 árið 1830, féll niður í 72.053 og 138.008 árið 1865.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> <small><ref>{{Cite book|script-title=zh:江苏省志・人口志|publisher=Fangzhi Publishing House|isbn=978-7-801-22526-9|pages=58–9 |trans-title=Jiangsu Provincial Gazetteer, Volume on Demography|year=1999}}</ref></small>
Á tíma [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1636–1912) blómstraði bómullar- og silkiframleiðsla í Wuxi. Viðskipti jukust með alþjóðlegri opnun „sáttamálahafna“ byggðum á [[Nanking-sáttmálinn|friðarsáttmála]] sem batt enda á [[Fyrra ópíumstríðið|fyrsta ópíumstríðið]] (1839–1842) milli [[Breska heimsveldið|Breska heimsveldisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] í Kína. Þetta voru Sjanghæ árið 1842; og [[Zhejiang|Zhenjiang]] og [[Nanjing]] árið 1858. Woxi naut uppgangs þeirra borga. Hún varð miðstöð textíliðnaðar í Kína. Textílverksmiðjur voru byggðar árið 1894 og silkispólunarstöðvar byggðar árið 1904.
Þegar [[Mikliskurður]] hrundi eftir 1850, hélt Wuxi mikilvægi sínu sem svæðisbundinn hrísgrjónamarkaður. Þaðan var korn flutt til [[Sjanghæ]], um 130 kílómetra til suðausturs; auk sjóleiðarinnar til [[Tianjin]] borgar í norðri. Viðskipti með korn jukust enn frekar eftir 1908 þegar komið var á járnbrautartengingu til Sjanghæ, Zhenjiang og Nanjing í norðvestri.
Jinkui sýsla sameinaðist að nýju Wuxi-sýslu við upphaf lýðveldisins árið 1912.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
=== Lýðveldistími ===
[[Mynd:Bundesarchiv Bild 183-S34828, Japanisch-Chinesischer Krieg.jpg|alt=Japanskir hermenn í Wuxi í desember 1937 á leið til Nanking.|upright|thumb|'''Japanskur innrásarher''' í Wuxi í desember 1937 á leið sinni til Nanking.]]
Þegar seinna [[Seinna stríð Kína og Japans|stríðið við Japan]] braust út árið 1937 varð Wuxi fyrir miklu áfalli. Sjanghæ sem er nálægt Wuxi og mjög tengd efnahagslega, varð fyrir miklum árásum. Verksmiðjur og byggingar urðu fyrir miklu tjóni eða gjöreyðilagðust vegna sprengjuárása japanskra flugvéla.
Eftir sigur gegn Japönum árið 1945 var efnahagur Wuxi endurreistur og fjárfestingar jukust. [[Kínverska borgarastyrjöldin|Borgarastyrjöld]] milli Lýðveldissinna og [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnista]] hafði síðan óhjákvæmilega áhrif á efnahag borgarinnar. Frelsisher kommúnista hertók síðan borgina 23. apríl 1949. Um miðjan júní var yfirtöku borgarinnar í grundvallaratriðum lokið.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
==== Tímar Alþýðulýðveldis ====
[[Mynd:Wuxi_Museum_2018.jpg|alt=Wuxi safnið í Liangxi hverfi er yfirgripsmikið safn staðbundinnar sögu og lista.|upright|thumb|'''Wuxi safnið''' í Liangxi hverfi er yfirgripsmikið safn staðbundinnar sögu og lista.<small><ref>{{Citation|title=无锡博物院|date=2022-02-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%8D%9A%E7%89%A9%E9%99%A2&oldid=69953384|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2020-04/24/c_489066.htm|titill=Wuxi Museum|höfundur=2022 China Daily (wuxinews.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=24. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
Frá 1949 eftir valdatöku kommúnista hefur vægi borgarinnar sem landsbundin viðskiptamiðstöð minnkað, þó að hlutverk hennar sem dreifingar- og söfnunarmiðstöð fyrir Tai vatnasvæðið hafi haldið.<small><ref name=":0" /></small>
Auk viðskipta með hrísgrjón og bómullar- og silkiframleiðslu voru aðrar mikilvægar atvinnugreinar borgarinnar hveitimölun, hrísgrjónavinnsla og olíuvinnsla. Frá fimmta áratug síðustu aldar hefur iðnþróun verið hröð. Textíl- og matvælaiðnaðurinn hefur stækkað og færður til nútímahorfs. Borgin er orðin miðstöð verkfræðiiðnaðar, sérstaklega fyrir vélasmíði auk framleiðslu rafbúnaðar, kapla og textílvéla af ýmsum toga; í seinni tíð hefur framleiðsla lyfja og ýmissa efna orðið æ mikilvægari.<small><ref name=":0" /></small>
Hraðbraut milli Sjanghæ og Nanjing liggur í gegnum borgina, með afreinum sem teygja sig frá borginni til sýsluborga Wuxi, norður til Jiangyin og suðvestur til Yixing. Frá árinu 2004 hefur staðbundinn flugvöllur veitir flugþjónustu til nokkurra stórborga landsins.<small><ref>{{Citation|title=Sunan Shuofang International Airport|date=2022-08-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Sunan_Shuofang_International_Airport&oldid=1105089148|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Árið 2014 opnuðu fyrstu tvær borgarlestarlínur Wuxi. Nú eru þær fjórar og sex aðrar neðanjarðarlínur í undirbúningi.<small><ref>{{Citation|title=Wuxi Metro|date=2022-04-12|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi_Metro&oldid=1082348735|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Ferðaþjónusta hefur orðið sífellt mikilvægari. Umhverfi Wuxi inniheldur marga þekkta fallega staði sem hafa verið varðveittir vandlega, ásamt ýmsum borgargörðum og sögulegum stöðum. Í dag hefur iðnþróun verið takmörkuð nærri [[Tai vatn|Tai-vatni]], sem er eitt helsta aðdráttarafl ferðaþjónustu borgarinnar. Þar var þó iðnaðargarður með sérstakri áherslu á vísindi og tækni stofnaður árið 2006.
=== Borg hagvaxtar og mengunar ===
Með efnahagslegri opnun Kína á síðustu tveimur áratugum síðustu aldar, hefur efnahagur Wuxi náð sér á strik með miklum vexti einkafyrirtækja. Árið 1981 var hún opinberlega skráð sem ein 15 kínverskra borga sem tóku þátt í þessari efnahagslegu opnum og árið 1985 var borgin formlega viðurkennd sem opin borg í sérstöku efnahagssvæði Jangtse óshólmasvæðisins. Í kjölfarið voru fríverslunarsvæði og iðngarðar opnaðir fyrir miklum erlendum fjárfestingum. Wuxi tók þá flugið sem mikil iðnaðar- og viðskiptaborg.<small><ref name=":1" /></small>
Landsframleiðsla á mann er mikilvægur mælikvarði á efnahagslega velferð. Árið 2021 var var Wuxi borg þar í fyrsta sæti allra stórra og meðalstórra borga Kína.<small><ref name=":3" /></small>
Hröð iðnþróun og þéttbýli síðustu áratuga tekið sinn toll á umhverfi. Tai vatn sem er þriðja stærsta ferskvatnsvatn Kína, hefur undanfarin ár verið þjakað af mengun vegna iðnþróunar nærliggjandi svæða.<small><ref>{{Citation|title=Lake Tai|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Lake_Tai&oldid=1098108667|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Förgun efna og skólps úti í vatnið í upphafi 21. aldar hefur valdið myndun eitraðra [[Blágerlar|blágerla]] eða þörungar á yfirborði vatnsins.<small><ref>{{Citation|title=2007年太湖蓝藻污染事件|date=2022-08-02|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=2007%E5%B9%B4%E5%A4%AA%E6%B9%96%E8%93%9D%E8%97%BB%E6%B1%A1%E6%9F%93%E4%BA%8B%E4%BB%B6&oldid=73035341|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-18}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.wilsoncenter.org/publication/taihu-green-wash-or-green-clean|title=Taihu: Green Wash or Green Clean? {{!}} Wilson Center|website=www.wilsoncenter.org|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Það hefur ógnað gæðum drykkjarvatns þeirra sem búa við vatnið. Á síðari árum hafa stjórnvöld ráðist í umfangsmikla hreinsun og verndun vatnsins.<small><ref>{{Cite web|url=https://chinadialogue.net/en/pollution/4767-long-struggle-for-a-cleaner-lake-tai/|title=Long struggle for a cleaner Lake Tai|date=2012-02-14|website=China Dialogue|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Mörgum verksmiðjum hefur nú verið lokað og reglum um umgengni við vatnið hertar til að bæta vatnsgæði og til að ná líffræðilegri endurheimt.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.greenpeace.org/international/story/7040/biological-restoration-of-water-and-land|title=Biological Restoration of water and land|website=Greenpeace International|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Enn er þó mikið starf óunnið í þeim efnum.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.canr.msu.edu/csis/uploads/files/Qin-et-al.-Science-Bulletin-2019.pdf|titill=Why Lake Taihu continues to be plagued with cyanobacterial blooms
through 10 years (2007–2017) efforts|höfundur=Boqiang Qin, Hans W. Paerl, Justin D. Brookes, Jianguo Liu, Erik Jeppesen, Guangwei Zhu, Yunlin Zhang, Hai Xu, Kun Shi, Jianming Deng|útgefandi=Science Bulletin: Volume 64, Issue 6, 30 March 2019, Pages 354-356|mánuður=30. mars|ár=2019|mánuðurskoðað=16. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
==Landafræði==
[[Mynd:Wuxi NASA.png|alt=Þéttbýli Wuxi-borgar sést á þessari gervihnattamynd NASA. Mikliskurður er þar áberandi í borgarmyndinni.|upright|thumb|'''Þéttbýli Wuxi-borgar''' á [[Gervihnattarmynd|gervihnattamynd]] [[NASA]]. Ef grannt er skoðað sést hvað [[Mikliskurður]] er áberandi í borgarmyndinni.]]
[[Mynd:Yixing, Wuxi, Jiangsu, China - panoramio (1).jpg|alt=Bambusskógur í Yixing undirborg Wuxi.|upright|thumb|'''Bambusskógur í Yixing''' undirborg Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Yixing|date=2022-06-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Yixing&oldid=1091495497|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Wuxi-borg er staðsett í suðausturhluta [[Jiangsu]]-héraðs. Hún liggur að [[Suzhou]]-borg í austri; með [[Tai vatn|Tai vatnið]] í suðri, handan vatnsins frá Huzhou borg í [[Zhejiang]] héraði; og [[Changzhou]] borg í vestri.
Sýsluborgin Yixing, ein tveggja undirborga Wuxi, er aðskilin frá borginni af Wujin hverfi Changzhou borgar, og hefur sem hólmlenda enga landtenging við Wuxi.
Heildarflatarmál Wuxi er 4.627 ferkílómetrar, þar af eru 782 ferkílómetrar fjöllótt og hæðótt land, sem eru 17% af heildarflatarmáli borgarinnar.
Wuxi er dæmigerður vatnabær í suðurhluta [[Jangtse]]<nowiki/>-fljótsins, með þéttriðið net skurða og vatnaleiða, sem og fjölmörg vötn, er mynda frárennsli, flutninganet og votlendisgarða. Vatnsyfirborðið er 1.342 ferkílómetrar, eða 29% af heildarflatarmáli borgarinnar.<small><ref name=":2">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Í vatnskerfi borgarinnar eru 5.983 árfarvegir með heildarlengd 6.998 kílómetra, þar á meðal Peking-Hangzhou hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]]. Samkvæmt varfærnu mati hafa meira en 1.000 árfarvegir í borgarlandinu verið urðaðir til vegagerðar frá árinu 1949.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Jangtse óshólmasvæðið er láglent landslag sem einkennist af sléttum, yfirleitt undir 3,5 metrum yfir sjávarmáli, þar sem lægsti punktur er undir 2 metrum yfir sjávarmáli. Hluti svæðisins frá norðri til Jiangyin sýsluborgar Wuxi, var Furong vatn í fornöld sem hvarf smám saman á tíma Song- og Mingveldanna.<ref name=":2" />
Mashan svæðið í Binhu hverfi borgarinnar er hæðótt landsvæði við Tai stöðuvatnið; Í Yixing-sýsluborginni eru Yili-fjöll, sem eru lág fjöll og hæðir. Hæsti punkturinn 611,5 metrar er Huangtading fjall í suðri, næsthæsta tinds Jiangsu-héraðs.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-03/25/c_664458_2.htm|title=Overview|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
==Lýðfræði==
Wuxi borg er fjölmenn borg. Þéttbýlast er miðborgasvæðið (Lianxi, Binhu og Xinwu hverfin, auk aðliggjandi hluta Huishan og Xishan hverfa). Í útjaðrinum, í sýsluborgunum Jiangyin og Yixing, er dreifbýlið meira með þorpum og nýbyggingasvæðum.
Árið 2020 þegar síðasta manntal var gert í Kína, var íbúafjöldi borgarkjarna Wuxi 3.956.985 en íbúafjöldi undir lögsögu borgarinnar var 7.462.135.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://tj.jiangsu.gov.cn/art/2021/5/18/art_80066_9819836.html|titill=Bulletin of the Seventh National Census of Jiangsu Province (No. 2)|höfundur=Jiangsu Provincial Bureau of Statistics|útgefandi=Office of the Leading Group for the Seventh National Census of Jiangsu Province|mánuður=18. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Mikill meirihluti íbúa eru Han-kínverjar, en önnur þjóðarbrot á borð við Hui og Miao þjóðerni eru fámennari. Frumbyggjar Wuxi tala Wuxi mállýskuna eða Suzhou mállýsku.<small><ref>{{Citation|title=Уси|date=2022-08-19|url=https://ru.wikipedia.org/w/index.php?title=%D0%A3%D1%81%D0%B8&oldid=124949730|work=Википедия|language=ru|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Meirihluti þeirra sem trúaðir eru stundar [[Búddismi|búddisma]], [[Daoismi|taóisma]] og [[þjóðtrú]]. Að auki hefur borgin umtalsverð samfélög [[Múslimar|múslima]], [[Kaþólikkar|kaþólikka]] og [[Mótmælendatrú|mótmælenda]].<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
== Stjórnsýsla ==
Undir lögsögu Wuxi borgar eru fimm hverfi og tvær borgir á sýslustigi. Þessi hverfi eru Liangxi, Xishan, Huishan, Xinwu, og Binhu (vatnahverfið). Undirborgirnar eru Jiangyin borg og Yixing borg.
Þessum stjórnsýslueiningum er síðan skipt niður í 73 sveitarfélög, þar af 59 bæi og 24 undirhverfi.
Borgin nær yfir svæði sem er um 4.628 ferkílómetrar og borgarstjórnin hefur aðsetur í Liangxi hverfi.<small><ref>{{Citation|title=无锡市行政区划|date=2022-01-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82%E8%A1%8C%E6%94%BF%E5%8C%BA%E5%88%92&oldid=69788706|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Að auki hefur Wuxi komið á fót eftirfarandi efnahagssvæðum og iðngörðum. Þar á meðal eru: ''Xishan efnahags- og tækniþróunarsvæðið''; ''Wuxi Liyuan efnahagsþróunarsvæðið''; ''„Wuxi landslagsborgin“'' (þar eru á meðal: ''„Stafrænir iðnaðargarðar Wuxi“'' og ''„Ferðaþjónustugarður Wuxi við Tai vatn“''); ''Jiangyin hátæknisvæðið''; og ''„Jiangsu Jiangyin Lingang efnahagsþróunarsvæðið“''.
[[Mynd:Administrative-Division-Wuxi-Jiangsu-China (Icelandic).png|thumb|right|400px|Stjórnsýsluskipting Wuxi-borgar í hverfi og undirborgir ]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Wuxi
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2018 <ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref><ref>{{Citation|title=无锡市行政区划|date=2022-01-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82%E8%A1%8C%E6%94%BF%E5%8C%BA%E5%88%92&oldid=69788706|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Miðborg</small>'''
|-
| align=left | <small>Liangxi hverfi</small>
| align=left | <small>梁溪区</small>
| align=right| <small>961.500</small>
| align=right| <small>72</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Xishan hverfi</small>
| align=left | <small>锡山区</small>
| align=right| <small>707.700</small>
| align=right| <small>399</small>
|-
| align=left | <small>Huishan hverfi</small>
| align=left | </small>惠山区</small>
| align=right| <small>712.200</small>
| align=right| <small>325</small>
|-
| align=left | <small>Binhu hverfi</small>
| align=left | </small>滨湖区</small>
| align=right| <small>716.000</small>
| align=right| <small>628</small>
|-
| align=left | <small>Xinwu hverfi</small>
| align=left | <small>吴江区</small>
| align=right| <small>569.200</small>
| align=right| <small>220</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Jiangyin borg</small>
| align=left | <small>江阴市</small>
| align=right| <small>1.651.800</small>
| align=right| <small>987<small>
|-
| align=left | <small>Yixing borg</small>
| align=left | <small>宜兴市</small>
| align=right| <small>1.256.100</small>
| align=right| <small>1.997</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="2" style="text-align:center; " |'''<small>Alls:</small>'''
| align="right" |'''<small>6.574.500</small>'''
| align="right" |'''<small>4.627</small>'''
|-
| colspan="4" style="text-align:center; " | <small>''Óformlegar stjórnsýsludeildir:Iðngarðar og atvinnuþróunarsvæði''</small>
|}
==Efnahagur og atvinnulíf==
=== Borg vaxtar ===
[[Mynd:Center 66, Wuxi, China.jpg|alt=„Center 66“ er staðsett í Chong'an miðlægu viðskiptahverfi Wuxi. Þar eru tvær fjölförnustu verslunargötur borgarinnar.|upright|thumb|Byggingin '''„Center 66“''' er í Chong'an miðlægu viðskiptahverfi Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Center 66|date=2022-06-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Center_66&oldid=1094078612|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Á kínverskan mælikvarða er Wuxi borg hagsældar. Hún er svæðisbundin viðskiptamiðstöð, með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst sterkum einkafyrirtækjum. Áhersla er á víðtæka framleiðslu með uppbyggingu stórra iðnaðargarða sem eru helgaðir nýjum atvinnugreinum.
Sterk vísbending um efnahagslega velferð er landsframleiðsla á mann. Þar var Wuxi borg árið 2021 efst allra stórra og meðalstórra kínverskra borga. Efnahagur borgarinnar blómstrar með fjölbreyttu atvinnulífi og alþjóðlegri fjárfestingu. Meiri hagsæld þýðir komu erlendra verslunar- og smásölufyrirtækja, á borð við, IKEA, Bailian, Apple, svo nokkuð sé nefnt.
Þessi þróun hefur einnig breytt ásýnd Wuxi með æ fleiri skýjakljúfum. Þannig opnuðu þrír slíkir árið 2014: Wuxi IFS (339 metrar), Wuxi Suning Plaza 1 (328 metrar) og Wuxi Maoye City - Marriott Hotel (304 metrar).<small><ref>{{Citation|title=Wuxi|date=2022-08-08|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi&oldid=1103178618|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Citation|title=Center 66|date=2022-06-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Center_66&oldid=1094078612|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Citation|title=无锡茂业城-万豪国际酒店|date=2021-12-19|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E8%8C%82%E4%B8%9A%E5%9F%8E-%E4%B8%87%E8%B1%AA%E5%9B%BD%E9%99%85%E9%85%92%E5%BA%97&oldid=69163185|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
=== Hefðbundin framleiðsla ===
Auk hinna hefðbundnu viðskipta með hrísgrjón og bómullar- og silkiframleiðslu voru aðrar mikilvægar atvinnugreinar borgarinnar framan af hveitimölun, hrísgrjónavinnsla og olíuvinnsla. Frá fimmta áratug síðustu aldar hefur iðnþróun verið hröð. Textíl- og matvælaiðnaðurinn hefur stækkað og færður til nútímahorfs. Borgin er orðin svæðisbundin miðstöð verkfræðiiðnaðar, sérstaklega fyrir vélasmíði auk framleiðslu rafbúnaðar, framleiðsla reiðhjóla- og hemla; kapla og textílvéla af ýmsum toga; í seinni tíð hefur framleiðsla lyfja og ýmissa efna orðið æ mikilvægari.<small><ref name=":0" /></small>
=== Ferðaþjónusta ===
[[Mynd:Wuxi, Jiangsu - China (13619808523).jpg|alt=Vatnaborgin Wuxi er mikil ferðamannaborg.|upright|thumb|'''Vatnaborgin Wuxi''' er mikil ferðamannaborg.]]
Ferðaþjónusta í borginni er sífellt mikilvægari. Umhverfi Wuxi inniheldur marga þekkta fallega staði sem hafa verið varðveittir vandlega, ásamt ýmsum borgargörðum og sögulegum stöðum. Þar hefur Tai-vatn verið eitt helsta aðdráttarafl ferðaþjónustu borgarinnar. Alþjóðlegar hótelkeðjur hafa keppst við að reisa glæsihótel til að anna aukinni eftirspurn: Marriott, Kempinski, Radisson Blu, Sheraton, o.s.frv.
=== Nýjar atvinnugreinar ===
Sterk áhersla er hjá borgaryfirvöldum að gera atvinnulífið enn fjölbreyttara með meiri þátttöku alþjóðlegra fyrirtækja.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/companies.html|title=Companies|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small> Áherslan er á ýmiskonar líftækni, öreindatækni, upplýsingatækni og gagnavinnslu, flugtækni, samgöngutækni, grænar raforkulausnir á borð við efnarafalslausnir með vetni, sem og uppbyggingu iðnhönnunar og annarra skapandi greina.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2021-03/03/c_598030.htm|titill=Wuxi district looks to develop modern industries|höfundur=2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=3. mars|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small><small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2022-06/23/c_773067.htm|titill=Wuxi's aerospace industry gets boost|höfundur=2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=23. júní|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Til að ýta undir stafræna umbreytingu hefur borgin hvatt til framþróunar iðnaðar byggðum á „Interneti hlutanna“ (IoT), ekki síst á sviði heilbrigðistækni.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2021-09/30/c_665650.htm|titill=IoT industry fuels Wuxi's digital transformation|höfundur=By Liu Tianyang (wuxinews.com.cn) 2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=30. september|ár=2021|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Sama gildir um stafræna tækni í margskonar iðnframleiðslu.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2022-05/11/c_750367.htm|titill=Wuxi boasts thriving industries|höfundur=2022 China Daily (wuxinews.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=11. maí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Atvinnuþróunarsvæði ===
[[Mynd:Ipark5.jpg|alt=Í „Nýhverfi Wuxi“ er „Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“ sem er iðngarður og nýsköpunarsetur fyrir upplýsingatækni.|upright|thumb|Í „Nýhverfi Wuxi“ er '''„Þjóðar-hugbúnaðargarðurinn“''' sem er iðngarður og nýsköpunarsetur fyrir upplýsingatækni.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wndonline.cn/2019-07/30/c_482921.htm|title=Wuxi (National) Software Park|website=www.wndonline.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Til að styðja við þessa framþróun hafa nýjar atvinnugreinar verið vistaðar í sérstökum iðngörðum og fríverslunarsvæðum sem bjóða upp á umhverfi í klasa starfssemi, nýsköpun og frumkvöðlasetur í viðkomandi atvinnugrein. Alls eru sex slíkir iðngarðar og atvinnuþróunarsvæði í borginni.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/developmentzones.html|title=Development Zones|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small><small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Árið 1992 var stofnað svokallað „Nýhverfi Wuxi“ (WND), sem nær yfir svæði sem er 220 ferkílómetrar. Þar er ''Wuxi hátæknþróunarsvæðið'', ''Flugiðnaðargarður Wuxi'', og ''„Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“'', svo nokkuð sé nefnt.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Á Jiangyin hátæknisvæðinu sem stofnað var árið 1992, eru leiðandi atvinnugreinar á borð við ný málmefni, háþróaðan samskiptabúnað, og líftæknilyf.
Önnur dæmi um iðngarða eða sérstök atvinnuvaxtarsvæði eru: ''Xishan efnahags- og tækniþróunarsvæðið''; ''Wuxi Liyuan efnahagsþróunarsvæðið''; ''„Wuxi landslagsborgin“'' (þar sem eru meðal annars: „Stafrænir iðnaðargarðar Wuxi“ og „Ferðaþjónustugarður Wuxi við Tai vatn“); og ''„Jiangsu Jiangyin Lingang efnahagsþróunarsvæðið“''.
== Tengt efni ==
[[Mynd:Nanning Wuxi Anghu Park (15460514486).jpg|alt=Wuxi-óperan, aldargamalt óperuform Xiju, er enn vinsælt. Þar leika karlar bæði kyn í dreifbýlissögum siðferðisátaka og gráðugra húsráðenda. Reynt er að höfða til yngri kynslóða.|upright|thumb|'''Wuxi-óperan''', aldargamalt óperuform Xiju, er enn vinsælt. Þar leika karlar bæði kyn í dreifbýlissögum siðferðisátaka og gráðugra húsráðenda.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2018-04/20/content_36065274.htm|titill=Wuxi Opera|höfundur=2022 China Daily (chinadaily.com.cn).|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government.|ár=22|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-07/21/c_792218.htm|titill=Century-old Xiju Opera still shines|höfundur=2022 China Daily (gowuxi.com)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=21. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
* [http://en.wuxi.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wuxi'''] Yfirgripsmiklar upplýsingar á ensku og kínversku um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Vefsíða Wikitravel [https://wikitravel.org/en/Wuxi '''Wuxi'''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/wuxi/ Travel China Guide: '''Wuxi'''] Knappar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Héraðið [[Jiangsu]] í austurhluta [[Kína]].
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wuxi|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wuxi|titill=Britannica: Wuxi|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=10. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
8v6q3ao9oxbvls8an6k04c58tz89w3b
1765811
1765810
2022-08-23T12:21:47Z
Dagvidur
4656
/* Efnahagur og atvinnulíf */ Lagaði innsláttarvillu, Lagaði málfræði
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Wuxi-bird-view.PNG|alt=Horft yfir Wuxi borg í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.|hægri|thumb|450x450dp|'''Horft yfir Wuxi borg''' í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.]]
[[Mynd:Wuxi-location-MAP-in-Jiangsu-Province-China.jpg|alt=Staðsetning Wuxi borgar í Jiangsu héraði í Kína.|thumb|'''Staðsetning Wuxi''' í Jiangsu héraði í Kína.]]
[[Mynd:Jichang Yuan.jpg|alt=Jichang garðurinn í Liangxi hverfi Wuxi er frægur kínverskur garður. Hann er sagður fyrirmynd Xiequ garðsins í Sumarhöll Pekingborgar og Guo Ran Da Gong í Yuanming Yuan í Peking.|right|thumb|'''Jichang garðurinn''' í Liangxi hverfi Wuxi er frægur kínverskur garður byggður á tíma Mingveldisins (1368-1644). Hann er sagður fyrirmynd Xiequ garðsins í Sumarhöll Pekingborgar og Guo Ran Da Gong í Yuanming Yuan í Peking.<small><ref>{{Citation|title=Jichang Garden|date=2022-03-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Jichang_Garden&oldid=1075270548|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2021-04/06/c_608850.htm|titill=Ancestral temples of Huishan|höfundur=2022 China Daily (chinadaily.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|ár=2022|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
'''Wuxi''' ''([[kínverska]]:無錫; [[Pinyin|rómönskun:]] Wúxī; (WOO-shee)'' er stórborg í suðurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í austurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].
Wuxi er staðsett meðfram [[Mikliskurður|Miklaskurði]] á mótum þess farvegs við staðbundnar ár nálægt norðausturhorni [[Tai vatn|Tai-vatns]]. Í gegnum borgina liggur þétt net skurða og skipgengra vatnaleiða í suðurhluta [[Jangtse]]<nowiki/>- fljótsins. Borgin er um 135 kílómetra norðvestur af miðborg [[Sjanghæ]], á milli borganna [[Changzhou]] og [[Suzhou]].
Wuxi er fræg sögu- og menningarborg Kína og ein helsta ferðamannaborg landsins. Borgin státar af meira en 3.000 ára sögu og djúpstæðum menningararfi. Hún var heimili Wu-menningar í fornöld og hefur ríka sögulega arfleifð. Í henni eru 31 mikilvægir sögustaðir er njóta verndar ríkisins, 11 staðir sem hafa sterka skírskotun til kínversks menningararfs, auk 60 safna og minnisvarða.
Wuxi er ekki aðeins hefðbundin fisk- og hrísgrjónavatnaborg við Jangtse fljót, heldur einnig vagga nútíma kínverskrar þjóðariðnaðar og ein efnahagsmiðstöða Kína, með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst sterkum einkafyrirtækjum.
Á kínverskan mælikvarða er Wuxi borg hagsældar. Sterk vísbending um efnahagslega velferð er landsframleiðsla á mann. Þar var Wuxi borg árið 2021 efst allra stórra og meðalstórra kínverskra borga Kína.<small><ref name=":3">{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-02/11/c_706654.htm|titill=Wuxi tops Chinese cities in per capita GDP in 2021|höfundur=2022 China Daily - wuxinews.com.cn|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=11. febrúar|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Héraðsborgin Wuxi nær yfir 4.627 ferkílómetra lands. Hún hefur lögsögu yfir 5 hverfum og tveimur sýsluborgum. Árið 2020 bjuggu á stórborgarsvæði Wuxi um 7,5 milljónir manna en 4 milljónir í kjarnaborginni.
==Saga==
[[Mynd:Nanchan Pagoda Wuxi.jpg|alt=Mahavira salur Nanchan búddistahofsins í suðurhluta Wuxi.
|upright|thumb|'''Mahavira salur''' Nanchan [[Búddismi|búddahofsins]] í suðurhluta Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=南禪寺 (無錫)|date=2022-02-13|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E7%A6%AA%E5%AF%BA_(%E7%84%A1%E9%8C%AB)&oldid=70147432|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:MaaguxianshouWXM.jpg|upright|thumb|'''„Magu býður langlífi“''' í Wuxi safninu. Magu er gyðja langlífs og verndari kvenna í fornum kínverskum goðsögnum og [[Daoismi|Taoisma]].<small><ref>{{Citation|title=Magu (deity)|date=2022-04-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Magu_(deity)&oldid=1084177384|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:清光绪年间无锡县城区图.jpg|alt=Kort af Wuxi árið 1881.|upright|thumb|Kort af Wuxi árið 1881.]]
Wuxi státar af meira en 3.000 ára sögu og djúpstæðum menningararfi sem einn af elstu þéttbýlisstöðum við [[Jangtse|Jangtsefljót]]. Borgin er ein vagga Wu-menningar í fornöld og hefur ríka sögulega arfleifð. Wu vísar til þess svæðis í Kína sem miðast við [[Tai vatn|Tai-vatn]] á Jiangnan svæðinu er liggur suður af Jangtse fljóti. <small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
=== Fornsaga ===
Í borginni eru 31 mikilvægir sögustaðir er njóta verndar ríkisins, 11 staðir sem hafa sterka skírskotun til kínversks menningararfs og 60 söfn og minnisvarðar.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-03/25/c_664458.htm|titill=Wuxi. Overview|höfundur=China Daily- 2022|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government.|ár=2022|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Á svokölluðu vor- og hausttímabili í sögu Kína (770–476 f.Kr.) bjuggu staðbundnir Baiyue ættbálkar sem nefndir voru „Gou Wu“ á landsvæði þar sem nútímaborgirnar Wuxi og Suzhou liggja. Þessir ættbálkar mynduðu þorp í hæðunum við votlendið umhverfis Tai-vatn.<small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
Skráð saga Wuxi hófst við lok tíma Shangveldisins (1600–1046 f.Kr.).<small><ref>{{Citation|title=吴国|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%90%B4%E5%9B%BD&oldid=72743972|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-21}}</ref></small> Forn sagnfræðirit Sima Qian sagnfræðings (145 f.Kr.- 91 f.Kr.)<small><ref>{{Citation|title=Records of the Grand Historian|date=2022-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Records_of_the_Grand_Historian&oldid=1099964113|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> greina frá því að Taibo (um 1150 f.Kr.) frændi konungs Zhouveldisins hafi stofnað Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2021-12-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1060598437|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Taibo siðað heimamenn og bætti landbúnað þeirra og áveitustjórn.<small><ref name=":4">{{Vefheimild|url=http://www.chinadaily.com.cn/m/jiangsu/wuxi/pdf/GettoknowWuxithrough10surnames.pdf|titill=Get to know Wuxi through 10 surnames|höfundur=Information Office of Wuxi Municipal Government|útgefandi=Information Office of Wuxi Municipal Government|ár=2017|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Síðar flutti Wu hirðin til Gusu þar sem nútíma Suzhou liggur. Wu-ríkið stóð frá 12. öld f.Kr.– 473 f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=吴国|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%90%B4%E5%9B%BD&oldid=72743972|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2022-08-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1105292388|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
=== Keisaratímar ===
Í tíma Qinveldisins tilheyrði Wuxi Kuaiji-sýslu.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Svæðið í Wuxi var upphaflega þekkt vegna [[Tin|tinnáma]] sem þar voru, en þegar sýslan var stofnuð árið 202 f.Kr. á tímum [[Hanveldið|Vestur-Hanveldisins]] (206 f.Kr.–25 e.Kr.), voru þær námur uppurnar og þéttbýlið fékk fékk því nafnið Wuxi („án tins“). Frá lokum 3. aldar var borgin umdæmi undir stjórn herforingja Biling borgar (síðar nefnd [[Changzhou]]) og hélst svo nema í stuttan tíma undir stjórn [[Júanveldið|Júanveldisins]] (1206– 1368), þegar svæðið var gert að sjálfstæðu héraði.<small><ref name=":0">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wuxi|titill=Encyclopedia Britannica: Wuxi|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia|útgefandi=Britannica, The Editors of Encyclopaedia|mánuður=10. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Frá fyrstu tíð hefur svæðið í kringum [[Tai vatn|Tai-vatn]] verið mjög frjósamt. [[Landbúnaður]] og [[Silki|silkiiðnaður]] blómstraði í Wuxi. Eftir að gerð [[Mikliskurður|Miklaskurðar]] lauk árið 609 varð Wuxi umskipunarmiðstöð fyrir skattkorn ætlað höfuðborginni. Þar myndaðist einn stærsti kornmarkaður Kína, þar sem mikið magn hrísgrjóna var meðhöndlað.<small><ref name=":1">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Þróað hagkerfi hraðaði þéttbýlismyndun. Borgin varð aðsetur afar auðugra kaupmanna og milliliða. Þessi hagsæld viðskipta hafði mikil áhrif á bókmenntir og námstofnanir í svæðinu suðurhluta Jangtse.<small><ref name=":4" /></small> Wuxi varð einn af mikilvægum fæðingarstöðum koparprentunar og Kunqu formi Kínverskrar [[Ópera|óperu]].
Árið 1724 var Wuxi orðin mjög fjölmenn sýsla og því var austurhluti hennar aðskilinn og gerður að Jinkui-sýslu. Bæði Wuxi og Jinkui voru gjörsamlega eyðilögð í [[Taiping-uppreisnin|Taiping-uppreisninni]] (1850-1864), þegar næstum 2/3 íbúanna voru drepnir. Mannfallið var gríðarlegt. Fjöldi „hæfra karlmanna“ í sýslunum, sem hafði verið 339.549 og 258.934 árið 1830, féll niður í 72.053 og 138.008 árið 1865.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> <small><ref>{{Cite book|script-title=zh:江苏省志・人口志|publisher=Fangzhi Publishing House|isbn=978-7-801-22526-9|pages=58–9 |trans-title=Jiangsu Provincial Gazetteer, Volume on Demography|year=1999}}</ref></small>
Á tíma [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1636–1912) blómstraði bómullar- og silkiframleiðsla í Wuxi. Viðskipti jukust með alþjóðlegri opnun „sáttamálahafna“ byggðum á [[Nanking-sáttmálinn|friðarsáttmála]] sem batt enda á [[Fyrra ópíumstríðið|fyrsta ópíumstríðið]] (1839–1842) milli [[Breska heimsveldið|Breska heimsveldisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] í Kína. Þetta voru Sjanghæ árið 1842; og [[Zhejiang|Zhenjiang]] og [[Nanjing]] árið 1858. Woxi naut uppgangs þeirra borga. Hún varð miðstöð textíliðnaðar í Kína. Textílverksmiðjur voru byggðar árið 1894 og silkispólunarstöðvar byggðar árið 1904.
Þegar [[Mikliskurður]] hrundi eftir 1850, hélt Wuxi mikilvægi sínu sem svæðisbundinn hrísgrjónamarkaður. Þaðan var korn flutt til [[Sjanghæ]], um 130 kílómetra til suðausturs; auk sjóleiðarinnar til [[Tianjin]] borgar í norðri. Viðskipti með korn jukust enn frekar eftir 1908 þegar komið var á járnbrautartengingu til Sjanghæ, Zhenjiang og Nanjing í norðvestri.
Jinkui sýsla sameinaðist að nýju Wuxi-sýslu við upphaf lýðveldisins árið 1912.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
=== Lýðveldistími ===
[[Mynd:Bundesarchiv Bild 183-S34828, Japanisch-Chinesischer Krieg.jpg|alt=Japanskir hermenn í Wuxi í desember 1937 á leið til Nanking.|upright|thumb|'''Japanskur innrásarher''' í Wuxi í desember 1937 á leið sinni til Nanking.]]
Þegar seinna [[Seinna stríð Kína og Japans|stríðið við Japan]] braust út árið 1937 varð Wuxi fyrir miklu áfalli. Sjanghæ sem er nálægt Wuxi og mjög tengd efnahagslega, varð fyrir miklum árásum. Verksmiðjur og byggingar urðu fyrir miklu tjóni eða gjöreyðilagðust vegna sprengjuárása japanskra flugvéla.
Eftir sigur gegn Japönum árið 1945 var efnahagur Wuxi endurreistur og fjárfestingar jukust. [[Kínverska borgarastyrjöldin|Borgarastyrjöld]] milli Lýðveldissinna og [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnista]] hafði síðan óhjákvæmilega áhrif á efnahag borgarinnar. Frelsisher kommúnista hertók síðan borgina 23. apríl 1949. Um miðjan júní var yfirtöku borgarinnar í grundvallaratriðum lokið.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
==== Tímar Alþýðulýðveldis ====
[[Mynd:Wuxi_Museum_2018.jpg|alt=Wuxi safnið í Liangxi hverfi er yfirgripsmikið safn staðbundinnar sögu og lista.|upright|thumb|'''Wuxi safnið''' í Liangxi hverfi er yfirgripsmikið safn staðbundinnar sögu og lista.<small><ref>{{Citation|title=无锡博物院|date=2022-02-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%8D%9A%E7%89%A9%E9%99%A2&oldid=69953384|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2020-04/24/c_489066.htm|titill=Wuxi Museum|höfundur=2022 China Daily (wuxinews.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=24. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
Frá 1949 eftir valdatöku kommúnista hefur vægi borgarinnar sem landsbundin viðskiptamiðstöð minnkað, þó að hlutverk hennar sem dreifingar- og söfnunarmiðstöð fyrir Tai vatnasvæðið hafi haldið.<small><ref name=":0" /></small>
Auk viðskipta með hrísgrjón og bómullar- og silkiframleiðslu voru aðrar mikilvægar atvinnugreinar borgarinnar hveitimölun, hrísgrjónavinnsla og olíuvinnsla. Frá fimmta áratug síðustu aldar hefur iðnþróun verið hröð. Textíl- og matvælaiðnaðurinn hefur stækkað og færður til nútímahorfs. Borgin er orðin miðstöð verkfræðiiðnaðar, sérstaklega fyrir vélasmíði auk framleiðslu rafbúnaðar, kapla og textílvéla af ýmsum toga; í seinni tíð hefur framleiðsla lyfja og ýmissa efna orðið æ mikilvægari.<small><ref name=":0" /></small>
Hraðbraut milli Sjanghæ og Nanjing liggur í gegnum borgina, með afreinum sem teygja sig frá borginni til sýsluborga Wuxi, norður til Jiangyin og suðvestur til Yixing. Frá árinu 2004 hefur staðbundinn flugvöllur veitir flugþjónustu til nokkurra stórborga landsins.<small><ref>{{Citation|title=Sunan Shuofang International Airport|date=2022-08-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Sunan_Shuofang_International_Airport&oldid=1105089148|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Árið 2014 opnuðu fyrstu tvær borgarlestarlínur Wuxi. Nú eru þær fjórar og sex aðrar neðanjarðarlínur í undirbúningi.<small><ref>{{Citation|title=Wuxi Metro|date=2022-04-12|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi_Metro&oldid=1082348735|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Ferðaþjónusta hefur orðið sífellt mikilvægari. Umhverfi Wuxi inniheldur marga þekkta fallega staði sem hafa verið varðveittir vandlega, ásamt ýmsum borgargörðum og sögulegum stöðum. Í dag hefur iðnþróun verið takmörkuð nærri [[Tai vatn|Tai-vatni]], sem er eitt helsta aðdráttarafl ferðaþjónustu borgarinnar. Þar var þó iðnaðargarður með sérstakri áherslu á vísindi og tækni stofnaður árið 2006.
=== Borg hagvaxtar og mengunar ===
Með efnahagslegri opnun Kína á síðustu tveimur áratugum síðustu aldar, hefur efnahagur Wuxi náð sér á strik með miklum vexti einkafyrirtækja. Árið 1981 var hún opinberlega skráð sem ein 15 kínverskra borga sem tóku þátt í þessari efnahagslegu opnum og árið 1985 var borgin formlega viðurkennd sem opin borg í sérstöku efnahagssvæði Jangtse óshólmasvæðisins. Í kjölfarið voru fríverslunarsvæði og iðngarðar opnaðir fyrir miklum erlendum fjárfestingum. Wuxi tók þá flugið sem mikil iðnaðar- og viðskiptaborg.<small><ref name=":1" /></small>
Landsframleiðsla á mann er mikilvægur mælikvarði á efnahagslega velferð. Árið 2021 var var Wuxi borg þar í fyrsta sæti allra stórra og meðalstórra borga Kína.<small><ref name=":3" /></small>
Hröð iðnþróun og þéttbýli síðustu áratuga tekið sinn toll á umhverfi. Tai vatn sem er þriðja stærsta ferskvatnsvatn Kína, hefur undanfarin ár verið þjakað af mengun vegna iðnþróunar nærliggjandi svæða.<small><ref>{{Citation|title=Lake Tai|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Lake_Tai&oldid=1098108667|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Förgun efna og skólps úti í vatnið í upphafi 21. aldar hefur valdið myndun eitraðra [[Blágerlar|blágerla]] eða þörungar á yfirborði vatnsins.<small><ref>{{Citation|title=2007年太湖蓝藻污染事件|date=2022-08-02|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=2007%E5%B9%B4%E5%A4%AA%E6%B9%96%E8%93%9D%E8%97%BB%E6%B1%A1%E6%9F%93%E4%BA%8B%E4%BB%B6&oldid=73035341|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-18}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.wilsoncenter.org/publication/taihu-green-wash-or-green-clean|title=Taihu: Green Wash or Green Clean? {{!}} Wilson Center|website=www.wilsoncenter.org|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Það hefur ógnað gæðum drykkjarvatns þeirra sem búa við vatnið. Á síðari árum hafa stjórnvöld ráðist í umfangsmikla hreinsun og verndun vatnsins.<small><ref>{{Cite web|url=https://chinadialogue.net/en/pollution/4767-long-struggle-for-a-cleaner-lake-tai/|title=Long struggle for a cleaner Lake Tai|date=2012-02-14|website=China Dialogue|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Mörgum verksmiðjum hefur nú verið lokað og reglum um umgengni við vatnið hertar til að bæta vatnsgæði og til að ná líffræðilegri endurheimt.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.greenpeace.org/international/story/7040/biological-restoration-of-water-and-land|title=Biological Restoration of water and land|website=Greenpeace International|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Enn er þó mikið starf óunnið í þeim efnum.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.canr.msu.edu/csis/uploads/files/Qin-et-al.-Science-Bulletin-2019.pdf|titill=Why Lake Taihu continues to be plagued with cyanobacterial blooms
through 10 years (2007–2017) efforts|höfundur=Boqiang Qin, Hans W. Paerl, Justin D. Brookes, Jianguo Liu, Erik Jeppesen, Guangwei Zhu, Yunlin Zhang, Hai Xu, Kun Shi, Jianming Deng|útgefandi=Science Bulletin: Volume 64, Issue 6, 30 March 2019, Pages 354-356|mánuður=30. mars|ár=2019|mánuðurskoðað=16. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
==Landafræði==
[[Mynd:Wuxi NASA.png|alt=Þéttbýli Wuxi-borgar sést á þessari gervihnattamynd NASA. Mikliskurður er þar áberandi í borgarmyndinni.|upright|thumb|'''Þéttbýli Wuxi-borgar''' á [[Gervihnattarmynd|gervihnattamynd]] [[NASA]]. Ef grannt er skoðað sést hvað [[Mikliskurður]] er áberandi í borgarmyndinni.]]
[[Mynd:Yixing, Wuxi, Jiangsu, China - panoramio (1).jpg|alt=Bambusskógur í Yixing undirborg Wuxi.|upright|thumb|'''Bambusskógur í Yixing''' undirborg Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Yixing|date=2022-06-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Yixing&oldid=1091495497|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Wuxi-borg er staðsett í suðausturhluta [[Jiangsu]]-héraðs. Hún liggur að [[Suzhou]]-borg í austri; með [[Tai vatn|Tai vatnið]] í suðri, handan vatnsins frá Huzhou borg í [[Zhejiang]] héraði; og [[Changzhou]] borg í vestri.
Sýsluborgin Yixing, ein tveggja undirborga Wuxi, er aðskilin frá borginni af Wujin hverfi Changzhou borgar, og hefur sem hólmlenda enga landtenging við Wuxi.
Heildarflatarmál Wuxi er 4.627 ferkílómetrar, þar af eru 782 ferkílómetrar fjöllótt og hæðótt land, sem eru 17% af heildarflatarmáli borgarinnar.
Wuxi er dæmigerður vatnabær í suðurhluta [[Jangtse]]<nowiki/>-fljótsins, með þéttriðið net skurða og vatnaleiða, sem og fjölmörg vötn, er mynda frárennsli, flutninganet og votlendisgarða. Vatnsyfirborðið er 1.342 ferkílómetrar, eða 29% af heildarflatarmáli borgarinnar.<small><ref name=":2">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Í vatnskerfi borgarinnar eru 5.983 árfarvegir með heildarlengd 6.998 kílómetra, þar á meðal Peking-Hangzhou hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]]. Samkvæmt varfærnu mati hafa meira en 1.000 árfarvegir í borgarlandinu verið urðaðir til vegagerðar frá árinu 1949.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Jangtse óshólmasvæðið er láglent landslag sem einkennist af sléttum, yfirleitt undir 3,5 metrum yfir sjávarmáli, þar sem lægsti punktur er undir 2 metrum yfir sjávarmáli. Hluti svæðisins frá norðri til Jiangyin sýsluborgar Wuxi, var Furong vatn í fornöld sem hvarf smám saman á tíma Song- og Mingveldanna.<ref name=":2" />
Mashan svæðið í Binhu hverfi borgarinnar er hæðótt landsvæði við Tai stöðuvatnið; Í Yixing-sýsluborginni eru Yili-fjöll, sem eru lág fjöll og hæðir. Hæsti punkturinn 611,5 metrar er Huangtading fjall í suðri, næsthæsta tinds Jiangsu-héraðs.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-03/25/c_664458_2.htm|title=Overview|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
==Lýðfræði==
Wuxi borg er fjölmenn borg. Þéttbýlast er miðborgasvæðið (Lianxi, Binhu og Xinwu hverfin, auk aðliggjandi hluta Huishan og Xishan hverfa). Í útjaðrinum, í sýsluborgunum Jiangyin og Yixing, er dreifbýlið meira með þorpum og nýbyggingasvæðum.
Árið 2020 þegar síðasta manntal var gert í Kína, var íbúafjöldi borgarkjarna Wuxi 3.956.985 en íbúafjöldi undir lögsögu borgarinnar var 7.462.135.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://tj.jiangsu.gov.cn/art/2021/5/18/art_80066_9819836.html|titill=Bulletin of the Seventh National Census of Jiangsu Province (No. 2)|höfundur=Jiangsu Provincial Bureau of Statistics|útgefandi=Office of the Leading Group for the Seventh National Census of Jiangsu Province|mánuður=18. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Mikill meirihluti íbúa eru Han-kínverjar, en önnur þjóðarbrot á borð við Hui og Miao þjóðerni eru fámennari. Frumbyggjar Wuxi tala Wuxi mállýskuna eða Suzhou mállýsku.<small><ref>{{Citation|title=Уси|date=2022-08-19|url=https://ru.wikipedia.org/w/index.php?title=%D0%A3%D1%81%D0%B8&oldid=124949730|work=Википедия|language=ru|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Meirihluti þeirra sem trúaðir eru stundar [[Búddismi|búddisma]], [[Daoismi|taóisma]] og [[þjóðtrú]]. Að auki hefur borgin umtalsverð samfélög [[Múslimar|múslima]], [[Kaþólikkar|kaþólikka]] og [[Mótmælendatrú|mótmælenda]].<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
== Stjórnsýsla ==
Undir lögsögu Wuxi borgar eru fimm hverfi og tvær borgir á sýslustigi. Þessi hverfi eru Liangxi, Xishan, Huishan, Xinwu, og Binhu (vatnahverfið). Undirborgirnar eru Jiangyin borg og Yixing borg.
Þessum stjórnsýslueiningum er síðan skipt niður í 73 sveitarfélög, þar af 59 bæi og 24 undirhverfi.
Borgin nær yfir svæði sem er um 4.628 ferkílómetrar og borgarstjórnin hefur aðsetur í Liangxi hverfi.<small><ref>{{Citation|title=无锡市行政区划|date=2022-01-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82%E8%A1%8C%E6%94%BF%E5%8C%BA%E5%88%92&oldid=69788706|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Að auki hefur Wuxi komið á fót eftirfarandi efnahagssvæðum og iðngörðum. Þar á meðal eru: ''Xishan efnahags- og tækniþróunarsvæðið''; ''Wuxi Liyuan efnahagsþróunarsvæðið''; ''„Wuxi landslagsborgin“'' (þar eru á meðal: ''„Stafrænir iðnaðargarðar Wuxi“'' og ''„Ferðaþjónustugarður Wuxi við Tai vatn“''); ''Jiangyin hátæknisvæðið''; og ''„Jiangsu Jiangyin Lingang efnahagsþróunarsvæðið“''.
[[Mynd:Administrative-Division-Wuxi-Jiangsu-China (Icelandic).png|thumb|right|400px|Stjórnsýsluskipting Wuxi-borgar í hverfi og undirborgir ]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Wuxi
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2018 <ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref><ref>{{Citation|title=无锡市行政区划|date=2022-01-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82%E8%A1%8C%E6%94%BF%E5%8C%BA%E5%88%92&oldid=69788706|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Miðborg</small>'''
|-
| align=left | <small>Liangxi hverfi</small>
| align=left | <small>梁溪区</small>
| align=right| <small>961.500</small>
| align=right| <small>72</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Xishan hverfi</small>
| align=left | <small>锡山区</small>
| align=right| <small>707.700</small>
| align=right| <small>399</small>
|-
| align=left | <small>Huishan hverfi</small>
| align=left | </small>惠山区</small>
| align=right| <small>712.200</small>
| align=right| <small>325</small>
|-
| align=left | <small>Binhu hverfi</small>
| align=left | </small>滨湖区</small>
| align=right| <small>716.000</small>
| align=right| <small>628</small>
|-
| align=left | <small>Xinwu hverfi</small>
| align=left | <small>吴江区</small>
| align=right| <small>569.200</small>
| align=right| <small>220</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Jiangyin borg</small>
| align=left | <small>江阴市</small>
| align=right| <small>1.651.800</small>
| align=right| <small>987<small>
|-
| align=left | <small>Yixing borg</small>
| align=left | <small>宜兴市</small>
| align=right| <small>1.256.100</small>
| align=right| <small>1.997</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="2" style="text-align:center; " |'''<small>Alls:</small>'''
| align="right" |'''<small>6.574.500</small>'''
| align="right" |'''<small>4.627</small>'''
|-
| colspan="4" style="text-align:center; " | <small>''Óformlegar stjórnsýsludeildir:Iðngarðar og atvinnuþróunarsvæði''</small>
|}
==Efnahagur og atvinnulíf==
=== Borg vaxtar ===
[[Mynd:Center 66, Wuxi, China.jpg|alt=„Center 66“ er staðsett í Chong'an viðskiptahverfi borgarinnar.|upright|thumb|Byggingin '''„Center 66“''' er í Chong'an miðlægu viðskiptahverfi Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Center 66|date=2022-06-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Center_66&oldid=1094078612|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Á kínverskan mælikvarða er Wuxi borg hagsældar. Hún er svæðisbundin viðskiptamiðstöð með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst sterkum einkafyrirtækjum. Áhersla er á fjölbreytt atvinnulíf með uppbyggingu stórra iðnaðargarða sem eru helgaðir nýjum atvinnugreinum.
Sterk vísbending um efnahagslega velferð er landsframleiðsla á mann. Þar var Wuxi borg árið 2021 efst allra stórra og meðalstórra kínverskra borga. Efnahagur borgarinnar blómstrar með fjölbreyttu atvinnulífi og alþjóðlegum fjárfestingum. Meiri hagsæld þýðir komu erlendra verslunar- og smásölufyrirtækja, á borð við IKEA, Bailian, Apple, svo nokkuð sé nefnt.
Þessi þróun hefur einnig breytt ásýnd Wuxi með æ fleiri skýjakljúfum. Þannig opnuðu þrír slíkir árið 2014: Wuxi IFS (339 metrar), Wuxi Suning Plaza 1 (328 metrar) og Wuxi Maoye City - Marriott Hotel (304 metrar).<small><ref>{{Citation|title=Wuxi|date=2022-08-08|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi&oldid=1103178618|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Citation|title=Center 66|date=2022-06-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Center_66&oldid=1094078612|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Citation|title=无锡茂业城-万豪国际酒店|date=2021-12-19|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E8%8C%82%E4%B8%9A%E5%9F%8E-%E4%B8%87%E8%B1%AA%E5%9B%BD%E9%99%85%E9%85%92%E5%BA%97&oldid=69163185|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
=== Hefðbundin framleiðsla ===
Auk hefðbundinna viðskipta með hrísgrjón og bómullar- og silkiframleiðslu voru aðrar mikilvægar atvinnugreinar borgarinnar framan af hveitimölun, hrísgrjóna- og olíuvinnsla. Frá fimmta áratug síðustu aldar hefur iðnþróun verið hröð. Textíl- og matvælaiðnaðurinn hefur stækkað og færður til nútímahorfs. Borgin er orðin svæðisbundin miðstöð verkfræðiiðnaðar, sérstaklega fyrir vélasmíði auk framleiðslu rafbúnaðar, framleiðslu reiðhjóla- og hemla; kapla og textílvéla af ýmsum toga. Í seinni tíð hefur framleiðsla lyfja og ýmissa efna orðið æ mikilvægari.<small><ref name=":0" /></small>
=== Ferðaþjónusta ===
[[Mynd:Wuxi, Jiangsu - China (13619808523).jpg|alt=Vatnaborgin Wuxi er mikil ferðamannaborg.|upright|thumb|'''Vatnaborgin Wuxi''' er mikil ferðamannaborg.]]
Ferðaþjónusta í borginni er sífellt mikilvægari. Umhverfi Wuxi inniheldur marga þekkta og vel varðveitta staði,borgargarða og sögulega staði. Tai-vatn er eitt helsta aðdráttarafl ferðaþjónustu borgarinnar. Alþjóðlegar hótelkeðjur hafa keppst við að reisa glæsihótel til að anna aukinni eftirspurn: Marriott, Kempinski, Radisson Blu, Sheraton, o.s.frv.
=== Nýjar atvinnugreinar ===
Sterk áhersla er hjá borgaryfirvöldum að gera atvinnulífið enn fjölbreyttara með meiri þátttöku alþjóðlegra fyrirtækja.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/companies.html|title=Companies|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small> Áherslan er á ýmiskonar líftækni, öreindatækni, upplýsingatækni og gagnavinnslu, flug- og samgöngutækni, grænar raforkulausnir á borð við efnarafala fyrir vetnisframleiðslu, sem og iðnhönnun og aðrar skapandi greinar.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2021-03/03/c_598030.htm|titill=Wuxi district looks to develop modern industries|höfundur=2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=3. mars|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small><small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2022-06/23/c_773067.htm|titill=Wuxi's aerospace industry gets boost|höfundur=2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=23. júní|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Til að ýta undir stafræna umbreytingu hefur borgin hvatt til framþróunar iðnaðar byggðum á „Interneti hlutanna“ (IoT), ekki síst á sviði heilbrigðistækni.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2021-09/30/c_665650.htm|titill=IoT industry fuels Wuxi's digital transformation|höfundur=By Liu Tianyang (wuxinews.com.cn) 2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=30. september|ár=2021|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Sama gildir um stafræna tækni í margskonar iðnframleiðslu.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2022-05/11/c_750367.htm|titill=Wuxi boasts thriving industries|höfundur=2022 China Daily (wuxinews.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=11. maí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Atvinnuþróunarsvæði ===
[[Mynd:Ipark5.jpg|alt=Í „Nýhverfi Wuxi“ er „Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“ sem er iðngarður og nýsköpunarsetur fyrir upplýsingatækni.|upright|thumb|Í „Nýhverfi Wuxi“ er '''„Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“''' sem er iðngarður og nýsköpunarsetur fyrir upplýsingatækni.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wndonline.cn/2019-07/30/c_482921.htm|title=Wuxi (National) Software Park|website=www.wndonline.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Til að styðja við þessa framþróun hafa nýjar atvinnugreinar verið vistaðar í sérstökum iðngörðum og fríverslunarsvæðum sem bjóða upp á klasastarfssemi ásamt nýsköpunar- og frumkvöðlasetur í viðkomandi atvinnugrein. Alls eru sex slíkir iðngarðar og atvinnuþróunarsvæði í borginni.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/developmentzones.html|title=Development Zones|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small><small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Árið 1992 var stofnað svokallað „Nýhverfi Wuxi“ (WND), sem nær yfir svæði sem er 220 ferkílómetrar. Þar er ''Wuxi hátæknþróunarsvæðið'', ''Flugiðnaðargarður Wuxi'', og ''„Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“'', svo nokkuð sé nefnt.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Á Jiangyin hátæknisvæðinu sem stofnað var árið 1992, eru leiðandi atvinnugreinar á borð við framleiðslu nýrra málmefniþa, háþróaðs samskiptabúnaðar, og líftæknilyfja.
Önnur dæmi um iðngarða eða sérstök atvinnuvaxtarsvæði eru: ''Xishan efnahags- og tækniþróunarsvæðið''; ''Wuxi Liyuan efnahagsþróunarsvæðið''; ''„Wuxi landslagsborgin“'' (þar sem eru meðal annars: „Stafrænir iðnaðargarðar Wuxi“ og „Ferðaþjónustugarður Wuxi við Tai vatn“); og ''„Jiangsu Jiangyin Lingang efnahagsþróunarsvæðið“''.
== Tengt efni ==
[[Mynd:Nanning Wuxi Anghu Park (15460514486).jpg|alt=Wuxi-óperan, aldargamalt óperuform Xiju, er enn vinsælt. Þar leika karlar bæði kyn í dreifbýlissögum siðferðisátaka og gráðugra húsráðenda. Reynt er að höfða til yngri kynslóða.|upright|thumb|'''Wuxi-óperan''', aldargamalt óperuform Xiju, er enn vinsælt. Þar leika karlar bæði kyn í dreifbýlissögum siðferðisátaka og gráðugra húsráðenda.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2018-04/20/content_36065274.htm|titill=Wuxi Opera|höfundur=2022 China Daily (chinadaily.com.cn).|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government.|ár=22|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-07/21/c_792218.htm|titill=Century-old Xiju Opera still shines|höfundur=2022 China Daily (gowuxi.com)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=21. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
* [http://en.wuxi.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wuxi'''] Yfirgripsmiklar upplýsingar á ensku og kínversku um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Vefsíða Wikitravel [https://wikitravel.org/en/Wuxi '''Wuxi'''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/wuxi/ Travel China Guide: '''Wuxi'''] Knappar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Héraðið [[Jiangsu]] í austurhluta [[Kína]].
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wuxi|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wuxi|titill=Britannica: Wuxi|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=10. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
kvkwp3qtjfnvl2rdryb8b6bjoybxgo6
1765812
1765811
2022-08-23T12:23:37Z
Dagvidur
4656
/* Tengt efni */ Lagaði innsláttarvillu, Lagaði málfræði
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Wuxi-bird-view.PNG|alt=Horft yfir Wuxi borg í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.|hægri|thumb|450x450dp|'''Horft yfir Wuxi borg''' í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.]]
[[Mynd:Wuxi-location-MAP-in-Jiangsu-Province-China.jpg|alt=Staðsetning Wuxi borgar í Jiangsu héraði í Kína.|thumb|'''Staðsetning Wuxi''' í Jiangsu héraði í Kína.]]
[[Mynd:Jichang Yuan.jpg|alt=Jichang garðurinn í Liangxi hverfi Wuxi er frægur kínverskur garður. Hann er sagður fyrirmynd Xiequ garðsins í Sumarhöll Pekingborgar og Guo Ran Da Gong í Yuanming Yuan í Peking.|right|thumb|'''Jichang garðurinn''' í Liangxi hverfi Wuxi er frægur kínverskur garður byggður á tíma Mingveldisins (1368-1644). Hann er sagður fyrirmynd Xiequ garðsins í Sumarhöll Pekingborgar og Guo Ran Da Gong í Yuanming Yuan í Peking.<small><ref>{{Citation|title=Jichang Garden|date=2022-03-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Jichang_Garden&oldid=1075270548|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2021-04/06/c_608850.htm|titill=Ancestral temples of Huishan|höfundur=2022 China Daily (chinadaily.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|ár=2022|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
'''Wuxi''' ''([[kínverska]]:無錫; [[Pinyin|rómönskun:]] Wúxī; (WOO-shee)'' er stórborg í suðurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í austurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].
Wuxi er staðsett meðfram [[Mikliskurður|Miklaskurði]] á mótum þess farvegs við staðbundnar ár nálægt norðausturhorni [[Tai vatn|Tai-vatns]]. Í gegnum borgina liggur þétt net skurða og skipgengra vatnaleiða í suðurhluta [[Jangtse]]<nowiki/>- fljótsins. Borgin er um 135 kílómetra norðvestur af miðborg [[Sjanghæ]], á milli borganna [[Changzhou]] og [[Suzhou]].
Wuxi er fræg sögu- og menningarborg Kína og ein helsta ferðamannaborg landsins. Borgin státar af meira en 3.000 ára sögu og djúpstæðum menningararfi. Hún var heimili Wu-menningar í fornöld og hefur ríka sögulega arfleifð. Í henni eru 31 mikilvægir sögustaðir er njóta verndar ríkisins, 11 staðir sem hafa sterka skírskotun til kínversks menningararfs, auk 60 safna og minnisvarða.
Wuxi er ekki aðeins hefðbundin fisk- og hrísgrjónavatnaborg við Jangtse fljót, heldur einnig vagga nútíma kínverskrar þjóðariðnaðar og ein efnahagsmiðstöða Kína, með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst sterkum einkafyrirtækjum.
Á kínverskan mælikvarða er Wuxi borg hagsældar. Sterk vísbending um efnahagslega velferð er landsframleiðsla á mann. Þar var Wuxi borg árið 2021 efst allra stórra og meðalstórra kínverskra borga Kína.<small><ref name=":3">{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-02/11/c_706654.htm|titill=Wuxi tops Chinese cities in per capita GDP in 2021|höfundur=2022 China Daily - wuxinews.com.cn|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=11. febrúar|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Héraðsborgin Wuxi nær yfir 4.627 ferkílómetra lands. Hún hefur lögsögu yfir 5 hverfum og tveimur sýsluborgum. Árið 2020 bjuggu á stórborgarsvæði Wuxi um 7,5 milljónir manna en 4 milljónir í kjarnaborginni.
==Saga==
[[Mynd:Nanchan Pagoda Wuxi.jpg|alt=Mahavira salur Nanchan búddistahofsins í suðurhluta Wuxi.
|upright|thumb|'''Mahavira salur''' Nanchan [[Búddismi|búddahofsins]] í suðurhluta Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=南禪寺 (無錫)|date=2022-02-13|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E7%A6%AA%E5%AF%BA_(%E7%84%A1%E9%8C%AB)&oldid=70147432|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:MaaguxianshouWXM.jpg|upright|thumb|'''„Magu býður langlífi“''' í Wuxi safninu. Magu er gyðja langlífs og verndari kvenna í fornum kínverskum goðsögnum og [[Daoismi|Taoisma]].<small><ref>{{Citation|title=Magu (deity)|date=2022-04-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Magu_(deity)&oldid=1084177384|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:清光绪年间无锡县城区图.jpg|alt=Kort af Wuxi árið 1881.|upright|thumb|Kort af Wuxi árið 1881.]]
Wuxi státar af meira en 3.000 ára sögu og djúpstæðum menningararfi sem einn af elstu þéttbýlisstöðum við [[Jangtse|Jangtsefljót]]. Borgin er ein vagga Wu-menningar í fornöld og hefur ríka sögulega arfleifð. Wu vísar til þess svæðis í Kína sem miðast við [[Tai vatn|Tai-vatn]] á Jiangnan svæðinu er liggur suður af Jangtse fljóti. <small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
=== Fornsaga ===
Í borginni eru 31 mikilvægir sögustaðir er njóta verndar ríkisins, 11 staðir sem hafa sterka skírskotun til kínversks menningararfs og 60 söfn og minnisvarðar.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-03/25/c_664458.htm|titill=Wuxi. Overview|höfundur=China Daily- 2022|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government.|ár=2022|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Á svokölluðu vor- og hausttímabili í sögu Kína (770–476 f.Kr.) bjuggu staðbundnir Baiyue ættbálkar sem nefndir voru „Gou Wu“ á landsvæði þar sem nútímaborgirnar Wuxi og Suzhou liggja. Þessir ættbálkar mynduðu þorp í hæðunum við votlendið umhverfis Tai-vatn.<small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
Skráð saga Wuxi hófst við lok tíma Shangveldisins (1600–1046 f.Kr.).<small><ref>{{Citation|title=吴国|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%90%B4%E5%9B%BD&oldid=72743972|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-21}}</ref></small> Forn sagnfræðirit Sima Qian sagnfræðings (145 f.Kr.- 91 f.Kr.)<small><ref>{{Citation|title=Records of the Grand Historian|date=2022-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Records_of_the_Grand_Historian&oldid=1099964113|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> greina frá því að Taibo (um 1150 f.Kr.) frændi konungs Zhouveldisins hafi stofnað Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2021-12-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1060598437|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Taibo siðað heimamenn og bætti landbúnað þeirra og áveitustjórn.<small><ref name=":4">{{Vefheimild|url=http://www.chinadaily.com.cn/m/jiangsu/wuxi/pdf/GettoknowWuxithrough10surnames.pdf|titill=Get to know Wuxi through 10 surnames|höfundur=Information Office of Wuxi Municipal Government|útgefandi=Information Office of Wuxi Municipal Government|ár=2017|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Síðar flutti Wu hirðin til Gusu þar sem nútíma Suzhou liggur. Wu-ríkið stóð frá 12. öld f.Kr.– 473 f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=吴国|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%90%B4%E5%9B%BD&oldid=72743972|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2022-08-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1105292388|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
=== Keisaratímar ===
Í tíma Qinveldisins tilheyrði Wuxi Kuaiji-sýslu.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Svæðið í Wuxi var upphaflega þekkt vegna [[Tin|tinnáma]] sem þar voru, en þegar sýslan var stofnuð árið 202 f.Kr. á tímum [[Hanveldið|Vestur-Hanveldisins]] (206 f.Kr.–25 e.Kr.), voru þær námur uppurnar og þéttbýlið fékk fékk því nafnið Wuxi („án tins“). Frá lokum 3. aldar var borgin umdæmi undir stjórn herforingja Biling borgar (síðar nefnd [[Changzhou]]) og hélst svo nema í stuttan tíma undir stjórn [[Júanveldið|Júanveldisins]] (1206– 1368), þegar svæðið var gert að sjálfstæðu héraði.<small><ref name=":0">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wuxi|titill=Encyclopedia Britannica: Wuxi|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia|útgefandi=Britannica, The Editors of Encyclopaedia|mánuður=10. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Frá fyrstu tíð hefur svæðið í kringum [[Tai vatn|Tai-vatn]] verið mjög frjósamt. [[Landbúnaður]] og [[Silki|silkiiðnaður]] blómstraði í Wuxi. Eftir að gerð [[Mikliskurður|Miklaskurðar]] lauk árið 609 varð Wuxi umskipunarmiðstöð fyrir skattkorn ætlað höfuðborginni. Þar myndaðist einn stærsti kornmarkaður Kína, þar sem mikið magn hrísgrjóna var meðhöndlað.<small><ref name=":1">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Þróað hagkerfi hraðaði þéttbýlismyndun. Borgin varð aðsetur afar auðugra kaupmanna og milliliða. Þessi hagsæld viðskipta hafði mikil áhrif á bókmenntir og námstofnanir í svæðinu suðurhluta Jangtse.<small><ref name=":4" /></small> Wuxi varð einn af mikilvægum fæðingarstöðum koparprentunar og Kunqu formi Kínverskrar [[Ópera|óperu]].
Árið 1724 var Wuxi orðin mjög fjölmenn sýsla og því var austurhluti hennar aðskilinn og gerður að Jinkui-sýslu. Bæði Wuxi og Jinkui voru gjörsamlega eyðilögð í [[Taiping-uppreisnin|Taiping-uppreisninni]] (1850-1864), þegar næstum 2/3 íbúanna voru drepnir. Mannfallið var gríðarlegt. Fjöldi „hæfra karlmanna“ í sýslunum, sem hafði verið 339.549 og 258.934 árið 1830, féll niður í 72.053 og 138.008 árið 1865.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> <small><ref>{{Cite book|script-title=zh:江苏省志・人口志|publisher=Fangzhi Publishing House|isbn=978-7-801-22526-9|pages=58–9 |trans-title=Jiangsu Provincial Gazetteer, Volume on Demography|year=1999}}</ref></small>
Á tíma [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1636–1912) blómstraði bómullar- og silkiframleiðsla í Wuxi. Viðskipti jukust með alþjóðlegri opnun „sáttamálahafna“ byggðum á [[Nanking-sáttmálinn|friðarsáttmála]] sem batt enda á [[Fyrra ópíumstríðið|fyrsta ópíumstríðið]] (1839–1842) milli [[Breska heimsveldið|Breska heimsveldisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] í Kína. Þetta voru Sjanghæ árið 1842; og [[Zhejiang|Zhenjiang]] og [[Nanjing]] árið 1858. Woxi naut uppgangs þeirra borga. Hún varð miðstöð textíliðnaðar í Kína. Textílverksmiðjur voru byggðar árið 1894 og silkispólunarstöðvar byggðar árið 1904.
Þegar [[Mikliskurður]] hrundi eftir 1850, hélt Wuxi mikilvægi sínu sem svæðisbundinn hrísgrjónamarkaður. Þaðan var korn flutt til [[Sjanghæ]], um 130 kílómetra til suðausturs; auk sjóleiðarinnar til [[Tianjin]] borgar í norðri. Viðskipti með korn jukust enn frekar eftir 1908 þegar komið var á járnbrautartengingu til Sjanghæ, Zhenjiang og Nanjing í norðvestri.
Jinkui sýsla sameinaðist að nýju Wuxi-sýslu við upphaf lýðveldisins árið 1912.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
=== Lýðveldistími ===
[[Mynd:Bundesarchiv Bild 183-S34828, Japanisch-Chinesischer Krieg.jpg|alt=Japanskir hermenn í Wuxi í desember 1937 á leið til Nanking.|upright|thumb|'''Japanskur innrásarher''' í Wuxi í desember 1937 á leið sinni til Nanking.]]
Þegar seinna [[Seinna stríð Kína og Japans|stríðið við Japan]] braust út árið 1937 varð Wuxi fyrir miklu áfalli. Sjanghæ sem er nálægt Wuxi og mjög tengd efnahagslega, varð fyrir miklum árásum. Verksmiðjur og byggingar urðu fyrir miklu tjóni eða gjöreyðilagðust vegna sprengjuárása japanskra flugvéla.
Eftir sigur gegn Japönum árið 1945 var efnahagur Wuxi endurreistur og fjárfestingar jukust. [[Kínverska borgarastyrjöldin|Borgarastyrjöld]] milli Lýðveldissinna og [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnista]] hafði síðan óhjákvæmilega áhrif á efnahag borgarinnar. Frelsisher kommúnista hertók síðan borgina 23. apríl 1949. Um miðjan júní var yfirtöku borgarinnar í grundvallaratriðum lokið.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
==== Tímar Alþýðulýðveldis ====
[[Mynd:Wuxi_Museum_2018.jpg|alt=Wuxi safnið í Liangxi hverfi er yfirgripsmikið safn staðbundinnar sögu og lista.|upright|thumb|'''Wuxi safnið''' í Liangxi hverfi er yfirgripsmikið safn staðbundinnar sögu og lista.<small><ref>{{Citation|title=无锡博物院|date=2022-02-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%8D%9A%E7%89%A9%E9%99%A2&oldid=69953384|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2020-04/24/c_489066.htm|titill=Wuxi Museum|höfundur=2022 China Daily (wuxinews.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=24. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
Frá 1949 eftir valdatöku kommúnista hefur vægi borgarinnar sem landsbundin viðskiptamiðstöð minnkað, þó að hlutverk hennar sem dreifingar- og söfnunarmiðstöð fyrir Tai vatnasvæðið hafi haldið.<small><ref name=":0" /></small>
Auk viðskipta með hrísgrjón og bómullar- og silkiframleiðslu voru aðrar mikilvægar atvinnugreinar borgarinnar hveitimölun, hrísgrjónavinnsla og olíuvinnsla. Frá fimmta áratug síðustu aldar hefur iðnþróun verið hröð. Textíl- og matvælaiðnaðurinn hefur stækkað og færður til nútímahorfs. Borgin er orðin miðstöð verkfræðiiðnaðar, sérstaklega fyrir vélasmíði auk framleiðslu rafbúnaðar, kapla og textílvéla af ýmsum toga; í seinni tíð hefur framleiðsla lyfja og ýmissa efna orðið æ mikilvægari.<small><ref name=":0" /></small>
Hraðbraut milli Sjanghæ og Nanjing liggur í gegnum borgina, með afreinum sem teygja sig frá borginni til sýsluborga Wuxi, norður til Jiangyin og suðvestur til Yixing. Frá árinu 2004 hefur staðbundinn flugvöllur veitir flugþjónustu til nokkurra stórborga landsins.<small><ref>{{Citation|title=Sunan Shuofang International Airport|date=2022-08-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Sunan_Shuofang_International_Airport&oldid=1105089148|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Árið 2014 opnuðu fyrstu tvær borgarlestarlínur Wuxi. Nú eru þær fjórar og sex aðrar neðanjarðarlínur í undirbúningi.<small><ref>{{Citation|title=Wuxi Metro|date=2022-04-12|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi_Metro&oldid=1082348735|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Ferðaþjónusta hefur orðið sífellt mikilvægari. Umhverfi Wuxi inniheldur marga þekkta fallega staði sem hafa verið varðveittir vandlega, ásamt ýmsum borgargörðum og sögulegum stöðum. Í dag hefur iðnþróun verið takmörkuð nærri [[Tai vatn|Tai-vatni]], sem er eitt helsta aðdráttarafl ferðaþjónustu borgarinnar. Þar var þó iðnaðargarður með sérstakri áherslu á vísindi og tækni stofnaður árið 2006.
=== Borg hagvaxtar og mengunar ===
Með efnahagslegri opnun Kína á síðustu tveimur áratugum síðustu aldar, hefur efnahagur Wuxi náð sér á strik með miklum vexti einkafyrirtækja. Árið 1981 var hún opinberlega skráð sem ein 15 kínverskra borga sem tóku þátt í þessari efnahagslegu opnum og árið 1985 var borgin formlega viðurkennd sem opin borg í sérstöku efnahagssvæði Jangtse óshólmasvæðisins. Í kjölfarið voru fríverslunarsvæði og iðngarðar opnaðir fyrir miklum erlendum fjárfestingum. Wuxi tók þá flugið sem mikil iðnaðar- og viðskiptaborg.<small><ref name=":1" /></small>
Landsframleiðsla á mann er mikilvægur mælikvarði á efnahagslega velferð. Árið 2021 var var Wuxi borg þar í fyrsta sæti allra stórra og meðalstórra borga Kína.<small><ref name=":3" /></small>
Hröð iðnþróun og þéttbýli síðustu áratuga tekið sinn toll á umhverfi. Tai vatn sem er þriðja stærsta ferskvatnsvatn Kína, hefur undanfarin ár verið þjakað af mengun vegna iðnþróunar nærliggjandi svæða.<small><ref>{{Citation|title=Lake Tai|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Lake_Tai&oldid=1098108667|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Förgun efna og skólps úti í vatnið í upphafi 21. aldar hefur valdið myndun eitraðra [[Blágerlar|blágerla]] eða þörungar á yfirborði vatnsins.<small><ref>{{Citation|title=2007年太湖蓝藻污染事件|date=2022-08-02|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=2007%E5%B9%B4%E5%A4%AA%E6%B9%96%E8%93%9D%E8%97%BB%E6%B1%A1%E6%9F%93%E4%BA%8B%E4%BB%B6&oldid=73035341|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-18}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.wilsoncenter.org/publication/taihu-green-wash-or-green-clean|title=Taihu: Green Wash or Green Clean? {{!}} Wilson Center|website=www.wilsoncenter.org|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Það hefur ógnað gæðum drykkjarvatns þeirra sem búa við vatnið. Á síðari árum hafa stjórnvöld ráðist í umfangsmikla hreinsun og verndun vatnsins.<small><ref>{{Cite web|url=https://chinadialogue.net/en/pollution/4767-long-struggle-for-a-cleaner-lake-tai/|title=Long struggle for a cleaner Lake Tai|date=2012-02-14|website=China Dialogue|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Mörgum verksmiðjum hefur nú verið lokað og reglum um umgengni við vatnið hertar til að bæta vatnsgæði og til að ná líffræðilegri endurheimt.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.greenpeace.org/international/story/7040/biological-restoration-of-water-and-land|title=Biological Restoration of water and land|website=Greenpeace International|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Enn er þó mikið starf óunnið í þeim efnum.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.canr.msu.edu/csis/uploads/files/Qin-et-al.-Science-Bulletin-2019.pdf|titill=Why Lake Taihu continues to be plagued with cyanobacterial blooms
through 10 years (2007–2017) efforts|höfundur=Boqiang Qin, Hans W. Paerl, Justin D. Brookes, Jianguo Liu, Erik Jeppesen, Guangwei Zhu, Yunlin Zhang, Hai Xu, Kun Shi, Jianming Deng|útgefandi=Science Bulletin: Volume 64, Issue 6, 30 March 2019, Pages 354-356|mánuður=30. mars|ár=2019|mánuðurskoðað=16. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
==Landafræði==
[[Mynd:Wuxi NASA.png|alt=Þéttbýli Wuxi-borgar sést á þessari gervihnattamynd NASA. Mikliskurður er þar áberandi í borgarmyndinni.|upright|thumb|'''Þéttbýli Wuxi-borgar''' á [[Gervihnattarmynd|gervihnattamynd]] [[NASA]]. Ef grannt er skoðað sést hvað [[Mikliskurður]] er áberandi í borgarmyndinni.]]
[[Mynd:Yixing, Wuxi, Jiangsu, China - panoramio (1).jpg|alt=Bambusskógur í Yixing undirborg Wuxi.|upright|thumb|'''Bambusskógur í Yixing''' undirborg Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Yixing|date=2022-06-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Yixing&oldid=1091495497|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Wuxi-borg er staðsett í suðausturhluta [[Jiangsu]]-héraðs. Hún liggur að [[Suzhou]]-borg í austri; með [[Tai vatn|Tai vatnið]] í suðri, handan vatnsins frá Huzhou borg í [[Zhejiang]] héraði; og [[Changzhou]] borg í vestri.
Sýsluborgin Yixing, ein tveggja undirborga Wuxi, er aðskilin frá borginni af Wujin hverfi Changzhou borgar, og hefur sem hólmlenda enga landtenging við Wuxi.
Heildarflatarmál Wuxi er 4.627 ferkílómetrar, þar af eru 782 ferkílómetrar fjöllótt og hæðótt land, sem eru 17% af heildarflatarmáli borgarinnar.
Wuxi er dæmigerður vatnabær í suðurhluta [[Jangtse]]<nowiki/>-fljótsins, með þéttriðið net skurða og vatnaleiða, sem og fjölmörg vötn, er mynda frárennsli, flutninganet og votlendisgarða. Vatnsyfirborðið er 1.342 ferkílómetrar, eða 29% af heildarflatarmáli borgarinnar.<small><ref name=":2">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Í vatnskerfi borgarinnar eru 5.983 árfarvegir með heildarlengd 6.998 kílómetra, þar á meðal Peking-Hangzhou hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]]. Samkvæmt varfærnu mati hafa meira en 1.000 árfarvegir í borgarlandinu verið urðaðir til vegagerðar frá árinu 1949.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Jangtse óshólmasvæðið er láglent landslag sem einkennist af sléttum, yfirleitt undir 3,5 metrum yfir sjávarmáli, þar sem lægsti punktur er undir 2 metrum yfir sjávarmáli. Hluti svæðisins frá norðri til Jiangyin sýsluborgar Wuxi, var Furong vatn í fornöld sem hvarf smám saman á tíma Song- og Mingveldanna.<ref name=":2" />
Mashan svæðið í Binhu hverfi borgarinnar er hæðótt landsvæði við Tai stöðuvatnið; Í Yixing-sýsluborginni eru Yili-fjöll, sem eru lág fjöll og hæðir. Hæsti punkturinn 611,5 metrar er Huangtading fjall í suðri, næsthæsta tinds Jiangsu-héraðs.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-03/25/c_664458_2.htm|title=Overview|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
==Lýðfræði==
Wuxi borg er fjölmenn borg. Þéttbýlast er miðborgasvæðið (Lianxi, Binhu og Xinwu hverfin, auk aðliggjandi hluta Huishan og Xishan hverfa). Í útjaðrinum, í sýsluborgunum Jiangyin og Yixing, er dreifbýlið meira með þorpum og nýbyggingasvæðum.
Árið 2020 þegar síðasta manntal var gert í Kína, var íbúafjöldi borgarkjarna Wuxi 3.956.985 en íbúafjöldi undir lögsögu borgarinnar var 7.462.135.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://tj.jiangsu.gov.cn/art/2021/5/18/art_80066_9819836.html|titill=Bulletin of the Seventh National Census of Jiangsu Province (No. 2)|höfundur=Jiangsu Provincial Bureau of Statistics|útgefandi=Office of the Leading Group for the Seventh National Census of Jiangsu Province|mánuður=18. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Mikill meirihluti íbúa eru Han-kínverjar, en önnur þjóðarbrot á borð við Hui og Miao þjóðerni eru fámennari. Frumbyggjar Wuxi tala Wuxi mállýskuna eða Suzhou mállýsku.<small><ref>{{Citation|title=Уси|date=2022-08-19|url=https://ru.wikipedia.org/w/index.php?title=%D0%A3%D1%81%D0%B8&oldid=124949730|work=Википедия|language=ru|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Meirihluti þeirra sem trúaðir eru stundar [[Búddismi|búddisma]], [[Daoismi|taóisma]] og [[þjóðtrú]]. Að auki hefur borgin umtalsverð samfélög [[Múslimar|múslima]], [[Kaþólikkar|kaþólikka]] og [[Mótmælendatrú|mótmælenda]].<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
== Stjórnsýsla ==
Undir lögsögu Wuxi borgar eru fimm hverfi og tvær borgir á sýslustigi. Þessi hverfi eru Liangxi, Xishan, Huishan, Xinwu, og Binhu (vatnahverfið). Undirborgirnar eru Jiangyin borg og Yixing borg.
Þessum stjórnsýslueiningum er síðan skipt niður í 73 sveitarfélög, þar af 59 bæi og 24 undirhverfi.
Borgin nær yfir svæði sem er um 4.628 ferkílómetrar og borgarstjórnin hefur aðsetur í Liangxi hverfi.<small><ref>{{Citation|title=无锡市行政区划|date=2022-01-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82%E8%A1%8C%E6%94%BF%E5%8C%BA%E5%88%92&oldid=69788706|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Að auki hefur Wuxi komið á fót eftirfarandi efnahagssvæðum og iðngörðum. Þar á meðal eru: ''Xishan efnahags- og tækniþróunarsvæðið''; ''Wuxi Liyuan efnahagsþróunarsvæðið''; ''„Wuxi landslagsborgin“'' (þar eru á meðal: ''„Stafrænir iðnaðargarðar Wuxi“'' og ''„Ferðaþjónustugarður Wuxi við Tai vatn“''); ''Jiangyin hátæknisvæðið''; og ''„Jiangsu Jiangyin Lingang efnahagsþróunarsvæðið“''.
[[Mynd:Administrative-Division-Wuxi-Jiangsu-China (Icelandic).png|thumb|right|400px|Stjórnsýsluskipting Wuxi-borgar í hverfi og undirborgir ]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Wuxi
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2018 <ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref><ref>{{Citation|title=无锡市行政区划|date=2022-01-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82%E8%A1%8C%E6%94%BF%E5%8C%BA%E5%88%92&oldid=69788706|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Miðborg</small>'''
|-
| align=left | <small>Liangxi hverfi</small>
| align=left | <small>梁溪区</small>
| align=right| <small>961.500</small>
| align=right| <small>72</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Xishan hverfi</small>
| align=left | <small>锡山区</small>
| align=right| <small>707.700</small>
| align=right| <small>399</small>
|-
| align=left | <small>Huishan hverfi</small>
| align=left | </small>惠山区</small>
| align=right| <small>712.200</small>
| align=right| <small>325</small>
|-
| align=left | <small>Binhu hverfi</small>
| align=left | </small>滨湖区</small>
| align=right| <small>716.000</small>
| align=right| <small>628</small>
|-
| align=left | <small>Xinwu hverfi</small>
| align=left | <small>吴江区</small>
| align=right| <small>569.200</small>
| align=right| <small>220</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Jiangyin borg</small>
| align=left | <small>江阴市</small>
| align=right| <small>1.651.800</small>
| align=right| <small>987<small>
|-
| align=left | <small>Yixing borg</small>
| align=left | <small>宜兴市</small>
| align=right| <small>1.256.100</small>
| align=right| <small>1.997</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="2" style="text-align:center; " |'''<small>Alls:</small>'''
| align="right" |'''<small>6.574.500</small>'''
| align="right" |'''<small>4.627</small>'''
|-
| colspan="4" style="text-align:center; " | <small>''Óformlegar stjórnsýsludeildir:Iðngarðar og atvinnuþróunarsvæði''</small>
|}
==Efnahagur og atvinnulíf==
=== Borg vaxtar ===
[[Mynd:Center 66, Wuxi, China.jpg|alt=„Center 66“ er staðsett í Chong'an viðskiptahverfi borgarinnar.|upright|thumb|Byggingin '''„Center 66“''' er í Chong'an miðlægu viðskiptahverfi Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Center 66|date=2022-06-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Center_66&oldid=1094078612|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Á kínverskan mælikvarða er Wuxi borg hagsældar. Hún er svæðisbundin viðskiptamiðstöð með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst sterkum einkafyrirtækjum. Áhersla er á fjölbreytt atvinnulíf með uppbyggingu stórra iðnaðargarða sem eru helgaðir nýjum atvinnugreinum.
Sterk vísbending um efnahagslega velferð er landsframleiðsla á mann. Þar var Wuxi borg árið 2021 efst allra stórra og meðalstórra kínverskra borga. Efnahagur borgarinnar blómstrar með fjölbreyttu atvinnulífi og alþjóðlegum fjárfestingum. Meiri hagsæld þýðir komu erlendra verslunar- og smásölufyrirtækja, á borð við IKEA, Bailian, Apple, svo nokkuð sé nefnt.
Þessi þróun hefur einnig breytt ásýnd Wuxi með æ fleiri skýjakljúfum. Þannig opnuðu þrír slíkir árið 2014: Wuxi IFS (339 metrar), Wuxi Suning Plaza 1 (328 metrar) og Wuxi Maoye City - Marriott Hotel (304 metrar).<small><ref>{{Citation|title=Wuxi|date=2022-08-08|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi&oldid=1103178618|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Citation|title=Center 66|date=2022-06-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Center_66&oldid=1094078612|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Citation|title=无锡茂业城-万豪国际酒店|date=2021-12-19|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E8%8C%82%E4%B8%9A%E5%9F%8E-%E4%B8%87%E8%B1%AA%E5%9B%BD%E9%99%85%E9%85%92%E5%BA%97&oldid=69163185|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
=== Hefðbundin framleiðsla ===
Auk hefðbundinna viðskipta með hrísgrjón og bómullar- og silkiframleiðslu voru aðrar mikilvægar atvinnugreinar borgarinnar framan af hveitimölun, hrísgrjóna- og olíuvinnsla. Frá fimmta áratug síðustu aldar hefur iðnþróun verið hröð. Textíl- og matvælaiðnaðurinn hefur stækkað og færður til nútímahorfs. Borgin er orðin svæðisbundin miðstöð verkfræðiiðnaðar, sérstaklega fyrir vélasmíði auk framleiðslu rafbúnaðar, framleiðslu reiðhjóla- og hemla; kapla og textílvéla af ýmsum toga. Í seinni tíð hefur framleiðsla lyfja og ýmissa efna orðið æ mikilvægari.<small><ref name=":0" /></small>
=== Ferðaþjónusta ===
[[Mynd:Wuxi, Jiangsu - China (13619808523).jpg|alt=Vatnaborgin Wuxi er mikil ferðamannaborg.|upright|thumb|'''Vatnaborgin Wuxi''' er mikil ferðamannaborg.]]
Ferðaþjónusta í borginni er sífellt mikilvægari. Umhverfi Wuxi inniheldur marga þekkta og vel varðveitta staði,borgargarða og sögulega staði. Tai-vatn er eitt helsta aðdráttarafl ferðaþjónustu borgarinnar. Alþjóðlegar hótelkeðjur hafa keppst við að reisa glæsihótel til að anna aukinni eftirspurn: Marriott, Kempinski, Radisson Blu, Sheraton, o.s.frv.
=== Nýjar atvinnugreinar ===
Sterk áhersla er hjá borgaryfirvöldum að gera atvinnulífið enn fjölbreyttara með meiri þátttöku alþjóðlegra fyrirtækja.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/companies.html|title=Companies|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small> Áherslan er á ýmiskonar líftækni, öreindatækni, upplýsingatækni og gagnavinnslu, flug- og samgöngutækni, grænar raforkulausnir á borð við efnarafala fyrir vetnisframleiðslu, sem og iðnhönnun og aðrar skapandi greinar.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2021-03/03/c_598030.htm|titill=Wuxi district looks to develop modern industries|höfundur=2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=3. mars|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small><small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2022-06/23/c_773067.htm|titill=Wuxi's aerospace industry gets boost|höfundur=2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=23. júní|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Til að ýta undir stafræna umbreytingu hefur borgin hvatt til framþróunar iðnaðar byggðum á „Interneti hlutanna“ (IoT), ekki síst á sviði heilbrigðistækni.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2021-09/30/c_665650.htm|titill=IoT industry fuels Wuxi's digital transformation|höfundur=By Liu Tianyang (wuxinews.com.cn) 2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=30. september|ár=2021|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Sama gildir um stafræna tækni í margskonar iðnframleiðslu.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2022-05/11/c_750367.htm|titill=Wuxi boasts thriving industries|höfundur=2022 China Daily (wuxinews.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=11. maí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Atvinnuþróunarsvæði ===
[[Mynd:Ipark5.jpg|alt=Í „Nýhverfi Wuxi“ er „Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“ sem er iðngarður og nýsköpunarsetur fyrir upplýsingatækni.|upright|thumb|Í „Nýhverfi Wuxi“ er '''„Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“''' sem er iðngarður og nýsköpunarsetur fyrir upplýsingatækni.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wndonline.cn/2019-07/30/c_482921.htm|title=Wuxi (National) Software Park|website=www.wndonline.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Til að styðja við þessa framþróun hafa nýjar atvinnugreinar verið vistaðar í sérstökum iðngörðum og fríverslunarsvæðum sem bjóða upp á klasastarfssemi ásamt nýsköpunar- og frumkvöðlasetur í viðkomandi atvinnugrein. Alls eru sex slíkir iðngarðar og atvinnuþróunarsvæði í borginni.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/developmentzones.html|title=Development Zones|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small><small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Árið 1992 var stofnað svokallað „Nýhverfi Wuxi“ (WND), sem nær yfir svæði sem er 220 ferkílómetrar. Þar er ''Wuxi hátæknþróunarsvæðið'', ''Flugiðnaðargarður Wuxi'', og ''„Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“'', svo nokkuð sé nefnt.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Á Jiangyin hátæknisvæðinu sem stofnað var árið 1992, eru leiðandi atvinnugreinar á borð við framleiðslu nýrra málmefniþa, háþróaðs samskiptabúnaðar, og líftæknilyfja.
Önnur dæmi um iðngarða eða sérstök atvinnuvaxtarsvæði eru: ''Xishan efnahags- og tækniþróunarsvæðið''; ''Wuxi Liyuan efnahagsþróunarsvæðið''; ''„Wuxi landslagsborgin“'' (þar sem eru meðal annars: „Stafrænir iðnaðargarðar Wuxi“ og „Ferðaþjónustugarður Wuxi við Tai vatn“); og ''„Jiangsu Jiangyin Lingang efnahagsþróunarsvæðið“''.
== Tengt efni ==
[[Mynd:Nanning Wuxi Anghu Park (15460514486).jpg|alt=Wuxi-óperan, aldargamalt óperuform Xiju, er enn vinsæl. Þar leika karlar bæði kyn í dreifbýlissögum siðferðisátaka og gráðugra húsráðenda. Reynt er að höfða til yngri kynslóða.|upright|thumb|'''Wuxi-óperan''', aldargamalt óperuform Xiju, er enn vinsæl. Þar leika karlar bæði kyn í dreifbýlissögum siðferðisátaka og gráðugra húsráðenda.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2018-04/20/content_36065274.htm|titill=Wuxi Opera|höfundur=2022 China Daily (chinadaily.com.cn).|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government.|ár=22|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-07/21/c_792218.htm|titill=Century-old Xiju Opera still shines|höfundur=2022 China Daily (gowuxi.com)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=21. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
* [http://en.wuxi.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wuxi'''] Yfirgripsmiklar upplýsingar á ensku og kínversku um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur, fréttir, o.fl.
* Vefsíða Wikitravel [https://wikitravel.org/en/Wuxi '''Wuxi'''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/wuxi/ Travel China Guide: '''Wuxi'''] Knappar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Héraðið [[Jiangsu]] í austurhluta [[Kína]].
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wuxi|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wuxi|titill=Britannica: Wuxi|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=10. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
1oge26kgoopd0i28mhqv6phf9h89erd
1765823
1765812
2022-08-23T15:34:13Z
Dagvidur
4656
/* Landafræði */ Bætti við mynd
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Wuxi-bird-view.PNG|alt=Horft yfir Wuxi borg í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.|hægri|thumb|450x450dp|'''Horft yfir Wuxi borg''' í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.]]
[[Mynd:Wuxi-location-MAP-in-Jiangsu-Province-China.jpg|alt=Staðsetning Wuxi borgar í Jiangsu héraði í Kína.|thumb|'''Staðsetning Wuxi''' í Jiangsu héraði í Kína.]]
[[Mynd:Jichang Yuan.jpg|alt=Jichang garðurinn í Liangxi hverfi Wuxi er frægur kínverskur garður. Hann er sagður fyrirmynd Xiequ garðsins í Sumarhöll Pekingborgar og Guo Ran Da Gong í Yuanming Yuan í Peking.|right|thumb|'''Jichang garðurinn''' í Liangxi hverfi Wuxi er frægur kínverskur garður byggður á tíma Mingveldisins (1368-1644). Hann er sagður fyrirmynd Xiequ garðsins í Sumarhöll Pekingborgar og Guo Ran Da Gong í Yuanming Yuan í Peking.<small><ref>{{Citation|title=Jichang Garden|date=2022-03-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Jichang_Garden&oldid=1075270548|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2021-04/06/c_608850.htm|titill=Ancestral temples of Huishan|höfundur=2022 China Daily (chinadaily.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|ár=2022|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
'''Wuxi''' ''([[kínverska]]:無錫; [[Pinyin|rómönskun:]] Wúxī; (WOO-shee)'' er stórborg í suðurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í austurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].
Wuxi er staðsett meðfram [[Mikliskurður|Miklaskurði]] á mótum þess farvegs við staðbundnar ár nálægt norðausturhorni [[Tai vatn|Tai-vatns]]. Í gegnum borgina liggur þétt net skurða og skipgengra vatnaleiða í suðurhluta [[Jangtse]]<nowiki/>- fljótsins. Borgin er um 135 kílómetra norðvestur af miðborg [[Sjanghæ]], á milli borganna [[Changzhou]] og [[Suzhou]].
Wuxi er fræg sögu- og menningarborg Kína og ein helsta ferðamannaborg landsins. Borgin státar af meira en 3.000 ára sögu og djúpstæðum menningararfi. Hún var heimili Wu-menningar í fornöld og hefur ríka sögulega arfleifð. Í henni eru 31 mikilvægir sögustaðir er njóta verndar ríkisins, 11 staðir sem hafa sterka skírskotun til kínversks menningararfs, auk 60 safna og minnisvarða.
Wuxi er ekki aðeins hefðbundin fisk- og hrísgrjónavatnaborg við Jangtse fljót, heldur einnig vagga nútíma kínverskrar þjóðariðnaðar og ein efnahagsmiðstöða Kína, með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst sterkum einkafyrirtækjum.
Á kínverskan mælikvarða er Wuxi borg hagsældar. Sterk vísbending um efnahagslega velferð er landsframleiðsla á mann. Þar var Wuxi borg árið 2021 efst allra stórra og meðalstórra kínverskra borga Kína.<small><ref name=":3">{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-02/11/c_706654.htm|titill=Wuxi tops Chinese cities in per capita GDP in 2021|höfundur=2022 China Daily - wuxinews.com.cn|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=11. febrúar|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Héraðsborgin Wuxi nær yfir 4.627 ferkílómetra lands. Hún hefur lögsögu yfir 5 hverfum og tveimur sýsluborgum. Árið 2020 bjuggu á stórborgarsvæði Wuxi um 7,5 milljónir manna en 4 milljónir í kjarnaborginni.
==Saga==
[[Mynd:Nanchan Pagoda Wuxi.jpg|alt=Mahavira salur Nanchan búddistahofsins í suðurhluta Wuxi.
|upright|thumb|'''Mahavira salur''' Nanchan [[Búddismi|búddahofsins]] í suðurhluta Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=南禪寺 (無錫)|date=2022-02-13|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E7%A6%AA%E5%AF%BA_(%E7%84%A1%E9%8C%AB)&oldid=70147432|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:MaaguxianshouWXM.jpg|upright|thumb|'''„Magu býður langlífi“''' í Wuxi safninu. Magu er gyðja langlífs og verndari kvenna í fornum kínverskum goðsögnum og [[Daoismi|Taoisma]].<small><ref>{{Citation|title=Magu (deity)|date=2022-04-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Magu_(deity)&oldid=1084177384|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:清光绪年间无锡县城区图.jpg|alt=Kort af Wuxi árið 1881.|upright|thumb|Kort af Wuxi árið 1881.]]
Wuxi státar af meira en 3.000 ára sögu og djúpstæðum menningararfi sem einn af elstu þéttbýlisstöðum við [[Jangtse|Jangtsefljót]]. Borgin er ein vagga Wu-menningar í fornöld og hefur ríka sögulega arfleifð. Wu vísar til þess svæðis í Kína sem miðast við [[Tai vatn|Tai-vatn]] á Jiangnan svæðinu er liggur suður af Jangtse fljóti. <small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
=== Fornsaga ===
Í borginni eru 31 mikilvægir sögustaðir er njóta verndar ríkisins, 11 staðir sem hafa sterka skírskotun til kínversks menningararfs og 60 söfn og minnisvarðar.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-03/25/c_664458.htm|titill=Wuxi. Overview|höfundur=China Daily- 2022|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government.|ár=2022|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Á svokölluðu vor- og hausttímabili í sögu Kína (770–476 f.Kr.) bjuggu staðbundnir Baiyue ættbálkar sem nefndir voru „Gou Wu“ á landsvæði þar sem nútímaborgirnar Wuxi og Suzhou liggja. Þessir ættbálkar mynduðu þorp í hæðunum við votlendið umhverfis Tai-vatn.<small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
Skráð saga Wuxi hófst við lok tíma Shangveldisins (1600–1046 f.Kr.).<small><ref>{{Citation|title=吴国|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%90%B4%E5%9B%BD&oldid=72743972|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-21}}</ref></small> Forn sagnfræðirit Sima Qian sagnfræðings (145 f.Kr.- 91 f.Kr.)<small><ref>{{Citation|title=Records of the Grand Historian|date=2022-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Records_of_the_Grand_Historian&oldid=1099964113|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> greina frá því að Taibo (um 1150 f.Kr.) frændi konungs Zhouveldisins hafi stofnað Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2021-12-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1060598437|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Taibo siðað heimamenn og bætti landbúnað þeirra og áveitustjórn.<small><ref name=":4">{{Vefheimild|url=http://www.chinadaily.com.cn/m/jiangsu/wuxi/pdf/GettoknowWuxithrough10surnames.pdf|titill=Get to know Wuxi through 10 surnames|höfundur=Information Office of Wuxi Municipal Government|útgefandi=Information Office of Wuxi Municipal Government|ár=2017|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Síðar flutti Wu hirðin til Gusu þar sem nútíma Suzhou liggur. Wu-ríkið stóð frá 12. öld f.Kr.– 473 f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=吴国|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%90%B4%E5%9B%BD&oldid=72743972|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2022-08-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1105292388|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
=== Keisaratímar ===
Í tíma Qinveldisins tilheyrði Wuxi Kuaiji-sýslu.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Svæðið í Wuxi var upphaflega þekkt vegna [[Tin|tinnáma]] sem þar voru, en þegar sýslan var stofnuð árið 202 f.Kr. á tímum [[Hanveldið|Vestur-Hanveldisins]] (206 f.Kr.–25 e.Kr.), voru þær námur uppurnar og þéttbýlið fékk fékk því nafnið Wuxi („án tins“). Frá lokum 3. aldar var borgin umdæmi undir stjórn herforingja Biling borgar (síðar nefnd [[Changzhou]]) og hélst svo nema í stuttan tíma undir stjórn [[Júanveldið|Júanveldisins]] (1206– 1368), þegar svæðið var gert að sjálfstæðu héraði.<small><ref name=":0">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wuxi|titill=Encyclopedia Britannica: Wuxi|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia|útgefandi=Britannica, The Editors of Encyclopaedia|mánuður=10. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Frá fyrstu tíð hefur svæðið í kringum [[Tai vatn|Tai-vatn]] verið mjög frjósamt. [[Landbúnaður]] og [[Silki|silkiiðnaður]] blómstraði í Wuxi. Eftir að gerð [[Mikliskurður|Miklaskurðar]] lauk árið 609 varð Wuxi umskipunarmiðstöð fyrir skattkorn ætlað höfuðborginni. Þar myndaðist einn stærsti kornmarkaður Kína, þar sem mikið magn hrísgrjóna var meðhöndlað.<small><ref name=":1">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Þróað hagkerfi hraðaði þéttbýlismyndun. Borgin varð aðsetur afar auðugra kaupmanna og milliliða. Þessi hagsæld viðskipta hafði mikil áhrif á bókmenntir og námstofnanir í svæðinu suðurhluta Jangtse.<small><ref name=":4" /></small> Wuxi varð einn af mikilvægum fæðingarstöðum koparprentunar og Kunqu formi Kínverskrar [[Ópera|óperu]].
Árið 1724 var Wuxi orðin mjög fjölmenn sýsla og því var austurhluti hennar aðskilinn og gerður að Jinkui-sýslu. Bæði Wuxi og Jinkui voru gjörsamlega eyðilögð í [[Taiping-uppreisnin|Taiping-uppreisninni]] (1850-1864), þegar næstum 2/3 íbúanna voru drepnir. Mannfallið var gríðarlegt. Fjöldi „hæfra karlmanna“ í sýslunum, sem hafði verið 339.549 og 258.934 árið 1830, féll niður í 72.053 og 138.008 árið 1865.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> <small><ref>{{Cite book|script-title=zh:江苏省志・人口志|publisher=Fangzhi Publishing House|isbn=978-7-801-22526-9|pages=58–9 |trans-title=Jiangsu Provincial Gazetteer, Volume on Demography|year=1999}}</ref></small>
Á tíma [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1636–1912) blómstraði bómullar- og silkiframleiðsla í Wuxi. Viðskipti jukust með alþjóðlegri opnun „sáttamálahafna“ byggðum á [[Nanking-sáttmálinn|friðarsáttmála]] sem batt enda á [[Fyrra ópíumstríðið|fyrsta ópíumstríðið]] (1839–1842) milli [[Breska heimsveldið|Breska heimsveldisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] í Kína. Þetta voru Sjanghæ árið 1842; og [[Zhejiang|Zhenjiang]] og [[Nanjing]] árið 1858. Woxi naut uppgangs þeirra borga. Hún varð miðstöð textíliðnaðar í Kína. Textílverksmiðjur voru byggðar árið 1894 og silkispólunarstöðvar byggðar árið 1904.
Þegar [[Mikliskurður]] hrundi eftir 1850, hélt Wuxi mikilvægi sínu sem svæðisbundinn hrísgrjónamarkaður. Þaðan var korn flutt til [[Sjanghæ]], um 130 kílómetra til suðausturs; auk sjóleiðarinnar til [[Tianjin]] borgar í norðri. Viðskipti með korn jukust enn frekar eftir 1908 þegar komið var á járnbrautartengingu til Sjanghæ, Zhenjiang og Nanjing í norðvestri.
Jinkui sýsla sameinaðist að nýju Wuxi-sýslu við upphaf lýðveldisins árið 1912.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
=== Lýðveldistími ===
[[Mynd:Bundesarchiv Bild 183-S34828, Japanisch-Chinesischer Krieg.jpg|alt=Japanskir hermenn í Wuxi í desember 1937 á leið til Nanking.|upright|thumb|'''Japanskur innrásarher''' í Wuxi í desember 1937 á leið sinni til Nanking.]]
Þegar seinna [[Seinna stríð Kína og Japans|stríðið við Japan]] braust út árið 1937 varð Wuxi fyrir miklu áfalli. Sjanghæ sem er nálægt Wuxi og mjög tengd efnahagslega, varð fyrir miklum árásum. Verksmiðjur og byggingar urðu fyrir miklu tjóni eða gjöreyðilagðust vegna sprengjuárása japanskra flugvéla.
Eftir sigur gegn Japönum árið 1945 var efnahagur Wuxi endurreistur og fjárfestingar jukust. [[Kínverska borgarastyrjöldin|Borgarastyrjöld]] milli Lýðveldissinna og [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnista]] hafði síðan óhjákvæmilega áhrif á efnahag borgarinnar. Frelsisher kommúnista hertók síðan borgina 23. apríl 1949. Um miðjan júní var yfirtöku borgarinnar í grundvallaratriðum lokið.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
==== Tímar Alþýðulýðveldis ====
[[Mynd:Wuxi_Museum_2018.jpg|alt=Wuxi safnið í Liangxi hverfi er yfirgripsmikið safn staðbundinnar sögu og lista.|upright|thumb|'''Wuxi safnið''' í Liangxi hverfi er yfirgripsmikið safn staðbundinnar sögu og lista.<small><ref>{{Citation|title=无锡博物院|date=2022-02-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%8D%9A%E7%89%A9%E9%99%A2&oldid=69953384|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2020-04/24/c_489066.htm|titill=Wuxi Museum|höfundur=2022 China Daily (wuxinews.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=24. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
Frá 1949 eftir valdatöku kommúnista hefur vægi borgarinnar sem landsbundin viðskiptamiðstöð minnkað, þó að hlutverk hennar sem dreifingar- og söfnunarmiðstöð fyrir Tai vatnasvæðið hafi haldið.<small><ref name=":0" /></small>
Auk viðskipta með hrísgrjón og bómullar- og silkiframleiðslu voru aðrar mikilvægar atvinnugreinar borgarinnar hveitimölun, hrísgrjónavinnsla og olíuvinnsla. Frá fimmta áratug síðustu aldar hefur iðnþróun verið hröð. Textíl- og matvælaiðnaðurinn hefur stækkað og færður til nútímahorfs. Borgin er orðin miðstöð verkfræðiiðnaðar, sérstaklega fyrir vélasmíði auk framleiðslu rafbúnaðar, kapla og textílvéla af ýmsum toga; í seinni tíð hefur framleiðsla lyfja og ýmissa efna orðið æ mikilvægari.<small><ref name=":0" /></small>
Hraðbraut milli Sjanghæ og Nanjing liggur í gegnum borgina, með afreinum sem teygja sig frá borginni til sýsluborga Wuxi, norður til Jiangyin og suðvestur til Yixing. Frá árinu 2004 hefur staðbundinn flugvöllur veitir flugþjónustu til nokkurra stórborga landsins.<small><ref>{{Citation|title=Sunan Shuofang International Airport|date=2022-08-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Sunan_Shuofang_International_Airport&oldid=1105089148|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Árið 2014 opnuðu fyrstu tvær borgarlestarlínur Wuxi. Nú eru þær fjórar og sex aðrar neðanjarðarlínur í undirbúningi.<small><ref>{{Citation|title=Wuxi Metro|date=2022-04-12|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi_Metro&oldid=1082348735|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Ferðaþjónusta hefur orðið sífellt mikilvægari. Umhverfi Wuxi inniheldur marga þekkta fallega staði sem hafa verið varðveittir vandlega, ásamt ýmsum borgargörðum og sögulegum stöðum. Í dag hefur iðnþróun verið takmörkuð nærri [[Tai vatn|Tai-vatni]], sem er eitt helsta aðdráttarafl ferðaþjónustu borgarinnar. Þar var þó iðnaðargarður með sérstakri áherslu á vísindi og tækni stofnaður árið 2006.
=== Borg hagvaxtar og mengunar ===
Með efnahagslegri opnun Kína á síðustu tveimur áratugum síðustu aldar, hefur efnahagur Wuxi náð sér á strik með miklum vexti einkafyrirtækja. Árið 1981 var hún opinberlega skráð sem ein 15 kínverskra borga sem tóku þátt í þessari efnahagslegu opnum og árið 1985 var borgin formlega viðurkennd sem opin borg í sérstöku efnahagssvæði Jangtse óshólmasvæðisins. Í kjölfarið voru fríverslunarsvæði og iðngarðar opnaðir fyrir miklum erlendum fjárfestingum. Wuxi tók þá flugið sem mikil iðnaðar- og viðskiptaborg.<small><ref name=":1" /></small>
Landsframleiðsla á mann er mikilvægur mælikvarði á efnahagslega velferð. Árið 2021 var var Wuxi borg þar í fyrsta sæti allra stórra og meðalstórra borga Kína.<small><ref name=":3" /></small>
Hröð iðnþróun og þéttbýli síðustu áratuga tekið sinn toll á umhverfi. Tai vatn sem er þriðja stærsta ferskvatnsvatn Kína, hefur undanfarin ár verið þjakað af mengun vegna iðnþróunar nærliggjandi svæða.<small><ref>{{Citation|title=Lake Tai|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Lake_Tai&oldid=1098108667|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Förgun efna og skólps úti í vatnið í upphafi 21. aldar hefur valdið myndun eitraðra [[Blágerlar|blágerla]] eða þörungar á yfirborði vatnsins.<small><ref>{{Citation|title=2007年太湖蓝藻污染事件|date=2022-08-02|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=2007%E5%B9%B4%E5%A4%AA%E6%B9%96%E8%93%9D%E8%97%BB%E6%B1%A1%E6%9F%93%E4%BA%8B%E4%BB%B6&oldid=73035341|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-18}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.wilsoncenter.org/publication/taihu-green-wash-or-green-clean|title=Taihu: Green Wash or Green Clean? {{!}} Wilson Center|website=www.wilsoncenter.org|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Það hefur ógnað gæðum drykkjarvatns þeirra sem búa við vatnið. Á síðari árum hafa stjórnvöld ráðist í umfangsmikla hreinsun og verndun vatnsins.<small><ref>{{Cite web|url=https://chinadialogue.net/en/pollution/4767-long-struggle-for-a-cleaner-lake-tai/|title=Long struggle for a cleaner Lake Tai|date=2012-02-14|website=China Dialogue|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Mörgum verksmiðjum hefur nú verið lokað og reglum um umgengni við vatnið hertar til að bæta vatnsgæði og til að ná líffræðilegri endurheimt.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.greenpeace.org/international/story/7040/biological-restoration-of-water-and-land|title=Biological Restoration of water and land|website=Greenpeace International|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Enn er þó mikið starf óunnið í þeim efnum.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.canr.msu.edu/csis/uploads/files/Qin-et-al.-Science-Bulletin-2019.pdf|titill=Why Lake Taihu continues to be plagued with cyanobacterial blooms
through 10 years (2007–2017) efforts|höfundur=Boqiang Qin, Hans W. Paerl, Justin D. Brookes, Jianguo Liu, Erik Jeppesen, Guangwei Zhu, Yunlin Zhang, Hai Xu, Kun Shi, Jianming Deng|útgefandi=Science Bulletin: Volume 64, Issue 6, 30 March 2019, Pages 354-356|mánuður=30. mars|ár=2019|mánuðurskoðað=16. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
==Landafræði==
[[Mynd:Wuxi NASA.png|alt=Þéttbýli Wuxi-borgar sést á þessari gervihnattamynd NASA. Mikliskurður er þar áberandi í borgarmyndinni.|upright|thumb|'''Þéttbýli Wuxi-borgar''' á [[Gervihnattarmynd|gervihnattamynd]] [[NASA]]. Ef grannt er skoðað sést hvað [[Mikliskurður]] er áberandi í borgarmyndinni.]]
[[Mynd:Yixing, Wuxi, Jiangsu, China - panoramio (1).jpg|alt=Bambusskógur í Yixing undirborg Wuxi.|upright|thumb|'''Bambusskógur í Yixing''' undirborg Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Yixing|date=2022-06-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Yixing&oldid=1091495497|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:長廣溪濕地.jpg|alt=Frá Chang Guangxi votlendisgarðinum í Binhu hverfi Wuxi borgar.|upright|thumb|Frá '''Chang Guangxi votlendisgarðinum''' í Binhu hverfi Wuxi borgar.<small><ref>{{Citation|title=长广溪湿地公园|date=2021-10-28|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E9%95%BF%E5%B9%BF%E6%BA%AA%E6%B9%BF%E5%9C%B0%E5%85%AC%E5%9B%AD&oldid=68405406|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Wuxi-borg er staðsett í suðausturhluta [[Jiangsu]]-héraðs. Hún liggur að [[Suzhou]]-borg í austri; með [[Tai vatn|Tai vatnið]] í suðri, handan vatnsins frá Huzhou borg í [[Zhejiang]] héraði; og [[Changzhou]] borg í vestri.
Sýsluborgin Yixing, ein tveggja undirborga Wuxi, er aðskilin frá borginni af Wujin hverfi Changzhou borgar, og hefur sem hólmlenda enga landtenging við Wuxi.
Heildarflatarmál Wuxi er 4.627 ferkílómetrar, þar af eru 782 ferkílómetrar fjöllótt og hæðótt land, sem eru 17% af heildarflatarmáli borgarinnar.
Wuxi er dæmigerður vatnabær í suðurhluta [[Jangtse]]<nowiki/>-fljótsins, með þéttriðið net skurða og vatnaleiða, sem og fjölmörg vötn, er mynda frárennsli, flutninganet og votlendisgarða. Vatnsyfirborðið er 1.342 ferkílómetrar, eða 29% af heildarflatarmáli borgarinnar.<small><ref name=":2">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Í vatnskerfi borgarinnar eru 5.983 árfarvegir með heildarlengd 6.998 kílómetra, þar á meðal Peking-Hangzhou hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]]. Samkvæmt varfærnu mati hafa meira en 1.000 árfarvegir í borgarlandinu verið urðaðir til vegagerðar frá árinu 1949.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Jangtse óshólmasvæðið er láglent landslag sem einkennist af sléttum, yfirleitt undir 3,5 metrum yfir sjávarmáli, þar sem lægsti punktur er undir 2 metrum yfir sjávarmáli. Hluti svæðisins frá norðri til Jiangyin sýsluborgar Wuxi, var Furong vatn í fornöld sem hvarf smám saman á tíma Song- og Mingveldanna.<ref name=":2" />
Mashan svæðið í Binhu hverfi borgarinnar er hæðótt landsvæði við Tai stöðuvatnið; Í Yixing-sýsluborginni eru Yili-fjöll, sem eru lág fjöll og hæðir. Hæsti punkturinn 611,5 metrar er Huangtading fjall í suðri, næsthæsta tinds Jiangsu-héraðs.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-03/25/c_664458_2.htm|title=Overview|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
==Lýðfræði==
Wuxi borg er fjölmenn borg. Þéttbýlast er miðborgasvæðið (Lianxi, Binhu og Xinwu hverfin, auk aðliggjandi hluta Huishan og Xishan hverfa). Í útjaðrinum, í sýsluborgunum Jiangyin og Yixing, er dreifbýlið meira með þorpum og nýbyggingasvæðum.
Árið 2020 þegar síðasta manntal var gert í Kína, var íbúafjöldi borgarkjarna Wuxi 3.956.985 en íbúafjöldi undir lögsögu borgarinnar var 7.462.135.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://tj.jiangsu.gov.cn/art/2021/5/18/art_80066_9819836.html|titill=Bulletin of the Seventh National Census of Jiangsu Province (No. 2)|höfundur=Jiangsu Provincial Bureau of Statistics|útgefandi=Office of the Leading Group for the Seventh National Census of Jiangsu Province|mánuður=18. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Mikill meirihluti íbúa eru Han-kínverjar, en önnur þjóðarbrot á borð við Hui og Miao þjóðerni eru fámennari. Frumbyggjar Wuxi tala Wuxi mállýskuna eða Suzhou mállýsku.<small><ref>{{Citation|title=Уси|date=2022-08-19|url=https://ru.wikipedia.org/w/index.php?title=%D0%A3%D1%81%D0%B8&oldid=124949730|work=Википедия|language=ru|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Meirihluti þeirra sem trúaðir eru stundar [[Búddismi|búddisma]], [[Daoismi|taóisma]] og [[þjóðtrú]]. Að auki hefur borgin umtalsverð samfélög [[Múslimar|múslima]], [[Kaþólikkar|kaþólikka]] og [[Mótmælendatrú|mótmælenda]].<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
== Stjórnsýsla ==
Undir lögsögu Wuxi borgar eru fimm hverfi og tvær borgir á sýslustigi. Þessi hverfi eru Liangxi, Xishan, Huishan, Xinwu, og Binhu (vatnahverfið). Undirborgirnar eru Jiangyin borg og Yixing borg.
Þessum stjórnsýslueiningum er síðan skipt niður í 73 sveitarfélög, þar af 59 bæi og 24 undirhverfi.
Borgin nær yfir svæði sem er um 4.628 ferkílómetrar og borgarstjórnin hefur aðsetur í Liangxi hverfi.<small><ref>{{Citation|title=无锡市行政区划|date=2022-01-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82%E8%A1%8C%E6%94%BF%E5%8C%BA%E5%88%92&oldid=69788706|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Að auki hefur Wuxi komið á fót eftirfarandi efnahagssvæðum og iðngörðum. Þar á meðal eru: ''Xishan efnahags- og tækniþróunarsvæðið''; ''Wuxi Liyuan efnahagsþróunarsvæðið''; ''„Wuxi landslagsborgin“'' (þar eru á meðal: ''„Stafrænir iðnaðargarðar Wuxi“'' og ''„Ferðaþjónustugarður Wuxi við Tai vatn“''); ''Jiangyin hátæknisvæðið''; og ''„Jiangsu Jiangyin Lingang efnahagsþróunarsvæðið“''.
[[Mynd:Administrative-Division-Wuxi-Jiangsu-China (Icelandic).png|thumb|right|400px|Stjórnsýsluskipting Wuxi-borgar í hverfi og undirborgir ]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Wuxi
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2018 <ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref><ref>{{Citation|title=无锡市行政区划|date=2022-01-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82%E8%A1%8C%E6%94%BF%E5%8C%BA%E5%88%92&oldid=69788706|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Miðborg</small>'''
|-
| align=left | <small>Liangxi hverfi</small>
| align=left | <small>梁溪区</small>
| align=right| <small>961.500</small>
| align=right| <small>72</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Xishan hverfi</small>
| align=left | <small>锡山区</small>
| align=right| <small>707.700</small>
| align=right| <small>399</small>
|-
| align=left | <small>Huishan hverfi</small>
| align=left | </small>惠山区</small>
| align=right| <small>712.200</small>
| align=right| <small>325</small>
|-
| align=left | <small>Binhu hverfi</small>
| align=left | </small>滨湖区</small>
| align=right| <small>716.000</small>
| align=right| <small>628</small>
|-
| align=left | <small>Xinwu hverfi</small>
| align=left | <small>吴江区</small>
| align=right| <small>569.200</small>
| align=right| <small>220</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Jiangyin borg</small>
| align=left | <small>江阴市</small>
| align=right| <small>1.651.800</small>
| align=right| <small>987<small>
|-
| align=left | <small>Yixing borg</small>
| align=left | <small>宜兴市</small>
| align=right| <small>1.256.100</small>
| align=right| <small>1.997</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="2" style="text-align:center; " |'''<small>Alls:</small>'''
| align="right" |'''<small>6.574.500</small>'''
| align="right" |'''<small>4.627</small>'''
|-
| colspan="4" style="text-align:center; " | <small>''Óformlegar stjórnsýsludeildir:Iðngarðar og atvinnuþróunarsvæði''</small>
|}
==Efnahagur og atvinnulíf==
=== Borg vaxtar ===
[[Mynd:Center 66, Wuxi, China.jpg|alt=„Center 66“ er staðsett í Chong'an viðskiptahverfi borgarinnar.|upright|thumb|Byggingin '''„Center 66“''' er í Chong'an miðlægu viðskiptahverfi Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Center 66|date=2022-06-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Center_66&oldid=1094078612|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Á kínverskan mælikvarða er Wuxi borg hagsældar. Hún er svæðisbundin viðskiptamiðstöð með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst sterkum einkafyrirtækjum. Áhersla er á fjölbreytt atvinnulíf með uppbyggingu stórra iðnaðargarða sem eru helgaðir nýjum atvinnugreinum.
Sterk vísbending um efnahagslega velferð er landsframleiðsla á mann. Þar var Wuxi borg árið 2021 efst allra stórra og meðalstórra kínverskra borga. Efnahagur borgarinnar blómstrar með fjölbreyttu atvinnulífi og alþjóðlegum fjárfestingum. Meiri hagsæld þýðir komu erlendra verslunar- og smásölufyrirtækja, á borð við IKEA, Bailian, Apple, svo nokkuð sé nefnt.
Þessi þróun hefur einnig breytt ásýnd Wuxi með æ fleiri skýjakljúfum. Þannig opnuðu þrír slíkir árið 2014: Wuxi IFS (339 metrar), Wuxi Suning Plaza 1 (328 metrar) og Wuxi Maoye City - Marriott Hotel (304 metrar).<small><ref>{{Citation|title=Wuxi|date=2022-08-08|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi&oldid=1103178618|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Citation|title=Center 66|date=2022-06-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Center_66&oldid=1094078612|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Citation|title=无锡茂业城-万豪国际酒店|date=2021-12-19|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E8%8C%82%E4%B8%9A%E5%9F%8E-%E4%B8%87%E8%B1%AA%E5%9B%BD%E9%99%85%E9%85%92%E5%BA%97&oldid=69163185|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
=== Hefðbundin framleiðsla ===
Auk hefðbundinna viðskipta með hrísgrjón og bómullar- og silkiframleiðslu voru aðrar mikilvægar atvinnugreinar borgarinnar framan af hveitimölun, hrísgrjóna- og olíuvinnsla. Frá fimmta áratug síðustu aldar hefur iðnþróun verið hröð. Textíl- og matvælaiðnaðurinn hefur stækkað og færður til nútímahorfs. Borgin er orðin svæðisbundin miðstöð verkfræðiiðnaðar, sérstaklega fyrir vélasmíði auk framleiðslu rafbúnaðar, framleiðslu reiðhjóla- og hemla; kapla og textílvéla af ýmsum toga. Í seinni tíð hefur framleiðsla lyfja og ýmissa efna orðið æ mikilvægari.<small><ref name=":0" /></small>
=== Ferðaþjónusta ===
[[Mynd:Wuxi, Jiangsu - China (13619808523).jpg|alt=Vatnaborgin Wuxi er mikil ferðamannaborg.|upright|thumb|'''Vatnaborgin Wuxi''' er mikil ferðamannaborg.]]
Ferðaþjónusta í borginni er sífellt mikilvægari. Umhverfi Wuxi inniheldur marga þekkta og vel varðveitta staði,borgargarða og sögulega staði. Tai-vatn er eitt helsta aðdráttarafl ferðaþjónustu borgarinnar. Alþjóðlegar hótelkeðjur hafa keppst við að reisa glæsihótel til að anna aukinni eftirspurn: Marriott, Kempinski, Radisson Blu, Sheraton, o.s.frv.
=== Nýjar atvinnugreinar ===
Sterk áhersla er hjá borgaryfirvöldum að gera atvinnulífið enn fjölbreyttara með meiri þátttöku alþjóðlegra fyrirtækja.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/companies.html|title=Companies|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small> Áherslan er á ýmiskonar líftækni, öreindatækni, upplýsingatækni og gagnavinnslu, flug- og samgöngutækni, grænar raforkulausnir á borð við efnarafala fyrir vetnisframleiðslu, sem og iðnhönnun og aðrar skapandi greinar.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2021-03/03/c_598030.htm|titill=Wuxi district looks to develop modern industries|höfundur=2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=3. mars|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small><small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2022-06/23/c_773067.htm|titill=Wuxi's aerospace industry gets boost|höfundur=2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=23. júní|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Til að ýta undir stafræna umbreytingu hefur borgin hvatt til framþróunar iðnaðar byggðum á „Interneti hlutanna“ (IoT), ekki síst á sviði heilbrigðistækni.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2021-09/30/c_665650.htm|titill=IoT industry fuels Wuxi's digital transformation|höfundur=By Liu Tianyang (wuxinews.com.cn) 2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=30. september|ár=2021|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Sama gildir um stafræna tækni í margskonar iðnframleiðslu.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2022-05/11/c_750367.htm|titill=Wuxi boasts thriving industries|höfundur=2022 China Daily (wuxinews.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=11. maí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Atvinnuþróunarsvæði ===
[[Mynd:Ipark5.jpg|alt=Í „Nýhverfi Wuxi“ er „Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“ sem er iðngarður og nýsköpunarsetur fyrir upplýsingatækni.|upright|thumb|Í „Nýhverfi Wuxi“ er '''„Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“''' sem er iðngarður og nýsköpunarsetur fyrir upplýsingatækni.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wndonline.cn/2019-07/30/c_482921.htm|title=Wuxi (National) Software Park|website=www.wndonline.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Til að styðja við þessa framþróun hafa nýjar atvinnugreinar verið vistaðar í sérstökum iðngörðum og fríverslunarsvæðum sem bjóða upp á klasastarfssemi ásamt nýsköpunar- og frumkvöðlasetur í viðkomandi atvinnugrein. Alls eru sex slíkir iðngarðar og atvinnuþróunarsvæði í borginni.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/developmentzones.html|title=Development Zones|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small><small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Árið 1992 var stofnað svokallað „Nýhverfi Wuxi“ (WND), sem nær yfir svæði sem er 220 ferkílómetrar. Þar er ''Wuxi hátæknþróunarsvæðið'', ''Flugiðnaðargarður Wuxi'', og ''„Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“'', svo nokkuð sé nefnt.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Á Jiangyin hátæknisvæðinu sem stofnað var árið 1992, eru leiðandi atvinnugreinar á borð við framleiðslu nýrra málmefniþa, háþróaðs samskiptabúnaðar, og líftæknilyfja.
Önnur dæmi um iðngarða eða sérstök atvinnuvaxtarsvæði eru: ''Xishan efnahags- og tækniþróunarsvæðið''; ''Wuxi Liyuan efnahagsþróunarsvæðið''; ''„Wuxi landslagsborgin“'' (þar sem eru meðal annars: „Stafrænir iðnaðargarðar Wuxi“ og „Ferðaþjónustugarður Wuxi við Tai vatn“); og ''„Jiangsu Jiangyin Lingang efnahagsþróunarsvæðið“''.
== Tengt efni ==
[[Mynd:Nanning Wuxi Anghu Park (15460514486).jpg|alt=Wuxi-óperan, aldargamalt óperuform Xiju, er enn vinsæl. Þar leika karlar bæði kyn í dreifbýlissögum siðferðisátaka og gráðugra húsráðenda. Reynt er að höfða til yngri kynslóða.|upright|thumb|'''Wuxi-óperan''', aldargamalt óperuform Xiju, er enn vinsæl. Þar leika karlar bæði kyn í dreifbýlissögum siðferðisátaka og gráðugra húsráðenda.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2018-04/20/content_36065274.htm|titill=Wuxi Opera|höfundur=2022 China Daily (chinadaily.com.cn).|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government.|ár=22|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-07/21/c_792218.htm|titill=Century-old Xiju Opera still shines|höfundur=2022 China Daily (gowuxi.com)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=21. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
* [http://en.wuxi.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wuxi'''] Yfirgripsmiklar upplýsingar á ensku og kínversku um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur, fréttir, o.fl.
* Vefsíða Wikitravel [https://wikitravel.org/en/Wuxi '''Wuxi'''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/wuxi/ Travel China Guide: '''Wuxi'''] Knappar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Héraðið [[Jiangsu]] í austurhluta [[Kína]].
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wuxi|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wuxi|titill=Britannica: Wuxi|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=10. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
c9kpl4ftnwu70pqpmx219s628yxc7wd
1765824
1765823
2022-08-23T15:35:20Z
Dagvidur
4656
/* Lýðfræði */ Bætti við mynd
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Wuxi-bird-view.PNG|alt=Horft yfir Wuxi borg í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.|hægri|thumb|450x450dp|'''Horft yfir Wuxi borg''' í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.]]
[[Mynd:Wuxi-location-MAP-in-Jiangsu-Province-China.jpg|alt=Staðsetning Wuxi borgar í Jiangsu héraði í Kína.|thumb|'''Staðsetning Wuxi''' í Jiangsu héraði í Kína.]]
[[Mynd:Jichang Yuan.jpg|alt=Jichang garðurinn í Liangxi hverfi Wuxi er frægur kínverskur garður. Hann er sagður fyrirmynd Xiequ garðsins í Sumarhöll Pekingborgar og Guo Ran Da Gong í Yuanming Yuan í Peking.|right|thumb|'''Jichang garðurinn''' í Liangxi hverfi Wuxi er frægur kínverskur garður byggður á tíma Mingveldisins (1368-1644). Hann er sagður fyrirmynd Xiequ garðsins í Sumarhöll Pekingborgar og Guo Ran Da Gong í Yuanming Yuan í Peking.<small><ref>{{Citation|title=Jichang Garden|date=2022-03-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Jichang_Garden&oldid=1075270548|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2021-04/06/c_608850.htm|titill=Ancestral temples of Huishan|höfundur=2022 China Daily (chinadaily.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|ár=2022|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
'''Wuxi''' ''([[kínverska]]:無錫; [[Pinyin|rómönskun:]] Wúxī; (WOO-shee)'' er stórborg í suðurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í austurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].
Wuxi er staðsett meðfram [[Mikliskurður|Miklaskurði]] á mótum þess farvegs við staðbundnar ár nálægt norðausturhorni [[Tai vatn|Tai-vatns]]. Í gegnum borgina liggur þétt net skurða og skipgengra vatnaleiða í suðurhluta [[Jangtse]]<nowiki/>- fljótsins. Borgin er um 135 kílómetra norðvestur af miðborg [[Sjanghæ]], á milli borganna [[Changzhou]] og [[Suzhou]].
Wuxi er fræg sögu- og menningarborg Kína og ein helsta ferðamannaborg landsins. Borgin státar af meira en 3.000 ára sögu og djúpstæðum menningararfi. Hún var heimili Wu-menningar í fornöld og hefur ríka sögulega arfleifð. Í henni eru 31 mikilvægir sögustaðir er njóta verndar ríkisins, 11 staðir sem hafa sterka skírskotun til kínversks menningararfs, auk 60 safna og minnisvarða.
Wuxi er ekki aðeins hefðbundin fisk- og hrísgrjónavatnaborg við Jangtse fljót, heldur einnig vagga nútíma kínverskrar þjóðariðnaðar og ein efnahagsmiðstöða Kína, með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst sterkum einkafyrirtækjum.
Á kínverskan mælikvarða er Wuxi borg hagsældar. Sterk vísbending um efnahagslega velferð er landsframleiðsla á mann. Þar var Wuxi borg árið 2021 efst allra stórra og meðalstórra kínverskra borga Kína.<small><ref name=":3">{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-02/11/c_706654.htm|titill=Wuxi tops Chinese cities in per capita GDP in 2021|höfundur=2022 China Daily - wuxinews.com.cn|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=11. febrúar|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Héraðsborgin Wuxi nær yfir 4.627 ferkílómetra lands. Hún hefur lögsögu yfir 5 hverfum og tveimur sýsluborgum. Árið 2020 bjuggu á stórborgarsvæði Wuxi um 7,5 milljónir manna en 4 milljónir í kjarnaborginni.
==Saga==
[[Mynd:Nanchan Pagoda Wuxi.jpg|alt=Mahavira salur Nanchan búddistahofsins í suðurhluta Wuxi.
|upright|thumb|'''Mahavira salur''' Nanchan [[Búddismi|búddahofsins]] í suðurhluta Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=南禪寺 (無錫)|date=2022-02-13|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E7%A6%AA%E5%AF%BA_(%E7%84%A1%E9%8C%AB)&oldid=70147432|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:MaaguxianshouWXM.jpg|upright|thumb|'''„Magu býður langlífi“''' í Wuxi safninu. Magu er gyðja langlífs og verndari kvenna í fornum kínverskum goðsögnum og [[Daoismi|Taoisma]].<small><ref>{{Citation|title=Magu (deity)|date=2022-04-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Magu_(deity)&oldid=1084177384|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:清光绪年间无锡县城区图.jpg|alt=Kort af Wuxi árið 1881.|upright|thumb|Kort af Wuxi árið 1881.]]
Wuxi státar af meira en 3.000 ára sögu og djúpstæðum menningararfi sem einn af elstu þéttbýlisstöðum við [[Jangtse|Jangtsefljót]]. Borgin er ein vagga Wu-menningar í fornöld og hefur ríka sögulega arfleifð. Wu vísar til þess svæðis í Kína sem miðast við [[Tai vatn|Tai-vatn]] á Jiangnan svæðinu er liggur suður af Jangtse fljóti. <small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
=== Fornsaga ===
Í borginni eru 31 mikilvægir sögustaðir er njóta verndar ríkisins, 11 staðir sem hafa sterka skírskotun til kínversks menningararfs og 60 söfn og minnisvarðar.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-03/25/c_664458.htm|titill=Wuxi. Overview|höfundur=China Daily- 2022|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government.|ár=2022|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Á svokölluðu vor- og hausttímabili í sögu Kína (770–476 f.Kr.) bjuggu staðbundnir Baiyue ættbálkar sem nefndir voru „Gou Wu“ á landsvæði þar sem nútímaborgirnar Wuxi og Suzhou liggja. Þessir ættbálkar mynduðu þorp í hæðunum við votlendið umhverfis Tai-vatn.<small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
Skráð saga Wuxi hófst við lok tíma Shangveldisins (1600–1046 f.Kr.).<small><ref>{{Citation|title=吴国|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%90%B4%E5%9B%BD&oldid=72743972|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-21}}</ref></small> Forn sagnfræðirit Sima Qian sagnfræðings (145 f.Kr.- 91 f.Kr.)<small><ref>{{Citation|title=Records of the Grand Historian|date=2022-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Records_of_the_Grand_Historian&oldid=1099964113|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> greina frá því að Taibo (um 1150 f.Kr.) frændi konungs Zhouveldisins hafi stofnað Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2021-12-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1060598437|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Taibo siðað heimamenn og bætti landbúnað þeirra og áveitustjórn.<small><ref name=":4">{{Vefheimild|url=http://www.chinadaily.com.cn/m/jiangsu/wuxi/pdf/GettoknowWuxithrough10surnames.pdf|titill=Get to know Wuxi through 10 surnames|höfundur=Information Office of Wuxi Municipal Government|útgefandi=Information Office of Wuxi Municipal Government|ár=2017|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Síðar flutti Wu hirðin til Gusu þar sem nútíma Suzhou liggur. Wu-ríkið stóð frá 12. öld f.Kr.– 473 f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=吴国|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%90%B4%E5%9B%BD&oldid=72743972|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2022-08-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1105292388|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
=== Keisaratímar ===
Í tíma Qinveldisins tilheyrði Wuxi Kuaiji-sýslu.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Svæðið í Wuxi var upphaflega þekkt vegna [[Tin|tinnáma]] sem þar voru, en þegar sýslan var stofnuð árið 202 f.Kr. á tímum [[Hanveldið|Vestur-Hanveldisins]] (206 f.Kr.–25 e.Kr.), voru þær námur uppurnar og þéttbýlið fékk fékk því nafnið Wuxi („án tins“). Frá lokum 3. aldar var borgin umdæmi undir stjórn herforingja Biling borgar (síðar nefnd [[Changzhou]]) og hélst svo nema í stuttan tíma undir stjórn [[Júanveldið|Júanveldisins]] (1206– 1368), þegar svæðið var gert að sjálfstæðu héraði.<small><ref name=":0">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wuxi|titill=Encyclopedia Britannica: Wuxi|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia|útgefandi=Britannica, The Editors of Encyclopaedia|mánuður=10. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Frá fyrstu tíð hefur svæðið í kringum [[Tai vatn|Tai-vatn]] verið mjög frjósamt. [[Landbúnaður]] og [[Silki|silkiiðnaður]] blómstraði í Wuxi. Eftir að gerð [[Mikliskurður|Miklaskurðar]] lauk árið 609 varð Wuxi umskipunarmiðstöð fyrir skattkorn ætlað höfuðborginni. Þar myndaðist einn stærsti kornmarkaður Kína, þar sem mikið magn hrísgrjóna var meðhöndlað.<small><ref name=":1">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Þróað hagkerfi hraðaði þéttbýlismyndun. Borgin varð aðsetur afar auðugra kaupmanna og milliliða. Þessi hagsæld viðskipta hafði mikil áhrif á bókmenntir og námstofnanir í svæðinu suðurhluta Jangtse.<small><ref name=":4" /></small> Wuxi varð einn af mikilvægum fæðingarstöðum koparprentunar og Kunqu formi Kínverskrar [[Ópera|óperu]].
Árið 1724 var Wuxi orðin mjög fjölmenn sýsla og því var austurhluti hennar aðskilinn og gerður að Jinkui-sýslu. Bæði Wuxi og Jinkui voru gjörsamlega eyðilögð í [[Taiping-uppreisnin|Taiping-uppreisninni]] (1850-1864), þegar næstum 2/3 íbúanna voru drepnir. Mannfallið var gríðarlegt. Fjöldi „hæfra karlmanna“ í sýslunum, sem hafði verið 339.549 og 258.934 árið 1830, féll niður í 72.053 og 138.008 árið 1865.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> <small><ref>{{Cite book|script-title=zh:江苏省志・人口志|publisher=Fangzhi Publishing House|isbn=978-7-801-22526-9|pages=58–9 |trans-title=Jiangsu Provincial Gazetteer, Volume on Demography|year=1999}}</ref></small>
Á tíma [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1636–1912) blómstraði bómullar- og silkiframleiðsla í Wuxi. Viðskipti jukust með alþjóðlegri opnun „sáttamálahafna“ byggðum á [[Nanking-sáttmálinn|friðarsáttmála]] sem batt enda á [[Fyrra ópíumstríðið|fyrsta ópíumstríðið]] (1839–1842) milli [[Breska heimsveldið|Breska heimsveldisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] í Kína. Þetta voru Sjanghæ árið 1842; og [[Zhejiang|Zhenjiang]] og [[Nanjing]] árið 1858. Woxi naut uppgangs þeirra borga. Hún varð miðstöð textíliðnaðar í Kína. Textílverksmiðjur voru byggðar árið 1894 og silkispólunarstöðvar byggðar árið 1904.
Þegar [[Mikliskurður]] hrundi eftir 1850, hélt Wuxi mikilvægi sínu sem svæðisbundinn hrísgrjónamarkaður. Þaðan var korn flutt til [[Sjanghæ]], um 130 kílómetra til suðausturs; auk sjóleiðarinnar til [[Tianjin]] borgar í norðri. Viðskipti með korn jukust enn frekar eftir 1908 þegar komið var á járnbrautartengingu til Sjanghæ, Zhenjiang og Nanjing í norðvestri.
Jinkui sýsla sameinaðist að nýju Wuxi-sýslu við upphaf lýðveldisins árið 1912.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
=== Lýðveldistími ===
[[Mynd:Bundesarchiv Bild 183-S34828, Japanisch-Chinesischer Krieg.jpg|alt=Japanskir hermenn í Wuxi í desember 1937 á leið til Nanking.|upright|thumb|'''Japanskur innrásarher''' í Wuxi í desember 1937 á leið sinni til Nanking.]]
Þegar seinna [[Seinna stríð Kína og Japans|stríðið við Japan]] braust út árið 1937 varð Wuxi fyrir miklu áfalli. Sjanghæ sem er nálægt Wuxi og mjög tengd efnahagslega, varð fyrir miklum árásum. Verksmiðjur og byggingar urðu fyrir miklu tjóni eða gjöreyðilagðust vegna sprengjuárása japanskra flugvéla.
Eftir sigur gegn Japönum árið 1945 var efnahagur Wuxi endurreistur og fjárfestingar jukust. [[Kínverska borgarastyrjöldin|Borgarastyrjöld]] milli Lýðveldissinna og [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnista]] hafði síðan óhjákvæmilega áhrif á efnahag borgarinnar. Frelsisher kommúnista hertók síðan borgina 23. apríl 1949. Um miðjan júní var yfirtöku borgarinnar í grundvallaratriðum lokið.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
==== Tímar Alþýðulýðveldis ====
[[Mynd:Wuxi_Museum_2018.jpg|alt=Wuxi safnið í Liangxi hverfi er yfirgripsmikið safn staðbundinnar sögu og lista.|upright|thumb|'''Wuxi safnið''' í Liangxi hverfi er yfirgripsmikið safn staðbundinnar sögu og lista.<small><ref>{{Citation|title=无锡博物院|date=2022-02-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%8D%9A%E7%89%A9%E9%99%A2&oldid=69953384|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2020-04/24/c_489066.htm|titill=Wuxi Museum|höfundur=2022 China Daily (wuxinews.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=24. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
Frá 1949 eftir valdatöku kommúnista hefur vægi borgarinnar sem landsbundin viðskiptamiðstöð minnkað, þó að hlutverk hennar sem dreifingar- og söfnunarmiðstöð fyrir Tai vatnasvæðið hafi haldið.<small><ref name=":0" /></small>
Auk viðskipta með hrísgrjón og bómullar- og silkiframleiðslu voru aðrar mikilvægar atvinnugreinar borgarinnar hveitimölun, hrísgrjónavinnsla og olíuvinnsla. Frá fimmta áratug síðustu aldar hefur iðnþróun verið hröð. Textíl- og matvælaiðnaðurinn hefur stækkað og færður til nútímahorfs. Borgin er orðin miðstöð verkfræðiiðnaðar, sérstaklega fyrir vélasmíði auk framleiðslu rafbúnaðar, kapla og textílvéla af ýmsum toga; í seinni tíð hefur framleiðsla lyfja og ýmissa efna orðið æ mikilvægari.<small><ref name=":0" /></small>
Hraðbraut milli Sjanghæ og Nanjing liggur í gegnum borgina, með afreinum sem teygja sig frá borginni til sýsluborga Wuxi, norður til Jiangyin og suðvestur til Yixing. Frá árinu 2004 hefur staðbundinn flugvöllur veitir flugþjónustu til nokkurra stórborga landsins.<small><ref>{{Citation|title=Sunan Shuofang International Airport|date=2022-08-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Sunan_Shuofang_International_Airport&oldid=1105089148|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Árið 2014 opnuðu fyrstu tvær borgarlestarlínur Wuxi. Nú eru þær fjórar og sex aðrar neðanjarðarlínur í undirbúningi.<small><ref>{{Citation|title=Wuxi Metro|date=2022-04-12|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi_Metro&oldid=1082348735|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Ferðaþjónusta hefur orðið sífellt mikilvægari. Umhverfi Wuxi inniheldur marga þekkta fallega staði sem hafa verið varðveittir vandlega, ásamt ýmsum borgargörðum og sögulegum stöðum. Í dag hefur iðnþróun verið takmörkuð nærri [[Tai vatn|Tai-vatni]], sem er eitt helsta aðdráttarafl ferðaþjónustu borgarinnar. Þar var þó iðnaðargarður með sérstakri áherslu á vísindi og tækni stofnaður árið 2006.
=== Borg hagvaxtar og mengunar ===
Með efnahagslegri opnun Kína á síðustu tveimur áratugum síðustu aldar, hefur efnahagur Wuxi náð sér á strik með miklum vexti einkafyrirtækja. Árið 1981 var hún opinberlega skráð sem ein 15 kínverskra borga sem tóku þátt í þessari efnahagslegu opnum og árið 1985 var borgin formlega viðurkennd sem opin borg í sérstöku efnahagssvæði Jangtse óshólmasvæðisins. Í kjölfarið voru fríverslunarsvæði og iðngarðar opnaðir fyrir miklum erlendum fjárfestingum. Wuxi tók þá flugið sem mikil iðnaðar- og viðskiptaborg.<small><ref name=":1" /></small>
Landsframleiðsla á mann er mikilvægur mælikvarði á efnahagslega velferð. Árið 2021 var var Wuxi borg þar í fyrsta sæti allra stórra og meðalstórra borga Kína.<small><ref name=":3" /></small>
Hröð iðnþróun og þéttbýli síðustu áratuga tekið sinn toll á umhverfi. Tai vatn sem er þriðja stærsta ferskvatnsvatn Kína, hefur undanfarin ár verið þjakað af mengun vegna iðnþróunar nærliggjandi svæða.<small><ref>{{Citation|title=Lake Tai|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Lake_Tai&oldid=1098108667|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Förgun efna og skólps úti í vatnið í upphafi 21. aldar hefur valdið myndun eitraðra [[Blágerlar|blágerla]] eða þörungar á yfirborði vatnsins.<small><ref>{{Citation|title=2007年太湖蓝藻污染事件|date=2022-08-02|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=2007%E5%B9%B4%E5%A4%AA%E6%B9%96%E8%93%9D%E8%97%BB%E6%B1%A1%E6%9F%93%E4%BA%8B%E4%BB%B6&oldid=73035341|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-18}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.wilsoncenter.org/publication/taihu-green-wash-or-green-clean|title=Taihu: Green Wash or Green Clean? {{!}} Wilson Center|website=www.wilsoncenter.org|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Það hefur ógnað gæðum drykkjarvatns þeirra sem búa við vatnið. Á síðari árum hafa stjórnvöld ráðist í umfangsmikla hreinsun og verndun vatnsins.<small><ref>{{Cite web|url=https://chinadialogue.net/en/pollution/4767-long-struggle-for-a-cleaner-lake-tai/|title=Long struggle for a cleaner Lake Tai|date=2012-02-14|website=China Dialogue|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Mörgum verksmiðjum hefur nú verið lokað og reglum um umgengni við vatnið hertar til að bæta vatnsgæði og til að ná líffræðilegri endurheimt.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.greenpeace.org/international/story/7040/biological-restoration-of-water-and-land|title=Biological Restoration of water and land|website=Greenpeace International|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Enn er þó mikið starf óunnið í þeim efnum.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.canr.msu.edu/csis/uploads/files/Qin-et-al.-Science-Bulletin-2019.pdf|titill=Why Lake Taihu continues to be plagued with cyanobacterial blooms
through 10 years (2007–2017) efforts|höfundur=Boqiang Qin, Hans W. Paerl, Justin D. Brookes, Jianguo Liu, Erik Jeppesen, Guangwei Zhu, Yunlin Zhang, Hai Xu, Kun Shi, Jianming Deng|útgefandi=Science Bulletin: Volume 64, Issue 6, 30 March 2019, Pages 354-356|mánuður=30. mars|ár=2019|mánuðurskoðað=16. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
==Landafræði==
[[Mynd:Wuxi NASA.png|alt=Þéttbýli Wuxi-borgar sést á þessari gervihnattamynd NASA. Mikliskurður er þar áberandi í borgarmyndinni.|upright|thumb|'''Þéttbýli Wuxi-borgar''' á [[Gervihnattarmynd|gervihnattamynd]] [[NASA]]. Ef grannt er skoðað sést hvað [[Mikliskurður]] er áberandi í borgarmyndinni.]]
[[Mynd:Yixing, Wuxi, Jiangsu, China - panoramio (1).jpg|alt=Bambusskógur í Yixing undirborg Wuxi.|upright|thumb|'''Bambusskógur í Yixing''' undirborg Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Yixing|date=2022-06-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Yixing&oldid=1091495497|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:長廣溪濕地.jpg|alt=Frá Chang Guangxi votlendisgarðinum í Binhu hverfi Wuxi borgar.|upright|thumb|Frá '''Chang Guangxi votlendisgarðinum''' í Binhu hverfi Wuxi borgar.<small><ref>{{Citation|title=长广溪湿地公园|date=2021-10-28|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E9%95%BF%E5%B9%BF%E6%BA%AA%E6%B9%BF%E5%9C%B0%E5%85%AC%E5%9B%AD&oldid=68405406|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Wuxi-borg er staðsett í suðausturhluta [[Jiangsu]]-héraðs. Hún liggur að [[Suzhou]]-borg í austri; með [[Tai vatn|Tai vatnið]] í suðri, handan vatnsins frá Huzhou borg í [[Zhejiang]] héraði; og [[Changzhou]] borg í vestri.
Sýsluborgin Yixing, ein tveggja undirborga Wuxi, er aðskilin frá borginni af Wujin hverfi Changzhou borgar, og hefur sem hólmlenda enga landtenging við Wuxi.
Heildarflatarmál Wuxi er 4.627 ferkílómetrar, þar af eru 782 ferkílómetrar fjöllótt og hæðótt land, sem eru 17% af heildarflatarmáli borgarinnar.
Wuxi er dæmigerður vatnabær í suðurhluta [[Jangtse]]<nowiki/>-fljótsins, með þéttriðið net skurða og vatnaleiða, sem og fjölmörg vötn, er mynda frárennsli, flutninganet og votlendisgarða. Vatnsyfirborðið er 1.342 ferkílómetrar, eða 29% af heildarflatarmáli borgarinnar.<small><ref name=":2">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Í vatnskerfi borgarinnar eru 5.983 árfarvegir með heildarlengd 6.998 kílómetra, þar á meðal Peking-Hangzhou hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]]. Samkvæmt varfærnu mati hafa meira en 1.000 árfarvegir í borgarlandinu verið urðaðir til vegagerðar frá árinu 1949.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Jangtse óshólmasvæðið er láglent landslag sem einkennist af sléttum, yfirleitt undir 3,5 metrum yfir sjávarmáli, þar sem lægsti punktur er undir 2 metrum yfir sjávarmáli. Hluti svæðisins frá norðri til Jiangyin sýsluborgar Wuxi, var Furong vatn í fornöld sem hvarf smám saman á tíma Song- og Mingveldanna.<ref name=":2" />
Mashan svæðið í Binhu hverfi borgarinnar er hæðótt landsvæði við Tai stöðuvatnið; Í Yixing-sýsluborginni eru Yili-fjöll, sem eru lág fjöll og hæðir. Hæsti punkturinn 611,5 metrar er Huangtading fjall í suðri, næsthæsta tinds Jiangsu-héraðs.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-03/25/c_664458_2.htm|title=Overview|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
==Lýðfræði==
[[Mynd:Sanliqiao_Catholic_Church.jpg|alt=Kirkja heilags Jósefs er rómversk-kaþólsk kirkja í Beitang hverfi Wuxi borgar. Upphaflega kirkjan var byggð árið 1640, á tíma Mingveldisins (1368–1644).|upright|thumb|'''Kirkja heilags Jósefs''' er rómversk-kaþólsk kirkja í Beitang hverfi Wuxi borgar. Upphaflega kirkjan var byggð árið 1640, á tíma Mingveldisins (1368–1644).<small><ref>{{Citation|title=Saint Joseph's Church, Wuxi|date=2021-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Saint_Joseph%27s_Church,_Wuxi&oldid=1034206984|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Wuxi borg er fjölmenn borg. Þéttbýlast er miðborgasvæðið (Lianxi, Binhu og Xinwu hverfin, auk aðliggjandi hluta Huishan og Xishan hverfa). Í útjaðrinum, í sýsluborgunum Jiangyin og Yixing, er dreifbýlið meira með þorpum og nýbyggingasvæðum.
Árið 2020 þegar síðasta manntal var gert í Kína, var íbúafjöldi borgarkjarna Wuxi 3.956.985 en íbúafjöldi undir lögsögu borgarinnar var 7.462.135.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://tj.jiangsu.gov.cn/art/2021/5/18/art_80066_9819836.html|titill=Bulletin of the Seventh National Census of Jiangsu Province (No. 2)|höfundur=Jiangsu Provincial Bureau of Statistics|útgefandi=Office of the Leading Group for the Seventh National Census of Jiangsu Province|mánuður=18. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Mikill meirihluti íbúa eru Han-kínverjar, en önnur þjóðarbrot á borð við Hui og Miao þjóðerni eru fámennari. Frumbyggjar Wuxi tala Wuxi mállýskuna eða Suzhou mállýsku.<small><ref>{{Citation|title=Уси|date=2022-08-19|url=https://ru.wikipedia.org/w/index.php?title=%D0%A3%D1%81%D0%B8&oldid=124949730|work=Википедия|language=ru|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Meirihluti þeirra sem trúaðir eru stundar [[Búddismi|búddisma]], [[Daoismi|taóisma]] og [[þjóðtrú]]. Að auki hefur borgin umtalsverð samfélög [[Múslimar|múslima]], [[Kaþólikkar|kaþólikka]] og [[Mótmælendatrú|mótmælenda]].<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
== Stjórnsýsla ==
Undir lögsögu Wuxi borgar eru fimm hverfi og tvær borgir á sýslustigi. Þessi hverfi eru Liangxi, Xishan, Huishan, Xinwu, og Binhu (vatnahverfið). Undirborgirnar eru Jiangyin borg og Yixing borg.
Þessum stjórnsýslueiningum er síðan skipt niður í 73 sveitarfélög, þar af 59 bæi og 24 undirhverfi.
Borgin nær yfir svæði sem er um 4.628 ferkílómetrar og borgarstjórnin hefur aðsetur í Liangxi hverfi.<small><ref>{{Citation|title=无锡市行政区划|date=2022-01-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82%E8%A1%8C%E6%94%BF%E5%8C%BA%E5%88%92&oldid=69788706|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Að auki hefur Wuxi komið á fót eftirfarandi efnahagssvæðum og iðngörðum. Þar á meðal eru: ''Xishan efnahags- og tækniþróunarsvæðið''; ''Wuxi Liyuan efnahagsþróunarsvæðið''; ''„Wuxi landslagsborgin“'' (þar eru á meðal: ''„Stafrænir iðnaðargarðar Wuxi“'' og ''„Ferðaþjónustugarður Wuxi við Tai vatn“''); ''Jiangyin hátæknisvæðið''; og ''„Jiangsu Jiangyin Lingang efnahagsþróunarsvæðið“''.
[[Mynd:Administrative-Division-Wuxi-Jiangsu-China (Icelandic).png|thumb|right|400px|Stjórnsýsluskipting Wuxi-borgar í hverfi og undirborgir ]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Wuxi
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2018 <ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref><ref>{{Citation|title=无锡市行政区划|date=2022-01-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82%E8%A1%8C%E6%94%BF%E5%8C%BA%E5%88%92&oldid=69788706|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Miðborg</small>'''
|-
| align=left | <small>Liangxi hverfi</small>
| align=left | <small>梁溪区</small>
| align=right| <small>961.500</small>
| align=right| <small>72</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Xishan hverfi</small>
| align=left | <small>锡山区</small>
| align=right| <small>707.700</small>
| align=right| <small>399</small>
|-
| align=left | <small>Huishan hverfi</small>
| align=left | </small>惠山区</small>
| align=right| <small>712.200</small>
| align=right| <small>325</small>
|-
| align=left | <small>Binhu hverfi</small>
| align=left | </small>滨湖区</small>
| align=right| <small>716.000</small>
| align=right| <small>628</small>
|-
| align=left | <small>Xinwu hverfi</small>
| align=left | <small>吴江区</small>
| align=right| <small>569.200</small>
| align=right| <small>220</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Jiangyin borg</small>
| align=left | <small>江阴市</small>
| align=right| <small>1.651.800</small>
| align=right| <small>987<small>
|-
| align=left | <small>Yixing borg</small>
| align=left | <small>宜兴市</small>
| align=right| <small>1.256.100</small>
| align=right| <small>1.997</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="2" style="text-align:center; " |'''<small>Alls:</small>'''
| align="right" |'''<small>6.574.500</small>'''
| align="right" |'''<small>4.627</small>'''
|-
| colspan="4" style="text-align:center; " | <small>''Óformlegar stjórnsýsludeildir:Iðngarðar og atvinnuþróunarsvæði''</small>
|}
==Efnahagur og atvinnulíf==
=== Borg vaxtar ===
[[Mynd:Center 66, Wuxi, China.jpg|alt=„Center 66“ er staðsett í Chong'an viðskiptahverfi borgarinnar.|upright|thumb|Byggingin '''„Center 66“''' er í Chong'an miðlægu viðskiptahverfi Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Center 66|date=2022-06-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Center_66&oldid=1094078612|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Á kínverskan mælikvarða er Wuxi borg hagsældar. Hún er svæðisbundin viðskiptamiðstöð með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst sterkum einkafyrirtækjum. Áhersla er á fjölbreytt atvinnulíf með uppbyggingu stórra iðnaðargarða sem eru helgaðir nýjum atvinnugreinum.
Sterk vísbending um efnahagslega velferð er landsframleiðsla á mann. Þar var Wuxi borg árið 2021 efst allra stórra og meðalstórra kínverskra borga. Efnahagur borgarinnar blómstrar með fjölbreyttu atvinnulífi og alþjóðlegum fjárfestingum. Meiri hagsæld þýðir komu erlendra verslunar- og smásölufyrirtækja, á borð við IKEA, Bailian, Apple, svo nokkuð sé nefnt.
Þessi þróun hefur einnig breytt ásýnd Wuxi með æ fleiri skýjakljúfum. Þannig opnuðu þrír slíkir árið 2014: Wuxi IFS (339 metrar), Wuxi Suning Plaza 1 (328 metrar) og Wuxi Maoye City - Marriott Hotel (304 metrar).<small><ref>{{Citation|title=Wuxi|date=2022-08-08|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi&oldid=1103178618|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Citation|title=Center 66|date=2022-06-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Center_66&oldid=1094078612|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Citation|title=无锡茂业城-万豪国际酒店|date=2021-12-19|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E8%8C%82%E4%B8%9A%E5%9F%8E-%E4%B8%87%E8%B1%AA%E5%9B%BD%E9%99%85%E9%85%92%E5%BA%97&oldid=69163185|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
=== Hefðbundin framleiðsla ===
Auk hefðbundinna viðskipta með hrísgrjón og bómullar- og silkiframleiðslu voru aðrar mikilvægar atvinnugreinar borgarinnar framan af hveitimölun, hrísgrjóna- og olíuvinnsla. Frá fimmta áratug síðustu aldar hefur iðnþróun verið hröð. Textíl- og matvælaiðnaðurinn hefur stækkað og færður til nútímahorfs. Borgin er orðin svæðisbundin miðstöð verkfræðiiðnaðar, sérstaklega fyrir vélasmíði auk framleiðslu rafbúnaðar, framleiðslu reiðhjóla- og hemla; kapla og textílvéla af ýmsum toga. Í seinni tíð hefur framleiðsla lyfja og ýmissa efna orðið æ mikilvægari.<small><ref name=":0" /></small>
=== Ferðaþjónusta ===
[[Mynd:Wuxi, Jiangsu - China (13619808523).jpg|alt=Vatnaborgin Wuxi er mikil ferðamannaborg.|upright|thumb|'''Vatnaborgin Wuxi''' er mikil ferðamannaborg.]]
Ferðaþjónusta í borginni er sífellt mikilvægari. Umhverfi Wuxi inniheldur marga þekkta og vel varðveitta staði,borgargarða og sögulega staði. Tai-vatn er eitt helsta aðdráttarafl ferðaþjónustu borgarinnar. Alþjóðlegar hótelkeðjur hafa keppst við að reisa glæsihótel til að anna aukinni eftirspurn: Marriott, Kempinski, Radisson Blu, Sheraton, o.s.frv.
=== Nýjar atvinnugreinar ===
Sterk áhersla er hjá borgaryfirvöldum að gera atvinnulífið enn fjölbreyttara með meiri þátttöku alþjóðlegra fyrirtækja.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/companies.html|title=Companies|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small> Áherslan er á ýmiskonar líftækni, öreindatækni, upplýsingatækni og gagnavinnslu, flug- og samgöngutækni, grænar raforkulausnir á borð við efnarafala fyrir vetnisframleiðslu, sem og iðnhönnun og aðrar skapandi greinar.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2021-03/03/c_598030.htm|titill=Wuxi district looks to develop modern industries|höfundur=2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=3. mars|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small><small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2022-06/23/c_773067.htm|titill=Wuxi's aerospace industry gets boost|höfundur=2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=23. júní|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Til að ýta undir stafræna umbreytingu hefur borgin hvatt til framþróunar iðnaðar byggðum á „Interneti hlutanna“ (IoT), ekki síst á sviði heilbrigðistækni.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2021-09/30/c_665650.htm|titill=IoT industry fuels Wuxi's digital transformation|höfundur=By Liu Tianyang (wuxinews.com.cn) 2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=30. september|ár=2021|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Sama gildir um stafræna tækni í margskonar iðnframleiðslu.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2022-05/11/c_750367.htm|titill=Wuxi boasts thriving industries|höfundur=2022 China Daily (wuxinews.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=11. maí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Atvinnuþróunarsvæði ===
[[Mynd:Ipark5.jpg|alt=Í „Nýhverfi Wuxi“ er „Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“ sem er iðngarður og nýsköpunarsetur fyrir upplýsingatækni.|upright|thumb|Í „Nýhverfi Wuxi“ er '''„Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“''' sem er iðngarður og nýsköpunarsetur fyrir upplýsingatækni.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wndonline.cn/2019-07/30/c_482921.htm|title=Wuxi (National) Software Park|website=www.wndonline.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Til að styðja við þessa framþróun hafa nýjar atvinnugreinar verið vistaðar í sérstökum iðngörðum og fríverslunarsvæðum sem bjóða upp á klasastarfssemi ásamt nýsköpunar- og frumkvöðlasetur í viðkomandi atvinnugrein. Alls eru sex slíkir iðngarðar og atvinnuþróunarsvæði í borginni.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/developmentzones.html|title=Development Zones|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small><small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Árið 1992 var stofnað svokallað „Nýhverfi Wuxi“ (WND), sem nær yfir svæði sem er 220 ferkílómetrar. Þar er ''Wuxi hátæknþróunarsvæðið'', ''Flugiðnaðargarður Wuxi'', og ''„Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“'', svo nokkuð sé nefnt.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Á Jiangyin hátæknisvæðinu sem stofnað var árið 1992, eru leiðandi atvinnugreinar á borð við framleiðslu nýrra málmefniþa, háþróaðs samskiptabúnaðar, og líftæknilyfja.
Önnur dæmi um iðngarða eða sérstök atvinnuvaxtarsvæði eru: ''Xishan efnahags- og tækniþróunarsvæðið''; ''Wuxi Liyuan efnahagsþróunarsvæðið''; ''„Wuxi landslagsborgin“'' (þar sem eru meðal annars: „Stafrænir iðnaðargarðar Wuxi“ og „Ferðaþjónustugarður Wuxi við Tai vatn“); og ''„Jiangsu Jiangyin Lingang efnahagsþróunarsvæðið“''.
== Tengt efni ==
[[Mynd:Nanning Wuxi Anghu Park (15460514486).jpg|alt=Wuxi-óperan, aldargamalt óperuform Xiju, er enn vinsæl. Þar leika karlar bæði kyn í dreifbýlissögum siðferðisátaka og gráðugra húsráðenda. Reynt er að höfða til yngri kynslóða.|upright|thumb|'''Wuxi-óperan''', aldargamalt óperuform Xiju, er enn vinsæl. Þar leika karlar bæði kyn í dreifbýlissögum siðferðisátaka og gráðugra húsráðenda.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2018-04/20/content_36065274.htm|titill=Wuxi Opera|höfundur=2022 China Daily (chinadaily.com.cn).|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government.|ár=22|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-07/21/c_792218.htm|titill=Century-old Xiju Opera still shines|höfundur=2022 China Daily (gowuxi.com)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=21. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
* [http://en.wuxi.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wuxi'''] Yfirgripsmiklar upplýsingar á ensku og kínversku um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur, fréttir, o.fl.
* Vefsíða Wikitravel [https://wikitravel.org/en/Wuxi '''Wuxi'''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/wuxi/ Travel China Guide: '''Wuxi'''] Knappar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Héraðið [[Jiangsu]] í austurhluta [[Kína]].
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wuxi|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wuxi|titill=Britannica: Wuxi|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=10. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
iov5dwqjht1mw93m2yvi1k0a2llptkc
1765825
1765824
2022-08-23T15:39:39Z
Dagvidur
4656
/* Atvinnuþróunarsvæði */
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Wuxi-bird-view.PNG|alt=Horft yfir Wuxi borg í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.|hægri|thumb|450x450dp|'''Horft yfir Wuxi borg''' í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.]]
[[Mynd:Wuxi-location-MAP-in-Jiangsu-Province-China.jpg|alt=Staðsetning Wuxi borgar í Jiangsu héraði í Kína.|thumb|'''Staðsetning Wuxi''' í Jiangsu héraði í Kína.]]
[[Mynd:Jichang Yuan.jpg|alt=Jichang garðurinn í Liangxi hverfi Wuxi er frægur kínverskur garður. Hann er sagður fyrirmynd Xiequ garðsins í Sumarhöll Pekingborgar og Guo Ran Da Gong í Yuanming Yuan í Peking.|right|thumb|'''Jichang garðurinn''' í Liangxi hverfi Wuxi er frægur kínverskur garður byggður á tíma Mingveldisins (1368-1644). Hann er sagður fyrirmynd Xiequ garðsins í Sumarhöll Pekingborgar og Guo Ran Da Gong í Yuanming Yuan í Peking.<small><ref>{{Citation|title=Jichang Garden|date=2022-03-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Jichang_Garden&oldid=1075270548|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2021-04/06/c_608850.htm|titill=Ancestral temples of Huishan|höfundur=2022 China Daily (chinadaily.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|ár=2022|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
'''Wuxi''' ''([[kínverska]]:無錫; [[Pinyin|rómönskun:]] Wúxī; (WOO-shee)'' er stórborg í suðurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í austurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].
Wuxi er staðsett meðfram [[Mikliskurður|Miklaskurði]] á mótum þess farvegs við staðbundnar ár nálægt norðausturhorni [[Tai vatn|Tai-vatns]]. Í gegnum borgina liggur þétt net skurða og skipgengra vatnaleiða í suðurhluta [[Jangtse]]<nowiki/>- fljótsins. Borgin er um 135 kílómetra norðvestur af miðborg [[Sjanghæ]], á milli borganna [[Changzhou]] og [[Suzhou]].
Wuxi er fræg sögu- og menningarborg Kína og ein helsta ferðamannaborg landsins. Borgin státar af meira en 3.000 ára sögu og djúpstæðum menningararfi. Hún var heimili Wu-menningar í fornöld og hefur ríka sögulega arfleifð. Í henni eru 31 mikilvægir sögustaðir er njóta verndar ríkisins, 11 staðir sem hafa sterka skírskotun til kínversks menningararfs, auk 60 safna og minnisvarða.
Wuxi er ekki aðeins hefðbundin fisk- og hrísgrjónavatnaborg við Jangtse fljót, heldur einnig vagga nútíma kínverskrar þjóðariðnaðar og ein efnahagsmiðstöða Kína, með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst sterkum einkafyrirtækjum.
Á kínverskan mælikvarða er Wuxi borg hagsældar. Sterk vísbending um efnahagslega velferð er landsframleiðsla á mann. Þar var Wuxi borg árið 2021 efst allra stórra og meðalstórra kínverskra borga Kína.<small><ref name=":3">{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-02/11/c_706654.htm|titill=Wuxi tops Chinese cities in per capita GDP in 2021|höfundur=2022 China Daily - wuxinews.com.cn|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=11. febrúar|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Héraðsborgin Wuxi nær yfir 4.627 ferkílómetra lands. Hún hefur lögsögu yfir 5 hverfum og tveimur sýsluborgum. Árið 2020 bjuggu á stórborgarsvæði Wuxi um 7,5 milljónir manna en 4 milljónir í kjarnaborginni.
==Saga==
[[Mynd:Nanchan Pagoda Wuxi.jpg|alt=Mahavira salur Nanchan búddistahofsins í suðurhluta Wuxi.
|upright|thumb|'''Mahavira salur''' Nanchan [[Búddismi|búddahofsins]] í suðurhluta Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=南禪寺 (無錫)|date=2022-02-13|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E7%A6%AA%E5%AF%BA_(%E7%84%A1%E9%8C%AB)&oldid=70147432|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:MaaguxianshouWXM.jpg|upright|thumb|'''„Magu býður langlífi“''' í Wuxi safninu. Magu er gyðja langlífs og verndari kvenna í fornum kínverskum goðsögnum og [[Daoismi|Taoisma]].<small><ref>{{Citation|title=Magu (deity)|date=2022-04-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Magu_(deity)&oldid=1084177384|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:清光绪年间无锡县城区图.jpg|alt=Kort af Wuxi árið 1881.|upright|thumb|Kort af Wuxi árið 1881.]]
Wuxi státar af meira en 3.000 ára sögu og djúpstæðum menningararfi sem einn af elstu þéttbýlisstöðum við [[Jangtse|Jangtsefljót]]. Borgin er ein vagga Wu-menningar í fornöld og hefur ríka sögulega arfleifð. Wu vísar til þess svæðis í Kína sem miðast við [[Tai vatn|Tai-vatn]] á Jiangnan svæðinu er liggur suður af Jangtse fljóti. <small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
=== Fornsaga ===
Í borginni eru 31 mikilvægir sögustaðir er njóta verndar ríkisins, 11 staðir sem hafa sterka skírskotun til kínversks menningararfs og 60 söfn og minnisvarðar.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-03/25/c_664458.htm|titill=Wuxi. Overview|höfundur=China Daily- 2022|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government.|ár=2022|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Á svokölluðu vor- og hausttímabili í sögu Kína (770–476 f.Kr.) bjuggu staðbundnir Baiyue ættbálkar sem nefndir voru „Gou Wu“ á landsvæði þar sem nútímaborgirnar Wuxi og Suzhou liggja. Þessir ættbálkar mynduðu þorp í hæðunum við votlendið umhverfis Tai-vatn.<small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
Skráð saga Wuxi hófst við lok tíma Shangveldisins (1600–1046 f.Kr.).<small><ref>{{Citation|title=吴国|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%90%B4%E5%9B%BD&oldid=72743972|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-21}}</ref></small> Forn sagnfræðirit Sima Qian sagnfræðings (145 f.Kr.- 91 f.Kr.)<small><ref>{{Citation|title=Records of the Grand Historian|date=2022-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Records_of_the_Grand_Historian&oldid=1099964113|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> greina frá því að Taibo (um 1150 f.Kr.) frændi konungs Zhouveldisins hafi stofnað Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2021-12-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1060598437|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Taibo siðað heimamenn og bætti landbúnað þeirra og áveitustjórn.<small><ref name=":4">{{Vefheimild|url=http://www.chinadaily.com.cn/m/jiangsu/wuxi/pdf/GettoknowWuxithrough10surnames.pdf|titill=Get to know Wuxi through 10 surnames|höfundur=Information Office of Wuxi Municipal Government|útgefandi=Information Office of Wuxi Municipal Government|ár=2017|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Síðar flutti Wu hirðin til Gusu þar sem nútíma Suzhou liggur. Wu-ríkið stóð frá 12. öld f.Kr.– 473 f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=吴国|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%90%B4%E5%9B%BD&oldid=72743972|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2022-08-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1105292388|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
=== Keisaratímar ===
Í tíma Qinveldisins tilheyrði Wuxi Kuaiji-sýslu.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Svæðið í Wuxi var upphaflega þekkt vegna [[Tin|tinnáma]] sem þar voru, en þegar sýslan var stofnuð árið 202 f.Kr. á tímum [[Hanveldið|Vestur-Hanveldisins]] (206 f.Kr.–25 e.Kr.), voru þær námur uppurnar og þéttbýlið fékk fékk því nafnið Wuxi („án tins“). Frá lokum 3. aldar var borgin umdæmi undir stjórn herforingja Biling borgar (síðar nefnd [[Changzhou]]) og hélst svo nema í stuttan tíma undir stjórn [[Júanveldið|Júanveldisins]] (1206– 1368), þegar svæðið var gert að sjálfstæðu héraði.<small><ref name=":0">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wuxi|titill=Encyclopedia Britannica: Wuxi|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia|útgefandi=Britannica, The Editors of Encyclopaedia|mánuður=10. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Frá fyrstu tíð hefur svæðið í kringum [[Tai vatn|Tai-vatn]] verið mjög frjósamt. [[Landbúnaður]] og [[Silki|silkiiðnaður]] blómstraði í Wuxi. Eftir að gerð [[Mikliskurður|Miklaskurðar]] lauk árið 609 varð Wuxi umskipunarmiðstöð fyrir skattkorn ætlað höfuðborginni. Þar myndaðist einn stærsti kornmarkaður Kína, þar sem mikið magn hrísgrjóna var meðhöndlað.<small><ref name=":1">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Þróað hagkerfi hraðaði þéttbýlismyndun. Borgin varð aðsetur afar auðugra kaupmanna og milliliða. Þessi hagsæld viðskipta hafði mikil áhrif á bókmenntir og námstofnanir í svæðinu suðurhluta Jangtse.<small><ref name=":4" /></small> Wuxi varð einn af mikilvægum fæðingarstöðum koparprentunar og Kunqu formi Kínverskrar [[Ópera|óperu]].
Árið 1724 var Wuxi orðin mjög fjölmenn sýsla og því var austurhluti hennar aðskilinn og gerður að Jinkui-sýslu. Bæði Wuxi og Jinkui voru gjörsamlega eyðilögð í [[Taiping-uppreisnin|Taiping-uppreisninni]] (1850-1864), þegar næstum 2/3 íbúanna voru drepnir. Mannfallið var gríðarlegt. Fjöldi „hæfra karlmanna“ í sýslunum, sem hafði verið 339.549 og 258.934 árið 1830, féll niður í 72.053 og 138.008 árið 1865.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> <small><ref>{{Cite book|script-title=zh:江苏省志・人口志|publisher=Fangzhi Publishing House|isbn=978-7-801-22526-9|pages=58–9 |trans-title=Jiangsu Provincial Gazetteer, Volume on Demography|year=1999}}</ref></small>
Á tíma [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1636–1912) blómstraði bómullar- og silkiframleiðsla í Wuxi. Viðskipti jukust með alþjóðlegri opnun „sáttamálahafna“ byggðum á [[Nanking-sáttmálinn|friðarsáttmála]] sem batt enda á [[Fyrra ópíumstríðið|fyrsta ópíumstríðið]] (1839–1842) milli [[Breska heimsveldið|Breska heimsveldisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] í Kína. Þetta voru Sjanghæ árið 1842; og [[Zhejiang|Zhenjiang]] og [[Nanjing]] árið 1858. Woxi naut uppgangs þeirra borga. Hún varð miðstöð textíliðnaðar í Kína. Textílverksmiðjur voru byggðar árið 1894 og silkispólunarstöðvar byggðar árið 1904.
Þegar [[Mikliskurður]] hrundi eftir 1850, hélt Wuxi mikilvægi sínu sem svæðisbundinn hrísgrjónamarkaður. Þaðan var korn flutt til [[Sjanghæ]], um 130 kílómetra til suðausturs; auk sjóleiðarinnar til [[Tianjin]] borgar í norðri. Viðskipti með korn jukust enn frekar eftir 1908 þegar komið var á járnbrautartengingu til Sjanghæ, Zhenjiang og Nanjing í norðvestri.
Jinkui sýsla sameinaðist að nýju Wuxi-sýslu við upphaf lýðveldisins árið 1912.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
=== Lýðveldistími ===
[[Mynd:Bundesarchiv Bild 183-S34828, Japanisch-Chinesischer Krieg.jpg|alt=Japanskir hermenn í Wuxi í desember 1937 á leið til Nanking.|upright|thumb|'''Japanskur innrásarher''' í Wuxi í desember 1937 á leið sinni til Nanking.]]
Þegar seinna [[Seinna stríð Kína og Japans|stríðið við Japan]] braust út árið 1937 varð Wuxi fyrir miklu áfalli. Sjanghæ sem er nálægt Wuxi og mjög tengd efnahagslega, varð fyrir miklum árásum. Verksmiðjur og byggingar urðu fyrir miklu tjóni eða gjöreyðilagðust vegna sprengjuárása japanskra flugvéla.
Eftir sigur gegn Japönum árið 1945 var efnahagur Wuxi endurreistur og fjárfestingar jukust. [[Kínverska borgarastyrjöldin|Borgarastyrjöld]] milli Lýðveldissinna og [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnista]] hafði síðan óhjákvæmilega áhrif á efnahag borgarinnar. Frelsisher kommúnista hertók síðan borgina 23. apríl 1949. Um miðjan júní var yfirtöku borgarinnar í grundvallaratriðum lokið.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
==== Tímar Alþýðulýðveldis ====
[[Mynd:Wuxi_Museum_2018.jpg|alt=Wuxi safnið í Liangxi hverfi er yfirgripsmikið safn staðbundinnar sögu og lista.|upright|thumb|'''Wuxi safnið''' í Liangxi hverfi er yfirgripsmikið safn staðbundinnar sögu og lista.<small><ref>{{Citation|title=无锡博物院|date=2022-02-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%8D%9A%E7%89%A9%E9%99%A2&oldid=69953384|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2020-04/24/c_489066.htm|titill=Wuxi Museum|höfundur=2022 China Daily (wuxinews.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=24. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
Frá 1949 eftir valdatöku kommúnista hefur vægi borgarinnar sem landsbundin viðskiptamiðstöð minnkað, þó að hlutverk hennar sem dreifingar- og söfnunarmiðstöð fyrir Tai vatnasvæðið hafi haldið.<small><ref name=":0" /></small>
Auk viðskipta með hrísgrjón og bómullar- og silkiframleiðslu voru aðrar mikilvægar atvinnugreinar borgarinnar hveitimölun, hrísgrjónavinnsla og olíuvinnsla. Frá fimmta áratug síðustu aldar hefur iðnþróun verið hröð. Textíl- og matvælaiðnaðurinn hefur stækkað og færður til nútímahorfs. Borgin er orðin miðstöð verkfræðiiðnaðar, sérstaklega fyrir vélasmíði auk framleiðslu rafbúnaðar, kapla og textílvéla af ýmsum toga; í seinni tíð hefur framleiðsla lyfja og ýmissa efna orðið æ mikilvægari.<small><ref name=":0" /></small>
Hraðbraut milli Sjanghæ og Nanjing liggur í gegnum borgina, með afreinum sem teygja sig frá borginni til sýsluborga Wuxi, norður til Jiangyin og suðvestur til Yixing. Frá árinu 2004 hefur staðbundinn flugvöllur veitir flugþjónustu til nokkurra stórborga landsins.<small><ref>{{Citation|title=Sunan Shuofang International Airport|date=2022-08-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Sunan_Shuofang_International_Airport&oldid=1105089148|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Árið 2014 opnuðu fyrstu tvær borgarlestarlínur Wuxi. Nú eru þær fjórar og sex aðrar neðanjarðarlínur í undirbúningi.<small><ref>{{Citation|title=Wuxi Metro|date=2022-04-12|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi_Metro&oldid=1082348735|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Ferðaþjónusta hefur orðið sífellt mikilvægari. Umhverfi Wuxi inniheldur marga þekkta fallega staði sem hafa verið varðveittir vandlega, ásamt ýmsum borgargörðum og sögulegum stöðum. Í dag hefur iðnþróun verið takmörkuð nærri [[Tai vatn|Tai-vatni]], sem er eitt helsta aðdráttarafl ferðaþjónustu borgarinnar. Þar var þó iðnaðargarður með sérstakri áherslu á vísindi og tækni stofnaður árið 2006.
=== Borg hagvaxtar og mengunar ===
Með efnahagslegri opnun Kína á síðustu tveimur áratugum síðustu aldar, hefur efnahagur Wuxi náð sér á strik með miklum vexti einkafyrirtækja. Árið 1981 var hún opinberlega skráð sem ein 15 kínverskra borga sem tóku þátt í þessari efnahagslegu opnum og árið 1985 var borgin formlega viðurkennd sem opin borg í sérstöku efnahagssvæði Jangtse óshólmasvæðisins. Í kjölfarið voru fríverslunarsvæði og iðngarðar opnaðir fyrir miklum erlendum fjárfestingum. Wuxi tók þá flugið sem mikil iðnaðar- og viðskiptaborg.<small><ref name=":1" /></small>
Landsframleiðsla á mann er mikilvægur mælikvarði á efnahagslega velferð. Árið 2021 var var Wuxi borg þar í fyrsta sæti allra stórra og meðalstórra borga Kína.<small><ref name=":3" /></small>
Hröð iðnþróun og þéttbýli síðustu áratuga tekið sinn toll á umhverfi. Tai vatn sem er þriðja stærsta ferskvatnsvatn Kína, hefur undanfarin ár verið þjakað af mengun vegna iðnþróunar nærliggjandi svæða.<small><ref>{{Citation|title=Lake Tai|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Lake_Tai&oldid=1098108667|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Förgun efna og skólps úti í vatnið í upphafi 21. aldar hefur valdið myndun eitraðra [[Blágerlar|blágerla]] eða þörungar á yfirborði vatnsins.<small><ref>{{Citation|title=2007年太湖蓝藻污染事件|date=2022-08-02|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=2007%E5%B9%B4%E5%A4%AA%E6%B9%96%E8%93%9D%E8%97%BB%E6%B1%A1%E6%9F%93%E4%BA%8B%E4%BB%B6&oldid=73035341|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-18}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.wilsoncenter.org/publication/taihu-green-wash-or-green-clean|title=Taihu: Green Wash or Green Clean? {{!}} Wilson Center|website=www.wilsoncenter.org|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Það hefur ógnað gæðum drykkjarvatns þeirra sem búa við vatnið. Á síðari árum hafa stjórnvöld ráðist í umfangsmikla hreinsun og verndun vatnsins.<small><ref>{{Cite web|url=https://chinadialogue.net/en/pollution/4767-long-struggle-for-a-cleaner-lake-tai/|title=Long struggle for a cleaner Lake Tai|date=2012-02-14|website=China Dialogue|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Mörgum verksmiðjum hefur nú verið lokað og reglum um umgengni við vatnið hertar til að bæta vatnsgæði og til að ná líffræðilegri endurheimt.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.greenpeace.org/international/story/7040/biological-restoration-of-water-and-land|title=Biological Restoration of water and land|website=Greenpeace International|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Enn er þó mikið starf óunnið í þeim efnum.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.canr.msu.edu/csis/uploads/files/Qin-et-al.-Science-Bulletin-2019.pdf|titill=Why Lake Taihu continues to be plagued with cyanobacterial blooms
through 10 years (2007–2017) efforts|höfundur=Boqiang Qin, Hans W. Paerl, Justin D. Brookes, Jianguo Liu, Erik Jeppesen, Guangwei Zhu, Yunlin Zhang, Hai Xu, Kun Shi, Jianming Deng|útgefandi=Science Bulletin: Volume 64, Issue 6, 30 March 2019, Pages 354-356|mánuður=30. mars|ár=2019|mánuðurskoðað=16. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
==Landafræði==
[[Mynd:Wuxi NASA.png|alt=Þéttbýli Wuxi-borgar sést á þessari gervihnattamynd NASA. Mikliskurður er þar áberandi í borgarmyndinni.|upright|thumb|'''Þéttbýli Wuxi-borgar''' á [[Gervihnattarmynd|gervihnattamynd]] [[NASA]]. Ef grannt er skoðað sést hvað [[Mikliskurður]] er áberandi í borgarmyndinni.]]
[[Mynd:Yixing, Wuxi, Jiangsu, China - panoramio (1).jpg|alt=Bambusskógur í Yixing undirborg Wuxi.|upright|thumb|'''Bambusskógur í Yixing''' undirborg Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Yixing|date=2022-06-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Yixing&oldid=1091495497|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:長廣溪濕地.jpg|alt=Frá Chang Guangxi votlendisgarðinum í Binhu hverfi Wuxi borgar.|upright|thumb|Frá '''Chang Guangxi votlendisgarðinum''' í Binhu hverfi Wuxi borgar.<small><ref>{{Citation|title=长广溪湿地公园|date=2021-10-28|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E9%95%BF%E5%B9%BF%E6%BA%AA%E6%B9%BF%E5%9C%B0%E5%85%AC%E5%9B%AD&oldid=68405406|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Wuxi-borg er staðsett í suðausturhluta [[Jiangsu]]-héraðs. Hún liggur að [[Suzhou]]-borg í austri; með [[Tai vatn|Tai vatnið]] í suðri, handan vatnsins frá Huzhou borg í [[Zhejiang]] héraði; og [[Changzhou]] borg í vestri.
Sýsluborgin Yixing, ein tveggja undirborga Wuxi, er aðskilin frá borginni af Wujin hverfi Changzhou borgar, og hefur sem hólmlenda enga landtenging við Wuxi.
Heildarflatarmál Wuxi er 4.627 ferkílómetrar, þar af eru 782 ferkílómetrar fjöllótt og hæðótt land, sem eru 17% af heildarflatarmáli borgarinnar.
Wuxi er dæmigerður vatnabær í suðurhluta [[Jangtse]]<nowiki/>-fljótsins, með þéttriðið net skurða og vatnaleiða, sem og fjölmörg vötn, er mynda frárennsli, flutninganet og votlendisgarða. Vatnsyfirborðið er 1.342 ferkílómetrar, eða 29% af heildarflatarmáli borgarinnar.<small><ref name=":2">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Í vatnskerfi borgarinnar eru 5.983 árfarvegir með heildarlengd 6.998 kílómetra, þar á meðal Peking-Hangzhou hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]]. Samkvæmt varfærnu mati hafa meira en 1.000 árfarvegir í borgarlandinu verið urðaðir til vegagerðar frá árinu 1949.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Jangtse óshólmasvæðið er láglent landslag sem einkennist af sléttum, yfirleitt undir 3,5 metrum yfir sjávarmáli, þar sem lægsti punktur er undir 2 metrum yfir sjávarmáli. Hluti svæðisins frá norðri til Jiangyin sýsluborgar Wuxi, var Furong vatn í fornöld sem hvarf smám saman á tíma Song- og Mingveldanna.<ref name=":2" />
Mashan svæðið í Binhu hverfi borgarinnar er hæðótt landsvæði við Tai stöðuvatnið; Í Yixing-sýsluborginni eru Yili-fjöll, sem eru lág fjöll og hæðir. Hæsti punkturinn 611,5 metrar er Huangtading fjall í suðri, næsthæsta tinds Jiangsu-héraðs.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-03/25/c_664458_2.htm|title=Overview|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
==Lýðfræði==
[[Mynd:Sanliqiao_Catholic_Church.jpg|alt=Kirkja heilags Jósefs er rómversk-kaþólsk kirkja í Beitang hverfi Wuxi borgar. Upphaflega kirkjan var byggð árið 1640, á tíma Mingveldisins (1368–1644).|upright|thumb|'''Kirkja heilags Jósefs''' er rómversk-kaþólsk kirkja í Beitang hverfi Wuxi borgar. Upphaflega kirkjan var byggð árið 1640, á tíma Mingveldisins (1368–1644).<small><ref>{{Citation|title=Saint Joseph's Church, Wuxi|date=2021-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Saint_Joseph%27s_Church,_Wuxi&oldid=1034206984|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Wuxi borg er fjölmenn borg. Þéttbýlast er miðborgasvæðið (Lianxi, Binhu og Xinwu hverfin, auk aðliggjandi hluta Huishan og Xishan hverfa). Í útjaðrinum, í sýsluborgunum Jiangyin og Yixing, er dreifbýlið meira með þorpum og nýbyggingasvæðum.
Árið 2020 þegar síðasta manntal var gert í Kína, var íbúafjöldi borgarkjarna Wuxi 3.956.985 en íbúafjöldi undir lögsögu borgarinnar var 7.462.135.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://tj.jiangsu.gov.cn/art/2021/5/18/art_80066_9819836.html|titill=Bulletin of the Seventh National Census of Jiangsu Province (No. 2)|höfundur=Jiangsu Provincial Bureau of Statistics|útgefandi=Office of the Leading Group for the Seventh National Census of Jiangsu Province|mánuður=18. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Mikill meirihluti íbúa eru Han-kínverjar, en önnur þjóðarbrot á borð við Hui og Miao þjóðerni eru fámennari. Frumbyggjar Wuxi tala Wuxi mállýskuna eða Suzhou mállýsku.<small><ref>{{Citation|title=Уси|date=2022-08-19|url=https://ru.wikipedia.org/w/index.php?title=%D0%A3%D1%81%D0%B8&oldid=124949730|work=Википедия|language=ru|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Meirihluti þeirra sem trúaðir eru stundar [[Búddismi|búddisma]], [[Daoismi|taóisma]] og [[þjóðtrú]]. Að auki hefur borgin umtalsverð samfélög [[Múslimar|múslima]], [[Kaþólikkar|kaþólikka]] og [[Mótmælendatrú|mótmælenda]].<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
== Stjórnsýsla ==
Undir lögsögu Wuxi borgar eru fimm hverfi og tvær borgir á sýslustigi. Þessi hverfi eru Liangxi, Xishan, Huishan, Xinwu, og Binhu (vatnahverfið). Undirborgirnar eru Jiangyin borg og Yixing borg.
Þessum stjórnsýslueiningum er síðan skipt niður í 73 sveitarfélög, þar af 59 bæi og 24 undirhverfi.
Borgin nær yfir svæði sem er um 4.628 ferkílómetrar og borgarstjórnin hefur aðsetur í Liangxi hverfi.<small><ref>{{Citation|title=无锡市行政区划|date=2022-01-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82%E8%A1%8C%E6%94%BF%E5%8C%BA%E5%88%92&oldid=69788706|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Að auki hefur Wuxi komið á fót eftirfarandi efnahagssvæðum og iðngörðum. Þar á meðal eru: ''Xishan efnahags- og tækniþróunarsvæðið''; ''Wuxi Liyuan efnahagsþróunarsvæðið''; ''„Wuxi landslagsborgin“'' (þar eru á meðal: ''„Stafrænir iðnaðargarðar Wuxi“'' og ''„Ferðaþjónustugarður Wuxi við Tai vatn“''); ''Jiangyin hátæknisvæðið''; og ''„Jiangsu Jiangyin Lingang efnahagsþróunarsvæðið“''.
[[Mynd:Administrative-Division-Wuxi-Jiangsu-China (Icelandic).png|thumb|right|400px|Stjórnsýsluskipting Wuxi-borgar í hverfi og undirborgir ]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Wuxi
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2018 <ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref><ref>{{Citation|title=无锡市行政区划|date=2022-01-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82%E8%A1%8C%E6%94%BF%E5%8C%BA%E5%88%92&oldid=69788706|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Miðborg</small>'''
|-
| align=left | <small>Liangxi hverfi</small>
| align=left | <small>梁溪区</small>
| align=right| <small>961.500</small>
| align=right| <small>72</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Xishan hverfi</small>
| align=left | <small>锡山区</small>
| align=right| <small>707.700</small>
| align=right| <small>399</small>
|-
| align=left | <small>Huishan hverfi</small>
| align=left | </small>惠山区</small>
| align=right| <small>712.200</small>
| align=right| <small>325</small>
|-
| align=left | <small>Binhu hverfi</small>
| align=left | </small>滨湖区</small>
| align=right| <small>716.000</small>
| align=right| <small>628</small>
|-
| align=left | <small>Xinwu hverfi</small>
| align=left | <small>吴江区</small>
| align=right| <small>569.200</small>
| align=right| <small>220</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Jiangyin borg</small>
| align=left | <small>江阴市</small>
| align=right| <small>1.651.800</small>
| align=right| <small>987<small>
|-
| align=left | <small>Yixing borg</small>
| align=left | <small>宜兴市</small>
| align=right| <small>1.256.100</small>
| align=right| <small>1.997</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="2" style="text-align:center; " |'''<small>Alls:</small>'''
| align="right" |'''<small>6.574.500</small>'''
| align="right" |'''<small>4.627</small>'''
|-
| colspan="4" style="text-align:center; " | <small>''Óformlegar stjórnsýsludeildir:Iðngarðar og atvinnuþróunarsvæði''</small>
|}
==Efnahagur og atvinnulíf==
=== Borg vaxtar ===
[[Mynd:Center 66, Wuxi, China.jpg|alt=„Center 66“ er staðsett í Chong'an viðskiptahverfi borgarinnar.|upright|thumb|Byggingin '''„Center 66“''' er í Chong'an miðlægu viðskiptahverfi Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Center 66|date=2022-06-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Center_66&oldid=1094078612|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Á kínverskan mælikvarða er Wuxi borg hagsældar. Hún er svæðisbundin viðskiptamiðstöð með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst sterkum einkafyrirtækjum. Áhersla er á fjölbreytt atvinnulíf með uppbyggingu stórra iðnaðargarða sem eru helgaðir nýjum atvinnugreinum.
Sterk vísbending um efnahagslega velferð er landsframleiðsla á mann. Þar var Wuxi borg árið 2021 efst allra stórra og meðalstórra kínverskra borga. Efnahagur borgarinnar blómstrar með fjölbreyttu atvinnulífi og alþjóðlegum fjárfestingum. Meiri hagsæld þýðir komu erlendra verslunar- og smásölufyrirtækja, á borð við IKEA, Bailian, Apple, svo nokkuð sé nefnt.
Þessi þróun hefur einnig breytt ásýnd Wuxi með æ fleiri skýjakljúfum. Þannig opnuðu þrír slíkir árið 2014: Wuxi IFS (339 metrar), Wuxi Suning Plaza 1 (328 metrar) og Wuxi Maoye City - Marriott Hotel (304 metrar).<small><ref>{{Citation|title=Wuxi|date=2022-08-08|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi&oldid=1103178618|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Citation|title=Center 66|date=2022-06-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Center_66&oldid=1094078612|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Citation|title=无锡茂业城-万豪国际酒店|date=2021-12-19|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E8%8C%82%E4%B8%9A%E5%9F%8E-%E4%B8%87%E8%B1%AA%E5%9B%BD%E9%99%85%E9%85%92%E5%BA%97&oldid=69163185|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
=== Hefðbundin framleiðsla ===
Auk hefðbundinna viðskipta með hrísgrjón og bómullar- og silkiframleiðslu voru aðrar mikilvægar atvinnugreinar borgarinnar framan af hveitimölun, hrísgrjóna- og olíuvinnsla. Frá fimmta áratug síðustu aldar hefur iðnþróun verið hröð. Textíl- og matvælaiðnaðurinn hefur stækkað og færður til nútímahorfs. Borgin er orðin svæðisbundin miðstöð verkfræðiiðnaðar, sérstaklega fyrir vélasmíði auk framleiðslu rafbúnaðar, framleiðslu reiðhjóla- og hemla; kapla og textílvéla af ýmsum toga. Í seinni tíð hefur framleiðsla lyfja og ýmissa efna orðið æ mikilvægari.<small><ref name=":0" /></small>
=== Ferðaþjónusta ===
[[Mynd:Wuxi, Jiangsu - China (13619808523).jpg|alt=Vatnaborgin Wuxi er mikil ferðamannaborg.|upright|thumb|'''Vatnaborgin Wuxi''' er mikil ferðamannaborg.]]
Ferðaþjónusta í borginni er sífellt mikilvægari. Umhverfi Wuxi inniheldur marga þekkta og vel varðveitta staði,borgargarða og sögulega staði. Tai-vatn er eitt helsta aðdráttarafl ferðaþjónustu borgarinnar. Alþjóðlegar hótelkeðjur hafa keppst við að reisa glæsihótel til að anna aukinni eftirspurn: Marriott, Kempinski, Radisson Blu, Sheraton, o.s.frv.
=== Nýjar atvinnugreinar ===
Sterk áhersla er hjá borgaryfirvöldum að gera atvinnulífið enn fjölbreyttara með meiri þátttöku alþjóðlegra fyrirtækja.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/companies.html|title=Companies|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small> Áherslan er á ýmiskonar líftækni, öreindatækni, upplýsingatækni og gagnavinnslu, flug- og samgöngutækni, grænar raforkulausnir á borð við efnarafala fyrir vetnisframleiðslu, sem og iðnhönnun og aðrar skapandi greinar.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2021-03/03/c_598030.htm|titill=Wuxi district looks to develop modern industries|höfundur=2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=3. mars|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small><small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2022-06/23/c_773067.htm|titill=Wuxi's aerospace industry gets boost|höfundur=2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=23. júní|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Til að ýta undir stafræna umbreytingu hefur borgin hvatt til framþróunar iðnaðar byggðum á „Interneti hlutanna“ (IoT), ekki síst á sviði heilbrigðistækni.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2021-09/30/c_665650.htm|titill=IoT industry fuels Wuxi's digital transformation|höfundur=By Liu Tianyang (wuxinews.com.cn) 2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=30. september|ár=2021|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Sama gildir um stafræna tækni í margskonar iðnframleiðslu.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2022-05/11/c_750367.htm|titill=Wuxi boasts thriving industries|höfundur=2022 China Daily (wuxinews.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=11. maí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Atvinnuþróunarsvæði ===
[[Mynd:Ipark5.jpg|alt=Í „Nýhverfi Wuxi“ er „Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“ sem er iðngarður og nýsköpunarsetur fyrir upplýsingatækni.|upright|thumb|Í „Nýhverfi Wuxi“ (Xinwu hverfi) er '''„Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“''' sem er iðngarður og nýsköpunarsetur fyrir upplýsingatækni.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wndonline.cn/2019-07/30/c_482921.htm|title=Wuxi (National) Software Park|website=www.wndonline.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Til að styðja við þessa framþróun hafa nýjar atvinnugreinar verið vistaðar í sérstökum iðngörðum og fríverslunarsvæðum sem bjóða upp á klasastarfssemi ásamt nýsköpunar- og frumkvöðlasetur í viðkomandi atvinnugrein. Alls eru sex slíkir iðngarðar og atvinnuþróunarsvæði í borginni.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/developmentzones.html|title=Development Zones|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small><small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Árið 1992 var stofnað svokallað „Nýhverfi Wuxi“ (WND), sem nær yfir svæði sem er 220 ferkílómetrar. Þar er ''Wuxi hátæknþróunarsvæðið'', ''Flugiðnaðargarður Wuxi'', og ''„Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“'', svo nokkuð sé nefnt.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Á Jiangyin hátæknisvæðinu sem stofnað var árið 1992, eru leiðandi atvinnugreinar á borð við framleiðslu nýrra málmefniþa, háþróaðs samskiptabúnaðar, og líftæknilyfja.
Önnur dæmi um iðngarða eða sérstök atvinnuvaxtarsvæði eru: ''Xishan efnahags- og tækniþróunarsvæðið''; ''Wuxi Liyuan efnahagsþróunarsvæðið''; ''„Wuxi landslagsborgin“'' (þar sem eru meðal annars: „Stafrænir iðnaðargarðar Wuxi“ og „Ferðaþjónustugarður Wuxi við Tai vatn“); og ''„Jiangsu Jiangyin Lingang efnahagsþróunarsvæðið“''.
== Tengt efni ==
[[Mynd:Nanning Wuxi Anghu Park (15460514486).jpg|alt=Wuxi-óperan, aldargamalt óperuform Xiju, er enn vinsæl. Þar leika karlar bæði kyn í dreifbýlissögum siðferðisátaka og gráðugra húsráðenda. Reynt er að höfða til yngri kynslóða.|upright|thumb|'''Wuxi-óperan''', aldargamalt óperuform Xiju, er enn vinsæl. Þar leika karlar bæði kyn í dreifbýlissögum siðferðisátaka og gráðugra húsráðenda.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2018-04/20/content_36065274.htm|titill=Wuxi Opera|höfundur=2022 China Daily (chinadaily.com.cn).|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government.|ár=22|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-07/21/c_792218.htm|titill=Century-old Xiju Opera still shines|höfundur=2022 China Daily (gowuxi.com)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=21. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
* [http://en.wuxi.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wuxi'''] Yfirgripsmiklar upplýsingar á ensku og kínversku um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur, fréttir, o.fl.
* Vefsíða Wikitravel [https://wikitravel.org/en/Wuxi '''Wuxi'''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/wuxi/ Travel China Guide: '''Wuxi'''] Knappar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Héraðið [[Jiangsu]] í austurhluta [[Kína]].
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wuxi|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wuxi|titill=Britannica: Wuxi|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=10. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
be5ue2zqj2zydcb4x459gy23qekoxcg
1765826
1765825
2022-08-23T15:40:13Z
Dagvidur
4656
/* Atvinnuþróunarsvæði */
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Wuxi-bird-view.PNG|alt=Horft yfir Wuxi borg í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.|hægri|thumb|450x450dp|'''Horft yfir Wuxi borg''' í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.]]
[[Mynd:Wuxi-location-MAP-in-Jiangsu-Province-China.jpg|alt=Staðsetning Wuxi borgar í Jiangsu héraði í Kína.|thumb|'''Staðsetning Wuxi''' í Jiangsu héraði í Kína.]]
[[Mynd:Jichang Yuan.jpg|alt=Jichang garðurinn í Liangxi hverfi Wuxi er frægur kínverskur garður. Hann er sagður fyrirmynd Xiequ garðsins í Sumarhöll Pekingborgar og Guo Ran Da Gong í Yuanming Yuan í Peking.|right|thumb|'''Jichang garðurinn''' í Liangxi hverfi Wuxi er frægur kínverskur garður byggður á tíma Mingveldisins (1368-1644). Hann er sagður fyrirmynd Xiequ garðsins í Sumarhöll Pekingborgar og Guo Ran Da Gong í Yuanming Yuan í Peking.<small><ref>{{Citation|title=Jichang Garden|date=2022-03-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Jichang_Garden&oldid=1075270548|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2021-04/06/c_608850.htm|titill=Ancestral temples of Huishan|höfundur=2022 China Daily (chinadaily.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|ár=2022|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
'''Wuxi''' ''([[kínverska]]:無錫; [[Pinyin|rómönskun:]] Wúxī; (WOO-shee)'' er stórborg í suðurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í austurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].
Wuxi er staðsett meðfram [[Mikliskurður|Miklaskurði]] á mótum þess farvegs við staðbundnar ár nálægt norðausturhorni [[Tai vatn|Tai-vatns]]. Í gegnum borgina liggur þétt net skurða og skipgengra vatnaleiða í suðurhluta [[Jangtse]]<nowiki/>- fljótsins. Borgin er um 135 kílómetra norðvestur af miðborg [[Sjanghæ]], á milli borganna [[Changzhou]] og [[Suzhou]].
Wuxi er fræg sögu- og menningarborg Kína og ein helsta ferðamannaborg landsins. Borgin státar af meira en 3.000 ára sögu og djúpstæðum menningararfi. Hún var heimili Wu-menningar í fornöld og hefur ríka sögulega arfleifð. Í henni eru 31 mikilvægir sögustaðir er njóta verndar ríkisins, 11 staðir sem hafa sterka skírskotun til kínversks menningararfs, auk 60 safna og minnisvarða.
Wuxi er ekki aðeins hefðbundin fisk- og hrísgrjónavatnaborg við Jangtse fljót, heldur einnig vagga nútíma kínverskrar þjóðariðnaðar og ein efnahagsmiðstöða Kína, með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst sterkum einkafyrirtækjum.
Á kínverskan mælikvarða er Wuxi borg hagsældar. Sterk vísbending um efnahagslega velferð er landsframleiðsla á mann. Þar var Wuxi borg árið 2021 efst allra stórra og meðalstórra kínverskra borga Kína.<small><ref name=":3">{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-02/11/c_706654.htm|titill=Wuxi tops Chinese cities in per capita GDP in 2021|höfundur=2022 China Daily - wuxinews.com.cn|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=11. febrúar|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Héraðsborgin Wuxi nær yfir 4.627 ferkílómetra lands. Hún hefur lögsögu yfir 5 hverfum og tveimur sýsluborgum. Árið 2020 bjuggu á stórborgarsvæði Wuxi um 7,5 milljónir manna en 4 milljónir í kjarnaborginni.
==Saga==
[[Mynd:Nanchan Pagoda Wuxi.jpg|alt=Mahavira salur Nanchan búddistahofsins í suðurhluta Wuxi.
|upright|thumb|'''Mahavira salur''' Nanchan [[Búddismi|búddahofsins]] í suðurhluta Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=南禪寺 (無錫)|date=2022-02-13|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E7%A6%AA%E5%AF%BA_(%E7%84%A1%E9%8C%AB)&oldid=70147432|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:MaaguxianshouWXM.jpg|upright|thumb|'''„Magu býður langlífi“''' í Wuxi safninu. Magu er gyðja langlífs og verndari kvenna í fornum kínverskum goðsögnum og [[Daoismi|Taoisma]].<small><ref>{{Citation|title=Magu (deity)|date=2022-04-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Magu_(deity)&oldid=1084177384|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:清光绪年间无锡县城区图.jpg|alt=Kort af Wuxi árið 1881.|upright|thumb|Kort af Wuxi árið 1881.]]
Wuxi státar af meira en 3.000 ára sögu og djúpstæðum menningararfi sem einn af elstu þéttbýlisstöðum við [[Jangtse|Jangtsefljót]]. Borgin er ein vagga Wu-menningar í fornöld og hefur ríka sögulega arfleifð. Wu vísar til þess svæðis í Kína sem miðast við [[Tai vatn|Tai-vatn]] á Jiangnan svæðinu er liggur suður af Jangtse fljóti. <small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
=== Fornsaga ===
Í borginni eru 31 mikilvægir sögustaðir er njóta verndar ríkisins, 11 staðir sem hafa sterka skírskotun til kínversks menningararfs og 60 söfn og minnisvarðar.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-03/25/c_664458.htm|titill=Wuxi. Overview|höfundur=China Daily- 2022|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government.|ár=2022|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Á svokölluðu vor- og hausttímabili í sögu Kína (770–476 f.Kr.) bjuggu staðbundnir Baiyue ættbálkar sem nefndir voru „Gou Wu“ á landsvæði þar sem nútímaborgirnar Wuxi og Suzhou liggja. Þessir ættbálkar mynduðu þorp í hæðunum við votlendið umhverfis Tai-vatn.<small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
Skráð saga Wuxi hófst við lok tíma Shangveldisins (1600–1046 f.Kr.).<small><ref>{{Citation|title=吴国|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%90%B4%E5%9B%BD&oldid=72743972|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-21}}</ref></small> Forn sagnfræðirit Sima Qian sagnfræðings (145 f.Kr.- 91 f.Kr.)<small><ref>{{Citation|title=Records of the Grand Historian|date=2022-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Records_of_the_Grand_Historian&oldid=1099964113|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> greina frá því að Taibo (um 1150 f.Kr.) frændi konungs Zhouveldisins hafi stofnað Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2021-12-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1060598437|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Taibo siðað heimamenn og bætti landbúnað þeirra og áveitustjórn.<small><ref name=":4">{{Vefheimild|url=http://www.chinadaily.com.cn/m/jiangsu/wuxi/pdf/GettoknowWuxithrough10surnames.pdf|titill=Get to know Wuxi through 10 surnames|höfundur=Information Office of Wuxi Municipal Government|útgefandi=Information Office of Wuxi Municipal Government|ár=2017|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Síðar flutti Wu hirðin til Gusu þar sem nútíma Suzhou liggur. Wu-ríkið stóð frá 12. öld f.Kr.– 473 f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=吴国|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%90%B4%E5%9B%BD&oldid=72743972|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2022-08-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1105292388|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
=== Keisaratímar ===
Í tíma Qinveldisins tilheyrði Wuxi Kuaiji-sýslu.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Svæðið í Wuxi var upphaflega þekkt vegna [[Tin|tinnáma]] sem þar voru, en þegar sýslan var stofnuð árið 202 f.Kr. á tímum [[Hanveldið|Vestur-Hanveldisins]] (206 f.Kr.–25 e.Kr.), voru þær námur uppurnar og þéttbýlið fékk fékk því nafnið Wuxi („án tins“). Frá lokum 3. aldar var borgin umdæmi undir stjórn herforingja Biling borgar (síðar nefnd [[Changzhou]]) og hélst svo nema í stuttan tíma undir stjórn [[Júanveldið|Júanveldisins]] (1206– 1368), þegar svæðið var gert að sjálfstæðu héraði.<small><ref name=":0">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wuxi|titill=Encyclopedia Britannica: Wuxi|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia|útgefandi=Britannica, The Editors of Encyclopaedia|mánuður=10. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Frá fyrstu tíð hefur svæðið í kringum [[Tai vatn|Tai-vatn]] verið mjög frjósamt. [[Landbúnaður]] og [[Silki|silkiiðnaður]] blómstraði í Wuxi. Eftir að gerð [[Mikliskurður|Miklaskurðar]] lauk árið 609 varð Wuxi umskipunarmiðstöð fyrir skattkorn ætlað höfuðborginni. Þar myndaðist einn stærsti kornmarkaður Kína, þar sem mikið magn hrísgrjóna var meðhöndlað.<small><ref name=":1">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Þróað hagkerfi hraðaði þéttbýlismyndun. Borgin varð aðsetur afar auðugra kaupmanna og milliliða. Þessi hagsæld viðskipta hafði mikil áhrif á bókmenntir og námstofnanir í svæðinu suðurhluta Jangtse.<small><ref name=":4" /></small> Wuxi varð einn af mikilvægum fæðingarstöðum koparprentunar og Kunqu formi Kínverskrar [[Ópera|óperu]].
Árið 1724 var Wuxi orðin mjög fjölmenn sýsla og því var austurhluti hennar aðskilinn og gerður að Jinkui-sýslu. Bæði Wuxi og Jinkui voru gjörsamlega eyðilögð í [[Taiping-uppreisnin|Taiping-uppreisninni]] (1850-1864), þegar næstum 2/3 íbúanna voru drepnir. Mannfallið var gríðarlegt. Fjöldi „hæfra karlmanna“ í sýslunum, sem hafði verið 339.549 og 258.934 árið 1830, féll niður í 72.053 og 138.008 árið 1865.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> <small><ref>{{Cite book|script-title=zh:江苏省志・人口志|publisher=Fangzhi Publishing House|isbn=978-7-801-22526-9|pages=58–9 |trans-title=Jiangsu Provincial Gazetteer, Volume on Demography|year=1999}}</ref></small>
Á tíma [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1636–1912) blómstraði bómullar- og silkiframleiðsla í Wuxi. Viðskipti jukust með alþjóðlegri opnun „sáttamálahafna“ byggðum á [[Nanking-sáttmálinn|friðarsáttmála]] sem batt enda á [[Fyrra ópíumstríðið|fyrsta ópíumstríðið]] (1839–1842) milli [[Breska heimsveldið|Breska heimsveldisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] í Kína. Þetta voru Sjanghæ árið 1842; og [[Zhejiang|Zhenjiang]] og [[Nanjing]] árið 1858. Woxi naut uppgangs þeirra borga. Hún varð miðstöð textíliðnaðar í Kína. Textílverksmiðjur voru byggðar árið 1894 og silkispólunarstöðvar byggðar árið 1904.
Þegar [[Mikliskurður]] hrundi eftir 1850, hélt Wuxi mikilvægi sínu sem svæðisbundinn hrísgrjónamarkaður. Þaðan var korn flutt til [[Sjanghæ]], um 130 kílómetra til suðausturs; auk sjóleiðarinnar til [[Tianjin]] borgar í norðri. Viðskipti með korn jukust enn frekar eftir 1908 þegar komið var á járnbrautartengingu til Sjanghæ, Zhenjiang og Nanjing í norðvestri.
Jinkui sýsla sameinaðist að nýju Wuxi-sýslu við upphaf lýðveldisins árið 1912.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
=== Lýðveldistími ===
[[Mynd:Bundesarchiv Bild 183-S34828, Japanisch-Chinesischer Krieg.jpg|alt=Japanskir hermenn í Wuxi í desember 1937 á leið til Nanking.|upright|thumb|'''Japanskur innrásarher''' í Wuxi í desember 1937 á leið sinni til Nanking.]]
Þegar seinna [[Seinna stríð Kína og Japans|stríðið við Japan]] braust út árið 1937 varð Wuxi fyrir miklu áfalli. Sjanghæ sem er nálægt Wuxi og mjög tengd efnahagslega, varð fyrir miklum árásum. Verksmiðjur og byggingar urðu fyrir miklu tjóni eða gjöreyðilagðust vegna sprengjuárása japanskra flugvéla.
Eftir sigur gegn Japönum árið 1945 var efnahagur Wuxi endurreistur og fjárfestingar jukust. [[Kínverska borgarastyrjöldin|Borgarastyrjöld]] milli Lýðveldissinna og [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnista]] hafði síðan óhjákvæmilega áhrif á efnahag borgarinnar. Frelsisher kommúnista hertók síðan borgina 23. apríl 1949. Um miðjan júní var yfirtöku borgarinnar í grundvallaratriðum lokið.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
==== Tímar Alþýðulýðveldis ====
[[Mynd:Wuxi_Museum_2018.jpg|alt=Wuxi safnið í Liangxi hverfi er yfirgripsmikið safn staðbundinnar sögu og lista.|upright|thumb|'''Wuxi safnið''' í Liangxi hverfi er yfirgripsmikið safn staðbundinnar sögu og lista.<small><ref>{{Citation|title=无锡博物院|date=2022-02-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%8D%9A%E7%89%A9%E9%99%A2&oldid=69953384|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2020-04/24/c_489066.htm|titill=Wuxi Museum|höfundur=2022 China Daily (wuxinews.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=24. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
Frá 1949 eftir valdatöku kommúnista hefur vægi borgarinnar sem landsbundin viðskiptamiðstöð minnkað, þó að hlutverk hennar sem dreifingar- og söfnunarmiðstöð fyrir Tai vatnasvæðið hafi haldið.<small><ref name=":0" /></small>
Auk viðskipta með hrísgrjón og bómullar- og silkiframleiðslu voru aðrar mikilvægar atvinnugreinar borgarinnar hveitimölun, hrísgrjónavinnsla og olíuvinnsla. Frá fimmta áratug síðustu aldar hefur iðnþróun verið hröð. Textíl- og matvælaiðnaðurinn hefur stækkað og færður til nútímahorfs. Borgin er orðin miðstöð verkfræðiiðnaðar, sérstaklega fyrir vélasmíði auk framleiðslu rafbúnaðar, kapla og textílvéla af ýmsum toga; í seinni tíð hefur framleiðsla lyfja og ýmissa efna orðið æ mikilvægari.<small><ref name=":0" /></small>
Hraðbraut milli Sjanghæ og Nanjing liggur í gegnum borgina, með afreinum sem teygja sig frá borginni til sýsluborga Wuxi, norður til Jiangyin og suðvestur til Yixing. Frá árinu 2004 hefur staðbundinn flugvöllur veitir flugþjónustu til nokkurra stórborga landsins.<small><ref>{{Citation|title=Sunan Shuofang International Airport|date=2022-08-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Sunan_Shuofang_International_Airport&oldid=1105089148|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Árið 2014 opnuðu fyrstu tvær borgarlestarlínur Wuxi. Nú eru þær fjórar og sex aðrar neðanjarðarlínur í undirbúningi.<small><ref>{{Citation|title=Wuxi Metro|date=2022-04-12|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi_Metro&oldid=1082348735|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Ferðaþjónusta hefur orðið sífellt mikilvægari. Umhverfi Wuxi inniheldur marga þekkta fallega staði sem hafa verið varðveittir vandlega, ásamt ýmsum borgargörðum og sögulegum stöðum. Í dag hefur iðnþróun verið takmörkuð nærri [[Tai vatn|Tai-vatni]], sem er eitt helsta aðdráttarafl ferðaþjónustu borgarinnar. Þar var þó iðnaðargarður með sérstakri áherslu á vísindi og tækni stofnaður árið 2006.
=== Borg hagvaxtar og mengunar ===
Með efnahagslegri opnun Kína á síðustu tveimur áratugum síðustu aldar, hefur efnahagur Wuxi náð sér á strik með miklum vexti einkafyrirtækja. Árið 1981 var hún opinberlega skráð sem ein 15 kínverskra borga sem tóku þátt í þessari efnahagslegu opnum og árið 1985 var borgin formlega viðurkennd sem opin borg í sérstöku efnahagssvæði Jangtse óshólmasvæðisins. Í kjölfarið voru fríverslunarsvæði og iðngarðar opnaðir fyrir miklum erlendum fjárfestingum. Wuxi tók þá flugið sem mikil iðnaðar- og viðskiptaborg.<small><ref name=":1" /></small>
Landsframleiðsla á mann er mikilvægur mælikvarði á efnahagslega velferð. Árið 2021 var var Wuxi borg þar í fyrsta sæti allra stórra og meðalstórra borga Kína.<small><ref name=":3" /></small>
Hröð iðnþróun og þéttbýli síðustu áratuga tekið sinn toll á umhverfi. Tai vatn sem er þriðja stærsta ferskvatnsvatn Kína, hefur undanfarin ár verið þjakað af mengun vegna iðnþróunar nærliggjandi svæða.<small><ref>{{Citation|title=Lake Tai|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Lake_Tai&oldid=1098108667|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Förgun efna og skólps úti í vatnið í upphafi 21. aldar hefur valdið myndun eitraðra [[Blágerlar|blágerla]] eða þörungar á yfirborði vatnsins.<small><ref>{{Citation|title=2007年太湖蓝藻污染事件|date=2022-08-02|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=2007%E5%B9%B4%E5%A4%AA%E6%B9%96%E8%93%9D%E8%97%BB%E6%B1%A1%E6%9F%93%E4%BA%8B%E4%BB%B6&oldid=73035341|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-18}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.wilsoncenter.org/publication/taihu-green-wash-or-green-clean|title=Taihu: Green Wash or Green Clean? {{!}} Wilson Center|website=www.wilsoncenter.org|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Það hefur ógnað gæðum drykkjarvatns þeirra sem búa við vatnið. Á síðari árum hafa stjórnvöld ráðist í umfangsmikla hreinsun og verndun vatnsins.<small><ref>{{Cite web|url=https://chinadialogue.net/en/pollution/4767-long-struggle-for-a-cleaner-lake-tai/|title=Long struggle for a cleaner Lake Tai|date=2012-02-14|website=China Dialogue|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Mörgum verksmiðjum hefur nú verið lokað og reglum um umgengni við vatnið hertar til að bæta vatnsgæði og til að ná líffræðilegri endurheimt.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.greenpeace.org/international/story/7040/biological-restoration-of-water-and-land|title=Biological Restoration of water and land|website=Greenpeace International|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Enn er þó mikið starf óunnið í þeim efnum.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.canr.msu.edu/csis/uploads/files/Qin-et-al.-Science-Bulletin-2019.pdf|titill=Why Lake Taihu continues to be plagued with cyanobacterial blooms
through 10 years (2007–2017) efforts|höfundur=Boqiang Qin, Hans W. Paerl, Justin D. Brookes, Jianguo Liu, Erik Jeppesen, Guangwei Zhu, Yunlin Zhang, Hai Xu, Kun Shi, Jianming Deng|útgefandi=Science Bulletin: Volume 64, Issue 6, 30 March 2019, Pages 354-356|mánuður=30. mars|ár=2019|mánuðurskoðað=16. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
==Landafræði==
[[Mynd:Wuxi NASA.png|alt=Þéttbýli Wuxi-borgar sést á þessari gervihnattamynd NASA. Mikliskurður er þar áberandi í borgarmyndinni.|upright|thumb|'''Þéttbýli Wuxi-borgar''' á [[Gervihnattarmynd|gervihnattamynd]] [[NASA]]. Ef grannt er skoðað sést hvað [[Mikliskurður]] er áberandi í borgarmyndinni.]]
[[Mynd:Yixing, Wuxi, Jiangsu, China - panoramio (1).jpg|alt=Bambusskógur í Yixing undirborg Wuxi.|upright|thumb|'''Bambusskógur í Yixing''' undirborg Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Yixing|date=2022-06-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Yixing&oldid=1091495497|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:長廣溪濕地.jpg|alt=Frá Chang Guangxi votlendisgarðinum í Binhu hverfi Wuxi borgar.|upright|thumb|Frá '''Chang Guangxi votlendisgarðinum''' í Binhu hverfi Wuxi borgar.<small><ref>{{Citation|title=长广溪湿地公园|date=2021-10-28|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E9%95%BF%E5%B9%BF%E6%BA%AA%E6%B9%BF%E5%9C%B0%E5%85%AC%E5%9B%AD&oldid=68405406|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Wuxi-borg er staðsett í suðausturhluta [[Jiangsu]]-héraðs. Hún liggur að [[Suzhou]]-borg í austri; með [[Tai vatn|Tai vatnið]] í suðri, handan vatnsins frá Huzhou borg í [[Zhejiang]] héraði; og [[Changzhou]] borg í vestri.
Sýsluborgin Yixing, ein tveggja undirborga Wuxi, er aðskilin frá borginni af Wujin hverfi Changzhou borgar, og hefur sem hólmlenda enga landtenging við Wuxi.
Heildarflatarmál Wuxi er 4.627 ferkílómetrar, þar af eru 782 ferkílómetrar fjöllótt og hæðótt land, sem eru 17% af heildarflatarmáli borgarinnar.
Wuxi er dæmigerður vatnabær í suðurhluta [[Jangtse]]<nowiki/>-fljótsins, með þéttriðið net skurða og vatnaleiða, sem og fjölmörg vötn, er mynda frárennsli, flutninganet og votlendisgarða. Vatnsyfirborðið er 1.342 ferkílómetrar, eða 29% af heildarflatarmáli borgarinnar.<small><ref name=":2">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Í vatnskerfi borgarinnar eru 5.983 árfarvegir með heildarlengd 6.998 kílómetra, þar á meðal Peking-Hangzhou hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]]. Samkvæmt varfærnu mati hafa meira en 1.000 árfarvegir í borgarlandinu verið urðaðir til vegagerðar frá árinu 1949.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Jangtse óshólmasvæðið er láglent landslag sem einkennist af sléttum, yfirleitt undir 3,5 metrum yfir sjávarmáli, þar sem lægsti punktur er undir 2 metrum yfir sjávarmáli. Hluti svæðisins frá norðri til Jiangyin sýsluborgar Wuxi, var Furong vatn í fornöld sem hvarf smám saman á tíma Song- og Mingveldanna.<ref name=":2" />
Mashan svæðið í Binhu hverfi borgarinnar er hæðótt landsvæði við Tai stöðuvatnið; Í Yixing-sýsluborginni eru Yili-fjöll, sem eru lág fjöll og hæðir. Hæsti punkturinn 611,5 metrar er Huangtading fjall í suðri, næsthæsta tinds Jiangsu-héraðs.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-03/25/c_664458_2.htm|title=Overview|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
==Lýðfræði==
[[Mynd:Sanliqiao_Catholic_Church.jpg|alt=Kirkja heilags Jósefs er rómversk-kaþólsk kirkja í Beitang hverfi Wuxi borgar. Upphaflega kirkjan var byggð árið 1640, á tíma Mingveldisins (1368–1644).|upright|thumb|'''Kirkja heilags Jósefs''' er rómversk-kaþólsk kirkja í Beitang hverfi Wuxi borgar. Upphaflega kirkjan var byggð árið 1640, á tíma Mingveldisins (1368–1644).<small><ref>{{Citation|title=Saint Joseph's Church, Wuxi|date=2021-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Saint_Joseph%27s_Church,_Wuxi&oldid=1034206984|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Wuxi borg er fjölmenn borg. Þéttbýlast er miðborgasvæðið (Lianxi, Binhu og Xinwu hverfin, auk aðliggjandi hluta Huishan og Xishan hverfa). Í útjaðrinum, í sýsluborgunum Jiangyin og Yixing, er dreifbýlið meira með þorpum og nýbyggingasvæðum.
Árið 2020 þegar síðasta manntal var gert í Kína, var íbúafjöldi borgarkjarna Wuxi 3.956.985 en íbúafjöldi undir lögsögu borgarinnar var 7.462.135.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://tj.jiangsu.gov.cn/art/2021/5/18/art_80066_9819836.html|titill=Bulletin of the Seventh National Census of Jiangsu Province (No. 2)|höfundur=Jiangsu Provincial Bureau of Statistics|útgefandi=Office of the Leading Group for the Seventh National Census of Jiangsu Province|mánuður=18. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Mikill meirihluti íbúa eru Han-kínverjar, en önnur þjóðarbrot á borð við Hui og Miao þjóðerni eru fámennari. Frumbyggjar Wuxi tala Wuxi mállýskuna eða Suzhou mállýsku.<small><ref>{{Citation|title=Уси|date=2022-08-19|url=https://ru.wikipedia.org/w/index.php?title=%D0%A3%D1%81%D0%B8&oldid=124949730|work=Википедия|language=ru|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Meirihluti þeirra sem trúaðir eru stundar [[Búddismi|búddisma]], [[Daoismi|taóisma]] og [[þjóðtrú]]. Að auki hefur borgin umtalsverð samfélög [[Múslimar|múslima]], [[Kaþólikkar|kaþólikka]] og [[Mótmælendatrú|mótmælenda]].<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
== Stjórnsýsla ==
Undir lögsögu Wuxi borgar eru fimm hverfi og tvær borgir á sýslustigi. Þessi hverfi eru Liangxi, Xishan, Huishan, Xinwu, og Binhu (vatnahverfið). Undirborgirnar eru Jiangyin borg og Yixing borg.
Þessum stjórnsýslueiningum er síðan skipt niður í 73 sveitarfélög, þar af 59 bæi og 24 undirhverfi.
Borgin nær yfir svæði sem er um 4.628 ferkílómetrar og borgarstjórnin hefur aðsetur í Liangxi hverfi.<small><ref>{{Citation|title=无锡市行政区划|date=2022-01-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82%E8%A1%8C%E6%94%BF%E5%8C%BA%E5%88%92&oldid=69788706|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Að auki hefur Wuxi komið á fót eftirfarandi efnahagssvæðum og iðngörðum. Þar á meðal eru: ''Xishan efnahags- og tækniþróunarsvæðið''; ''Wuxi Liyuan efnahagsþróunarsvæðið''; ''„Wuxi landslagsborgin“'' (þar eru á meðal: ''„Stafrænir iðnaðargarðar Wuxi“'' og ''„Ferðaþjónustugarður Wuxi við Tai vatn“''); ''Jiangyin hátæknisvæðið''; og ''„Jiangsu Jiangyin Lingang efnahagsþróunarsvæðið“''.
[[Mynd:Administrative-Division-Wuxi-Jiangsu-China (Icelandic).png|thumb|right|400px|Stjórnsýsluskipting Wuxi-borgar í hverfi og undirborgir ]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Wuxi
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2018 <ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref><ref>{{Citation|title=无锡市行政区划|date=2022-01-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82%E8%A1%8C%E6%94%BF%E5%8C%BA%E5%88%92&oldid=69788706|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Miðborg</small>'''
|-
| align=left | <small>Liangxi hverfi</small>
| align=left | <small>梁溪区</small>
| align=right| <small>961.500</small>
| align=right| <small>72</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Xishan hverfi</small>
| align=left | <small>锡山区</small>
| align=right| <small>707.700</small>
| align=right| <small>399</small>
|-
| align=left | <small>Huishan hverfi</small>
| align=left | </small>惠山区</small>
| align=right| <small>712.200</small>
| align=right| <small>325</small>
|-
| align=left | <small>Binhu hverfi</small>
| align=left | </small>滨湖区</small>
| align=right| <small>716.000</small>
| align=right| <small>628</small>
|-
| align=left | <small>Xinwu hverfi</small>
| align=left | <small>吴江区</small>
| align=right| <small>569.200</small>
| align=right| <small>220</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Jiangyin borg</small>
| align=left | <small>江阴市</small>
| align=right| <small>1.651.800</small>
| align=right| <small>987<small>
|-
| align=left | <small>Yixing borg</small>
| align=left | <small>宜兴市</small>
| align=right| <small>1.256.100</small>
| align=right| <small>1.997</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="2" style="text-align:center; " |'''<small>Alls:</small>'''
| align="right" |'''<small>6.574.500</small>'''
| align="right" |'''<small>4.627</small>'''
|-
| colspan="4" style="text-align:center; " | <small>''Óformlegar stjórnsýsludeildir:Iðngarðar og atvinnuþróunarsvæði''</small>
|}
==Efnahagur og atvinnulíf==
=== Borg vaxtar ===
[[Mynd:Center 66, Wuxi, China.jpg|alt=„Center 66“ er staðsett í Chong'an viðskiptahverfi borgarinnar.|upright|thumb|Byggingin '''„Center 66“''' er í Chong'an miðlægu viðskiptahverfi Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Center 66|date=2022-06-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Center_66&oldid=1094078612|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Á kínverskan mælikvarða er Wuxi borg hagsældar. Hún er svæðisbundin viðskiptamiðstöð með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst sterkum einkafyrirtækjum. Áhersla er á fjölbreytt atvinnulíf með uppbyggingu stórra iðnaðargarða sem eru helgaðir nýjum atvinnugreinum.
Sterk vísbending um efnahagslega velferð er landsframleiðsla á mann. Þar var Wuxi borg árið 2021 efst allra stórra og meðalstórra kínverskra borga. Efnahagur borgarinnar blómstrar með fjölbreyttu atvinnulífi og alþjóðlegum fjárfestingum. Meiri hagsæld þýðir komu erlendra verslunar- og smásölufyrirtækja, á borð við IKEA, Bailian, Apple, svo nokkuð sé nefnt.
Þessi þróun hefur einnig breytt ásýnd Wuxi með æ fleiri skýjakljúfum. Þannig opnuðu þrír slíkir árið 2014: Wuxi IFS (339 metrar), Wuxi Suning Plaza 1 (328 metrar) og Wuxi Maoye City - Marriott Hotel (304 metrar).<small><ref>{{Citation|title=Wuxi|date=2022-08-08|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi&oldid=1103178618|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Citation|title=Center 66|date=2022-06-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Center_66&oldid=1094078612|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Citation|title=无锡茂业城-万豪国际酒店|date=2021-12-19|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E8%8C%82%E4%B8%9A%E5%9F%8E-%E4%B8%87%E8%B1%AA%E5%9B%BD%E9%99%85%E9%85%92%E5%BA%97&oldid=69163185|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
=== Hefðbundin framleiðsla ===
Auk hefðbundinna viðskipta með hrísgrjón og bómullar- og silkiframleiðslu voru aðrar mikilvægar atvinnugreinar borgarinnar framan af hveitimölun, hrísgrjóna- og olíuvinnsla. Frá fimmta áratug síðustu aldar hefur iðnþróun verið hröð. Textíl- og matvælaiðnaðurinn hefur stækkað og færður til nútímahorfs. Borgin er orðin svæðisbundin miðstöð verkfræðiiðnaðar, sérstaklega fyrir vélasmíði auk framleiðslu rafbúnaðar, framleiðslu reiðhjóla- og hemla; kapla og textílvéla af ýmsum toga. Í seinni tíð hefur framleiðsla lyfja og ýmissa efna orðið æ mikilvægari.<small><ref name=":0" /></small>
=== Ferðaþjónusta ===
[[Mynd:Wuxi, Jiangsu - China (13619808523).jpg|alt=Vatnaborgin Wuxi er mikil ferðamannaborg.|upright|thumb|'''Vatnaborgin Wuxi''' er mikil ferðamannaborg.]]
Ferðaþjónusta í borginni er sífellt mikilvægari. Umhverfi Wuxi inniheldur marga þekkta og vel varðveitta staði,borgargarða og sögulega staði. Tai-vatn er eitt helsta aðdráttarafl ferðaþjónustu borgarinnar. Alþjóðlegar hótelkeðjur hafa keppst við að reisa glæsihótel til að anna aukinni eftirspurn: Marriott, Kempinski, Radisson Blu, Sheraton, o.s.frv.
=== Nýjar atvinnugreinar ===
Sterk áhersla er hjá borgaryfirvöldum að gera atvinnulífið enn fjölbreyttara með meiri þátttöku alþjóðlegra fyrirtækja.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/companies.html|title=Companies|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small> Áherslan er á ýmiskonar líftækni, öreindatækni, upplýsingatækni og gagnavinnslu, flug- og samgöngutækni, grænar raforkulausnir á borð við efnarafala fyrir vetnisframleiðslu, sem og iðnhönnun og aðrar skapandi greinar.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2021-03/03/c_598030.htm|titill=Wuxi district looks to develop modern industries|höfundur=2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=3. mars|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small><small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2022-06/23/c_773067.htm|titill=Wuxi's aerospace industry gets boost|höfundur=2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=23. júní|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Til að ýta undir stafræna umbreytingu hefur borgin hvatt til framþróunar iðnaðar byggðum á „Interneti hlutanna“ (IoT), ekki síst á sviði heilbrigðistækni.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2021-09/30/c_665650.htm|titill=IoT industry fuels Wuxi's digital transformation|höfundur=By Liu Tianyang (wuxinews.com.cn) 2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=30. september|ár=2021|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Sama gildir um stafræna tækni í margskonar iðnframleiðslu.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2022-05/11/c_750367.htm|titill=Wuxi boasts thriving industries|höfundur=2022 China Daily (wuxinews.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=11. maí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Atvinnuþróunarsvæði ===
[[Mynd:Ipark5.jpg|alt=Í „Nýhverfi Wuxi“ er „Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“ sem er iðngarður og nýsköpunarsetur fyrir upplýsingatækni.|upright|thumb|Í „Nýhverfi Wuxi“ (Xinwu hverfi) er '''„Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“''' sem er iðngarður og nýsköpunarsetur fyrir upplýsingatækni.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wndonline.cn/2019-07/30/c_482921.htm|title=Wuxi (National) Software Park|website=www.wndonline.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Til að styðja við þessa framþróun hafa nýjar atvinnugreinar verið vistaðar í sérstökum iðngörðum og fríverslunarsvæðum sem bjóða upp á klasastarfssemi ásamt nýsköpunar- og frumkvöðlasetur í viðkomandi atvinnugrein. Alls eru sex slíkir iðngarðar og atvinnuþróunarsvæði í borginni.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/developmentzones.html|title=Development Zones|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small><small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Árið 1992 var stofnað svokallað „Nýhverfi Wuxi“ (WND) nú nefnt Xinwu hverfi, sem nær yfir svæði sem er 220 ferkílómetrar. Þar er ''Wuxi hátæknþróunarsvæðið'', ''Flugiðnaðargarður Wuxi'', og ''„Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“'', svo nokkuð sé nefnt.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Á Jiangyin hátæknisvæðinu sem stofnað var árið 1992, eru leiðandi atvinnugreinar á borð við framleiðslu nýrra málmefniþa, háþróaðs samskiptabúnaðar, og líftæknilyfja.
Önnur dæmi um iðngarða eða sérstök atvinnuvaxtarsvæði eru: ''Xishan efnahags- og tækniþróunarsvæðið''; ''Wuxi Liyuan efnahagsþróunarsvæðið''; ''„Wuxi landslagsborgin“'' (þar sem eru meðal annars: „Stafrænir iðnaðargarðar Wuxi“ og „Ferðaþjónustugarður Wuxi við Tai vatn“); og ''„Jiangsu Jiangyin Lingang efnahagsþróunarsvæðið“''.
== Tengt efni ==
[[Mynd:Nanning Wuxi Anghu Park (15460514486).jpg|alt=Wuxi-óperan, aldargamalt óperuform Xiju, er enn vinsæl. Þar leika karlar bæði kyn í dreifbýlissögum siðferðisátaka og gráðugra húsráðenda. Reynt er að höfða til yngri kynslóða.|upright|thumb|'''Wuxi-óperan''', aldargamalt óperuform Xiju, er enn vinsæl. Þar leika karlar bæði kyn í dreifbýlissögum siðferðisátaka og gráðugra húsráðenda.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2018-04/20/content_36065274.htm|titill=Wuxi Opera|höfundur=2022 China Daily (chinadaily.com.cn).|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government.|ár=22|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-07/21/c_792218.htm|titill=Century-old Xiju Opera still shines|höfundur=2022 China Daily (gowuxi.com)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=21. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
* [http://en.wuxi.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wuxi'''] Yfirgripsmiklar upplýsingar á ensku og kínversku um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur, fréttir, o.fl.
* Vefsíða Wikitravel [https://wikitravel.org/en/Wuxi '''Wuxi'''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/wuxi/ Travel China Guide: '''Wuxi'''] Knappar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Héraðið [[Jiangsu]] í austurhluta [[Kína]].
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wuxi|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wuxi|titill=Britannica: Wuxi|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=10. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
1ynnkef6cnf6rrk7t3olphbegci46q3
1765830
1765826
2022-08-23T15:49:57Z
Dagvidur
4656
/* Atvinnuþróunarsvæði */ Bætti við texta um hugbúnaðarfyrirtæki í Wuxi
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Wuxi-bird-view.PNG|alt=Horft yfir Wuxi borg í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.|hægri|thumb|450x450dp|'''Horft yfir Wuxi borg''' í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.]]
[[Mynd:Wuxi-location-MAP-in-Jiangsu-Province-China.jpg|alt=Staðsetning Wuxi borgar í Jiangsu héraði í Kína.|thumb|'''Staðsetning Wuxi''' í Jiangsu héraði í Kína.]]
[[Mynd:Jichang Yuan.jpg|alt=Jichang garðurinn í Liangxi hverfi Wuxi er frægur kínverskur garður. Hann er sagður fyrirmynd Xiequ garðsins í Sumarhöll Pekingborgar og Guo Ran Da Gong í Yuanming Yuan í Peking.|right|thumb|'''Jichang garðurinn''' í Liangxi hverfi Wuxi er frægur kínverskur garður byggður á tíma Mingveldisins (1368-1644). Hann er sagður fyrirmynd Xiequ garðsins í Sumarhöll Pekingborgar og Guo Ran Da Gong í Yuanming Yuan í Peking.<small><ref>{{Citation|title=Jichang Garden|date=2022-03-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Jichang_Garden&oldid=1075270548|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2021-04/06/c_608850.htm|titill=Ancestral temples of Huishan|höfundur=2022 China Daily (chinadaily.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|ár=2022|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
'''Wuxi''' ''([[kínverska]]:無錫; [[Pinyin|rómönskun:]] Wúxī; (WOO-shee)'' er stórborg í suðurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í austurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].
Wuxi er staðsett meðfram [[Mikliskurður|Miklaskurði]] á mótum þess farvegs við staðbundnar ár nálægt norðausturhorni [[Tai vatn|Tai-vatns]]. Í gegnum borgina liggur þétt net skurða og skipgengra vatnaleiða í suðurhluta [[Jangtse]]<nowiki/>- fljótsins. Borgin er um 135 kílómetra norðvestur af miðborg [[Sjanghæ]], á milli borganna [[Changzhou]] og [[Suzhou]].
Wuxi er fræg sögu- og menningarborg Kína og ein helsta ferðamannaborg landsins. Borgin státar af meira en 3.000 ára sögu og djúpstæðum menningararfi. Hún var heimili Wu-menningar í fornöld og hefur ríka sögulega arfleifð. Í henni eru 31 mikilvægir sögustaðir er njóta verndar ríkisins, 11 staðir sem hafa sterka skírskotun til kínversks menningararfs, auk 60 safna og minnisvarða.
Wuxi er ekki aðeins hefðbundin fisk- og hrísgrjónavatnaborg við Jangtse fljót, heldur einnig vagga nútíma kínverskrar þjóðariðnaðar og ein efnahagsmiðstöða Kína, með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst sterkum einkafyrirtækjum.
Á kínverskan mælikvarða er Wuxi borg hagsældar. Sterk vísbending um efnahagslega velferð er landsframleiðsla á mann. Þar var Wuxi borg árið 2021 efst allra stórra og meðalstórra kínverskra borga Kína.<small><ref name=":3">{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-02/11/c_706654.htm|titill=Wuxi tops Chinese cities in per capita GDP in 2021|höfundur=2022 China Daily - wuxinews.com.cn|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=11. febrúar|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Héraðsborgin Wuxi nær yfir 4.627 ferkílómetra lands. Hún hefur lögsögu yfir 5 hverfum og tveimur sýsluborgum. Árið 2020 bjuggu á stórborgarsvæði Wuxi um 7,5 milljónir manna en 4 milljónir í kjarnaborginni.
==Saga==
[[Mynd:Nanchan Pagoda Wuxi.jpg|alt=Mahavira salur Nanchan búddistahofsins í suðurhluta Wuxi.
|upright|thumb|'''Mahavira salur''' Nanchan [[Búddismi|búddahofsins]] í suðurhluta Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=南禪寺 (無錫)|date=2022-02-13|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E7%A6%AA%E5%AF%BA_(%E7%84%A1%E9%8C%AB)&oldid=70147432|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:MaaguxianshouWXM.jpg|upright|thumb|'''„Magu býður langlífi“''' í Wuxi safninu. Magu er gyðja langlífs og verndari kvenna í fornum kínverskum goðsögnum og [[Daoismi|Taoisma]].<small><ref>{{Citation|title=Magu (deity)|date=2022-04-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Magu_(deity)&oldid=1084177384|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:清光绪年间无锡县城区图.jpg|alt=Kort af Wuxi árið 1881.|upright|thumb|Kort af Wuxi árið 1881.]]
Wuxi státar af meira en 3.000 ára sögu og djúpstæðum menningararfi sem einn af elstu þéttbýlisstöðum við [[Jangtse|Jangtsefljót]]. Borgin er ein vagga Wu-menningar í fornöld og hefur ríka sögulega arfleifð. Wu vísar til þess svæðis í Kína sem miðast við [[Tai vatn|Tai-vatn]] á Jiangnan svæðinu er liggur suður af Jangtse fljóti. <small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
=== Fornsaga ===
Í borginni eru 31 mikilvægir sögustaðir er njóta verndar ríkisins, 11 staðir sem hafa sterka skírskotun til kínversks menningararfs og 60 söfn og minnisvarðar.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-03/25/c_664458.htm|titill=Wuxi. Overview|höfundur=China Daily- 2022|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government.|ár=2022|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Á svokölluðu vor- og hausttímabili í sögu Kína (770–476 f.Kr.) bjuggu staðbundnir Baiyue ættbálkar sem nefndir voru „Gou Wu“ á landsvæði þar sem nútímaborgirnar Wuxi og Suzhou liggja. Þessir ættbálkar mynduðu þorp í hæðunum við votlendið umhverfis Tai-vatn.<small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
Skráð saga Wuxi hófst við lok tíma Shangveldisins (1600–1046 f.Kr.).<small><ref>{{Citation|title=吴国|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%90%B4%E5%9B%BD&oldid=72743972|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-21}}</ref></small> Forn sagnfræðirit Sima Qian sagnfræðings (145 f.Kr.- 91 f.Kr.)<small><ref>{{Citation|title=Records of the Grand Historian|date=2022-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Records_of_the_Grand_Historian&oldid=1099964113|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> greina frá því að Taibo (um 1150 f.Kr.) frændi konungs Zhouveldisins hafi stofnað Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2021-12-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1060598437|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Taibo siðað heimamenn og bætti landbúnað þeirra og áveitustjórn.<small><ref name=":4">{{Vefheimild|url=http://www.chinadaily.com.cn/m/jiangsu/wuxi/pdf/GettoknowWuxithrough10surnames.pdf|titill=Get to know Wuxi through 10 surnames|höfundur=Information Office of Wuxi Municipal Government|útgefandi=Information Office of Wuxi Municipal Government|ár=2017|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Síðar flutti Wu hirðin til Gusu þar sem nútíma Suzhou liggur. Wu-ríkið stóð frá 12. öld f.Kr.– 473 f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=吴国|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%90%B4%E5%9B%BD&oldid=72743972|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2022-08-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1105292388|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
=== Keisaratímar ===
Í tíma Qinveldisins tilheyrði Wuxi Kuaiji-sýslu.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Svæðið í Wuxi var upphaflega þekkt vegna [[Tin|tinnáma]] sem þar voru, en þegar sýslan var stofnuð árið 202 f.Kr. á tímum [[Hanveldið|Vestur-Hanveldisins]] (206 f.Kr.–25 e.Kr.), voru þær námur uppurnar og þéttbýlið fékk fékk því nafnið Wuxi („án tins“). Frá lokum 3. aldar var borgin umdæmi undir stjórn herforingja Biling borgar (síðar nefnd [[Changzhou]]) og hélst svo nema í stuttan tíma undir stjórn [[Júanveldið|Júanveldisins]] (1206– 1368), þegar svæðið var gert að sjálfstæðu héraði.<small><ref name=":0">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wuxi|titill=Encyclopedia Britannica: Wuxi|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia|útgefandi=Britannica, The Editors of Encyclopaedia|mánuður=10. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Frá fyrstu tíð hefur svæðið í kringum [[Tai vatn|Tai-vatn]] verið mjög frjósamt. [[Landbúnaður]] og [[Silki|silkiiðnaður]] blómstraði í Wuxi. Eftir að gerð [[Mikliskurður|Miklaskurðar]] lauk árið 609 varð Wuxi umskipunarmiðstöð fyrir skattkorn ætlað höfuðborginni. Þar myndaðist einn stærsti kornmarkaður Kína, þar sem mikið magn hrísgrjóna var meðhöndlað.<small><ref name=":1">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Þróað hagkerfi hraðaði þéttbýlismyndun. Borgin varð aðsetur afar auðugra kaupmanna og milliliða. Þessi hagsæld viðskipta hafði mikil áhrif á bókmenntir og námstofnanir í svæðinu suðurhluta Jangtse.<small><ref name=":4" /></small> Wuxi varð einn af mikilvægum fæðingarstöðum koparprentunar og Kunqu formi Kínverskrar [[Ópera|óperu]].
Árið 1724 var Wuxi orðin mjög fjölmenn sýsla og því var austurhluti hennar aðskilinn og gerður að Jinkui-sýslu. Bæði Wuxi og Jinkui voru gjörsamlega eyðilögð í [[Taiping-uppreisnin|Taiping-uppreisninni]] (1850-1864), þegar næstum 2/3 íbúanna voru drepnir. Mannfallið var gríðarlegt. Fjöldi „hæfra karlmanna“ í sýslunum, sem hafði verið 339.549 og 258.934 árið 1830, féll niður í 72.053 og 138.008 árið 1865.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> <small><ref>{{Cite book|script-title=zh:江苏省志・人口志|publisher=Fangzhi Publishing House|isbn=978-7-801-22526-9|pages=58–9 |trans-title=Jiangsu Provincial Gazetteer, Volume on Demography|year=1999}}</ref></small>
Á tíma [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1636–1912) blómstraði bómullar- og silkiframleiðsla í Wuxi. Viðskipti jukust með alþjóðlegri opnun „sáttamálahafna“ byggðum á [[Nanking-sáttmálinn|friðarsáttmála]] sem batt enda á [[Fyrra ópíumstríðið|fyrsta ópíumstríðið]] (1839–1842) milli [[Breska heimsveldið|Breska heimsveldisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] í Kína. Þetta voru Sjanghæ árið 1842; og [[Zhejiang|Zhenjiang]] og [[Nanjing]] árið 1858. Woxi naut uppgangs þeirra borga. Hún varð miðstöð textíliðnaðar í Kína. Textílverksmiðjur voru byggðar árið 1894 og silkispólunarstöðvar byggðar árið 1904.
Þegar [[Mikliskurður]] hrundi eftir 1850, hélt Wuxi mikilvægi sínu sem svæðisbundinn hrísgrjónamarkaður. Þaðan var korn flutt til [[Sjanghæ]], um 130 kílómetra til suðausturs; auk sjóleiðarinnar til [[Tianjin]] borgar í norðri. Viðskipti með korn jukust enn frekar eftir 1908 þegar komið var á járnbrautartengingu til Sjanghæ, Zhenjiang og Nanjing í norðvestri.
Jinkui sýsla sameinaðist að nýju Wuxi-sýslu við upphaf lýðveldisins árið 1912.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
=== Lýðveldistími ===
[[Mynd:Bundesarchiv Bild 183-S34828, Japanisch-Chinesischer Krieg.jpg|alt=Japanskir hermenn í Wuxi í desember 1937 á leið til Nanking.|upright|thumb|'''Japanskur innrásarher''' í Wuxi í desember 1937 á leið sinni til Nanking.]]
Þegar seinna [[Seinna stríð Kína og Japans|stríðið við Japan]] braust út árið 1937 varð Wuxi fyrir miklu áfalli. Sjanghæ sem er nálægt Wuxi og mjög tengd efnahagslega, varð fyrir miklum árásum. Verksmiðjur og byggingar urðu fyrir miklu tjóni eða gjöreyðilagðust vegna sprengjuárása japanskra flugvéla.
Eftir sigur gegn Japönum árið 1945 var efnahagur Wuxi endurreistur og fjárfestingar jukust. [[Kínverska borgarastyrjöldin|Borgarastyrjöld]] milli Lýðveldissinna og [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnista]] hafði síðan óhjákvæmilega áhrif á efnahag borgarinnar. Frelsisher kommúnista hertók síðan borgina 23. apríl 1949. Um miðjan júní var yfirtöku borgarinnar í grundvallaratriðum lokið.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
==== Tímar Alþýðulýðveldis ====
[[Mynd:Wuxi_Museum_2018.jpg|alt=Wuxi safnið í Liangxi hverfi er yfirgripsmikið safn staðbundinnar sögu og lista.|upright|thumb|'''Wuxi safnið''' í Liangxi hverfi er yfirgripsmikið safn staðbundinnar sögu og lista.<small><ref>{{Citation|title=无锡博物院|date=2022-02-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%8D%9A%E7%89%A9%E9%99%A2&oldid=69953384|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2020-04/24/c_489066.htm|titill=Wuxi Museum|höfundur=2022 China Daily (wuxinews.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=24. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
Frá 1949 eftir valdatöku kommúnista hefur vægi borgarinnar sem landsbundin viðskiptamiðstöð minnkað, þó að hlutverk hennar sem dreifingar- og söfnunarmiðstöð fyrir Tai vatnasvæðið hafi haldið.<small><ref name=":0" /></small>
Auk viðskipta með hrísgrjón og bómullar- og silkiframleiðslu voru aðrar mikilvægar atvinnugreinar borgarinnar hveitimölun, hrísgrjónavinnsla og olíuvinnsla. Frá fimmta áratug síðustu aldar hefur iðnþróun verið hröð. Textíl- og matvælaiðnaðurinn hefur stækkað og færður til nútímahorfs. Borgin er orðin miðstöð verkfræðiiðnaðar, sérstaklega fyrir vélasmíði auk framleiðslu rafbúnaðar, kapla og textílvéla af ýmsum toga; í seinni tíð hefur framleiðsla lyfja og ýmissa efna orðið æ mikilvægari.<small><ref name=":0" /></small>
Hraðbraut milli Sjanghæ og Nanjing liggur í gegnum borgina, með afreinum sem teygja sig frá borginni til sýsluborga Wuxi, norður til Jiangyin og suðvestur til Yixing. Frá árinu 2004 hefur staðbundinn flugvöllur veitir flugþjónustu til nokkurra stórborga landsins.<small><ref>{{Citation|title=Sunan Shuofang International Airport|date=2022-08-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Sunan_Shuofang_International_Airport&oldid=1105089148|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Árið 2014 opnuðu fyrstu tvær borgarlestarlínur Wuxi. Nú eru þær fjórar og sex aðrar neðanjarðarlínur í undirbúningi.<small><ref>{{Citation|title=Wuxi Metro|date=2022-04-12|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi_Metro&oldid=1082348735|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Ferðaþjónusta hefur orðið sífellt mikilvægari. Umhverfi Wuxi inniheldur marga þekkta fallega staði sem hafa verið varðveittir vandlega, ásamt ýmsum borgargörðum og sögulegum stöðum. Í dag hefur iðnþróun verið takmörkuð nærri [[Tai vatn|Tai-vatni]], sem er eitt helsta aðdráttarafl ferðaþjónustu borgarinnar. Þar var þó iðnaðargarður með sérstakri áherslu á vísindi og tækni stofnaður árið 2006.
=== Borg hagvaxtar og mengunar ===
Með efnahagslegri opnun Kína á síðustu tveimur áratugum síðustu aldar, hefur efnahagur Wuxi náð sér á strik með miklum vexti einkafyrirtækja. Árið 1981 var hún opinberlega skráð sem ein 15 kínverskra borga sem tóku þátt í þessari efnahagslegu opnum og árið 1985 var borgin formlega viðurkennd sem opin borg í sérstöku efnahagssvæði Jangtse óshólmasvæðisins. Í kjölfarið voru fríverslunarsvæði og iðngarðar opnaðir fyrir miklum erlendum fjárfestingum. Wuxi tók þá flugið sem mikil iðnaðar- og viðskiptaborg.<small><ref name=":1" /></small>
Landsframleiðsla á mann er mikilvægur mælikvarði á efnahagslega velferð. Árið 2021 var var Wuxi borg þar í fyrsta sæti allra stórra og meðalstórra borga Kína.<small><ref name=":3" /></small>
Hröð iðnþróun og þéttbýli síðustu áratuga tekið sinn toll á umhverfi. Tai vatn sem er þriðja stærsta ferskvatnsvatn Kína, hefur undanfarin ár verið þjakað af mengun vegna iðnþróunar nærliggjandi svæða.<small><ref>{{Citation|title=Lake Tai|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Lake_Tai&oldid=1098108667|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Förgun efna og skólps úti í vatnið í upphafi 21. aldar hefur valdið myndun eitraðra [[Blágerlar|blágerla]] eða þörungar á yfirborði vatnsins.<small><ref>{{Citation|title=2007年太湖蓝藻污染事件|date=2022-08-02|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=2007%E5%B9%B4%E5%A4%AA%E6%B9%96%E8%93%9D%E8%97%BB%E6%B1%A1%E6%9F%93%E4%BA%8B%E4%BB%B6&oldid=73035341|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-18}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.wilsoncenter.org/publication/taihu-green-wash-or-green-clean|title=Taihu: Green Wash or Green Clean? {{!}} Wilson Center|website=www.wilsoncenter.org|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Það hefur ógnað gæðum drykkjarvatns þeirra sem búa við vatnið. Á síðari árum hafa stjórnvöld ráðist í umfangsmikla hreinsun og verndun vatnsins.<small><ref>{{Cite web|url=https://chinadialogue.net/en/pollution/4767-long-struggle-for-a-cleaner-lake-tai/|title=Long struggle for a cleaner Lake Tai|date=2012-02-14|website=China Dialogue|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Mörgum verksmiðjum hefur nú verið lokað og reglum um umgengni við vatnið hertar til að bæta vatnsgæði og til að ná líffræðilegri endurheimt.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.greenpeace.org/international/story/7040/biological-restoration-of-water-and-land|title=Biological Restoration of water and land|website=Greenpeace International|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Enn er þó mikið starf óunnið í þeim efnum.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.canr.msu.edu/csis/uploads/files/Qin-et-al.-Science-Bulletin-2019.pdf|titill=Why Lake Taihu continues to be plagued with cyanobacterial blooms
through 10 years (2007–2017) efforts|höfundur=Boqiang Qin, Hans W. Paerl, Justin D. Brookes, Jianguo Liu, Erik Jeppesen, Guangwei Zhu, Yunlin Zhang, Hai Xu, Kun Shi, Jianming Deng|útgefandi=Science Bulletin: Volume 64, Issue 6, 30 March 2019, Pages 354-356|mánuður=30. mars|ár=2019|mánuðurskoðað=16. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
==Landafræði==
[[Mynd:Wuxi NASA.png|alt=Þéttbýli Wuxi-borgar sést á þessari gervihnattamynd NASA. Mikliskurður er þar áberandi í borgarmyndinni.|upright|thumb|'''Þéttbýli Wuxi-borgar''' á [[Gervihnattarmynd|gervihnattamynd]] [[NASA]]. Ef grannt er skoðað sést hvað [[Mikliskurður]] er áberandi í borgarmyndinni.]]
[[Mynd:Yixing, Wuxi, Jiangsu, China - panoramio (1).jpg|alt=Bambusskógur í Yixing undirborg Wuxi.|upright|thumb|'''Bambusskógur í Yixing''' undirborg Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Yixing|date=2022-06-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Yixing&oldid=1091495497|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:長廣溪濕地.jpg|alt=Frá Chang Guangxi votlendisgarðinum í Binhu hverfi Wuxi borgar.|upright|thumb|Frá '''Chang Guangxi votlendisgarðinum''' í Binhu hverfi Wuxi borgar.<small><ref>{{Citation|title=长广溪湿地公园|date=2021-10-28|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E9%95%BF%E5%B9%BF%E6%BA%AA%E6%B9%BF%E5%9C%B0%E5%85%AC%E5%9B%AD&oldid=68405406|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Wuxi-borg er staðsett í suðausturhluta [[Jiangsu]]-héraðs. Hún liggur að [[Suzhou]]-borg í austri; með [[Tai vatn|Tai vatnið]] í suðri, handan vatnsins frá Huzhou borg í [[Zhejiang]] héraði; og [[Changzhou]] borg í vestri.
Sýsluborgin Yixing, ein tveggja undirborga Wuxi, er aðskilin frá borginni af Wujin hverfi Changzhou borgar, og hefur sem hólmlenda enga landtenging við Wuxi.
Heildarflatarmál Wuxi er 4.627 ferkílómetrar, þar af eru 782 ferkílómetrar fjöllótt og hæðótt land, sem eru 17% af heildarflatarmáli borgarinnar.
Wuxi er dæmigerður vatnabær í suðurhluta [[Jangtse]]<nowiki/>-fljótsins, með þéttriðið net skurða og vatnaleiða, sem og fjölmörg vötn, er mynda frárennsli, flutninganet og votlendisgarða. Vatnsyfirborðið er 1.342 ferkílómetrar, eða 29% af heildarflatarmáli borgarinnar.<small><ref name=":2">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Í vatnskerfi borgarinnar eru 5.983 árfarvegir með heildarlengd 6.998 kílómetra, þar á meðal Peking-Hangzhou hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]]. Samkvæmt varfærnu mati hafa meira en 1.000 árfarvegir í borgarlandinu verið urðaðir til vegagerðar frá árinu 1949.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Jangtse óshólmasvæðið er láglent landslag sem einkennist af sléttum, yfirleitt undir 3,5 metrum yfir sjávarmáli, þar sem lægsti punktur er undir 2 metrum yfir sjávarmáli. Hluti svæðisins frá norðri til Jiangyin sýsluborgar Wuxi, var Furong vatn í fornöld sem hvarf smám saman á tíma Song- og Mingveldanna.<ref name=":2" />
Mashan svæðið í Binhu hverfi borgarinnar er hæðótt landsvæði við Tai stöðuvatnið; Í Yixing-sýsluborginni eru Yili-fjöll, sem eru lág fjöll og hæðir. Hæsti punkturinn 611,5 metrar er Huangtading fjall í suðri, næsthæsta tinds Jiangsu-héraðs.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-03/25/c_664458_2.htm|title=Overview|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
==Lýðfræði==
[[Mynd:Sanliqiao_Catholic_Church.jpg|alt=Kirkja heilags Jósefs er rómversk-kaþólsk kirkja í Beitang hverfi Wuxi borgar. Upphaflega kirkjan var byggð árið 1640, á tíma Mingveldisins (1368–1644).|upright|thumb|'''Kirkja heilags Jósefs''' er rómversk-kaþólsk kirkja í Beitang hverfi Wuxi borgar. Upphaflega kirkjan var byggð árið 1640, á tíma Mingveldisins (1368–1644).<small><ref>{{Citation|title=Saint Joseph's Church, Wuxi|date=2021-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Saint_Joseph%27s_Church,_Wuxi&oldid=1034206984|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Wuxi borg er fjölmenn borg. Þéttbýlast er miðborgasvæðið (Lianxi, Binhu og Xinwu hverfin, auk aðliggjandi hluta Huishan og Xishan hverfa). Í útjaðrinum, í sýsluborgunum Jiangyin og Yixing, er dreifbýlið meira með þorpum og nýbyggingasvæðum.
Árið 2020 þegar síðasta manntal var gert í Kína, var íbúafjöldi borgarkjarna Wuxi 3.956.985 en íbúafjöldi undir lögsögu borgarinnar var 7.462.135.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://tj.jiangsu.gov.cn/art/2021/5/18/art_80066_9819836.html|titill=Bulletin of the Seventh National Census of Jiangsu Province (No. 2)|höfundur=Jiangsu Provincial Bureau of Statistics|útgefandi=Office of the Leading Group for the Seventh National Census of Jiangsu Province|mánuður=18. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Mikill meirihluti íbúa eru Han-kínverjar, en önnur þjóðarbrot á borð við Hui og Miao þjóðerni eru fámennari. Frumbyggjar Wuxi tala Wuxi mállýskuna eða Suzhou mállýsku.<small><ref>{{Citation|title=Уси|date=2022-08-19|url=https://ru.wikipedia.org/w/index.php?title=%D0%A3%D1%81%D0%B8&oldid=124949730|work=Википедия|language=ru|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Meirihluti þeirra sem trúaðir eru stundar [[Búddismi|búddisma]], [[Daoismi|taóisma]] og [[þjóðtrú]]. Að auki hefur borgin umtalsverð samfélög [[Múslimar|múslima]], [[Kaþólikkar|kaþólikka]] og [[Mótmælendatrú|mótmælenda]].<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
== Stjórnsýsla ==
Undir lögsögu Wuxi borgar eru fimm hverfi og tvær borgir á sýslustigi. Þessi hverfi eru Liangxi, Xishan, Huishan, Xinwu, og Binhu (vatnahverfið). Undirborgirnar eru Jiangyin borg og Yixing borg.
Þessum stjórnsýslueiningum er síðan skipt niður í 73 sveitarfélög, þar af 59 bæi og 24 undirhverfi.
Borgin nær yfir svæði sem er um 4.628 ferkílómetrar og borgarstjórnin hefur aðsetur í Liangxi hverfi.<small><ref>{{Citation|title=无锡市行政区划|date=2022-01-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82%E8%A1%8C%E6%94%BF%E5%8C%BA%E5%88%92&oldid=69788706|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Að auki hefur Wuxi komið á fót eftirfarandi efnahagssvæðum og iðngörðum. Þar á meðal eru: ''Xishan efnahags- og tækniþróunarsvæðið''; ''Wuxi Liyuan efnahagsþróunarsvæðið''; ''„Wuxi landslagsborgin“'' (þar eru á meðal: ''„Stafrænir iðnaðargarðar Wuxi“'' og ''„Ferðaþjónustugarður Wuxi við Tai vatn“''); ''Jiangyin hátæknisvæðið''; og ''„Jiangsu Jiangyin Lingang efnahagsþróunarsvæðið“''.
[[Mynd:Administrative-Division-Wuxi-Jiangsu-China (Icelandic).png|thumb|right|400px|Stjórnsýsluskipting Wuxi-borgar í hverfi og undirborgir ]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Wuxi
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2018 <ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref><ref>{{Citation|title=无锡市行政区划|date=2022-01-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82%E8%A1%8C%E6%94%BF%E5%8C%BA%E5%88%92&oldid=69788706|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Miðborg</small>'''
|-
| align=left | <small>Liangxi hverfi</small>
| align=left | <small>梁溪区</small>
| align=right| <small>961.500</small>
| align=right| <small>72</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Xishan hverfi</small>
| align=left | <small>锡山区</small>
| align=right| <small>707.700</small>
| align=right| <small>399</small>
|-
| align=left | <small>Huishan hverfi</small>
| align=left | </small>惠山区</small>
| align=right| <small>712.200</small>
| align=right| <small>325</small>
|-
| align=left | <small>Binhu hverfi</small>
| align=left | </small>滨湖区</small>
| align=right| <small>716.000</small>
| align=right| <small>628</small>
|-
| align=left | <small>Xinwu hverfi</small>
| align=left | <small>吴江区</small>
| align=right| <small>569.200</small>
| align=right| <small>220</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Jiangyin borg</small>
| align=left | <small>江阴市</small>
| align=right| <small>1.651.800</small>
| align=right| <small>987<small>
|-
| align=left | <small>Yixing borg</small>
| align=left | <small>宜兴市</small>
| align=right| <small>1.256.100</small>
| align=right| <small>1.997</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="2" style="text-align:center; " |'''<small>Alls:</small>'''
| align="right" |'''<small>6.574.500</small>'''
| align="right" |'''<small>4.627</small>'''
|-
| colspan="4" style="text-align:center; " | <small>''Óformlegar stjórnsýsludeildir:Iðngarðar og atvinnuþróunarsvæði''</small>
|}
==Efnahagur og atvinnulíf==
=== Borg vaxtar ===
[[Mynd:Center 66, Wuxi, China.jpg|alt=„Center 66“ er staðsett í Chong'an viðskiptahverfi borgarinnar.|upright|thumb|Byggingin '''„Center 66“''' er í Chong'an miðlægu viðskiptahverfi Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Center 66|date=2022-06-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Center_66&oldid=1094078612|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Á kínverskan mælikvarða er Wuxi borg hagsældar. Hún er svæðisbundin viðskiptamiðstöð með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst sterkum einkafyrirtækjum. Áhersla er á fjölbreytt atvinnulíf með uppbyggingu stórra iðnaðargarða sem eru helgaðir nýjum atvinnugreinum.
Sterk vísbending um efnahagslega velferð er landsframleiðsla á mann. Þar var Wuxi borg árið 2021 efst allra stórra og meðalstórra kínverskra borga. Efnahagur borgarinnar blómstrar með fjölbreyttu atvinnulífi og alþjóðlegum fjárfestingum. Meiri hagsæld þýðir komu erlendra verslunar- og smásölufyrirtækja, á borð við IKEA, Bailian, Apple, svo nokkuð sé nefnt.
Þessi þróun hefur einnig breytt ásýnd Wuxi með æ fleiri skýjakljúfum. Þannig opnuðu þrír slíkir árið 2014: Wuxi IFS (339 metrar), Wuxi Suning Plaza 1 (328 metrar) og Wuxi Maoye City - Marriott Hotel (304 metrar).<small><ref>{{Citation|title=Wuxi|date=2022-08-08|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi&oldid=1103178618|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Citation|title=Center 66|date=2022-06-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Center_66&oldid=1094078612|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Citation|title=无锡茂业城-万豪国际酒店|date=2021-12-19|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E8%8C%82%E4%B8%9A%E5%9F%8E-%E4%B8%87%E8%B1%AA%E5%9B%BD%E9%99%85%E9%85%92%E5%BA%97&oldid=69163185|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
=== Hefðbundin framleiðsla ===
Auk hefðbundinna viðskipta með hrísgrjón og bómullar- og silkiframleiðslu voru aðrar mikilvægar atvinnugreinar borgarinnar framan af hveitimölun, hrísgrjóna- og olíuvinnsla. Frá fimmta áratug síðustu aldar hefur iðnþróun verið hröð. Textíl- og matvælaiðnaðurinn hefur stækkað og færður til nútímahorfs. Borgin er orðin svæðisbundin miðstöð verkfræðiiðnaðar, sérstaklega fyrir vélasmíði auk framleiðslu rafbúnaðar, framleiðslu reiðhjóla- og hemla; kapla og textílvéla af ýmsum toga. Í seinni tíð hefur framleiðsla lyfja og ýmissa efna orðið æ mikilvægari.<small><ref name=":0" /></small>
=== Ferðaþjónusta ===
[[Mynd:Wuxi, Jiangsu - China (13619808523).jpg|alt=Vatnaborgin Wuxi er mikil ferðamannaborg.|upright|thumb|'''Vatnaborgin Wuxi''' er mikil ferðamannaborg.]]
Ferðaþjónusta í borginni er sífellt mikilvægari. Umhverfi Wuxi inniheldur marga þekkta og vel varðveitta staði,borgargarða og sögulega staði. Tai-vatn er eitt helsta aðdráttarafl ferðaþjónustu borgarinnar. Alþjóðlegar hótelkeðjur hafa keppst við að reisa glæsihótel til að anna aukinni eftirspurn: Marriott, Kempinski, Radisson Blu, Sheraton, o.s.frv.
=== Nýjar atvinnugreinar ===
Sterk áhersla er hjá borgaryfirvöldum að gera atvinnulífið enn fjölbreyttara með meiri þátttöku alþjóðlegra fyrirtækja.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/companies.html|title=Companies|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small> Áherslan er á ýmiskonar líftækni, öreindatækni, upplýsingatækni og gagnavinnslu, flug- og samgöngutækni, grænar raforkulausnir á borð við efnarafala fyrir vetnisframleiðslu, sem og iðnhönnun og aðrar skapandi greinar.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2021-03/03/c_598030.htm|titill=Wuxi district looks to develop modern industries|höfundur=2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=3. mars|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small><small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2022-06/23/c_773067.htm|titill=Wuxi's aerospace industry gets boost|höfundur=2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=23. júní|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Til að ýta undir stafræna umbreytingu hefur borgin hvatt til framþróunar iðnaðar byggðum á „Interneti hlutanna“ (IoT), ekki síst á sviði heilbrigðistækni.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2021-09/30/c_665650.htm|titill=IoT industry fuels Wuxi's digital transformation|höfundur=By Liu Tianyang (wuxinews.com.cn) 2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=30. september|ár=2021|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Sama gildir um stafræna tækni í margskonar iðnframleiðslu.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2022-05/11/c_750367.htm|titill=Wuxi boasts thriving industries|höfundur=2022 China Daily (wuxinews.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=11. maí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Atvinnuþróunarsvæði ===
[[Mynd:Ipark5.jpg|alt=Í „Nýhverfi Wuxi“ er „Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“ sem er iðngarður og nýsköpunarsetur fyrir upplýsingatækni.|upright|thumb|Í „Nýhverfi Wuxi“ (Xinwu hverfi) er '''„Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“''' sem er iðngarður og nýsköpunarsetur fyrir upplýsingatækni.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wndonline.cn/2019-07/30/c_482921.htm|title=Wuxi (National) Software Park|website=www.wndonline.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Til að styðja við þessa framþróun hafa nýjar atvinnugreinar verið vistaðar í sérstökum iðngörðum og fríverslunarsvæðum sem bjóða upp á klasastarfssemi ásamt nýsköpunar- og frumkvöðlasetur í viðkomandi atvinnugrein. Alls eru sex slíkir iðngarðar og atvinnuþróunarsvæði í borginni.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/developmentzones.html|title=Development Zones|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small><small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Árið 1992 var stofnað svokallað „Nýhverfi Wuxi“ (WND) nú nefnt Xinwu hverfi, sem nær yfir svæði sem er 220 ferkílómetrar.<small><ref>{{Citation|title=Xinwu District, Wuxi|date=2022-04-17|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Xinwu_District,_Wuxi&oldid=1083254871|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small> Þar er ''Wuxi hátæknþróunarsvæðið'', ''Flugiðnaðargarður Wuxi'', og ''„Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“'', svo nokkuð sé nefnt.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Sem dæmi þá eru þar um 1.000 hugbúnaðar- og útvistunarfyrirtæk á sviði upplýsingatækni, þar á meðal nokkur af stærstu fyrirtækjum heims, eins og Microsoft, Intel, Oracle, IBM, NTT data, Fujitsu, Pactera, ChinaSoft International og Unissoft.<small><ref>{{Citation|title=Xinwu District, Wuxi|date=2022-04-17|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Xinwu_District,_Wuxi&oldid=1083254871|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Á Jiangyin hátæknisvæðinu sem stofnað var árið 1992, eru leiðandi atvinnugreinar á borð við framleiðslu nýrra málmefniþa, háþróaðs samskiptabúnaðar, og líftæknilyfja.
Önnur dæmi um iðngarða eða sérstök atvinnuvaxtarsvæði eru: ''Xishan efnahags- og tækniþróunarsvæðið''; ''Wuxi Liyuan efnahagsþróunarsvæðið''; ''„Wuxi landslagsborgin“'' (þar sem eru meðal annars: „Stafrænir iðnaðargarðar Wuxi“ og „Ferðaþjónustugarður Wuxi við Tai vatn“); og ''„Jiangsu Jiangyin Lingang efnahagsþróunarsvæðið“''.
== Tengt efni ==
[[Mynd:Nanning Wuxi Anghu Park (15460514486).jpg|alt=Wuxi-óperan, aldargamalt óperuform Xiju, er enn vinsæl. Þar leika karlar bæði kyn í dreifbýlissögum siðferðisátaka og gráðugra húsráðenda. Reynt er að höfða til yngri kynslóða.|upright|thumb|'''Wuxi-óperan''', aldargamalt óperuform Xiju, er enn vinsæl. Þar leika karlar bæði kyn í dreifbýlissögum siðferðisátaka og gráðugra húsráðenda.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2018-04/20/content_36065274.htm|titill=Wuxi Opera|höfundur=2022 China Daily (chinadaily.com.cn).|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government.|ár=22|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-07/21/c_792218.htm|titill=Century-old Xiju Opera still shines|höfundur=2022 China Daily (gowuxi.com)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=21. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
* [http://en.wuxi.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wuxi'''] Yfirgripsmiklar upplýsingar á ensku og kínversku um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur, fréttir, o.fl.
* Vefsíða Wikitravel [https://wikitravel.org/en/Wuxi '''Wuxi'''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/wuxi/ Travel China Guide: '''Wuxi'''] Knappar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Héraðið [[Jiangsu]] í austurhluta [[Kína]].
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wuxi|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wuxi|titill=Britannica: Wuxi|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=10. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
9xm3gonad857fbsovht3l1uufjzcdkp
1765832
1765830
2022-08-23T15:52:58Z
Dagvidur
4656
/* Saga */ Bætti við mynd
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Wuxi-bird-view.PNG|alt=Horft yfir Wuxi borg í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.|hægri|thumb|450x450dp|'''Horft yfir Wuxi borg''' í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.]]
[[Mynd:Wuxi-location-MAP-in-Jiangsu-Province-China.jpg|alt=Staðsetning Wuxi borgar í Jiangsu héraði í Kína.|thumb|'''Staðsetning Wuxi''' í Jiangsu héraði í Kína.]]
[[Mynd:Jichang Yuan.jpg|alt=Jichang garðurinn í Liangxi hverfi Wuxi er frægur kínverskur garður. Hann er sagður fyrirmynd Xiequ garðsins í Sumarhöll Pekingborgar og Guo Ran Da Gong í Yuanming Yuan í Peking.|right|thumb|'''Jichang garðurinn''' í Liangxi hverfi Wuxi er frægur kínverskur garður byggður á tíma Mingveldisins (1368-1644). Hann er sagður fyrirmynd Xiequ garðsins í Sumarhöll Pekingborgar og Guo Ran Da Gong í Yuanming Yuan í Peking.<small><ref>{{Citation|title=Jichang Garden|date=2022-03-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Jichang_Garden&oldid=1075270548|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2021-04/06/c_608850.htm|titill=Ancestral temples of Huishan|höfundur=2022 China Daily (chinadaily.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|ár=2022|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
'''Wuxi''' ''([[kínverska]]:無錫; [[Pinyin|rómönskun:]] Wúxī; (WOO-shee)'' er stórborg í suðurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í austurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].
Wuxi er staðsett meðfram [[Mikliskurður|Miklaskurði]] á mótum þess farvegs við staðbundnar ár nálægt norðausturhorni [[Tai vatn|Tai-vatns]]. Í gegnum borgina liggur þétt net skurða og skipgengra vatnaleiða í suðurhluta [[Jangtse]]<nowiki/>- fljótsins. Borgin er um 135 kílómetra norðvestur af miðborg [[Sjanghæ]], á milli borganna [[Changzhou]] og [[Suzhou]].
Wuxi er fræg sögu- og menningarborg Kína og ein helsta ferðamannaborg landsins. Borgin státar af meira en 3.000 ára sögu og djúpstæðum menningararfi. Hún var heimili Wu-menningar í fornöld og hefur ríka sögulega arfleifð. Í henni eru 31 mikilvægir sögustaðir er njóta verndar ríkisins, 11 staðir sem hafa sterka skírskotun til kínversks menningararfs, auk 60 safna og minnisvarða.
Wuxi er ekki aðeins hefðbundin fisk- og hrísgrjónavatnaborg við Jangtse fljót, heldur einnig vagga nútíma kínverskrar þjóðariðnaðar og ein efnahagsmiðstöða Kína, með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst sterkum einkafyrirtækjum.
Á kínverskan mælikvarða er Wuxi borg hagsældar. Sterk vísbending um efnahagslega velferð er landsframleiðsla á mann. Þar var Wuxi borg árið 2021 efst allra stórra og meðalstórra kínverskra borga Kína.<small><ref name=":3">{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-02/11/c_706654.htm|titill=Wuxi tops Chinese cities in per capita GDP in 2021|höfundur=2022 China Daily - wuxinews.com.cn|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=11. febrúar|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Héraðsborgin Wuxi nær yfir 4.627 ferkílómetra lands. Hún hefur lögsögu yfir 5 hverfum og tveimur sýsluborgum. Árið 2020 bjuggu á stórborgarsvæði Wuxi um 7,5 milljónir manna en 4 milljónir í kjarnaborginni.
==Saga==
[[Mynd:Taibo_statue,_Taibo_Temple,_Wuxi.jpg|alt=Stytta af Taibo, í Taibo hofinu í Xinwu hverfi Wuxi. Taibo stofnaði Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.|upright|thumb|'''Stytta af Taibo''' í Taibo hofinu í Xinwu hverfi. Taibo stofnaði Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.]]
[[Mynd:Nanchan Pagoda Wuxi.jpg|alt=Mahavira salur Nanchan búddistahofsins í suðurhluta Wuxi.
|upright|thumb|'''Mahavira salur''' Nanchan [[Búddismi|búddahofsins]] í suðurhluta Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=南禪寺 (無錫)|date=2022-02-13|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E7%A6%AA%E5%AF%BA_(%E7%84%A1%E9%8C%AB)&oldid=70147432|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:MaaguxianshouWXM.jpg|upright|thumb|'''„Magu býður langlífi“''' í Wuxi safninu. Magu er gyðja langlífs og verndari kvenna í fornum kínverskum goðsögnum og [[Daoismi|Taoisma]].<small><ref>{{Citation|title=Magu (deity)|date=2022-04-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Magu_(deity)&oldid=1084177384|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:清光绪年间无锡县城区图.jpg|alt=Kort af Wuxi árið 1881.|upright|thumb|Kort af Wuxi árið 1881.]]
Wuxi státar af meira en 3.000 ára sögu og djúpstæðum menningararfi sem einn af elstu þéttbýlisstöðum við [[Jangtse|Jangtsefljót]]. Borgin er ein vagga Wu-menningar í fornöld og hefur ríka sögulega arfleifð. Wu vísar til þess svæðis í Kína sem miðast við [[Tai vatn|Tai-vatn]] á Jiangnan svæðinu er liggur suður af Jangtse fljóti. <small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
=== Fornsaga ===
Í borginni eru 31 mikilvægir sögustaðir er njóta verndar ríkisins, 11 staðir sem hafa sterka skírskotun til kínversks menningararfs og 60 söfn og minnisvarðar.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-03/25/c_664458.htm|titill=Wuxi. Overview|höfundur=China Daily- 2022|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government.|ár=2022|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Á svokölluðu vor- og hausttímabili í sögu Kína (770–476 f.Kr.) bjuggu staðbundnir Baiyue ættbálkar sem nefndir voru „Gou Wu“ á landsvæði þar sem nútímaborgirnar Wuxi og Suzhou liggja. Þessir ættbálkar mynduðu þorp í hæðunum við votlendið umhverfis Tai-vatn.<small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
Skráð saga Wuxi hófst við lok tíma Shangveldisins (1600–1046 f.Kr.).<small><ref>{{Citation|title=吴国|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%90%B4%E5%9B%BD&oldid=72743972|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-21}}</ref></small> Forn sagnfræðirit Sima Qian sagnfræðings (145 f.Kr.- 91 f.Kr.)<small><ref>{{Citation|title=Records of the Grand Historian|date=2022-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Records_of_the_Grand_Historian&oldid=1099964113|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> greina frá því að Taibo (um 1150 f.Kr.) frændi konungs Zhouveldisins hafi stofnað Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2021-12-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1060598437|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Taibo siðað heimamenn og bætti landbúnað þeirra og áveitustjórn.<small><ref name=":4">{{Vefheimild|url=http://www.chinadaily.com.cn/m/jiangsu/wuxi/pdf/GettoknowWuxithrough10surnames.pdf|titill=Get to know Wuxi through 10 surnames|höfundur=Information Office of Wuxi Municipal Government|útgefandi=Information Office of Wuxi Municipal Government|ár=2017|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Síðar flutti Wu hirðin til Gusu þar sem nútíma Suzhou liggur. Wu-ríkið stóð frá 12. öld f.Kr.– 473 f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=吴国|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%90%B4%E5%9B%BD&oldid=72743972|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2022-08-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1105292388|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
=== Keisaratímar ===
Í tíma Qinveldisins tilheyrði Wuxi Kuaiji-sýslu.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Svæðið í Wuxi var upphaflega þekkt vegna [[Tin|tinnáma]] sem þar voru, en þegar sýslan var stofnuð árið 202 f.Kr. á tímum [[Hanveldið|Vestur-Hanveldisins]] (206 f.Kr.–25 e.Kr.), voru þær námur uppurnar og þéttbýlið fékk fékk því nafnið Wuxi („án tins“). Frá lokum 3. aldar var borgin umdæmi undir stjórn herforingja Biling borgar (síðar nefnd [[Changzhou]]) og hélst svo nema í stuttan tíma undir stjórn [[Júanveldið|Júanveldisins]] (1206– 1368), þegar svæðið var gert að sjálfstæðu héraði.<small><ref name=":0">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wuxi|titill=Encyclopedia Britannica: Wuxi|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia|útgefandi=Britannica, The Editors of Encyclopaedia|mánuður=10. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Frá fyrstu tíð hefur svæðið í kringum [[Tai vatn|Tai-vatn]] verið mjög frjósamt. [[Landbúnaður]] og [[Silki|silkiiðnaður]] blómstraði í Wuxi. Eftir að gerð [[Mikliskurður|Miklaskurðar]] lauk árið 609 varð Wuxi umskipunarmiðstöð fyrir skattkorn ætlað höfuðborginni. Þar myndaðist einn stærsti kornmarkaður Kína, þar sem mikið magn hrísgrjóna var meðhöndlað.<small><ref name=":1">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Þróað hagkerfi hraðaði þéttbýlismyndun. Borgin varð aðsetur afar auðugra kaupmanna og milliliða. Þessi hagsæld viðskipta hafði mikil áhrif á bókmenntir og námstofnanir í svæðinu suðurhluta Jangtse.<small><ref name=":4" /></small> Wuxi varð einn af mikilvægum fæðingarstöðum koparprentunar og Kunqu formi Kínverskrar [[Ópera|óperu]].
Árið 1724 var Wuxi orðin mjög fjölmenn sýsla og því var austurhluti hennar aðskilinn og gerður að Jinkui-sýslu. Bæði Wuxi og Jinkui voru gjörsamlega eyðilögð í [[Taiping-uppreisnin|Taiping-uppreisninni]] (1850-1864), þegar næstum 2/3 íbúanna voru drepnir. Mannfallið var gríðarlegt. Fjöldi „hæfra karlmanna“ í sýslunum, sem hafði verið 339.549 og 258.934 árið 1830, féll niður í 72.053 og 138.008 árið 1865.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> <small><ref>{{Cite book|script-title=zh:江苏省志・人口志|publisher=Fangzhi Publishing House|isbn=978-7-801-22526-9|pages=58–9 |trans-title=Jiangsu Provincial Gazetteer, Volume on Demography|year=1999}}</ref></small>
Á tíma [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1636–1912) blómstraði bómullar- og silkiframleiðsla í Wuxi. Viðskipti jukust með alþjóðlegri opnun „sáttamálahafna“ byggðum á [[Nanking-sáttmálinn|friðarsáttmála]] sem batt enda á [[Fyrra ópíumstríðið|fyrsta ópíumstríðið]] (1839–1842) milli [[Breska heimsveldið|Breska heimsveldisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] í Kína. Þetta voru Sjanghæ árið 1842; og [[Zhejiang|Zhenjiang]] og [[Nanjing]] árið 1858. Woxi naut uppgangs þeirra borga. Hún varð miðstöð textíliðnaðar í Kína. Textílverksmiðjur voru byggðar árið 1894 og silkispólunarstöðvar byggðar árið 1904.
Þegar [[Mikliskurður]] hrundi eftir 1850, hélt Wuxi mikilvægi sínu sem svæðisbundinn hrísgrjónamarkaður. Þaðan var korn flutt til [[Sjanghæ]], um 130 kílómetra til suðausturs; auk sjóleiðarinnar til [[Tianjin]] borgar í norðri. Viðskipti með korn jukust enn frekar eftir 1908 þegar komið var á járnbrautartengingu til Sjanghæ, Zhenjiang og Nanjing í norðvestri.
Jinkui sýsla sameinaðist að nýju Wuxi-sýslu við upphaf lýðveldisins árið 1912.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
=== Lýðveldistími ===
[[Mynd:Bundesarchiv Bild 183-S34828, Japanisch-Chinesischer Krieg.jpg|alt=Japanskir hermenn í Wuxi í desember 1937 á leið til Nanking.|upright|thumb|'''Japanskur innrásarher''' í Wuxi í desember 1937 á leið sinni til Nanking.]]
Þegar seinna [[Seinna stríð Kína og Japans|stríðið við Japan]] braust út árið 1937 varð Wuxi fyrir miklu áfalli. Sjanghæ sem er nálægt Wuxi og mjög tengd efnahagslega, varð fyrir miklum árásum. Verksmiðjur og byggingar urðu fyrir miklu tjóni eða gjöreyðilagðust vegna sprengjuárása japanskra flugvéla.
Eftir sigur gegn Japönum árið 1945 var efnahagur Wuxi endurreistur og fjárfestingar jukust. [[Kínverska borgarastyrjöldin|Borgarastyrjöld]] milli Lýðveldissinna og [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnista]] hafði síðan óhjákvæmilega áhrif á efnahag borgarinnar. Frelsisher kommúnista hertók síðan borgina 23. apríl 1949. Um miðjan júní var yfirtöku borgarinnar í grundvallaratriðum lokið.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
==== Tímar Alþýðulýðveldis ====
[[Mynd:Wuxi_Museum_2018.jpg|alt=Wuxi safnið í Liangxi hverfi er yfirgripsmikið safn staðbundinnar sögu og lista.|upright|thumb|'''Wuxi safnið''' í Liangxi hverfi er yfirgripsmikið safn staðbundinnar sögu og lista.<small><ref>{{Citation|title=无锡博物院|date=2022-02-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%8D%9A%E7%89%A9%E9%99%A2&oldid=69953384|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2020-04/24/c_489066.htm|titill=Wuxi Museum|höfundur=2022 China Daily (wuxinews.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=24. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
Frá 1949 eftir valdatöku kommúnista hefur vægi borgarinnar sem landsbundin viðskiptamiðstöð minnkað, þó að hlutverk hennar sem dreifingar- og söfnunarmiðstöð fyrir Tai vatnasvæðið hafi haldið.<small><ref name=":0" /></small>
Auk viðskipta með hrísgrjón og bómullar- og silkiframleiðslu voru aðrar mikilvægar atvinnugreinar borgarinnar hveitimölun, hrísgrjónavinnsla og olíuvinnsla. Frá fimmta áratug síðustu aldar hefur iðnþróun verið hröð. Textíl- og matvælaiðnaðurinn hefur stækkað og færður til nútímahorfs. Borgin er orðin miðstöð verkfræðiiðnaðar, sérstaklega fyrir vélasmíði auk framleiðslu rafbúnaðar, kapla og textílvéla af ýmsum toga; í seinni tíð hefur framleiðsla lyfja og ýmissa efna orðið æ mikilvægari.<small><ref name=":0" /></small>
Hraðbraut milli Sjanghæ og Nanjing liggur í gegnum borgina, með afreinum sem teygja sig frá borginni til sýsluborga Wuxi, norður til Jiangyin og suðvestur til Yixing. Frá árinu 2004 hefur staðbundinn flugvöllur veitir flugþjónustu til nokkurra stórborga landsins.<small><ref>{{Citation|title=Sunan Shuofang International Airport|date=2022-08-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Sunan_Shuofang_International_Airport&oldid=1105089148|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Árið 2014 opnuðu fyrstu tvær borgarlestarlínur Wuxi. Nú eru þær fjórar og sex aðrar neðanjarðarlínur í undirbúningi.<small><ref>{{Citation|title=Wuxi Metro|date=2022-04-12|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi_Metro&oldid=1082348735|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Ferðaþjónusta hefur orðið sífellt mikilvægari. Umhverfi Wuxi inniheldur marga þekkta fallega staði sem hafa verið varðveittir vandlega, ásamt ýmsum borgargörðum og sögulegum stöðum. Í dag hefur iðnþróun verið takmörkuð nærri [[Tai vatn|Tai-vatni]], sem er eitt helsta aðdráttarafl ferðaþjónustu borgarinnar. Þar var þó iðnaðargarður með sérstakri áherslu á vísindi og tækni stofnaður árið 2006.
=== Borg hagvaxtar og mengunar ===
Með efnahagslegri opnun Kína á síðustu tveimur áratugum síðustu aldar, hefur efnahagur Wuxi náð sér á strik með miklum vexti einkafyrirtækja. Árið 1981 var hún opinberlega skráð sem ein 15 kínverskra borga sem tóku þátt í þessari efnahagslegu opnum og árið 1985 var borgin formlega viðurkennd sem opin borg í sérstöku efnahagssvæði Jangtse óshólmasvæðisins. Í kjölfarið voru fríverslunarsvæði og iðngarðar opnaðir fyrir miklum erlendum fjárfestingum. Wuxi tók þá flugið sem mikil iðnaðar- og viðskiptaborg.<small><ref name=":1" /></small>
Landsframleiðsla á mann er mikilvægur mælikvarði á efnahagslega velferð. Árið 2021 var var Wuxi borg þar í fyrsta sæti allra stórra og meðalstórra borga Kína.<small><ref name=":3" /></small>
Hröð iðnþróun og þéttbýli síðustu áratuga tekið sinn toll á umhverfi. Tai vatn sem er þriðja stærsta ferskvatnsvatn Kína, hefur undanfarin ár verið þjakað af mengun vegna iðnþróunar nærliggjandi svæða.<small><ref>{{Citation|title=Lake Tai|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Lake_Tai&oldid=1098108667|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Förgun efna og skólps úti í vatnið í upphafi 21. aldar hefur valdið myndun eitraðra [[Blágerlar|blágerla]] eða þörungar á yfirborði vatnsins.<small><ref>{{Citation|title=2007年太湖蓝藻污染事件|date=2022-08-02|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=2007%E5%B9%B4%E5%A4%AA%E6%B9%96%E8%93%9D%E8%97%BB%E6%B1%A1%E6%9F%93%E4%BA%8B%E4%BB%B6&oldid=73035341|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-18}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.wilsoncenter.org/publication/taihu-green-wash-or-green-clean|title=Taihu: Green Wash or Green Clean? {{!}} Wilson Center|website=www.wilsoncenter.org|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Það hefur ógnað gæðum drykkjarvatns þeirra sem búa við vatnið. Á síðari árum hafa stjórnvöld ráðist í umfangsmikla hreinsun og verndun vatnsins.<small><ref>{{Cite web|url=https://chinadialogue.net/en/pollution/4767-long-struggle-for-a-cleaner-lake-tai/|title=Long struggle for a cleaner Lake Tai|date=2012-02-14|website=China Dialogue|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Mörgum verksmiðjum hefur nú verið lokað og reglum um umgengni við vatnið hertar til að bæta vatnsgæði og til að ná líffræðilegri endurheimt.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.greenpeace.org/international/story/7040/biological-restoration-of-water-and-land|title=Biological Restoration of water and land|website=Greenpeace International|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Enn er þó mikið starf óunnið í þeim efnum.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.canr.msu.edu/csis/uploads/files/Qin-et-al.-Science-Bulletin-2019.pdf|titill=Why Lake Taihu continues to be plagued with cyanobacterial blooms
through 10 years (2007–2017) efforts|höfundur=Boqiang Qin, Hans W. Paerl, Justin D. Brookes, Jianguo Liu, Erik Jeppesen, Guangwei Zhu, Yunlin Zhang, Hai Xu, Kun Shi, Jianming Deng|útgefandi=Science Bulletin: Volume 64, Issue 6, 30 March 2019, Pages 354-356|mánuður=30. mars|ár=2019|mánuðurskoðað=16. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
==Landafræði==
[[Mynd:Wuxi NASA.png|alt=Þéttbýli Wuxi-borgar sést á þessari gervihnattamynd NASA. Mikliskurður er þar áberandi í borgarmyndinni.|upright|thumb|'''Þéttbýli Wuxi-borgar''' á [[Gervihnattarmynd|gervihnattamynd]] [[NASA]]. Ef grannt er skoðað sést hvað [[Mikliskurður]] er áberandi í borgarmyndinni.]]
[[Mynd:Yixing, Wuxi, Jiangsu, China - panoramio (1).jpg|alt=Bambusskógur í Yixing undirborg Wuxi.|upright|thumb|'''Bambusskógur í Yixing''' undirborg Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Yixing|date=2022-06-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Yixing&oldid=1091495497|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:長廣溪濕地.jpg|alt=Frá Chang Guangxi votlendisgarðinum í Binhu hverfi Wuxi borgar.|upright|thumb|Frá '''Chang Guangxi votlendisgarðinum''' í Binhu hverfi Wuxi borgar.<small><ref>{{Citation|title=长广溪湿地公园|date=2021-10-28|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E9%95%BF%E5%B9%BF%E6%BA%AA%E6%B9%BF%E5%9C%B0%E5%85%AC%E5%9B%AD&oldid=68405406|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Wuxi-borg er staðsett í suðausturhluta [[Jiangsu]]-héraðs. Hún liggur að [[Suzhou]]-borg í austri; með [[Tai vatn|Tai vatnið]] í suðri, handan vatnsins frá Huzhou borg í [[Zhejiang]] héraði; og [[Changzhou]] borg í vestri.
Sýsluborgin Yixing, ein tveggja undirborga Wuxi, er aðskilin frá borginni af Wujin hverfi Changzhou borgar, og hefur sem hólmlenda enga landtenging við Wuxi.
Heildarflatarmál Wuxi er 4.627 ferkílómetrar, þar af eru 782 ferkílómetrar fjöllótt og hæðótt land, sem eru 17% af heildarflatarmáli borgarinnar.
Wuxi er dæmigerður vatnabær í suðurhluta [[Jangtse]]<nowiki/>-fljótsins, með þéttriðið net skurða og vatnaleiða, sem og fjölmörg vötn, er mynda frárennsli, flutninganet og votlendisgarða. Vatnsyfirborðið er 1.342 ferkílómetrar, eða 29% af heildarflatarmáli borgarinnar.<small><ref name=":2">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Í vatnskerfi borgarinnar eru 5.983 árfarvegir með heildarlengd 6.998 kílómetra, þar á meðal Peking-Hangzhou hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]]. Samkvæmt varfærnu mati hafa meira en 1.000 árfarvegir í borgarlandinu verið urðaðir til vegagerðar frá árinu 1949.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Jangtse óshólmasvæðið er láglent landslag sem einkennist af sléttum, yfirleitt undir 3,5 metrum yfir sjávarmáli, þar sem lægsti punktur er undir 2 metrum yfir sjávarmáli. Hluti svæðisins frá norðri til Jiangyin sýsluborgar Wuxi, var Furong vatn í fornöld sem hvarf smám saman á tíma Song- og Mingveldanna.<ref name=":2" />
Mashan svæðið í Binhu hverfi borgarinnar er hæðótt landsvæði við Tai stöðuvatnið; Í Yixing-sýsluborginni eru Yili-fjöll, sem eru lág fjöll og hæðir. Hæsti punkturinn 611,5 metrar er Huangtading fjall í suðri, næsthæsta tinds Jiangsu-héraðs.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-03/25/c_664458_2.htm|title=Overview|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
==Lýðfræði==
[[Mynd:Sanliqiao_Catholic_Church.jpg|alt=Kirkja heilags Jósefs er rómversk-kaþólsk kirkja í Beitang hverfi Wuxi borgar. Upphaflega kirkjan var byggð árið 1640, á tíma Mingveldisins (1368–1644).|upright|thumb|'''Kirkja heilags Jósefs''' er rómversk-kaþólsk kirkja í Beitang hverfi Wuxi borgar. Upphaflega kirkjan var byggð árið 1640, á tíma Mingveldisins (1368–1644).<small><ref>{{Citation|title=Saint Joseph's Church, Wuxi|date=2021-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Saint_Joseph%27s_Church,_Wuxi&oldid=1034206984|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Wuxi borg er fjölmenn borg. Þéttbýlast er miðborgasvæðið (Lianxi, Binhu og Xinwu hverfin, auk aðliggjandi hluta Huishan og Xishan hverfa). Í útjaðrinum, í sýsluborgunum Jiangyin og Yixing, er dreifbýlið meira með þorpum og nýbyggingasvæðum.
Árið 2020 þegar síðasta manntal var gert í Kína, var íbúafjöldi borgarkjarna Wuxi 3.956.985 en íbúafjöldi undir lögsögu borgarinnar var 7.462.135.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://tj.jiangsu.gov.cn/art/2021/5/18/art_80066_9819836.html|titill=Bulletin of the Seventh National Census of Jiangsu Province (No. 2)|höfundur=Jiangsu Provincial Bureau of Statistics|útgefandi=Office of the Leading Group for the Seventh National Census of Jiangsu Province|mánuður=18. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Mikill meirihluti íbúa eru Han-kínverjar, en önnur þjóðarbrot á borð við Hui og Miao þjóðerni eru fámennari. Frumbyggjar Wuxi tala Wuxi mállýskuna eða Suzhou mállýsku.<small><ref>{{Citation|title=Уси|date=2022-08-19|url=https://ru.wikipedia.org/w/index.php?title=%D0%A3%D1%81%D0%B8&oldid=124949730|work=Википедия|language=ru|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Meirihluti þeirra sem trúaðir eru stundar [[Búddismi|búddisma]], [[Daoismi|taóisma]] og [[þjóðtrú]]. Að auki hefur borgin umtalsverð samfélög [[Múslimar|múslima]], [[Kaþólikkar|kaþólikka]] og [[Mótmælendatrú|mótmælenda]].<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
== Stjórnsýsla ==
Undir lögsögu Wuxi borgar eru fimm hverfi og tvær borgir á sýslustigi. Þessi hverfi eru Liangxi, Xishan, Huishan, Xinwu, og Binhu (vatnahverfið). Undirborgirnar eru Jiangyin borg og Yixing borg.
Þessum stjórnsýslueiningum er síðan skipt niður í 73 sveitarfélög, þar af 59 bæi og 24 undirhverfi.
Borgin nær yfir svæði sem er um 4.628 ferkílómetrar og borgarstjórnin hefur aðsetur í Liangxi hverfi.<small><ref>{{Citation|title=无锡市行政区划|date=2022-01-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82%E8%A1%8C%E6%94%BF%E5%8C%BA%E5%88%92&oldid=69788706|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Að auki hefur Wuxi komið á fót eftirfarandi efnahagssvæðum og iðngörðum. Þar á meðal eru: ''Xishan efnahags- og tækniþróunarsvæðið''; ''Wuxi Liyuan efnahagsþróunarsvæðið''; ''„Wuxi landslagsborgin“'' (þar eru á meðal: ''„Stafrænir iðnaðargarðar Wuxi“'' og ''„Ferðaþjónustugarður Wuxi við Tai vatn“''); ''Jiangyin hátæknisvæðið''; og ''„Jiangsu Jiangyin Lingang efnahagsþróunarsvæðið“''.
[[Mynd:Administrative-Division-Wuxi-Jiangsu-China (Icelandic).png|thumb|right|400px|Stjórnsýsluskipting Wuxi-borgar í hverfi og undirborgir ]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Wuxi
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2018 <ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref><ref>{{Citation|title=无锡市行政区划|date=2022-01-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82%E8%A1%8C%E6%94%BF%E5%8C%BA%E5%88%92&oldid=69788706|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Miðborg</small>'''
|-
| align=left | <small>Liangxi hverfi</small>
| align=left | <small>梁溪区</small>
| align=right| <small>961.500</small>
| align=right| <small>72</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Xishan hverfi</small>
| align=left | <small>锡山区</small>
| align=right| <small>707.700</small>
| align=right| <small>399</small>
|-
| align=left | <small>Huishan hverfi</small>
| align=left | </small>惠山区</small>
| align=right| <small>712.200</small>
| align=right| <small>325</small>
|-
| align=left | <small>Binhu hverfi</small>
| align=left | </small>滨湖区</small>
| align=right| <small>716.000</small>
| align=right| <small>628</small>
|-
| align=left | <small>Xinwu hverfi</small>
| align=left | <small>吴江区</small>
| align=right| <small>569.200</small>
| align=right| <small>220</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Jiangyin borg</small>
| align=left | <small>江阴市</small>
| align=right| <small>1.651.800</small>
| align=right| <small>987<small>
|-
| align=left | <small>Yixing borg</small>
| align=left | <small>宜兴市</small>
| align=right| <small>1.256.100</small>
| align=right| <small>1.997</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="2" style="text-align:center; " |'''<small>Alls:</small>'''
| align="right" |'''<small>6.574.500</small>'''
| align="right" |'''<small>4.627</small>'''
|-
| colspan="4" style="text-align:center; " | <small>''Óformlegar stjórnsýsludeildir:Iðngarðar og atvinnuþróunarsvæði''</small>
|}
==Efnahagur og atvinnulíf==
=== Borg vaxtar ===
[[Mynd:Center 66, Wuxi, China.jpg|alt=„Center 66“ er staðsett í Chong'an viðskiptahverfi borgarinnar.|upright|thumb|Byggingin '''„Center 66“''' er í Chong'an miðlægu viðskiptahverfi Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Center 66|date=2022-06-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Center_66&oldid=1094078612|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Á kínverskan mælikvarða er Wuxi borg hagsældar. Hún er svæðisbundin viðskiptamiðstöð með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst sterkum einkafyrirtækjum. Áhersla er á fjölbreytt atvinnulíf með uppbyggingu stórra iðnaðargarða sem eru helgaðir nýjum atvinnugreinum.
Sterk vísbending um efnahagslega velferð er landsframleiðsla á mann. Þar var Wuxi borg árið 2021 efst allra stórra og meðalstórra kínverskra borga. Efnahagur borgarinnar blómstrar með fjölbreyttu atvinnulífi og alþjóðlegum fjárfestingum. Meiri hagsæld þýðir komu erlendra verslunar- og smásölufyrirtækja, á borð við IKEA, Bailian, Apple, svo nokkuð sé nefnt.
Þessi þróun hefur einnig breytt ásýnd Wuxi með æ fleiri skýjakljúfum. Þannig opnuðu þrír slíkir árið 2014: Wuxi IFS (339 metrar), Wuxi Suning Plaza 1 (328 metrar) og Wuxi Maoye City - Marriott Hotel (304 metrar).<small><ref>{{Citation|title=Wuxi|date=2022-08-08|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi&oldid=1103178618|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Citation|title=Center 66|date=2022-06-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Center_66&oldid=1094078612|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Citation|title=无锡茂业城-万豪国际酒店|date=2021-12-19|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E8%8C%82%E4%B8%9A%E5%9F%8E-%E4%B8%87%E8%B1%AA%E5%9B%BD%E9%99%85%E9%85%92%E5%BA%97&oldid=69163185|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
=== Hefðbundin framleiðsla ===
Auk hefðbundinna viðskipta með hrísgrjón og bómullar- og silkiframleiðslu voru aðrar mikilvægar atvinnugreinar borgarinnar framan af hveitimölun, hrísgrjóna- og olíuvinnsla. Frá fimmta áratug síðustu aldar hefur iðnþróun verið hröð. Textíl- og matvælaiðnaðurinn hefur stækkað og færður til nútímahorfs. Borgin er orðin svæðisbundin miðstöð verkfræðiiðnaðar, sérstaklega fyrir vélasmíði auk framleiðslu rafbúnaðar, framleiðslu reiðhjóla- og hemla; kapla og textílvéla af ýmsum toga. Í seinni tíð hefur framleiðsla lyfja og ýmissa efna orðið æ mikilvægari.<small><ref name=":0" /></small>
=== Ferðaþjónusta ===
[[Mynd:Wuxi, Jiangsu - China (13619808523).jpg|alt=Vatnaborgin Wuxi er mikil ferðamannaborg.|upright|thumb|'''Vatnaborgin Wuxi''' er mikil ferðamannaborg.]]
Ferðaþjónusta í borginni er sífellt mikilvægari. Umhverfi Wuxi inniheldur marga þekkta og vel varðveitta staði,borgargarða og sögulega staði. Tai-vatn er eitt helsta aðdráttarafl ferðaþjónustu borgarinnar. Alþjóðlegar hótelkeðjur hafa keppst við að reisa glæsihótel til að anna aukinni eftirspurn: Marriott, Kempinski, Radisson Blu, Sheraton, o.s.frv.
=== Nýjar atvinnugreinar ===
Sterk áhersla er hjá borgaryfirvöldum að gera atvinnulífið enn fjölbreyttara með meiri þátttöku alþjóðlegra fyrirtækja.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/companies.html|title=Companies|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small> Áherslan er á ýmiskonar líftækni, öreindatækni, upplýsingatækni og gagnavinnslu, flug- og samgöngutækni, grænar raforkulausnir á borð við efnarafala fyrir vetnisframleiðslu, sem og iðnhönnun og aðrar skapandi greinar.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2021-03/03/c_598030.htm|titill=Wuxi district looks to develop modern industries|höfundur=2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=3. mars|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small><small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2022-06/23/c_773067.htm|titill=Wuxi's aerospace industry gets boost|höfundur=2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=23. júní|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Til að ýta undir stafræna umbreytingu hefur borgin hvatt til framþróunar iðnaðar byggðum á „Interneti hlutanna“ (IoT), ekki síst á sviði heilbrigðistækni.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2021-09/30/c_665650.htm|titill=IoT industry fuels Wuxi's digital transformation|höfundur=By Liu Tianyang (wuxinews.com.cn) 2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=30. september|ár=2021|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Sama gildir um stafræna tækni í margskonar iðnframleiðslu.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2022-05/11/c_750367.htm|titill=Wuxi boasts thriving industries|höfundur=2022 China Daily (wuxinews.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=11. maí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Atvinnuþróunarsvæði ===
[[Mynd:Ipark5.jpg|alt=Í „Nýhverfi Wuxi“ er „Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“ sem er iðngarður og nýsköpunarsetur fyrir upplýsingatækni.|upright|thumb|Í „Nýhverfi Wuxi“ (Xinwu hverfi) er '''„Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“''' sem er iðngarður og nýsköpunarsetur fyrir upplýsingatækni.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wndonline.cn/2019-07/30/c_482921.htm|title=Wuxi (National) Software Park|website=www.wndonline.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Til að styðja við þessa framþróun hafa nýjar atvinnugreinar verið vistaðar í sérstökum iðngörðum og fríverslunarsvæðum sem bjóða upp á klasastarfssemi ásamt nýsköpunar- og frumkvöðlasetur í viðkomandi atvinnugrein. Alls eru sex slíkir iðngarðar og atvinnuþróunarsvæði í borginni.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/developmentzones.html|title=Development Zones|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small><small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Árið 1992 var stofnað svokallað „Nýhverfi Wuxi“ (WND) nú nefnt Xinwu hverfi, sem nær yfir svæði sem er 220 ferkílómetrar.<small><ref>{{Citation|title=Xinwu District, Wuxi|date=2022-04-17|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Xinwu_District,_Wuxi&oldid=1083254871|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small> Þar er ''Wuxi hátæknþróunarsvæðið'', ''Flugiðnaðargarður Wuxi'', og ''„Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“'', svo nokkuð sé nefnt.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Sem dæmi þá eru þar um 1.000 hugbúnaðar- og útvistunarfyrirtæk á sviði upplýsingatækni, þar á meðal nokkur af stærstu fyrirtækjum heims, eins og Microsoft, Intel, Oracle, IBM, NTT data, Fujitsu, Pactera, ChinaSoft International og Unissoft.<small><ref>{{Citation|title=Xinwu District, Wuxi|date=2022-04-17|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Xinwu_District,_Wuxi&oldid=1083254871|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Á Jiangyin hátæknisvæðinu sem stofnað var árið 1992, eru leiðandi atvinnugreinar á borð við framleiðslu nýrra málmefniþa, háþróaðs samskiptabúnaðar, og líftæknilyfja.
Önnur dæmi um iðngarða eða sérstök atvinnuvaxtarsvæði eru: ''Xishan efnahags- og tækniþróunarsvæðið''; ''Wuxi Liyuan efnahagsþróunarsvæðið''; ''„Wuxi landslagsborgin“'' (þar sem eru meðal annars: „Stafrænir iðnaðargarðar Wuxi“ og „Ferðaþjónustugarður Wuxi við Tai vatn“); og ''„Jiangsu Jiangyin Lingang efnahagsþróunarsvæðið“''.
== Tengt efni ==
[[Mynd:Nanning Wuxi Anghu Park (15460514486).jpg|alt=Wuxi-óperan, aldargamalt óperuform Xiju, er enn vinsæl. Þar leika karlar bæði kyn í dreifbýlissögum siðferðisátaka og gráðugra húsráðenda. Reynt er að höfða til yngri kynslóða.|upright|thumb|'''Wuxi-óperan''', aldargamalt óperuform Xiju, er enn vinsæl. Þar leika karlar bæði kyn í dreifbýlissögum siðferðisátaka og gráðugra húsráðenda.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2018-04/20/content_36065274.htm|titill=Wuxi Opera|höfundur=2022 China Daily (chinadaily.com.cn).|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government.|ár=22|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-07/21/c_792218.htm|titill=Century-old Xiju Opera still shines|höfundur=2022 China Daily (gowuxi.com)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=21. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
* [http://en.wuxi.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wuxi'''] Yfirgripsmiklar upplýsingar á ensku og kínversku um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur, fréttir, o.fl.
* Vefsíða Wikitravel [https://wikitravel.org/en/Wuxi '''Wuxi'''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/wuxi/ Travel China Guide: '''Wuxi'''] Knappar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Héraðið [[Jiangsu]] í austurhluta [[Kína]].
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wuxi|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wuxi|titill=Britannica: Wuxi|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=10. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
nrtpht1ofhxrbqxzoxmbt70fp23215d
1765835
1765832
2022-08-23T15:59:24Z
Dagvidur
4656
/* Stjórnsýsla */ Bætti við mynd
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Wuxi-bird-view.PNG|alt=Horft yfir Wuxi borg í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.|hægri|thumb|450x450dp|'''Horft yfir Wuxi borg''' í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.]]
[[Mynd:Wuxi-location-MAP-in-Jiangsu-Province-China.jpg|alt=Staðsetning Wuxi borgar í Jiangsu héraði í Kína.|thumb|'''Staðsetning Wuxi''' í Jiangsu héraði í Kína.]]
[[Mynd:Jichang Yuan.jpg|alt=Jichang garðurinn í Liangxi hverfi Wuxi er frægur kínverskur garður. Hann er sagður fyrirmynd Xiequ garðsins í Sumarhöll Pekingborgar og Guo Ran Da Gong í Yuanming Yuan í Peking.|right|thumb|'''Jichang garðurinn''' í Liangxi hverfi Wuxi er frægur kínverskur garður byggður á tíma Mingveldisins (1368-1644). Hann er sagður fyrirmynd Xiequ garðsins í Sumarhöll Pekingborgar og Guo Ran Da Gong í Yuanming Yuan í Peking.<small><ref>{{Citation|title=Jichang Garden|date=2022-03-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Jichang_Garden&oldid=1075270548|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2021-04/06/c_608850.htm|titill=Ancestral temples of Huishan|höfundur=2022 China Daily (chinadaily.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|ár=2022|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
'''Wuxi''' ''([[kínverska]]:無錫; [[Pinyin|rómönskun:]] Wúxī; (WOO-shee)'' er stórborg í suðurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í austurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].
Wuxi er staðsett meðfram [[Mikliskurður|Miklaskurði]] á mótum þess farvegs við staðbundnar ár nálægt norðausturhorni [[Tai vatn|Tai-vatns]]. Í gegnum borgina liggur þétt net skurða og skipgengra vatnaleiða í suðurhluta [[Jangtse]]<nowiki/>- fljótsins. Borgin er um 135 kílómetra norðvestur af miðborg [[Sjanghæ]], á milli borganna [[Changzhou]] og [[Suzhou]].
Wuxi er fræg sögu- og menningarborg Kína og ein helsta ferðamannaborg landsins. Borgin státar af meira en 3.000 ára sögu og djúpstæðum menningararfi. Hún var heimili Wu-menningar í fornöld og hefur ríka sögulega arfleifð. Í henni eru 31 mikilvægir sögustaðir er njóta verndar ríkisins, 11 staðir sem hafa sterka skírskotun til kínversks menningararfs, auk 60 safna og minnisvarða.
Wuxi er ekki aðeins hefðbundin fisk- og hrísgrjónavatnaborg við Jangtse fljót, heldur einnig vagga nútíma kínverskrar þjóðariðnaðar og ein efnahagsmiðstöða Kína, með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst sterkum einkafyrirtækjum.
Á kínverskan mælikvarða er Wuxi borg hagsældar. Sterk vísbending um efnahagslega velferð er landsframleiðsla á mann. Þar var Wuxi borg árið 2021 efst allra stórra og meðalstórra kínverskra borga Kína.<small><ref name=":3">{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-02/11/c_706654.htm|titill=Wuxi tops Chinese cities in per capita GDP in 2021|höfundur=2022 China Daily - wuxinews.com.cn|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=11. febrúar|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Héraðsborgin Wuxi nær yfir 4.627 ferkílómetra lands. Hún hefur lögsögu yfir 5 hverfum og tveimur sýsluborgum. Árið 2020 bjuggu á stórborgarsvæði Wuxi um 7,5 milljónir manna en 4 milljónir í kjarnaborginni.
==Saga==
[[Mynd:Taibo_statue,_Taibo_Temple,_Wuxi.jpg|alt=Stytta af Taibo, í Taibo hofinu í Xinwu hverfi Wuxi. Taibo stofnaði Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.|upright|thumb|'''Stytta af Taibo''' í Taibo hofinu í Xinwu hverfi. Taibo stofnaði Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.]]
[[Mynd:Nanchan Pagoda Wuxi.jpg|alt=Mahavira salur Nanchan búddistahofsins í suðurhluta Wuxi.
|upright|thumb|'''Mahavira salur''' Nanchan [[Búddismi|búddahofsins]] í suðurhluta Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=南禪寺 (無錫)|date=2022-02-13|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E7%A6%AA%E5%AF%BA_(%E7%84%A1%E9%8C%AB)&oldid=70147432|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:MaaguxianshouWXM.jpg|upright|thumb|'''„Magu býður langlífi“''' í Wuxi safninu. Magu er gyðja langlífs og verndari kvenna í fornum kínverskum goðsögnum og [[Daoismi|Taoisma]].<small><ref>{{Citation|title=Magu (deity)|date=2022-04-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Magu_(deity)&oldid=1084177384|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:清光绪年间无锡县城区图.jpg|alt=Kort af Wuxi árið 1881.|upright|thumb|Kort af Wuxi árið 1881.]]
Wuxi státar af meira en 3.000 ára sögu og djúpstæðum menningararfi sem einn af elstu þéttbýlisstöðum við [[Jangtse|Jangtsefljót]]. Borgin er ein vagga Wu-menningar í fornöld og hefur ríka sögulega arfleifð. Wu vísar til þess svæðis í Kína sem miðast við [[Tai vatn|Tai-vatn]] á Jiangnan svæðinu er liggur suður af Jangtse fljóti. <small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
=== Fornsaga ===
Í borginni eru 31 mikilvægir sögustaðir er njóta verndar ríkisins, 11 staðir sem hafa sterka skírskotun til kínversks menningararfs og 60 söfn og minnisvarðar.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-03/25/c_664458.htm|titill=Wuxi. Overview|höfundur=China Daily- 2022|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government.|ár=2022|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Á svokölluðu vor- og hausttímabili í sögu Kína (770–476 f.Kr.) bjuggu staðbundnir Baiyue ættbálkar sem nefndir voru „Gou Wu“ á landsvæði þar sem nútímaborgirnar Wuxi og Suzhou liggja. Þessir ættbálkar mynduðu þorp í hæðunum við votlendið umhverfis Tai-vatn.<small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
Skráð saga Wuxi hófst við lok tíma Shangveldisins (1600–1046 f.Kr.).<small><ref>{{Citation|title=吴国|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%90%B4%E5%9B%BD&oldid=72743972|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-21}}</ref></small> Forn sagnfræðirit Sima Qian sagnfræðings (145 f.Kr.- 91 f.Kr.)<small><ref>{{Citation|title=Records of the Grand Historian|date=2022-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Records_of_the_Grand_Historian&oldid=1099964113|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> greina frá því að Taibo (um 1150 f.Kr.) frændi konungs Zhouveldisins hafi stofnað Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2021-12-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1060598437|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Taibo siðað heimamenn og bætti landbúnað þeirra og áveitustjórn.<small><ref name=":4">{{Vefheimild|url=http://www.chinadaily.com.cn/m/jiangsu/wuxi/pdf/GettoknowWuxithrough10surnames.pdf|titill=Get to know Wuxi through 10 surnames|höfundur=Information Office of Wuxi Municipal Government|útgefandi=Information Office of Wuxi Municipal Government|ár=2017|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Síðar flutti Wu hirðin til Gusu þar sem nútíma Suzhou liggur. Wu-ríkið stóð frá 12. öld f.Kr.– 473 f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=吴国|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%90%B4%E5%9B%BD&oldid=72743972|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2022-08-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1105292388|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
=== Keisaratímar ===
Í tíma Qinveldisins tilheyrði Wuxi Kuaiji-sýslu.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Svæðið í Wuxi var upphaflega þekkt vegna [[Tin|tinnáma]] sem þar voru, en þegar sýslan var stofnuð árið 202 f.Kr. á tímum [[Hanveldið|Vestur-Hanveldisins]] (206 f.Kr.–25 e.Kr.), voru þær námur uppurnar og þéttbýlið fékk fékk því nafnið Wuxi („án tins“). Frá lokum 3. aldar var borgin umdæmi undir stjórn herforingja Biling borgar (síðar nefnd [[Changzhou]]) og hélst svo nema í stuttan tíma undir stjórn [[Júanveldið|Júanveldisins]] (1206– 1368), þegar svæðið var gert að sjálfstæðu héraði.<small><ref name=":0">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wuxi|titill=Encyclopedia Britannica: Wuxi|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia|útgefandi=Britannica, The Editors of Encyclopaedia|mánuður=10. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Frá fyrstu tíð hefur svæðið í kringum [[Tai vatn|Tai-vatn]] verið mjög frjósamt. [[Landbúnaður]] og [[Silki|silkiiðnaður]] blómstraði í Wuxi. Eftir að gerð [[Mikliskurður|Miklaskurðar]] lauk árið 609 varð Wuxi umskipunarmiðstöð fyrir skattkorn ætlað höfuðborginni. Þar myndaðist einn stærsti kornmarkaður Kína, þar sem mikið magn hrísgrjóna var meðhöndlað.<small><ref name=":1">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Þróað hagkerfi hraðaði þéttbýlismyndun. Borgin varð aðsetur afar auðugra kaupmanna og milliliða. Þessi hagsæld viðskipta hafði mikil áhrif á bókmenntir og námstofnanir í svæðinu suðurhluta Jangtse.<small><ref name=":4" /></small> Wuxi varð einn af mikilvægum fæðingarstöðum koparprentunar og Kunqu formi Kínverskrar [[Ópera|óperu]].
Árið 1724 var Wuxi orðin mjög fjölmenn sýsla og því var austurhluti hennar aðskilinn og gerður að Jinkui-sýslu. Bæði Wuxi og Jinkui voru gjörsamlega eyðilögð í [[Taiping-uppreisnin|Taiping-uppreisninni]] (1850-1864), þegar næstum 2/3 íbúanna voru drepnir. Mannfallið var gríðarlegt. Fjöldi „hæfra karlmanna“ í sýslunum, sem hafði verið 339.549 og 258.934 árið 1830, féll niður í 72.053 og 138.008 árið 1865.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> <small><ref>{{Cite book|script-title=zh:江苏省志・人口志|publisher=Fangzhi Publishing House|isbn=978-7-801-22526-9|pages=58–9 |trans-title=Jiangsu Provincial Gazetteer, Volume on Demography|year=1999}}</ref></small>
Á tíma [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1636–1912) blómstraði bómullar- og silkiframleiðsla í Wuxi. Viðskipti jukust með alþjóðlegri opnun „sáttamálahafna“ byggðum á [[Nanking-sáttmálinn|friðarsáttmála]] sem batt enda á [[Fyrra ópíumstríðið|fyrsta ópíumstríðið]] (1839–1842) milli [[Breska heimsveldið|Breska heimsveldisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] í Kína. Þetta voru Sjanghæ árið 1842; og [[Zhejiang|Zhenjiang]] og [[Nanjing]] árið 1858. Woxi naut uppgangs þeirra borga. Hún varð miðstöð textíliðnaðar í Kína. Textílverksmiðjur voru byggðar árið 1894 og silkispólunarstöðvar byggðar árið 1904.
Þegar [[Mikliskurður]] hrundi eftir 1850, hélt Wuxi mikilvægi sínu sem svæðisbundinn hrísgrjónamarkaður. Þaðan var korn flutt til [[Sjanghæ]], um 130 kílómetra til suðausturs; auk sjóleiðarinnar til [[Tianjin]] borgar í norðri. Viðskipti með korn jukust enn frekar eftir 1908 þegar komið var á járnbrautartengingu til Sjanghæ, Zhenjiang og Nanjing í norðvestri.
Jinkui sýsla sameinaðist að nýju Wuxi-sýslu við upphaf lýðveldisins árið 1912.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
=== Lýðveldistími ===
[[Mynd:Bundesarchiv Bild 183-S34828, Japanisch-Chinesischer Krieg.jpg|alt=Japanskir hermenn í Wuxi í desember 1937 á leið til Nanking.|upright|thumb|'''Japanskur innrásarher''' í Wuxi í desember 1937 á leið sinni til Nanking.]]
Þegar seinna [[Seinna stríð Kína og Japans|stríðið við Japan]] braust út árið 1937 varð Wuxi fyrir miklu áfalli. Sjanghæ sem er nálægt Wuxi og mjög tengd efnahagslega, varð fyrir miklum árásum. Verksmiðjur og byggingar urðu fyrir miklu tjóni eða gjöreyðilagðust vegna sprengjuárása japanskra flugvéla.
Eftir sigur gegn Japönum árið 1945 var efnahagur Wuxi endurreistur og fjárfestingar jukust. [[Kínverska borgarastyrjöldin|Borgarastyrjöld]] milli Lýðveldissinna og [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnista]] hafði síðan óhjákvæmilega áhrif á efnahag borgarinnar. Frelsisher kommúnista hertók síðan borgina 23. apríl 1949. Um miðjan júní var yfirtöku borgarinnar í grundvallaratriðum lokið.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
==== Tímar Alþýðulýðveldis ====
[[Mynd:Wuxi_Museum_2018.jpg|alt=Wuxi safnið í Liangxi hverfi er yfirgripsmikið safn staðbundinnar sögu og lista.|upright|thumb|'''Wuxi safnið''' í Liangxi hverfi er yfirgripsmikið safn staðbundinnar sögu og lista.<small><ref>{{Citation|title=无锡博物院|date=2022-02-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%8D%9A%E7%89%A9%E9%99%A2&oldid=69953384|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2020-04/24/c_489066.htm|titill=Wuxi Museum|höfundur=2022 China Daily (wuxinews.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=24. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
Frá 1949 eftir valdatöku kommúnista hefur vægi borgarinnar sem landsbundin viðskiptamiðstöð minnkað, þó að hlutverk hennar sem dreifingar- og söfnunarmiðstöð fyrir Tai vatnasvæðið hafi haldið.<small><ref name=":0" /></small>
Auk viðskipta með hrísgrjón og bómullar- og silkiframleiðslu voru aðrar mikilvægar atvinnugreinar borgarinnar hveitimölun, hrísgrjónavinnsla og olíuvinnsla. Frá fimmta áratug síðustu aldar hefur iðnþróun verið hröð. Textíl- og matvælaiðnaðurinn hefur stækkað og færður til nútímahorfs. Borgin er orðin miðstöð verkfræðiiðnaðar, sérstaklega fyrir vélasmíði auk framleiðslu rafbúnaðar, kapla og textílvéla af ýmsum toga; í seinni tíð hefur framleiðsla lyfja og ýmissa efna orðið æ mikilvægari.<small><ref name=":0" /></small>
Hraðbraut milli Sjanghæ og Nanjing liggur í gegnum borgina, með afreinum sem teygja sig frá borginni til sýsluborga Wuxi, norður til Jiangyin og suðvestur til Yixing. Frá árinu 2004 hefur staðbundinn flugvöllur veitir flugþjónustu til nokkurra stórborga landsins.<small><ref>{{Citation|title=Sunan Shuofang International Airport|date=2022-08-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Sunan_Shuofang_International_Airport&oldid=1105089148|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Árið 2014 opnuðu fyrstu tvær borgarlestarlínur Wuxi. Nú eru þær fjórar og sex aðrar neðanjarðarlínur í undirbúningi.<small><ref>{{Citation|title=Wuxi Metro|date=2022-04-12|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi_Metro&oldid=1082348735|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Ferðaþjónusta hefur orðið sífellt mikilvægari. Umhverfi Wuxi inniheldur marga þekkta fallega staði sem hafa verið varðveittir vandlega, ásamt ýmsum borgargörðum og sögulegum stöðum. Í dag hefur iðnþróun verið takmörkuð nærri [[Tai vatn|Tai-vatni]], sem er eitt helsta aðdráttarafl ferðaþjónustu borgarinnar. Þar var þó iðnaðargarður með sérstakri áherslu á vísindi og tækni stofnaður árið 2006.
=== Borg hagvaxtar og mengunar ===
Með efnahagslegri opnun Kína á síðustu tveimur áratugum síðustu aldar, hefur efnahagur Wuxi náð sér á strik með miklum vexti einkafyrirtækja. Árið 1981 var hún opinberlega skráð sem ein 15 kínverskra borga sem tóku þátt í þessari efnahagslegu opnum og árið 1985 var borgin formlega viðurkennd sem opin borg í sérstöku efnahagssvæði Jangtse óshólmasvæðisins. Í kjölfarið voru fríverslunarsvæði og iðngarðar opnaðir fyrir miklum erlendum fjárfestingum. Wuxi tók þá flugið sem mikil iðnaðar- og viðskiptaborg.<small><ref name=":1" /></small>
Landsframleiðsla á mann er mikilvægur mælikvarði á efnahagslega velferð. Árið 2021 var var Wuxi borg þar í fyrsta sæti allra stórra og meðalstórra borga Kína.<small><ref name=":3" /></small>
Hröð iðnþróun og þéttbýli síðustu áratuga tekið sinn toll á umhverfi. Tai vatn sem er þriðja stærsta ferskvatnsvatn Kína, hefur undanfarin ár verið þjakað af mengun vegna iðnþróunar nærliggjandi svæða.<small><ref>{{Citation|title=Lake Tai|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Lake_Tai&oldid=1098108667|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Förgun efna og skólps úti í vatnið í upphafi 21. aldar hefur valdið myndun eitraðra [[Blágerlar|blágerla]] eða þörungar á yfirborði vatnsins.<small><ref>{{Citation|title=2007年太湖蓝藻污染事件|date=2022-08-02|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=2007%E5%B9%B4%E5%A4%AA%E6%B9%96%E8%93%9D%E8%97%BB%E6%B1%A1%E6%9F%93%E4%BA%8B%E4%BB%B6&oldid=73035341|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-18}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.wilsoncenter.org/publication/taihu-green-wash-or-green-clean|title=Taihu: Green Wash or Green Clean? {{!}} Wilson Center|website=www.wilsoncenter.org|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Það hefur ógnað gæðum drykkjarvatns þeirra sem búa við vatnið. Á síðari árum hafa stjórnvöld ráðist í umfangsmikla hreinsun og verndun vatnsins.<small><ref>{{Cite web|url=https://chinadialogue.net/en/pollution/4767-long-struggle-for-a-cleaner-lake-tai/|title=Long struggle for a cleaner Lake Tai|date=2012-02-14|website=China Dialogue|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Mörgum verksmiðjum hefur nú verið lokað og reglum um umgengni við vatnið hertar til að bæta vatnsgæði og til að ná líffræðilegri endurheimt.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.greenpeace.org/international/story/7040/biological-restoration-of-water-and-land|title=Biological Restoration of water and land|website=Greenpeace International|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Enn er þó mikið starf óunnið í þeim efnum.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.canr.msu.edu/csis/uploads/files/Qin-et-al.-Science-Bulletin-2019.pdf|titill=Why Lake Taihu continues to be plagued with cyanobacterial blooms
through 10 years (2007–2017) efforts|höfundur=Boqiang Qin, Hans W. Paerl, Justin D. Brookes, Jianguo Liu, Erik Jeppesen, Guangwei Zhu, Yunlin Zhang, Hai Xu, Kun Shi, Jianming Deng|útgefandi=Science Bulletin: Volume 64, Issue 6, 30 March 2019, Pages 354-356|mánuður=30. mars|ár=2019|mánuðurskoðað=16. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
==Landafræði==
[[Mynd:Wuxi NASA.png|alt=Þéttbýli Wuxi-borgar sést á þessari gervihnattamynd NASA. Mikliskurður er þar áberandi í borgarmyndinni.|upright|thumb|'''Þéttbýli Wuxi-borgar''' á [[Gervihnattarmynd|gervihnattamynd]] [[NASA]]. Ef grannt er skoðað sést hvað [[Mikliskurður]] er áberandi í borgarmyndinni.]]
[[Mynd:Yixing, Wuxi, Jiangsu, China - panoramio (1).jpg|alt=Bambusskógur í Yixing undirborg Wuxi.|upright|thumb|'''Bambusskógur í Yixing''' undirborg Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Yixing|date=2022-06-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Yixing&oldid=1091495497|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:長廣溪濕地.jpg|alt=Frá Chang Guangxi votlendisgarðinum í Binhu hverfi Wuxi borgar.|upright|thumb|Frá '''Chang Guangxi votlendisgarðinum''' í Binhu hverfi Wuxi borgar.<small><ref>{{Citation|title=长广溪湿地公园|date=2021-10-28|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E9%95%BF%E5%B9%BF%E6%BA%AA%E6%B9%BF%E5%9C%B0%E5%85%AC%E5%9B%AD&oldid=68405406|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Wuxi-borg er staðsett í suðausturhluta [[Jiangsu]]-héraðs. Hún liggur að [[Suzhou]]-borg í austri; með [[Tai vatn|Tai vatnið]] í suðri, handan vatnsins frá Huzhou borg í [[Zhejiang]] héraði; og [[Changzhou]] borg í vestri.
Sýsluborgin Yixing, ein tveggja undirborga Wuxi, er aðskilin frá borginni af Wujin hverfi Changzhou borgar, og hefur sem hólmlenda enga landtenging við Wuxi.
Heildarflatarmál Wuxi er 4.627 ferkílómetrar, þar af eru 782 ferkílómetrar fjöllótt og hæðótt land, sem eru 17% af heildarflatarmáli borgarinnar.
Wuxi er dæmigerður vatnabær í suðurhluta [[Jangtse]]<nowiki/>-fljótsins, með þéttriðið net skurða og vatnaleiða, sem og fjölmörg vötn, er mynda frárennsli, flutninganet og votlendisgarða. Vatnsyfirborðið er 1.342 ferkílómetrar, eða 29% af heildarflatarmáli borgarinnar.<small><ref name=":2">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Í vatnskerfi borgarinnar eru 5.983 árfarvegir með heildarlengd 6.998 kílómetra, þar á meðal Peking-Hangzhou hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]]. Samkvæmt varfærnu mati hafa meira en 1.000 árfarvegir í borgarlandinu verið urðaðir til vegagerðar frá árinu 1949.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Jangtse óshólmasvæðið er láglent landslag sem einkennist af sléttum, yfirleitt undir 3,5 metrum yfir sjávarmáli, þar sem lægsti punktur er undir 2 metrum yfir sjávarmáli. Hluti svæðisins frá norðri til Jiangyin sýsluborgar Wuxi, var Furong vatn í fornöld sem hvarf smám saman á tíma Song- og Mingveldanna.<ref name=":2" />
Mashan svæðið í Binhu hverfi borgarinnar er hæðótt landsvæði við Tai stöðuvatnið; Í Yixing-sýsluborginni eru Yili-fjöll, sem eru lág fjöll og hæðir. Hæsti punkturinn 611,5 metrar er Huangtading fjall í suðri, næsthæsta tinds Jiangsu-héraðs.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-03/25/c_664458_2.htm|title=Overview|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
==Lýðfræði==
[[Mynd:Sanliqiao_Catholic_Church.jpg|alt=Kirkja heilags Jósefs er rómversk-kaþólsk kirkja í Beitang hverfi Wuxi borgar. Upphaflega kirkjan var byggð árið 1640, á tíma Mingveldisins (1368–1644).|upright|thumb|'''Kirkja heilags Jósefs''' er rómversk-kaþólsk kirkja í Beitang hverfi Wuxi borgar. Upphaflega kirkjan var byggð árið 1640, á tíma Mingveldisins (1368–1644).<small><ref>{{Citation|title=Saint Joseph's Church, Wuxi|date=2021-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Saint_Joseph%27s_Church,_Wuxi&oldid=1034206984|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Wuxi borg er fjölmenn borg. Þéttbýlast er miðborgasvæðið (Lianxi, Binhu og Xinwu hverfin, auk aðliggjandi hluta Huishan og Xishan hverfa). Í útjaðrinum, í sýsluborgunum Jiangyin og Yixing, er dreifbýlið meira með þorpum og nýbyggingasvæðum.
Árið 2020 þegar síðasta manntal var gert í Kína, var íbúafjöldi borgarkjarna Wuxi 3.956.985 en íbúafjöldi undir lögsögu borgarinnar var 7.462.135.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://tj.jiangsu.gov.cn/art/2021/5/18/art_80066_9819836.html|titill=Bulletin of the Seventh National Census of Jiangsu Province (No. 2)|höfundur=Jiangsu Provincial Bureau of Statistics|útgefandi=Office of the Leading Group for the Seventh National Census of Jiangsu Province|mánuður=18. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Mikill meirihluti íbúa eru Han-kínverjar, en önnur þjóðarbrot á borð við Hui og Miao þjóðerni eru fámennari. Frumbyggjar Wuxi tala Wuxi mállýskuna eða Suzhou mállýsku.<small><ref>{{Citation|title=Уси|date=2022-08-19|url=https://ru.wikipedia.org/w/index.php?title=%D0%A3%D1%81%D0%B8&oldid=124949730|work=Википедия|language=ru|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Meirihluti þeirra sem trúaðir eru stundar [[Búddismi|búddisma]], [[Daoismi|taóisma]] og [[þjóðtrú]]. Að auki hefur borgin umtalsverð samfélög [[Múslimar|múslima]], [[Kaþólikkar|kaþólikka]] og [[Mótmælendatrú|mótmælenda]].<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
== Stjórnsýsla ==
[[Mynd:Wuxi, Jiangshu2.jpg|alt=Fjölmenni kallar á mörg hús. Hér er eitt hverfið nýbyggt 2009.|upright|thumb|Fjölmennið kallar á mörg hús. Hér er eitt hverfið nýbyggt 2009.]]
Undir lögsögu Wuxi borgar eru fimm hverfi og tvær borgir á sýslustigi. Þessi hverfi eru Liangxi, Xishan, Huishan, Xinwu, og Binhu (vatnahverfið). Undirborgirnar eru Jiangyin borg og Yixing borg.
Þessum stjórnsýslueiningum er síðan skipt niður í 73 sveitarfélög, þar af 59 bæi og 24 undirhverfi.
Borgin nær yfir svæði sem er um 4.628 ferkílómetrar og borgarstjórnin hefur aðsetur í Liangxi hverfi.<small><ref>{{Citation|title=无锡市行政区划|date=2022-01-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82%E8%A1%8C%E6%94%BF%E5%8C%BA%E5%88%92&oldid=69788706|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Að auki hefur Wuxi komið á fót eftirfarandi efnahagssvæðum og iðngörðum. Þar á meðal eru: ''Xishan efnahags- og tækniþróunarsvæðið''; ''Wuxi Liyuan efnahagsþróunarsvæðið''; ''„Wuxi landslagsborgin“'' (þar eru á meðal: ''„Stafrænir iðnaðargarðar Wuxi“'' og ''„Ferðaþjónustugarður Wuxi við Tai vatn“''); ''Jiangyin hátæknisvæðið''; og ''„Jiangsu Jiangyin Lingang efnahagsþróunarsvæðið“''.
[[Mynd:Administrative-Division-Wuxi-Jiangsu-China (Icelandic).png|thumb|right|400px|Stjórnsýsluskipting Wuxi-borgar í hverfi og undirborgir ]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Wuxi
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2018 <ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref><ref>{{Citation|title=无锡市行政区划|date=2022-01-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82%E8%A1%8C%E6%94%BF%E5%8C%BA%E5%88%92&oldid=69788706|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Miðborg</small>'''
|-
| align=left | <small>Liangxi hverfi</small>
| align=left | <small>梁溪区</small>
| align=right| <small>961.500</small>
| align=right| <small>72</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Xishan hverfi</small>
| align=left | <small>锡山区</small>
| align=right| <small>707.700</small>
| align=right| <small>399</small>
|-
| align=left | <small>Huishan hverfi</small>
| align=left | </small>惠山区</small>
| align=right| <small>712.200</small>
| align=right| <small>325</small>
|-
| align=left | <small>Binhu hverfi</small>
| align=left | </small>滨湖区</small>
| align=right| <small>716.000</small>
| align=right| <small>628</small>
|-
| align=left | <small>Xinwu hverfi</small>
| align=left | <small>吴江区</small>
| align=right| <small>569.200</small>
| align=right| <small>220</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Jiangyin borg</small>
| align=left | <small>江阴市</small>
| align=right| <small>1.651.800</small>
| align=right| <small>987<small>
|-
| align=left | <small>Yixing borg</small>
| align=left | <small>宜兴市</small>
| align=right| <small>1.256.100</small>
| align=right| <small>1.997</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="2" style="text-align:center; " |'''<small>Alls:</small>'''
| align="right" |'''<small>6.574.500</small>'''
| align="right" |'''<small>4.627</small>'''
|-
| colspan="4" style="text-align:center; " | <small>''Óformlegar stjórnsýsludeildir:Iðngarðar og atvinnuþróunarsvæði''</small>
|}
==Efnahagur og atvinnulíf==
=== Borg vaxtar ===
[[Mynd:Center 66, Wuxi, China.jpg|alt=„Center 66“ er staðsett í Chong'an viðskiptahverfi borgarinnar.|upright|thumb|Byggingin '''„Center 66“''' er í Chong'an miðlægu viðskiptahverfi Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Center 66|date=2022-06-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Center_66&oldid=1094078612|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Á kínverskan mælikvarða er Wuxi borg hagsældar. Hún er svæðisbundin viðskiptamiðstöð með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst sterkum einkafyrirtækjum. Áhersla er á fjölbreytt atvinnulíf með uppbyggingu stórra iðnaðargarða sem eru helgaðir nýjum atvinnugreinum.
Sterk vísbending um efnahagslega velferð er landsframleiðsla á mann. Þar var Wuxi borg árið 2021 efst allra stórra og meðalstórra kínverskra borga. Efnahagur borgarinnar blómstrar með fjölbreyttu atvinnulífi og alþjóðlegum fjárfestingum. Meiri hagsæld þýðir komu erlendra verslunar- og smásölufyrirtækja, á borð við IKEA, Bailian, Apple, svo nokkuð sé nefnt.
Þessi þróun hefur einnig breytt ásýnd Wuxi með æ fleiri skýjakljúfum. Þannig opnuðu þrír slíkir árið 2014: Wuxi IFS (339 metrar), Wuxi Suning Plaza 1 (328 metrar) og Wuxi Maoye City - Marriott Hotel (304 metrar).<small><ref>{{Citation|title=Wuxi|date=2022-08-08|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi&oldid=1103178618|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Citation|title=Center 66|date=2022-06-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Center_66&oldid=1094078612|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Citation|title=无锡茂业城-万豪国际酒店|date=2021-12-19|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E8%8C%82%E4%B8%9A%E5%9F%8E-%E4%B8%87%E8%B1%AA%E5%9B%BD%E9%99%85%E9%85%92%E5%BA%97&oldid=69163185|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
=== Hefðbundin framleiðsla ===
Auk hefðbundinna viðskipta með hrísgrjón og bómullar- og silkiframleiðslu voru aðrar mikilvægar atvinnugreinar borgarinnar framan af hveitimölun, hrísgrjóna- og olíuvinnsla. Frá fimmta áratug síðustu aldar hefur iðnþróun verið hröð. Textíl- og matvælaiðnaðurinn hefur stækkað og færður til nútímahorfs. Borgin er orðin svæðisbundin miðstöð verkfræðiiðnaðar, sérstaklega fyrir vélasmíði auk framleiðslu rafbúnaðar, framleiðslu reiðhjóla- og hemla; kapla og textílvéla af ýmsum toga. Í seinni tíð hefur framleiðsla lyfja og ýmissa efna orðið æ mikilvægari.<small><ref name=":0" /></small>
=== Ferðaþjónusta ===
[[Mynd:Wuxi, Jiangsu - China (13619808523).jpg|alt=Vatnaborgin Wuxi er mikil ferðamannaborg.|upright|thumb|'''Vatnaborgin Wuxi''' er mikil ferðamannaborg.]]
Ferðaþjónusta í borginni er sífellt mikilvægari. Umhverfi Wuxi inniheldur marga þekkta og vel varðveitta staði,borgargarða og sögulega staði. Tai-vatn er eitt helsta aðdráttarafl ferðaþjónustu borgarinnar. Alþjóðlegar hótelkeðjur hafa keppst við að reisa glæsihótel til að anna aukinni eftirspurn: Marriott, Kempinski, Radisson Blu, Sheraton, o.s.frv.
=== Nýjar atvinnugreinar ===
Sterk áhersla er hjá borgaryfirvöldum að gera atvinnulífið enn fjölbreyttara með meiri þátttöku alþjóðlegra fyrirtækja.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/companies.html|title=Companies|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small> Áherslan er á ýmiskonar líftækni, öreindatækni, upplýsingatækni og gagnavinnslu, flug- og samgöngutækni, grænar raforkulausnir á borð við efnarafala fyrir vetnisframleiðslu, sem og iðnhönnun og aðrar skapandi greinar.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2021-03/03/c_598030.htm|titill=Wuxi district looks to develop modern industries|höfundur=2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=3. mars|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small><small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2022-06/23/c_773067.htm|titill=Wuxi's aerospace industry gets boost|höfundur=2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=23. júní|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Til að ýta undir stafræna umbreytingu hefur borgin hvatt til framþróunar iðnaðar byggðum á „Interneti hlutanna“ (IoT), ekki síst á sviði heilbrigðistækni.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2021-09/30/c_665650.htm|titill=IoT industry fuels Wuxi's digital transformation|höfundur=By Liu Tianyang (wuxinews.com.cn) 2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=30. september|ár=2021|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Sama gildir um stafræna tækni í margskonar iðnframleiðslu.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2022-05/11/c_750367.htm|titill=Wuxi boasts thriving industries|höfundur=2022 China Daily (wuxinews.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=11. maí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Atvinnuþróunarsvæði ===
[[Mynd:Ipark5.jpg|alt=Í „Nýhverfi Wuxi“ er „Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“ sem er iðngarður og nýsköpunarsetur fyrir upplýsingatækni.|upright|thumb|Í „Nýhverfi Wuxi“ (Xinwu hverfi) er '''„Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“''' sem er iðngarður og nýsköpunarsetur fyrir upplýsingatækni.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wndonline.cn/2019-07/30/c_482921.htm|title=Wuxi (National) Software Park|website=www.wndonline.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Til að styðja við þessa framþróun hafa nýjar atvinnugreinar verið vistaðar í sérstökum iðngörðum og fríverslunarsvæðum sem bjóða upp á klasastarfssemi ásamt nýsköpunar- og frumkvöðlasetur í viðkomandi atvinnugrein. Alls eru sex slíkir iðngarðar og atvinnuþróunarsvæði í borginni.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/developmentzones.html|title=Development Zones|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small><small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Árið 1992 var stofnað svokallað „Nýhverfi Wuxi“ (WND) nú nefnt Xinwu hverfi, sem nær yfir svæði sem er 220 ferkílómetrar.<small><ref>{{Citation|title=Xinwu District, Wuxi|date=2022-04-17|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Xinwu_District,_Wuxi&oldid=1083254871|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small> Þar er ''Wuxi hátæknþróunarsvæðið'', ''Flugiðnaðargarður Wuxi'', og ''„Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“'', svo nokkuð sé nefnt.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Sem dæmi þá eru þar um 1.000 hugbúnaðar- og útvistunarfyrirtæk á sviði upplýsingatækni, þar á meðal nokkur af stærstu fyrirtækjum heims, eins og Microsoft, Intel, Oracle, IBM, NTT data, Fujitsu, Pactera, ChinaSoft International og Unissoft.<small><ref>{{Citation|title=Xinwu District, Wuxi|date=2022-04-17|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Xinwu_District,_Wuxi&oldid=1083254871|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Á Jiangyin hátæknisvæðinu sem stofnað var árið 1992, eru leiðandi atvinnugreinar á borð við framleiðslu nýrra málmefniþa, háþróaðs samskiptabúnaðar, og líftæknilyfja.
Önnur dæmi um iðngarða eða sérstök atvinnuvaxtarsvæði eru: ''Xishan efnahags- og tækniþróunarsvæðið''; ''Wuxi Liyuan efnahagsþróunarsvæðið''; ''„Wuxi landslagsborgin“'' (þar sem eru meðal annars: „Stafrænir iðnaðargarðar Wuxi“ og „Ferðaþjónustugarður Wuxi við Tai vatn“); og ''„Jiangsu Jiangyin Lingang efnahagsþróunarsvæðið“''.
== Tengt efni ==
[[Mynd:Nanning Wuxi Anghu Park (15460514486).jpg|alt=Wuxi-óperan, aldargamalt óperuform Xiju, er enn vinsæl. Þar leika karlar bæði kyn í dreifbýlissögum siðferðisátaka og gráðugra húsráðenda. Reynt er að höfða til yngri kynslóða.|upright|thumb|'''Wuxi-óperan''', aldargamalt óperuform Xiju, er enn vinsæl. Þar leika karlar bæði kyn í dreifbýlissögum siðferðisátaka og gráðugra húsráðenda.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2018-04/20/content_36065274.htm|titill=Wuxi Opera|höfundur=2022 China Daily (chinadaily.com.cn).|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government.|ár=22|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-07/21/c_792218.htm|titill=Century-old Xiju Opera still shines|höfundur=2022 China Daily (gowuxi.com)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=21. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
* [http://en.wuxi.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wuxi'''] Yfirgripsmiklar upplýsingar á ensku og kínversku um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur, fréttir, o.fl.
* Vefsíða Wikitravel [https://wikitravel.org/en/Wuxi '''Wuxi'''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/wuxi/ Travel China Guide: '''Wuxi'''] Knappar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Héraðið [[Jiangsu]] í austurhluta [[Kína]].
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wuxi|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wuxi|titill=Britannica: Wuxi|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=10. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
b3iax50v075vycwcmn6qmoqmcljqwc2
1765836
1765835
2022-08-23T16:09:15Z
Dagvidur
4656
/* Borg hagvaxtar og mengunar */ Bætti við mynd
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Wuxi-bird-view.PNG|alt=Horft yfir Wuxi borg í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.|hægri|thumb|450x450dp|'''Horft yfir Wuxi borg''' í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.]]
[[Mynd:Wuxi-location-MAP-in-Jiangsu-Province-China.jpg|alt=Staðsetning Wuxi borgar í Jiangsu héraði í Kína.|thumb|'''Staðsetning Wuxi''' í Jiangsu héraði í Kína.]]
[[Mynd:Jichang Yuan.jpg|alt=Jichang garðurinn í Liangxi hverfi Wuxi er frægur kínverskur garður. Hann er sagður fyrirmynd Xiequ garðsins í Sumarhöll Pekingborgar og Guo Ran Da Gong í Yuanming Yuan í Peking.|right|thumb|'''Jichang garðurinn''' í Liangxi hverfi Wuxi er frægur kínverskur garður byggður á tíma Mingveldisins (1368-1644). Hann er sagður fyrirmynd Xiequ garðsins í Sumarhöll Pekingborgar og Guo Ran Da Gong í Yuanming Yuan í Peking.<small><ref>{{Citation|title=Jichang Garden|date=2022-03-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Jichang_Garden&oldid=1075270548|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2021-04/06/c_608850.htm|titill=Ancestral temples of Huishan|höfundur=2022 China Daily (chinadaily.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|ár=2022|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
'''Wuxi''' ''([[kínverska]]:無錫; [[Pinyin|rómönskun:]] Wúxī; (WOO-shee)'' er stórborg í suðurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í austurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].
Wuxi er staðsett meðfram [[Mikliskurður|Miklaskurði]] á mótum þess farvegs við staðbundnar ár nálægt norðausturhorni [[Tai vatn|Tai-vatns]]. Í gegnum borgina liggur þétt net skurða og skipgengra vatnaleiða í suðurhluta [[Jangtse]]<nowiki/>- fljótsins. Borgin er um 135 kílómetra norðvestur af miðborg [[Sjanghæ]], á milli borganna [[Changzhou]] og [[Suzhou]].
Wuxi er fræg sögu- og menningarborg Kína og ein helsta ferðamannaborg landsins. Borgin státar af meira en 3.000 ára sögu og djúpstæðum menningararfi. Hún var heimili Wu-menningar í fornöld og hefur ríka sögulega arfleifð. Í henni eru 31 mikilvægir sögustaðir er njóta verndar ríkisins, 11 staðir sem hafa sterka skírskotun til kínversks menningararfs, auk 60 safna og minnisvarða.
Wuxi er ekki aðeins hefðbundin fisk- og hrísgrjónavatnaborg við Jangtse fljót, heldur einnig vagga nútíma kínverskrar þjóðariðnaðar og ein efnahagsmiðstöða Kína, með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst sterkum einkafyrirtækjum.
Á kínverskan mælikvarða er Wuxi borg hagsældar. Sterk vísbending um efnahagslega velferð er landsframleiðsla á mann. Þar var Wuxi borg árið 2021 efst allra stórra og meðalstórra kínverskra borga Kína.<small><ref name=":3">{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-02/11/c_706654.htm|titill=Wuxi tops Chinese cities in per capita GDP in 2021|höfundur=2022 China Daily - wuxinews.com.cn|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=11. febrúar|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Héraðsborgin Wuxi nær yfir 4.627 ferkílómetra lands. Hún hefur lögsögu yfir 5 hverfum og tveimur sýsluborgum. Árið 2020 bjuggu á stórborgarsvæði Wuxi um 7,5 milljónir manna en 4 milljónir í kjarnaborginni.
==Saga==
[[Mynd:Taibo_statue,_Taibo_Temple,_Wuxi.jpg|alt=Stytta af Taibo, í Taibo hofinu í Xinwu hverfi Wuxi. Taibo stofnaði Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.|upright|thumb|'''Stytta af Taibo''' í Taibo hofinu í Xinwu hverfi. Taibo stofnaði Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.]]
[[Mynd:Nanchan Pagoda Wuxi.jpg|alt=Mahavira salur Nanchan búddistahofsins í suðurhluta Wuxi.
|upright|thumb|'''Mahavira salur''' Nanchan [[Búddismi|búddahofsins]] í suðurhluta Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=南禪寺 (無錫)|date=2022-02-13|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E7%A6%AA%E5%AF%BA_(%E7%84%A1%E9%8C%AB)&oldid=70147432|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:MaaguxianshouWXM.jpg|upright|thumb|'''„Magu býður langlífi“''' í Wuxi safninu. Magu er gyðja langlífs og verndari kvenna í fornum kínverskum goðsögnum og [[Daoismi|Taoisma]].<small><ref>{{Citation|title=Magu (deity)|date=2022-04-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Magu_(deity)&oldid=1084177384|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:清光绪年间无锡县城区图.jpg|alt=Kort af Wuxi árið 1881.|upright|thumb|Kort af Wuxi árið 1881.]]
Wuxi státar af meira en 3.000 ára sögu og djúpstæðum menningararfi sem einn af elstu þéttbýlisstöðum við [[Jangtse|Jangtsefljót]]. Borgin er ein vagga Wu-menningar í fornöld og hefur ríka sögulega arfleifð. Wu vísar til þess svæðis í Kína sem miðast við [[Tai vatn|Tai-vatn]] á Jiangnan svæðinu er liggur suður af Jangtse fljóti. <small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
=== Fornsaga ===
Í borginni eru 31 mikilvægir sögustaðir er njóta verndar ríkisins, 11 staðir sem hafa sterka skírskotun til kínversks menningararfs og 60 söfn og minnisvarðar.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-03/25/c_664458.htm|titill=Wuxi. Overview|höfundur=China Daily- 2022|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government.|ár=2022|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Á svokölluðu vor- og hausttímabili í sögu Kína (770–476 f.Kr.) bjuggu staðbundnir Baiyue ættbálkar sem nefndir voru „Gou Wu“ á landsvæði þar sem nútímaborgirnar Wuxi og Suzhou liggja. Þessir ættbálkar mynduðu þorp í hæðunum við votlendið umhverfis Tai-vatn.<small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
Skráð saga Wuxi hófst við lok tíma Shangveldisins (1600–1046 f.Kr.).<small><ref>{{Citation|title=吴国|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%90%B4%E5%9B%BD&oldid=72743972|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-21}}</ref></small> Forn sagnfræðirit Sima Qian sagnfræðings (145 f.Kr.- 91 f.Kr.)<small><ref>{{Citation|title=Records of the Grand Historian|date=2022-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Records_of_the_Grand_Historian&oldid=1099964113|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> greina frá því að Taibo (um 1150 f.Kr.) frændi konungs Zhouveldisins hafi stofnað Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2021-12-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1060598437|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Taibo siðað heimamenn og bætti landbúnað þeirra og áveitustjórn.<small><ref name=":4">{{Vefheimild|url=http://www.chinadaily.com.cn/m/jiangsu/wuxi/pdf/GettoknowWuxithrough10surnames.pdf|titill=Get to know Wuxi through 10 surnames|höfundur=Information Office of Wuxi Municipal Government|útgefandi=Information Office of Wuxi Municipal Government|ár=2017|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Síðar flutti Wu hirðin til Gusu þar sem nútíma Suzhou liggur. Wu-ríkið stóð frá 12. öld f.Kr.– 473 f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=吴国|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%90%B4%E5%9B%BD&oldid=72743972|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2022-08-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1105292388|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
=== Keisaratímar ===
Í tíma Qinveldisins tilheyrði Wuxi Kuaiji-sýslu.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Svæðið í Wuxi var upphaflega þekkt vegna [[Tin|tinnáma]] sem þar voru, en þegar sýslan var stofnuð árið 202 f.Kr. á tímum [[Hanveldið|Vestur-Hanveldisins]] (206 f.Kr.–25 e.Kr.), voru þær námur uppurnar og þéttbýlið fékk fékk því nafnið Wuxi („án tins“). Frá lokum 3. aldar var borgin umdæmi undir stjórn herforingja Biling borgar (síðar nefnd [[Changzhou]]) og hélst svo nema í stuttan tíma undir stjórn [[Júanveldið|Júanveldisins]] (1206– 1368), þegar svæðið var gert að sjálfstæðu héraði.<small><ref name=":0">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wuxi|titill=Encyclopedia Britannica: Wuxi|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia|útgefandi=Britannica, The Editors of Encyclopaedia|mánuður=10. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Frá fyrstu tíð hefur svæðið í kringum [[Tai vatn|Tai-vatn]] verið mjög frjósamt. [[Landbúnaður]] og [[Silki|silkiiðnaður]] blómstraði í Wuxi. Eftir að gerð [[Mikliskurður|Miklaskurðar]] lauk árið 609 varð Wuxi umskipunarmiðstöð fyrir skattkorn ætlað höfuðborginni. Þar myndaðist einn stærsti kornmarkaður Kína, þar sem mikið magn hrísgrjóna var meðhöndlað.<small><ref name=":1">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Þróað hagkerfi hraðaði þéttbýlismyndun. Borgin varð aðsetur afar auðugra kaupmanna og milliliða. Þessi hagsæld viðskipta hafði mikil áhrif á bókmenntir og námstofnanir í svæðinu suðurhluta Jangtse.<small><ref name=":4" /></small> Wuxi varð einn af mikilvægum fæðingarstöðum koparprentunar og Kunqu formi Kínverskrar [[Ópera|óperu]].
Árið 1724 var Wuxi orðin mjög fjölmenn sýsla og því var austurhluti hennar aðskilinn og gerður að Jinkui-sýslu. Bæði Wuxi og Jinkui voru gjörsamlega eyðilögð í [[Taiping-uppreisnin|Taiping-uppreisninni]] (1850-1864), þegar næstum 2/3 íbúanna voru drepnir. Mannfallið var gríðarlegt. Fjöldi „hæfra karlmanna“ í sýslunum, sem hafði verið 339.549 og 258.934 árið 1830, féll niður í 72.053 og 138.008 árið 1865.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> <small><ref>{{Cite book|script-title=zh:江苏省志・人口志|publisher=Fangzhi Publishing House|isbn=978-7-801-22526-9|pages=58–9 |trans-title=Jiangsu Provincial Gazetteer, Volume on Demography|year=1999}}</ref></small>
Á tíma [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1636–1912) blómstraði bómullar- og silkiframleiðsla í Wuxi. Viðskipti jukust með alþjóðlegri opnun „sáttamálahafna“ byggðum á [[Nanking-sáttmálinn|friðarsáttmála]] sem batt enda á [[Fyrra ópíumstríðið|fyrsta ópíumstríðið]] (1839–1842) milli [[Breska heimsveldið|Breska heimsveldisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] í Kína. Þetta voru Sjanghæ árið 1842; og [[Zhejiang|Zhenjiang]] og [[Nanjing]] árið 1858. Woxi naut uppgangs þeirra borga. Hún varð miðstöð textíliðnaðar í Kína. Textílverksmiðjur voru byggðar árið 1894 og silkispólunarstöðvar byggðar árið 1904.
Þegar [[Mikliskurður]] hrundi eftir 1850, hélt Wuxi mikilvægi sínu sem svæðisbundinn hrísgrjónamarkaður. Þaðan var korn flutt til [[Sjanghæ]], um 130 kílómetra til suðausturs; auk sjóleiðarinnar til [[Tianjin]] borgar í norðri. Viðskipti með korn jukust enn frekar eftir 1908 þegar komið var á járnbrautartengingu til Sjanghæ, Zhenjiang og Nanjing í norðvestri.
Jinkui sýsla sameinaðist að nýju Wuxi-sýslu við upphaf lýðveldisins árið 1912.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
=== Lýðveldistími ===
[[Mynd:Bundesarchiv Bild 183-S34828, Japanisch-Chinesischer Krieg.jpg|alt=Japanskir hermenn í Wuxi í desember 1937 á leið til Nanking.|upright|thumb|'''Japanskur innrásarher''' í Wuxi í desember 1937 á leið sinni til Nanking.]]
Þegar seinna [[Seinna stríð Kína og Japans|stríðið við Japan]] braust út árið 1937 varð Wuxi fyrir miklu áfalli. Sjanghæ sem er nálægt Wuxi og mjög tengd efnahagslega, varð fyrir miklum árásum. Verksmiðjur og byggingar urðu fyrir miklu tjóni eða gjöreyðilagðust vegna sprengjuárása japanskra flugvéla.
Eftir sigur gegn Japönum árið 1945 var efnahagur Wuxi endurreistur og fjárfestingar jukust. [[Kínverska borgarastyrjöldin|Borgarastyrjöld]] milli Lýðveldissinna og [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnista]] hafði síðan óhjákvæmilega áhrif á efnahag borgarinnar. Frelsisher kommúnista hertók síðan borgina 23. apríl 1949. Um miðjan júní var yfirtöku borgarinnar í grundvallaratriðum lokið.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
==== Tímar Alþýðulýðveldis ====
[[Mynd:Wuxi_Museum_2018.jpg|alt=Wuxi safnið í Liangxi hverfi er yfirgripsmikið safn staðbundinnar sögu og lista.|upright|thumb|'''Wuxi safnið''' í Liangxi hverfi er yfirgripsmikið safn staðbundinnar sögu og lista.<small><ref>{{Citation|title=无锡博物院|date=2022-02-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%8D%9A%E7%89%A9%E9%99%A2&oldid=69953384|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2020-04/24/c_489066.htm|titill=Wuxi Museum|höfundur=2022 China Daily (wuxinews.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=24. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
Frá 1949 eftir valdatöku kommúnista hefur vægi borgarinnar sem landsbundin viðskiptamiðstöð minnkað, þó að hlutverk hennar sem dreifingar- og söfnunarmiðstöð fyrir Tai vatnasvæðið hafi haldið.<small><ref name=":0" /></small>
Auk viðskipta með hrísgrjón og bómullar- og silkiframleiðslu voru aðrar mikilvægar atvinnugreinar borgarinnar hveitimölun, hrísgrjónavinnsla og olíuvinnsla. Frá fimmta áratug síðustu aldar hefur iðnþróun verið hröð. Textíl- og matvælaiðnaðurinn hefur stækkað og færður til nútímahorfs. Borgin er orðin miðstöð verkfræðiiðnaðar, sérstaklega fyrir vélasmíði auk framleiðslu rafbúnaðar, kapla og textílvéla af ýmsum toga; í seinni tíð hefur framleiðsla lyfja og ýmissa efna orðið æ mikilvægari.<small><ref name=":0" /></small>
Hraðbraut milli Sjanghæ og Nanjing liggur í gegnum borgina, með afreinum sem teygja sig frá borginni til sýsluborga Wuxi, norður til Jiangyin og suðvestur til Yixing. Frá árinu 2004 hefur staðbundinn flugvöllur veitir flugþjónustu til nokkurra stórborga landsins.<small><ref>{{Citation|title=Sunan Shuofang International Airport|date=2022-08-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Sunan_Shuofang_International_Airport&oldid=1105089148|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Árið 2014 opnuðu fyrstu tvær borgarlestarlínur Wuxi. Nú eru þær fjórar og sex aðrar neðanjarðarlínur í undirbúningi.<small><ref>{{Citation|title=Wuxi Metro|date=2022-04-12|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi_Metro&oldid=1082348735|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Ferðaþjónusta hefur orðið sífellt mikilvægari. Umhverfi Wuxi inniheldur marga þekkta fallega staði sem hafa verið varðveittir vandlega, ásamt ýmsum borgargörðum og sögulegum stöðum. Í dag hefur iðnþróun verið takmörkuð nærri [[Tai vatn|Tai-vatni]], sem er eitt helsta aðdráttarafl ferðaþjónustu borgarinnar. Þar var þó iðnaðargarður með sérstakri áherslu á vísindi og tækni stofnaður árið 2006.
=== Borg hagvaxtar og mengunar ===
[[Mynd:Jiangyin Yangtze River bridge-2.jpeg|alt=Jiangyin Jangtse brúin er 1.385 metra hengibrú yfir Jangtse fljót í Wuxi borg. Hún tengir sýsluborgina Jiangyin sunnan árinnar við Jingjiang undirborg Taizhou, í norðri. Um brúna liggur G2 Peking-Sjanghæ Hraðbrautin.|upright|thumb|'''Jiangyin Jangtse brúin''' er 1.385 metra hengibrú yfir Jangtse fljót í Wuxi borg. Hún tengir sýsluborgina Jiangyin sunnan árinnar við Jingjiang undirborg Taizhou, í norðri. Um brúna liggur G2 Peking-Sjanghæ Hraðbrautin.<small><ref>{{Citation|title=Jiangyin Yangtze River Bridge|date=2022-08-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Jiangyin_Yangtze_River_Bridge&oldid=1104313456|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Með efnahagslegri opnun Kína á síðustu tveimur áratugum síðustu aldar, hefur efnahagur Wuxi náð sér á strik með miklum vexti einkafyrirtækja. Árið 1981 var hún opinberlega skráð sem ein 15 kínverskra borga sem tóku þátt í þessari efnahagslegu opnum og árið 1985 var borgin formlega viðurkennd sem opin borg í sérstöku efnahagssvæði Jangtse óshólmasvæðisins. Í kjölfarið voru fríverslunarsvæði og iðngarðar opnaðir fyrir miklum erlendum fjárfestingum. Wuxi tók þá flugið sem mikil iðnaðar- og viðskiptaborg.<small><ref name=":1" /></small>
Landsframleiðsla á mann er mikilvægur mælikvarði á efnahagslega velferð. Árið 2021 var var Wuxi borg þar í fyrsta sæti allra stórra og meðalstórra borga Kína.<small><ref name=":3" /></small>
Hröð iðnþróun og þéttbýli síðustu áratuga tekið sinn toll á umhverfi. Tai vatn sem er þriðja stærsta ferskvatnsvatn Kína, hefur undanfarin ár verið þjakað af mengun vegna iðnþróunar nærliggjandi svæða.<small><ref>{{Citation|title=Lake Tai|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Lake_Tai&oldid=1098108667|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Förgun efna og skólps úti í vatnið í upphafi 21. aldar hefur valdið myndun eitraðra [[Blágerlar|blágerla]] eða þörungar á yfirborði vatnsins.<small><ref>{{Citation|title=2007年太湖蓝藻污染事件|date=2022-08-02|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=2007%E5%B9%B4%E5%A4%AA%E6%B9%96%E8%93%9D%E8%97%BB%E6%B1%A1%E6%9F%93%E4%BA%8B%E4%BB%B6&oldid=73035341|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-18}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.wilsoncenter.org/publication/taihu-green-wash-or-green-clean|title=Taihu: Green Wash or Green Clean? {{!}} Wilson Center|website=www.wilsoncenter.org|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Það hefur ógnað gæðum drykkjarvatns þeirra sem búa við vatnið. Á síðari árum hafa stjórnvöld ráðist í umfangsmikla hreinsun og verndun vatnsins.<small><ref>{{Cite web|url=https://chinadialogue.net/en/pollution/4767-long-struggle-for-a-cleaner-lake-tai/|title=Long struggle for a cleaner Lake Tai|date=2012-02-14|website=China Dialogue|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Mörgum verksmiðjum hefur nú verið lokað og reglum um umgengni við vatnið hertar til að bæta vatnsgæði og til að ná líffræðilegri endurheimt.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.greenpeace.org/international/story/7040/biological-restoration-of-water-and-land|title=Biological Restoration of water and land|website=Greenpeace International|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Enn er þó mikið starf óunnið í þeim efnum.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.canr.msu.edu/csis/uploads/files/Qin-et-al.-Science-Bulletin-2019.pdf|titill=Why Lake Taihu continues to be plagued with cyanobacterial blooms
through 10 years (2007–2017) efforts|höfundur=Boqiang Qin, Hans W. Paerl, Justin D. Brookes, Jianguo Liu, Erik Jeppesen, Guangwei Zhu, Yunlin Zhang, Hai Xu, Kun Shi, Jianming Deng|útgefandi=Science Bulletin: Volume 64, Issue 6, 30 March 2019, Pages 354-356|mánuður=30. mars|ár=2019|mánuðurskoðað=16. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
==Landafræði==
[[Mynd:Wuxi NASA.png|alt=Þéttbýli Wuxi-borgar sést á þessari gervihnattamynd NASA. Mikliskurður er þar áberandi í borgarmyndinni.|upright|thumb|'''Þéttbýli Wuxi-borgar''' á [[Gervihnattarmynd|gervihnattamynd]] [[NASA]]. Ef grannt er skoðað sést hvað [[Mikliskurður]] er áberandi í borgarmyndinni.]]
[[Mynd:Yixing, Wuxi, Jiangsu, China - panoramio (1).jpg|alt=Bambusskógur í Yixing undirborg Wuxi.|upright|thumb|'''Bambusskógur í Yixing''' undirborg Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Yixing|date=2022-06-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Yixing&oldid=1091495497|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:長廣溪濕地.jpg|alt=Frá Chang Guangxi votlendisgarðinum í Binhu hverfi Wuxi borgar.|upright|thumb|Frá '''Chang Guangxi votlendisgarðinum''' í Binhu hverfi Wuxi borgar.<small><ref>{{Citation|title=长广溪湿地公园|date=2021-10-28|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E9%95%BF%E5%B9%BF%E6%BA%AA%E6%B9%BF%E5%9C%B0%E5%85%AC%E5%9B%AD&oldid=68405406|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Wuxi-borg er staðsett í suðausturhluta [[Jiangsu]]-héraðs. Hún liggur að [[Suzhou]]-borg í austri; með [[Tai vatn|Tai vatnið]] í suðri, handan vatnsins frá Huzhou borg í [[Zhejiang]] héraði; og [[Changzhou]] borg í vestri.
Sýsluborgin Yixing, ein tveggja undirborga Wuxi, er aðskilin frá borginni af Wujin hverfi Changzhou borgar, og hefur sem hólmlenda enga landtenging við Wuxi.
Heildarflatarmál Wuxi er 4.627 ferkílómetrar, þar af eru 782 ferkílómetrar fjöllótt og hæðótt land, sem eru 17% af heildarflatarmáli borgarinnar.
Wuxi er dæmigerður vatnabær í suðurhluta [[Jangtse]]<nowiki/>-fljótsins, með þéttriðið net skurða og vatnaleiða, sem og fjölmörg vötn, er mynda frárennsli, flutninganet og votlendisgarða. Vatnsyfirborðið er 1.342 ferkílómetrar, eða 29% af heildarflatarmáli borgarinnar.<small><ref name=":2">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Í vatnskerfi borgarinnar eru 5.983 árfarvegir með heildarlengd 6.998 kílómetra, þar á meðal Peking-Hangzhou hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]]. Samkvæmt varfærnu mati hafa meira en 1.000 árfarvegir í borgarlandinu verið urðaðir til vegagerðar frá árinu 1949.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Jangtse óshólmasvæðið er láglent landslag sem einkennist af sléttum, yfirleitt undir 3,5 metrum yfir sjávarmáli, þar sem lægsti punktur er undir 2 metrum yfir sjávarmáli. Hluti svæðisins frá norðri til Jiangyin sýsluborgar Wuxi, var Furong vatn í fornöld sem hvarf smám saman á tíma Song- og Mingveldanna.<ref name=":2" />
Mashan svæðið í Binhu hverfi borgarinnar er hæðótt landsvæði við Tai stöðuvatnið; Í Yixing-sýsluborginni eru Yili-fjöll, sem eru lág fjöll og hæðir. Hæsti punkturinn 611,5 metrar er Huangtading fjall í suðri, næsthæsta tinds Jiangsu-héraðs.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-03/25/c_664458_2.htm|title=Overview|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
==Lýðfræði==
[[Mynd:Sanliqiao_Catholic_Church.jpg|alt=Kirkja heilags Jósefs er rómversk-kaþólsk kirkja í Beitang hverfi Wuxi borgar. Upphaflega kirkjan var byggð árið 1640, á tíma Mingveldisins (1368–1644).|upright|thumb|'''Kirkja heilags Jósefs''' er rómversk-kaþólsk kirkja í Beitang hverfi Wuxi borgar. Upphaflega kirkjan var byggð árið 1640, á tíma Mingveldisins (1368–1644).<small><ref>{{Citation|title=Saint Joseph's Church, Wuxi|date=2021-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Saint_Joseph%27s_Church,_Wuxi&oldid=1034206984|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Wuxi borg er fjölmenn borg. Þéttbýlast er miðborgasvæðið (Lianxi, Binhu og Xinwu hverfin, auk aðliggjandi hluta Huishan og Xishan hverfa). Í útjaðrinum, í sýsluborgunum Jiangyin og Yixing, er dreifbýlið meira með þorpum og nýbyggingasvæðum.
Árið 2020 þegar síðasta manntal var gert í Kína, var íbúafjöldi borgarkjarna Wuxi 3.956.985 en íbúafjöldi undir lögsögu borgarinnar var 7.462.135.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://tj.jiangsu.gov.cn/art/2021/5/18/art_80066_9819836.html|titill=Bulletin of the Seventh National Census of Jiangsu Province (No. 2)|höfundur=Jiangsu Provincial Bureau of Statistics|útgefandi=Office of the Leading Group for the Seventh National Census of Jiangsu Province|mánuður=18. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Mikill meirihluti íbúa eru Han-kínverjar, en önnur þjóðarbrot á borð við Hui og Miao þjóðerni eru fámennari. Frumbyggjar Wuxi tala Wuxi mállýskuna eða Suzhou mállýsku.<small><ref>{{Citation|title=Уси|date=2022-08-19|url=https://ru.wikipedia.org/w/index.php?title=%D0%A3%D1%81%D0%B8&oldid=124949730|work=Википедия|language=ru|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Meirihluti þeirra sem trúaðir eru stundar [[Búddismi|búddisma]], [[Daoismi|taóisma]] og [[þjóðtrú]]. Að auki hefur borgin umtalsverð samfélög [[Múslimar|múslima]], [[Kaþólikkar|kaþólikka]] og [[Mótmælendatrú|mótmælenda]].<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
== Stjórnsýsla ==
[[Mynd:Wuxi, Jiangshu2.jpg|alt=Fjölmenni kallar á mörg hús. Hér er eitt hverfið nýbyggt 2009.|upright|thumb|Fjölmennið kallar á mörg hús. Hér er eitt hverfið nýbyggt 2009.]]
Undir lögsögu Wuxi borgar eru fimm hverfi og tvær borgir á sýslustigi. Þessi hverfi eru Liangxi, Xishan, Huishan, Xinwu, og Binhu (vatnahverfið). Undirborgirnar eru Jiangyin borg og Yixing borg.
Þessum stjórnsýslueiningum er síðan skipt niður í 73 sveitarfélög, þar af 59 bæi og 24 undirhverfi.
Borgin nær yfir svæði sem er um 4.628 ferkílómetrar og borgarstjórnin hefur aðsetur í Liangxi hverfi.<small><ref>{{Citation|title=无锡市行政区划|date=2022-01-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82%E8%A1%8C%E6%94%BF%E5%8C%BA%E5%88%92&oldid=69788706|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Að auki hefur Wuxi komið á fót eftirfarandi efnahagssvæðum og iðngörðum. Þar á meðal eru: ''Xishan efnahags- og tækniþróunarsvæðið''; ''Wuxi Liyuan efnahagsþróunarsvæðið''; ''„Wuxi landslagsborgin“'' (þar eru á meðal: ''„Stafrænir iðnaðargarðar Wuxi“'' og ''„Ferðaþjónustugarður Wuxi við Tai vatn“''); ''Jiangyin hátæknisvæðið''; og ''„Jiangsu Jiangyin Lingang efnahagsþróunarsvæðið“''.
[[Mynd:Administrative-Division-Wuxi-Jiangsu-China (Icelandic).png|thumb|right|400px|Stjórnsýsluskipting Wuxi-borgar í hverfi og undirborgir ]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Wuxi
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2018 <ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref><ref>{{Citation|title=无锡市行政区划|date=2022-01-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82%E8%A1%8C%E6%94%BF%E5%8C%BA%E5%88%92&oldid=69788706|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Miðborg</small>'''
|-
| align=left | <small>Liangxi hverfi</small>
| align=left | <small>梁溪区</small>
| align=right| <small>961.500</small>
| align=right| <small>72</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Xishan hverfi</small>
| align=left | <small>锡山区</small>
| align=right| <small>707.700</small>
| align=right| <small>399</small>
|-
| align=left | <small>Huishan hverfi</small>
| align=left | </small>惠山区</small>
| align=right| <small>712.200</small>
| align=right| <small>325</small>
|-
| align=left | <small>Binhu hverfi</small>
| align=left | </small>滨湖区</small>
| align=right| <small>716.000</small>
| align=right| <small>628</small>
|-
| align=left | <small>Xinwu hverfi</small>
| align=left | <small>吴江区</small>
| align=right| <small>569.200</small>
| align=right| <small>220</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Jiangyin borg</small>
| align=left | <small>江阴市</small>
| align=right| <small>1.651.800</small>
| align=right| <small>987<small>
|-
| align=left | <small>Yixing borg</small>
| align=left | <small>宜兴市</small>
| align=right| <small>1.256.100</small>
| align=right| <small>1.997</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="2" style="text-align:center; " |'''<small>Alls:</small>'''
| align="right" |'''<small>6.574.500</small>'''
| align="right" |'''<small>4.627</small>'''
|-
| colspan="4" style="text-align:center; " | <small>''Óformlegar stjórnsýsludeildir:Iðngarðar og atvinnuþróunarsvæði''</small>
|}
==Efnahagur og atvinnulíf==
=== Borg vaxtar ===
[[Mynd:Center 66, Wuxi, China.jpg|alt=„Center 66“ er staðsett í Chong'an viðskiptahverfi borgarinnar.|upright|thumb|Byggingin '''„Center 66“''' er í Chong'an miðlægu viðskiptahverfi Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Center 66|date=2022-06-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Center_66&oldid=1094078612|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Á kínverskan mælikvarða er Wuxi borg hagsældar. Hún er svæðisbundin viðskiptamiðstöð með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst sterkum einkafyrirtækjum. Áhersla er á fjölbreytt atvinnulíf með uppbyggingu stórra iðnaðargarða sem eru helgaðir nýjum atvinnugreinum.
Sterk vísbending um efnahagslega velferð er landsframleiðsla á mann. Þar var Wuxi borg árið 2021 efst allra stórra og meðalstórra kínverskra borga. Efnahagur borgarinnar blómstrar með fjölbreyttu atvinnulífi og alþjóðlegum fjárfestingum. Meiri hagsæld þýðir komu erlendra verslunar- og smásölufyrirtækja, á borð við IKEA, Bailian, Apple, svo nokkuð sé nefnt.
Þessi þróun hefur einnig breytt ásýnd Wuxi með æ fleiri skýjakljúfum. Þannig opnuðu þrír slíkir árið 2014: Wuxi IFS (339 metrar), Wuxi Suning Plaza 1 (328 metrar) og Wuxi Maoye City - Marriott Hotel (304 metrar).<small><ref>{{Citation|title=Wuxi|date=2022-08-08|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi&oldid=1103178618|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Citation|title=Center 66|date=2022-06-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Center_66&oldid=1094078612|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Citation|title=无锡茂业城-万豪国际酒店|date=2021-12-19|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E8%8C%82%E4%B8%9A%E5%9F%8E-%E4%B8%87%E8%B1%AA%E5%9B%BD%E9%99%85%E9%85%92%E5%BA%97&oldid=69163185|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
=== Hefðbundin framleiðsla ===
Auk hefðbundinna viðskipta með hrísgrjón og bómullar- og silkiframleiðslu voru aðrar mikilvægar atvinnugreinar borgarinnar framan af hveitimölun, hrísgrjóna- og olíuvinnsla. Frá fimmta áratug síðustu aldar hefur iðnþróun verið hröð. Textíl- og matvælaiðnaðurinn hefur stækkað og færður til nútímahorfs. Borgin er orðin svæðisbundin miðstöð verkfræðiiðnaðar, sérstaklega fyrir vélasmíði auk framleiðslu rafbúnaðar, framleiðslu reiðhjóla- og hemla; kapla og textílvéla af ýmsum toga. Í seinni tíð hefur framleiðsla lyfja og ýmissa efna orðið æ mikilvægari.<small><ref name=":0" /></small>
=== Ferðaþjónusta ===
[[Mynd:Wuxi, Jiangsu - China (13619808523).jpg|alt=Vatnaborgin Wuxi er mikil ferðamannaborg.|upright|thumb|'''Vatnaborgin Wuxi''' er mikil ferðamannaborg.]]
Ferðaþjónusta í borginni er sífellt mikilvægari. Umhverfi Wuxi inniheldur marga þekkta og vel varðveitta staði,borgargarða og sögulega staði. Tai-vatn er eitt helsta aðdráttarafl ferðaþjónustu borgarinnar. Alþjóðlegar hótelkeðjur hafa keppst við að reisa glæsihótel til að anna aukinni eftirspurn: Marriott, Kempinski, Radisson Blu, Sheraton, o.s.frv.
=== Nýjar atvinnugreinar ===
Sterk áhersla er hjá borgaryfirvöldum að gera atvinnulífið enn fjölbreyttara með meiri þátttöku alþjóðlegra fyrirtækja.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/companies.html|title=Companies|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small> Áherslan er á ýmiskonar líftækni, öreindatækni, upplýsingatækni og gagnavinnslu, flug- og samgöngutækni, grænar raforkulausnir á borð við efnarafala fyrir vetnisframleiðslu, sem og iðnhönnun og aðrar skapandi greinar.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2021-03/03/c_598030.htm|titill=Wuxi district looks to develop modern industries|höfundur=2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=3. mars|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small><small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2022-06/23/c_773067.htm|titill=Wuxi's aerospace industry gets boost|höfundur=2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=23. júní|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Til að ýta undir stafræna umbreytingu hefur borgin hvatt til framþróunar iðnaðar byggðum á „Interneti hlutanna“ (IoT), ekki síst á sviði heilbrigðistækni.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2021-09/30/c_665650.htm|titill=IoT industry fuels Wuxi's digital transformation|höfundur=By Liu Tianyang (wuxinews.com.cn) 2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=30. september|ár=2021|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Sama gildir um stafræna tækni í margskonar iðnframleiðslu.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2022-05/11/c_750367.htm|titill=Wuxi boasts thriving industries|höfundur=2022 China Daily (wuxinews.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=11. maí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Atvinnuþróunarsvæði ===
[[Mynd:Ipark5.jpg|alt=Í „Nýhverfi Wuxi“ er „Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“ sem er iðngarður og nýsköpunarsetur fyrir upplýsingatækni.|upright|thumb|Í „Nýhverfi Wuxi“ (Xinwu hverfi) er '''„Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“''' sem er iðngarður og nýsköpunarsetur fyrir upplýsingatækni.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wndonline.cn/2019-07/30/c_482921.htm|title=Wuxi (National) Software Park|website=www.wndonline.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Til að styðja við þessa framþróun hafa nýjar atvinnugreinar verið vistaðar í sérstökum iðngörðum og fríverslunarsvæðum sem bjóða upp á klasastarfssemi ásamt nýsköpunar- og frumkvöðlasetur í viðkomandi atvinnugrein. Alls eru sex slíkir iðngarðar og atvinnuþróunarsvæði í borginni.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/developmentzones.html|title=Development Zones|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small><small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Árið 1992 var stofnað svokallað „Nýhverfi Wuxi“ (WND) nú nefnt Xinwu hverfi, sem nær yfir svæði sem er 220 ferkílómetrar.<small><ref>{{Citation|title=Xinwu District, Wuxi|date=2022-04-17|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Xinwu_District,_Wuxi&oldid=1083254871|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small> Þar er ''Wuxi hátæknþróunarsvæðið'', ''Flugiðnaðargarður Wuxi'', og ''„Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“'', svo nokkuð sé nefnt.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Sem dæmi þá eru þar um 1.000 hugbúnaðar- og útvistunarfyrirtæk á sviði upplýsingatækni, þar á meðal nokkur af stærstu fyrirtækjum heims, eins og Microsoft, Intel, Oracle, IBM, NTT data, Fujitsu, Pactera, ChinaSoft International og Unissoft.<small><ref>{{Citation|title=Xinwu District, Wuxi|date=2022-04-17|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Xinwu_District,_Wuxi&oldid=1083254871|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Á Jiangyin hátæknisvæðinu sem stofnað var árið 1992, eru leiðandi atvinnugreinar á borð við framleiðslu nýrra málmefniþa, háþróaðs samskiptabúnaðar, og líftæknilyfja.
Önnur dæmi um iðngarða eða sérstök atvinnuvaxtarsvæði eru: ''Xishan efnahags- og tækniþróunarsvæðið''; ''Wuxi Liyuan efnahagsþróunarsvæðið''; ''„Wuxi landslagsborgin“'' (þar sem eru meðal annars: „Stafrænir iðnaðargarðar Wuxi“ og „Ferðaþjónustugarður Wuxi við Tai vatn“); og ''„Jiangsu Jiangyin Lingang efnahagsþróunarsvæðið“''.
== Tengt efni ==
[[Mynd:Nanning Wuxi Anghu Park (15460514486).jpg|alt=Wuxi-óperan, aldargamalt óperuform Xiju, er enn vinsæl. Þar leika karlar bæði kyn í dreifbýlissögum siðferðisátaka og gráðugra húsráðenda. Reynt er að höfða til yngri kynslóða.|upright|thumb|'''Wuxi-óperan''', aldargamalt óperuform Xiju, er enn vinsæl. Þar leika karlar bæði kyn í dreifbýlissögum siðferðisátaka og gráðugra húsráðenda.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2018-04/20/content_36065274.htm|titill=Wuxi Opera|höfundur=2022 China Daily (chinadaily.com.cn).|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government.|ár=22|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-07/21/c_792218.htm|titill=Century-old Xiju Opera still shines|höfundur=2022 China Daily (gowuxi.com)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=21. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
* [http://en.wuxi.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wuxi'''] Yfirgripsmiklar upplýsingar á ensku og kínversku um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur, fréttir, o.fl.
* Vefsíða Wikitravel [https://wikitravel.org/en/Wuxi '''Wuxi'''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/wuxi/ Travel China Guide: '''Wuxi'''] Knappar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Héraðið [[Jiangsu]] í austurhluta [[Kína]].
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wuxi|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wuxi|titill=Britannica: Wuxi|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=10. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
8uxomfaxwanaylokrch2naj0qlu4t8a
1765838
1765836
2022-08-23T16:30:07Z
Dagvidur
4656
/* Borg vaxtar */ Bætti við mynd
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Wuxi-bird-view.PNG|alt=Horft yfir Wuxi borg í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.|hægri|thumb|450x450dp|'''Horft yfir Wuxi borg''' í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.]]
[[Mynd:Wuxi-location-MAP-in-Jiangsu-Province-China.jpg|alt=Staðsetning Wuxi borgar í Jiangsu héraði í Kína.|thumb|'''Staðsetning Wuxi''' í Jiangsu héraði í Kína.]]
[[Mynd:Jichang Yuan.jpg|alt=Jichang garðurinn í Liangxi hverfi Wuxi er frægur kínverskur garður. Hann er sagður fyrirmynd Xiequ garðsins í Sumarhöll Pekingborgar og Guo Ran Da Gong í Yuanming Yuan í Peking.|right|thumb|'''Jichang garðurinn''' í Liangxi hverfi Wuxi er frægur kínverskur garður byggður á tíma Mingveldisins (1368-1644). Hann er sagður fyrirmynd Xiequ garðsins í Sumarhöll Pekingborgar og Guo Ran Da Gong í Yuanming Yuan í Peking.<small><ref>{{Citation|title=Jichang Garden|date=2022-03-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Jichang_Garden&oldid=1075270548|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2021-04/06/c_608850.htm|titill=Ancestral temples of Huishan|höfundur=2022 China Daily (chinadaily.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|ár=2022|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
'''Wuxi''' ''([[kínverska]]:無錫; [[Pinyin|rómönskun:]] Wúxī; (WOO-shee)'' er stórborg í suðurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í austurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].
Wuxi er staðsett meðfram [[Mikliskurður|Miklaskurði]] á mótum þess farvegs við staðbundnar ár nálægt norðausturhorni [[Tai vatn|Tai-vatns]]. Í gegnum borgina liggur þétt net skurða og skipgengra vatnaleiða í suðurhluta [[Jangtse]]<nowiki/>- fljótsins. Borgin er um 135 kílómetra norðvestur af miðborg [[Sjanghæ]], á milli borganna [[Changzhou]] og [[Suzhou]].
Wuxi er fræg sögu- og menningarborg Kína og ein helsta ferðamannaborg landsins. Borgin státar af meira en 3.000 ára sögu og djúpstæðum menningararfi. Hún var heimili Wu-menningar í fornöld og hefur ríka sögulega arfleifð. Í henni eru 31 mikilvægir sögustaðir er njóta verndar ríkisins, 11 staðir sem hafa sterka skírskotun til kínversks menningararfs, auk 60 safna og minnisvarða.
Wuxi er ekki aðeins hefðbundin fisk- og hrísgrjónavatnaborg við Jangtse fljót, heldur einnig vagga nútíma kínverskrar þjóðariðnaðar og ein efnahagsmiðstöða Kína, með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst sterkum einkafyrirtækjum.
Á kínverskan mælikvarða er Wuxi borg hagsældar. Sterk vísbending um efnahagslega velferð er landsframleiðsla á mann. Þar var Wuxi borg árið 2021 efst allra stórra og meðalstórra kínverskra borga Kína.<small><ref name=":3">{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-02/11/c_706654.htm|titill=Wuxi tops Chinese cities in per capita GDP in 2021|höfundur=2022 China Daily - wuxinews.com.cn|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=11. febrúar|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Héraðsborgin Wuxi nær yfir 4.627 ferkílómetra lands. Hún hefur lögsögu yfir 5 hverfum og tveimur sýsluborgum. Árið 2020 bjuggu á stórborgarsvæði Wuxi um 7,5 milljónir manna en 4 milljónir í kjarnaborginni.
==Saga==
[[Mynd:Taibo_statue,_Taibo_Temple,_Wuxi.jpg|alt=Stytta af Taibo, í Taibo hofinu í Xinwu hverfi Wuxi. Taibo stofnaði Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.|upright|thumb|'''Stytta af Taibo''' í Taibo hofinu í Xinwu hverfi. Taibo stofnaði Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.]]
[[Mynd:Nanchan Pagoda Wuxi.jpg|alt=Mahavira salur Nanchan búddistahofsins í suðurhluta Wuxi.
|upright|thumb|'''Mahavira salur''' Nanchan [[Búddismi|búddahofsins]] í suðurhluta Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=南禪寺 (無錫)|date=2022-02-13|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E7%A6%AA%E5%AF%BA_(%E7%84%A1%E9%8C%AB)&oldid=70147432|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:MaaguxianshouWXM.jpg|upright|thumb|'''„Magu býður langlífi“''' í Wuxi safninu. Magu er gyðja langlífs og verndari kvenna í fornum kínverskum goðsögnum og [[Daoismi|Taoisma]].<small><ref>{{Citation|title=Magu (deity)|date=2022-04-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Magu_(deity)&oldid=1084177384|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:清光绪年间无锡县城区图.jpg|alt=Kort af Wuxi árið 1881.|upright|thumb|Kort af Wuxi árið 1881.]]
Wuxi státar af meira en 3.000 ára sögu og djúpstæðum menningararfi sem einn af elstu þéttbýlisstöðum við [[Jangtse|Jangtsefljót]]. Borgin er ein vagga Wu-menningar í fornöld og hefur ríka sögulega arfleifð. Wu vísar til þess svæðis í Kína sem miðast við [[Tai vatn|Tai-vatn]] á Jiangnan svæðinu er liggur suður af Jangtse fljóti. <small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
=== Fornsaga ===
Í borginni eru 31 mikilvægir sögustaðir er njóta verndar ríkisins, 11 staðir sem hafa sterka skírskotun til kínversks menningararfs og 60 söfn og minnisvarðar.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-03/25/c_664458.htm|titill=Wuxi. Overview|höfundur=China Daily- 2022|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government.|ár=2022|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Á svokölluðu vor- og hausttímabili í sögu Kína (770–476 f.Kr.) bjuggu staðbundnir Baiyue ættbálkar sem nefndir voru „Gou Wu“ á landsvæði þar sem nútímaborgirnar Wuxi og Suzhou liggja. Þessir ættbálkar mynduðu þorp í hæðunum við votlendið umhverfis Tai-vatn.<small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
Skráð saga Wuxi hófst við lok tíma Shangveldisins (1600–1046 f.Kr.).<small><ref>{{Citation|title=吴国|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%90%B4%E5%9B%BD&oldid=72743972|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-21}}</ref></small> Forn sagnfræðirit Sima Qian sagnfræðings (145 f.Kr.- 91 f.Kr.)<small><ref>{{Citation|title=Records of the Grand Historian|date=2022-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Records_of_the_Grand_Historian&oldid=1099964113|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> greina frá því að Taibo (um 1150 f.Kr.) frændi konungs Zhouveldisins hafi stofnað Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2021-12-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1060598437|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Taibo siðað heimamenn og bætti landbúnað þeirra og áveitustjórn.<small><ref name=":4">{{Vefheimild|url=http://www.chinadaily.com.cn/m/jiangsu/wuxi/pdf/GettoknowWuxithrough10surnames.pdf|titill=Get to know Wuxi through 10 surnames|höfundur=Information Office of Wuxi Municipal Government|útgefandi=Information Office of Wuxi Municipal Government|ár=2017|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Síðar flutti Wu hirðin til Gusu þar sem nútíma Suzhou liggur. Wu-ríkið stóð frá 12. öld f.Kr.– 473 f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=吴国|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%90%B4%E5%9B%BD&oldid=72743972|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2022-08-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1105292388|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
=== Keisaratímar ===
Í tíma Qinveldisins tilheyrði Wuxi Kuaiji-sýslu.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Svæðið í Wuxi var upphaflega þekkt vegna [[Tin|tinnáma]] sem þar voru, en þegar sýslan var stofnuð árið 202 f.Kr. á tímum [[Hanveldið|Vestur-Hanveldisins]] (206 f.Kr.–25 e.Kr.), voru þær námur uppurnar og þéttbýlið fékk fékk því nafnið Wuxi („án tins“). Frá lokum 3. aldar var borgin umdæmi undir stjórn herforingja Biling borgar (síðar nefnd [[Changzhou]]) og hélst svo nema í stuttan tíma undir stjórn [[Júanveldið|Júanveldisins]] (1206– 1368), þegar svæðið var gert að sjálfstæðu héraði.<small><ref name=":0">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wuxi|titill=Encyclopedia Britannica: Wuxi|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia|útgefandi=Britannica, The Editors of Encyclopaedia|mánuður=10. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Frá fyrstu tíð hefur svæðið í kringum [[Tai vatn|Tai-vatn]] verið mjög frjósamt. [[Landbúnaður]] og [[Silki|silkiiðnaður]] blómstraði í Wuxi. Eftir að gerð [[Mikliskurður|Miklaskurðar]] lauk árið 609 varð Wuxi umskipunarmiðstöð fyrir skattkorn ætlað höfuðborginni. Þar myndaðist einn stærsti kornmarkaður Kína, þar sem mikið magn hrísgrjóna var meðhöndlað.<small><ref name=":1">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Þróað hagkerfi hraðaði þéttbýlismyndun. Borgin varð aðsetur afar auðugra kaupmanna og milliliða. Þessi hagsæld viðskipta hafði mikil áhrif á bókmenntir og námstofnanir í svæðinu suðurhluta Jangtse.<small><ref name=":4" /></small> Wuxi varð einn af mikilvægum fæðingarstöðum koparprentunar og Kunqu formi Kínverskrar [[Ópera|óperu]].
Árið 1724 var Wuxi orðin mjög fjölmenn sýsla og því var austurhluti hennar aðskilinn og gerður að Jinkui-sýslu. Bæði Wuxi og Jinkui voru gjörsamlega eyðilögð í [[Taiping-uppreisnin|Taiping-uppreisninni]] (1850-1864), þegar næstum 2/3 íbúanna voru drepnir. Mannfallið var gríðarlegt. Fjöldi „hæfra karlmanna“ í sýslunum, sem hafði verið 339.549 og 258.934 árið 1830, féll niður í 72.053 og 138.008 árið 1865.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> <small><ref>{{Cite book|script-title=zh:江苏省志・人口志|publisher=Fangzhi Publishing House|isbn=978-7-801-22526-9|pages=58–9 |trans-title=Jiangsu Provincial Gazetteer, Volume on Demography|year=1999}}</ref></small>
Á tíma [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1636–1912) blómstraði bómullar- og silkiframleiðsla í Wuxi. Viðskipti jukust með alþjóðlegri opnun „sáttamálahafna“ byggðum á [[Nanking-sáttmálinn|friðarsáttmála]] sem batt enda á [[Fyrra ópíumstríðið|fyrsta ópíumstríðið]] (1839–1842) milli [[Breska heimsveldið|Breska heimsveldisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] í Kína. Þetta voru Sjanghæ árið 1842; og [[Zhejiang|Zhenjiang]] og [[Nanjing]] árið 1858. Woxi naut uppgangs þeirra borga. Hún varð miðstöð textíliðnaðar í Kína. Textílverksmiðjur voru byggðar árið 1894 og silkispólunarstöðvar byggðar árið 1904.
Þegar [[Mikliskurður]] hrundi eftir 1850, hélt Wuxi mikilvægi sínu sem svæðisbundinn hrísgrjónamarkaður. Þaðan var korn flutt til [[Sjanghæ]], um 130 kílómetra til suðausturs; auk sjóleiðarinnar til [[Tianjin]] borgar í norðri. Viðskipti með korn jukust enn frekar eftir 1908 þegar komið var á járnbrautartengingu til Sjanghæ, Zhenjiang og Nanjing í norðvestri.
Jinkui sýsla sameinaðist að nýju Wuxi-sýslu við upphaf lýðveldisins árið 1912.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
=== Lýðveldistími ===
[[Mynd:Bundesarchiv Bild 183-S34828, Japanisch-Chinesischer Krieg.jpg|alt=Japanskir hermenn í Wuxi í desember 1937 á leið til Nanking.|upright|thumb|'''Japanskur innrásarher''' í Wuxi í desember 1937 á leið sinni til Nanking.]]
Þegar seinna [[Seinna stríð Kína og Japans|stríðið við Japan]] braust út árið 1937 varð Wuxi fyrir miklu áfalli. Sjanghæ sem er nálægt Wuxi og mjög tengd efnahagslega, varð fyrir miklum árásum. Verksmiðjur og byggingar urðu fyrir miklu tjóni eða gjöreyðilagðust vegna sprengjuárása japanskra flugvéla.
Eftir sigur gegn Japönum árið 1945 var efnahagur Wuxi endurreistur og fjárfestingar jukust. [[Kínverska borgarastyrjöldin|Borgarastyrjöld]] milli Lýðveldissinna og [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnista]] hafði síðan óhjákvæmilega áhrif á efnahag borgarinnar. Frelsisher kommúnista hertók síðan borgina 23. apríl 1949. Um miðjan júní var yfirtöku borgarinnar í grundvallaratriðum lokið.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
==== Tímar Alþýðulýðveldis ====
[[Mynd:Wuxi_Museum_2018.jpg|alt=Wuxi safnið í Liangxi hverfi er yfirgripsmikið safn staðbundinnar sögu og lista.|upright|thumb|'''Wuxi safnið''' í Liangxi hverfi er yfirgripsmikið safn staðbundinnar sögu og lista.<small><ref>{{Citation|title=无锡博物院|date=2022-02-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%8D%9A%E7%89%A9%E9%99%A2&oldid=69953384|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2020-04/24/c_489066.htm|titill=Wuxi Museum|höfundur=2022 China Daily (wuxinews.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=24. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
Frá 1949 eftir valdatöku kommúnista hefur vægi borgarinnar sem landsbundin viðskiptamiðstöð minnkað, þó að hlutverk hennar sem dreifingar- og söfnunarmiðstöð fyrir Tai vatnasvæðið hafi haldið.<small><ref name=":0" /></small>
Auk viðskipta með hrísgrjón og bómullar- og silkiframleiðslu voru aðrar mikilvægar atvinnugreinar borgarinnar hveitimölun, hrísgrjónavinnsla og olíuvinnsla. Frá fimmta áratug síðustu aldar hefur iðnþróun verið hröð. Textíl- og matvælaiðnaðurinn hefur stækkað og færður til nútímahorfs. Borgin er orðin miðstöð verkfræðiiðnaðar, sérstaklega fyrir vélasmíði auk framleiðslu rafbúnaðar, kapla og textílvéla af ýmsum toga; í seinni tíð hefur framleiðsla lyfja og ýmissa efna orðið æ mikilvægari.<small><ref name=":0" /></small>
Hraðbraut milli Sjanghæ og Nanjing liggur í gegnum borgina, með afreinum sem teygja sig frá borginni til sýsluborga Wuxi, norður til Jiangyin og suðvestur til Yixing. Frá árinu 2004 hefur staðbundinn flugvöllur veitir flugþjónustu til nokkurra stórborga landsins.<small><ref>{{Citation|title=Sunan Shuofang International Airport|date=2022-08-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Sunan_Shuofang_International_Airport&oldid=1105089148|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Árið 2014 opnuðu fyrstu tvær borgarlestarlínur Wuxi. Nú eru þær fjórar og sex aðrar neðanjarðarlínur í undirbúningi.<small><ref>{{Citation|title=Wuxi Metro|date=2022-04-12|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi_Metro&oldid=1082348735|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Ferðaþjónusta hefur orðið sífellt mikilvægari. Umhverfi Wuxi inniheldur marga þekkta fallega staði sem hafa verið varðveittir vandlega, ásamt ýmsum borgargörðum og sögulegum stöðum. Í dag hefur iðnþróun verið takmörkuð nærri [[Tai vatn|Tai-vatni]], sem er eitt helsta aðdráttarafl ferðaþjónustu borgarinnar. Þar var þó iðnaðargarður með sérstakri áherslu á vísindi og tækni stofnaður árið 2006.
=== Borg hagvaxtar og mengunar ===
[[Mynd:Jiangyin Yangtze River bridge-2.jpeg|alt=Jiangyin Jangtse brúin er 1.385 metra hengibrú yfir Jangtse fljót í Wuxi borg. Hún tengir sýsluborgina Jiangyin sunnan árinnar við Jingjiang undirborg Taizhou, í norðri. Um brúna liggur G2 Peking-Sjanghæ Hraðbrautin.|upright|thumb|'''Jiangyin Jangtse brúin''' er 1.385 metra hengibrú yfir Jangtse fljót í Wuxi borg. Hún tengir sýsluborgina Jiangyin sunnan árinnar við Jingjiang undirborg Taizhou, í norðri. Um brúna liggur G2 Peking-Sjanghæ Hraðbrautin.<small><ref>{{Citation|title=Jiangyin Yangtze River Bridge|date=2022-08-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Jiangyin_Yangtze_River_Bridge&oldid=1104313456|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Með efnahagslegri opnun Kína á síðustu tveimur áratugum síðustu aldar, hefur efnahagur Wuxi náð sér á strik með miklum vexti einkafyrirtækja. Árið 1981 var hún opinberlega skráð sem ein 15 kínverskra borga sem tóku þátt í þessari efnahagslegu opnum og árið 1985 var borgin formlega viðurkennd sem opin borg í sérstöku efnahagssvæði Jangtse óshólmasvæðisins. Í kjölfarið voru fríverslunarsvæði og iðngarðar opnaðir fyrir miklum erlendum fjárfestingum. Wuxi tók þá flugið sem mikil iðnaðar- og viðskiptaborg.<small><ref name=":1" /></small>
Landsframleiðsla á mann er mikilvægur mælikvarði á efnahagslega velferð. Árið 2021 var var Wuxi borg þar í fyrsta sæti allra stórra og meðalstórra borga Kína.<small><ref name=":3" /></small>
Hröð iðnþróun og þéttbýli síðustu áratuga tekið sinn toll á umhverfi. Tai vatn sem er þriðja stærsta ferskvatnsvatn Kína, hefur undanfarin ár verið þjakað af mengun vegna iðnþróunar nærliggjandi svæða.<small><ref>{{Citation|title=Lake Tai|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Lake_Tai&oldid=1098108667|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Förgun efna og skólps úti í vatnið í upphafi 21. aldar hefur valdið myndun eitraðra [[Blágerlar|blágerla]] eða þörungar á yfirborði vatnsins.<small><ref>{{Citation|title=2007年太湖蓝藻污染事件|date=2022-08-02|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=2007%E5%B9%B4%E5%A4%AA%E6%B9%96%E8%93%9D%E8%97%BB%E6%B1%A1%E6%9F%93%E4%BA%8B%E4%BB%B6&oldid=73035341|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-18}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.wilsoncenter.org/publication/taihu-green-wash-or-green-clean|title=Taihu: Green Wash or Green Clean? {{!}} Wilson Center|website=www.wilsoncenter.org|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Það hefur ógnað gæðum drykkjarvatns þeirra sem búa við vatnið. Á síðari árum hafa stjórnvöld ráðist í umfangsmikla hreinsun og verndun vatnsins.<small><ref>{{Cite web|url=https://chinadialogue.net/en/pollution/4767-long-struggle-for-a-cleaner-lake-tai/|title=Long struggle for a cleaner Lake Tai|date=2012-02-14|website=China Dialogue|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Mörgum verksmiðjum hefur nú verið lokað og reglum um umgengni við vatnið hertar til að bæta vatnsgæði og til að ná líffræðilegri endurheimt.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.greenpeace.org/international/story/7040/biological-restoration-of-water-and-land|title=Biological Restoration of water and land|website=Greenpeace International|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Enn er þó mikið starf óunnið í þeim efnum.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.canr.msu.edu/csis/uploads/files/Qin-et-al.-Science-Bulletin-2019.pdf|titill=Why Lake Taihu continues to be plagued with cyanobacterial blooms
through 10 years (2007–2017) efforts|höfundur=Boqiang Qin, Hans W. Paerl, Justin D. Brookes, Jianguo Liu, Erik Jeppesen, Guangwei Zhu, Yunlin Zhang, Hai Xu, Kun Shi, Jianming Deng|útgefandi=Science Bulletin: Volume 64, Issue 6, 30 March 2019, Pages 354-356|mánuður=30. mars|ár=2019|mánuðurskoðað=16. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
==Landafræði==
[[Mynd:Wuxi NASA.png|alt=Þéttbýli Wuxi-borgar sést á þessari gervihnattamynd NASA. Mikliskurður er þar áberandi í borgarmyndinni.|upright|thumb|'''Þéttbýli Wuxi-borgar''' á [[Gervihnattarmynd|gervihnattamynd]] [[NASA]]. Ef grannt er skoðað sést hvað [[Mikliskurður]] er áberandi í borgarmyndinni.]]
[[Mynd:Yixing, Wuxi, Jiangsu, China - panoramio (1).jpg|alt=Bambusskógur í Yixing undirborg Wuxi.|upright|thumb|'''Bambusskógur í Yixing''' undirborg Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Yixing|date=2022-06-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Yixing&oldid=1091495497|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:長廣溪濕地.jpg|alt=Frá Chang Guangxi votlendisgarðinum í Binhu hverfi Wuxi borgar.|upright|thumb|Frá '''Chang Guangxi votlendisgarðinum''' í Binhu hverfi Wuxi borgar.<small><ref>{{Citation|title=长广溪湿地公园|date=2021-10-28|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E9%95%BF%E5%B9%BF%E6%BA%AA%E6%B9%BF%E5%9C%B0%E5%85%AC%E5%9B%AD&oldid=68405406|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Wuxi-borg er staðsett í suðausturhluta [[Jiangsu]]-héraðs. Hún liggur að [[Suzhou]]-borg í austri; með [[Tai vatn|Tai vatnið]] í suðri, handan vatnsins frá Huzhou borg í [[Zhejiang]] héraði; og [[Changzhou]] borg í vestri.
Sýsluborgin Yixing, ein tveggja undirborga Wuxi, er aðskilin frá borginni af Wujin hverfi Changzhou borgar, og hefur sem hólmlenda enga landtenging við Wuxi.
Heildarflatarmál Wuxi er 4.627 ferkílómetrar, þar af eru 782 ferkílómetrar fjöllótt og hæðótt land, sem eru 17% af heildarflatarmáli borgarinnar.
Wuxi er dæmigerður vatnabær í suðurhluta [[Jangtse]]<nowiki/>-fljótsins, með þéttriðið net skurða og vatnaleiða, sem og fjölmörg vötn, er mynda frárennsli, flutninganet og votlendisgarða. Vatnsyfirborðið er 1.342 ferkílómetrar, eða 29% af heildarflatarmáli borgarinnar.<small><ref name=":2">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Í vatnskerfi borgarinnar eru 5.983 árfarvegir með heildarlengd 6.998 kílómetra, þar á meðal Peking-Hangzhou hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]]. Samkvæmt varfærnu mati hafa meira en 1.000 árfarvegir í borgarlandinu verið urðaðir til vegagerðar frá árinu 1949.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Jangtse óshólmasvæðið er láglent landslag sem einkennist af sléttum, yfirleitt undir 3,5 metrum yfir sjávarmáli, þar sem lægsti punktur er undir 2 metrum yfir sjávarmáli. Hluti svæðisins frá norðri til Jiangyin sýsluborgar Wuxi, var Furong vatn í fornöld sem hvarf smám saman á tíma Song- og Mingveldanna.<ref name=":2" />
Mashan svæðið í Binhu hverfi borgarinnar er hæðótt landsvæði við Tai stöðuvatnið; Í Yixing-sýsluborginni eru Yili-fjöll, sem eru lág fjöll og hæðir. Hæsti punkturinn 611,5 metrar er Huangtading fjall í suðri, næsthæsta tinds Jiangsu-héraðs.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-03/25/c_664458_2.htm|title=Overview|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
==Lýðfræði==
[[Mynd:Sanliqiao_Catholic_Church.jpg|alt=Kirkja heilags Jósefs er rómversk-kaþólsk kirkja í Beitang hverfi Wuxi borgar. Upphaflega kirkjan var byggð árið 1640, á tíma Mingveldisins (1368–1644).|upright|thumb|'''Kirkja heilags Jósefs''' er rómversk-kaþólsk kirkja í Beitang hverfi Wuxi borgar. Upphaflega kirkjan var byggð árið 1640, á tíma Mingveldisins (1368–1644).<small><ref>{{Citation|title=Saint Joseph's Church, Wuxi|date=2021-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Saint_Joseph%27s_Church,_Wuxi&oldid=1034206984|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Wuxi borg er fjölmenn borg. Þéttbýlast er miðborgasvæðið (Lianxi, Binhu og Xinwu hverfin, auk aðliggjandi hluta Huishan og Xishan hverfa). Í útjaðrinum, í sýsluborgunum Jiangyin og Yixing, er dreifbýlið meira með þorpum og nýbyggingasvæðum.
Árið 2020 þegar síðasta manntal var gert í Kína, var íbúafjöldi borgarkjarna Wuxi 3.956.985 en íbúafjöldi undir lögsögu borgarinnar var 7.462.135.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://tj.jiangsu.gov.cn/art/2021/5/18/art_80066_9819836.html|titill=Bulletin of the Seventh National Census of Jiangsu Province (No. 2)|höfundur=Jiangsu Provincial Bureau of Statistics|útgefandi=Office of the Leading Group for the Seventh National Census of Jiangsu Province|mánuður=18. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Mikill meirihluti íbúa eru Han-kínverjar, en önnur þjóðarbrot á borð við Hui og Miao þjóðerni eru fámennari. Frumbyggjar Wuxi tala Wuxi mállýskuna eða Suzhou mállýsku.<small><ref>{{Citation|title=Уси|date=2022-08-19|url=https://ru.wikipedia.org/w/index.php?title=%D0%A3%D1%81%D0%B8&oldid=124949730|work=Википедия|language=ru|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Meirihluti þeirra sem trúaðir eru stundar [[Búddismi|búddisma]], [[Daoismi|taóisma]] og [[þjóðtrú]]. Að auki hefur borgin umtalsverð samfélög [[Múslimar|múslima]], [[Kaþólikkar|kaþólikka]] og [[Mótmælendatrú|mótmælenda]].<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
== Stjórnsýsla ==
[[Mynd:Wuxi, Jiangshu2.jpg|alt=Fjölmenni kallar á mörg hús. Hér er eitt hverfið nýbyggt 2009.|upright|thumb|Fjölmennið kallar á mörg hús. Hér er eitt hverfið nýbyggt 2009.]]
Undir lögsögu Wuxi borgar eru fimm hverfi og tvær borgir á sýslustigi. Þessi hverfi eru Liangxi, Xishan, Huishan, Xinwu, og Binhu (vatnahverfið). Undirborgirnar eru Jiangyin borg og Yixing borg.
Þessum stjórnsýslueiningum er síðan skipt niður í 73 sveitarfélög, þar af 59 bæi og 24 undirhverfi.
Borgin nær yfir svæði sem er um 4.628 ferkílómetrar og borgarstjórnin hefur aðsetur í Liangxi hverfi.<small><ref>{{Citation|title=无锡市行政区划|date=2022-01-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82%E8%A1%8C%E6%94%BF%E5%8C%BA%E5%88%92&oldid=69788706|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Að auki hefur Wuxi komið á fót eftirfarandi efnahagssvæðum og iðngörðum. Þar á meðal eru: ''Xishan efnahags- og tækniþróunarsvæðið''; ''Wuxi Liyuan efnahagsþróunarsvæðið''; ''„Wuxi landslagsborgin“'' (þar eru á meðal: ''„Stafrænir iðnaðargarðar Wuxi“'' og ''„Ferðaþjónustugarður Wuxi við Tai vatn“''); ''Jiangyin hátæknisvæðið''; og ''„Jiangsu Jiangyin Lingang efnahagsþróunarsvæðið“''.
[[Mynd:Administrative-Division-Wuxi-Jiangsu-China (Icelandic).png|thumb|right|400px|Stjórnsýsluskipting Wuxi-borgar í hverfi og undirborgir ]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Wuxi
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2018 <ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref><ref>{{Citation|title=无锡市行政区划|date=2022-01-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82%E8%A1%8C%E6%94%BF%E5%8C%BA%E5%88%92&oldid=69788706|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Miðborg</small>'''
|-
| align=left | <small>Liangxi hverfi</small>
| align=left | <small>梁溪区</small>
| align=right| <small>961.500</small>
| align=right| <small>72</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Xishan hverfi</small>
| align=left | <small>锡山区</small>
| align=right| <small>707.700</small>
| align=right| <small>399</small>
|-
| align=left | <small>Huishan hverfi</small>
| align=left | </small>惠山区</small>
| align=right| <small>712.200</small>
| align=right| <small>325</small>
|-
| align=left | <small>Binhu hverfi</small>
| align=left | </small>滨湖区</small>
| align=right| <small>716.000</small>
| align=right| <small>628</small>
|-
| align=left | <small>Xinwu hverfi</small>
| align=left | <small>吴江区</small>
| align=right| <small>569.200</small>
| align=right| <small>220</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Jiangyin borg</small>
| align=left | <small>江阴市</small>
| align=right| <small>1.651.800</small>
| align=right| <small>987<small>
|-
| align=left | <small>Yixing borg</small>
| align=left | <small>宜兴市</small>
| align=right| <small>1.256.100</small>
| align=right| <small>1.997</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="2" style="text-align:center; " |'''<small>Alls:</small>'''
| align="right" |'''<small>6.574.500</small>'''
| align="right" |'''<small>4.627</small>'''
|-
| colspan="4" style="text-align:center; " | <small>''Óformlegar stjórnsýsludeildir:Iðngarðar og atvinnuþróunarsvæði''</small>
|}
==Efnahagur og atvinnulíf==
=== Borg vaxtar ===
[[Mynd:Center 66, Wuxi, China.jpg|alt=„Center 66“ er staðsett í Chong'an viðskiptahverfi borgarinnar.|upright|thumb|Byggingin '''„Center 66“''' er í Chong'an miðlægu viðskiptahverfi Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Center 66|date=2022-06-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Center_66&oldid=1094078612|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:201906_IFS_Wuxi.jpg|alt=Wuxi IFS („Fjármálatorg Wuxi“) sem opnaði 2014, er 339 metra hár, 68 hæða skýjakljúfur, í Liangxi hverfi Wuxi.|upright|thumb|'''„Fjármálatorg Wuxi“''' (Wuxi IFS) sem opnaði 2014, er 339 metra hár, 68 hæða skýjakljúfur, í Liangxi hverfi Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Wuxi IFS|date=2022-02-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi_IFS&oldid=1073205655|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Á kínverskan mælikvarða er Wuxi borg hagsældar. Hún er svæðisbundin viðskiptamiðstöð með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst sterkum einkafyrirtækjum. Áhersla er á fjölbreytt atvinnulíf með uppbyggingu stórra iðnaðargarða sem eru helgaðir nýjum atvinnugreinum.
Sterk vísbending um efnahagslega velferð er landsframleiðsla á mann. Þar var Wuxi borg árið 2021 efst allra stórra og meðalstórra kínverskra borga. Efnahagur borgarinnar blómstrar með fjölbreyttu atvinnulífi og alþjóðlegum fjárfestingum. Meiri hagsæld þýðir komu erlendra verslunar- og smásölufyrirtækja, á borð við IKEA, Bailian, Apple, svo nokkuð sé nefnt.
Þessi þróun hefur einnig breytt ásýnd Wuxi með æ fleiri skýjakljúfum. Þannig opnuðu þrír slíkir árið 2014: Wuxi IFS (339 metrar), Wuxi Suning Plaza 1 (328 metrar) og Wuxi Maoye City - Marriott Hotel (304 metrar).<small><ref>{{Citation|title=Wuxi|date=2022-08-08|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi&oldid=1103178618|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Citation|title=Center 66|date=2022-06-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Center_66&oldid=1094078612|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Citation|title=无锡茂业城-万豪国际酒店|date=2021-12-19|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E8%8C%82%E4%B8%9A%E5%9F%8E-%E4%B8%87%E8%B1%AA%E5%9B%BD%E9%99%85%E9%85%92%E5%BA%97&oldid=69163185|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
=== Hefðbundin framleiðsla ===
Auk hefðbundinna viðskipta með hrísgrjón og bómullar- og silkiframleiðslu voru aðrar mikilvægar atvinnugreinar borgarinnar framan af hveitimölun, hrísgrjóna- og olíuvinnsla. Frá fimmta áratug síðustu aldar hefur iðnþróun verið hröð. Textíl- og matvælaiðnaðurinn hefur stækkað og færður til nútímahorfs. Borgin er orðin svæðisbundin miðstöð verkfræðiiðnaðar, sérstaklega fyrir vélasmíði auk framleiðslu rafbúnaðar, framleiðslu reiðhjóla- og hemla; kapla og textílvéla af ýmsum toga. Í seinni tíð hefur framleiðsla lyfja og ýmissa efna orðið æ mikilvægari.<small><ref name=":0" /></small>
=== Ferðaþjónusta ===
[[Mynd:Wuxi, Jiangsu - China (13619808523).jpg|alt=Vatnaborgin Wuxi er mikil ferðamannaborg.|upright|thumb|'''Vatnaborgin Wuxi''' er mikil ferðamannaborg.]]
Ferðaþjónusta í borginni er sífellt mikilvægari. Umhverfi Wuxi inniheldur marga þekkta og vel varðveitta staði,borgargarða og sögulega staði. Tai-vatn er eitt helsta aðdráttarafl ferðaþjónustu borgarinnar. Alþjóðlegar hótelkeðjur hafa keppst við að reisa glæsihótel til að anna aukinni eftirspurn: Marriott, Kempinski, Radisson Blu, Sheraton, o.s.frv.
=== Nýjar atvinnugreinar ===
Sterk áhersla er hjá borgaryfirvöldum að gera atvinnulífið enn fjölbreyttara með meiri þátttöku alþjóðlegra fyrirtækja.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/companies.html|title=Companies|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small> Áherslan er á ýmiskonar líftækni, öreindatækni, upplýsingatækni og gagnavinnslu, flug- og samgöngutækni, grænar raforkulausnir á borð við efnarafala fyrir vetnisframleiðslu, sem og iðnhönnun og aðrar skapandi greinar.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2021-03/03/c_598030.htm|titill=Wuxi district looks to develop modern industries|höfundur=2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=3. mars|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small><small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2022-06/23/c_773067.htm|titill=Wuxi's aerospace industry gets boost|höfundur=2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=23. júní|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Til að ýta undir stafræna umbreytingu hefur borgin hvatt til framþróunar iðnaðar byggðum á „Interneti hlutanna“ (IoT), ekki síst á sviði heilbrigðistækni.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2021-09/30/c_665650.htm|titill=IoT industry fuels Wuxi's digital transformation|höfundur=By Liu Tianyang (wuxinews.com.cn) 2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=30. september|ár=2021|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Sama gildir um stafræna tækni í margskonar iðnframleiðslu.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2022-05/11/c_750367.htm|titill=Wuxi boasts thriving industries|höfundur=2022 China Daily (wuxinews.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=11. maí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Atvinnuþróunarsvæði ===
[[Mynd:Ipark5.jpg|alt=Í „Nýhverfi Wuxi“ er „Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“ sem er iðngarður og nýsköpunarsetur fyrir upplýsingatækni.|upright|thumb|Í „Nýhverfi Wuxi“ (Xinwu hverfi) er '''„Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“''' sem er iðngarður og nýsköpunarsetur fyrir upplýsingatækni.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wndonline.cn/2019-07/30/c_482921.htm|title=Wuxi (National) Software Park|website=www.wndonline.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Til að styðja við þessa framþróun hafa nýjar atvinnugreinar verið vistaðar í sérstökum iðngörðum og fríverslunarsvæðum sem bjóða upp á klasastarfssemi ásamt nýsköpunar- og frumkvöðlasetur í viðkomandi atvinnugrein. Alls eru sex slíkir iðngarðar og atvinnuþróunarsvæði í borginni.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/developmentzones.html|title=Development Zones|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small><small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Árið 1992 var stofnað svokallað „Nýhverfi Wuxi“ (WND) nú nefnt Xinwu hverfi, sem nær yfir svæði sem er 220 ferkílómetrar.<small><ref>{{Citation|title=Xinwu District, Wuxi|date=2022-04-17|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Xinwu_District,_Wuxi&oldid=1083254871|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small> Þar er ''Wuxi hátæknþróunarsvæðið'', ''Flugiðnaðargarður Wuxi'', og ''„Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“'', svo nokkuð sé nefnt.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Sem dæmi þá eru þar um 1.000 hugbúnaðar- og útvistunarfyrirtæk á sviði upplýsingatækni, þar á meðal nokkur af stærstu fyrirtækjum heims, eins og Microsoft, Intel, Oracle, IBM, NTT data, Fujitsu, Pactera, ChinaSoft International og Unissoft.<small><ref>{{Citation|title=Xinwu District, Wuxi|date=2022-04-17|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Xinwu_District,_Wuxi&oldid=1083254871|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Á Jiangyin hátæknisvæðinu sem stofnað var árið 1992, eru leiðandi atvinnugreinar á borð við framleiðslu nýrra málmefniþa, háþróaðs samskiptabúnaðar, og líftæknilyfja.
Önnur dæmi um iðngarða eða sérstök atvinnuvaxtarsvæði eru: ''Xishan efnahags- og tækniþróunarsvæðið''; ''Wuxi Liyuan efnahagsþróunarsvæðið''; ''„Wuxi landslagsborgin“'' (þar sem eru meðal annars: „Stafrænir iðnaðargarðar Wuxi“ og „Ferðaþjónustugarður Wuxi við Tai vatn“); og ''„Jiangsu Jiangyin Lingang efnahagsþróunarsvæðið“''.
== Tengt efni ==
[[Mynd:Nanning Wuxi Anghu Park (15460514486).jpg|alt=Wuxi-óperan, aldargamalt óperuform Xiju, er enn vinsæl. Þar leika karlar bæði kyn í dreifbýlissögum siðferðisátaka og gráðugra húsráðenda. Reynt er að höfða til yngri kynslóða.|upright|thumb|'''Wuxi-óperan''', aldargamalt óperuform Xiju, er enn vinsæl. Þar leika karlar bæði kyn í dreifbýlissögum siðferðisátaka og gráðugra húsráðenda.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2018-04/20/content_36065274.htm|titill=Wuxi Opera|höfundur=2022 China Daily (chinadaily.com.cn).|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government.|ár=22|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-07/21/c_792218.htm|titill=Century-old Xiju Opera still shines|höfundur=2022 China Daily (gowuxi.com)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=21. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
* [http://en.wuxi.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wuxi'''] Yfirgripsmiklar upplýsingar á ensku og kínversku um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur, fréttir, o.fl.
* Vefsíða Wikitravel [https://wikitravel.org/en/Wuxi '''Wuxi'''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/wuxi/ Travel China Guide: '''Wuxi'''] Knappar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Héraðið [[Jiangsu]] í austurhluta [[Kína]].
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wuxi|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wuxi|titill=Britannica: Wuxi|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=10. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
exbzsfr1vewytc59e0veox6xrnlq1sv
1765841
1765838
2022-08-23T16:43:49Z
Dagvidur
4656
/* Saga */ Bætti við mynd
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Wuxi-bird-view.PNG|alt=Horft yfir Wuxi borg í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.|hægri|thumb|450x450dp|'''Horft yfir Wuxi borg''' í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.]]
[[Mynd:Wuxi-location-MAP-in-Jiangsu-Province-China.jpg|alt=Staðsetning Wuxi borgar í Jiangsu héraði í Kína.|thumb|'''Staðsetning Wuxi''' í Jiangsu héraði í Kína.]]
[[Mynd:Jichang Yuan.jpg|alt=Jichang garðurinn í Liangxi hverfi Wuxi er frægur kínverskur garður. Hann er sagður fyrirmynd Xiequ garðsins í Sumarhöll Pekingborgar og Guo Ran Da Gong í Yuanming Yuan í Peking.|right|thumb|'''Jichang garðurinn''' í Liangxi hverfi Wuxi er frægur kínverskur garður byggður á tíma Mingveldisins (1368-1644). Hann er sagður fyrirmynd Xiequ garðsins í Sumarhöll Pekingborgar og Guo Ran Da Gong í Yuanming Yuan í Peking.<small><ref>{{Citation|title=Jichang Garden|date=2022-03-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Jichang_Garden&oldid=1075270548|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2021-04/06/c_608850.htm|titill=Ancestral temples of Huishan|höfundur=2022 China Daily (chinadaily.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|ár=2022|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
'''Wuxi''' ''([[kínverska]]:無錫; [[Pinyin|rómönskun:]] Wúxī; (WOO-shee)'' er stórborg í suðurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í austurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].
Wuxi er staðsett meðfram [[Mikliskurður|Miklaskurði]] á mótum þess farvegs við staðbundnar ár nálægt norðausturhorni [[Tai vatn|Tai-vatns]]. Í gegnum borgina liggur þétt net skurða og skipgengra vatnaleiða í suðurhluta [[Jangtse]]<nowiki/>- fljótsins. Borgin er um 135 kílómetra norðvestur af miðborg [[Sjanghæ]], á milli borganna [[Changzhou]] og [[Suzhou]].
Wuxi er fræg sögu- og menningarborg Kína og ein helsta ferðamannaborg landsins. Borgin státar af meira en 3.000 ára sögu og djúpstæðum menningararfi. Hún var heimili Wu-menningar í fornöld og hefur ríka sögulega arfleifð. Í henni eru 31 mikilvægir sögustaðir er njóta verndar ríkisins, 11 staðir sem hafa sterka skírskotun til kínversks menningararfs, auk 60 safna og minnisvarða.
Wuxi er ekki aðeins hefðbundin fisk- og hrísgrjónavatnaborg við Jangtse fljót, heldur einnig vagga nútíma kínverskrar þjóðariðnaðar og ein efnahagsmiðstöða Kína, með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst sterkum einkafyrirtækjum.
Á kínverskan mælikvarða er Wuxi borg hagsældar. Sterk vísbending um efnahagslega velferð er landsframleiðsla á mann. Þar var Wuxi borg árið 2021 efst allra stórra og meðalstórra kínverskra borga Kína.<small><ref name=":3">{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-02/11/c_706654.htm|titill=Wuxi tops Chinese cities in per capita GDP in 2021|höfundur=2022 China Daily - wuxinews.com.cn|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=11. febrúar|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Héraðsborgin Wuxi nær yfir 4.627 ferkílómetra lands. Hún hefur lögsögu yfir 5 hverfum og tveimur sýsluborgum. Árið 2020 bjuggu á stórborgarsvæði Wuxi um 7,5 milljónir manna en 4 milljónir í kjarnaborginni.
==Saga==
[[Mynd:Taibo_statue,_Taibo_Temple,_Wuxi.jpg|alt=Stytta af Taibo, í Taibo hofinu í Xinwu hverfi Wuxi. Taibo stofnaði Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.|upright|thumb|'''Stytta af Taibo''' í Taibo hofinu í Xinwu hverfi. Taibo stofnaði Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.]]
[[Mynd:Nanchan Pagoda Wuxi.jpg|alt=Mahavira salur Nanchan búddistahofsins í suðurhluta Wuxi.
|upright|thumb|'''Mahavira salur''' Nanchan [[Búddismi|búddahofsins]] í suðurhluta Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=南禪寺 (無錫)|date=2022-02-13|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E7%A6%AA%E5%AF%BA_(%E7%84%A1%E9%8C%AB)&oldid=70147432|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:MaaguxianshouWXM.jpg|upright|thumb|'''„Magu býður langlífi“''' í Wuxi safninu. Magu er gyðja langlífs og verndari kvenna í fornum kínverskum goðsögnum og [[Daoismi|Taoisma]].<small><ref>{{Citation|title=Magu (deity)|date=2022-04-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Magu_(deity)&oldid=1084177384|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:清光绪年间无锡县城区图.jpg|alt=Kort af Wuxi árið 1881.|upright|thumb|Kort af Wuxi árið 1881.]]
[[Mynd:Wuxi Qingming Qiao 2015.04.24 18-56-40.jpg|alt=Qingming brúin yfir Miklaskurð í Liangxi hverfi Wuxi.|upright|thumb|'''Qingming brúin''' yfir [[Mikliskurður|Miklaskurð]] í Liangxi hverfi Wuxi.]]
Wuxi státar af meira en 3.000 ára sögu og djúpstæðum menningararfi sem einn af elstu þéttbýlisstöðum við [[Jangtse|Jangtsefljót]]. Borgin er ein vagga Wu-menningar í fornöld og hefur ríka sögulega arfleifð. Wu vísar til þess svæðis í Kína sem miðast við [[Tai vatn|Tai-vatn]] á Jiangnan svæðinu er liggur suður af Jangtse fljóti. <small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
=== Fornsaga ===
Í borginni eru 31 mikilvægir sögustaðir er njóta verndar ríkisins, 11 staðir sem hafa sterka skírskotun til kínversks menningararfs og 60 söfn og minnisvarðar.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-03/25/c_664458.htm|titill=Wuxi. Overview|höfundur=China Daily- 2022|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government.|ár=2022|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Á svokölluðu vor- og hausttímabili í sögu Kína (770–476 f.Kr.) bjuggu staðbundnir Baiyue ættbálkar sem nefndir voru „Gou Wu“ á landsvæði þar sem nútímaborgirnar Wuxi og Suzhou liggja. Þessir ættbálkar mynduðu þorp í hæðunum við votlendið umhverfis Tai-vatn.<small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
Skráð saga Wuxi hófst við lok tíma Shangveldisins (1600–1046 f.Kr.).<small><ref>{{Citation|title=吴国|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%90%B4%E5%9B%BD&oldid=72743972|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-21}}</ref></small> Forn sagnfræðirit Sima Qian sagnfræðings (145 f.Kr.- 91 f.Kr.)<small><ref>{{Citation|title=Records of the Grand Historian|date=2022-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Records_of_the_Grand_Historian&oldid=1099964113|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> greina frá því að Taibo (um 1150 f.Kr.) frændi konungs Zhouveldisins hafi stofnað Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2021-12-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1060598437|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Taibo siðað heimamenn og bætti landbúnað þeirra og áveitustjórn.<small><ref name=":4">{{Vefheimild|url=http://www.chinadaily.com.cn/m/jiangsu/wuxi/pdf/GettoknowWuxithrough10surnames.pdf|titill=Get to know Wuxi through 10 surnames|höfundur=Information Office of Wuxi Municipal Government|útgefandi=Information Office of Wuxi Municipal Government|ár=2017|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Síðar flutti Wu hirðin til Gusu þar sem nútíma Suzhou liggur. Wu-ríkið stóð frá 12. öld f.Kr.– 473 f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=吴国|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%90%B4%E5%9B%BD&oldid=72743972|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2022-08-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1105292388|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
=== Keisaratímar ===
Í tíma Qinveldisins tilheyrði Wuxi Kuaiji-sýslu.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Svæðið í Wuxi var upphaflega þekkt vegna [[Tin|tinnáma]] sem þar voru, en þegar sýslan var stofnuð árið 202 f.Kr. á tímum [[Hanveldið|Vestur-Hanveldisins]] (206 f.Kr.–25 e.Kr.), voru þær námur uppurnar og þéttbýlið fékk fékk því nafnið Wuxi („án tins“). Frá lokum 3. aldar var borgin umdæmi undir stjórn herforingja Biling borgar (síðar nefnd [[Changzhou]]) og hélst svo nema í stuttan tíma undir stjórn [[Júanveldið|Júanveldisins]] (1206– 1368), þegar svæðið var gert að sjálfstæðu héraði.<small><ref name=":0">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wuxi|titill=Encyclopedia Britannica: Wuxi|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia|útgefandi=Britannica, The Editors of Encyclopaedia|mánuður=10. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Frá fyrstu tíð hefur svæðið í kringum [[Tai vatn|Tai-vatn]] verið mjög frjósamt. [[Landbúnaður]] og [[Silki|silkiiðnaður]] blómstraði í Wuxi. Eftir að gerð [[Mikliskurður|Miklaskurðar]] lauk árið 609 varð Wuxi umskipunarmiðstöð fyrir skattkorn ætlað höfuðborginni. Þar myndaðist einn stærsti kornmarkaður Kína, þar sem mikið magn hrísgrjóna var meðhöndlað.<small><ref name=":1">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Þróað hagkerfi hraðaði þéttbýlismyndun. Borgin varð aðsetur afar auðugra kaupmanna og milliliða. Þessi hagsæld viðskipta hafði mikil áhrif á bókmenntir og námstofnanir í svæðinu suðurhluta Jangtse.<small><ref name=":4" /></small> Wuxi varð einn af mikilvægum fæðingarstöðum koparprentunar og Kunqu formi Kínverskrar [[Ópera|óperu]].
Árið 1724 var Wuxi orðin mjög fjölmenn sýsla og því var austurhluti hennar aðskilinn og gerður að Jinkui-sýslu. Bæði Wuxi og Jinkui voru gjörsamlega eyðilögð í [[Taiping-uppreisnin|Taiping-uppreisninni]] (1850-1864), þegar næstum 2/3 íbúanna voru drepnir. Mannfallið var gríðarlegt. Fjöldi „hæfra karlmanna“ í sýslunum, sem hafði verið 339.549 og 258.934 árið 1830, féll niður í 72.053 og 138.008 árið 1865.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> <small><ref>{{Cite book|script-title=zh:江苏省志・人口志|publisher=Fangzhi Publishing House|isbn=978-7-801-22526-9|pages=58–9 |trans-title=Jiangsu Provincial Gazetteer, Volume on Demography|year=1999}}</ref></small>
Á tíma [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1636–1912) blómstraði bómullar- og silkiframleiðsla í Wuxi. Viðskipti jukust með alþjóðlegri opnun „sáttamálahafna“ byggðum á [[Nanking-sáttmálinn|friðarsáttmála]] sem batt enda á [[Fyrra ópíumstríðið|fyrsta ópíumstríðið]] (1839–1842) milli [[Breska heimsveldið|Breska heimsveldisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] í Kína. Þetta voru Sjanghæ árið 1842; og [[Zhejiang|Zhenjiang]] og [[Nanjing]] árið 1858. Woxi naut uppgangs þeirra borga. Hún varð miðstöð textíliðnaðar í Kína. Textílverksmiðjur voru byggðar árið 1894 og silkispólunarstöðvar byggðar árið 1904.
Þegar [[Mikliskurður]] hrundi eftir 1850, hélt Wuxi mikilvægi sínu sem svæðisbundinn hrísgrjónamarkaður. Þaðan var korn flutt til [[Sjanghæ]], um 130 kílómetra til suðausturs; auk sjóleiðarinnar til [[Tianjin]] borgar í norðri. Viðskipti með korn jukust enn frekar eftir 1908 þegar komið var á járnbrautartengingu til Sjanghæ, Zhenjiang og Nanjing í norðvestri.
Jinkui sýsla sameinaðist að nýju Wuxi-sýslu við upphaf lýðveldisins árið 1912.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
=== Lýðveldistími ===
[[Mynd:Bundesarchiv Bild 183-S34828, Japanisch-Chinesischer Krieg.jpg|alt=Japanskir hermenn í Wuxi í desember 1937 á leið til Nanking.|upright|thumb|'''Japanskur innrásarher''' í Wuxi í desember 1937 á leið sinni til Nanking.]]
Þegar seinna [[Seinna stríð Kína og Japans|stríðið við Japan]] braust út árið 1937 varð Wuxi fyrir miklu áfalli. Sjanghæ sem er nálægt Wuxi og mjög tengd efnahagslega, varð fyrir miklum árásum. Verksmiðjur og byggingar urðu fyrir miklu tjóni eða gjöreyðilagðust vegna sprengjuárása japanskra flugvéla.
Eftir sigur gegn Japönum árið 1945 var efnahagur Wuxi endurreistur og fjárfestingar jukust. [[Kínverska borgarastyrjöldin|Borgarastyrjöld]] milli Lýðveldissinna og [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnista]] hafði síðan óhjákvæmilega áhrif á efnahag borgarinnar. Frelsisher kommúnista hertók síðan borgina 23. apríl 1949. Um miðjan júní var yfirtöku borgarinnar í grundvallaratriðum lokið.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
==== Tímar Alþýðulýðveldis ====
[[Mynd:Wuxi_Museum_2018.jpg|alt=Wuxi safnið í Liangxi hverfi er yfirgripsmikið safn staðbundinnar sögu og lista.|upright|thumb|'''Wuxi safnið''' í Liangxi hverfi er yfirgripsmikið safn staðbundinnar sögu og lista.<small><ref>{{Citation|title=无锡博物院|date=2022-02-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%8D%9A%E7%89%A9%E9%99%A2&oldid=69953384|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2020-04/24/c_489066.htm|titill=Wuxi Museum|höfundur=2022 China Daily (wuxinews.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=24. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
Frá 1949 eftir valdatöku kommúnista hefur vægi borgarinnar sem landsbundin viðskiptamiðstöð minnkað, þó að hlutverk hennar sem dreifingar- og söfnunarmiðstöð fyrir Tai vatnasvæðið hafi haldið.<small><ref name=":0" /></small>
Auk viðskipta með hrísgrjón og bómullar- og silkiframleiðslu voru aðrar mikilvægar atvinnugreinar borgarinnar hveitimölun, hrísgrjónavinnsla og olíuvinnsla. Frá fimmta áratug síðustu aldar hefur iðnþróun verið hröð. Textíl- og matvælaiðnaðurinn hefur stækkað og færður til nútímahorfs. Borgin er orðin miðstöð verkfræðiiðnaðar, sérstaklega fyrir vélasmíði auk framleiðslu rafbúnaðar, kapla og textílvéla af ýmsum toga; í seinni tíð hefur framleiðsla lyfja og ýmissa efna orðið æ mikilvægari.<small><ref name=":0" /></small>
Hraðbraut milli Sjanghæ og Nanjing liggur í gegnum borgina, með afreinum sem teygja sig frá borginni til sýsluborga Wuxi, norður til Jiangyin og suðvestur til Yixing. Frá árinu 2004 hefur staðbundinn flugvöllur veitir flugþjónustu til nokkurra stórborga landsins.<small><ref>{{Citation|title=Sunan Shuofang International Airport|date=2022-08-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Sunan_Shuofang_International_Airport&oldid=1105089148|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Árið 2014 opnuðu fyrstu tvær borgarlestarlínur Wuxi. Nú eru þær fjórar og sex aðrar neðanjarðarlínur í undirbúningi.<small><ref>{{Citation|title=Wuxi Metro|date=2022-04-12|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi_Metro&oldid=1082348735|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Ferðaþjónusta hefur orðið sífellt mikilvægari. Umhverfi Wuxi inniheldur marga þekkta fallega staði sem hafa verið varðveittir vandlega, ásamt ýmsum borgargörðum og sögulegum stöðum. Í dag hefur iðnþróun verið takmörkuð nærri [[Tai vatn|Tai-vatni]], sem er eitt helsta aðdráttarafl ferðaþjónustu borgarinnar. Þar var þó iðnaðargarður með sérstakri áherslu á vísindi og tækni stofnaður árið 2006.
=== Borg hagvaxtar og mengunar ===
[[Mynd:Jiangyin Yangtze River bridge-2.jpeg|alt=Jiangyin Jangtse brúin er 1.385 metra hengibrú yfir Jangtse fljót í Wuxi borg. Hún tengir sýsluborgina Jiangyin sunnan árinnar við Jingjiang undirborg Taizhou, í norðri. Um brúna liggur G2 Peking-Sjanghæ Hraðbrautin.|upright|thumb|'''Jiangyin Jangtse brúin''' er 1.385 metra hengibrú yfir Jangtse fljót í Wuxi borg. Hún tengir sýsluborgina Jiangyin sunnan árinnar við Jingjiang undirborg Taizhou, í norðri. Um brúna liggur G2 Peking-Sjanghæ Hraðbrautin.<small><ref>{{Citation|title=Jiangyin Yangtze River Bridge|date=2022-08-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Jiangyin_Yangtze_River_Bridge&oldid=1104313456|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Með efnahagslegri opnun Kína á síðustu tveimur áratugum síðustu aldar, hefur efnahagur Wuxi náð sér á strik með miklum vexti einkafyrirtækja. Árið 1981 var hún opinberlega skráð sem ein 15 kínverskra borga sem tóku þátt í þessari efnahagslegu opnum og árið 1985 var borgin formlega viðurkennd sem opin borg í sérstöku efnahagssvæði Jangtse óshólmasvæðisins. Í kjölfarið voru fríverslunarsvæði og iðngarðar opnaðir fyrir miklum erlendum fjárfestingum. Wuxi tók þá flugið sem mikil iðnaðar- og viðskiptaborg.<small><ref name=":1" /></small>
Landsframleiðsla á mann er mikilvægur mælikvarði á efnahagslega velferð. Árið 2021 var var Wuxi borg þar í fyrsta sæti allra stórra og meðalstórra borga Kína.<small><ref name=":3" /></small>
Hröð iðnþróun og þéttbýli síðustu áratuga tekið sinn toll á umhverfi. Tai vatn sem er þriðja stærsta ferskvatnsvatn Kína, hefur undanfarin ár verið þjakað af mengun vegna iðnþróunar nærliggjandi svæða.<small><ref>{{Citation|title=Lake Tai|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Lake_Tai&oldid=1098108667|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Förgun efna og skólps úti í vatnið í upphafi 21. aldar hefur valdið myndun eitraðra [[Blágerlar|blágerla]] eða þörungar á yfirborði vatnsins.<small><ref>{{Citation|title=2007年太湖蓝藻污染事件|date=2022-08-02|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=2007%E5%B9%B4%E5%A4%AA%E6%B9%96%E8%93%9D%E8%97%BB%E6%B1%A1%E6%9F%93%E4%BA%8B%E4%BB%B6&oldid=73035341|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-18}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.wilsoncenter.org/publication/taihu-green-wash-or-green-clean|title=Taihu: Green Wash or Green Clean? {{!}} Wilson Center|website=www.wilsoncenter.org|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Það hefur ógnað gæðum drykkjarvatns þeirra sem búa við vatnið. Á síðari árum hafa stjórnvöld ráðist í umfangsmikla hreinsun og verndun vatnsins.<small><ref>{{Cite web|url=https://chinadialogue.net/en/pollution/4767-long-struggle-for-a-cleaner-lake-tai/|title=Long struggle for a cleaner Lake Tai|date=2012-02-14|website=China Dialogue|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Mörgum verksmiðjum hefur nú verið lokað og reglum um umgengni við vatnið hertar til að bæta vatnsgæði og til að ná líffræðilegri endurheimt.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.greenpeace.org/international/story/7040/biological-restoration-of-water-and-land|title=Biological Restoration of water and land|website=Greenpeace International|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Enn er þó mikið starf óunnið í þeim efnum.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.canr.msu.edu/csis/uploads/files/Qin-et-al.-Science-Bulletin-2019.pdf|titill=Why Lake Taihu continues to be plagued with cyanobacterial blooms
through 10 years (2007–2017) efforts|höfundur=Boqiang Qin, Hans W. Paerl, Justin D. Brookes, Jianguo Liu, Erik Jeppesen, Guangwei Zhu, Yunlin Zhang, Hai Xu, Kun Shi, Jianming Deng|útgefandi=Science Bulletin: Volume 64, Issue 6, 30 March 2019, Pages 354-356|mánuður=30. mars|ár=2019|mánuðurskoðað=16. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
==Landafræði==
[[Mynd:Wuxi NASA.png|alt=Þéttbýli Wuxi-borgar sést á þessari gervihnattamynd NASA. Mikliskurður er þar áberandi í borgarmyndinni.|upright|thumb|'''Þéttbýli Wuxi-borgar''' á [[Gervihnattarmynd|gervihnattamynd]] [[NASA]]. Ef grannt er skoðað sést hvað [[Mikliskurður]] er áberandi í borgarmyndinni.]]
[[Mynd:Yixing, Wuxi, Jiangsu, China - panoramio (1).jpg|alt=Bambusskógur í Yixing undirborg Wuxi.|upright|thumb|'''Bambusskógur í Yixing''' undirborg Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Yixing|date=2022-06-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Yixing&oldid=1091495497|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:長廣溪濕地.jpg|alt=Frá Chang Guangxi votlendisgarðinum í Binhu hverfi Wuxi borgar.|upright|thumb|Frá '''Chang Guangxi votlendisgarðinum''' í Binhu hverfi Wuxi borgar.<small><ref>{{Citation|title=长广溪湿地公园|date=2021-10-28|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E9%95%BF%E5%B9%BF%E6%BA%AA%E6%B9%BF%E5%9C%B0%E5%85%AC%E5%9B%AD&oldid=68405406|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Wuxi-borg er staðsett í suðausturhluta [[Jiangsu]]-héraðs. Hún liggur að [[Suzhou]]-borg í austri; með [[Tai vatn|Tai vatnið]] í suðri, handan vatnsins frá Huzhou borg í [[Zhejiang]] héraði; og [[Changzhou]] borg í vestri.
Sýsluborgin Yixing, ein tveggja undirborga Wuxi, er aðskilin frá borginni af Wujin hverfi Changzhou borgar, og hefur sem hólmlenda enga landtenging við Wuxi.
Heildarflatarmál Wuxi er 4.627 ferkílómetrar, þar af eru 782 ferkílómetrar fjöllótt og hæðótt land, sem eru 17% af heildarflatarmáli borgarinnar.
Wuxi er dæmigerður vatnabær í suðurhluta [[Jangtse]]<nowiki/>-fljótsins, með þéttriðið net skurða og vatnaleiða, sem og fjölmörg vötn, er mynda frárennsli, flutninganet og votlendisgarða. Vatnsyfirborðið er 1.342 ferkílómetrar, eða 29% af heildarflatarmáli borgarinnar.<small><ref name=":2">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Í vatnskerfi borgarinnar eru 5.983 árfarvegir með heildarlengd 6.998 kílómetra, þar á meðal Peking-Hangzhou hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]]. Samkvæmt varfærnu mati hafa meira en 1.000 árfarvegir í borgarlandinu verið urðaðir til vegagerðar frá árinu 1949.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Jangtse óshólmasvæðið er láglent landslag sem einkennist af sléttum, yfirleitt undir 3,5 metrum yfir sjávarmáli, þar sem lægsti punktur er undir 2 metrum yfir sjávarmáli. Hluti svæðisins frá norðri til Jiangyin sýsluborgar Wuxi, var Furong vatn í fornöld sem hvarf smám saman á tíma Song- og Mingveldanna.<ref name=":2" />
Mashan svæðið í Binhu hverfi borgarinnar er hæðótt landsvæði við Tai stöðuvatnið; Í Yixing-sýsluborginni eru Yili-fjöll, sem eru lág fjöll og hæðir. Hæsti punkturinn 611,5 metrar er Huangtading fjall í suðri, næsthæsta tinds Jiangsu-héraðs.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-03/25/c_664458_2.htm|title=Overview|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
==Lýðfræði==
[[Mynd:Sanliqiao_Catholic_Church.jpg|alt=Kirkja heilags Jósefs er rómversk-kaþólsk kirkja í Beitang hverfi Wuxi borgar. Upphaflega kirkjan var byggð árið 1640, á tíma Mingveldisins (1368–1644).|upright|thumb|'''Kirkja heilags Jósefs''' er rómversk-kaþólsk kirkja í Beitang hverfi Wuxi borgar. Upphaflega kirkjan var byggð árið 1640, á tíma Mingveldisins (1368–1644).<small><ref>{{Citation|title=Saint Joseph's Church, Wuxi|date=2021-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Saint_Joseph%27s_Church,_Wuxi&oldid=1034206984|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Wuxi borg er fjölmenn borg. Þéttbýlast er miðborgasvæðið (Lianxi, Binhu og Xinwu hverfin, auk aðliggjandi hluta Huishan og Xishan hverfa). Í útjaðrinum, í sýsluborgunum Jiangyin og Yixing, er dreifbýlið meira með þorpum og nýbyggingasvæðum.
Árið 2020 þegar síðasta manntal var gert í Kína, var íbúafjöldi borgarkjarna Wuxi 3.956.985 en íbúafjöldi undir lögsögu borgarinnar var 7.462.135.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://tj.jiangsu.gov.cn/art/2021/5/18/art_80066_9819836.html|titill=Bulletin of the Seventh National Census of Jiangsu Province (No. 2)|höfundur=Jiangsu Provincial Bureau of Statistics|útgefandi=Office of the Leading Group for the Seventh National Census of Jiangsu Province|mánuður=18. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Mikill meirihluti íbúa eru Han-kínverjar, en önnur þjóðarbrot á borð við Hui og Miao þjóðerni eru fámennari. Frumbyggjar Wuxi tala Wuxi mállýskuna eða Suzhou mállýsku.<small><ref>{{Citation|title=Уси|date=2022-08-19|url=https://ru.wikipedia.org/w/index.php?title=%D0%A3%D1%81%D0%B8&oldid=124949730|work=Википедия|language=ru|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Meirihluti þeirra sem trúaðir eru stundar [[Búddismi|búddisma]], [[Daoismi|taóisma]] og [[þjóðtrú]]. Að auki hefur borgin umtalsverð samfélög [[Múslimar|múslima]], [[Kaþólikkar|kaþólikka]] og [[Mótmælendatrú|mótmælenda]].<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
== Stjórnsýsla ==
[[Mynd:Wuxi, Jiangshu2.jpg|alt=Fjölmenni kallar á mörg hús. Hér er eitt hverfið nýbyggt 2009.|upright|thumb|Fjölmennið kallar á mörg hús. Hér er eitt hverfið nýbyggt 2009.]]
Undir lögsögu Wuxi borgar eru fimm hverfi og tvær borgir á sýslustigi. Þessi hverfi eru Liangxi, Xishan, Huishan, Xinwu, og Binhu (vatnahverfið). Undirborgirnar eru Jiangyin borg og Yixing borg.
Þessum stjórnsýslueiningum er síðan skipt niður í 73 sveitarfélög, þar af 59 bæi og 24 undirhverfi.
Borgin nær yfir svæði sem er um 4.628 ferkílómetrar og borgarstjórnin hefur aðsetur í Liangxi hverfi.<small><ref>{{Citation|title=无锡市行政区划|date=2022-01-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82%E8%A1%8C%E6%94%BF%E5%8C%BA%E5%88%92&oldid=69788706|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Að auki hefur Wuxi komið á fót eftirfarandi efnahagssvæðum og iðngörðum. Þar á meðal eru: ''Xishan efnahags- og tækniþróunarsvæðið''; ''Wuxi Liyuan efnahagsþróunarsvæðið''; ''„Wuxi landslagsborgin“'' (þar eru á meðal: ''„Stafrænir iðnaðargarðar Wuxi“'' og ''„Ferðaþjónustugarður Wuxi við Tai vatn“''); ''Jiangyin hátæknisvæðið''; og ''„Jiangsu Jiangyin Lingang efnahagsþróunarsvæðið“''.
[[Mynd:Administrative-Division-Wuxi-Jiangsu-China (Icelandic).png|thumb|right|400px|Stjórnsýsluskipting Wuxi-borgar í hverfi og undirborgir ]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Wuxi
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2018 <ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref><ref>{{Citation|title=无锡市行政区划|date=2022-01-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82%E8%A1%8C%E6%94%BF%E5%8C%BA%E5%88%92&oldid=69788706|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Miðborg</small>'''
|-
| align=left | <small>Liangxi hverfi</small>
| align=left | <small>梁溪区</small>
| align=right| <small>961.500</small>
| align=right| <small>72</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Xishan hverfi</small>
| align=left | <small>锡山区</small>
| align=right| <small>707.700</small>
| align=right| <small>399</small>
|-
| align=left | <small>Huishan hverfi</small>
| align=left | </small>惠山区</small>
| align=right| <small>712.200</small>
| align=right| <small>325</small>
|-
| align=left | <small>Binhu hverfi</small>
| align=left | </small>滨湖区</small>
| align=right| <small>716.000</small>
| align=right| <small>628</small>
|-
| align=left | <small>Xinwu hverfi</small>
| align=left | <small>吴江区</small>
| align=right| <small>569.200</small>
| align=right| <small>220</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Jiangyin borg</small>
| align=left | <small>江阴市</small>
| align=right| <small>1.651.800</small>
| align=right| <small>987<small>
|-
| align=left | <small>Yixing borg</small>
| align=left | <small>宜兴市</small>
| align=right| <small>1.256.100</small>
| align=right| <small>1.997</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="2" style="text-align:center; " |'''<small>Alls:</small>'''
| align="right" |'''<small>6.574.500</small>'''
| align="right" |'''<small>4.627</small>'''
|-
| colspan="4" style="text-align:center; " | <small>''Óformlegar stjórnsýsludeildir:Iðngarðar og atvinnuþróunarsvæði''</small>
|}
==Efnahagur og atvinnulíf==
=== Borg vaxtar ===
[[Mynd:Center 66, Wuxi, China.jpg|alt=„Center 66“ er staðsett í Chong'an viðskiptahverfi borgarinnar.|upright|thumb|Byggingin '''„Center 66“''' er í Chong'an miðlægu viðskiptahverfi Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Center 66|date=2022-06-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Center_66&oldid=1094078612|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:201906_IFS_Wuxi.jpg|alt=Wuxi IFS („Fjármálatorg Wuxi“) sem opnaði 2014, er 339 metra hár, 68 hæða skýjakljúfur, í Liangxi hverfi Wuxi.|upright|thumb|'''„Fjármálatorg Wuxi“''' (Wuxi IFS) sem opnaði 2014, er 339 metra hár, 68 hæða skýjakljúfur, í Liangxi hverfi Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Wuxi IFS|date=2022-02-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi_IFS&oldid=1073205655|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Á kínverskan mælikvarða er Wuxi borg hagsældar. Hún er svæðisbundin viðskiptamiðstöð með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst sterkum einkafyrirtækjum. Áhersla er á fjölbreytt atvinnulíf með uppbyggingu stórra iðnaðargarða sem eru helgaðir nýjum atvinnugreinum.
Sterk vísbending um efnahagslega velferð er landsframleiðsla á mann. Þar var Wuxi borg árið 2021 efst allra stórra og meðalstórra kínverskra borga. Efnahagur borgarinnar blómstrar með fjölbreyttu atvinnulífi og alþjóðlegum fjárfestingum. Meiri hagsæld þýðir komu erlendra verslunar- og smásölufyrirtækja, á borð við IKEA, Bailian, Apple, svo nokkuð sé nefnt.
Þessi þróun hefur einnig breytt ásýnd Wuxi með æ fleiri skýjakljúfum. Þannig opnuðu þrír slíkir árið 2014: Wuxi IFS (339 metrar), Wuxi Suning Plaza 1 (328 metrar) og Wuxi Maoye City - Marriott Hotel (304 metrar).<small><ref>{{Citation|title=Wuxi|date=2022-08-08|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi&oldid=1103178618|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Citation|title=Center 66|date=2022-06-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Center_66&oldid=1094078612|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Citation|title=无锡茂业城-万豪国际酒店|date=2021-12-19|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E8%8C%82%E4%B8%9A%E5%9F%8E-%E4%B8%87%E8%B1%AA%E5%9B%BD%E9%99%85%E9%85%92%E5%BA%97&oldid=69163185|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
=== Hefðbundin framleiðsla ===
Auk hefðbundinna viðskipta með hrísgrjón og bómullar- og silkiframleiðslu voru aðrar mikilvægar atvinnugreinar borgarinnar framan af hveitimölun, hrísgrjóna- og olíuvinnsla. Frá fimmta áratug síðustu aldar hefur iðnþróun verið hröð. Textíl- og matvælaiðnaðurinn hefur stækkað og færður til nútímahorfs. Borgin er orðin svæðisbundin miðstöð verkfræðiiðnaðar, sérstaklega fyrir vélasmíði auk framleiðslu rafbúnaðar, framleiðslu reiðhjóla- og hemla; kapla og textílvéla af ýmsum toga. Í seinni tíð hefur framleiðsla lyfja og ýmissa efna orðið æ mikilvægari.<small><ref name=":0" /></small>
=== Ferðaþjónusta ===
[[Mynd:Wuxi, Jiangsu - China (13619808523).jpg|alt=Vatnaborgin Wuxi er mikil ferðamannaborg.|upright|thumb|'''Vatnaborgin Wuxi''' er mikil ferðamannaborg.]]
Ferðaþjónusta í borginni er sífellt mikilvægari. Umhverfi Wuxi inniheldur marga þekkta og vel varðveitta staði,borgargarða og sögulega staði. Tai-vatn er eitt helsta aðdráttarafl ferðaþjónustu borgarinnar. Alþjóðlegar hótelkeðjur hafa keppst við að reisa glæsihótel til að anna aukinni eftirspurn: Marriott, Kempinski, Radisson Blu, Sheraton, o.s.frv.
=== Nýjar atvinnugreinar ===
Sterk áhersla er hjá borgaryfirvöldum að gera atvinnulífið enn fjölbreyttara með meiri þátttöku alþjóðlegra fyrirtækja.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/companies.html|title=Companies|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small> Áherslan er á ýmiskonar líftækni, öreindatækni, upplýsingatækni og gagnavinnslu, flug- og samgöngutækni, grænar raforkulausnir á borð við efnarafala fyrir vetnisframleiðslu, sem og iðnhönnun og aðrar skapandi greinar.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2021-03/03/c_598030.htm|titill=Wuxi district looks to develop modern industries|höfundur=2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=3. mars|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small><small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2022-06/23/c_773067.htm|titill=Wuxi's aerospace industry gets boost|höfundur=2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=23. júní|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Til að ýta undir stafræna umbreytingu hefur borgin hvatt til framþróunar iðnaðar byggðum á „Interneti hlutanna“ (IoT), ekki síst á sviði heilbrigðistækni.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2021-09/30/c_665650.htm|titill=IoT industry fuels Wuxi's digital transformation|höfundur=By Liu Tianyang (wuxinews.com.cn) 2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=30. september|ár=2021|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Sama gildir um stafræna tækni í margskonar iðnframleiðslu.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2022-05/11/c_750367.htm|titill=Wuxi boasts thriving industries|höfundur=2022 China Daily (wuxinews.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=11. maí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Atvinnuþróunarsvæði ===
[[Mynd:Ipark5.jpg|alt=Í „Nýhverfi Wuxi“ er „Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“ sem er iðngarður og nýsköpunarsetur fyrir upplýsingatækni.|upright|thumb|Í „Nýhverfi Wuxi“ (Xinwu hverfi) er '''„Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“''' sem er iðngarður og nýsköpunarsetur fyrir upplýsingatækni.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wndonline.cn/2019-07/30/c_482921.htm|title=Wuxi (National) Software Park|website=www.wndonline.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Til að styðja við þessa framþróun hafa nýjar atvinnugreinar verið vistaðar í sérstökum iðngörðum og fríverslunarsvæðum sem bjóða upp á klasastarfssemi ásamt nýsköpunar- og frumkvöðlasetur í viðkomandi atvinnugrein. Alls eru sex slíkir iðngarðar og atvinnuþróunarsvæði í borginni.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/developmentzones.html|title=Development Zones|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small><small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Árið 1992 var stofnað svokallað „Nýhverfi Wuxi“ (WND) nú nefnt Xinwu hverfi, sem nær yfir svæði sem er 220 ferkílómetrar.<small><ref>{{Citation|title=Xinwu District, Wuxi|date=2022-04-17|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Xinwu_District,_Wuxi&oldid=1083254871|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small> Þar er ''Wuxi hátæknþróunarsvæðið'', ''Flugiðnaðargarður Wuxi'', og ''„Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“'', svo nokkuð sé nefnt.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Sem dæmi þá eru þar um 1.000 hugbúnaðar- og útvistunarfyrirtæk á sviði upplýsingatækni, þar á meðal nokkur af stærstu fyrirtækjum heims, eins og Microsoft, Intel, Oracle, IBM, NTT data, Fujitsu, Pactera, ChinaSoft International og Unissoft.<small><ref>{{Citation|title=Xinwu District, Wuxi|date=2022-04-17|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Xinwu_District,_Wuxi&oldid=1083254871|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Á Jiangyin hátæknisvæðinu sem stofnað var árið 1992, eru leiðandi atvinnugreinar á borð við framleiðslu nýrra málmefniþa, háþróaðs samskiptabúnaðar, og líftæknilyfja.
Önnur dæmi um iðngarða eða sérstök atvinnuvaxtarsvæði eru: ''Xishan efnahags- og tækniþróunarsvæðið''; ''Wuxi Liyuan efnahagsþróunarsvæðið''; ''„Wuxi landslagsborgin“'' (þar sem eru meðal annars: „Stafrænir iðnaðargarðar Wuxi“ og „Ferðaþjónustugarður Wuxi við Tai vatn“); og ''„Jiangsu Jiangyin Lingang efnahagsþróunarsvæðið“''.
== Tengt efni ==
[[Mynd:Nanning Wuxi Anghu Park (15460514486).jpg|alt=Wuxi-óperan, aldargamalt óperuform Xiju, er enn vinsæl. Þar leika karlar bæði kyn í dreifbýlissögum siðferðisátaka og gráðugra húsráðenda. Reynt er að höfða til yngri kynslóða.|upright|thumb|'''Wuxi-óperan''', aldargamalt óperuform Xiju, er enn vinsæl. Þar leika karlar bæði kyn í dreifbýlissögum siðferðisátaka og gráðugra húsráðenda.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2018-04/20/content_36065274.htm|titill=Wuxi Opera|höfundur=2022 China Daily (chinadaily.com.cn).|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government.|ár=22|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-07/21/c_792218.htm|titill=Century-old Xiju Opera still shines|höfundur=2022 China Daily (gowuxi.com)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=21. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
* [http://en.wuxi.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wuxi'''] Yfirgripsmiklar upplýsingar á ensku og kínversku um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur, fréttir, o.fl.
* Vefsíða Wikitravel [https://wikitravel.org/en/Wuxi '''Wuxi'''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/wuxi/ Travel China Guide: '''Wuxi'''] Knappar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Héraðið [[Jiangsu]] í austurhluta [[Kína]].
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wuxi|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wuxi|titill=Britannica: Wuxi|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=10. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
bxn5mirhxue7h5qam2sqxfztet9zg8s
1765842
1765841
2022-08-23T17:03:25Z
Dagvidur
4656
/* Borg hagvaxtar og mengunar */ Stytti texta
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Wuxi-bird-view.PNG|alt=Horft yfir Wuxi borg í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.|hægri|thumb|450x450dp|'''Horft yfir Wuxi borg''' í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.]]
[[Mynd:Wuxi-location-MAP-in-Jiangsu-Province-China.jpg|alt=Staðsetning Wuxi borgar í Jiangsu héraði í Kína.|thumb|'''Staðsetning Wuxi''' í Jiangsu héraði í Kína.]]
[[Mynd:Jichang Yuan.jpg|alt=Jichang garðurinn í Liangxi hverfi Wuxi er frægur kínverskur garður. Hann er sagður fyrirmynd Xiequ garðsins í Sumarhöll Pekingborgar og Guo Ran Da Gong í Yuanming Yuan í Peking.|right|thumb|'''Jichang garðurinn''' í Liangxi hverfi Wuxi er frægur kínverskur garður byggður á tíma Mingveldisins (1368-1644). Hann er sagður fyrirmynd Xiequ garðsins í Sumarhöll Pekingborgar og Guo Ran Da Gong í Yuanming Yuan í Peking.<small><ref>{{Citation|title=Jichang Garden|date=2022-03-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Jichang_Garden&oldid=1075270548|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2021-04/06/c_608850.htm|titill=Ancestral temples of Huishan|höfundur=2022 China Daily (chinadaily.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|ár=2022|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
'''Wuxi''' ''([[kínverska]]:無錫; [[Pinyin|rómönskun:]] Wúxī; (WOO-shee)'' er stórborg í suðurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í austurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].
Wuxi er staðsett meðfram [[Mikliskurður|Miklaskurði]] á mótum þess farvegs við staðbundnar ár nálægt norðausturhorni [[Tai vatn|Tai-vatns]]. Í gegnum borgina liggur þétt net skurða og skipgengra vatnaleiða í suðurhluta [[Jangtse]]<nowiki/>- fljótsins. Borgin er um 135 kílómetra norðvestur af miðborg [[Sjanghæ]], á milli borganna [[Changzhou]] og [[Suzhou]].
Wuxi er fræg sögu- og menningarborg Kína og ein helsta ferðamannaborg landsins. Borgin státar af meira en 3.000 ára sögu og djúpstæðum menningararfi. Hún var heimili Wu-menningar í fornöld og hefur ríka sögulega arfleifð. Í henni eru 31 mikilvægir sögustaðir er njóta verndar ríkisins, 11 staðir sem hafa sterka skírskotun til kínversks menningararfs, auk 60 safna og minnisvarða.
Wuxi er ekki aðeins hefðbundin fisk- og hrísgrjónavatnaborg við Jangtse fljót, heldur einnig vagga nútíma kínverskrar þjóðariðnaðar og ein efnahagsmiðstöða Kína, með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst sterkum einkafyrirtækjum.
Á kínverskan mælikvarða er Wuxi borg hagsældar. Sterk vísbending um efnahagslega velferð er landsframleiðsla á mann. Þar var Wuxi borg árið 2021 efst allra stórra og meðalstórra kínverskra borga Kína.<small><ref name=":3">{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-02/11/c_706654.htm|titill=Wuxi tops Chinese cities in per capita GDP in 2021|höfundur=2022 China Daily - wuxinews.com.cn|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=11. febrúar|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Héraðsborgin Wuxi nær yfir 4.627 ferkílómetra lands. Hún hefur lögsögu yfir 5 hverfum og tveimur sýsluborgum. Árið 2020 bjuggu á stórborgarsvæði Wuxi um 7,5 milljónir manna en 4 milljónir í kjarnaborginni.
==Saga==
[[Mynd:Taibo_statue,_Taibo_Temple,_Wuxi.jpg|alt=Stytta af Taibo, í Taibo hofinu í Xinwu hverfi Wuxi. Taibo stofnaði Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.|upright|thumb|'''Stytta af Taibo''' í Taibo hofinu í Xinwu hverfi. Taibo stofnaði Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.]]
[[Mynd:Nanchan Pagoda Wuxi.jpg|alt=Mahavira salur Nanchan búddistahofsins í suðurhluta Wuxi.
|upright|thumb|'''Mahavira salur''' Nanchan [[Búddismi|búddahofsins]] í suðurhluta Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=南禪寺 (無錫)|date=2022-02-13|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E7%A6%AA%E5%AF%BA_(%E7%84%A1%E9%8C%AB)&oldid=70147432|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:MaaguxianshouWXM.jpg|upright|thumb|'''„Magu býður langlífi“''' í Wuxi safninu. Magu er gyðja langlífs og verndari kvenna í fornum kínverskum goðsögnum og [[Daoismi|Taoisma]].<small><ref>{{Citation|title=Magu (deity)|date=2022-04-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Magu_(deity)&oldid=1084177384|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:清光绪年间无锡县城区图.jpg|alt=Kort af Wuxi árið 1881.|upright|thumb|Kort af Wuxi árið 1881.]]
[[Mynd:Wuxi Qingming Qiao 2015.04.24 18-56-40.jpg|alt=Qingming brúin yfir Miklaskurð í Liangxi hverfi Wuxi.|upright|thumb|'''Qingming brúin''' yfir [[Mikliskurður|Miklaskurð]] í Liangxi hverfi Wuxi.]]
Wuxi státar af meira en 3.000 ára sögu og djúpstæðum menningararfi sem einn af elstu þéttbýlisstöðum við [[Jangtse|Jangtsefljót]]. Borgin er ein vagga Wu-menningar í fornöld og hefur ríka sögulega arfleifð. Wu vísar til þess svæðis í Kína sem miðast við [[Tai vatn|Tai-vatn]] á Jiangnan svæðinu er liggur suður af Jangtse fljóti. <small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
=== Fornsaga ===
Í borginni eru 31 mikilvægir sögustaðir er njóta verndar ríkisins, 11 staðir sem hafa sterka skírskotun til kínversks menningararfs og 60 söfn og minnisvarðar.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-03/25/c_664458.htm|titill=Wuxi. Overview|höfundur=China Daily- 2022|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government.|ár=2022|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Á svokölluðu vor- og hausttímabili í sögu Kína (770–476 f.Kr.) bjuggu staðbundnir Baiyue ættbálkar sem nefndir voru „Gou Wu“ á landsvæði þar sem nútímaborgirnar Wuxi og Suzhou liggja. Þessir ættbálkar mynduðu þorp í hæðunum við votlendið umhverfis Tai-vatn.<small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
Skráð saga Wuxi hófst við lok tíma Shangveldisins (1600–1046 f.Kr.).<small><ref>{{Citation|title=吴国|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%90%B4%E5%9B%BD&oldid=72743972|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-21}}</ref></small> Forn sagnfræðirit Sima Qian sagnfræðings (145 f.Kr.- 91 f.Kr.)<small><ref>{{Citation|title=Records of the Grand Historian|date=2022-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Records_of_the_Grand_Historian&oldid=1099964113|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> greina frá því að Taibo (um 1150 f.Kr.) frændi konungs Zhouveldisins hafi stofnað Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2021-12-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1060598437|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Taibo siðað heimamenn og bætti landbúnað þeirra og áveitustjórn.<small><ref name=":4">{{Vefheimild|url=http://www.chinadaily.com.cn/m/jiangsu/wuxi/pdf/GettoknowWuxithrough10surnames.pdf|titill=Get to know Wuxi through 10 surnames|höfundur=Information Office of Wuxi Municipal Government|útgefandi=Information Office of Wuxi Municipal Government|ár=2017|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Síðar flutti Wu hirðin til Gusu þar sem nútíma Suzhou liggur. Wu-ríkið stóð frá 12. öld f.Kr.– 473 f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=吴国|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%90%B4%E5%9B%BD&oldid=72743972|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2022-08-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1105292388|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
=== Keisaratímar ===
Í tíma Qinveldisins tilheyrði Wuxi Kuaiji-sýslu.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Svæðið í Wuxi var upphaflega þekkt vegna [[Tin|tinnáma]] sem þar voru, en þegar sýslan var stofnuð árið 202 f.Kr. á tímum [[Hanveldið|Vestur-Hanveldisins]] (206 f.Kr.–25 e.Kr.), voru þær námur uppurnar og þéttbýlið fékk fékk því nafnið Wuxi („án tins“). Frá lokum 3. aldar var borgin umdæmi undir stjórn herforingja Biling borgar (síðar nefnd [[Changzhou]]) og hélst svo nema í stuttan tíma undir stjórn [[Júanveldið|Júanveldisins]] (1206– 1368), þegar svæðið var gert að sjálfstæðu héraði.<small><ref name=":0">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wuxi|titill=Encyclopedia Britannica: Wuxi|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia|útgefandi=Britannica, The Editors of Encyclopaedia|mánuður=10. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Frá fyrstu tíð hefur svæðið í kringum [[Tai vatn|Tai-vatn]] verið mjög frjósamt. [[Landbúnaður]] og [[Silki|silkiiðnaður]] blómstraði í Wuxi. Eftir að gerð [[Mikliskurður|Miklaskurðar]] lauk árið 609 varð Wuxi umskipunarmiðstöð fyrir skattkorn ætlað höfuðborginni. Þar myndaðist einn stærsti kornmarkaður Kína, þar sem mikið magn hrísgrjóna var meðhöndlað.<small><ref name=":1">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Þróað hagkerfi hraðaði þéttbýlismyndun. Borgin varð aðsetur afar auðugra kaupmanna og milliliða. Þessi hagsæld viðskipta hafði mikil áhrif á bókmenntir og námstofnanir í svæðinu suðurhluta Jangtse.<small><ref name=":4" /></small> Wuxi varð einn af mikilvægum fæðingarstöðum koparprentunar og Kunqu formi Kínverskrar [[Ópera|óperu]].
Árið 1724 var Wuxi orðin mjög fjölmenn sýsla og því var austurhluti hennar aðskilinn og gerður að Jinkui-sýslu. Bæði Wuxi og Jinkui voru gjörsamlega eyðilögð í [[Taiping-uppreisnin|Taiping-uppreisninni]] (1850-1864), þegar næstum 2/3 íbúanna voru drepnir. Mannfallið var gríðarlegt. Fjöldi „hæfra karlmanna“ í sýslunum, sem hafði verið 339.549 og 258.934 árið 1830, féll niður í 72.053 og 138.008 árið 1865.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> <small><ref>{{Cite book|script-title=zh:江苏省志・人口志|publisher=Fangzhi Publishing House|isbn=978-7-801-22526-9|pages=58–9 |trans-title=Jiangsu Provincial Gazetteer, Volume on Demography|year=1999}}</ref></small>
Á tíma [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1636–1912) blómstraði bómullar- og silkiframleiðsla í Wuxi. Viðskipti jukust með alþjóðlegri opnun „sáttamálahafna“ byggðum á [[Nanking-sáttmálinn|friðarsáttmála]] sem batt enda á [[Fyrra ópíumstríðið|fyrsta ópíumstríðið]] (1839–1842) milli [[Breska heimsveldið|Breska heimsveldisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] í Kína. Þetta voru Sjanghæ árið 1842; og [[Zhejiang|Zhenjiang]] og [[Nanjing]] árið 1858. Woxi naut uppgangs þeirra borga. Hún varð miðstöð textíliðnaðar í Kína. Textílverksmiðjur voru byggðar árið 1894 og silkispólunarstöðvar byggðar árið 1904.
Þegar [[Mikliskurður]] hrundi eftir 1850, hélt Wuxi mikilvægi sínu sem svæðisbundinn hrísgrjónamarkaður. Þaðan var korn flutt til [[Sjanghæ]], um 130 kílómetra til suðausturs; auk sjóleiðarinnar til [[Tianjin]] borgar í norðri. Viðskipti með korn jukust enn frekar eftir 1908 þegar komið var á járnbrautartengingu til Sjanghæ, Zhenjiang og Nanjing í norðvestri.
Jinkui sýsla sameinaðist að nýju Wuxi-sýslu við upphaf lýðveldisins árið 1912.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
=== Lýðveldistími ===
[[Mynd:Bundesarchiv Bild 183-S34828, Japanisch-Chinesischer Krieg.jpg|alt=Japanskir hermenn í Wuxi í desember 1937 á leið til Nanking.|upright|thumb|'''Japanskur innrásarher''' í Wuxi í desember 1937 á leið sinni til Nanking.]]
Þegar seinna [[Seinna stríð Kína og Japans|stríðið við Japan]] braust út árið 1937 varð Wuxi fyrir miklu áfalli. Sjanghæ sem er nálægt Wuxi og mjög tengd efnahagslega, varð fyrir miklum árásum. Verksmiðjur og byggingar urðu fyrir miklu tjóni eða gjöreyðilagðust vegna sprengjuárása japanskra flugvéla.
Eftir sigur gegn Japönum árið 1945 var efnahagur Wuxi endurreistur og fjárfestingar jukust. [[Kínverska borgarastyrjöldin|Borgarastyrjöld]] milli Lýðveldissinna og [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnista]] hafði síðan óhjákvæmilega áhrif á efnahag borgarinnar. Frelsisher kommúnista hertók síðan borgina 23. apríl 1949. Um miðjan júní var yfirtöku borgarinnar í grundvallaratriðum lokið.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
==== Tímar Alþýðulýðveldis ====
[[Mynd:Wuxi_Museum_2018.jpg|alt=Wuxi safnið í Liangxi hverfi er yfirgripsmikið safn staðbundinnar sögu og lista.|upright|thumb|'''Wuxi safnið''' í Liangxi hverfi er yfirgripsmikið safn staðbundinnar sögu og lista.<small><ref>{{Citation|title=无锡博物院|date=2022-02-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%8D%9A%E7%89%A9%E9%99%A2&oldid=69953384|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2020-04/24/c_489066.htm|titill=Wuxi Museum|höfundur=2022 China Daily (wuxinews.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=24. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
Frá 1949 eftir valdatöku kommúnista hefur vægi borgarinnar sem landsbundin viðskiptamiðstöð minnkað, þó að hlutverk hennar sem dreifingar- og söfnunarmiðstöð fyrir Tai vatnasvæðið hafi haldið.<small><ref name=":0" /></small>
Auk viðskipta með hrísgrjón og bómullar- og silkiframleiðslu voru aðrar mikilvægar atvinnugreinar borgarinnar hveitimölun, hrísgrjónavinnsla og olíuvinnsla. Frá fimmta áratug síðustu aldar hefur iðnþróun verið hröð. Textíl- og matvælaiðnaðurinn hefur stækkað og færður til nútímahorfs. Borgin er orðin miðstöð verkfræðiiðnaðar, sérstaklega fyrir vélasmíði auk framleiðslu rafbúnaðar, kapla og textílvéla af ýmsum toga; í seinni tíð hefur framleiðsla lyfja og ýmissa efna orðið æ mikilvægari.<small><ref name=":0" /></small>
Hraðbraut milli Sjanghæ og Nanjing liggur í gegnum borgina, með afreinum sem teygja sig frá borginni til sýsluborga Wuxi, norður til Jiangyin og suðvestur til Yixing. Frá árinu 2004 hefur staðbundinn flugvöllur veitir flugþjónustu til nokkurra stórborga landsins.<small><ref>{{Citation|title=Sunan Shuofang International Airport|date=2022-08-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Sunan_Shuofang_International_Airport&oldid=1105089148|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Árið 2014 opnuðu fyrstu tvær borgarlestarlínur Wuxi. Nú eru þær fjórar og sex aðrar neðanjarðarlínur í undirbúningi.<small><ref>{{Citation|title=Wuxi Metro|date=2022-04-12|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi_Metro&oldid=1082348735|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Ferðaþjónusta hefur orðið sífellt mikilvægari. Umhverfi Wuxi inniheldur marga þekkta fallega staði sem hafa verið varðveittir vandlega, ásamt ýmsum borgargörðum og sögulegum stöðum. Í dag hefur iðnþróun verið takmörkuð nærri [[Tai vatn|Tai-vatni]], sem er eitt helsta aðdráttarafl ferðaþjónustu borgarinnar. Þar var þó iðnaðargarður með sérstakri áherslu á vísindi og tækni stofnaður árið 2006.
=== Borg hagvaxtar og mengunar ===
[[Mynd:Jiangyin Yangtze River bridge-2.jpeg|alt=Jiangyin Jangtse brúin er 1.385 metra hengibrú yfir Jangtse fljót í Wuxi borg. Hún tengir sýsluborgina Jiangyin sunnan árinnar við Jingjiang undirborg Taizhou, í norðri. Um brúna liggur G2 Peking-Sjanghæ Hraðbrautin.|upright|thumb|'''Jiangyin Jangtse hengibrúin''' er 1.385 metra löng yfir Jangtse fljót í Wuxi borg. Um brúna liggur G2 Peking-Sjanghæ Hraðbrautin.<small><ref>{{Citation|title=Jiangyin Yangtze River Bridge|date=2022-08-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Jiangyin_Yangtze_River_Bridge&oldid=1104313456|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Með efnahagslegri opnun Kína á síðustu tveimur áratugum síðustu aldar, hefur efnahagur Wuxi náð sér á strik með miklum vexti einkafyrirtækja. Árið 1981 var hún opinberlega skráð sem ein 15 kínverskra borga sem tóku þátt í þessari efnahagslegu opnum og árið 1985 var borgin formlega viðurkennd sem opin borg í sérstöku efnahagssvæði Jangtse óshólmasvæðisins. Í kjölfarið voru fríverslunarsvæði og iðngarðar opnaðir fyrir miklum erlendum fjárfestingum. Wuxi tók þá flugið sem mikil iðnaðar- og viðskiptaborg.<small><ref name=":1" /></small>
Landsframleiðsla á mann er mikilvægur mælikvarði á efnahagslega velferð. Árið 2021 var var Wuxi borg þar í fyrsta sæti allra stórra og meðalstórra borga Kína.<small><ref name=":3" /></small>
Hröð iðnþróun og þéttbýli síðustu áratuga tekið sinn toll á umhverfi. Tai vatn sem er þriðja stærsta ferskvatnsvatn Kína, hefur undanfarin ár verið þjakað af mengun vegna iðnþróunar nærliggjandi svæða.<small><ref>{{Citation|title=Lake Tai|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Lake_Tai&oldid=1098108667|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Förgun efna og skólps úti í vatnið í upphafi 21. aldar hefur valdið myndun eitraðra [[Blágerlar|blágerla]] eða þörungar á yfirborði vatnsins.<small><ref>{{Citation|title=2007年太湖蓝藻污染事件|date=2022-08-02|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=2007%E5%B9%B4%E5%A4%AA%E6%B9%96%E8%93%9D%E8%97%BB%E6%B1%A1%E6%9F%93%E4%BA%8B%E4%BB%B6&oldid=73035341|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-18}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.wilsoncenter.org/publication/taihu-green-wash-or-green-clean|title=Taihu: Green Wash or Green Clean? {{!}} Wilson Center|website=www.wilsoncenter.org|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Það hefur ógnað gæðum drykkjarvatns þeirra sem búa við vatnið. Á síðari árum hafa stjórnvöld ráðist í umfangsmikla hreinsun og verndun vatnsins.<small><ref>{{Cite web|url=https://chinadialogue.net/en/pollution/4767-long-struggle-for-a-cleaner-lake-tai/|title=Long struggle for a cleaner Lake Tai|date=2012-02-14|website=China Dialogue|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Mörgum verksmiðjum hefur nú verið lokað og reglum um umgengni við vatnið hertar til að bæta vatnsgæði og til að ná líffræðilegri endurheimt.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.greenpeace.org/international/story/7040/biological-restoration-of-water-and-land|title=Biological Restoration of water and land|website=Greenpeace International|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Enn er þó mikið starf óunnið í þeim efnum.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.canr.msu.edu/csis/uploads/files/Qin-et-al.-Science-Bulletin-2019.pdf|titill=Why Lake Taihu continues to be plagued with cyanobacterial blooms
through 10 years (2007–2017) efforts|höfundur=Boqiang Qin, Hans W. Paerl, Justin D. Brookes, Jianguo Liu, Erik Jeppesen, Guangwei Zhu, Yunlin Zhang, Hai Xu, Kun Shi, Jianming Deng|útgefandi=Science Bulletin: Volume 64, Issue 6, 30 March 2019, Pages 354-356|mánuður=30. mars|ár=2019|mánuðurskoðað=16. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
==Landafræði==
[[Mynd:Wuxi NASA.png|alt=Þéttbýli Wuxi-borgar sést á þessari gervihnattamynd NASA. Mikliskurður er þar áberandi í borgarmyndinni.|upright|thumb|'''Þéttbýli Wuxi-borgar''' á [[Gervihnattarmynd|gervihnattamynd]] [[NASA]]. Ef grannt er skoðað sést hvað [[Mikliskurður]] er áberandi í borgarmyndinni.]]
[[Mynd:Yixing, Wuxi, Jiangsu, China - panoramio (1).jpg|alt=Bambusskógur í Yixing undirborg Wuxi.|upright|thumb|'''Bambusskógur í Yixing''' undirborg Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Yixing|date=2022-06-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Yixing&oldid=1091495497|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:長廣溪濕地.jpg|alt=Frá Chang Guangxi votlendisgarðinum í Binhu hverfi Wuxi borgar.|upright|thumb|Frá '''Chang Guangxi votlendisgarðinum''' í Binhu hverfi Wuxi borgar.<small><ref>{{Citation|title=长广溪湿地公园|date=2021-10-28|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E9%95%BF%E5%B9%BF%E6%BA%AA%E6%B9%BF%E5%9C%B0%E5%85%AC%E5%9B%AD&oldid=68405406|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Wuxi-borg er staðsett í suðausturhluta [[Jiangsu]]-héraðs. Hún liggur að [[Suzhou]]-borg í austri; með [[Tai vatn|Tai vatnið]] í suðri, handan vatnsins frá Huzhou borg í [[Zhejiang]] héraði; og [[Changzhou]] borg í vestri.
Sýsluborgin Yixing, ein tveggja undirborga Wuxi, er aðskilin frá borginni af Wujin hverfi Changzhou borgar, og hefur sem hólmlenda enga landtenging við Wuxi.
Heildarflatarmál Wuxi er 4.627 ferkílómetrar, þar af eru 782 ferkílómetrar fjöllótt og hæðótt land, sem eru 17% af heildarflatarmáli borgarinnar.
Wuxi er dæmigerður vatnabær í suðurhluta [[Jangtse]]<nowiki/>-fljótsins, með þéttriðið net skurða og vatnaleiða, sem og fjölmörg vötn, er mynda frárennsli, flutninganet og votlendisgarða. Vatnsyfirborðið er 1.342 ferkílómetrar, eða 29% af heildarflatarmáli borgarinnar.<small><ref name=":2">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Í vatnskerfi borgarinnar eru 5.983 árfarvegir með heildarlengd 6.998 kílómetra, þar á meðal Peking-Hangzhou hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]]. Samkvæmt varfærnu mati hafa meira en 1.000 árfarvegir í borgarlandinu verið urðaðir til vegagerðar frá árinu 1949.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Jangtse óshólmasvæðið er láglent landslag sem einkennist af sléttum, yfirleitt undir 3,5 metrum yfir sjávarmáli, þar sem lægsti punktur er undir 2 metrum yfir sjávarmáli. Hluti svæðisins frá norðri til Jiangyin sýsluborgar Wuxi, var Furong vatn í fornöld sem hvarf smám saman á tíma Song- og Mingveldanna.<ref name=":2" />
Mashan svæðið í Binhu hverfi borgarinnar er hæðótt landsvæði við Tai stöðuvatnið; Í Yixing-sýsluborginni eru Yili-fjöll, sem eru lág fjöll og hæðir. Hæsti punkturinn 611,5 metrar er Huangtading fjall í suðri, næsthæsta tinds Jiangsu-héraðs.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-03/25/c_664458_2.htm|title=Overview|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
==Lýðfræði==
[[Mynd:Sanliqiao_Catholic_Church.jpg|alt=Kirkja heilags Jósefs er rómversk-kaþólsk kirkja í Beitang hverfi Wuxi borgar. Upphaflega kirkjan var byggð árið 1640, á tíma Mingveldisins (1368–1644).|upright|thumb|'''Kirkja heilags Jósefs''' er rómversk-kaþólsk kirkja í Beitang hverfi Wuxi borgar. Upphaflega kirkjan var byggð árið 1640, á tíma Mingveldisins (1368–1644).<small><ref>{{Citation|title=Saint Joseph's Church, Wuxi|date=2021-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Saint_Joseph%27s_Church,_Wuxi&oldid=1034206984|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Wuxi borg er fjölmenn borg. Þéttbýlast er miðborgasvæðið (Lianxi, Binhu og Xinwu hverfin, auk aðliggjandi hluta Huishan og Xishan hverfa). Í útjaðrinum, í sýsluborgunum Jiangyin og Yixing, er dreifbýlið meira með þorpum og nýbyggingasvæðum.
Árið 2020 þegar síðasta manntal var gert í Kína, var íbúafjöldi borgarkjarna Wuxi 3.956.985 en íbúafjöldi undir lögsögu borgarinnar var 7.462.135.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://tj.jiangsu.gov.cn/art/2021/5/18/art_80066_9819836.html|titill=Bulletin of the Seventh National Census of Jiangsu Province (No. 2)|höfundur=Jiangsu Provincial Bureau of Statistics|útgefandi=Office of the Leading Group for the Seventh National Census of Jiangsu Province|mánuður=18. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Mikill meirihluti íbúa eru Han-kínverjar, en önnur þjóðarbrot á borð við Hui og Miao þjóðerni eru fámennari. Frumbyggjar Wuxi tala Wuxi mállýskuna eða Suzhou mállýsku.<small><ref>{{Citation|title=Уси|date=2022-08-19|url=https://ru.wikipedia.org/w/index.php?title=%D0%A3%D1%81%D0%B8&oldid=124949730|work=Википедия|language=ru|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Meirihluti þeirra sem trúaðir eru stundar [[Búddismi|búddisma]], [[Daoismi|taóisma]] og [[þjóðtrú]]. Að auki hefur borgin umtalsverð samfélög [[Múslimar|múslima]], [[Kaþólikkar|kaþólikka]] og [[Mótmælendatrú|mótmælenda]].<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
== Stjórnsýsla ==
[[Mynd:Wuxi, Jiangshu2.jpg|alt=Fjölmenni kallar á mörg hús. Hér er eitt hverfið nýbyggt 2009.|upright|thumb|Fjölmennið kallar á mörg hús. Hér er eitt hverfið nýbyggt 2009.]]
Undir lögsögu Wuxi borgar eru fimm hverfi og tvær borgir á sýslustigi. Þessi hverfi eru Liangxi, Xishan, Huishan, Xinwu, og Binhu (vatnahverfið). Undirborgirnar eru Jiangyin borg og Yixing borg.
Þessum stjórnsýslueiningum er síðan skipt niður í 73 sveitarfélög, þar af 59 bæi og 24 undirhverfi.
Borgin nær yfir svæði sem er um 4.628 ferkílómetrar og borgarstjórnin hefur aðsetur í Liangxi hverfi.<small><ref>{{Citation|title=无锡市行政区划|date=2022-01-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82%E8%A1%8C%E6%94%BF%E5%8C%BA%E5%88%92&oldid=69788706|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Að auki hefur Wuxi komið á fót eftirfarandi efnahagssvæðum og iðngörðum. Þar á meðal eru: ''Xishan efnahags- og tækniþróunarsvæðið''; ''Wuxi Liyuan efnahagsþróunarsvæðið''; ''„Wuxi landslagsborgin“'' (þar eru á meðal: ''„Stafrænir iðnaðargarðar Wuxi“'' og ''„Ferðaþjónustugarður Wuxi við Tai vatn“''); ''Jiangyin hátæknisvæðið''; og ''„Jiangsu Jiangyin Lingang efnahagsþróunarsvæðið“''.
[[Mynd:Administrative-Division-Wuxi-Jiangsu-China (Icelandic).png|thumb|right|400px|Stjórnsýsluskipting Wuxi-borgar í hverfi og undirborgir ]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Wuxi
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2018 <ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref><ref>{{Citation|title=无锡市行政区划|date=2022-01-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82%E8%A1%8C%E6%94%BF%E5%8C%BA%E5%88%92&oldid=69788706|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Miðborg</small>'''
|-
| align=left | <small>Liangxi hverfi</small>
| align=left | <small>梁溪区</small>
| align=right| <small>961.500</small>
| align=right| <small>72</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Xishan hverfi</small>
| align=left | <small>锡山区</small>
| align=right| <small>707.700</small>
| align=right| <small>399</small>
|-
| align=left | <small>Huishan hverfi</small>
| align=left | </small>惠山区</small>
| align=right| <small>712.200</small>
| align=right| <small>325</small>
|-
| align=left | <small>Binhu hverfi</small>
| align=left | </small>滨湖区</small>
| align=right| <small>716.000</small>
| align=right| <small>628</small>
|-
| align=left | <small>Xinwu hverfi</small>
| align=left | <small>吴江区</small>
| align=right| <small>569.200</small>
| align=right| <small>220</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Jiangyin borg</small>
| align=left | <small>江阴市</small>
| align=right| <small>1.651.800</small>
| align=right| <small>987<small>
|-
| align=left | <small>Yixing borg</small>
| align=left | <small>宜兴市</small>
| align=right| <small>1.256.100</small>
| align=right| <small>1.997</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="2" style="text-align:center; " |'''<small>Alls:</small>'''
| align="right" |'''<small>6.574.500</small>'''
| align="right" |'''<small>4.627</small>'''
|-
| colspan="4" style="text-align:center; " | <small>''Óformlegar stjórnsýsludeildir:Iðngarðar og atvinnuþróunarsvæði''</small>
|}
==Efnahagur og atvinnulíf==
=== Borg vaxtar ===
[[Mynd:Center 66, Wuxi, China.jpg|alt=„Center 66“ er staðsett í Chong'an viðskiptahverfi borgarinnar.|upright|thumb|Byggingin '''„Center 66“''' er í Chong'an miðlægu viðskiptahverfi Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Center 66|date=2022-06-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Center_66&oldid=1094078612|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:201906_IFS_Wuxi.jpg|alt=Wuxi IFS („Fjármálatorg Wuxi“) sem opnaði 2014, er 339 metra hár, 68 hæða skýjakljúfur, í Liangxi hverfi Wuxi.|upright|thumb|'''„Fjármálatorg Wuxi“''' (Wuxi IFS) sem opnaði 2014, er 339 metra hár, 68 hæða skýjakljúfur, í Liangxi hverfi Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Wuxi IFS|date=2022-02-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi_IFS&oldid=1073205655|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Á kínverskan mælikvarða er Wuxi borg hagsældar. Hún er svæðisbundin viðskiptamiðstöð með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst sterkum einkafyrirtækjum. Áhersla er á fjölbreytt atvinnulíf með uppbyggingu stórra iðnaðargarða sem eru helgaðir nýjum atvinnugreinum.
Sterk vísbending um efnahagslega velferð er landsframleiðsla á mann. Þar var Wuxi borg árið 2021 efst allra stórra og meðalstórra kínverskra borga. Efnahagur borgarinnar blómstrar með fjölbreyttu atvinnulífi og alþjóðlegum fjárfestingum. Meiri hagsæld þýðir komu erlendra verslunar- og smásölufyrirtækja, á borð við IKEA, Bailian, Apple, svo nokkuð sé nefnt.
Þessi þróun hefur einnig breytt ásýnd Wuxi með æ fleiri skýjakljúfum. Þannig opnuðu þrír slíkir árið 2014: Wuxi IFS (339 metrar), Wuxi Suning Plaza 1 (328 metrar) og Wuxi Maoye City - Marriott Hotel (304 metrar).<small><ref>{{Citation|title=Wuxi|date=2022-08-08|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi&oldid=1103178618|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Citation|title=Center 66|date=2022-06-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Center_66&oldid=1094078612|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Citation|title=无锡茂业城-万豪国际酒店|date=2021-12-19|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E8%8C%82%E4%B8%9A%E5%9F%8E-%E4%B8%87%E8%B1%AA%E5%9B%BD%E9%99%85%E9%85%92%E5%BA%97&oldid=69163185|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
=== Hefðbundin framleiðsla ===
Auk hefðbundinna viðskipta með hrísgrjón og bómullar- og silkiframleiðslu voru aðrar mikilvægar atvinnugreinar borgarinnar framan af hveitimölun, hrísgrjóna- og olíuvinnsla. Frá fimmta áratug síðustu aldar hefur iðnþróun verið hröð. Textíl- og matvælaiðnaðurinn hefur stækkað og færður til nútímahorfs. Borgin er orðin svæðisbundin miðstöð verkfræðiiðnaðar, sérstaklega fyrir vélasmíði auk framleiðslu rafbúnaðar, framleiðslu reiðhjóla- og hemla; kapla og textílvéla af ýmsum toga. Í seinni tíð hefur framleiðsla lyfja og ýmissa efna orðið æ mikilvægari.<small><ref name=":0" /></small>
=== Ferðaþjónusta ===
[[Mynd:Wuxi, Jiangsu - China (13619808523).jpg|alt=Vatnaborgin Wuxi er mikil ferðamannaborg.|upright|thumb|'''Vatnaborgin Wuxi''' er mikil ferðamannaborg.]]
Ferðaþjónusta í borginni er sífellt mikilvægari. Umhverfi Wuxi inniheldur marga þekkta og vel varðveitta staði,borgargarða og sögulega staði. Tai-vatn er eitt helsta aðdráttarafl ferðaþjónustu borgarinnar. Alþjóðlegar hótelkeðjur hafa keppst við að reisa glæsihótel til að anna aukinni eftirspurn: Marriott, Kempinski, Radisson Blu, Sheraton, o.s.frv.
=== Nýjar atvinnugreinar ===
Sterk áhersla er hjá borgaryfirvöldum að gera atvinnulífið enn fjölbreyttara með meiri þátttöku alþjóðlegra fyrirtækja.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/companies.html|title=Companies|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small> Áherslan er á ýmiskonar líftækni, öreindatækni, upplýsingatækni og gagnavinnslu, flug- og samgöngutækni, grænar raforkulausnir á borð við efnarafala fyrir vetnisframleiðslu, sem og iðnhönnun og aðrar skapandi greinar.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2021-03/03/c_598030.htm|titill=Wuxi district looks to develop modern industries|höfundur=2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=3. mars|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small><small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2022-06/23/c_773067.htm|titill=Wuxi's aerospace industry gets boost|höfundur=2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=23. júní|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Til að ýta undir stafræna umbreytingu hefur borgin hvatt til framþróunar iðnaðar byggðum á „Interneti hlutanna“ (IoT), ekki síst á sviði heilbrigðistækni.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2021-09/30/c_665650.htm|titill=IoT industry fuels Wuxi's digital transformation|höfundur=By Liu Tianyang (wuxinews.com.cn) 2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=30. september|ár=2021|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Sama gildir um stafræna tækni í margskonar iðnframleiðslu.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2022-05/11/c_750367.htm|titill=Wuxi boasts thriving industries|höfundur=2022 China Daily (wuxinews.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=11. maí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Atvinnuþróunarsvæði ===
[[Mynd:Ipark5.jpg|alt=Í „Nýhverfi Wuxi“ er „Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“ sem er iðngarður og nýsköpunarsetur fyrir upplýsingatækni.|upright|thumb|Í „Nýhverfi Wuxi“ (Xinwu hverfi) er '''„Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“''' sem er iðngarður og nýsköpunarsetur fyrir upplýsingatækni.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wndonline.cn/2019-07/30/c_482921.htm|title=Wuxi (National) Software Park|website=www.wndonline.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Til að styðja við þessa framþróun hafa nýjar atvinnugreinar verið vistaðar í sérstökum iðngörðum og fríverslunarsvæðum sem bjóða upp á klasastarfssemi ásamt nýsköpunar- og frumkvöðlasetur í viðkomandi atvinnugrein. Alls eru sex slíkir iðngarðar og atvinnuþróunarsvæði í borginni.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/developmentzones.html|title=Development Zones|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small><small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Árið 1992 var stofnað svokallað „Nýhverfi Wuxi“ (WND) nú nefnt Xinwu hverfi, sem nær yfir svæði sem er 220 ferkílómetrar.<small><ref>{{Citation|title=Xinwu District, Wuxi|date=2022-04-17|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Xinwu_District,_Wuxi&oldid=1083254871|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small> Þar er ''Wuxi hátæknþróunarsvæðið'', ''Flugiðnaðargarður Wuxi'', og ''„Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“'', svo nokkuð sé nefnt.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Sem dæmi þá eru þar um 1.000 hugbúnaðar- og útvistunarfyrirtæk á sviði upplýsingatækni, þar á meðal nokkur af stærstu fyrirtækjum heims, eins og Microsoft, Intel, Oracle, IBM, NTT data, Fujitsu, Pactera, ChinaSoft International og Unissoft.<small><ref>{{Citation|title=Xinwu District, Wuxi|date=2022-04-17|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Xinwu_District,_Wuxi&oldid=1083254871|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Á Jiangyin hátæknisvæðinu sem stofnað var árið 1992, eru leiðandi atvinnugreinar á borð við framleiðslu nýrra málmefniþa, háþróaðs samskiptabúnaðar, og líftæknilyfja.
Önnur dæmi um iðngarða eða sérstök atvinnuvaxtarsvæði eru: ''Xishan efnahags- og tækniþróunarsvæðið''; ''Wuxi Liyuan efnahagsþróunarsvæðið''; ''„Wuxi landslagsborgin“'' (þar sem eru meðal annars: „Stafrænir iðnaðargarðar Wuxi“ og „Ferðaþjónustugarður Wuxi við Tai vatn“); og ''„Jiangsu Jiangyin Lingang efnahagsþróunarsvæðið“''.
== Tengt efni ==
[[Mynd:Nanning Wuxi Anghu Park (15460514486).jpg|alt=Wuxi-óperan, aldargamalt óperuform Xiju, er enn vinsæl. Þar leika karlar bæði kyn í dreifbýlissögum siðferðisátaka og gráðugra húsráðenda. Reynt er að höfða til yngri kynslóða.|upright|thumb|'''Wuxi-óperan''', aldargamalt óperuform Xiju, er enn vinsæl. Þar leika karlar bæði kyn í dreifbýlissögum siðferðisátaka og gráðugra húsráðenda.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2018-04/20/content_36065274.htm|titill=Wuxi Opera|höfundur=2022 China Daily (chinadaily.com.cn).|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government.|ár=22|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-07/21/c_792218.htm|titill=Century-old Xiju Opera still shines|höfundur=2022 China Daily (gowuxi.com)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=21. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
* [http://en.wuxi.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wuxi'''] Yfirgripsmiklar upplýsingar á ensku og kínversku um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur, fréttir, o.fl.
* Vefsíða Wikitravel [https://wikitravel.org/en/Wuxi '''Wuxi'''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/wuxi/ Travel China Guide: '''Wuxi'''] Knappar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Héraðið [[Jiangsu]] í austurhluta [[Kína]].
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wuxi|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wuxi|titill=Britannica: Wuxi|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=10. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
jdv19sj7s58lbixgywpxjc0ndydnxi8
1765845
1765842
2022-08-23T18:10:59Z
Dagvidur
4656
/* Saga */ Bætti við mynd af 30 m. málverkarollu „Kangxi suðurferð“ Kangxi keisara til Wuxi boargar við Jangtse fljót.
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Wuxi-bird-view.PNG|alt=Horft yfir Wuxi borg í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.|hægri|thumb|450x450dp|'''Horft yfir Wuxi borg''' í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.]]
[[Mynd:Wuxi-location-MAP-in-Jiangsu-Province-China.jpg|alt=Staðsetning Wuxi borgar í Jiangsu héraði í Kína.|thumb|'''Staðsetning Wuxi''' í Jiangsu héraði í Kína.]]
[[Mynd:Jichang Yuan.jpg|alt=Jichang garðurinn í Liangxi hverfi Wuxi er frægur kínverskur garður. Hann er sagður fyrirmynd Xiequ garðsins í Sumarhöll Pekingborgar og Guo Ran Da Gong í Yuanming Yuan í Peking.|right|thumb|'''Jichang garðurinn''' í Liangxi hverfi Wuxi er frægur kínverskur garður byggður á tíma Mingveldisins (1368-1644). Hann er sagður fyrirmynd Xiequ garðsins í Sumarhöll Pekingborgar og Guo Ran Da Gong í Yuanming Yuan í Peking.<small><ref>{{Citation|title=Jichang Garden|date=2022-03-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Jichang_Garden&oldid=1075270548|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2021-04/06/c_608850.htm|titill=Ancestral temples of Huishan|höfundur=2022 China Daily (chinadaily.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|ár=2022|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
'''Wuxi''' ''([[kínverska]]:無錫; [[Pinyin|rómönskun:]] Wúxī; (WOO-shee)'' er stórborg í suðurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í austurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].
Wuxi er staðsett meðfram [[Mikliskurður|Miklaskurði]] á mótum þess farvegs við staðbundnar ár nálægt norðausturhorni [[Tai vatn|Tai-vatns]]. Í gegnum borgina liggur þétt net skurða og skipgengra vatnaleiða í suðurhluta [[Jangtse]]<nowiki/>- fljótsins. Borgin er um 135 kílómetra norðvestur af miðborg [[Sjanghæ]], á milli borganna [[Changzhou]] og [[Suzhou]].
Wuxi er fræg sögu- og menningarborg Kína og ein helsta ferðamannaborg landsins. Borgin státar af meira en 3.000 ára sögu og djúpstæðum menningararfi. Hún var heimili Wu-menningar í fornöld og hefur ríka sögulega arfleifð. Í henni eru 31 mikilvægir sögustaðir er njóta verndar ríkisins, 11 staðir sem hafa sterka skírskotun til kínversks menningararfs, auk 60 safna og minnisvarða.
Wuxi er ekki aðeins hefðbundin fisk- og hrísgrjónavatnaborg við Jangtse fljót, heldur einnig vagga nútíma kínverskrar þjóðariðnaðar og ein efnahagsmiðstöða Kína, með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst sterkum einkafyrirtækjum.
Á kínverskan mælikvarða er Wuxi borg hagsældar. Sterk vísbending um efnahagslega velferð er landsframleiðsla á mann. Þar var Wuxi borg árið 2021 efst allra stórra og meðalstórra kínverskra borga Kína.<small><ref name=":3">{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-02/11/c_706654.htm|titill=Wuxi tops Chinese cities in per capita GDP in 2021|höfundur=2022 China Daily - wuxinews.com.cn|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=11. febrúar|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Héraðsborgin Wuxi nær yfir 4.627 ferkílómetra lands. Hún hefur lögsögu yfir 5 hverfum og tveimur sýsluborgum. Árið 2020 bjuggu á stórborgarsvæði Wuxi um 7,5 milljónir manna en 4 milljónir í kjarnaborginni.
==Saga==
[[Mynd:Taibo_statue,_Taibo_Temple,_Wuxi.jpg|alt=Stytta af Taibo, í Taibo hofinu í Xinwu hverfi Wuxi. Taibo stofnaði Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.|upright|thumb|'''Stytta af Taibo''' í Taibo hofinu í Xinwu hverfi. Taibo stofnaði Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.]]
[[Mynd:Nanchan Pagoda Wuxi.jpg|alt=Mahavira salur Nanchan búddistahofsins í suðurhluta Wuxi.
|upright|thumb|'''Mahavira salur''' Nanchan [[Búddismi|búddahofsins]] í suðurhluta Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=南禪寺 (無錫)|date=2022-02-13|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E7%A6%AA%E5%AF%BA_(%E7%84%A1%E9%8C%AB)&oldid=70147432|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:MaaguxianshouWXM.jpg|upright|thumb|'''„Magu býður langlífi“''' í Wuxi safninu. Magu er gyðja langlífs og verndari kvenna í fornum kínverskum goðsögnum og [[Daoismi|Taoisma]].<small><ref>{{Citation|title=Magu (deity)|date=2022-04-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Magu_(deity)&oldid=1084177384|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:清光绪年间无锡县城区图.jpg|alt=Kort af Wuxi árið 1881.|upright|thumb|Kort af Wuxi árið 1881.]]
[[Mynd:Wuxi Qingming Qiao 2015.04.24 18-56-40.jpg|alt=Qingming brúin yfir Miklaskurð í Liangxi hverfi Wuxi.|upright|thumb|'''Qingming brúin''' yfir [[Mikliskurður|Miklaskurð]] í Liangxi hverfi Wuxi.]]
Wuxi státar af meira en 3.000 ára sögu og djúpstæðum menningararfi sem einn af elstu þéttbýlisstöðum við [[Jangtse|Jangtsefljót]]. Borgin er ein vagga Wu-menningar í fornöld og hefur ríka sögulega arfleifð. Wu vísar til þess svæðis í Kína sem miðast við [[Tai vatn|Tai-vatn]] á Jiangnan svæðinu er liggur suður af Jangtse fljóti. <small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
=== Fornsaga ===
Í borginni eru 31 mikilvægir sögustaðir er njóta verndar ríkisins, 11 staðir sem hafa sterka skírskotun til kínversks menningararfs og 60 söfn og minnisvarðar.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-03/25/c_664458.htm|titill=Wuxi. Overview|höfundur=China Daily- 2022|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government.|ár=2022|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Á svokölluðu vor- og hausttímabili í sögu Kína (770–476 f.Kr.) bjuggu staðbundnir Baiyue ættbálkar sem nefndir voru „Gou Wu“ á landsvæði þar sem nútímaborgirnar Wuxi og Suzhou liggja. Þessir ættbálkar mynduðu þorp í hæðunum við votlendið umhverfis Tai-vatn.<small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
Skráð saga Wuxi hófst við lok tíma Shangveldisins (1600–1046 f.Kr.).<small><ref>{{Citation|title=吴国|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%90%B4%E5%9B%BD&oldid=72743972|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-21}}</ref></small> Forn sagnfræðirit Sima Qian sagnfræðings (145 f.Kr.- 91 f.Kr.)<small><ref>{{Citation|title=Records of the Grand Historian|date=2022-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Records_of_the_Grand_Historian&oldid=1099964113|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> greina frá því að Taibo (um 1150 f.Kr.) frændi konungs Zhouveldisins hafi stofnað Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2021-12-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1060598437|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Taibo siðað heimamenn og bætti landbúnað þeirra og áveitustjórn.<small><ref name=":4">{{Vefheimild|url=http://www.chinadaily.com.cn/m/jiangsu/wuxi/pdf/GettoknowWuxithrough10surnames.pdf|titill=Get to know Wuxi through 10 surnames|höfundur=Information Office of Wuxi Municipal Government|útgefandi=Information Office of Wuxi Municipal Government|ár=2017|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Síðar flutti Wu hirðin til Gusu þar sem nútíma Suzhou liggur. Wu-ríkið stóð frá 12. öld f.Kr.– 473 f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=吴国|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%90%B4%E5%9B%BD&oldid=72743972|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2022-08-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1105292388|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
=== Keisaratímar ===
Í tíma Qinveldisins tilheyrði Wuxi Kuaiji-sýslu.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Svæðið í Wuxi var upphaflega þekkt vegna [[Tin|tinnáma]] sem þar voru, en þegar sýslan var stofnuð árið 202 f.Kr. á tímum [[Hanveldið|Vestur-Hanveldisins]] (206 f.Kr.–25 e.Kr.), voru þær námur uppurnar og þéttbýlið fékk fékk því nafnið Wuxi („án tins“). Frá lokum 3. aldar var borgin umdæmi undir stjórn herforingja Biling borgar (síðar nefnd [[Changzhou]]) og hélst svo nema í stuttan tíma undir stjórn [[Júanveldið|Júanveldisins]] (1206– 1368), þegar svæðið var gert að sjálfstæðu héraði.<small><ref name=":0">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wuxi|titill=Encyclopedia Britannica: Wuxi|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia|útgefandi=Britannica, The Editors of Encyclopaedia|mánuður=10. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Frá fyrstu tíð hefur svæðið í kringum [[Tai vatn|Tai-vatn]] verið mjög frjósamt. [[Landbúnaður]] og [[Silki|silkiiðnaður]] blómstraði í Wuxi. Eftir að gerð [[Mikliskurður|Miklaskurðar]] lauk árið 609 varð Wuxi umskipunarmiðstöð fyrir skattkorn ætlað höfuðborginni. Þar myndaðist einn stærsti kornmarkaður Kína, þar sem mikið magn hrísgrjóna var meðhöndlað.<small><ref name=":1">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Þróað hagkerfi hraðaði þéttbýlismyndun. Borgin varð aðsetur afar auðugra kaupmanna og milliliða. Þessi hagsæld viðskipta hafði mikil áhrif á bókmenntir og námstofnanir í svæðinu suðurhluta Jangtse.<small><ref name=":4" /></small> Wuxi varð einn af mikilvægum fæðingarstöðum koparprentunar og Kunqu formi Kínverskrar [[Ópera|óperu]].
Árið 1724 var Wuxi orðin mjög fjölmenn sýsla og því var austurhluti hennar aðskilinn og gerður að Jinkui-sýslu. Bæði Wuxi og Jinkui voru gjörsamlega eyðilögð í [[Taiping-uppreisnin|Taiping-uppreisninni]] (1850-1864), þegar næstum 2/3 íbúanna voru drepnir. Mannfallið var gríðarlegt. Fjöldi „hæfra karlmanna“ í sýslunum, sem hafði verið 339.549 og 258.934 árið 1830, féll niður í 72.053 og 138.008 árið 1865.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> <small><ref>{{Cite book|script-title=zh:江苏省志・人口志|publisher=Fangzhi Publishing House|isbn=978-7-801-22526-9|pages=58–9 |trans-title=Jiangsu Provincial Gazetteer, Volume on Demography|year=1999}}</ref></small>
Á tíma [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1636–1912) blómstraði bómullar- og silkiframleiðsla í Wuxi. Viðskipti jukust með alþjóðlegri opnun „sáttamálahafna“ byggðum á [[Nanking-sáttmálinn|friðarsáttmála]] sem batt enda á [[Fyrra ópíumstríðið|fyrsta ópíumstríðið]] (1839–1842) milli [[Breska heimsveldið|Breska heimsveldisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] í Kína. Þetta voru Sjanghæ árið 1842; og [[Zhejiang|Zhenjiang]] og [[Nanjing]] árið 1858. Woxi naut uppgangs þeirra borga. Hún varð miðstöð textíliðnaðar í Kína. Textílverksmiðjur voru byggðar árið 1894 og silkispólunarstöðvar byggðar árið 1904.
Þegar [[Mikliskurður]] hrundi eftir 1850, hélt Wuxi mikilvægi sínu sem svæðisbundinn hrísgrjónamarkaður. Þaðan var korn flutt til [[Sjanghæ]], um 130 kílómetra til suðausturs; auk sjóleiðarinnar til [[Tianjin]] borgar í norðri. Viðskipti með korn jukust enn frekar eftir 1908 þegar komið var á járnbrautartengingu til Sjanghæ, Zhenjiang og Nanjing í norðvestri.
Jinkui sýsla sameinaðist að nýju Wuxi-sýslu við upphaf lýðveldisins árið 1912.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
{{Breið mynd|康熙南巡图第七卷局部.jpg|4000px|<small>'''„Kangxi suðurferðin“''' árið 1698. - Á blómaskeiði [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1636–1912) fóru Kangxi keisari (1654–1722) og Qianlong keisari (1711–1799) sex sinnum suður til [[Jangtse]]-fljóts og heimsóttu Jichang-garðinn í Huishan, Wuxi.
Hirðmálarinn Wang Hui skóp þessa 29,32 metra (8.8 cm x 2932.4 cm) löngu málverkarollu árið 1698 um „Kangxi suðurferðina“. Auk listræns gildis er verkið talið ómetanlegur vitnisburður um ástand lands og borgar, ásamt lýsingu daglegs kínversks lífs þess tíma. Myndarolluna má skoða líkt og þú værir á ferð um borgina og umhverfi hennar. Myndin sýnir einungis hluta af sjöunda bindi „Kangxi suðurferðarinnar“. Frá hægri til vinstri eru Wuxi Huishan, Xishan (nú hverfi í Wuxi), Qinyuan (nú Jiangyin undirborg Wuxi), Huangputun (nú Huangbutun), og síðan Wuxi sýsla, sem liggur framhjá Xin'an bænum (nú Binhu hverfi) til Hushu (nú undirhverfi) [[Suzhou]].}}
</small>
=== Lýðveldistími ===
[[Mynd:Bundesarchiv Bild 183-S34828, Japanisch-Chinesischer Krieg.jpg|alt=Japanskir hermenn í Wuxi í desember 1937 á leið til Nanking.|upright|thumb|'''Japanskur innrásarher''' í Wuxi í desember 1937 á leið sinni til Nanking.]]
Þegar seinna [[Seinna stríð Kína og Japans|stríðið við Japan]] braust út árið 1937 varð Wuxi fyrir miklu áfalli. Sjanghæ sem er nálægt Wuxi og mjög tengd efnahagslega, varð fyrir miklum árásum. Verksmiðjur og byggingar urðu fyrir miklu tjóni eða gjöreyðilagðust vegna sprengjuárása japanskra flugvéla.
Eftir sigur gegn Japönum árið 1945 var efnahagur Wuxi endurreistur og fjárfestingar jukust. [[Kínverska borgarastyrjöldin|Borgarastyrjöld]] milli Lýðveldissinna og [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnista]] hafði síðan óhjákvæmilega áhrif á efnahag borgarinnar. Frelsisher kommúnista hertók síðan borgina 23. apríl 1949. Um miðjan júní var yfirtöku borgarinnar í grundvallaratriðum lokið.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
==== Tímar Alþýðulýðveldis ====
[[Mynd:Wuxi_Museum_2018.jpg|alt=Wuxi safnið í Liangxi hverfi er yfirgripsmikið safn staðbundinnar sögu og lista.|upright|thumb|'''Wuxi safnið''' í Liangxi hverfi er yfirgripsmikið safn staðbundinnar sögu og lista.<small><ref>{{Citation|title=无锡博物院|date=2022-02-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%8D%9A%E7%89%A9%E9%99%A2&oldid=69953384|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2020-04/24/c_489066.htm|titill=Wuxi Museum|höfundur=2022 China Daily (wuxinews.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=24. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
Frá 1949 eftir valdatöku kommúnista hefur vægi borgarinnar sem landsbundin viðskiptamiðstöð minnkað, þó að hlutverk hennar sem dreifingar- og söfnunarmiðstöð fyrir Tai vatnasvæðið hafi haldið.<small><ref name=":0" /></small>
Auk viðskipta með hrísgrjón og bómullar- og silkiframleiðslu voru aðrar mikilvægar atvinnugreinar borgarinnar hveitimölun, hrísgrjónavinnsla og olíuvinnsla. Frá fimmta áratug síðustu aldar hefur iðnþróun verið hröð. Textíl- og matvælaiðnaðurinn hefur stækkað og færður til nútímahorfs. Borgin er orðin miðstöð verkfræðiiðnaðar, sérstaklega fyrir vélasmíði auk framleiðslu rafbúnaðar, kapla og textílvéla af ýmsum toga; í seinni tíð hefur framleiðsla lyfja og ýmissa efna orðið æ mikilvægari.<small><ref name=":0" /></small>
Hraðbraut milli Sjanghæ og Nanjing liggur í gegnum borgina, með afreinum sem teygja sig frá borginni til sýsluborga Wuxi, norður til Jiangyin og suðvestur til Yixing. Frá árinu 2004 hefur staðbundinn flugvöllur veitir flugþjónustu til nokkurra stórborga landsins.<small><ref>{{Citation|title=Sunan Shuofang International Airport|date=2022-08-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Sunan_Shuofang_International_Airport&oldid=1105089148|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Árið 2014 opnuðu fyrstu tvær borgarlestarlínur Wuxi. Nú eru þær fjórar og sex aðrar neðanjarðarlínur í undirbúningi.<small><ref>{{Citation|title=Wuxi Metro|date=2022-04-12|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi_Metro&oldid=1082348735|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Ferðaþjónusta hefur orðið sífellt mikilvægari. Umhverfi Wuxi inniheldur marga þekkta fallega staði sem hafa verið varðveittir vandlega, ásamt ýmsum borgargörðum og sögulegum stöðum. Í dag hefur iðnþróun verið takmörkuð nærri [[Tai vatn|Tai-vatni]], sem er eitt helsta aðdráttarafl ferðaþjónustu borgarinnar. Þar var þó iðnaðargarður með sérstakri áherslu á vísindi og tækni stofnaður árið 2006.
=== Borg hagvaxtar og mengunar ===
[[Mynd:Jiangyin Yangtze River bridge-2.jpeg|alt=Jiangyin Jangtse brúin er 1.385 metra hengibrú yfir Jangtse fljót í Wuxi borg. Hún tengir sýsluborgina Jiangyin sunnan árinnar við Jingjiang undirborg Taizhou, í norðri. Um brúna liggur G2 Peking-Sjanghæ Hraðbrautin.|upright|thumb|'''Jiangyin Jangtse hengibrúin''' er 1.385 metra löng yfir Jangtse fljót í Wuxi borg. Um brúna liggur G2 Peking-Sjanghæ Hraðbrautin.<small><ref>{{Citation|title=Jiangyin Yangtze River Bridge|date=2022-08-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Jiangyin_Yangtze_River_Bridge&oldid=1104313456|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Með efnahagslegri opnun Kína á síðustu tveimur áratugum síðustu aldar, hefur efnahagur Wuxi náð sér á strik með miklum vexti einkafyrirtækja. Árið 1981 var hún opinberlega skráð sem ein 15 kínverskra borga sem tóku þátt í þessari efnahagslegu opnum og árið 1985 var borgin formlega viðurkennd sem opin borg í sérstöku efnahagssvæði Jangtse óshólmasvæðisins. Í kjölfarið voru fríverslunarsvæði og iðngarðar opnaðir fyrir miklum erlendum fjárfestingum. Wuxi tók þá flugið sem mikil iðnaðar- og viðskiptaborg.<small><ref name=":1" /></small>
Landsframleiðsla á mann er mikilvægur mælikvarði á efnahagslega velferð. Árið 2021 var var Wuxi borg þar í fyrsta sæti allra stórra og meðalstórra borga Kína.<small><ref name=":3" /></small>
Hröð iðnþróun og þéttbýli síðustu áratuga tekið sinn toll á umhverfi. Tai vatn sem er þriðja stærsta ferskvatnsvatn Kína, hefur undanfarin ár verið þjakað af mengun vegna iðnþróunar nærliggjandi svæða.<small><ref>{{Citation|title=Lake Tai|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Lake_Tai&oldid=1098108667|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Förgun efna og skólps úti í vatnið í upphafi 21. aldar hefur valdið myndun eitraðra [[Blágerlar|blágerla]] eða þörungar á yfirborði vatnsins.<small><ref>{{Citation|title=2007年太湖蓝藻污染事件|date=2022-08-02|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=2007%E5%B9%B4%E5%A4%AA%E6%B9%96%E8%93%9D%E8%97%BB%E6%B1%A1%E6%9F%93%E4%BA%8B%E4%BB%B6&oldid=73035341|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-18}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.wilsoncenter.org/publication/taihu-green-wash-or-green-clean|title=Taihu: Green Wash or Green Clean? {{!}} Wilson Center|website=www.wilsoncenter.org|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Það hefur ógnað gæðum drykkjarvatns þeirra sem búa við vatnið. Á síðari árum hafa stjórnvöld ráðist í umfangsmikla hreinsun og verndun vatnsins.<small><ref>{{Cite web|url=https://chinadialogue.net/en/pollution/4767-long-struggle-for-a-cleaner-lake-tai/|title=Long struggle for a cleaner Lake Tai|date=2012-02-14|website=China Dialogue|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Mörgum verksmiðjum hefur nú verið lokað og reglum um umgengni við vatnið hertar til að bæta vatnsgæði og til að ná líffræðilegri endurheimt.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.greenpeace.org/international/story/7040/biological-restoration-of-water-and-land|title=Biological Restoration of water and land|website=Greenpeace International|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Enn er þó mikið starf óunnið í þeim efnum.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.canr.msu.edu/csis/uploads/files/Qin-et-al.-Science-Bulletin-2019.pdf|titill=Why Lake Taihu continues to be plagued with cyanobacterial blooms through 10 years (2007–2017) efforts|höfundur=Boqiang Qin, Hans W. Paerl, Justin D. Brookes, Jianguo Liu, Erik Jeppesen, Guangwei Zhu, Yunlin Zhang, Hai Xu, Kun Shi, Jianming Deng|útgefandi=Science Bulletin: Volume 64, Issue 6, 30 March 2019, Pages 354-356|mánuður=30. mars|ár=2019|mánuðurskoðað=16. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
==Landafræði==
[[Mynd:Wuxi NASA.png|alt=Þéttbýli Wuxi-borgar sést á þessari gervihnattamynd NASA. Mikliskurður er þar áberandi í borgarmyndinni.|upright|thumb|'''Þéttbýli Wuxi-borgar''' á [[Gervihnattarmynd|gervihnattamynd]] [[NASA]]. Ef grannt er skoðað sést hvað [[Mikliskurður]] er áberandi í borgarmyndinni.]]
[[Mynd:Yixing, Wuxi, Jiangsu, China - panoramio (1).jpg|alt=Bambusskógur í Yixing undirborg Wuxi.|upright|thumb|'''Bambusskógur í Yixing''' undirborg Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Yixing|date=2022-06-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Yixing&oldid=1091495497|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:長廣溪濕地.jpg|alt=Frá Chang Guangxi votlendisgarðinum í Binhu hverfi Wuxi borgar.|upright|thumb|Frá '''Chang Guangxi votlendisgarðinum''' í Binhu hverfi Wuxi borgar.<small><ref>{{Citation|title=长广溪湿地公园|date=2021-10-28|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E9%95%BF%E5%B9%BF%E6%BA%AA%E6%B9%BF%E5%9C%B0%E5%85%AC%E5%9B%AD&oldid=68405406|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Wuxi-borg er staðsett í suðausturhluta [[Jiangsu]]-héraðs. Hún liggur að [[Suzhou]]-borg í austri; með [[Tai vatn|Tai vatnið]] í suðri, handan vatnsins frá Huzhou borg í [[Zhejiang]] héraði; og [[Changzhou]] borg í vestri.
Sýsluborgin Yixing, ein tveggja undirborga Wuxi, er aðskilin frá borginni af Wujin hverfi Changzhou borgar, og hefur sem hólmlenda enga landtenging við Wuxi.
Heildarflatarmál Wuxi er 4.627 ferkílómetrar, þar af eru 782 ferkílómetrar fjöllótt og hæðótt land, sem eru 17% af heildarflatarmáli borgarinnar.
Wuxi er dæmigerður vatnabær í suðurhluta [[Jangtse]]<nowiki/>-fljótsins, með þéttriðið net skurða og vatnaleiða, sem og fjölmörg vötn, er mynda frárennsli, flutninganet og votlendisgarða. Vatnsyfirborðið er 1.342 ferkílómetrar, eða 29% af heildarflatarmáli borgarinnar.<small><ref name=":2">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Í vatnskerfi borgarinnar eru 5.983 árfarvegir með heildarlengd 6.998 kílómetra, þar á meðal Peking-Hangzhou hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]]. Samkvæmt varfærnu mati hafa meira en 1.000 árfarvegir í borgarlandinu verið urðaðir til vegagerðar frá árinu 1949.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Jangtse óshólmasvæðið er láglent landslag sem einkennist af sléttum, yfirleitt undir 3,5 metrum yfir sjávarmáli, þar sem lægsti punktur er undir 2 metrum yfir sjávarmáli. Hluti svæðisins frá norðri til Jiangyin sýsluborgar Wuxi, var Furong vatn í fornöld sem hvarf smám saman á tíma Song- og Mingveldanna.<ref name=":2" />
Mashan svæðið í Binhu hverfi borgarinnar er hæðótt landsvæði við Tai stöðuvatnið; Í Yixing-sýsluborginni eru Yili-fjöll, sem eru lág fjöll og hæðir. Hæsti punkturinn 611,5 metrar er Huangtading fjall í suðri, næsthæsta tinds Jiangsu-héraðs.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-03/25/c_664458_2.htm|title=Overview|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
==Lýðfræði==
[[Mynd:Sanliqiao_Catholic_Church.jpg|alt=Kirkja heilags Jósefs er rómversk-kaþólsk kirkja í Beitang hverfi Wuxi borgar. Upphaflega kirkjan var byggð árið 1640, á tíma Mingveldisins (1368–1644).|upright|thumb|'''Kirkja heilags Jósefs''' er rómversk-kaþólsk kirkja í Beitang hverfi Wuxi borgar. Upphaflega kirkjan var byggð árið 1640, á tíma Mingveldisins (1368–1644).<small><ref>{{Citation|title=Saint Joseph's Church, Wuxi|date=2021-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Saint_Joseph%27s_Church,_Wuxi&oldid=1034206984|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Wuxi borg er fjölmenn borg. Þéttbýlast er miðborgasvæðið (Lianxi, Binhu og Xinwu hverfin, auk aðliggjandi hluta Huishan og Xishan hverfa). Í útjaðrinum, í sýsluborgunum Jiangyin og Yixing, er dreifbýlið meira með þorpum og nýbyggingasvæðum.
Árið 2020 þegar síðasta manntal var gert í Kína, var íbúafjöldi borgarkjarna Wuxi 3.956.985 en íbúafjöldi undir lögsögu borgarinnar var 7.462.135.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://tj.jiangsu.gov.cn/art/2021/5/18/art_80066_9819836.html|titill=Bulletin of the Seventh National Census of Jiangsu Province (No. 2)|höfundur=Jiangsu Provincial Bureau of Statistics|útgefandi=Office of the Leading Group for the Seventh National Census of Jiangsu Province|mánuður=18. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Mikill meirihluti íbúa eru Han-kínverjar, en önnur þjóðarbrot á borð við Hui og Miao þjóðerni eru fámennari. Frumbyggjar Wuxi tala Wuxi mállýskuna eða Suzhou mállýsku.<small><ref>{{Citation|title=Уси|date=2022-08-19|url=https://ru.wikipedia.org/w/index.php?title=%D0%A3%D1%81%D0%B8&oldid=124949730|work=Википедия|language=ru|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Meirihluti þeirra sem trúaðir eru stundar [[Búddismi|búddisma]], [[Daoismi|taóisma]] og [[þjóðtrú]]. Að auki hefur borgin umtalsverð samfélög [[Múslimar|múslima]], [[Kaþólikkar|kaþólikka]] og [[Mótmælendatrú|mótmælenda]].<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
== Stjórnsýsla ==
[[Mynd:Wuxi, Jiangshu2.jpg|alt=Fjölmenni kallar á mörg hús. Hér er eitt hverfið nýbyggt 2009.|upright|thumb|Fjölmennið kallar á mörg hús. Hér er eitt hverfið nýbyggt 2009.]]
Undir lögsögu Wuxi borgar eru fimm hverfi og tvær borgir á sýslustigi. Þessi hverfi eru Liangxi, Xishan, Huishan, Xinwu, og Binhu (vatnahverfið). Undirborgirnar eru Jiangyin borg og Yixing borg.
Þessum stjórnsýslueiningum er síðan skipt niður í 73 sveitarfélög, þar af 59 bæi og 24 undirhverfi.
Borgin nær yfir svæði sem er um 4.628 ferkílómetrar og borgarstjórnin hefur aðsetur í Liangxi hverfi.<small><ref>{{Citation|title=无锡市行政区划|date=2022-01-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82%E8%A1%8C%E6%94%BF%E5%8C%BA%E5%88%92&oldid=69788706|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Að auki hefur Wuxi komið á fót eftirfarandi efnahagssvæðum og iðngörðum. Þar á meðal eru: ''Xishan efnahags- og tækniþróunarsvæðið''; ''Wuxi Liyuan efnahagsþróunarsvæðið''; ''„Wuxi landslagsborgin“'' (þar eru á meðal: ''„Stafrænir iðnaðargarðar Wuxi“'' og ''„Ferðaþjónustugarður Wuxi við Tai vatn“''); ''Jiangyin hátæknisvæðið''; og ''„Jiangsu Jiangyin Lingang efnahagsþróunarsvæðið“''.
[[Mynd:Administrative-Division-Wuxi-Jiangsu-China (Icelandic).png|thumb|right|400px|Stjórnsýsluskipting Wuxi-borgar í hverfi og undirborgir ]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Wuxi
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2018 <ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref><ref>{{Citation|title=无锡市行政区划|date=2022-01-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82%E8%A1%8C%E6%94%BF%E5%8C%BA%E5%88%92&oldid=69788706|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Miðborg</small>'''
|-
| align=left | <small>Liangxi hverfi</small>
| align=left | <small>梁溪区</small>
| align=right| <small>961.500</small>
| align=right| <small>72</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Xishan hverfi</small>
| align=left | <small>锡山区</small>
| align=right| <small>707.700</small>
| align=right| <small>399</small>
|-
| align=left | <small>Huishan hverfi</small>
| align=left | </small>惠山区</small>
| align=right| <small>712.200</small>
| align=right| <small>325</small>
|-
| align=left | <small>Binhu hverfi</small>
| align=left | </small>滨湖区</small>
| align=right| <small>716.000</small>
| align=right| <small>628</small>
|-
| align=left | <small>Xinwu hverfi</small>
| align=left | <small>吴江区</small>
| align=right| <small>569.200</small>
| align=right| <small>220</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Jiangyin borg</small>
| align=left | <small>江阴市</small>
| align=right| <small>1.651.800</small>
| align=right| <small>987<small>
|-
| align=left | <small>Yixing borg</small>
| align=left | <small>宜兴市</small>
| align=right| <small>1.256.100</small>
| align=right| <small>1.997</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="2" style="text-align:center; " |'''<small>Alls:</small>'''
| align="right" |'''<small>6.574.500</small>'''
| align="right" |'''<small>4.627</small>'''
|-
| colspan="4" style="text-align:center; " | <small>''Óformlegar stjórnsýsludeildir:Iðngarðar og atvinnuþróunarsvæði''</small>
|}
==Efnahagur og atvinnulíf==
=== Borg vaxtar ===
[[Mynd:Center 66, Wuxi, China.jpg|alt=„Center 66“ er staðsett í Chong'an viðskiptahverfi borgarinnar.|upright|thumb|Byggingin '''„Center 66“''' er í Chong'an miðlægu viðskiptahverfi Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Center 66|date=2022-06-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Center_66&oldid=1094078612|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:201906_IFS_Wuxi.jpg|alt=Wuxi IFS („Fjármálatorg Wuxi“) sem opnaði 2014, er 339 metra hár, 68 hæða skýjakljúfur, í Liangxi hverfi Wuxi.|upright|thumb|'''„Fjármálatorg Wuxi“''' (Wuxi IFS) sem opnaði 2014, er 339 metra hár, 68 hæða skýjakljúfur, í Liangxi hverfi Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Wuxi IFS|date=2022-02-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi_IFS&oldid=1073205655|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Á kínverskan mælikvarða er Wuxi borg hagsældar. Hún er svæðisbundin viðskiptamiðstöð með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst sterkum einkafyrirtækjum. Áhersla er á fjölbreytt atvinnulíf með uppbyggingu stórra iðnaðargarða sem eru helgaðir nýjum atvinnugreinum.
Sterk vísbending um efnahagslega velferð er landsframleiðsla á mann. Þar var Wuxi borg árið 2021 efst allra stórra og meðalstórra kínverskra borga. Efnahagur borgarinnar blómstrar með fjölbreyttu atvinnulífi og alþjóðlegum fjárfestingum. Meiri hagsæld þýðir komu erlendra verslunar- og smásölufyrirtækja, á borð við IKEA, Bailian, Apple, svo nokkuð sé nefnt.
Þessi þróun hefur einnig breytt ásýnd Wuxi með æ fleiri skýjakljúfum. Þannig opnuðu þrír slíkir árið 2014: Wuxi IFS (339 metrar), Wuxi Suning Plaza 1 (328 metrar) og Wuxi Maoye City - Marriott Hotel (304 metrar).<small><ref>{{Citation|title=Wuxi|date=2022-08-08|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi&oldid=1103178618|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Citation|title=Center 66|date=2022-06-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Center_66&oldid=1094078612|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Citation|title=无锡茂业城-万豪国际酒店|date=2021-12-19|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E8%8C%82%E4%B8%9A%E5%9F%8E-%E4%B8%87%E8%B1%AA%E5%9B%BD%E9%99%85%E9%85%92%E5%BA%97&oldid=69163185|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
=== Hefðbundin framleiðsla ===
Auk hefðbundinna viðskipta með hrísgrjón og bómullar- og silkiframleiðslu voru aðrar mikilvægar atvinnugreinar borgarinnar framan af hveitimölun, hrísgrjóna- og olíuvinnsla. Frá fimmta áratug síðustu aldar hefur iðnþróun verið hröð. Textíl- og matvælaiðnaðurinn hefur stækkað og færður til nútímahorfs. Borgin er orðin svæðisbundin miðstöð verkfræðiiðnaðar, sérstaklega fyrir vélasmíði auk framleiðslu rafbúnaðar, framleiðslu reiðhjóla- og hemla; kapla og textílvéla af ýmsum toga. Í seinni tíð hefur framleiðsla lyfja og ýmissa efna orðið æ mikilvægari.<small><ref name=":0" /></small>
=== Ferðaþjónusta ===
[[Mynd:Wuxi, Jiangsu - China (13619808523).jpg|alt=Vatnaborgin Wuxi er mikil ferðamannaborg.|upright|thumb|'''Vatnaborgin Wuxi''' er mikil ferðamannaborg.]]
Ferðaþjónusta í borginni er sífellt mikilvægari. Umhverfi Wuxi inniheldur marga þekkta og vel varðveitta staði,borgargarða og sögulega staði. Tai-vatn er eitt helsta aðdráttarafl ferðaþjónustu borgarinnar. Alþjóðlegar hótelkeðjur hafa keppst við að reisa glæsihótel til að anna aukinni eftirspurn: Marriott, Kempinski, Radisson Blu, Sheraton, o.s.frv.
=== Nýjar atvinnugreinar ===
Sterk áhersla er hjá borgaryfirvöldum að gera atvinnulífið enn fjölbreyttara með meiri þátttöku alþjóðlegra fyrirtækja.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/companies.html|title=Companies|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small> Áherslan er á ýmiskonar líftækni, öreindatækni, upplýsingatækni og gagnavinnslu, flug- og samgöngutækni, grænar raforkulausnir á borð við efnarafala fyrir vetnisframleiðslu, sem og iðnhönnun og aðrar skapandi greinar.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2021-03/03/c_598030.htm|titill=Wuxi district looks to develop modern industries|höfundur=2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=3. mars|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small><small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2022-06/23/c_773067.htm|titill=Wuxi's aerospace industry gets boost|höfundur=2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=23. júní|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Til að ýta undir stafræna umbreytingu hefur borgin hvatt til framþróunar iðnaðar byggðum á „Interneti hlutanna“ (IoT), ekki síst á sviði heilbrigðistækni.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2021-09/30/c_665650.htm|titill=IoT industry fuels Wuxi's digital transformation|höfundur=By Liu Tianyang (wuxinews.com.cn) 2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=30. september|ár=2021|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Sama gildir um stafræna tækni í margskonar iðnframleiðslu.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2022-05/11/c_750367.htm|titill=Wuxi boasts thriving industries|höfundur=2022 China Daily (wuxinews.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=11. maí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Atvinnuþróunarsvæði ===
[[Mynd:Ipark5.jpg|alt=Í „Nýhverfi Wuxi“ er „Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“ sem er iðngarður og nýsköpunarsetur fyrir upplýsingatækni.|upright|thumb|Í „Nýhverfi Wuxi“ (Xinwu hverfi) er '''„Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“''' sem er iðngarður og nýsköpunarsetur fyrir upplýsingatækni.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wndonline.cn/2019-07/30/c_482921.htm|title=Wuxi (National) Software Park|website=www.wndonline.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Til að styðja við þessa framþróun hafa nýjar atvinnugreinar verið vistaðar í sérstökum iðngörðum og fríverslunarsvæðum sem bjóða upp á klasastarfssemi ásamt nýsköpunar- og frumkvöðlasetur í viðkomandi atvinnugrein. Alls eru sex slíkir iðngarðar og atvinnuþróunarsvæði í borginni.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/developmentzones.html|title=Development Zones|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small><small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Árið 1992 var stofnað svokallað „Nýhverfi Wuxi“ (WND) nú nefnt Xinwu hverfi, sem nær yfir svæði sem er 220 ferkílómetrar.<small><ref>{{Citation|title=Xinwu District, Wuxi|date=2022-04-17|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Xinwu_District,_Wuxi&oldid=1083254871|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small> Þar er ''Wuxi hátæknþróunarsvæðið'', ''Flugiðnaðargarður Wuxi'', og ''„Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“'', svo nokkuð sé nefnt.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Sem dæmi þá eru þar um 1.000 hugbúnaðar- og útvistunarfyrirtæk á sviði upplýsingatækni, þar á meðal nokkur af stærstu fyrirtækjum heims, eins og Microsoft, Intel, Oracle, IBM, NTT data, Fujitsu, Pactera, ChinaSoft International og Unissoft.<small><ref>{{Citation|title=Xinwu District, Wuxi|date=2022-04-17|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Xinwu_District,_Wuxi&oldid=1083254871|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Á Jiangyin hátæknisvæðinu sem stofnað var árið 1992, eru leiðandi atvinnugreinar á borð við framleiðslu nýrra málmefniþa, háþróaðs samskiptabúnaðar, og líftæknilyfja.
Önnur dæmi um iðngarða eða sérstök atvinnuvaxtarsvæði eru: ''Xishan efnahags- og tækniþróunarsvæðið''; ''Wuxi Liyuan efnahagsþróunarsvæðið''; ''„Wuxi landslagsborgin“'' (þar sem eru meðal annars: „Stafrænir iðnaðargarðar Wuxi“ og „Ferðaþjónustugarður Wuxi við Tai vatn“); og ''„Jiangsu Jiangyin Lingang efnahagsþróunarsvæðið“''.
== Tengt efni ==
[[Mynd:Nanning Wuxi Anghu Park (15460514486).jpg|alt=Wuxi-óperan, aldargamalt óperuform Xiju, er enn vinsæl. Þar leika karlar bæði kyn í dreifbýlissögum siðferðisátaka og gráðugra húsráðenda. Reynt er að höfða til yngri kynslóða.|upright|thumb|'''Wuxi-óperan''', aldargamalt óperuform Xiju, er enn vinsæl. Þar leika karlar bæði kyn í dreifbýlissögum siðferðisátaka og gráðugra húsráðenda.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2018-04/20/content_36065274.htm|titill=Wuxi Opera|höfundur=2022 China Daily (chinadaily.com.cn).|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government.|ár=22|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-07/21/c_792218.htm|titill=Century-old Xiju Opera still shines|höfundur=2022 China Daily (gowuxi.com)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=21. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
* [http://en.wuxi.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wuxi'''] Yfirgripsmiklar upplýsingar á ensku og kínversku um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur, fréttir, o.fl.
* Vefsíða Wikitravel [https://wikitravel.org/en/Wuxi '''Wuxi'''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/wuxi/ Travel China Guide: '''Wuxi'''] Knappar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Héraðið [[Jiangsu]] í austurhluta [[Kína]].
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wuxi|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wuxi|titill=Britannica: Wuxi|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=10. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
fghon0gnali1rh2y6z1t2leml6gdkeh
1765847
1765845
2022-08-23T18:15:37Z
Dagvidur
4656
/* Keisaratímar */ Bætti við heimildum
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Wuxi-bird-view.PNG|alt=Horft yfir Wuxi borg í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.|hægri|thumb|450x450dp|'''Horft yfir Wuxi borg''' í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.]]
[[Mynd:Wuxi-location-MAP-in-Jiangsu-Province-China.jpg|alt=Staðsetning Wuxi borgar í Jiangsu héraði í Kína.|thumb|'''Staðsetning Wuxi''' í Jiangsu héraði í Kína.]]
[[Mynd:Jichang Yuan.jpg|alt=Jichang garðurinn í Liangxi hverfi Wuxi er frægur kínverskur garður. Hann er sagður fyrirmynd Xiequ garðsins í Sumarhöll Pekingborgar og Guo Ran Da Gong í Yuanming Yuan í Peking.|right|thumb|'''Jichang garðurinn''' í Liangxi hverfi Wuxi er frægur kínverskur garður byggður á tíma Mingveldisins (1368-1644). Hann er sagður fyrirmynd Xiequ garðsins í Sumarhöll Pekingborgar og Guo Ran Da Gong í Yuanming Yuan í Peking.<small><ref>{{Citation|title=Jichang Garden|date=2022-03-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Jichang_Garden&oldid=1075270548|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2021-04/06/c_608850.htm|titill=Ancestral temples of Huishan|höfundur=2022 China Daily (chinadaily.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|ár=2022|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
'''Wuxi''' ''([[kínverska]]:無錫; [[Pinyin|rómönskun:]] Wúxī; (WOO-shee)'' er stórborg í suðurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í austurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].
Wuxi er staðsett meðfram [[Mikliskurður|Miklaskurði]] á mótum þess farvegs við staðbundnar ár nálægt norðausturhorni [[Tai vatn|Tai-vatns]]. Í gegnum borgina liggur þétt net skurða og skipgengra vatnaleiða í suðurhluta [[Jangtse]]<nowiki/>- fljótsins. Borgin er um 135 kílómetra norðvestur af miðborg [[Sjanghæ]], á milli borganna [[Changzhou]] og [[Suzhou]].
Wuxi er fræg sögu- og menningarborg Kína og ein helsta ferðamannaborg landsins. Borgin státar af meira en 3.000 ára sögu og djúpstæðum menningararfi. Hún var heimili Wu-menningar í fornöld og hefur ríka sögulega arfleifð. Í henni eru 31 mikilvægir sögustaðir er njóta verndar ríkisins, 11 staðir sem hafa sterka skírskotun til kínversks menningararfs, auk 60 safna og minnisvarða.
Wuxi er ekki aðeins hefðbundin fisk- og hrísgrjónavatnaborg við Jangtse fljót, heldur einnig vagga nútíma kínverskrar þjóðariðnaðar og ein efnahagsmiðstöða Kína, með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst sterkum einkafyrirtækjum.
Á kínverskan mælikvarða er Wuxi borg hagsældar. Sterk vísbending um efnahagslega velferð er landsframleiðsla á mann. Þar var Wuxi borg árið 2021 efst allra stórra og meðalstórra kínverskra borga Kína.<small><ref name=":3">{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-02/11/c_706654.htm|titill=Wuxi tops Chinese cities in per capita GDP in 2021|höfundur=2022 China Daily - wuxinews.com.cn|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=11. febrúar|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Héraðsborgin Wuxi nær yfir 4.627 ferkílómetra lands. Hún hefur lögsögu yfir 5 hverfum og tveimur sýsluborgum. Árið 2020 bjuggu á stórborgarsvæði Wuxi um 7,5 milljónir manna en 4 milljónir í kjarnaborginni.
==Saga==
[[Mynd:Taibo_statue,_Taibo_Temple,_Wuxi.jpg|alt=Stytta af Taibo, í Taibo hofinu í Xinwu hverfi Wuxi. Taibo stofnaði Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.|upright|thumb|'''Stytta af Taibo''' í Taibo hofinu í Xinwu hverfi. Taibo stofnaði Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.]]
[[Mynd:Nanchan Pagoda Wuxi.jpg|alt=Mahavira salur Nanchan búddistahofsins í suðurhluta Wuxi.
|upright|thumb|'''Mahavira salur''' Nanchan [[Búddismi|búddahofsins]] í suðurhluta Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=南禪寺 (無錫)|date=2022-02-13|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E7%A6%AA%E5%AF%BA_(%E7%84%A1%E9%8C%AB)&oldid=70147432|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:MaaguxianshouWXM.jpg|upright|thumb|'''„Magu býður langlífi“''' í Wuxi safninu. Magu er gyðja langlífs og verndari kvenna í fornum kínverskum goðsögnum og [[Daoismi|Taoisma]].<small><ref>{{Citation|title=Magu (deity)|date=2022-04-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Magu_(deity)&oldid=1084177384|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:清光绪年间无锡县城区图.jpg|alt=Kort af Wuxi árið 1881.|upright|thumb|Kort af Wuxi árið 1881.]]
[[Mynd:Wuxi Qingming Qiao 2015.04.24 18-56-40.jpg|alt=Qingming brúin yfir Miklaskurð í Liangxi hverfi Wuxi.|upright|thumb|'''Qingming brúin''' yfir [[Mikliskurður|Miklaskurð]] í Liangxi hverfi Wuxi.]]
Wuxi státar af meira en 3.000 ára sögu og djúpstæðum menningararfi sem einn af elstu þéttbýlisstöðum við [[Jangtse|Jangtsefljót]]. Borgin er ein vagga Wu-menningar í fornöld og hefur ríka sögulega arfleifð. Wu vísar til þess svæðis í Kína sem miðast við [[Tai vatn|Tai-vatn]] á Jiangnan svæðinu er liggur suður af Jangtse fljóti. <small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
=== Fornsaga ===
Í borginni eru 31 mikilvægir sögustaðir er njóta verndar ríkisins, 11 staðir sem hafa sterka skírskotun til kínversks menningararfs og 60 söfn og minnisvarðar.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-03/25/c_664458.htm|titill=Wuxi. Overview|höfundur=China Daily- 2022|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government.|ár=2022|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Á svokölluðu vor- og hausttímabili í sögu Kína (770–476 f.Kr.) bjuggu staðbundnir Baiyue ættbálkar sem nefndir voru „Gou Wu“ á landsvæði þar sem nútímaborgirnar Wuxi og Suzhou liggja. Þessir ættbálkar mynduðu þorp í hæðunum við votlendið umhverfis Tai-vatn.<small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
Skráð saga Wuxi hófst við lok tíma Shangveldisins (1600–1046 f.Kr.).<small><ref>{{Citation|title=吴国|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%90%B4%E5%9B%BD&oldid=72743972|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-21}}</ref></small> Forn sagnfræðirit Sima Qian sagnfræðings (145 f.Kr.- 91 f.Kr.)<small><ref>{{Citation|title=Records of the Grand Historian|date=2022-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Records_of_the_Grand_Historian&oldid=1099964113|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> greina frá því að Taibo (um 1150 f.Kr.) frændi konungs Zhouveldisins hafi stofnað Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2021-12-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1060598437|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Taibo siðað heimamenn og bætti landbúnað þeirra og áveitustjórn.<small><ref name=":4">{{Vefheimild|url=http://www.chinadaily.com.cn/m/jiangsu/wuxi/pdf/GettoknowWuxithrough10surnames.pdf|titill=Get to know Wuxi through 10 surnames|höfundur=Information Office of Wuxi Municipal Government|útgefandi=Information Office of Wuxi Municipal Government|ár=2017|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Síðar flutti Wu hirðin til Gusu þar sem nútíma Suzhou liggur. Wu-ríkið stóð frá 12. öld f.Kr.– 473 f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=吴国|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%90%B4%E5%9B%BD&oldid=72743972|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2022-08-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1105292388|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
=== Keisaratímar ===
Í tíma Qinveldisins tilheyrði Wuxi Kuaiji-sýslu.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Svæðið í Wuxi var upphaflega þekkt vegna [[Tin|tinnáma]] sem þar voru, en þegar sýslan var stofnuð árið 202 f.Kr. á tímum [[Hanveldið|Vestur-Hanveldisins]] (206 f.Kr.–25 e.Kr.), voru þær námur uppurnar og þéttbýlið fékk fékk því nafnið Wuxi („án tins“). Frá lokum 3. aldar var borgin umdæmi undir stjórn herforingja Biling borgar (síðar nefnd [[Changzhou]]) og hélst svo nema í stuttan tíma undir stjórn [[Júanveldið|Júanveldisins]] (1206– 1368), þegar svæðið var gert að sjálfstæðu héraði.<small><ref name=":0">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wuxi|titill=Encyclopedia Britannica: Wuxi|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia|útgefandi=Britannica, The Editors of Encyclopaedia|mánuður=10. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Frá fyrstu tíð hefur svæðið í kringum [[Tai vatn|Tai-vatn]] verið mjög frjósamt. [[Landbúnaður]] og [[Silki|silkiiðnaður]] blómstraði í Wuxi. Eftir að gerð [[Mikliskurður|Miklaskurðar]] lauk árið 609 varð Wuxi umskipunarmiðstöð fyrir skattkorn ætlað höfuðborginni. Þar myndaðist einn stærsti kornmarkaður Kína, þar sem mikið magn hrísgrjóna var meðhöndlað.<small><ref name=":1">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Þróað hagkerfi hraðaði þéttbýlismyndun. Borgin varð aðsetur afar auðugra kaupmanna og milliliða. Þessi hagsæld viðskipta hafði mikil áhrif á bókmenntir og námstofnanir í svæðinu suðurhluta Jangtse.<small><ref name=":4" /></small> Wuxi varð einn af mikilvægum fæðingarstöðum koparprentunar og Kunqu formi Kínverskrar [[Ópera|óperu]].
Árið 1724 var Wuxi orðin mjög fjölmenn sýsla og því var austurhluti hennar aðskilinn og gerður að Jinkui-sýslu. Bæði Wuxi og Jinkui voru gjörsamlega eyðilögð í [[Taiping-uppreisnin|Taiping-uppreisninni]] (1850-1864), þegar næstum 2/3 íbúanna voru drepnir. Mannfallið var gríðarlegt. Fjöldi „hæfra karlmanna“ í sýslunum, sem hafði verið 339.549 og 258.934 árið 1830, féll niður í 72.053 og 138.008 árið 1865.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> <small><ref>{{Cite book|script-title=zh:江苏省志・人口志|publisher=Fangzhi Publishing House|isbn=978-7-801-22526-9|pages=58–9 |trans-title=Jiangsu Provincial Gazetteer, Volume on Demography|year=1999}}</ref></small>
Á tíma [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1636–1912) blómstraði bómullar- og silkiframleiðsla í Wuxi. Viðskipti jukust með alþjóðlegri opnun „sáttamálahafna“ byggðum á [[Nanking-sáttmálinn|friðarsáttmála]] sem batt enda á [[Fyrra ópíumstríðið|fyrsta ópíumstríðið]] (1839–1842) milli [[Breska heimsveldið|Breska heimsveldisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] í Kína. Þetta voru Sjanghæ árið 1842; og [[Zhejiang|Zhenjiang]] og [[Nanjing]] árið 1858. Woxi naut uppgangs þeirra borga. Hún varð miðstöð textíliðnaðar í Kína. Textílverksmiðjur voru byggðar árið 1894 og silkispólunarstöðvar byggðar árið 1904.
Þegar [[Mikliskurður]] hrundi eftir 1850, hélt Wuxi mikilvægi sínu sem svæðisbundinn hrísgrjónamarkaður. Þaðan var korn flutt til [[Sjanghæ]], um 130 kílómetra til suðausturs; auk sjóleiðarinnar til [[Tianjin]] borgar í norðri. Viðskipti með korn jukust enn frekar eftir 1908 þegar komið var á járnbrautartengingu til Sjanghæ, Zhenjiang og Nanjing í norðvestri.
Jinkui sýsla sameinaðist að nýju Wuxi-sýslu við upphaf lýðveldisins árið 1912.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
{{Breið mynd|康熙南巡图第七卷局部.jpg|4000px|<small>'''„Kangxi suðurferðin“''' árið 1698. - Á blómaskeiði [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1636–1912) fóru Kangxi keisari (1654–1722) og Qianlong keisari (1711–1799) sex sinnum suður til [[Jangtse]]-fljóts og heimsóttu Jichang-garðinn í Huishan, Wuxi.
Hirðmálarinn Wang Hui skóp þessa 29,32 metra (8.8 cm x 2932.4 cm) löngu málverkarollu árið 1698 um „Kangxi suðurferðina“. Auk listræns gildis er verkið talið ómetanlegur vitnisburður um ástand lands og borgar, ásamt lýsingu daglegs kínversks lífs þess tíma. Myndarolluna má skoða líkt og þú værir á ferð um borgina og umhverfi hennar. Myndin sýnir einungis hluta af sjöunda bindi „Kangxi suðurferðarinnar“. Frá hægri til vinstri eru Wuxi Huishan, Xishan (nú hverfi í Wuxi), Qinyuan (nú Jiangyin undirborg Wuxi), Huangputun (nú Huangbutun), og síðan Wuxi sýsla, sem liggur framhjá Xin'an bænum (nú Binhu hverfi) til Hushu (nú undirhverfi) [[Suzhou]].}}
</small><small><ref>{{Vefheimild|url=https://search.museums.ualberta.ca/21-20555|titill=2004.19.75.1 - Kangxi Emperor's Southern Inspection Tour, Scroll Seven: Wuxi to Suzhou, Mactaggart Art Collection.|höfundur=Hirðmálarinn Wang Hui árið 1698|útgefandi=University of Alberta Museums Search Site|ár=1698|mánuðurskoðað=23. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> <small><ref>{{Citation|title=康熙帝南巡|date=2022-02-23|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%BA%B7%E7%86%99%E5%B8%9D%E5%8D%97%E5%B7%A1&oldid=70311830|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
=== Lýðveldistími ===
[[Mynd:Bundesarchiv Bild 183-S34828, Japanisch-Chinesischer Krieg.jpg|alt=Japanskir hermenn í Wuxi í desember 1937 á leið til Nanking.|upright|thumb|'''Japanskur innrásarher''' í Wuxi í desember 1937 á leið sinni til Nanking.]]
Þegar seinna [[Seinna stríð Kína og Japans|stríðið við Japan]] braust út árið 1937 varð Wuxi fyrir miklu áfalli. Sjanghæ sem er nálægt Wuxi og mjög tengd efnahagslega, varð fyrir miklum árásum. Verksmiðjur og byggingar urðu fyrir miklu tjóni eða gjöreyðilagðust vegna sprengjuárása japanskra flugvéla.
Eftir sigur gegn Japönum árið 1945 var efnahagur Wuxi endurreistur og fjárfestingar jukust. [[Kínverska borgarastyrjöldin|Borgarastyrjöld]] milli Lýðveldissinna og [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnista]] hafði síðan óhjákvæmilega áhrif á efnahag borgarinnar. Frelsisher kommúnista hertók síðan borgina 23. apríl 1949. Um miðjan júní var yfirtöku borgarinnar í grundvallaratriðum lokið.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
==== Tímar Alþýðulýðveldis ====
[[Mynd:Wuxi_Museum_2018.jpg|alt=Wuxi safnið í Liangxi hverfi er yfirgripsmikið safn staðbundinnar sögu og lista.|upright|thumb|'''Wuxi safnið''' í Liangxi hverfi er yfirgripsmikið safn staðbundinnar sögu og lista.<small><ref>{{Citation|title=无锡博物院|date=2022-02-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%8D%9A%E7%89%A9%E9%99%A2&oldid=69953384|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2020-04/24/c_489066.htm|titill=Wuxi Museum|höfundur=2022 China Daily (wuxinews.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=24. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
Frá 1949 eftir valdatöku kommúnista hefur vægi borgarinnar sem landsbundin viðskiptamiðstöð minnkað, þó að hlutverk hennar sem dreifingar- og söfnunarmiðstöð fyrir Tai vatnasvæðið hafi haldið.<small><ref name=":0" /></small>
Auk viðskipta með hrísgrjón og bómullar- og silkiframleiðslu voru aðrar mikilvægar atvinnugreinar borgarinnar hveitimölun, hrísgrjónavinnsla og olíuvinnsla. Frá fimmta áratug síðustu aldar hefur iðnþróun verið hröð. Textíl- og matvælaiðnaðurinn hefur stækkað og færður til nútímahorfs. Borgin er orðin miðstöð verkfræðiiðnaðar, sérstaklega fyrir vélasmíði auk framleiðslu rafbúnaðar, kapla og textílvéla af ýmsum toga; í seinni tíð hefur framleiðsla lyfja og ýmissa efna orðið æ mikilvægari.<small><ref name=":0" /></small>
Hraðbraut milli Sjanghæ og Nanjing liggur í gegnum borgina, með afreinum sem teygja sig frá borginni til sýsluborga Wuxi, norður til Jiangyin og suðvestur til Yixing. Frá árinu 2004 hefur staðbundinn flugvöllur veitir flugþjónustu til nokkurra stórborga landsins.<small><ref>{{Citation|title=Sunan Shuofang International Airport|date=2022-08-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Sunan_Shuofang_International_Airport&oldid=1105089148|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Árið 2014 opnuðu fyrstu tvær borgarlestarlínur Wuxi. Nú eru þær fjórar og sex aðrar neðanjarðarlínur í undirbúningi.<small><ref>{{Citation|title=Wuxi Metro|date=2022-04-12|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi_Metro&oldid=1082348735|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Ferðaþjónusta hefur orðið sífellt mikilvægari. Umhverfi Wuxi inniheldur marga þekkta fallega staði sem hafa verið varðveittir vandlega, ásamt ýmsum borgargörðum og sögulegum stöðum. Í dag hefur iðnþróun verið takmörkuð nærri [[Tai vatn|Tai-vatni]], sem er eitt helsta aðdráttarafl ferðaþjónustu borgarinnar. Þar var þó iðnaðargarður með sérstakri áherslu á vísindi og tækni stofnaður árið 2006.
=== Borg hagvaxtar og mengunar ===
[[Mynd:Jiangyin Yangtze River bridge-2.jpeg|alt=Jiangyin Jangtse brúin er 1.385 metra hengibrú yfir Jangtse fljót í Wuxi borg. Hún tengir sýsluborgina Jiangyin sunnan árinnar við Jingjiang undirborg Taizhou, í norðri. Um brúna liggur G2 Peking-Sjanghæ Hraðbrautin.|upright|thumb|'''Jiangyin Jangtse hengibrúin''' er 1.385 metra löng yfir Jangtse fljót í Wuxi borg. Um brúna liggur G2 Peking-Sjanghæ Hraðbrautin.<small><ref>{{Citation|title=Jiangyin Yangtze River Bridge|date=2022-08-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Jiangyin_Yangtze_River_Bridge&oldid=1104313456|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Með efnahagslegri opnun Kína á síðustu tveimur áratugum síðustu aldar, hefur efnahagur Wuxi náð sér á strik með miklum vexti einkafyrirtækja. Árið 1981 var hún opinberlega skráð sem ein 15 kínverskra borga sem tóku þátt í þessari efnahagslegu opnum og árið 1985 var borgin formlega viðurkennd sem opin borg í sérstöku efnahagssvæði Jangtse óshólmasvæðisins. Í kjölfarið voru fríverslunarsvæði og iðngarðar opnaðir fyrir miklum erlendum fjárfestingum. Wuxi tók þá flugið sem mikil iðnaðar- og viðskiptaborg.<small><ref name=":1" /></small>
Landsframleiðsla á mann er mikilvægur mælikvarði á efnahagslega velferð. Árið 2021 var var Wuxi borg þar í fyrsta sæti allra stórra og meðalstórra borga Kína.<small><ref name=":3" /></small>
Hröð iðnþróun og þéttbýli síðustu áratuga tekið sinn toll á umhverfi. Tai vatn sem er þriðja stærsta ferskvatnsvatn Kína, hefur undanfarin ár verið þjakað af mengun vegna iðnþróunar nærliggjandi svæða.<small><ref>{{Citation|title=Lake Tai|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Lake_Tai&oldid=1098108667|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Förgun efna og skólps úti í vatnið í upphafi 21. aldar hefur valdið myndun eitraðra [[Blágerlar|blágerla]] eða þörungar á yfirborði vatnsins.<small><ref>{{Citation|title=2007年太湖蓝藻污染事件|date=2022-08-02|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=2007%E5%B9%B4%E5%A4%AA%E6%B9%96%E8%93%9D%E8%97%BB%E6%B1%A1%E6%9F%93%E4%BA%8B%E4%BB%B6&oldid=73035341|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-18}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.wilsoncenter.org/publication/taihu-green-wash-or-green-clean|title=Taihu: Green Wash or Green Clean? {{!}} Wilson Center|website=www.wilsoncenter.org|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Það hefur ógnað gæðum drykkjarvatns þeirra sem búa við vatnið. Á síðari árum hafa stjórnvöld ráðist í umfangsmikla hreinsun og verndun vatnsins.<small><ref>{{Cite web|url=https://chinadialogue.net/en/pollution/4767-long-struggle-for-a-cleaner-lake-tai/|title=Long struggle for a cleaner Lake Tai|date=2012-02-14|website=China Dialogue|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Mörgum verksmiðjum hefur nú verið lokað og reglum um umgengni við vatnið hertar til að bæta vatnsgæði og til að ná líffræðilegri endurheimt.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.greenpeace.org/international/story/7040/biological-restoration-of-water-and-land|title=Biological Restoration of water and land|website=Greenpeace International|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Enn er þó mikið starf óunnið í þeim efnum.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.canr.msu.edu/csis/uploads/files/Qin-et-al.-Science-Bulletin-2019.pdf|titill=Why Lake Taihu continues to be plagued with cyanobacterial blooms through 10 years (2007–2017) efforts|höfundur=Boqiang Qin, Hans W. Paerl, Justin D. Brookes, Jianguo Liu, Erik Jeppesen, Guangwei Zhu, Yunlin Zhang, Hai Xu, Kun Shi, Jianming Deng|útgefandi=Science Bulletin: Volume 64, Issue 6, 30 March 2019, Pages 354-356|mánuður=30. mars|ár=2019|mánuðurskoðað=16. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
==Landafræði==
[[Mynd:Wuxi NASA.png|alt=Þéttbýli Wuxi-borgar sést á þessari gervihnattamynd NASA. Mikliskurður er þar áberandi í borgarmyndinni.|upright|thumb|'''Þéttbýli Wuxi-borgar''' á [[Gervihnattarmynd|gervihnattamynd]] [[NASA]]. Ef grannt er skoðað sést hvað [[Mikliskurður]] er áberandi í borgarmyndinni.]]
[[Mynd:Yixing, Wuxi, Jiangsu, China - panoramio (1).jpg|alt=Bambusskógur í Yixing undirborg Wuxi.|upright|thumb|'''Bambusskógur í Yixing''' undirborg Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Yixing|date=2022-06-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Yixing&oldid=1091495497|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:長廣溪濕地.jpg|alt=Frá Chang Guangxi votlendisgarðinum í Binhu hverfi Wuxi borgar.|upright|thumb|Frá '''Chang Guangxi votlendisgarðinum''' í Binhu hverfi Wuxi borgar.<small><ref>{{Citation|title=长广溪湿地公园|date=2021-10-28|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E9%95%BF%E5%B9%BF%E6%BA%AA%E6%B9%BF%E5%9C%B0%E5%85%AC%E5%9B%AD&oldid=68405406|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Wuxi-borg er staðsett í suðausturhluta [[Jiangsu]]-héraðs. Hún liggur að [[Suzhou]]-borg í austri; með [[Tai vatn|Tai vatnið]] í suðri, handan vatnsins frá Huzhou borg í [[Zhejiang]] héraði; og [[Changzhou]] borg í vestri.
Sýsluborgin Yixing, ein tveggja undirborga Wuxi, er aðskilin frá borginni af Wujin hverfi Changzhou borgar, og hefur sem hólmlenda enga landtenging við Wuxi.
Heildarflatarmál Wuxi er 4.627 ferkílómetrar, þar af eru 782 ferkílómetrar fjöllótt og hæðótt land, sem eru 17% af heildarflatarmáli borgarinnar.
Wuxi er dæmigerður vatnabær í suðurhluta [[Jangtse]]<nowiki/>-fljótsins, með þéttriðið net skurða og vatnaleiða, sem og fjölmörg vötn, er mynda frárennsli, flutninganet og votlendisgarða. Vatnsyfirborðið er 1.342 ferkílómetrar, eða 29% af heildarflatarmáli borgarinnar.<small><ref name=":2">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Í vatnskerfi borgarinnar eru 5.983 árfarvegir með heildarlengd 6.998 kílómetra, þar á meðal Peking-Hangzhou hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]]. Samkvæmt varfærnu mati hafa meira en 1.000 árfarvegir í borgarlandinu verið urðaðir til vegagerðar frá árinu 1949.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Jangtse óshólmasvæðið er láglent landslag sem einkennist af sléttum, yfirleitt undir 3,5 metrum yfir sjávarmáli, þar sem lægsti punktur er undir 2 metrum yfir sjávarmáli. Hluti svæðisins frá norðri til Jiangyin sýsluborgar Wuxi, var Furong vatn í fornöld sem hvarf smám saman á tíma Song- og Mingveldanna.<ref name=":2" />
Mashan svæðið í Binhu hverfi borgarinnar er hæðótt landsvæði við Tai stöðuvatnið; Í Yixing-sýsluborginni eru Yili-fjöll, sem eru lág fjöll og hæðir. Hæsti punkturinn 611,5 metrar er Huangtading fjall í suðri, næsthæsta tinds Jiangsu-héraðs.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-03/25/c_664458_2.htm|title=Overview|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
==Lýðfræði==
[[Mynd:Sanliqiao_Catholic_Church.jpg|alt=Kirkja heilags Jósefs er rómversk-kaþólsk kirkja í Beitang hverfi Wuxi borgar. Upphaflega kirkjan var byggð árið 1640, á tíma Mingveldisins (1368–1644).|upright|thumb|'''Kirkja heilags Jósefs''' er rómversk-kaþólsk kirkja í Beitang hverfi Wuxi borgar. Upphaflega kirkjan var byggð árið 1640, á tíma Mingveldisins (1368–1644).<small><ref>{{Citation|title=Saint Joseph's Church, Wuxi|date=2021-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Saint_Joseph%27s_Church,_Wuxi&oldid=1034206984|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Wuxi borg er fjölmenn borg. Þéttbýlast er miðborgasvæðið (Lianxi, Binhu og Xinwu hverfin, auk aðliggjandi hluta Huishan og Xishan hverfa). Í útjaðrinum, í sýsluborgunum Jiangyin og Yixing, er dreifbýlið meira með þorpum og nýbyggingasvæðum.
Árið 2020 þegar síðasta manntal var gert í Kína, var íbúafjöldi borgarkjarna Wuxi 3.956.985 en íbúafjöldi undir lögsögu borgarinnar var 7.462.135.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://tj.jiangsu.gov.cn/art/2021/5/18/art_80066_9819836.html|titill=Bulletin of the Seventh National Census of Jiangsu Province (No. 2)|höfundur=Jiangsu Provincial Bureau of Statistics|útgefandi=Office of the Leading Group for the Seventh National Census of Jiangsu Province|mánuður=18. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Mikill meirihluti íbúa eru Han-kínverjar, en önnur þjóðarbrot á borð við Hui og Miao þjóðerni eru fámennari. Frumbyggjar Wuxi tala Wuxi mállýskuna eða Suzhou mállýsku.<small><ref>{{Citation|title=Уси|date=2022-08-19|url=https://ru.wikipedia.org/w/index.php?title=%D0%A3%D1%81%D0%B8&oldid=124949730|work=Википедия|language=ru|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Meirihluti þeirra sem trúaðir eru stundar [[Búddismi|búddisma]], [[Daoismi|taóisma]] og [[þjóðtrú]]. Að auki hefur borgin umtalsverð samfélög [[Múslimar|múslima]], [[Kaþólikkar|kaþólikka]] og [[Mótmælendatrú|mótmælenda]].<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
== Stjórnsýsla ==
[[Mynd:Wuxi, Jiangshu2.jpg|alt=Fjölmenni kallar á mörg hús. Hér er eitt hverfið nýbyggt 2009.|upright|thumb|Fjölmennið kallar á mörg hús. Hér er eitt hverfið nýbyggt 2009.]]
Undir lögsögu Wuxi borgar eru fimm hverfi og tvær borgir á sýslustigi. Þessi hverfi eru Liangxi, Xishan, Huishan, Xinwu, og Binhu (vatnahverfið). Undirborgirnar eru Jiangyin borg og Yixing borg.
Þessum stjórnsýslueiningum er síðan skipt niður í 73 sveitarfélög, þar af 59 bæi og 24 undirhverfi.
Borgin nær yfir svæði sem er um 4.628 ferkílómetrar og borgarstjórnin hefur aðsetur í Liangxi hverfi.<small><ref>{{Citation|title=无锡市行政区划|date=2022-01-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82%E8%A1%8C%E6%94%BF%E5%8C%BA%E5%88%92&oldid=69788706|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Að auki hefur Wuxi komið á fót eftirfarandi efnahagssvæðum og iðngörðum. Þar á meðal eru: ''Xishan efnahags- og tækniþróunarsvæðið''; ''Wuxi Liyuan efnahagsþróunarsvæðið''; ''„Wuxi landslagsborgin“'' (þar eru á meðal: ''„Stafrænir iðnaðargarðar Wuxi“'' og ''„Ferðaþjónustugarður Wuxi við Tai vatn“''); ''Jiangyin hátæknisvæðið''; og ''„Jiangsu Jiangyin Lingang efnahagsþróunarsvæðið“''.
[[Mynd:Administrative-Division-Wuxi-Jiangsu-China (Icelandic).png|thumb|right|400px|Stjórnsýsluskipting Wuxi-borgar í hverfi og undirborgir ]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Wuxi
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2018 <ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref><ref>{{Citation|title=无锡市行政区划|date=2022-01-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82%E8%A1%8C%E6%94%BF%E5%8C%BA%E5%88%92&oldid=69788706|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Miðborg</small>'''
|-
| align=left | <small>Liangxi hverfi</small>
| align=left | <small>梁溪区</small>
| align=right| <small>961.500</small>
| align=right| <small>72</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Xishan hverfi</small>
| align=left | <small>锡山区</small>
| align=right| <small>707.700</small>
| align=right| <small>399</small>
|-
| align=left | <small>Huishan hverfi</small>
| align=left | </small>惠山区</small>
| align=right| <small>712.200</small>
| align=right| <small>325</small>
|-
| align=left | <small>Binhu hverfi</small>
| align=left | </small>滨湖区</small>
| align=right| <small>716.000</small>
| align=right| <small>628</small>
|-
| align=left | <small>Xinwu hverfi</small>
| align=left | <small>吴江区</small>
| align=right| <small>569.200</small>
| align=right| <small>220</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Jiangyin borg</small>
| align=left | <small>江阴市</small>
| align=right| <small>1.651.800</small>
| align=right| <small>987<small>
|-
| align=left | <small>Yixing borg</small>
| align=left | <small>宜兴市</small>
| align=right| <small>1.256.100</small>
| align=right| <small>1.997</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="2" style="text-align:center; " |'''<small>Alls:</small>'''
| align="right" |'''<small>6.574.500</small>'''
| align="right" |'''<small>4.627</small>'''
|-
| colspan="4" style="text-align:center; " | <small>''Óformlegar stjórnsýsludeildir:Iðngarðar og atvinnuþróunarsvæði''</small>
|}
==Efnahagur og atvinnulíf==
=== Borg vaxtar ===
[[Mynd:Center 66, Wuxi, China.jpg|alt=„Center 66“ er staðsett í Chong'an viðskiptahverfi borgarinnar.|upright|thumb|Byggingin '''„Center 66“''' er í Chong'an miðlægu viðskiptahverfi Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Center 66|date=2022-06-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Center_66&oldid=1094078612|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:201906_IFS_Wuxi.jpg|alt=Wuxi IFS („Fjármálatorg Wuxi“) sem opnaði 2014, er 339 metra hár, 68 hæða skýjakljúfur, í Liangxi hverfi Wuxi.|upright|thumb|'''„Fjármálatorg Wuxi“''' (Wuxi IFS) sem opnaði 2014, er 339 metra hár, 68 hæða skýjakljúfur, í Liangxi hverfi Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Wuxi IFS|date=2022-02-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi_IFS&oldid=1073205655|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Á kínverskan mælikvarða er Wuxi borg hagsældar. Hún er svæðisbundin viðskiptamiðstöð með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst sterkum einkafyrirtækjum. Áhersla er á fjölbreytt atvinnulíf með uppbyggingu stórra iðnaðargarða sem eru helgaðir nýjum atvinnugreinum.
Sterk vísbending um efnahagslega velferð er landsframleiðsla á mann. Þar var Wuxi borg árið 2021 efst allra stórra og meðalstórra kínverskra borga. Efnahagur borgarinnar blómstrar með fjölbreyttu atvinnulífi og alþjóðlegum fjárfestingum. Meiri hagsæld þýðir komu erlendra verslunar- og smásölufyrirtækja, á borð við IKEA, Bailian, Apple, svo nokkuð sé nefnt.
Þessi þróun hefur einnig breytt ásýnd Wuxi með æ fleiri skýjakljúfum. Þannig opnuðu þrír slíkir árið 2014: Wuxi IFS (339 metrar), Wuxi Suning Plaza 1 (328 metrar) og Wuxi Maoye City - Marriott Hotel (304 metrar).<small><ref>{{Citation|title=Wuxi|date=2022-08-08|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi&oldid=1103178618|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Citation|title=Center 66|date=2022-06-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Center_66&oldid=1094078612|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Citation|title=无锡茂业城-万豪国际酒店|date=2021-12-19|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E8%8C%82%E4%B8%9A%E5%9F%8E-%E4%B8%87%E8%B1%AA%E5%9B%BD%E9%99%85%E9%85%92%E5%BA%97&oldid=69163185|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
=== Hefðbundin framleiðsla ===
Auk hefðbundinna viðskipta með hrísgrjón og bómullar- og silkiframleiðslu voru aðrar mikilvægar atvinnugreinar borgarinnar framan af hveitimölun, hrísgrjóna- og olíuvinnsla. Frá fimmta áratug síðustu aldar hefur iðnþróun verið hröð. Textíl- og matvælaiðnaðurinn hefur stækkað og færður til nútímahorfs. Borgin er orðin svæðisbundin miðstöð verkfræðiiðnaðar, sérstaklega fyrir vélasmíði auk framleiðslu rafbúnaðar, framleiðslu reiðhjóla- og hemla; kapla og textílvéla af ýmsum toga. Í seinni tíð hefur framleiðsla lyfja og ýmissa efna orðið æ mikilvægari.<small><ref name=":0" /></small>
=== Ferðaþjónusta ===
[[Mynd:Wuxi, Jiangsu - China (13619808523).jpg|alt=Vatnaborgin Wuxi er mikil ferðamannaborg.|upright|thumb|'''Vatnaborgin Wuxi''' er mikil ferðamannaborg.]]
Ferðaþjónusta í borginni er sífellt mikilvægari. Umhverfi Wuxi inniheldur marga þekkta og vel varðveitta staði,borgargarða og sögulega staði. Tai-vatn er eitt helsta aðdráttarafl ferðaþjónustu borgarinnar. Alþjóðlegar hótelkeðjur hafa keppst við að reisa glæsihótel til að anna aukinni eftirspurn: Marriott, Kempinski, Radisson Blu, Sheraton, o.s.frv.
=== Nýjar atvinnugreinar ===
Sterk áhersla er hjá borgaryfirvöldum að gera atvinnulífið enn fjölbreyttara með meiri þátttöku alþjóðlegra fyrirtækja.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/companies.html|title=Companies|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small> Áherslan er á ýmiskonar líftækni, öreindatækni, upplýsingatækni og gagnavinnslu, flug- og samgöngutækni, grænar raforkulausnir á borð við efnarafala fyrir vetnisframleiðslu, sem og iðnhönnun og aðrar skapandi greinar.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2021-03/03/c_598030.htm|titill=Wuxi district looks to develop modern industries|höfundur=2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=3. mars|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small><small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2022-06/23/c_773067.htm|titill=Wuxi's aerospace industry gets boost|höfundur=2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=23. júní|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Til að ýta undir stafræna umbreytingu hefur borgin hvatt til framþróunar iðnaðar byggðum á „Interneti hlutanna“ (IoT), ekki síst á sviði heilbrigðistækni.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2021-09/30/c_665650.htm|titill=IoT industry fuels Wuxi's digital transformation|höfundur=By Liu Tianyang (wuxinews.com.cn) 2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=30. september|ár=2021|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Sama gildir um stafræna tækni í margskonar iðnframleiðslu.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2022-05/11/c_750367.htm|titill=Wuxi boasts thriving industries|höfundur=2022 China Daily (wuxinews.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=11. maí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Atvinnuþróunarsvæði ===
[[Mynd:Ipark5.jpg|alt=Í „Nýhverfi Wuxi“ er „Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“ sem er iðngarður og nýsköpunarsetur fyrir upplýsingatækni.|upright|thumb|Í „Nýhverfi Wuxi“ (Xinwu hverfi) er '''„Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“''' sem er iðngarður og nýsköpunarsetur fyrir upplýsingatækni.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wndonline.cn/2019-07/30/c_482921.htm|title=Wuxi (National) Software Park|website=www.wndonline.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Til að styðja við þessa framþróun hafa nýjar atvinnugreinar verið vistaðar í sérstökum iðngörðum og fríverslunarsvæðum sem bjóða upp á klasastarfssemi ásamt nýsköpunar- og frumkvöðlasetur í viðkomandi atvinnugrein. Alls eru sex slíkir iðngarðar og atvinnuþróunarsvæði í borginni.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/developmentzones.html|title=Development Zones|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small><small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Árið 1992 var stofnað svokallað „Nýhverfi Wuxi“ (WND) nú nefnt Xinwu hverfi, sem nær yfir svæði sem er 220 ferkílómetrar.<small><ref>{{Citation|title=Xinwu District, Wuxi|date=2022-04-17|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Xinwu_District,_Wuxi&oldid=1083254871|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small> Þar er ''Wuxi hátæknþróunarsvæðið'', ''Flugiðnaðargarður Wuxi'', og ''„Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“'', svo nokkuð sé nefnt.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Sem dæmi þá eru þar um 1.000 hugbúnaðar- og útvistunarfyrirtæk á sviði upplýsingatækni, þar á meðal nokkur af stærstu fyrirtækjum heims, eins og Microsoft, Intel, Oracle, IBM, NTT data, Fujitsu, Pactera, ChinaSoft International og Unissoft.<small><ref>{{Citation|title=Xinwu District, Wuxi|date=2022-04-17|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Xinwu_District,_Wuxi&oldid=1083254871|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Á Jiangyin hátæknisvæðinu sem stofnað var árið 1992, eru leiðandi atvinnugreinar á borð við framleiðslu nýrra málmefniþa, háþróaðs samskiptabúnaðar, og líftæknilyfja.
Önnur dæmi um iðngarða eða sérstök atvinnuvaxtarsvæði eru: ''Xishan efnahags- og tækniþróunarsvæðið''; ''Wuxi Liyuan efnahagsþróunarsvæðið''; ''„Wuxi landslagsborgin“'' (þar sem eru meðal annars: „Stafrænir iðnaðargarðar Wuxi“ og „Ferðaþjónustugarður Wuxi við Tai vatn“); og ''„Jiangsu Jiangyin Lingang efnahagsþróunarsvæðið“''.
== Tengt efni ==
[[Mynd:Nanning Wuxi Anghu Park (15460514486).jpg|alt=Wuxi-óperan, aldargamalt óperuform Xiju, er enn vinsæl. Þar leika karlar bæði kyn í dreifbýlissögum siðferðisátaka og gráðugra húsráðenda. Reynt er að höfða til yngri kynslóða.|upright|thumb|'''Wuxi-óperan''', aldargamalt óperuform Xiju, er enn vinsæl. Þar leika karlar bæði kyn í dreifbýlissögum siðferðisátaka og gráðugra húsráðenda.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2018-04/20/content_36065274.htm|titill=Wuxi Opera|höfundur=2022 China Daily (chinadaily.com.cn).|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government.|ár=22|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-07/21/c_792218.htm|titill=Century-old Xiju Opera still shines|höfundur=2022 China Daily (gowuxi.com)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=21. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
* [http://en.wuxi.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wuxi'''] Yfirgripsmiklar upplýsingar á ensku og kínversku um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur, fréttir, o.fl.
* Vefsíða Wikitravel [https://wikitravel.org/en/Wuxi '''Wuxi'''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/wuxi/ Travel China Guide: '''Wuxi'''] Knappar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Héraðið [[Jiangsu]] í austurhluta [[Kína]].
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wuxi|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wuxi|titill=Britannica: Wuxi|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=10. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
pwge06x6d05anovc4kdp3l7h5qnbpe7
1765848
1765847
2022-08-23T18:17:04Z
Dagvidur
4656
/* Keisaratímar */
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Wuxi-bird-view.PNG|alt=Horft yfir Wuxi borg í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.|hægri|thumb|450x450dp|'''Horft yfir Wuxi borg''' í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.]]
[[Mynd:Wuxi-location-MAP-in-Jiangsu-Province-China.jpg|alt=Staðsetning Wuxi borgar í Jiangsu héraði í Kína.|thumb|'''Staðsetning Wuxi''' í Jiangsu héraði í Kína.]]
[[Mynd:Jichang Yuan.jpg|alt=Jichang garðurinn í Liangxi hverfi Wuxi er frægur kínverskur garður. Hann er sagður fyrirmynd Xiequ garðsins í Sumarhöll Pekingborgar og Guo Ran Da Gong í Yuanming Yuan í Peking.|right|thumb|'''Jichang garðurinn''' í Liangxi hverfi Wuxi er frægur kínverskur garður byggður á tíma Mingveldisins (1368-1644). Hann er sagður fyrirmynd Xiequ garðsins í Sumarhöll Pekingborgar og Guo Ran Da Gong í Yuanming Yuan í Peking.<small><ref>{{Citation|title=Jichang Garden|date=2022-03-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Jichang_Garden&oldid=1075270548|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2021-04/06/c_608850.htm|titill=Ancestral temples of Huishan|höfundur=2022 China Daily (chinadaily.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|ár=2022|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
'''Wuxi''' ''([[kínverska]]:無錫; [[Pinyin|rómönskun:]] Wúxī; (WOO-shee)'' er stórborg í suðurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í austurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].
Wuxi er staðsett meðfram [[Mikliskurður|Miklaskurði]] á mótum þess farvegs við staðbundnar ár nálægt norðausturhorni [[Tai vatn|Tai-vatns]]. Í gegnum borgina liggur þétt net skurða og skipgengra vatnaleiða í suðurhluta [[Jangtse]]<nowiki/>- fljótsins. Borgin er um 135 kílómetra norðvestur af miðborg [[Sjanghæ]], á milli borganna [[Changzhou]] og [[Suzhou]].
Wuxi er fræg sögu- og menningarborg Kína og ein helsta ferðamannaborg landsins. Borgin státar af meira en 3.000 ára sögu og djúpstæðum menningararfi. Hún var heimili Wu-menningar í fornöld og hefur ríka sögulega arfleifð. Í henni eru 31 mikilvægir sögustaðir er njóta verndar ríkisins, 11 staðir sem hafa sterka skírskotun til kínversks menningararfs, auk 60 safna og minnisvarða.
Wuxi er ekki aðeins hefðbundin fisk- og hrísgrjónavatnaborg við Jangtse fljót, heldur einnig vagga nútíma kínverskrar þjóðariðnaðar og ein efnahagsmiðstöða Kína, með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst sterkum einkafyrirtækjum.
Á kínverskan mælikvarða er Wuxi borg hagsældar. Sterk vísbending um efnahagslega velferð er landsframleiðsla á mann. Þar var Wuxi borg árið 2021 efst allra stórra og meðalstórra kínverskra borga Kína.<small><ref name=":3">{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-02/11/c_706654.htm|titill=Wuxi tops Chinese cities in per capita GDP in 2021|höfundur=2022 China Daily - wuxinews.com.cn|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=11. febrúar|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Héraðsborgin Wuxi nær yfir 4.627 ferkílómetra lands. Hún hefur lögsögu yfir 5 hverfum og tveimur sýsluborgum. Árið 2020 bjuggu á stórborgarsvæði Wuxi um 7,5 milljónir manna en 4 milljónir í kjarnaborginni.
==Saga==
[[Mynd:Taibo_statue,_Taibo_Temple,_Wuxi.jpg|alt=Stytta af Taibo, í Taibo hofinu í Xinwu hverfi Wuxi. Taibo stofnaði Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.|upright|thumb|'''Stytta af Taibo''' í Taibo hofinu í Xinwu hverfi. Taibo stofnaði Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.]]
[[Mynd:Nanchan Pagoda Wuxi.jpg|alt=Mahavira salur Nanchan búddistahofsins í suðurhluta Wuxi.
|upright|thumb|'''Mahavira salur''' Nanchan [[Búddismi|búddahofsins]] í suðurhluta Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=南禪寺 (無錫)|date=2022-02-13|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E7%A6%AA%E5%AF%BA_(%E7%84%A1%E9%8C%AB)&oldid=70147432|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:MaaguxianshouWXM.jpg|upright|thumb|'''„Magu býður langlífi“''' í Wuxi safninu. Magu er gyðja langlífs og verndari kvenna í fornum kínverskum goðsögnum og [[Daoismi|Taoisma]].<small><ref>{{Citation|title=Magu (deity)|date=2022-04-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Magu_(deity)&oldid=1084177384|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:清光绪年间无锡县城区图.jpg|alt=Kort af Wuxi árið 1881.|upright|thumb|Kort af Wuxi árið 1881.]]
[[Mynd:Wuxi Qingming Qiao 2015.04.24 18-56-40.jpg|alt=Qingming brúin yfir Miklaskurð í Liangxi hverfi Wuxi.|upright|thumb|'''Qingming brúin''' yfir [[Mikliskurður|Miklaskurð]] í Liangxi hverfi Wuxi.]]
Wuxi státar af meira en 3.000 ára sögu og djúpstæðum menningararfi sem einn af elstu þéttbýlisstöðum við [[Jangtse|Jangtsefljót]]. Borgin er ein vagga Wu-menningar í fornöld og hefur ríka sögulega arfleifð. Wu vísar til þess svæðis í Kína sem miðast við [[Tai vatn|Tai-vatn]] á Jiangnan svæðinu er liggur suður af Jangtse fljóti. <small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
=== Fornsaga ===
Í borginni eru 31 mikilvægir sögustaðir er njóta verndar ríkisins, 11 staðir sem hafa sterka skírskotun til kínversks menningararfs og 60 söfn og minnisvarðar.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-03/25/c_664458.htm|titill=Wuxi. Overview|höfundur=China Daily- 2022|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government.|ár=2022|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Á svokölluðu vor- og hausttímabili í sögu Kína (770–476 f.Kr.) bjuggu staðbundnir Baiyue ættbálkar sem nefndir voru „Gou Wu“ á landsvæði þar sem nútímaborgirnar Wuxi og Suzhou liggja. Þessir ættbálkar mynduðu þorp í hæðunum við votlendið umhverfis Tai-vatn.<small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
Skráð saga Wuxi hófst við lok tíma Shangveldisins (1600–1046 f.Kr.).<small><ref>{{Citation|title=吴国|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%90%B4%E5%9B%BD&oldid=72743972|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-21}}</ref></small> Forn sagnfræðirit Sima Qian sagnfræðings (145 f.Kr.- 91 f.Kr.)<small><ref>{{Citation|title=Records of the Grand Historian|date=2022-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Records_of_the_Grand_Historian&oldid=1099964113|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> greina frá því að Taibo (um 1150 f.Kr.) frændi konungs Zhouveldisins hafi stofnað Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2021-12-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1060598437|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Taibo siðað heimamenn og bætti landbúnað þeirra og áveitustjórn.<small><ref name=":4">{{Vefheimild|url=http://www.chinadaily.com.cn/m/jiangsu/wuxi/pdf/GettoknowWuxithrough10surnames.pdf|titill=Get to know Wuxi through 10 surnames|höfundur=Information Office of Wuxi Municipal Government|útgefandi=Information Office of Wuxi Municipal Government|ár=2017|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Síðar flutti Wu hirðin til Gusu þar sem nútíma Suzhou liggur. Wu-ríkið stóð frá 12. öld f.Kr.– 473 f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=吴国|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%90%B4%E5%9B%BD&oldid=72743972|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2022-08-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1105292388|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
=== Keisaratímar ===
Í tíma Qinveldisins tilheyrði Wuxi Kuaiji-sýslu.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Svæðið í Wuxi var upphaflega þekkt vegna [[Tin|tinnáma]] sem þar voru, en þegar sýslan var stofnuð árið 202 f.Kr. á tímum [[Hanveldið|Vestur-Hanveldisins]] (206 f.Kr.–25 e.Kr.), voru þær námur uppurnar og þéttbýlið fékk fékk því nafnið Wuxi („án tins“). Frá lokum 3. aldar var borgin umdæmi undir stjórn herforingja Biling borgar (síðar nefnd [[Changzhou]]) og hélst svo nema í stuttan tíma undir stjórn [[Júanveldið|Júanveldisins]] (1206– 1368), þegar svæðið var gert að sjálfstæðu héraði.<small><ref name=":0">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wuxi|titill=Encyclopedia Britannica: Wuxi|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia|útgefandi=Britannica, The Editors of Encyclopaedia|mánuður=10. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Frá fyrstu tíð hefur svæðið í kringum [[Tai vatn|Tai-vatn]] verið mjög frjósamt. [[Landbúnaður]] og [[Silki|silkiiðnaður]] blómstraði í Wuxi. Eftir að gerð [[Mikliskurður|Miklaskurðar]] lauk árið 609 varð Wuxi umskipunarmiðstöð fyrir skattkorn ætlað höfuðborginni. Þar myndaðist einn stærsti kornmarkaður Kína, þar sem mikið magn hrísgrjóna var meðhöndlað.<small><ref name=":1">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Þróað hagkerfi hraðaði þéttbýlismyndun. Borgin varð aðsetur afar auðugra kaupmanna og milliliða. Þessi hagsæld viðskipta hafði mikil áhrif á bókmenntir og námstofnanir í svæðinu suðurhluta Jangtse.<small><ref name=":4" /></small> Wuxi varð einn af mikilvægum fæðingarstöðum koparprentunar og Kunqu formi Kínverskrar [[Ópera|óperu]].
Árið 1724 var Wuxi orðin mjög fjölmenn sýsla og því var austurhluti hennar aðskilinn og gerður að Jinkui-sýslu. Bæði Wuxi og Jinkui voru gjörsamlega eyðilögð í [[Taiping-uppreisnin|Taiping-uppreisninni]] (1850-1864), þegar næstum 2/3 íbúanna voru drepnir. Mannfallið var gríðarlegt. Fjöldi „hæfra karlmanna“ í sýslunum, sem hafði verið 339.549 og 258.934 árið 1830, féll niður í 72.053 og 138.008 árið 1865.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> <small><ref>{{Cite book|script-title=zh:江苏省志・人口志|publisher=Fangzhi Publishing House|isbn=978-7-801-22526-9|pages=58–9 |trans-title=Jiangsu Provincial Gazetteer, Volume on Demography|year=1999}}</ref></small>
Á tíma [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1636–1912) blómstraði bómullar- og silkiframleiðsla í Wuxi. Viðskipti jukust með alþjóðlegri opnun „sáttamálahafna“ byggðum á [[Nanking-sáttmálinn|friðarsáttmála]] sem batt enda á [[Fyrra ópíumstríðið|fyrsta ópíumstríðið]] (1839–1842) milli [[Breska heimsveldið|Breska heimsveldisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] í Kína. Þetta voru Sjanghæ árið 1842; og [[Zhejiang|Zhenjiang]] og [[Nanjing]] árið 1858. Woxi naut uppgangs þeirra borga. Hún varð miðstöð textíliðnaðar í Kína. Textílverksmiðjur voru byggðar árið 1894 og silkispólunarstöðvar byggðar árið 1904.
Þegar [[Mikliskurður]] hrundi eftir 1850, hélt Wuxi mikilvægi sínu sem svæðisbundinn hrísgrjónamarkaður. Þaðan var korn flutt til [[Sjanghæ]], um 130 kílómetra til suðausturs; auk sjóleiðarinnar til [[Tianjin]] borgar í norðri. Viðskipti með korn jukust enn frekar eftir 1908 þegar komið var á járnbrautartengingu til Sjanghæ, Zhenjiang og Nanjing í norðvestri.
Jinkui sýsla sameinaðist að nýju Wuxi-sýslu við upphaf lýðveldisins árið 1912.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
{{Breið mynd|康熙南巡图第七卷局部.jpg|4000px|<small>'''„Kangxi suðurferðin“''' árið 1698. - Á blómaskeiði [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1636–1912) fóru Kangxi keisari (1654–1722) og Qianlong keisari (1711–1799) sex sinnum suður til [[Jangtse]]-fljóts og heimsóttu Jichang-garðinn í Huishan, Wuxi.
Hirðmálarinn Wang Hui skóp þessa 29,32 metra (8.8 cm x 2932.4 cm) löngu málverkarollu árið 1698 um „Kangxi suðurferðina“. Auk listræns gildis er verkið talið ómetanlegur vitnisburður um ástand lands og borgar, ásamt lýsingu daglegs kínversks lífs þess tíma. Myndarolluna má skoða líkt og þú værir á ferð um borgina og umhverfi hennar. Myndin sýnir einungis hluta af sjöunda bindi „Kangxi suðurferðarinnar“. Frá hægri til vinstri eru Wuxi Huishan, Xishan (nú hverfi í Wuxi), Qinyuan (nú Jiangyin undirborg Wuxi), Huangputun (nú Huangbutun), og síðan Wuxi sýsla, sem liggur framhjá Xin'an bænum (nú Binhu hverfi) til Hushu (nú undirhverfi) [[Suzhou]]. <small><ref>{{Vefheimild|url=https://search.museums.ualberta.ca/21-20555|titill=2004.19.75.1 - Kangxi Emperor's Southern Inspection Tour, Scroll Seven: Wuxi to Suzhou, Mactaggart Art Collection.|höfundur=Hirðmálarinn Wang Hui árið 1698|útgefandi=University of Alberta Museums Search Site|ár=1698|mánuðurskoðað=23. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> <small><ref>{{Citation|title=康熙帝南巡|date=2022-02-23|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%BA%B7%E7%86%99%E5%B8%9D%E5%8D%97%E5%B7%A1&oldid=70311830|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>}}</small>
=== Lýðveldistími ===
[[Mynd:Bundesarchiv Bild 183-S34828, Japanisch-Chinesischer Krieg.jpg|alt=Japanskir hermenn í Wuxi í desember 1937 á leið til Nanking.|upright|thumb|'''Japanskur innrásarher''' í Wuxi í desember 1937 á leið sinni til Nanking.]]
Þegar seinna [[Seinna stríð Kína og Japans|stríðið við Japan]] braust út árið 1937 varð Wuxi fyrir miklu áfalli. Sjanghæ sem er nálægt Wuxi og mjög tengd efnahagslega, varð fyrir miklum árásum. Verksmiðjur og byggingar urðu fyrir miklu tjóni eða gjöreyðilagðust vegna sprengjuárása japanskra flugvéla.
Eftir sigur gegn Japönum árið 1945 var efnahagur Wuxi endurreistur og fjárfestingar jukust. [[Kínverska borgarastyrjöldin|Borgarastyrjöld]] milli Lýðveldissinna og [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnista]] hafði síðan óhjákvæmilega áhrif á efnahag borgarinnar. Frelsisher kommúnista hertók síðan borgina 23. apríl 1949. Um miðjan júní var yfirtöku borgarinnar í grundvallaratriðum lokið.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
==== Tímar Alþýðulýðveldis ====
[[Mynd:Wuxi_Museum_2018.jpg|alt=Wuxi safnið í Liangxi hverfi er yfirgripsmikið safn staðbundinnar sögu og lista.|upright|thumb|'''Wuxi safnið''' í Liangxi hverfi er yfirgripsmikið safn staðbundinnar sögu og lista.<small><ref>{{Citation|title=无锡博物院|date=2022-02-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%8D%9A%E7%89%A9%E9%99%A2&oldid=69953384|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2020-04/24/c_489066.htm|titill=Wuxi Museum|höfundur=2022 China Daily (wuxinews.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=24. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
Frá 1949 eftir valdatöku kommúnista hefur vægi borgarinnar sem landsbundin viðskiptamiðstöð minnkað, þó að hlutverk hennar sem dreifingar- og söfnunarmiðstöð fyrir Tai vatnasvæðið hafi haldið.<small><ref name=":0" /></small>
Auk viðskipta með hrísgrjón og bómullar- og silkiframleiðslu voru aðrar mikilvægar atvinnugreinar borgarinnar hveitimölun, hrísgrjónavinnsla og olíuvinnsla. Frá fimmta áratug síðustu aldar hefur iðnþróun verið hröð. Textíl- og matvælaiðnaðurinn hefur stækkað og færður til nútímahorfs. Borgin er orðin miðstöð verkfræðiiðnaðar, sérstaklega fyrir vélasmíði auk framleiðslu rafbúnaðar, kapla og textílvéla af ýmsum toga; í seinni tíð hefur framleiðsla lyfja og ýmissa efna orðið æ mikilvægari.<small><ref name=":0" /></small>
Hraðbraut milli Sjanghæ og Nanjing liggur í gegnum borgina, með afreinum sem teygja sig frá borginni til sýsluborga Wuxi, norður til Jiangyin og suðvestur til Yixing. Frá árinu 2004 hefur staðbundinn flugvöllur veitir flugþjónustu til nokkurra stórborga landsins.<small><ref>{{Citation|title=Sunan Shuofang International Airport|date=2022-08-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Sunan_Shuofang_International_Airport&oldid=1105089148|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Árið 2014 opnuðu fyrstu tvær borgarlestarlínur Wuxi. Nú eru þær fjórar og sex aðrar neðanjarðarlínur í undirbúningi.<small><ref>{{Citation|title=Wuxi Metro|date=2022-04-12|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi_Metro&oldid=1082348735|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Ferðaþjónusta hefur orðið sífellt mikilvægari. Umhverfi Wuxi inniheldur marga þekkta fallega staði sem hafa verið varðveittir vandlega, ásamt ýmsum borgargörðum og sögulegum stöðum. Í dag hefur iðnþróun verið takmörkuð nærri [[Tai vatn|Tai-vatni]], sem er eitt helsta aðdráttarafl ferðaþjónustu borgarinnar. Þar var þó iðnaðargarður með sérstakri áherslu á vísindi og tækni stofnaður árið 2006.
=== Borg hagvaxtar og mengunar ===
[[Mynd:Jiangyin Yangtze River bridge-2.jpeg|alt=Jiangyin Jangtse brúin er 1.385 metra hengibrú yfir Jangtse fljót í Wuxi borg. Hún tengir sýsluborgina Jiangyin sunnan árinnar við Jingjiang undirborg Taizhou, í norðri. Um brúna liggur G2 Peking-Sjanghæ Hraðbrautin.|upright|thumb|'''Jiangyin Jangtse hengibrúin''' er 1.385 metra löng yfir Jangtse fljót í Wuxi borg. Um brúna liggur G2 Peking-Sjanghæ Hraðbrautin.<small><ref>{{Citation|title=Jiangyin Yangtze River Bridge|date=2022-08-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Jiangyin_Yangtze_River_Bridge&oldid=1104313456|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Með efnahagslegri opnun Kína á síðustu tveimur áratugum síðustu aldar, hefur efnahagur Wuxi náð sér á strik með miklum vexti einkafyrirtækja. Árið 1981 var hún opinberlega skráð sem ein 15 kínverskra borga sem tóku þátt í þessari efnahagslegu opnum og árið 1985 var borgin formlega viðurkennd sem opin borg í sérstöku efnahagssvæði Jangtse óshólmasvæðisins. Í kjölfarið voru fríverslunarsvæði og iðngarðar opnaðir fyrir miklum erlendum fjárfestingum. Wuxi tók þá flugið sem mikil iðnaðar- og viðskiptaborg.<small><ref name=":1" /></small>
Landsframleiðsla á mann er mikilvægur mælikvarði á efnahagslega velferð. Árið 2021 var var Wuxi borg þar í fyrsta sæti allra stórra og meðalstórra borga Kína.<small><ref name=":3" /></small>
Hröð iðnþróun og þéttbýli síðustu áratuga tekið sinn toll á umhverfi. Tai vatn sem er þriðja stærsta ferskvatnsvatn Kína, hefur undanfarin ár verið þjakað af mengun vegna iðnþróunar nærliggjandi svæða.<small><ref>{{Citation|title=Lake Tai|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Lake_Tai&oldid=1098108667|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Förgun efna og skólps úti í vatnið í upphafi 21. aldar hefur valdið myndun eitraðra [[Blágerlar|blágerla]] eða þörungar á yfirborði vatnsins.<small><ref>{{Citation|title=2007年太湖蓝藻污染事件|date=2022-08-02|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=2007%E5%B9%B4%E5%A4%AA%E6%B9%96%E8%93%9D%E8%97%BB%E6%B1%A1%E6%9F%93%E4%BA%8B%E4%BB%B6&oldid=73035341|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-18}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.wilsoncenter.org/publication/taihu-green-wash-or-green-clean|title=Taihu: Green Wash or Green Clean? {{!}} Wilson Center|website=www.wilsoncenter.org|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Það hefur ógnað gæðum drykkjarvatns þeirra sem búa við vatnið. Á síðari árum hafa stjórnvöld ráðist í umfangsmikla hreinsun og verndun vatnsins.<small><ref>{{Cite web|url=https://chinadialogue.net/en/pollution/4767-long-struggle-for-a-cleaner-lake-tai/|title=Long struggle for a cleaner Lake Tai|date=2012-02-14|website=China Dialogue|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Mörgum verksmiðjum hefur nú verið lokað og reglum um umgengni við vatnið hertar til að bæta vatnsgæði og til að ná líffræðilegri endurheimt.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.greenpeace.org/international/story/7040/biological-restoration-of-water-and-land|title=Biological Restoration of water and land|website=Greenpeace International|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Enn er þó mikið starf óunnið í þeim efnum.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.canr.msu.edu/csis/uploads/files/Qin-et-al.-Science-Bulletin-2019.pdf|titill=Why Lake Taihu continues to be plagued with cyanobacterial blooms through 10 years (2007–2017) efforts|höfundur=Boqiang Qin, Hans W. Paerl, Justin D. Brookes, Jianguo Liu, Erik Jeppesen, Guangwei Zhu, Yunlin Zhang, Hai Xu, Kun Shi, Jianming Deng|útgefandi=Science Bulletin: Volume 64, Issue 6, 30 March 2019, Pages 354-356|mánuður=30. mars|ár=2019|mánuðurskoðað=16. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
==Landafræði==
[[Mynd:Wuxi NASA.png|alt=Þéttbýli Wuxi-borgar sést á þessari gervihnattamynd NASA. Mikliskurður er þar áberandi í borgarmyndinni.|upright|thumb|'''Þéttbýli Wuxi-borgar''' á [[Gervihnattarmynd|gervihnattamynd]] [[NASA]]. Ef grannt er skoðað sést hvað [[Mikliskurður]] er áberandi í borgarmyndinni.]]
[[Mynd:Yixing, Wuxi, Jiangsu, China - panoramio (1).jpg|alt=Bambusskógur í Yixing undirborg Wuxi.|upright|thumb|'''Bambusskógur í Yixing''' undirborg Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Yixing|date=2022-06-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Yixing&oldid=1091495497|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:長廣溪濕地.jpg|alt=Frá Chang Guangxi votlendisgarðinum í Binhu hverfi Wuxi borgar.|upright|thumb|Frá '''Chang Guangxi votlendisgarðinum''' í Binhu hverfi Wuxi borgar.<small><ref>{{Citation|title=长广溪湿地公园|date=2021-10-28|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E9%95%BF%E5%B9%BF%E6%BA%AA%E6%B9%BF%E5%9C%B0%E5%85%AC%E5%9B%AD&oldid=68405406|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Wuxi-borg er staðsett í suðausturhluta [[Jiangsu]]-héraðs. Hún liggur að [[Suzhou]]-borg í austri; með [[Tai vatn|Tai vatnið]] í suðri, handan vatnsins frá Huzhou borg í [[Zhejiang]] héraði; og [[Changzhou]] borg í vestri.
Sýsluborgin Yixing, ein tveggja undirborga Wuxi, er aðskilin frá borginni af Wujin hverfi Changzhou borgar, og hefur sem hólmlenda enga landtenging við Wuxi.
Heildarflatarmál Wuxi er 4.627 ferkílómetrar, þar af eru 782 ferkílómetrar fjöllótt og hæðótt land, sem eru 17% af heildarflatarmáli borgarinnar.
Wuxi er dæmigerður vatnabær í suðurhluta [[Jangtse]]<nowiki/>-fljótsins, með þéttriðið net skurða og vatnaleiða, sem og fjölmörg vötn, er mynda frárennsli, flutninganet og votlendisgarða. Vatnsyfirborðið er 1.342 ferkílómetrar, eða 29% af heildarflatarmáli borgarinnar.<small><ref name=":2">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Í vatnskerfi borgarinnar eru 5.983 árfarvegir með heildarlengd 6.998 kílómetra, þar á meðal Peking-Hangzhou hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]]. Samkvæmt varfærnu mati hafa meira en 1.000 árfarvegir í borgarlandinu verið urðaðir til vegagerðar frá árinu 1949.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Jangtse óshólmasvæðið er láglent landslag sem einkennist af sléttum, yfirleitt undir 3,5 metrum yfir sjávarmáli, þar sem lægsti punktur er undir 2 metrum yfir sjávarmáli. Hluti svæðisins frá norðri til Jiangyin sýsluborgar Wuxi, var Furong vatn í fornöld sem hvarf smám saman á tíma Song- og Mingveldanna.<ref name=":2" />
Mashan svæðið í Binhu hverfi borgarinnar er hæðótt landsvæði við Tai stöðuvatnið; Í Yixing-sýsluborginni eru Yili-fjöll, sem eru lág fjöll og hæðir. Hæsti punkturinn 611,5 metrar er Huangtading fjall í suðri, næsthæsta tinds Jiangsu-héraðs.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-03/25/c_664458_2.htm|title=Overview|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
==Lýðfræði==
[[Mynd:Sanliqiao_Catholic_Church.jpg|alt=Kirkja heilags Jósefs er rómversk-kaþólsk kirkja í Beitang hverfi Wuxi borgar. Upphaflega kirkjan var byggð árið 1640, á tíma Mingveldisins (1368–1644).|upright|thumb|'''Kirkja heilags Jósefs''' er rómversk-kaþólsk kirkja í Beitang hverfi Wuxi borgar. Upphaflega kirkjan var byggð árið 1640, á tíma Mingveldisins (1368–1644).<small><ref>{{Citation|title=Saint Joseph's Church, Wuxi|date=2021-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Saint_Joseph%27s_Church,_Wuxi&oldid=1034206984|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Wuxi borg er fjölmenn borg. Þéttbýlast er miðborgasvæðið (Lianxi, Binhu og Xinwu hverfin, auk aðliggjandi hluta Huishan og Xishan hverfa). Í útjaðrinum, í sýsluborgunum Jiangyin og Yixing, er dreifbýlið meira með þorpum og nýbyggingasvæðum.
Árið 2020 þegar síðasta manntal var gert í Kína, var íbúafjöldi borgarkjarna Wuxi 3.956.985 en íbúafjöldi undir lögsögu borgarinnar var 7.462.135.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://tj.jiangsu.gov.cn/art/2021/5/18/art_80066_9819836.html|titill=Bulletin of the Seventh National Census of Jiangsu Province (No. 2)|höfundur=Jiangsu Provincial Bureau of Statistics|útgefandi=Office of the Leading Group for the Seventh National Census of Jiangsu Province|mánuður=18. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Mikill meirihluti íbúa eru Han-kínverjar, en önnur þjóðarbrot á borð við Hui og Miao þjóðerni eru fámennari. Frumbyggjar Wuxi tala Wuxi mállýskuna eða Suzhou mállýsku.<small><ref>{{Citation|title=Уси|date=2022-08-19|url=https://ru.wikipedia.org/w/index.php?title=%D0%A3%D1%81%D0%B8&oldid=124949730|work=Википедия|language=ru|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Meirihluti þeirra sem trúaðir eru stundar [[Búddismi|búddisma]], [[Daoismi|taóisma]] og [[þjóðtrú]]. Að auki hefur borgin umtalsverð samfélög [[Múslimar|múslima]], [[Kaþólikkar|kaþólikka]] og [[Mótmælendatrú|mótmælenda]].<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
== Stjórnsýsla ==
[[Mynd:Wuxi, Jiangshu2.jpg|alt=Fjölmenni kallar á mörg hús. Hér er eitt hverfið nýbyggt 2009.|upright|thumb|Fjölmennið kallar á mörg hús. Hér er eitt hverfið nýbyggt 2009.]]
Undir lögsögu Wuxi borgar eru fimm hverfi og tvær borgir á sýslustigi. Þessi hverfi eru Liangxi, Xishan, Huishan, Xinwu, og Binhu (vatnahverfið). Undirborgirnar eru Jiangyin borg og Yixing borg.
Þessum stjórnsýslueiningum er síðan skipt niður í 73 sveitarfélög, þar af 59 bæi og 24 undirhverfi.
Borgin nær yfir svæði sem er um 4.628 ferkílómetrar og borgarstjórnin hefur aðsetur í Liangxi hverfi.<small><ref>{{Citation|title=无锡市行政区划|date=2022-01-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82%E8%A1%8C%E6%94%BF%E5%8C%BA%E5%88%92&oldid=69788706|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Að auki hefur Wuxi komið á fót eftirfarandi efnahagssvæðum og iðngörðum. Þar á meðal eru: ''Xishan efnahags- og tækniþróunarsvæðið''; ''Wuxi Liyuan efnahagsþróunarsvæðið''; ''„Wuxi landslagsborgin“'' (þar eru á meðal: ''„Stafrænir iðnaðargarðar Wuxi“'' og ''„Ferðaþjónustugarður Wuxi við Tai vatn“''); ''Jiangyin hátæknisvæðið''; og ''„Jiangsu Jiangyin Lingang efnahagsþróunarsvæðið“''.
[[Mynd:Administrative-Division-Wuxi-Jiangsu-China (Icelandic).png|thumb|right|400px|Stjórnsýsluskipting Wuxi-borgar í hverfi og undirborgir ]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Wuxi
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2018 <ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref><ref>{{Citation|title=无锡市行政区划|date=2022-01-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82%E8%A1%8C%E6%94%BF%E5%8C%BA%E5%88%92&oldid=69788706|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Miðborg</small>'''
|-
| align=left | <small>Liangxi hverfi</small>
| align=left | <small>梁溪区</small>
| align=right| <small>961.500</small>
| align=right| <small>72</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Xishan hverfi</small>
| align=left | <small>锡山区</small>
| align=right| <small>707.700</small>
| align=right| <small>399</small>
|-
| align=left | <small>Huishan hverfi</small>
| align=left | </small>惠山区</small>
| align=right| <small>712.200</small>
| align=right| <small>325</small>
|-
| align=left | <small>Binhu hverfi</small>
| align=left | </small>滨湖区</small>
| align=right| <small>716.000</small>
| align=right| <small>628</small>
|-
| align=left | <small>Xinwu hverfi</small>
| align=left | <small>吴江区</small>
| align=right| <small>569.200</small>
| align=right| <small>220</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Jiangyin borg</small>
| align=left | <small>江阴市</small>
| align=right| <small>1.651.800</small>
| align=right| <small>987<small>
|-
| align=left | <small>Yixing borg</small>
| align=left | <small>宜兴市</small>
| align=right| <small>1.256.100</small>
| align=right| <small>1.997</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="2" style="text-align:center; " |'''<small>Alls:</small>'''
| align="right" |'''<small>6.574.500</small>'''
| align="right" |'''<small>4.627</small>'''
|-
| colspan="4" style="text-align:center; " | <small>''Óformlegar stjórnsýsludeildir:Iðngarðar og atvinnuþróunarsvæði''</small>
|}
==Efnahagur og atvinnulíf==
=== Borg vaxtar ===
[[Mynd:Center 66, Wuxi, China.jpg|alt=„Center 66“ er staðsett í Chong'an viðskiptahverfi borgarinnar.|upright|thumb|Byggingin '''„Center 66“''' er í Chong'an miðlægu viðskiptahverfi Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Center 66|date=2022-06-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Center_66&oldid=1094078612|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:201906_IFS_Wuxi.jpg|alt=Wuxi IFS („Fjármálatorg Wuxi“) sem opnaði 2014, er 339 metra hár, 68 hæða skýjakljúfur, í Liangxi hverfi Wuxi.|upright|thumb|'''„Fjármálatorg Wuxi“''' (Wuxi IFS) sem opnaði 2014, er 339 metra hár, 68 hæða skýjakljúfur, í Liangxi hverfi Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Wuxi IFS|date=2022-02-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi_IFS&oldid=1073205655|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Á kínverskan mælikvarða er Wuxi borg hagsældar. Hún er svæðisbundin viðskiptamiðstöð með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst sterkum einkafyrirtækjum. Áhersla er á fjölbreytt atvinnulíf með uppbyggingu stórra iðnaðargarða sem eru helgaðir nýjum atvinnugreinum.
Sterk vísbending um efnahagslega velferð er landsframleiðsla á mann. Þar var Wuxi borg árið 2021 efst allra stórra og meðalstórra kínverskra borga. Efnahagur borgarinnar blómstrar með fjölbreyttu atvinnulífi og alþjóðlegum fjárfestingum. Meiri hagsæld þýðir komu erlendra verslunar- og smásölufyrirtækja, á borð við IKEA, Bailian, Apple, svo nokkuð sé nefnt.
Þessi þróun hefur einnig breytt ásýnd Wuxi með æ fleiri skýjakljúfum. Þannig opnuðu þrír slíkir árið 2014: Wuxi IFS (339 metrar), Wuxi Suning Plaza 1 (328 metrar) og Wuxi Maoye City - Marriott Hotel (304 metrar).<small><ref>{{Citation|title=Wuxi|date=2022-08-08|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi&oldid=1103178618|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Citation|title=Center 66|date=2022-06-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Center_66&oldid=1094078612|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Citation|title=无锡茂业城-万豪国际酒店|date=2021-12-19|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E8%8C%82%E4%B8%9A%E5%9F%8E-%E4%B8%87%E8%B1%AA%E5%9B%BD%E9%99%85%E9%85%92%E5%BA%97&oldid=69163185|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
=== Hefðbundin framleiðsla ===
Auk hefðbundinna viðskipta með hrísgrjón og bómullar- og silkiframleiðslu voru aðrar mikilvægar atvinnugreinar borgarinnar framan af hveitimölun, hrísgrjóna- og olíuvinnsla. Frá fimmta áratug síðustu aldar hefur iðnþróun verið hröð. Textíl- og matvælaiðnaðurinn hefur stækkað og færður til nútímahorfs. Borgin er orðin svæðisbundin miðstöð verkfræðiiðnaðar, sérstaklega fyrir vélasmíði auk framleiðslu rafbúnaðar, framleiðslu reiðhjóla- og hemla; kapla og textílvéla af ýmsum toga. Í seinni tíð hefur framleiðsla lyfja og ýmissa efna orðið æ mikilvægari.<small><ref name=":0" /></small>
=== Ferðaþjónusta ===
[[Mynd:Wuxi, Jiangsu - China (13619808523).jpg|alt=Vatnaborgin Wuxi er mikil ferðamannaborg.|upright|thumb|'''Vatnaborgin Wuxi''' er mikil ferðamannaborg.]]
Ferðaþjónusta í borginni er sífellt mikilvægari. Umhverfi Wuxi inniheldur marga þekkta og vel varðveitta staði,borgargarða og sögulega staði. Tai-vatn er eitt helsta aðdráttarafl ferðaþjónustu borgarinnar. Alþjóðlegar hótelkeðjur hafa keppst við að reisa glæsihótel til að anna aukinni eftirspurn: Marriott, Kempinski, Radisson Blu, Sheraton, o.s.frv.
=== Nýjar atvinnugreinar ===
Sterk áhersla er hjá borgaryfirvöldum að gera atvinnulífið enn fjölbreyttara með meiri þátttöku alþjóðlegra fyrirtækja.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/companies.html|title=Companies|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small> Áherslan er á ýmiskonar líftækni, öreindatækni, upplýsingatækni og gagnavinnslu, flug- og samgöngutækni, grænar raforkulausnir á borð við efnarafala fyrir vetnisframleiðslu, sem og iðnhönnun og aðrar skapandi greinar.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2021-03/03/c_598030.htm|titill=Wuxi district looks to develop modern industries|höfundur=2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=3. mars|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small><small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2022-06/23/c_773067.htm|titill=Wuxi's aerospace industry gets boost|höfundur=2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=23. júní|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Til að ýta undir stafræna umbreytingu hefur borgin hvatt til framþróunar iðnaðar byggðum á „Interneti hlutanna“ (IoT), ekki síst á sviði heilbrigðistækni.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2021-09/30/c_665650.htm|titill=IoT industry fuels Wuxi's digital transformation|höfundur=By Liu Tianyang (wuxinews.com.cn) 2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=30. september|ár=2021|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Sama gildir um stafræna tækni í margskonar iðnframleiðslu.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2022-05/11/c_750367.htm|titill=Wuxi boasts thriving industries|höfundur=2022 China Daily (wuxinews.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=11. maí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Atvinnuþróunarsvæði ===
[[Mynd:Ipark5.jpg|alt=Í „Nýhverfi Wuxi“ er „Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“ sem er iðngarður og nýsköpunarsetur fyrir upplýsingatækni.|upright|thumb|Í „Nýhverfi Wuxi“ (Xinwu hverfi) er '''„Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“''' sem er iðngarður og nýsköpunarsetur fyrir upplýsingatækni.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wndonline.cn/2019-07/30/c_482921.htm|title=Wuxi (National) Software Park|website=www.wndonline.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Til að styðja við þessa framþróun hafa nýjar atvinnugreinar verið vistaðar í sérstökum iðngörðum og fríverslunarsvæðum sem bjóða upp á klasastarfssemi ásamt nýsköpunar- og frumkvöðlasetur í viðkomandi atvinnugrein. Alls eru sex slíkir iðngarðar og atvinnuþróunarsvæði í borginni.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/developmentzones.html|title=Development Zones|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small><small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Árið 1992 var stofnað svokallað „Nýhverfi Wuxi“ (WND) nú nefnt Xinwu hverfi, sem nær yfir svæði sem er 220 ferkílómetrar.<small><ref>{{Citation|title=Xinwu District, Wuxi|date=2022-04-17|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Xinwu_District,_Wuxi&oldid=1083254871|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small> Þar er ''Wuxi hátæknþróunarsvæðið'', ''Flugiðnaðargarður Wuxi'', og ''„Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“'', svo nokkuð sé nefnt.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Sem dæmi þá eru þar um 1.000 hugbúnaðar- og útvistunarfyrirtæk á sviði upplýsingatækni, þar á meðal nokkur af stærstu fyrirtækjum heims, eins og Microsoft, Intel, Oracle, IBM, NTT data, Fujitsu, Pactera, ChinaSoft International og Unissoft.<small><ref>{{Citation|title=Xinwu District, Wuxi|date=2022-04-17|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Xinwu_District,_Wuxi&oldid=1083254871|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Á Jiangyin hátæknisvæðinu sem stofnað var árið 1992, eru leiðandi atvinnugreinar á borð við framleiðslu nýrra málmefniþa, háþróaðs samskiptabúnaðar, og líftæknilyfja.
Önnur dæmi um iðngarða eða sérstök atvinnuvaxtarsvæði eru: ''Xishan efnahags- og tækniþróunarsvæðið''; ''Wuxi Liyuan efnahagsþróunarsvæðið''; ''„Wuxi landslagsborgin“'' (þar sem eru meðal annars: „Stafrænir iðnaðargarðar Wuxi“ og „Ferðaþjónustugarður Wuxi við Tai vatn“); og ''„Jiangsu Jiangyin Lingang efnahagsþróunarsvæðið“''.
== Tengt efni ==
[[Mynd:Nanning Wuxi Anghu Park (15460514486).jpg|alt=Wuxi-óperan, aldargamalt óperuform Xiju, er enn vinsæl. Þar leika karlar bæði kyn í dreifbýlissögum siðferðisátaka og gráðugra húsráðenda. Reynt er að höfða til yngri kynslóða.|upright|thumb|'''Wuxi-óperan''', aldargamalt óperuform Xiju, er enn vinsæl. Þar leika karlar bæði kyn í dreifbýlissögum siðferðisátaka og gráðugra húsráðenda.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2018-04/20/content_36065274.htm|titill=Wuxi Opera|höfundur=2022 China Daily (chinadaily.com.cn).|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government.|ár=22|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-07/21/c_792218.htm|titill=Century-old Xiju Opera still shines|höfundur=2022 China Daily (gowuxi.com)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=21. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
* [http://en.wuxi.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wuxi'''] Yfirgripsmiklar upplýsingar á ensku og kínversku um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur, fréttir, o.fl.
* Vefsíða Wikitravel [https://wikitravel.org/en/Wuxi '''Wuxi'''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/wuxi/ Travel China Guide: '''Wuxi'''] Knappar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Héraðið [[Jiangsu]] í austurhluta [[Kína]].
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wuxi|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wuxi|titill=Britannica: Wuxi|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=10. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
bd4k5rxqdnepqdzns7srwmu2s5tvpom
1765849
1765848
2022-08-23T18:21:09Z
Dagvidur
4656
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Wuxi-bird-view.PNG|alt=Horft yfir Wuxi borg í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.|hægri|thumb|450x450dp|'''Horft yfir Wuxi borg''' í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.]]
[[Mynd:Wuxi-location-MAP-in-Jiangsu-Province-China.jpg|alt=Staðsetning Wuxi borgar í Jiangsu héraði í Kína.|thumb|'''Staðsetning Wuxi''' í Jiangsu héraði í Kína.]]
[[Mynd:Jichang Yuan.jpg|alt=Jichang garðurinn í Liangxi hverfi Wuxi er frægur kínverskur garður. Hann er sagður fyrirmynd Xiequ garðsins í Sumarhöll Pekingborgar og Guo Ran Da Gong í Yuanming Yuan í Peking.|right|thumb|'''Jichang garðurinn''' í Liangxi hverfi Wuxi er frægur kínverskur garður byggður á tíma Mingveldisins (1368-1644). Hann er sagður fyrirmynd Xiequ garðsins í Sumarhöll Pekingborgar og Guo Ran Da Gong í Yuanming Yuan í Peking.<small><ref>{{Citation|title=Jichang Garden|date=2022-03-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Jichang_Garden&oldid=1075270548|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2021-04/06/c_608850.htm|titill=Ancestral temples of Huishan|höfundur=2022 China Daily (chinadaily.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|ár=2022|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
'''Wuxi''' ''([[kínverska]]:無錫; [[Pinyin|rómönskun:]] Wúxī; (WOO-shee)'' er stórborg í suðurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í austurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].
Wuxi er staðsett meðfram [[Mikliskurður|Miklaskurði]] á mótum þess farvegs við staðbundnar ár nálægt norðausturhorni [[Tai vatn|Tai-vatns]]. Í gegnum borgina liggur þétt net skurða og skipgengra vatnaleiða í suðurhluta [[Jangtse]]<nowiki/>- fljótsins. Borgin er um 135 kílómetra norðvestur af miðborg [[Sjanghæ]], á milli borganna [[Changzhou]] og [[Suzhou]].
Wuxi er fræg sögu- og menningarborg Kína og ein helsta ferðamannaborg landsins. Borgin státar af meira en 3.000 ára sögu og djúpstæðum menningararfi. Hún var heimili Wu-menningar í fornöld og hefur ríka sögulega arfleifð. Í henni eru 31 mikilvægir sögustaðir er njóta verndar ríkisins, 11 staðir sem hafa sterka skírskotun til kínversks menningararfs, auk 60 safna og minnisvarða.
Wuxi er ekki aðeins hefðbundin fisk- og hrísgrjónavatnaborg við Jangtse fljót, heldur einnig vagga nútíma kínverskrar þjóðariðnaðar og ein efnahagsmiðstöða Kína, með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst sterkum einkafyrirtækjum.
Á kínverskan mælikvarða er Wuxi borg hagsældar. Sterk vísbending um efnahagslega velferð er landsframleiðsla á mann. Þar var Wuxi borg árið 2021 efst allra stórra og meðalstórra kínverskra borga Kína.<small><ref name=":3">{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-02/11/c_706654.htm|titill=Wuxi tops Chinese cities in per capita GDP in 2021|höfundur=2022 China Daily - wuxinews.com.cn|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=11. febrúar|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Héraðsborgin Wuxi nær yfir 4.627 ferkílómetra lands. Hún hefur lögsögu yfir 5 hverfum og tveimur sýsluborgum. Árið 2020 bjuggu á stórborgarsvæði Wuxi um 7,5 milljónir manna en 4 milljónir í kjarnaborginni.
==Saga==
[[Mynd:Taibo_statue,_Taibo_Temple,_Wuxi.jpg|alt=Stytta af Taibo, í Taibo hofinu í Xinwu hverfi Wuxi. Taibo stofnaði Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.|upright|thumb|'''Stytta af Taibo''' í Taibo hofinu í Xinwu hverfi. Taibo stofnaði Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.]]
[[Mynd:Nanchan Pagoda Wuxi.jpg|alt=Mahavira salur Nanchan búddistahofsins í suðurhluta Wuxi.
|upright|thumb|'''Mahavira salur''' Nanchan [[Búddismi|búddahofsins]] í suðurhluta Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=南禪寺 (無錫)|date=2022-02-13|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E7%A6%AA%E5%AF%BA_(%E7%84%A1%E9%8C%AB)&oldid=70147432|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:MaaguxianshouWXM.jpg|upright|thumb|'''„Magu býður langlífi“''' í Wuxi safninu. Magu er gyðja langlífs og verndari kvenna í fornum kínverskum goðsögnum og [[Daoismi|Taoisma]].<small><ref>{{Citation|title=Magu (deity)|date=2022-04-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Magu_(deity)&oldid=1084177384|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:清光绪年间无锡县城区图.jpg|alt=Kort af Wuxi árið 1881.|upright|thumb|Kort af Wuxi árið 1881.]]
[[Mynd:Wuxi Qingming Qiao 2015.04.24 18-56-40.jpg|alt=Qingming brúin yfir Miklaskurð í Liangxi hverfi Wuxi.|upright|thumb|'''Qingming brúin''' yfir [[Mikliskurður|Miklaskurð]] í Liangxi hverfi Wuxi.]]
Wuxi státar af meira en 3.000 ára sögu og djúpstæðum menningararfi sem einn af elstu þéttbýlisstöðum við [[Jangtse|Jangtsefljót]]. Borgin er ein vagga Wu-menningar í fornöld og hefur ríka sögulega arfleifð. Wu vísar til þess svæðis í Kína sem miðast við [[Tai vatn|Tai-vatn]] á Jiangnan svæðinu er liggur suður af Jangtse fljóti. <small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
=== Fornsaga ===
Í borginni eru 31 mikilvægir sögustaðir er njóta verndar ríkisins, 11 staðir sem hafa sterka skírskotun til kínversks menningararfs og 60 söfn og minnisvarðar.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-03/25/c_664458.htm|titill=Wuxi. Overview|höfundur=China Daily- 2022|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government.|ár=2022|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Á svokölluðu vor- og hausttímabili í sögu Kína (770–476 f.Kr.) bjuggu staðbundnir Baiyue ættbálkar sem nefndir voru „Gou Wu“ á landsvæði þar sem nútímaborgirnar Wuxi og Suzhou liggja. Þessir ættbálkar mynduðu þorp í hæðunum við votlendið umhverfis Tai-vatn.<small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
Skráð saga Wuxi hófst við lok tíma Shangveldisins (1600–1046 f.Kr.).<small><ref>{{Citation|title=吴国|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%90%B4%E5%9B%BD&oldid=72743972|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-21}}</ref></small> Forn sagnfræðirit Sima Qian sagnfræðings (145 f.Kr.- 91 f.Kr.)<small><ref>{{Citation|title=Records of the Grand Historian|date=2022-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Records_of_the_Grand_Historian&oldid=1099964113|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> greina frá því að Taibo (um 1150 f.Kr.) frændi konungs Zhouveldisins hafi stofnað Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2021-12-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1060598437|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Taibo siðað heimamenn og bætti landbúnað þeirra og áveitustjórn.<small><ref name=":4">{{Vefheimild|url=http://www.chinadaily.com.cn/m/jiangsu/wuxi/pdf/GettoknowWuxithrough10surnames.pdf|titill=Get to know Wuxi through 10 surnames|höfundur=Information Office of Wuxi Municipal Government|útgefandi=Information Office of Wuxi Municipal Government|ár=2017|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Síðar flutti Wu hirðin til Gusu þar sem nútíma Suzhou liggur. Wu-ríkið stóð frá 12. öld f.Kr.– 473 f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=吴国|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%90%B4%E5%9B%BD&oldid=72743972|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2022-08-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1105292388|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
=== Keisaratímar ===
Í tíma Qinveldisins tilheyrði Wuxi Kuaiji-sýslu.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Svæðið í Wuxi var upphaflega þekkt vegna [[Tin|tinnáma]] sem þar voru, en þegar sýslan var stofnuð árið 202 f.Kr. á tímum [[Hanveldið|Vestur-Hanveldisins]] (206 f.Kr.–25 e.Kr.), voru þær námur uppurnar og þéttbýlið fékk fékk því nafnið Wuxi („án tins“). Frá lokum 3. aldar var borgin umdæmi undir stjórn herforingja Biling borgar (síðar nefnd [[Changzhou]]) og hélst svo nema í stuttan tíma undir stjórn [[Júanveldið|Júanveldisins]] (1206– 1368), þegar svæðið var gert að sjálfstæðu héraði.<small><ref name=":0">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wuxi|titill=Encyclopedia Britannica: Wuxi|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia|útgefandi=Britannica, The Editors of Encyclopaedia|mánuður=10. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Frá fyrstu tíð hefur svæðið í kringum [[Tai vatn|Tai-vatn]] verið mjög frjósamt. [[Landbúnaður]] og [[Silki|silkiiðnaður]] blómstraði í Wuxi. Eftir að gerð [[Mikliskurður|Miklaskurðar]] lauk árið 609 varð Wuxi umskipunarmiðstöð fyrir skattkorn ætlað höfuðborginni. Þar myndaðist einn stærsti kornmarkaður Kína, þar sem mikið magn hrísgrjóna var meðhöndlað.<small><ref name=":1">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Þróað hagkerfi hraðaði þéttbýlismyndun. Borgin varð aðsetur afar auðugra kaupmanna og milliliða. Þessi hagsæld viðskipta hafði mikil áhrif á bókmenntir og námstofnanir í svæðinu suðurhluta Jangtse.<small><ref name=":4" /></small> Wuxi varð einn af mikilvægum fæðingarstöðum koparprentunar og Kunqu formi Kínverskrar [[Ópera|óperu]].
Árið 1724 var Wuxi orðin mjög fjölmenn sýsla og því var austurhluti hennar aðskilinn og gerður að Jinkui-sýslu. Bæði Wuxi og Jinkui voru gjörsamlega eyðilögð í [[Taiping-uppreisnin|Taiping-uppreisninni]] (1850-1864), þegar næstum 2/3 íbúanna voru drepnir. Mannfallið var gríðarlegt. Fjöldi „hæfra karlmanna“ í sýslunum, sem hafði verið 339.549 og 258.934 árið 1830, féll niður í 72.053 og 138.008 árið 1865.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> <small><ref>{{Cite book|script-title=zh:江苏省志・人口志|publisher=Fangzhi Publishing House|isbn=978-7-801-22526-9|pages=58–9 |trans-title=Jiangsu Provincial Gazetteer, Volume on Demography|year=1999}}</ref></small>
Á tíma [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1636–1912) blómstraði bómullar- og silkiframleiðsla í Wuxi. Viðskipti jukust með alþjóðlegri opnun „sáttamálahafna“ byggðum á [[Nanking-sáttmálinn|friðarsáttmála]] sem batt enda á [[Fyrra ópíumstríðið|fyrsta ópíumstríðið]] (1839–1842) milli [[Breska heimsveldið|Breska heimsveldisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] í Kína. Þetta voru Sjanghæ árið 1842; og [[Zhejiang|Zhenjiang]] og [[Nanjing]] árið 1858. Woxi naut uppgangs þeirra borga. Hún varð miðstöð textíliðnaðar í Kína. Textílverksmiðjur voru byggðar árið 1894 og silkispólunarstöðvar byggðar árið 1904.
Þegar [[Mikliskurður]] hrundi eftir 1850, hélt Wuxi mikilvægi sínu sem svæðisbundinn hrísgrjónamarkaður. Þaðan var korn flutt til [[Sjanghæ]], um 130 kílómetra til suðausturs; auk sjóleiðarinnar til [[Tianjin]] borgar í norðri. Viðskipti með korn jukust enn frekar eftir 1908 þegar komið var á járnbrautartengingu til Sjanghæ, Zhenjiang og Nanjing í norðvestri.
Jinkui sýsla sameinaðist að nýju Wuxi-sýslu við upphaf lýðveldisins árið 1912.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
{{Breið mynd|康熙南巡图第七卷局部.jpg|4500px|<small>'''„Kangxi suðurferðin“''' árið 1698. - Á blómaskeiði [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1636–1912) fóru Kangxi keisari (1654–1722) og Qianlong keisari (1711–1799) sex sinnum suður til [[Jangtse]]-fljóts og heimsóttu Jichang-garðinn í Huishan, Wuxi.
Hirðmálarinn Wang Hui skóp þessa 29,32 metra (8.8 cm x 2932.4 cm) löngu málverkarollu árið 1698 um „Kangxi suðurferðina“. Auk listræns gildis er verkið talið ómetanlegur vitnisburður um ástand lands og borgar, ásamt lýsingu daglegs kínversks lífs þess tíma. Myndarolluna má skoða líkt og þú værir á ferð um borgina og umhverfi hennar. Myndin sýnir einungis hluta af sjöunda bindi „Kangxi suðurferðarinnar“. Frá hægri til vinstri eru: Wuxi Huishan; Xishan (nú hverfi í Wuxi); Qinyuan (nú Jiangyin undirborg Wuxi); Huangputun (nú Huangbutun); og síðan Wuxi sýsla, sem liggur framhjá Xin'an bænum (nú Binhu hverfi) til Hushu (nú undirhverfi) [[Suzhou]]. <small><ref>{{Vefheimild|url=https://search.museums.ualberta.ca/21-20555|titill=2004.19.75.1 - Kangxi Emperor's Southern Inspection Tour, Scroll Seven: Wuxi to Suzhou, Mactaggart Art Collection.|höfundur=Hirðmálarinn Wang Hui árið 1698|útgefandi=University of Alberta Museums Search Site|ár=1698|mánuðurskoðað=23. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> <small><ref>{{Citation|title=康熙帝南巡|date=2022-02-23|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%BA%B7%E7%86%99%E5%B8%9D%E5%8D%97%E5%B7%A1&oldid=70311830|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>}}</small>
=== Lýðveldistími ===
[[Mynd:Bundesarchiv Bild 183-S34828, Japanisch-Chinesischer Krieg.jpg|alt=Japanskir hermenn í Wuxi í desember 1937 á leið til Nanking.|upright|thumb|'''Japanskur innrásarher''' í Wuxi í desember 1937 á leið sinni til Nanking.]]
Þegar seinna [[Seinna stríð Kína og Japans|stríðið við Japan]] braust út árið 1937 varð Wuxi fyrir miklu áfalli. Sjanghæ sem er nálægt Wuxi og mjög tengd efnahagslega, varð fyrir miklum árásum. Verksmiðjur og byggingar urðu fyrir miklu tjóni eða gjöreyðilagðust vegna sprengjuárása japanskra flugvéla.
Eftir sigur gegn Japönum árið 1945 var efnahagur Wuxi endurreistur og fjárfestingar jukust. [[Kínverska borgarastyrjöldin|Borgarastyrjöld]] milli Lýðveldissinna og [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnista]] hafði síðan óhjákvæmilega áhrif á efnahag borgarinnar. Frelsisher kommúnista hertók síðan borgina 23. apríl 1949. Um miðjan júní var yfirtöku borgarinnar í grundvallaratriðum lokið.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
==== Tímar Alþýðulýðveldis ====
[[Mynd:Wuxi_Museum_2018.jpg|alt=Wuxi safnið í Liangxi hverfi er yfirgripsmikið safn staðbundinnar sögu og lista.|upright|thumb|'''Wuxi safnið''' í Liangxi hverfi er yfirgripsmikið safn staðbundinnar sögu og lista.<small><ref>{{Citation|title=无锡博物院|date=2022-02-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%8D%9A%E7%89%A9%E9%99%A2&oldid=69953384|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2020-04/24/c_489066.htm|titill=Wuxi Museum|höfundur=2022 China Daily (wuxinews.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=24. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
Frá 1949 eftir valdatöku kommúnista hefur vægi borgarinnar sem landsbundin viðskiptamiðstöð minnkað, þó að hlutverk hennar sem dreifingar- og söfnunarmiðstöð fyrir Tai vatnasvæðið hafi haldið.<small><ref name=":0" /></small>
Auk viðskipta með hrísgrjón og bómullar- og silkiframleiðslu voru aðrar mikilvægar atvinnugreinar borgarinnar hveitimölun, hrísgrjónavinnsla og olíuvinnsla. Frá fimmta áratug síðustu aldar hefur iðnþróun verið hröð. Textíl- og matvælaiðnaðurinn hefur stækkað og færður til nútímahorfs. Borgin er orðin miðstöð verkfræðiiðnaðar, sérstaklega fyrir vélasmíði auk framleiðslu rafbúnaðar, kapla og textílvéla af ýmsum toga; í seinni tíð hefur framleiðsla lyfja og ýmissa efna orðið æ mikilvægari.<small><ref name=":0" /></small>
Hraðbraut milli Sjanghæ og Nanjing liggur í gegnum borgina, með afreinum sem teygja sig frá borginni til sýsluborga Wuxi, norður til Jiangyin og suðvestur til Yixing. Frá árinu 2004 hefur staðbundinn flugvöllur veitir flugþjónustu til nokkurra stórborga landsins.<small><ref>{{Citation|title=Sunan Shuofang International Airport|date=2022-08-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Sunan_Shuofang_International_Airport&oldid=1105089148|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Árið 2014 opnuðu fyrstu tvær borgarlestarlínur Wuxi. Nú eru þær fjórar og sex aðrar neðanjarðarlínur í undirbúningi.<small><ref>{{Citation|title=Wuxi Metro|date=2022-04-12|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi_Metro&oldid=1082348735|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Ferðaþjónusta hefur orðið sífellt mikilvægari. Umhverfi Wuxi inniheldur marga þekkta fallega staði sem hafa verið varðveittir vandlega, ásamt ýmsum borgargörðum og sögulegum stöðum. Í dag hefur iðnþróun verið takmörkuð nærri [[Tai vatn|Tai-vatni]], sem er eitt helsta aðdráttarafl ferðaþjónustu borgarinnar. Þar var þó iðnaðargarður með sérstakri áherslu á vísindi og tækni stofnaður árið 2006.
=== Borg hagvaxtar og mengunar ===
[[Mynd:Jiangyin Yangtze River bridge-2.jpeg|alt=Jiangyin Jangtse brúin er 1.385 metra hengibrú yfir Jangtse fljót í Wuxi borg. Hún tengir sýsluborgina Jiangyin sunnan árinnar við Jingjiang undirborg Taizhou, í norðri. Um brúna liggur G2 Peking-Sjanghæ Hraðbrautin.|upright|thumb|'''Jiangyin Jangtse hengibrúin''' er 1.385 metra löng yfir Jangtse fljót í Wuxi borg. Um brúna liggur G2 Peking-Sjanghæ Hraðbrautin.<small><ref>{{Citation|title=Jiangyin Yangtze River Bridge|date=2022-08-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Jiangyin_Yangtze_River_Bridge&oldid=1104313456|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Með efnahagslegri opnun Kína á síðustu tveimur áratugum síðustu aldar, hefur efnahagur Wuxi náð sér á strik með miklum vexti einkafyrirtækja. Árið 1981 var hún opinberlega skráð sem ein 15 kínverskra borga sem tóku þátt í þessari efnahagslegu opnum og árið 1985 var borgin formlega viðurkennd sem opin borg í sérstöku efnahagssvæði Jangtse óshólmasvæðisins. Í kjölfarið voru fríverslunarsvæði og iðngarðar opnaðir fyrir miklum erlendum fjárfestingum. Wuxi tók þá flugið sem mikil iðnaðar- og viðskiptaborg.<small><ref name=":1" /></small>
Landsframleiðsla á mann er mikilvægur mælikvarði á efnahagslega velferð. Árið 2021 var var Wuxi borg þar í fyrsta sæti allra stórra og meðalstórra borga Kína.<small><ref name=":3" /></small>
Hröð iðnþróun og þéttbýli síðustu áratuga tekið sinn toll á umhverfi. Tai vatn sem er þriðja stærsta ferskvatnsvatn Kína, hefur undanfarin ár verið þjakað af mengun vegna iðnþróunar nærliggjandi svæða.<small><ref>{{Citation|title=Lake Tai|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Lake_Tai&oldid=1098108667|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Förgun efna og skólps úti í vatnið í upphafi 21. aldar hefur valdið myndun eitraðra [[Blágerlar|blágerla]] eða þörungar á yfirborði vatnsins.<small><ref>{{Citation|title=2007年太湖蓝藻污染事件|date=2022-08-02|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=2007%E5%B9%B4%E5%A4%AA%E6%B9%96%E8%93%9D%E8%97%BB%E6%B1%A1%E6%9F%93%E4%BA%8B%E4%BB%B6&oldid=73035341|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-18}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.wilsoncenter.org/publication/taihu-green-wash-or-green-clean|title=Taihu: Green Wash or Green Clean? {{!}} Wilson Center|website=www.wilsoncenter.org|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Það hefur ógnað gæðum drykkjarvatns þeirra sem búa við vatnið. Á síðari árum hafa stjórnvöld ráðist í umfangsmikla hreinsun og verndun vatnsins.<small><ref>{{Cite web|url=https://chinadialogue.net/en/pollution/4767-long-struggle-for-a-cleaner-lake-tai/|title=Long struggle for a cleaner Lake Tai|date=2012-02-14|website=China Dialogue|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Mörgum verksmiðjum hefur nú verið lokað og reglum um umgengni við vatnið hertar til að bæta vatnsgæði og til að ná líffræðilegri endurheimt.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.greenpeace.org/international/story/7040/biological-restoration-of-water-and-land|title=Biological Restoration of water and land|website=Greenpeace International|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Enn er þó mikið starf óunnið í þeim efnum.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.canr.msu.edu/csis/uploads/files/Qin-et-al.-Science-Bulletin-2019.pdf|titill=Why Lake Taihu continues to be plagued with cyanobacterial blooms through 10 years (2007–2017) efforts|höfundur=Boqiang Qin, Hans W. Paerl, Justin D. Brookes, Jianguo Liu, Erik Jeppesen, Guangwei Zhu, Yunlin Zhang, Hai Xu, Kun Shi, Jianming Deng|útgefandi=Science Bulletin: Volume 64, Issue 6, 30 March 2019, Pages 354-356|mánuður=30. mars|ár=2019|mánuðurskoðað=16. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
==Landafræði==
[[Mynd:Wuxi NASA.png|alt=Þéttbýli Wuxi-borgar sést á þessari gervihnattamynd NASA. Mikliskurður er þar áberandi í borgarmyndinni.|upright|thumb|'''Þéttbýli Wuxi-borgar''' á [[Gervihnattarmynd|gervihnattamynd]] [[NASA]]. Ef grannt er skoðað sést hvað [[Mikliskurður]] er áberandi í borgarmyndinni.]]
[[Mynd:Yixing, Wuxi, Jiangsu, China - panoramio (1).jpg|alt=Bambusskógur í Yixing undirborg Wuxi.|upright|thumb|'''Bambusskógur í Yixing''' undirborg Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Yixing|date=2022-06-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Yixing&oldid=1091495497|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:長廣溪濕地.jpg|alt=Frá Chang Guangxi votlendisgarðinum í Binhu hverfi Wuxi borgar.|upright|thumb|Frá '''Chang Guangxi votlendisgarðinum''' í Binhu hverfi Wuxi borgar.<small><ref>{{Citation|title=长广溪湿地公园|date=2021-10-28|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E9%95%BF%E5%B9%BF%E6%BA%AA%E6%B9%BF%E5%9C%B0%E5%85%AC%E5%9B%AD&oldid=68405406|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Wuxi-borg er staðsett í suðausturhluta [[Jiangsu]]-héraðs. Hún liggur að [[Suzhou]]-borg í austri; með [[Tai vatn|Tai vatnið]] í suðri, handan vatnsins frá Huzhou borg í [[Zhejiang]] héraði; og [[Changzhou]] borg í vestri.
Sýsluborgin Yixing, ein tveggja undirborga Wuxi, er aðskilin frá borginni af Wujin hverfi Changzhou borgar, og hefur sem hólmlenda enga landtenging við Wuxi.
Heildarflatarmál Wuxi er 4.627 ferkílómetrar, þar af eru 782 ferkílómetrar fjöllótt og hæðótt land, sem eru 17% af heildarflatarmáli borgarinnar.
Wuxi er dæmigerður vatnabær í suðurhluta [[Jangtse]]<nowiki/>-fljótsins, með þéttriðið net skurða og vatnaleiða, sem og fjölmörg vötn, er mynda frárennsli, flutninganet og votlendisgarða. Vatnsyfirborðið er 1.342 ferkílómetrar, eða 29% af heildarflatarmáli borgarinnar.<small><ref name=":2">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Í vatnskerfi borgarinnar eru 5.983 árfarvegir með heildarlengd 6.998 kílómetra, þar á meðal Peking-Hangzhou hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]]. Samkvæmt varfærnu mati hafa meira en 1.000 árfarvegir í borgarlandinu verið urðaðir til vegagerðar frá árinu 1949.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Jangtse óshólmasvæðið er láglent landslag sem einkennist af sléttum, yfirleitt undir 3,5 metrum yfir sjávarmáli, þar sem lægsti punktur er undir 2 metrum yfir sjávarmáli. Hluti svæðisins frá norðri til Jiangyin sýsluborgar Wuxi, var Furong vatn í fornöld sem hvarf smám saman á tíma Song- og Mingveldanna.<ref name=":2" />
Mashan svæðið í Binhu hverfi borgarinnar er hæðótt landsvæði við Tai stöðuvatnið; Í Yixing-sýsluborginni eru Yili-fjöll, sem eru lág fjöll og hæðir. Hæsti punkturinn 611,5 metrar er Huangtading fjall í suðri, næsthæsta tinds Jiangsu-héraðs.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-03/25/c_664458_2.htm|title=Overview|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
==Lýðfræði==
[[Mynd:Sanliqiao_Catholic_Church.jpg|alt=Kirkja heilags Jósefs er rómversk-kaþólsk kirkja í Beitang hverfi Wuxi borgar. Upphaflega kirkjan var byggð árið 1640, á tíma Mingveldisins (1368–1644).|upright|thumb|'''Kirkja heilags Jósefs''' er rómversk-kaþólsk kirkja í Beitang hverfi Wuxi borgar. Upphaflega kirkjan var byggð árið 1640, á tíma Mingveldisins (1368–1644).<small><ref>{{Citation|title=Saint Joseph's Church, Wuxi|date=2021-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Saint_Joseph%27s_Church,_Wuxi&oldid=1034206984|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Wuxi borg er fjölmenn borg. Þéttbýlast er miðborgasvæðið (Lianxi, Binhu og Xinwu hverfin, auk aðliggjandi hluta Huishan og Xishan hverfa). Í útjaðrinum, í sýsluborgunum Jiangyin og Yixing, er dreifbýlið meira með þorpum og nýbyggingasvæðum.
Árið 2020 þegar síðasta manntal var gert í Kína, var íbúafjöldi borgarkjarna Wuxi 3.956.985 en íbúafjöldi undir lögsögu borgarinnar var 7.462.135.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://tj.jiangsu.gov.cn/art/2021/5/18/art_80066_9819836.html|titill=Bulletin of the Seventh National Census of Jiangsu Province (No. 2)|höfundur=Jiangsu Provincial Bureau of Statistics|útgefandi=Office of the Leading Group for the Seventh National Census of Jiangsu Province|mánuður=18. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Mikill meirihluti íbúa eru Han-kínverjar, en önnur þjóðarbrot á borð við Hui og Miao þjóðerni eru fámennari. Frumbyggjar Wuxi tala Wuxi mállýskuna eða Suzhou mállýsku.<small><ref>{{Citation|title=Уси|date=2022-08-19|url=https://ru.wikipedia.org/w/index.php?title=%D0%A3%D1%81%D0%B8&oldid=124949730|work=Википедия|language=ru|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Meirihluti þeirra sem trúaðir eru stundar [[Búddismi|búddisma]], [[Daoismi|taóisma]] og [[þjóðtrú]]. Að auki hefur borgin umtalsverð samfélög [[Múslimar|múslima]], [[Kaþólikkar|kaþólikka]] og [[Mótmælendatrú|mótmælenda]].<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
== Stjórnsýsla ==
[[Mynd:Wuxi, Jiangshu2.jpg|alt=Fjölmenni kallar á mörg hús. Hér er eitt hverfið nýbyggt 2009.|upright|thumb|Fjölmennið kallar á mörg hús. Hér er eitt hverfið nýbyggt 2009.]]
Undir lögsögu Wuxi borgar eru fimm hverfi og tvær borgir á sýslustigi. Þessi hverfi eru Liangxi, Xishan, Huishan, Xinwu, og Binhu (vatnahverfið). Undirborgirnar eru Jiangyin borg og Yixing borg.
Þessum stjórnsýslueiningum er síðan skipt niður í 73 sveitarfélög, þar af 59 bæi og 24 undirhverfi.
Borgin nær yfir svæði sem er um 4.628 ferkílómetrar og borgarstjórnin hefur aðsetur í Liangxi hverfi.<small><ref>{{Citation|title=无锡市行政区划|date=2022-01-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82%E8%A1%8C%E6%94%BF%E5%8C%BA%E5%88%92&oldid=69788706|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Að auki hefur Wuxi komið á fót eftirfarandi efnahagssvæðum og iðngörðum. Þar á meðal eru: ''Xishan efnahags- og tækniþróunarsvæðið''; ''Wuxi Liyuan efnahagsþróunarsvæðið''; ''„Wuxi landslagsborgin“'' (þar eru á meðal: ''„Stafrænir iðnaðargarðar Wuxi“'' og ''„Ferðaþjónustugarður Wuxi við Tai vatn“''); ''Jiangyin hátæknisvæðið''; og ''„Jiangsu Jiangyin Lingang efnahagsþróunarsvæðið“''.
[[Mynd:Administrative-Division-Wuxi-Jiangsu-China (Icelandic).png|thumb|right|400px|Stjórnsýsluskipting Wuxi-borgar í hverfi og undirborgir ]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Wuxi
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2018 <ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref><ref>{{Citation|title=无锡市行政区划|date=2022-01-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82%E8%A1%8C%E6%94%BF%E5%8C%BA%E5%88%92&oldid=69788706|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Miðborg</small>'''
|-
| align=left | <small>Liangxi hverfi</small>
| align=left | <small>梁溪区</small>
| align=right| <small>961.500</small>
| align=right| <small>72</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Xishan hverfi</small>
| align=left | <small>锡山区</small>
| align=right| <small>707.700</small>
| align=right| <small>399</small>
|-
| align=left | <small>Huishan hverfi</small>
| align=left | </small>惠山区</small>
| align=right| <small>712.200</small>
| align=right| <small>325</small>
|-
| align=left | <small>Binhu hverfi</small>
| align=left | </small>滨湖区</small>
| align=right| <small>716.000</small>
| align=right| <small>628</small>
|-
| align=left | <small>Xinwu hverfi</small>
| align=left | <small>吴江区</small>
| align=right| <small>569.200</small>
| align=right| <small>220</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Jiangyin borg</small>
| align=left | <small>江阴市</small>
| align=right| <small>1.651.800</small>
| align=right| <small>987<small>
|-
| align=left | <small>Yixing borg</small>
| align=left | <small>宜兴市</small>
| align=right| <small>1.256.100</small>
| align=right| <small>1.997</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="2" style="text-align:center; " |'''<small>Alls:</small>'''
| align="right" |'''<small>6.574.500</small>'''
| align="right" |'''<small>4.627</small>'''
|-
| colspan="4" style="text-align:center; " | <small>''Óformlegar stjórnsýsludeildir:Iðngarðar og atvinnuþróunarsvæði''</small>
|}
==Efnahagur og atvinnulíf==
=== Borg vaxtar ===
[[Mynd:Center 66, Wuxi, China.jpg|alt=„Center 66“ er staðsett í Chong'an viðskiptahverfi borgarinnar.|upright|thumb|Byggingin '''„Center 66“''' er í Chong'an miðlægu viðskiptahverfi Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Center 66|date=2022-06-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Center_66&oldid=1094078612|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:201906_IFS_Wuxi.jpg|alt=Wuxi IFS („Fjármálatorg Wuxi“) sem opnaði 2014, er 339 metra hár, 68 hæða skýjakljúfur, í Liangxi hverfi Wuxi.|upright|thumb|'''„Fjármálatorg Wuxi“''' (Wuxi IFS) sem opnaði 2014, er 339 metra hár, 68 hæða skýjakljúfur, í Liangxi hverfi Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Wuxi IFS|date=2022-02-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi_IFS&oldid=1073205655|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Á kínverskan mælikvarða er Wuxi borg hagsældar. Hún er svæðisbundin viðskiptamiðstöð með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst sterkum einkafyrirtækjum. Áhersla er á fjölbreytt atvinnulíf með uppbyggingu stórra iðnaðargarða sem eru helgaðir nýjum atvinnugreinum.
Sterk vísbending um efnahagslega velferð er landsframleiðsla á mann. Þar var Wuxi borg árið 2021 efst allra stórra og meðalstórra kínverskra borga. Efnahagur borgarinnar blómstrar með fjölbreyttu atvinnulífi og alþjóðlegum fjárfestingum. Meiri hagsæld þýðir komu erlendra verslunar- og smásölufyrirtækja, á borð við IKEA, Bailian, Apple, svo nokkuð sé nefnt.
Þessi þróun hefur einnig breytt ásýnd Wuxi með æ fleiri skýjakljúfum. Þannig opnuðu þrír slíkir árið 2014: Wuxi IFS (339 metrar), Wuxi Suning Plaza 1 (328 metrar) og Wuxi Maoye City - Marriott Hotel (304 metrar).<small><ref>{{Citation|title=Wuxi|date=2022-08-08|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi&oldid=1103178618|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Citation|title=Center 66|date=2022-06-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Center_66&oldid=1094078612|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Citation|title=无锡茂业城-万豪国际酒店|date=2021-12-19|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E8%8C%82%E4%B8%9A%E5%9F%8E-%E4%B8%87%E8%B1%AA%E5%9B%BD%E9%99%85%E9%85%92%E5%BA%97&oldid=69163185|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
=== Hefðbundin framleiðsla ===
Auk hefðbundinna viðskipta með hrísgrjón og bómullar- og silkiframleiðslu voru aðrar mikilvægar atvinnugreinar borgarinnar framan af hveitimölun, hrísgrjóna- og olíuvinnsla. Frá fimmta áratug síðustu aldar hefur iðnþróun verið hröð. Textíl- og matvælaiðnaðurinn hefur stækkað og færður til nútímahorfs. Borgin er orðin svæðisbundin miðstöð verkfræðiiðnaðar, sérstaklega fyrir vélasmíði auk framleiðslu rafbúnaðar, framleiðslu reiðhjóla- og hemla; kapla og textílvéla af ýmsum toga. Í seinni tíð hefur framleiðsla lyfja og ýmissa efna orðið æ mikilvægari.<small><ref name=":0" /></small>
=== Ferðaþjónusta ===
[[Mynd:Wuxi, Jiangsu - China (13619808523).jpg|alt=Vatnaborgin Wuxi er mikil ferðamannaborg.|upright|thumb|'''Vatnaborgin Wuxi''' er mikil ferðamannaborg.]]
Ferðaþjónusta í borginni er sífellt mikilvægari. Umhverfi Wuxi inniheldur marga þekkta og vel varðveitta staði,borgargarða og sögulega staði. Tai-vatn er eitt helsta aðdráttarafl ferðaþjónustu borgarinnar. Alþjóðlegar hótelkeðjur hafa keppst við að reisa glæsihótel til að anna aukinni eftirspurn: Marriott, Kempinski, Radisson Blu, Sheraton, o.s.frv.
=== Nýjar atvinnugreinar ===
Sterk áhersla er hjá borgaryfirvöldum að gera atvinnulífið enn fjölbreyttara með meiri þátttöku alþjóðlegra fyrirtækja.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/companies.html|title=Companies|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small> Áherslan er á ýmiskonar líftækni, öreindatækni, upplýsingatækni og gagnavinnslu, flug- og samgöngutækni, grænar raforkulausnir á borð við efnarafala fyrir vetnisframleiðslu, sem og iðnhönnun og aðrar skapandi greinar.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2021-03/03/c_598030.htm|titill=Wuxi district looks to develop modern industries|höfundur=2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=3. mars|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small><small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2022-06/23/c_773067.htm|titill=Wuxi's aerospace industry gets boost|höfundur=2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=23. júní|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Til að ýta undir stafræna umbreytingu hefur borgin hvatt til framþróunar iðnaðar byggðum á „Interneti hlutanna“ (IoT), ekki síst á sviði heilbrigðistækni.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2021-09/30/c_665650.htm|titill=IoT industry fuels Wuxi's digital transformation|höfundur=By Liu Tianyang (wuxinews.com.cn) 2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=30. september|ár=2021|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Sama gildir um stafræna tækni í margskonar iðnframleiðslu.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2022-05/11/c_750367.htm|titill=Wuxi boasts thriving industries|höfundur=2022 China Daily (wuxinews.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=11. maí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Atvinnuþróunarsvæði ===
[[Mynd:Ipark5.jpg|alt=Í „Nýhverfi Wuxi“ er „Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“ sem er iðngarður og nýsköpunarsetur fyrir upplýsingatækni.|upright|thumb|Í „Nýhverfi Wuxi“ (Xinwu hverfi) er '''„Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“''' sem er iðngarður og nýsköpunarsetur fyrir upplýsingatækni.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wndonline.cn/2019-07/30/c_482921.htm|title=Wuxi (National) Software Park|website=www.wndonline.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Til að styðja við þessa framþróun hafa nýjar atvinnugreinar verið vistaðar í sérstökum iðngörðum og fríverslunarsvæðum sem bjóða upp á klasastarfssemi ásamt nýsköpunar- og frumkvöðlasetur í viðkomandi atvinnugrein. Alls eru sex slíkir iðngarðar og atvinnuþróunarsvæði í borginni.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/developmentzones.html|title=Development Zones|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small><small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Árið 1992 var stofnað svokallað „Nýhverfi Wuxi“ (WND) nú nefnt Xinwu hverfi, sem nær yfir svæði sem er 220 ferkílómetrar.<small><ref>{{Citation|title=Xinwu District, Wuxi|date=2022-04-17|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Xinwu_District,_Wuxi&oldid=1083254871|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small> Þar er ''Wuxi hátæknþróunarsvæðið'', ''Flugiðnaðargarður Wuxi'', og ''„Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“'', svo nokkuð sé nefnt.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Sem dæmi þá eru þar um 1.000 hugbúnaðar- og útvistunarfyrirtæk á sviði upplýsingatækni, þar á meðal nokkur af stærstu fyrirtækjum heims, eins og Microsoft, Intel, Oracle, IBM, NTT data, Fujitsu, Pactera, ChinaSoft International og Unissoft.<small><ref>{{Citation|title=Xinwu District, Wuxi|date=2022-04-17|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Xinwu_District,_Wuxi&oldid=1083254871|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Á Jiangyin hátæknisvæðinu sem stofnað var árið 1992, eru leiðandi atvinnugreinar á borð við framleiðslu nýrra málmefniþa, háþróaðs samskiptabúnaðar, og líftæknilyfja.
Önnur dæmi um iðngarða eða sérstök atvinnuvaxtarsvæði eru: ''Xishan efnahags- og tækniþróunarsvæðið''; ''Wuxi Liyuan efnahagsþróunarsvæðið''; ''„Wuxi landslagsborgin“'' (þar sem eru meðal annars: „Stafrænir iðnaðargarðar Wuxi“ og „Ferðaþjónustugarður Wuxi við Tai vatn“); og ''„Jiangsu Jiangyin Lingang efnahagsþróunarsvæðið“''.
== Tengt efni ==
[[Mynd:Nanning Wuxi Anghu Park (15460514486).jpg|alt=Wuxi-óperan, aldargamalt óperuform Xiju, er enn vinsæl. Þar leika karlar bæði kyn í dreifbýlissögum siðferðisátaka og gráðugra húsráðenda. Reynt er að höfða til yngri kynslóða.|upright|thumb|'''Wuxi-óperan''', aldargamalt óperuform Xiju, er enn vinsæl. Þar leika karlar bæði kyn í dreifbýlissögum siðferðisátaka og gráðugra húsráðenda.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2018-04/20/content_36065274.htm|titill=Wuxi Opera|höfundur=2022 China Daily (chinadaily.com.cn).|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government.|ár=22|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-07/21/c_792218.htm|titill=Century-old Xiju Opera still shines|höfundur=2022 China Daily (gowuxi.com)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=21. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
* [http://en.wuxi.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wuxi'''] Yfirgripsmiklar upplýsingar á ensku og kínversku um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur, fréttir, o.fl.
* Vefsíða Wikitravel [https://wikitravel.org/en/Wuxi '''Wuxi'''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/wuxi/ Travel China Guide: '''Wuxi'''] Knappar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Héraðið [[Jiangsu]] í austurhluta [[Kína]].
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wuxi|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wuxi|titill=Britannica: Wuxi|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=10. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
k61ti6nppws8ojze3ho99ub6ahxndt8
1765850
1765849
2022-08-23T18:23:18Z
Dagvidur
4656
/* Saga */
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Wuxi-bird-view.PNG|alt=Horft yfir Wuxi borg í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.|hægri|thumb|450x450dp|'''Horft yfir Wuxi borg''' í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.]]
[[Mynd:Wuxi-location-MAP-in-Jiangsu-Province-China.jpg|alt=Staðsetning Wuxi borgar í Jiangsu héraði í Kína.|thumb|'''Staðsetning Wuxi''' í Jiangsu héraði í Kína.]]
[[Mynd:Jichang Yuan.jpg|alt=Jichang garðurinn í Liangxi hverfi Wuxi er frægur kínverskur garður. Hann er sagður fyrirmynd Xiequ garðsins í Sumarhöll Pekingborgar og Guo Ran Da Gong í Yuanming Yuan í Peking.|right|thumb|'''Jichang garðurinn''' í Liangxi hverfi Wuxi er frægur kínverskur garður byggður á tíma Mingveldisins (1368-1644). Hann er sagður fyrirmynd Xiequ garðsins í Sumarhöll Pekingborgar og Guo Ran Da Gong í Yuanming Yuan í Peking.<small><ref>{{Citation|title=Jichang Garden|date=2022-03-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Jichang_Garden&oldid=1075270548|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2021-04/06/c_608850.htm|titill=Ancestral temples of Huishan|höfundur=2022 China Daily (chinadaily.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|ár=2022|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
'''Wuxi''' ''([[kínverska]]:無錫; [[Pinyin|rómönskun:]] Wúxī; (WOO-shee)'' er stórborg í suðurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í austurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].
Wuxi er staðsett meðfram [[Mikliskurður|Miklaskurði]] á mótum þess farvegs við staðbundnar ár nálægt norðausturhorni [[Tai vatn|Tai-vatns]]. Í gegnum borgina liggur þétt net skurða og skipgengra vatnaleiða í suðurhluta [[Jangtse]]<nowiki/>- fljótsins. Borgin er um 135 kílómetra norðvestur af miðborg [[Sjanghæ]], á milli borganna [[Changzhou]] og [[Suzhou]].
Wuxi er fræg sögu- og menningarborg Kína og ein helsta ferðamannaborg landsins. Borgin státar af meira en 3.000 ára sögu og djúpstæðum menningararfi. Hún var heimili Wu-menningar í fornöld og hefur ríka sögulega arfleifð. Í henni eru 31 mikilvægir sögustaðir er njóta verndar ríkisins, 11 staðir sem hafa sterka skírskotun til kínversks menningararfs, auk 60 safna og minnisvarða.
Wuxi er ekki aðeins hefðbundin fisk- og hrísgrjónavatnaborg við Jangtse fljót, heldur einnig vagga nútíma kínverskrar þjóðariðnaðar og ein efnahagsmiðstöða Kína, með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst sterkum einkafyrirtækjum.
Á kínverskan mælikvarða er Wuxi borg hagsældar. Sterk vísbending um efnahagslega velferð er landsframleiðsla á mann. Þar var Wuxi borg árið 2021 efst allra stórra og meðalstórra kínverskra borga Kína.<small><ref name=":3">{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-02/11/c_706654.htm|titill=Wuxi tops Chinese cities in per capita GDP in 2021|höfundur=2022 China Daily - wuxinews.com.cn|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=11. febrúar|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Héraðsborgin Wuxi nær yfir 4.627 ferkílómetra lands. Hún hefur lögsögu yfir 5 hverfum og tveimur sýsluborgum. Árið 2020 bjuggu á stórborgarsvæði Wuxi um 7,5 milljónir manna en 4 milljónir í kjarnaborginni.
==Saga==
[[Mynd:Taibo_statue,_Taibo_Temple,_Wuxi.jpg|alt=Stytta af Taibo, í Taibo hofinu í Xinwu hverfi Wuxi. Taibo stofnaði Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.|upright|thumb|'''Stytta af Taibo''' í Taibo hofinu í Xinwu hverfi. Taibo stofnaði Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.]]
[[Mynd:Nanchan Pagoda Wuxi.jpg|alt=Mahavira salur Nanchan búddistahofsins í suðurhluta Wuxi.
|upright|thumb|'''Mahavira salur''' Nanchan [[Búddismi|búddahofsins]] í suðurhluta Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=南禪寺 (無錫)|date=2022-02-13|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E7%A6%AA%E5%AF%BA_(%E7%84%A1%E9%8C%AB)&oldid=70147432|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:MaaguxianshouWXM.jpg|upright|thumb|'''„Magu býður langlífi“''' í Wuxi safninu. Magu er gyðja langlífs og verndari kvenna í fornum kínverskum goðsögnum og [[Daoismi|Taoisma]].<small><ref>{{Citation|title=Magu (deity)|date=2022-04-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Magu_(deity)&oldid=1084177384|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:清光绪年间无锡县城区图.jpg|alt=Kort af Wuxi árið 1881.|upright|thumb|Kort af Wuxi árið 1881.]]
[[Mynd:Wuxi Qingming Qiao 2015.04.24 18-56-40.jpg|alt=Qingming brúin yfir Miklaskurð í Liangxi hverfi Wuxi.|upright|thumb|'''Qingming brúin''' yfir [[Mikliskurður|Miklaskurð]] í Liangxi hverfi Wuxi.]]
Wuxi státar af meira en 3.000 ára sögu og djúpstæðum menningararfi sem einn af elstu þéttbýlisstöðum við [[Jangtse|Jangtsefljót]]. Borgin er ein vagga Wu-menningar í fornöld og hefur ríka sögulega arfleifð. Wu vísar til þess svæðis í Kína sem miðast við [[Tai vatn|Tai-vatn]] á Jiangnan svæðinu er liggur suður af Jangtse fljóti. <small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
=== Fornsaga ===
Í borginni eru 31 mikilvægir sögustaðir er njóta verndar ríkisins, 11 staðir sem hafa sterka skírskotun til kínversks menningararfs og 60 söfn og minnisvarðar.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-03/25/c_664458.htm|titill=Wuxi. Overview|höfundur=China Daily- 2022|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government.|ár=2022|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Á svokölluðu vor- og hausttímabili í sögu Kína (770–476 f.Kr.) bjuggu staðbundnir Baiyue ættbálkar sem nefndir voru „Gou Wu“ á landsvæði þar sem nútímaborgirnar Wuxi og Suzhou liggja. Þessir ættbálkar mynduðu þorp í hæðunum við votlendið umhverfis Tai-vatn.<small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
Skráð saga Wuxi hófst við lok tíma Shangveldisins (1600–1046 f.Kr.).<small><ref>{{Citation|title=吴国|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%90%B4%E5%9B%BD&oldid=72743972|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-21}}</ref></small> Forn sagnfræðirit Sima Qian sagnfræðings (145 f.Kr.- 91 f.Kr.)<small><ref>{{Citation|title=Records of the Grand Historian|date=2022-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Records_of_the_Grand_Historian&oldid=1099964113|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> greina frá því að Taibo (um 1150 f.Kr.) frændi konungs Zhouveldisins hafi stofnað Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2021-12-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1060598437|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Taibo siðað heimamenn og bætti landbúnað þeirra og áveitustjórn.<small><ref name=":4">{{Vefheimild|url=http://www.chinadaily.com.cn/m/jiangsu/wuxi/pdf/GettoknowWuxithrough10surnames.pdf|titill=Get to know Wuxi through 10 surnames|höfundur=Information Office of Wuxi Municipal Government|útgefandi=Information Office of Wuxi Municipal Government|ár=2017|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Síðar flutti Wu hirðin til Gusu þar sem nútíma Suzhou liggur. Wu-ríkið stóð frá 12. öld f.Kr.– 473 f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=吴国|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%90%B4%E5%9B%BD&oldid=72743972|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2022-08-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1105292388|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
=== Keisaratímar ===
Í tíma Qinveldisins tilheyrði Wuxi Kuaiji-sýslu.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Svæðið í Wuxi var upphaflega þekkt vegna [[Tin|tinnáma]] sem þar voru, en þegar sýslan var stofnuð árið 202 f.Kr. á tímum [[Hanveldið|Vestur-Hanveldisins]] (206 f.Kr.–25 e.Kr.), voru þær námur uppurnar og þéttbýlið fékk fékk því nafnið Wuxi („án tins“). Frá lokum 3. aldar var borgin umdæmi undir stjórn herforingja Biling borgar (síðar nefnd [[Changzhou]]) og hélst svo nema í stuttan tíma undir stjórn [[Júanveldið|Júanveldisins]] (1206– 1368), þegar svæðið var gert að sjálfstæðu héraði.<small><ref name=":0">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wuxi|titill=Encyclopedia Britannica: Wuxi|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia|útgefandi=Britannica, The Editors of Encyclopaedia|mánuður=10. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Frá fyrstu tíð hefur svæðið í kringum [[Tai vatn|Tai-vatn]] verið mjög frjósamt. [[Landbúnaður]] og [[Silki|silkiiðnaður]] blómstraði í Wuxi. Eftir að gerð [[Mikliskurður|Miklaskurðar]] lauk árið 609 varð Wuxi umskipunarmiðstöð fyrir skattkorn ætlað höfuðborginni. Þar myndaðist einn stærsti kornmarkaður Kína, þar sem mikið magn hrísgrjóna var meðhöndlað.<small><ref name=":1">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Þróað hagkerfi hraðaði þéttbýlismyndun. Borgin varð aðsetur afar auðugra kaupmanna og milliliða. Þessi hagsæld viðskipta hafði mikil áhrif á bókmenntir og námstofnanir í svæðinu suðurhluta Jangtse.<small><ref name=":4" /></small> Wuxi varð einn af mikilvægum fæðingarstöðum koparprentunar og Kunqu formi Kínverskrar [[Ópera|óperu]].
{{Breið mynd|康熙南巡图第七卷局部.jpg|4500px|<small>'''„Kangxi suðurferðin“''' árið 1698. - Á blómaskeiði [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1636–1912) fóru Kangxi keisari (1654–1722) og Qianlong keisari (1711–1799) sex sinnum suður til [[Jangtse]]-fljóts og heimsóttu Jichang-garðinn í Huishan, Wuxi.
Hirðmálarinn Wang Hui skóp þessa 29,32 metra (8.8 cm x 2932.4 cm) löngu málverkarollu árið 1698 um „Kangxi suðurferðina“. Auk listræns gildis er verkið talið ómetanlegur vitnisburður um ástand lands og borgar, ásamt lýsingu daglegs kínversks lífs þess tíma. Myndarolluna má skoða líkt og þú værir á ferð um borgina og umhverfi hennar. Myndin sýnir einungis hluta af sjöunda bindi „Kangxi suðurferðarinnar“. Frá hægri til vinstri eru: Wuxi Huishan; Xishan (nú hverfi í Wuxi); Qinyuan (nú Jiangyin undirborg Wuxi); Huangputun (nú Huangbutun); og síðan Wuxi sýsla, sem liggur framhjá Xin'an bænum (nú Binhu hverfi) til Hushu (nú undirhverfi) [[Suzhou]]. <small><ref>{{Vefheimild|url=https://search.museums.ualberta.ca/21-20555|titill=2004.19.75.1 - Kangxi Emperor's Southern Inspection Tour, Scroll Seven: Wuxi to Suzhou, Mactaggart Art Collection.|höfundur=Hirðmálarinn Wang Hui árið 1698|útgefandi=University of Alberta Museums Search Site|ár=1698|mánuðurskoðað=23. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> <small><ref>{{Citation|title=康熙帝南巡|date=2022-02-23|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%BA%B7%E7%86%99%E5%B8%9D%E5%8D%97%E5%B7%A1&oldid=70311830|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>}}</small>
Árið 1724 var Wuxi orðin mjög fjölmenn sýsla og því var austurhluti hennar aðskilinn og gerður að Jinkui-sýslu. Bæði Wuxi og Jinkui voru gjörsamlega eyðilögð í [[Taiping-uppreisnin|Taiping-uppreisninni]] (1850-1864), þegar næstum 2/3 íbúanna voru drepnir. Mannfallið var gríðarlegt. Fjöldi „hæfra karlmanna“ í sýslunum, sem hafði verið 339.549 og 258.934 árið 1830, féll niður í 72.053 og 138.008 árið 1865.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> <small><ref>{{Cite book|script-title=zh:江苏省志・人口志|publisher=Fangzhi Publishing House|isbn=978-7-801-22526-9|pages=58–9 |trans-title=Jiangsu Provincial Gazetteer, Volume on Demography|year=1999}}</ref></small>
Á tíma [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1636–1912) blómstraði bómullar- og silkiframleiðsla í Wuxi. Viðskipti jukust með alþjóðlegri opnun „sáttamálahafna“ byggðum á [[Nanking-sáttmálinn|friðarsáttmála]] sem batt enda á [[Fyrra ópíumstríðið|fyrsta ópíumstríðið]] (1839–1842) milli [[Breska heimsveldið|Breska heimsveldisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] í Kína. Þetta voru Sjanghæ árið 1842; og [[Zhejiang|Zhenjiang]] og [[Nanjing]] árið 1858. Woxi naut uppgangs þeirra borga. Hún varð miðstöð textíliðnaðar í Kína. Textílverksmiðjur voru byggðar árið 1894 og silkispólunarstöðvar byggðar árið 1904.
Þegar [[Mikliskurður]] hrundi eftir 1850, hélt Wuxi mikilvægi sínu sem svæðisbundinn hrísgrjónamarkaður. Þaðan var korn flutt til [[Sjanghæ]], um 130 kílómetra til suðausturs; auk sjóleiðarinnar til [[Tianjin]] borgar í norðri. Viðskipti með korn jukust enn frekar eftir 1908 þegar komið var á járnbrautartengingu til Sjanghæ, Zhenjiang og Nanjing í norðvestri.
Jinkui sýsla sameinaðist að nýju Wuxi-sýslu við upphaf lýðveldisins árið 1912.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
=== Lýðveldistími ===
[[Mynd:Bundesarchiv Bild 183-S34828, Japanisch-Chinesischer Krieg.jpg|alt=Japanskir hermenn í Wuxi í desember 1937 á leið til Nanking.|upright|thumb|'''Japanskur innrásarher''' í Wuxi í desember 1937 á leið sinni til Nanking.]]
Þegar seinna [[Seinna stríð Kína og Japans|stríðið við Japan]] braust út árið 1937 varð Wuxi fyrir miklu áfalli. Sjanghæ sem er nálægt Wuxi og mjög tengd efnahagslega, varð fyrir miklum árásum. Verksmiðjur og byggingar urðu fyrir miklu tjóni eða gjöreyðilagðust vegna sprengjuárása japanskra flugvéla.
Eftir sigur gegn Japönum árið 1945 var efnahagur Wuxi endurreistur og fjárfestingar jukust. [[Kínverska borgarastyrjöldin|Borgarastyrjöld]] milli Lýðveldissinna og [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnista]] hafði síðan óhjákvæmilega áhrif á efnahag borgarinnar. Frelsisher kommúnista hertók síðan borgina 23. apríl 1949. Um miðjan júní var yfirtöku borgarinnar í grundvallaratriðum lokið.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
==== Tímar Alþýðulýðveldis ====
[[Mynd:Wuxi_Museum_2018.jpg|alt=Wuxi safnið í Liangxi hverfi er yfirgripsmikið safn staðbundinnar sögu og lista.|upright|thumb|'''Wuxi safnið''' í Liangxi hverfi er yfirgripsmikið safn staðbundinnar sögu og lista.<small><ref>{{Citation|title=无锡博物院|date=2022-02-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%8D%9A%E7%89%A9%E9%99%A2&oldid=69953384|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2020-04/24/c_489066.htm|titill=Wuxi Museum|höfundur=2022 China Daily (wuxinews.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=24. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
Frá 1949 eftir valdatöku kommúnista hefur vægi borgarinnar sem landsbundin viðskiptamiðstöð minnkað, þó að hlutverk hennar sem dreifingar- og söfnunarmiðstöð fyrir Tai vatnasvæðið hafi haldið.<small><ref name=":0" /></small>
Auk viðskipta með hrísgrjón og bómullar- og silkiframleiðslu voru aðrar mikilvægar atvinnugreinar borgarinnar hveitimölun, hrísgrjónavinnsla og olíuvinnsla. Frá fimmta áratug síðustu aldar hefur iðnþróun verið hröð. Textíl- og matvælaiðnaðurinn hefur stækkað og færður til nútímahorfs. Borgin er orðin miðstöð verkfræðiiðnaðar, sérstaklega fyrir vélasmíði auk framleiðslu rafbúnaðar, kapla og textílvéla af ýmsum toga; í seinni tíð hefur framleiðsla lyfja og ýmissa efna orðið æ mikilvægari.<small><ref name=":0" /></small>
Hraðbraut milli Sjanghæ og Nanjing liggur í gegnum borgina, með afreinum sem teygja sig frá borginni til sýsluborga Wuxi, norður til Jiangyin og suðvestur til Yixing. Frá árinu 2004 hefur staðbundinn flugvöllur veitir flugþjónustu til nokkurra stórborga landsins.<small><ref>{{Citation|title=Sunan Shuofang International Airport|date=2022-08-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Sunan_Shuofang_International_Airport&oldid=1105089148|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Árið 2014 opnuðu fyrstu tvær borgarlestarlínur Wuxi. Nú eru þær fjórar og sex aðrar neðanjarðarlínur í undirbúningi.<small><ref>{{Citation|title=Wuxi Metro|date=2022-04-12|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi_Metro&oldid=1082348735|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Ferðaþjónusta hefur orðið sífellt mikilvægari. Umhverfi Wuxi inniheldur marga þekkta fallega staði sem hafa verið varðveittir vandlega, ásamt ýmsum borgargörðum og sögulegum stöðum. Í dag hefur iðnþróun verið takmörkuð nærri [[Tai vatn|Tai-vatni]], sem er eitt helsta aðdráttarafl ferðaþjónustu borgarinnar. Þar var þó iðnaðargarður með sérstakri áherslu á vísindi og tækni stofnaður árið 2006.
=== Borg hagvaxtar og mengunar ===
[[Mynd:Jiangyin Yangtze River bridge-2.jpeg|alt=Jiangyin Jangtse brúin er 1.385 metra hengibrú yfir Jangtse fljót í Wuxi borg. Hún tengir sýsluborgina Jiangyin sunnan árinnar við Jingjiang undirborg Taizhou, í norðri. Um brúna liggur G2 Peking-Sjanghæ Hraðbrautin.|upright|thumb|'''Jiangyin Jangtse hengibrúin''' er 1.385 metra löng yfir Jangtse fljót í Wuxi borg. Um brúna liggur G2 Peking-Sjanghæ Hraðbrautin.<small><ref>{{Citation|title=Jiangyin Yangtze River Bridge|date=2022-08-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Jiangyin_Yangtze_River_Bridge&oldid=1104313456|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Með efnahagslegri opnun Kína á síðustu tveimur áratugum síðustu aldar, hefur efnahagur Wuxi náð sér á strik með miklum vexti einkafyrirtækja. Árið 1981 var hún opinberlega skráð sem ein 15 kínverskra borga sem tóku þátt í þessari efnahagslegu opnum og árið 1985 var borgin formlega viðurkennd sem opin borg í sérstöku efnahagssvæði Jangtse óshólmasvæðisins. Í kjölfarið voru fríverslunarsvæði og iðngarðar opnaðir fyrir miklum erlendum fjárfestingum. Wuxi tók þá flugið sem mikil iðnaðar- og viðskiptaborg.<small><ref name=":1" /></small>
Landsframleiðsla á mann er mikilvægur mælikvarði á efnahagslega velferð. Árið 2021 var var Wuxi borg þar í fyrsta sæti allra stórra og meðalstórra borga Kína.<small><ref name=":3" /></small>
Hröð iðnþróun og þéttbýli síðustu áratuga tekið sinn toll á umhverfi. Tai vatn sem er þriðja stærsta ferskvatnsvatn Kína, hefur undanfarin ár verið þjakað af mengun vegna iðnþróunar nærliggjandi svæða.<small><ref>{{Citation|title=Lake Tai|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Lake_Tai&oldid=1098108667|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Förgun efna og skólps úti í vatnið í upphafi 21. aldar hefur valdið myndun eitraðra [[Blágerlar|blágerla]] eða þörungar á yfirborði vatnsins.<small><ref>{{Citation|title=2007年太湖蓝藻污染事件|date=2022-08-02|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=2007%E5%B9%B4%E5%A4%AA%E6%B9%96%E8%93%9D%E8%97%BB%E6%B1%A1%E6%9F%93%E4%BA%8B%E4%BB%B6&oldid=73035341|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-18}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.wilsoncenter.org/publication/taihu-green-wash-or-green-clean|title=Taihu: Green Wash or Green Clean? {{!}} Wilson Center|website=www.wilsoncenter.org|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Það hefur ógnað gæðum drykkjarvatns þeirra sem búa við vatnið. Á síðari árum hafa stjórnvöld ráðist í umfangsmikla hreinsun og verndun vatnsins.<small><ref>{{Cite web|url=https://chinadialogue.net/en/pollution/4767-long-struggle-for-a-cleaner-lake-tai/|title=Long struggle for a cleaner Lake Tai|date=2012-02-14|website=China Dialogue|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Mörgum verksmiðjum hefur nú verið lokað og reglum um umgengni við vatnið hertar til að bæta vatnsgæði og til að ná líffræðilegri endurheimt.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.greenpeace.org/international/story/7040/biological-restoration-of-water-and-land|title=Biological Restoration of water and land|website=Greenpeace International|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Enn er þó mikið starf óunnið í þeim efnum.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.canr.msu.edu/csis/uploads/files/Qin-et-al.-Science-Bulletin-2019.pdf|titill=Why Lake Taihu continues to be plagued with cyanobacterial blooms through 10 years (2007–2017) efforts|höfundur=Boqiang Qin, Hans W. Paerl, Justin D. Brookes, Jianguo Liu, Erik Jeppesen, Guangwei Zhu, Yunlin Zhang, Hai Xu, Kun Shi, Jianming Deng|útgefandi=Science Bulletin: Volume 64, Issue 6, 30 March 2019, Pages 354-356|mánuður=30. mars|ár=2019|mánuðurskoðað=16. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
==Landafræði==
[[Mynd:Wuxi NASA.png|alt=Þéttbýli Wuxi-borgar sést á þessari gervihnattamynd NASA. Mikliskurður er þar áberandi í borgarmyndinni.|upright|thumb|'''Þéttbýli Wuxi-borgar''' á [[Gervihnattarmynd|gervihnattamynd]] [[NASA]]. Ef grannt er skoðað sést hvað [[Mikliskurður]] er áberandi í borgarmyndinni.]]
[[Mynd:Yixing, Wuxi, Jiangsu, China - panoramio (1).jpg|alt=Bambusskógur í Yixing undirborg Wuxi.|upright|thumb|'''Bambusskógur í Yixing''' undirborg Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Yixing|date=2022-06-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Yixing&oldid=1091495497|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:長廣溪濕地.jpg|alt=Frá Chang Guangxi votlendisgarðinum í Binhu hverfi Wuxi borgar.|upright|thumb|Frá '''Chang Guangxi votlendisgarðinum''' í Binhu hverfi Wuxi borgar.<small><ref>{{Citation|title=长广溪湿地公园|date=2021-10-28|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E9%95%BF%E5%B9%BF%E6%BA%AA%E6%B9%BF%E5%9C%B0%E5%85%AC%E5%9B%AD&oldid=68405406|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Wuxi-borg er staðsett í suðausturhluta [[Jiangsu]]-héraðs. Hún liggur að [[Suzhou]]-borg í austri; með [[Tai vatn|Tai vatnið]] í suðri, handan vatnsins frá Huzhou borg í [[Zhejiang]] héraði; og [[Changzhou]] borg í vestri.
Sýsluborgin Yixing, ein tveggja undirborga Wuxi, er aðskilin frá borginni af Wujin hverfi Changzhou borgar, og hefur sem hólmlenda enga landtenging við Wuxi.
Heildarflatarmál Wuxi er 4.627 ferkílómetrar, þar af eru 782 ferkílómetrar fjöllótt og hæðótt land, sem eru 17% af heildarflatarmáli borgarinnar.
Wuxi er dæmigerður vatnabær í suðurhluta [[Jangtse]]<nowiki/>-fljótsins, með þéttriðið net skurða og vatnaleiða, sem og fjölmörg vötn, er mynda frárennsli, flutninganet og votlendisgarða. Vatnsyfirborðið er 1.342 ferkílómetrar, eða 29% af heildarflatarmáli borgarinnar.<small><ref name=":2">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Í vatnskerfi borgarinnar eru 5.983 árfarvegir með heildarlengd 6.998 kílómetra, þar á meðal Peking-Hangzhou hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]]. Samkvæmt varfærnu mati hafa meira en 1.000 árfarvegir í borgarlandinu verið urðaðir til vegagerðar frá árinu 1949.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Jangtse óshólmasvæðið er láglent landslag sem einkennist af sléttum, yfirleitt undir 3,5 metrum yfir sjávarmáli, þar sem lægsti punktur er undir 2 metrum yfir sjávarmáli. Hluti svæðisins frá norðri til Jiangyin sýsluborgar Wuxi, var Furong vatn í fornöld sem hvarf smám saman á tíma Song- og Mingveldanna.<ref name=":2" />
Mashan svæðið í Binhu hverfi borgarinnar er hæðótt landsvæði við Tai stöðuvatnið; Í Yixing-sýsluborginni eru Yili-fjöll, sem eru lág fjöll og hæðir. Hæsti punkturinn 611,5 metrar er Huangtading fjall í suðri, næsthæsta tinds Jiangsu-héraðs.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-03/25/c_664458_2.htm|title=Overview|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
==Lýðfræði==
[[Mynd:Sanliqiao_Catholic_Church.jpg|alt=Kirkja heilags Jósefs er rómversk-kaþólsk kirkja í Beitang hverfi Wuxi borgar. Upphaflega kirkjan var byggð árið 1640, á tíma Mingveldisins (1368–1644).|upright|thumb|'''Kirkja heilags Jósefs''' er rómversk-kaþólsk kirkja í Beitang hverfi Wuxi borgar. Upphaflega kirkjan var byggð árið 1640, á tíma Mingveldisins (1368–1644).<small><ref>{{Citation|title=Saint Joseph's Church, Wuxi|date=2021-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Saint_Joseph%27s_Church,_Wuxi&oldid=1034206984|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Wuxi borg er fjölmenn borg. Þéttbýlast er miðborgasvæðið (Lianxi, Binhu og Xinwu hverfin, auk aðliggjandi hluta Huishan og Xishan hverfa). Í útjaðrinum, í sýsluborgunum Jiangyin og Yixing, er dreifbýlið meira með þorpum og nýbyggingasvæðum.
Árið 2020 þegar síðasta manntal var gert í Kína, var íbúafjöldi borgarkjarna Wuxi 3.956.985 en íbúafjöldi undir lögsögu borgarinnar var 7.462.135.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://tj.jiangsu.gov.cn/art/2021/5/18/art_80066_9819836.html|titill=Bulletin of the Seventh National Census of Jiangsu Province (No. 2)|höfundur=Jiangsu Provincial Bureau of Statistics|útgefandi=Office of the Leading Group for the Seventh National Census of Jiangsu Province|mánuður=18. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Mikill meirihluti íbúa eru Han-kínverjar, en önnur þjóðarbrot á borð við Hui og Miao þjóðerni eru fámennari. Frumbyggjar Wuxi tala Wuxi mállýskuna eða Suzhou mállýsku.<small><ref>{{Citation|title=Уси|date=2022-08-19|url=https://ru.wikipedia.org/w/index.php?title=%D0%A3%D1%81%D0%B8&oldid=124949730|work=Википедия|language=ru|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Meirihluti þeirra sem trúaðir eru stundar [[Búddismi|búddisma]], [[Daoismi|taóisma]] og [[þjóðtrú]]. Að auki hefur borgin umtalsverð samfélög [[Múslimar|múslima]], [[Kaþólikkar|kaþólikka]] og [[Mótmælendatrú|mótmælenda]].<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
== Stjórnsýsla ==
[[Mynd:Wuxi, Jiangshu2.jpg|alt=Fjölmenni kallar á mörg hús. Hér er eitt hverfið nýbyggt 2009.|upright|thumb|Fjölmennið kallar á mörg hús. Hér er eitt hverfið nýbyggt 2009.]]
Undir lögsögu Wuxi borgar eru fimm hverfi og tvær borgir á sýslustigi. Þessi hverfi eru Liangxi, Xishan, Huishan, Xinwu, og Binhu (vatnahverfið). Undirborgirnar eru Jiangyin borg og Yixing borg.
Þessum stjórnsýslueiningum er síðan skipt niður í 73 sveitarfélög, þar af 59 bæi og 24 undirhverfi.
Borgin nær yfir svæði sem er um 4.628 ferkílómetrar og borgarstjórnin hefur aðsetur í Liangxi hverfi.<small><ref>{{Citation|title=无锡市行政区划|date=2022-01-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82%E8%A1%8C%E6%94%BF%E5%8C%BA%E5%88%92&oldid=69788706|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Að auki hefur Wuxi komið á fót eftirfarandi efnahagssvæðum og iðngörðum. Þar á meðal eru: ''Xishan efnahags- og tækniþróunarsvæðið''; ''Wuxi Liyuan efnahagsþróunarsvæðið''; ''„Wuxi landslagsborgin“'' (þar eru á meðal: ''„Stafrænir iðnaðargarðar Wuxi“'' og ''„Ferðaþjónustugarður Wuxi við Tai vatn“''); ''Jiangyin hátæknisvæðið''; og ''„Jiangsu Jiangyin Lingang efnahagsþróunarsvæðið“''.
[[Mynd:Administrative-Division-Wuxi-Jiangsu-China (Icelandic).png|thumb|right|400px|Stjórnsýsluskipting Wuxi-borgar í hverfi og undirborgir ]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Wuxi
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2018 <ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref><ref>{{Citation|title=无锡市行政区划|date=2022-01-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82%E8%A1%8C%E6%94%BF%E5%8C%BA%E5%88%92&oldid=69788706|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Miðborg</small>'''
|-
| align=left | <small>Liangxi hverfi</small>
| align=left | <small>梁溪区</small>
| align=right| <small>961.500</small>
| align=right| <small>72</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Xishan hverfi</small>
| align=left | <small>锡山区</small>
| align=right| <small>707.700</small>
| align=right| <small>399</small>
|-
| align=left | <small>Huishan hverfi</small>
| align=left | </small>惠山区</small>
| align=right| <small>712.200</small>
| align=right| <small>325</small>
|-
| align=left | <small>Binhu hverfi</small>
| align=left | </small>滨湖区</small>
| align=right| <small>716.000</small>
| align=right| <small>628</small>
|-
| align=left | <small>Xinwu hverfi</small>
| align=left | <small>吴江区</small>
| align=right| <small>569.200</small>
| align=right| <small>220</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Jiangyin borg</small>
| align=left | <small>江阴市</small>
| align=right| <small>1.651.800</small>
| align=right| <small>987<small>
|-
| align=left | <small>Yixing borg</small>
| align=left | <small>宜兴市</small>
| align=right| <small>1.256.100</small>
| align=right| <small>1.997</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="2" style="text-align:center; " |'''<small>Alls:</small>'''
| align="right" |'''<small>6.574.500</small>'''
| align="right" |'''<small>4.627</small>'''
|-
| colspan="4" style="text-align:center; " | <small>''Óformlegar stjórnsýsludeildir:Iðngarðar og atvinnuþróunarsvæði''</small>
|}
==Efnahagur og atvinnulíf==
=== Borg vaxtar ===
[[Mynd:Center 66, Wuxi, China.jpg|alt=„Center 66“ er staðsett í Chong'an viðskiptahverfi borgarinnar.|upright|thumb|Byggingin '''„Center 66“''' er í Chong'an miðlægu viðskiptahverfi Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Center 66|date=2022-06-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Center_66&oldid=1094078612|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:201906_IFS_Wuxi.jpg|alt=Wuxi IFS („Fjármálatorg Wuxi“) sem opnaði 2014, er 339 metra hár, 68 hæða skýjakljúfur, í Liangxi hverfi Wuxi.|upright|thumb|'''„Fjármálatorg Wuxi“''' (Wuxi IFS) sem opnaði 2014, er 339 metra hár, 68 hæða skýjakljúfur, í Liangxi hverfi Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Wuxi IFS|date=2022-02-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi_IFS&oldid=1073205655|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Á kínverskan mælikvarða er Wuxi borg hagsældar. Hún er svæðisbundin viðskiptamiðstöð með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst sterkum einkafyrirtækjum. Áhersla er á fjölbreytt atvinnulíf með uppbyggingu stórra iðnaðargarða sem eru helgaðir nýjum atvinnugreinum.
Sterk vísbending um efnahagslega velferð er landsframleiðsla á mann. Þar var Wuxi borg árið 2021 efst allra stórra og meðalstórra kínverskra borga. Efnahagur borgarinnar blómstrar með fjölbreyttu atvinnulífi og alþjóðlegum fjárfestingum. Meiri hagsæld þýðir komu erlendra verslunar- og smásölufyrirtækja, á borð við IKEA, Bailian, Apple, svo nokkuð sé nefnt.
Þessi þróun hefur einnig breytt ásýnd Wuxi með æ fleiri skýjakljúfum. Þannig opnuðu þrír slíkir árið 2014: Wuxi IFS (339 metrar), Wuxi Suning Plaza 1 (328 metrar) og Wuxi Maoye City - Marriott Hotel (304 metrar).<small><ref>{{Citation|title=Wuxi|date=2022-08-08|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi&oldid=1103178618|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Citation|title=Center 66|date=2022-06-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Center_66&oldid=1094078612|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Citation|title=无锡茂业城-万豪国际酒店|date=2021-12-19|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E8%8C%82%E4%B8%9A%E5%9F%8E-%E4%B8%87%E8%B1%AA%E5%9B%BD%E9%99%85%E9%85%92%E5%BA%97&oldid=69163185|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
=== Hefðbundin framleiðsla ===
Auk hefðbundinna viðskipta með hrísgrjón og bómullar- og silkiframleiðslu voru aðrar mikilvægar atvinnugreinar borgarinnar framan af hveitimölun, hrísgrjóna- og olíuvinnsla. Frá fimmta áratug síðustu aldar hefur iðnþróun verið hröð. Textíl- og matvælaiðnaðurinn hefur stækkað og færður til nútímahorfs. Borgin er orðin svæðisbundin miðstöð verkfræðiiðnaðar, sérstaklega fyrir vélasmíði auk framleiðslu rafbúnaðar, framleiðslu reiðhjóla- og hemla; kapla og textílvéla af ýmsum toga. Í seinni tíð hefur framleiðsla lyfja og ýmissa efna orðið æ mikilvægari.<small><ref name=":0" /></small>
=== Ferðaþjónusta ===
[[Mynd:Wuxi, Jiangsu - China (13619808523).jpg|alt=Vatnaborgin Wuxi er mikil ferðamannaborg.|upright|thumb|'''Vatnaborgin Wuxi''' er mikil ferðamannaborg.]]
Ferðaþjónusta í borginni er sífellt mikilvægari. Umhverfi Wuxi inniheldur marga þekkta og vel varðveitta staði,borgargarða og sögulega staði. Tai-vatn er eitt helsta aðdráttarafl ferðaþjónustu borgarinnar. Alþjóðlegar hótelkeðjur hafa keppst við að reisa glæsihótel til að anna aukinni eftirspurn: Marriott, Kempinski, Radisson Blu, Sheraton, o.s.frv.
=== Nýjar atvinnugreinar ===
Sterk áhersla er hjá borgaryfirvöldum að gera atvinnulífið enn fjölbreyttara með meiri þátttöku alþjóðlegra fyrirtækja.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/companies.html|title=Companies|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small> Áherslan er á ýmiskonar líftækni, öreindatækni, upplýsingatækni og gagnavinnslu, flug- og samgöngutækni, grænar raforkulausnir á borð við efnarafala fyrir vetnisframleiðslu, sem og iðnhönnun og aðrar skapandi greinar.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2021-03/03/c_598030.htm|titill=Wuxi district looks to develop modern industries|höfundur=2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=3. mars|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small><small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2022-06/23/c_773067.htm|titill=Wuxi's aerospace industry gets boost|höfundur=2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=23. júní|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Til að ýta undir stafræna umbreytingu hefur borgin hvatt til framþróunar iðnaðar byggðum á „Interneti hlutanna“ (IoT), ekki síst á sviði heilbrigðistækni.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2021-09/30/c_665650.htm|titill=IoT industry fuels Wuxi's digital transformation|höfundur=By Liu Tianyang (wuxinews.com.cn) 2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=30. september|ár=2021|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Sama gildir um stafræna tækni í margskonar iðnframleiðslu.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2022-05/11/c_750367.htm|titill=Wuxi boasts thriving industries|höfundur=2022 China Daily (wuxinews.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=11. maí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Atvinnuþróunarsvæði ===
[[Mynd:Ipark5.jpg|alt=Í „Nýhverfi Wuxi“ er „Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“ sem er iðngarður og nýsköpunarsetur fyrir upplýsingatækni.|upright|thumb|Í „Nýhverfi Wuxi“ (Xinwu hverfi) er '''„Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“''' sem er iðngarður og nýsköpunarsetur fyrir upplýsingatækni.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wndonline.cn/2019-07/30/c_482921.htm|title=Wuxi (National) Software Park|website=www.wndonline.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Til að styðja við þessa framþróun hafa nýjar atvinnugreinar verið vistaðar í sérstökum iðngörðum og fríverslunarsvæðum sem bjóða upp á klasastarfssemi ásamt nýsköpunar- og frumkvöðlasetur í viðkomandi atvinnugrein. Alls eru sex slíkir iðngarðar og atvinnuþróunarsvæði í borginni.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/developmentzones.html|title=Development Zones|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small><small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Árið 1992 var stofnað svokallað „Nýhverfi Wuxi“ (WND) nú nefnt Xinwu hverfi, sem nær yfir svæði sem er 220 ferkílómetrar.<small><ref>{{Citation|title=Xinwu District, Wuxi|date=2022-04-17|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Xinwu_District,_Wuxi&oldid=1083254871|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small> Þar er ''Wuxi hátæknþróunarsvæðið'', ''Flugiðnaðargarður Wuxi'', og ''„Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“'', svo nokkuð sé nefnt.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Sem dæmi þá eru þar um 1.000 hugbúnaðar- og útvistunarfyrirtæk á sviði upplýsingatækni, þar á meðal nokkur af stærstu fyrirtækjum heims, eins og Microsoft, Intel, Oracle, IBM, NTT data, Fujitsu, Pactera, ChinaSoft International og Unissoft.<small><ref>{{Citation|title=Xinwu District, Wuxi|date=2022-04-17|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Xinwu_District,_Wuxi&oldid=1083254871|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Á Jiangyin hátæknisvæðinu sem stofnað var árið 1992, eru leiðandi atvinnugreinar á borð við framleiðslu nýrra málmefniþa, háþróaðs samskiptabúnaðar, og líftæknilyfja.
Önnur dæmi um iðngarða eða sérstök atvinnuvaxtarsvæði eru: ''Xishan efnahags- og tækniþróunarsvæðið''; ''Wuxi Liyuan efnahagsþróunarsvæðið''; ''„Wuxi landslagsborgin“'' (þar sem eru meðal annars: „Stafrænir iðnaðargarðar Wuxi“ og „Ferðaþjónustugarður Wuxi við Tai vatn“); og ''„Jiangsu Jiangyin Lingang efnahagsþróunarsvæðið“''.
== Tengt efni ==
[[Mynd:Nanning Wuxi Anghu Park (15460514486).jpg|alt=Wuxi-óperan, aldargamalt óperuform Xiju, er enn vinsæl. Þar leika karlar bæði kyn í dreifbýlissögum siðferðisátaka og gráðugra húsráðenda. Reynt er að höfða til yngri kynslóða.|upright|thumb|'''Wuxi-óperan''', aldargamalt óperuform Xiju, er enn vinsæl. Þar leika karlar bæði kyn í dreifbýlissögum siðferðisátaka og gráðugra húsráðenda.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2018-04/20/content_36065274.htm|titill=Wuxi Opera|höfundur=2022 China Daily (chinadaily.com.cn).|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government.|ár=22|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-07/21/c_792218.htm|titill=Century-old Xiju Opera still shines|höfundur=2022 China Daily (gowuxi.com)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=21. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
* [http://en.wuxi.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wuxi'''] Yfirgripsmiklar upplýsingar á ensku og kínversku um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur, fréttir, o.fl.
* Vefsíða Wikitravel [https://wikitravel.org/en/Wuxi '''Wuxi'''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/wuxi/ Travel China Guide: '''Wuxi'''] Knappar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Héraðið [[Jiangsu]] í austurhluta [[Kína]].
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wuxi|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wuxi|titill=Britannica: Wuxi|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=10. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
qnkcpk0gy1fdm1alavmtqope0oww26e
1765853
1765850
2022-08-23T20:09:48Z
Dagvidur
4656
Bætti við um veður í Wuxi borg Kína
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Wuxi-bird-view.PNG|alt=Horft yfir Wuxi borg í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.|hægri|thumb|450x450dp|'''Horft yfir Wuxi borg''' í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.]]
[[Mynd:Wuxi-location-MAP-in-Jiangsu-Province-China.jpg|alt=Staðsetning Wuxi borgar í Jiangsu héraði í Kína.|thumb|'''Staðsetning Wuxi''' í Jiangsu héraði í Kína.]]
[[Mynd:Jichang Yuan.jpg|alt=Jichang garðurinn í Liangxi hverfi Wuxi er frægur kínverskur garður. Hann er sagður fyrirmynd Xiequ garðsins í Sumarhöll Pekingborgar og Guo Ran Da Gong í Yuanming Yuan í Peking.|right|thumb|'''Jichang garðurinn''' í Liangxi hverfi Wuxi er frægur kínverskur garður byggður á tíma Mingveldisins (1368-1644). Hann er sagður fyrirmynd Xiequ garðsins í Sumarhöll Pekingborgar og Guo Ran Da Gong í Yuanming Yuan í Peking.<small><ref>{{Citation|title=Jichang Garden|date=2022-03-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Jichang_Garden&oldid=1075270548|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2021-04/06/c_608850.htm|titill=Ancestral temples of Huishan|höfundur=2022 China Daily (chinadaily.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|ár=2022|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
'''Wuxi''' ''([[kínverska]]:無錫; [[Pinyin|rómönskun:]] Wúxī; (WOO-shee)'' er stórborg í suðurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í austurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].
Wuxi er staðsett meðfram [[Mikliskurður|Miklaskurði]] á mótum þess farvegs við staðbundnar ár nálægt norðausturhorni [[Tai vatn|Tai-vatns]]. Í gegnum borgina liggur þétt net skurða og skipgengra vatnaleiða í suðurhluta [[Jangtse]]<nowiki/>- fljótsins. Borgin er um 135 kílómetra norðvestur af miðborg [[Sjanghæ]], á milli borganna [[Changzhou]] og [[Suzhou]].
Wuxi er fræg sögu- og menningarborg Kína og ein helsta ferðamannaborg landsins. Borgin státar af meira en 3.000 ára sögu og djúpstæðum menningararfi. Hún var heimili Wu-menningar í fornöld og hefur ríka sögulega arfleifð. Í henni eru 31 mikilvægir sögustaðir er njóta verndar ríkisins, 11 staðir sem hafa sterka skírskotun til kínversks menningararfs, auk 60 safna og minnisvarða.
Wuxi er ekki aðeins hefðbundin fisk- og hrísgrjónavatnaborg við Jangtse fljót, heldur einnig vagga nútíma kínverskrar þjóðariðnaðar og ein efnahagsmiðstöða Kína, með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst sterkum einkafyrirtækjum.
Á kínverskan mælikvarða er Wuxi borg hagsældar. Sterk vísbending um efnahagslega velferð er landsframleiðsla á mann. Þar var Wuxi borg árið 2021 efst allra stórra og meðalstórra kínverskra borga Kína.<small><ref name=":3">{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-02/11/c_706654.htm|titill=Wuxi tops Chinese cities in per capita GDP in 2021|höfundur=2022 China Daily - wuxinews.com.cn|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=11. febrúar|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Héraðsborgin Wuxi nær yfir 4.627 ferkílómetra lands. Hún hefur lögsögu yfir 5 hverfum og tveimur sýsluborgum. Árið 2020 bjuggu á stórborgarsvæði Wuxi um 7,5 milljónir manna en 4 milljónir í kjarnaborginni.
==Saga==
[[Mynd:Taibo_statue,_Taibo_Temple,_Wuxi.jpg|alt=Stytta af Taibo, í Taibo hofinu í Xinwu hverfi Wuxi. Taibo stofnaði Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.|upright|thumb|'''Stytta af Taibo''' í Taibo hofinu í Xinwu hverfi. Taibo stofnaði Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.]]
[[Mynd:Nanchan Pagoda Wuxi.jpg|alt=Mahavira salur Nanchan búddistahofsins í suðurhluta Wuxi.
|upright|thumb|'''Mahavira salur''' Nanchan [[Búddismi|búddahofsins]] í suðurhluta Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=南禪寺 (無錫)|date=2022-02-13|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E7%A6%AA%E5%AF%BA_(%E7%84%A1%E9%8C%AB)&oldid=70147432|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:MaaguxianshouWXM.jpg|upright|thumb|'''„Magu býður langlífi“''' í Wuxi safninu. Magu er gyðja langlífs og verndari kvenna í fornum kínverskum goðsögnum og [[Daoismi|Taoisma]].<small><ref>{{Citation|title=Magu (deity)|date=2022-04-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Magu_(deity)&oldid=1084177384|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:清光绪年间无锡县城区图.jpg|alt=Kort af Wuxi árið 1881.|upright|thumb|Kort af Wuxi árið 1881.]]
[[Mynd:Wuxi Qingming Qiao 2015.04.24 18-56-40.jpg|alt=Qingming brúin yfir Miklaskurð í Liangxi hverfi Wuxi.|upright|thumb|'''Qingming brúin''' yfir [[Mikliskurður|Miklaskurð]] í Liangxi hverfi Wuxi.]]
Wuxi státar af meira en 3.000 ára sögu og djúpstæðum menningararfi sem einn af elstu þéttbýlisstöðum við [[Jangtse|Jangtsefljót]]. Borgin er ein vagga Wu-menningar í fornöld og hefur ríka sögulega arfleifð. Wu vísar til þess svæðis í Kína sem miðast við [[Tai vatn|Tai-vatn]] á Jiangnan svæðinu er liggur suður af Jangtse fljóti. <small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
=== Fornsaga ===
Í borginni eru 31 mikilvægir sögustaðir er njóta verndar ríkisins, 11 staðir sem hafa sterka skírskotun til kínversks menningararfs og 60 söfn og minnisvarðar.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-03/25/c_664458.htm|titill=Wuxi. Overview|höfundur=China Daily- 2022|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government.|ár=2022|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Á svokölluðu vor- og hausttímabili í sögu Kína (770–476 f.Kr.) bjuggu staðbundnir Baiyue ættbálkar sem nefndir voru „Gou Wu“ á landsvæði þar sem nútímaborgirnar Wuxi og Suzhou liggja. Þessir ættbálkar mynduðu þorp í hæðunum við votlendið umhverfis Tai-vatn.<small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
Skráð saga Wuxi hófst við lok tíma Shangveldisins (1600–1046 f.Kr.).<small><ref>{{Citation|title=吴国|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%90%B4%E5%9B%BD&oldid=72743972|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-21}}</ref></small> Forn sagnfræðirit Sima Qian sagnfræðings (145 f.Kr.- 91 f.Kr.)<small><ref>{{Citation|title=Records of the Grand Historian|date=2022-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Records_of_the_Grand_Historian&oldid=1099964113|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> greina frá því að Taibo (um 1150 f.Kr.) frændi konungs Zhouveldisins hafi stofnað Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2021-12-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1060598437|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Taibo siðað heimamenn og bætti landbúnað þeirra og áveitustjórn.<small><ref name=":4">{{Vefheimild|url=http://www.chinadaily.com.cn/m/jiangsu/wuxi/pdf/GettoknowWuxithrough10surnames.pdf|titill=Get to know Wuxi through 10 surnames|höfundur=Information Office of Wuxi Municipal Government|útgefandi=Information Office of Wuxi Municipal Government|ár=2017|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Síðar flutti Wu hirðin til Gusu þar sem nútíma Suzhou liggur. Wu-ríkið stóð frá 12. öld f.Kr.– 473 f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=吴国|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%90%B4%E5%9B%BD&oldid=72743972|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2022-08-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1105292388|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
=== Keisaratímar ===
Í tíma Qinveldisins tilheyrði Wuxi Kuaiji-sýslu.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Svæðið í Wuxi var upphaflega þekkt vegna [[Tin|tinnáma]] sem þar voru, en þegar sýslan var stofnuð árið 202 f.Kr. á tímum [[Hanveldið|Vestur-Hanveldisins]] (206 f.Kr.–25 e.Kr.), voru þær námur uppurnar og þéttbýlið fékk fékk því nafnið Wuxi („án tins“). Frá lokum 3. aldar var borgin umdæmi undir stjórn herforingja Biling borgar (síðar nefnd [[Changzhou]]) og hélst svo nema í stuttan tíma undir stjórn [[Júanveldið|Júanveldisins]] (1206– 1368), þegar svæðið var gert að sjálfstæðu héraði.<small><ref name=":0">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wuxi|titill=Encyclopedia Britannica: Wuxi|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia|útgefandi=Britannica, The Editors of Encyclopaedia|mánuður=10. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Frá fyrstu tíð hefur svæðið í kringum [[Tai vatn|Tai-vatn]] verið mjög frjósamt. [[Landbúnaður]] og [[Silki|silkiiðnaður]] blómstraði í Wuxi. Eftir að gerð [[Mikliskurður|Miklaskurðar]] lauk árið 609 varð Wuxi umskipunarmiðstöð fyrir skattkorn ætlað höfuðborginni. Þar myndaðist einn stærsti kornmarkaður Kína, þar sem mikið magn hrísgrjóna var meðhöndlað.<small><ref name=":1">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Þróað hagkerfi hraðaði þéttbýlismyndun. Borgin varð aðsetur afar auðugra kaupmanna og milliliða. Þessi hagsæld viðskipta hafði mikil áhrif á bókmenntir og námstofnanir í svæðinu suðurhluta Jangtse.<small><ref name=":4" /></small> Wuxi varð einn af mikilvægum fæðingarstöðum koparprentunar og Kunqu formi Kínverskrar [[Ópera|óperu]].
{{Breið mynd|康熙南巡图第七卷局部.jpg|4500px|<small>'''„Kangxi suðurferðin“''' árið 1698. - Á blómaskeiði [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1636–1912) fóru Kangxi keisari (1654–1722) og Qianlong keisari (1711–1799) sex sinnum suður til [[Jangtse]]-fljóts og heimsóttu Jichang-garðinn í Huishan, Wuxi.
Hirðmálarinn Wang Hui skóp þessa 29,32 metra (8.8 cm x 2932.4 cm) löngu málverkarollu árið 1698 um „Kangxi suðurferðina“. Auk listræns gildis er verkið talið ómetanlegur vitnisburður um ástand lands og borgar, ásamt lýsingu daglegs kínversks lífs þess tíma. Myndarolluna má skoða líkt og þú værir á ferð um borgina og umhverfi hennar. Myndin sýnir einungis hluta af sjöunda bindi „Kangxi suðurferðarinnar“. Frá hægri til vinstri eru: Wuxi Huishan; Xishan (nú hverfi í Wuxi); Qinyuan (nú Jiangyin undirborg Wuxi); Huangputun (nú Huangbutun); og síðan Wuxi sýsla, sem liggur framhjá Xin'an bænum (nú Binhu hverfi) til Hushu (nú undirhverfi) [[Suzhou]]. <small><ref>{{Vefheimild|url=https://search.museums.ualberta.ca/21-20555|titill=2004.19.75.1 - Kangxi Emperor's Southern Inspection Tour, Scroll Seven: Wuxi to Suzhou, Mactaggart Art Collection.|höfundur=Hirðmálarinn Wang Hui árið 1698|útgefandi=University of Alberta Museums Search Site|ár=1698|mánuðurskoðað=23. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> <small><ref>{{Citation|title=康熙帝南巡|date=2022-02-23|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%BA%B7%E7%86%99%E5%B8%9D%E5%8D%97%E5%B7%A1&oldid=70311830|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>}}</small>
Árið 1724 var Wuxi orðin mjög fjölmenn sýsla og því var austurhluti hennar aðskilinn og gerður að Jinkui-sýslu. Bæði Wuxi og Jinkui voru gjörsamlega eyðilögð í [[Taiping-uppreisnin|Taiping-uppreisninni]] (1850-1864), þegar næstum 2/3 íbúanna voru drepnir. Mannfallið var gríðarlegt. Fjöldi „hæfra karlmanna“ í sýslunum, sem hafði verið 339.549 og 258.934 árið 1830, féll niður í 72.053 og 138.008 árið 1865.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> <small><ref>{{Cite book|script-title=zh:江苏省志・人口志|publisher=Fangzhi Publishing House|isbn=978-7-801-22526-9|pages=58–9 |trans-title=Jiangsu Provincial Gazetteer, Volume on Demography|year=1999}}</ref></small>
Á tíma [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1636–1912) blómstraði bómullar- og silkiframleiðsla í Wuxi. Viðskipti jukust með alþjóðlegri opnun „sáttamálahafna“ byggðum á [[Nanking-sáttmálinn|friðarsáttmála]] sem batt enda á [[Fyrra ópíumstríðið|fyrsta ópíumstríðið]] (1839–1842) milli [[Breska heimsveldið|Breska heimsveldisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] í Kína. Þetta voru Sjanghæ árið 1842; og [[Zhejiang|Zhenjiang]] og [[Nanjing]] árið 1858. Woxi naut uppgangs þeirra borga. Hún varð miðstöð textíliðnaðar í Kína. Textílverksmiðjur voru byggðar árið 1894 og silkispólunarstöðvar byggðar árið 1904.
Þegar [[Mikliskurður]] hrundi eftir 1850, hélt Wuxi mikilvægi sínu sem svæðisbundinn hrísgrjónamarkaður. Þaðan var korn flutt til [[Sjanghæ]], um 130 kílómetra til suðausturs; auk sjóleiðarinnar til [[Tianjin]] borgar í norðri. Viðskipti með korn jukust enn frekar eftir 1908 þegar komið var á járnbrautartengingu til Sjanghæ, Zhenjiang og Nanjing í norðvestri.
Jinkui sýsla sameinaðist að nýju Wuxi-sýslu við upphaf lýðveldisins árið 1912.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
=== Lýðveldistími ===
[[Mynd:Bundesarchiv Bild 183-S34828, Japanisch-Chinesischer Krieg.jpg|alt=Japanskir hermenn í Wuxi í desember 1937 á leið til Nanking.|upright|thumb|'''Japanskur innrásarher''' í Wuxi í desember 1937 á leið sinni til Nanking.]]
Þegar seinna [[Seinna stríð Kína og Japans|stríðið við Japan]] braust út árið 1937 varð Wuxi fyrir miklu áfalli. Sjanghæ sem er nálægt Wuxi og mjög tengd efnahagslega, varð fyrir miklum árásum. Verksmiðjur og byggingar urðu fyrir miklu tjóni eða gjöreyðilagðust vegna sprengjuárása japanskra flugvéla.
Eftir sigur gegn Japönum árið 1945 var efnahagur Wuxi endurreistur og fjárfestingar jukust. [[Kínverska borgarastyrjöldin|Borgarastyrjöld]] milli Lýðveldissinna og [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnista]] hafði síðan óhjákvæmilega áhrif á efnahag borgarinnar. Frelsisher kommúnista hertók síðan borgina 23. apríl 1949. Um miðjan júní var yfirtöku borgarinnar í grundvallaratriðum lokið.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
==== Tímar Alþýðulýðveldis ====
[[Mynd:Wuxi_Museum_2018.jpg|alt=Wuxi safnið í Liangxi hverfi er yfirgripsmikið safn staðbundinnar sögu og lista.|upright|thumb|'''Wuxi safnið''' í Liangxi hverfi er yfirgripsmikið safn staðbundinnar sögu og lista.<small><ref>{{Citation|title=无锡博物院|date=2022-02-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%8D%9A%E7%89%A9%E9%99%A2&oldid=69953384|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2020-04/24/c_489066.htm|titill=Wuxi Museum|höfundur=2022 China Daily (wuxinews.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=24. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
Frá 1949 eftir valdatöku kommúnista hefur vægi borgarinnar sem landsbundin viðskiptamiðstöð minnkað, þó að hlutverk hennar sem dreifingar- og söfnunarmiðstöð fyrir Tai vatnasvæðið hafi haldið.<small><ref name=":0" /></small>
Auk viðskipta með hrísgrjón og bómullar- og silkiframleiðslu voru aðrar mikilvægar atvinnugreinar borgarinnar hveitimölun, hrísgrjónavinnsla og olíuvinnsla. Frá fimmta áratug síðustu aldar hefur iðnþróun verið hröð. Textíl- og matvælaiðnaðurinn hefur stækkað og færður til nútímahorfs. Borgin er orðin miðstöð verkfræðiiðnaðar, sérstaklega fyrir vélasmíði auk framleiðslu rafbúnaðar, kapla og textílvéla af ýmsum toga; í seinni tíð hefur framleiðsla lyfja og ýmissa efna orðið æ mikilvægari.<small><ref name=":0" /></small>
Hraðbraut milli Sjanghæ og Nanjing liggur í gegnum borgina, með afreinum sem teygja sig frá borginni til sýsluborga Wuxi, norður til Jiangyin og suðvestur til Yixing. Frá árinu 2004 hefur staðbundinn flugvöllur veitir flugþjónustu til nokkurra stórborga landsins.<small><ref>{{Citation|title=Sunan Shuofang International Airport|date=2022-08-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Sunan_Shuofang_International_Airport&oldid=1105089148|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Árið 2014 opnuðu fyrstu tvær borgarlestarlínur Wuxi. Nú eru þær fjórar og sex aðrar neðanjarðarlínur í undirbúningi.<small><ref>{{Citation|title=Wuxi Metro|date=2022-04-12|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi_Metro&oldid=1082348735|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Ferðaþjónusta hefur orðið sífellt mikilvægari. Umhverfi Wuxi inniheldur marga þekkta fallega staði sem hafa verið varðveittir vandlega, ásamt ýmsum borgargörðum og sögulegum stöðum. Í dag hefur iðnþróun verið takmörkuð nærri [[Tai vatn|Tai-vatni]], sem er eitt helsta aðdráttarafl ferðaþjónustu borgarinnar. Þar var þó iðnaðargarður með sérstakri áherslu á vísindi og tækni stofnaður árið 2006.
=== Borg hagvaxtar og mengunar ===
[[Mynd:Jiangyin Yangtze River bridge-2.jpeg|alt=Jiangyin Jangtse brúin er 1.385 metra hengibrú yfir Jangtse fljót í Wuxi borg. Hún tengir sýsluborgina Jiangyin sunnan árinnar við Jingjiang undirborg Taizhou, í norðri. Um brúna liggur G2 Peking-Sjanghæ Hraðbrautin.|upright|thumb|'''Jiangyin Jangtse hengibrúin''' er 1.385 metra löng yfir Jangtse fljót í Wuxi borg. Um brúna liggur G2 Peking-Sjanghæ Hraðbrautin.<small><ref>{{Citation|title=Jiangyin Yangtze River Bridge|date=2022-08-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Jiangyin_Yangtze_River_Bridge&oldid=1104313456|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Með efnahagslegri opnun Kína á síðustu tveimur áratugum síðustu aldar, hefur efnahagur Wuxi náð sér á strik með miklum vexti einkafyrirtækja. Árið 1981 var hún opinberlega skráð sem ein 15 kínverskra borga sem tóku þátt í þessari efnahagslegu opnum og árið 1985 var borgin formlega viðurkennd sem opin borg í sérstöku efnahagssvæði Jangtse óshólmasvæðisins. Í kjölfarið voru fríverslunarsvæði og iðngarðar opnaðir fyrir miklum erlendum fjárfestingum. Wuxi tók þá flugið sem mikil iðnaðar- og viðskiptaborg.<small><ref name=":1" /></small>
Landsframleiðsla á mann er mikilvægur mælikvarði á efnahagslega velferð. Árið 2021 var var Wuxi borg þar í fyrsta sæti allra stórra og meðalstórra borga Kína.<small><ref name=":3" /></small>
Hröð iðnþróun og þéttbýli síðustu áratuga tekið sinn toll á umhverfi. Tai vatn sem er þriðja stærsta ferskvatnsvatn Kína, hefur undanfarin ár verið þjakað af mengun vegna iðnþróunar nærliggjandi svæða.<small><ref>{{Citation|title=Lake Tai|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Lake_Tai&oldid=1098108667|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Förgun efna og skólps úti í vatnið í upphafi 21. aldar hefur valdið myndun eitraðra [[Blágerlar|blágerla]] eða þörungar á yfirborði vatnsins.<small><ref>{{Citation|title=2007年太湖蓝藻污染事件|date=2022-08-02|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=2007%E5%B9%B4%E5%A4%AA%E6%B9%96%E8%93%9D%E8%97%BB%E6%B1%A1%E6%9F%93%E4%BA%8B%E4%BB%B6&oldid=73035341|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-18}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.wilsoncenter.org/publication/taihu-green-wash-or-green-clean|title=Taihu: Green Wash or Green Clean? {{!}} Wilson Center|website=www.wilsoncenter.org|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Það hefur ógnað gæðum drykkjarvatns þeirra sem búa við vatnið. Á síðari árum hafa stjórnvöld ráðist í umfangsmikla hreinsun og verndun vatnsins.<small><ref>{{Cite web|url=https://chinadialogue.net/en/pollution/4767-long-struggle-for-a-cleaner-lake-tai/|title=Long struggle for a cleaner Lake Tai|date=2012-02-14|website=China Dialogue|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Mörgum verksmiðjum hefur nú verið lokað og reglum um umgengni við vatnið hertar til að bæta vatnsgæði og til að ná líffræðilegri endurheimt.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.greenpeace.org/international/story/7040/biological-restoration-of-water-and-land|title=Biological Restoration of water and land|website=Greenpeace International|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Enn er þó mikið starf óunnið í þeim efnum.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.canr.msu.edu/csis/uploads/files/Qin-et-al.-Science-Bulletin-2019.pdf|titill=Why Lake Taihu continues to be plagued with cyanobacterial blooms through 10 years (2007–2017) efforts|höfundur=Boqiang Qin, Hans W. Paerl, Justin D. Brookes, Jianguo Liu, Erik Jeppesen, Guangwei Zhu, Yunlin Zhang, Hai Xu, Kun Shi, Jianming Deng|útgefandi=Science Bulletin: Volume 64, Issue 6, 30 March 2019, Pages 354-356|mánuður=30. mars|ár=2019|mánuðurskoðað=16. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
==Landafræði==
[[Mynd:Wuxi NASA.png|alt=Þéttbýli Wuxi-borgar sést á þessari gervihnattamynd NASA. Mikliskurður er þar áberandi í borgarmyndinni.|upright|thumb|'''Þéttbýli Wuxi-borgar''' á [[Gervihnattarmynd|gervihnattamynd]] [[NASA]]. Ef grannt er skoðað sést hvað [[Mikliskurður]] er áberandi í borgarmyndinni.]]
[[Mynd:Yixing, Wuxi, Jiangsu, China - panoramio (1).jpg|alt=Bambusskógur í Yixing undirborg Wuxi.|upright|thumb|'''Bambusskógur í Yixing''' undirborg Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Yixing|date=2022-06-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Yixing&oldid=1091495497|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:長廣溪濕地.jpg|alt=Frá Chang Guangxi votlendisgarðinum í Binhu hverfi Wuxi borgar.|upright|thumb|Frá '''Chang Guangxi votlendisgarðinum''' í Binhu hverfi Wuxi borgar.<small><ref>{{Citation|title=长广溪湿地公园|date=2021-10-28|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E9%95%BF%E5%B9%BF%E6%BA%AA%E6%B9%BF%E5%9C%B0%E5%85%AC%E5%9B%AD&oldid=68405406|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Wuxi-borg er staðsett í suðausturhluta [[Jiangsu]]-héraðs. Hún liggur að [[Suzhou]]-borg í austri; með [[Tai vatn|Tai vatnið]] í suðri, handan vatnsins frá Huzhou borg í [[Zhejiang]] héraði; og [[Changzhou]] borg í vestri.
Sýsluborgin Yixing, ein tveggja undirborga Wuxi, er aðskilin frá borginni af Wujin hverfi Changzhou borgar, og hefur sem hólmlenda enga landtenging við Wuxi.
Heildarflatarmál Wuxi er 4.627 ferkílómetrar, þar af eru 782 ferkílómetrar fjöllótt og hæðótt land, sem eru 17% af heildarflatarmáli borgarinnar.
Wuxi er dæmigerður vatnabær í suðurhluta [[Jangtse]]<nowiki/>-fljótsins, með þéttriðið net skurða og vatnaleiða, sem og fjölmörg vötn, er mynda frárennsli, flutninganet og votlendisgarða. Vatnsyfirborðið er 1.342 ferkílómetrar, eða 29% af heildarflatarmáli borgarinnar.<small><ref name=":2">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Í vatnskerfi borgarinnar eru 5.983 árfarvegir með heildarlengd 6.998 kílómetra, þar á meðal Peking-Hangzhou hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]]. Samkvæmt varfærnu mati hafa meira en 1.000 árfarvegir í borgarlandinu verið urðaðir til vegagerðar frá árinu 1949.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Jangtse óshólmasvæðið er láglent landslag sem einkennist af sléttum, yfirleitt undir 3,5 metrum yfir sjávarmáli, þar sem lægsti punktur er undir 2 metrum yfir sjávarmáli. Hluti svæðisins frá norðri til Jiangyin sýsluborgar Wuxi, var Furong vatn í fornöld sem hvarf smám saman á tíma Song- og Mingveldanna.<ref name=":2" />
Mashan svæðið í Binhu hverfi borgarinnar er hæðótt landsvæði við Tai stöðuvatnið; Í Yixing-sýsluborginni eru Yili-fjöll, sem eru lág fjöll og hæðir. Hæsti punkturinn 611,5 metrar er Huangtading fjall í suðri, næsthæsta tinds Jiangsu-héraðs.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-03/25/c_664458_2.htm|title=Overview|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
== Veðurfar ==
Í Wuxi hefur fjögurra árstíða rakt [[Heittemprað belti|heittemprað loftslag]] undir áhrifum [[Monsún|monsúnvinda]], með heitum, rökum sumrum og svölum, skýjuðum, rökum vetrum með einstaka snjókomu. Sumur og vetur eru löng en vor og haust stutt.
Að neðan má sjá veðurupplýsingar fyrir Wuxi á árunum 1981 til 2010 þar sem ársmeðalhiti um 16,2 °C og meðal ársúrkoma um 1.122 mm. Heitasti mánuður ársins er júlí, með mánaðarmeðalhita 28,5 °C; kaldasti mánuður ársins er janúar, með 3,5 °C mánaðarmeðalhita.
Almennt má segja að veðrið sé milt og rakt með fjórum mismunandi árstíðum. Borgin þykir rík af úrkomu árið um kring. Haustið er talið besta árstíðin til að heimsækja Wuxi. Þó veðrið sé breytilegt er vorið einnig góð árstíð til að heimsækja því það er tími blóm. Einna síst þykir að heimsækja Wuxi á sumrin þegar loftslagið er heitt og rigningasamt og hitinn getur farið yfir 30 °C.<small><ref>{{Vefheimild|url= https://www.travelchinaguide.com/climate/wuxi.htm|titill=Wuxi Weather|höfundur=Travel China Guide|útgefandi=Travel China Guide| ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árlegt frostlaust tímabil er um 220 dagar og sólskinsstundir í Wuxi þéttbýli eru 2019,4 klukkustundir á ári.<small><ref name=":5">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
{| class="wikitable"
|+
! colspan="14" |<big>Veðurfar í Wuxi borg á árunum 1981 til 2010</big>
|-
!<small>Mánuður</small>
!<small>Jan.</small>
!<small>Feb.</small>
!<small>Mar.</small>
!<small>Apr.</small>
!<small>Maí</small>
!<small>Jún.</small>
!<small>Júl.</small>
!<small>Ágú.</small>
!<small>Sep.</small>
!<small>Okt.</small>
!<small>Nóv.</small>
!<small>Des.</small>
!<small>Árið</small>
|-
!<small>Meðalhiti (°C)</small>
|<small>3,5</small>
|<small>5,4</small>
|<small>9,4</small>
|<small>15,2</small>
|<small>20,7</small>
|<small>24,5</small>
|<small>28,5</small>
|<small>27,8</small>
|<small>23,6</small>
|<small>18,2</small>
|<small>12,1</small>
|<small>5,9</small>
|<small>16,2</small>
|-
!<small>Meðalúrkoma (mm)</small>
|<small>58,8</small>
|<small>57,3</small>
|<small>92,0</small>
|<small>79,9</small>
|<small>96,1</small>
|<small>182,9</small>
|<small>172,1</small>
|<small>143,5</small>
|<small>91,5</small>
|<small>57,4</small>
|<small>56,7</small>
|<small>33,8</small>
|<small>1.569,6</small>
|-
| colspan="14" |''<small>Heimild: Veðurstofa Kína: Wuxi borg á árunum 1981 til 2010 <ref>{{Vefheimild|url= http://data.cma.cn/data/weatherBk.html|ár=2020|mánuðurskoðað=26. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>''<small><ref name=":5" /></small>
|}
==Lýðfræði==
[[Mynd:Sanliqiao_Catholic_Church.jpg|alt=Kirkja heilags Jósefs er rómversk-kaþólsk kirkja í Beitang hverfi Wuxi borgar. Upphaflega kirkjan var byggð árið 1640, á tíma Mingveldisins (1368–1644).|upright|thumb|'''Kirkja heilags Jósefs''' er rómversk-kaþólsk kirkja í Beitang hverfi Wuxi borgar. Upphaflega kirkjan var byggð árið 1640, á tíma Mingveldisins (1368–1644).<small><ref>{{Citation|title=Saint Joseph's Church, Wuxi|date=2021-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Saint_Joseph%27s_Church,_Wuxi&oldid=1034206984|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Wuxi borg er fjölmenn borg. Þéttbýlast er miðborgasvæðið (Lianxi, Binhu og Xinwu hverfin, auk aðliggjandi hluta Huishan og Xishan hverfa). Í útjaðrinum, í sýsluborgunum Jiangyin og Yixing, er dreifbýlið meira með þorpum og nýbyggingasvæðum.
Árið 2020 þegar síðasta manntal var gert í Kína, var íbúafjöldi borgarkjarna Wuxi 3.956.985 en íbúafjöldi undir lögsögu borgarinnar var 7.462.135.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://tj.jiangsu.gov.cn/art/2021/5/18/art_80066_9819836.html|titill=Bulletin of the Seventh National Census of Jiangsu Province (No. 2)|höfundur=Jiangsu Provincial Bureau of Statistics|útgefandi=Office of the Leading Group for the Seventh National Census of Jiangsu Province|mánuður=18. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Mikill meirihluti íbúa eru Han-kínverjar, en önnur þjóðarbrot á borð við Hui og Miao þjóðerni eru fámennari. Frumbyggjar Wuxi tala Wuxi mállýskuna eða Suzhou mállýsku.<small><ref>{{Citation|title=Уси|date=2022-08-19|url=https://ru.wikipedia.org/w/index.php?title=%D0%A3%D1%81%D0%B8&oldid=124949730|work=Википедия|language=ru|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Meirihluti þeirra sem trúaðir eru stundar [[Búddismi|búddisma]], [[Daoismi|taóisma]] og [[þjóðtrú]]. Að auki hefur borgin umtalsverð samfélög [[Múslimar|múslima]], [[Kaþólikkar|kaþólikka]] og [[Mótmælendatrú|mótmælenda]].<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
== Stjórnsýsla ==
[[Mynd:Wuxi, Jiangshu2.jpg|alt=Fjölmenni kallar á mörg hús. Hér er eitt hverfið nýbyggt 2009.|upright|thumb|Fjölmennið kallar á mörg hús. Hér er eitt hverfið nýbyggt 2009.]]
Undir lögsögu Wuxi borgar eru fimm hverfi og tvær borgir á sýslustigi. Þessi hverfi eru Liangxi, Xishan, Huishan, Xinwu, og Binhu (vatnahverfið). Undirborgirnar eru Jiangyin borg og Yixing borg.
Þessum stjórnsýslueiningum er síðan skipt niður í 73 sveitarfélög, þar af 59 bæi og 24 undirhverfi.
Borgin nær yfir svæði sem er um 4.628 ferkílómetrar og borgarstjórnin hefur aðsetur í Liangxi hverfi.<small><ref>{{Citation|title=无锡市行政区划|date=2022-01-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82%E8%A1%8C%E6%94%BF%E5%8C%BA%E5%88%92&oldid=69788706|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Að auki hefur Wuxi komið á fót eftirfarandi efnahagssvæðum og iðngörðum. Þar á meðal eru: ''Xishan efnahags- og tækniþróunarsvæðið''; ''Wuxi Liyuan efnahagsþróunarsvæðið''; ''„Wuxi landslagsborgin“'' (þar eru á meðal: ''„Stafrænir iðnaðargarðar Wuxi“'' og ''„Ferðaþjónustugarður Wuxi við Tai vatn“''); ''Jiangyin hátæknisvæðið''; og ''„Jiangsu Jiangyin Lingang efnahagsþróunarsvæðið“''.
[[Mynd:Administrative-Division-Wuxi-Jiangsu-China (Icelandic).png|thumb|right|400px|Stjórnsýsluskipting Wuxi-borgar í hverfi og undirborgir ]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Wuxi
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2018 <ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref><ref>{{Citation|title=无锡市行政区划|date=2022-01-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82%E8%A1%8C%E6%94%BF%E5%8C%BA%E5%88%92&oldid=69788706|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Miðborg</small>'''
|-
| align=left | <small>Liangxi hverfi</small>
| align=left | <small>梁溪区</small>
| align=right| <small>961.500</small>
| align=right| <small>72</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Xishan hverfi</small>
| align=left | <small>锡山区</small>
| align=right| <small>707.700</small>
| align=right| <small>399</small>
|-
| align=left | <small>Huishan hverfi</small>
| align=left | </small>惠山区</small>
| align=right| <small>712.200</small>
| align=right| <small>325</small>
|-
| align=left | <small>Binhu hverfi</small>
| align=left | </small>滨湖区</small>
| align=right| <small>716.000</small>
| align=right| <small>628</small>
|-
| align=left | <small>Xinwu hverfi</small>
| align=left | <small>吴江区</small>
| align=right| <small>569.200</small>
| align=right| <small>220</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Jiangyin borg</small>
| align=left | <small>江阴市</small>
| align=right| <small>1.651.800</small>
| align=right| <small>987<small>
|-
| align=left | <small>Yixing borg</small>
| align=left | <small>宜兴市</small>
| align=right| <small>1.256.100</small>
| align=right| <small>1.997</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="2" style="text-align:center; " |'''<small>Alls:</small>'''
| align="right" |'''<small>6.574.500</small>'''
| align="right" |'''<small>4.627</small>'''
|-
| colspan="4" style="text-align:center; " | <small>''Óformlegar stjórnsýsludeildir:Iðngarðar og atvinnuþróunarsvæði''</small>
|}
==Efnahagur og atvinnulíf==
=== Borg vaxtar ===
[[Mynd:Center 66, Wuxi, China.jpg|alt=„Center 66“ er staðsett í Chong'an viðskiptahverfi borgarinnar.|upright|thumb|Byggingin '''„Center 66“''' er í Chong'an miðlægu viðskiptahverfi Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Center 66|date=2022-06-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Center_66&oldid=1094078612|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:201906_IFS_Wuxi.jpg|alt=Wuxi IFS („Fjármálatorg Wuxi“) sem opnaði 2014, er 339 metra hár, 68 hæða skýjakljúfur, í Liangxi hverfi Wuxi.|upright|thumb|'''„Fjármálatorg Wuxi“''' (Wuxi IFS) sem opnaði 2014, er 339 metra hár, 68 hæða skýjakljúfur, í Liangxi hverfi Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Wuxi IFS|date=2022-02-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi_IFS&oldid=1073205655|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Á kínverskan mælikvarða er Wuxi borg hagsældar. Hún er svæðisbundin viðskiptamiðstöð með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst sterkum einkafyrirtækjum. Áhersla er á fjölbreytt atvinnulíf með uppbyggingu stórra iðnaðargarða sem eru helgaðir nýjum atvinnugreinum.
Sterk vísbending um efnahagslega velferð er landsframleiðsla á mann. Þar var Wuxi borg árið 2021 efst allra stórra og meðalstórra kínverskra borga. Efnahagur borgarinnar blómstrar með fjölbreyttu atvinnulífi og alþjóðlegum fjárfestingum. Meiri hagsæld þýðir komu erlendra verslunar- og smásölufyrirtækja, á borð við IKEA, Bailian, Apple, svo nokkuð sé nefnt.
Þessi þróun hefur einnig breytt ásýnd Wuxi með æ fleiri skýjakljúfum. Þannig opnuðu þrír slíkir árið 2014: Wuxi IFS (339 metrar), Wuxi Suning Plaza 1 (328 metrar) og Wuxi Maoye City - Marriott Hotel (304 metrar).<small><ref>{{Citation|title=Wuxi|date=2022-08-08|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi&oldid=1103178618|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Citation|title=Center 66|date=2022-06-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Center_66&oldid=1094078612|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Citation|title=无锡茂业城-万豪国际酒店|date=2021-12-19|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E8%8C%82%E4%B8%9A%E5%9F%8E-%E4%B8%87%E8%B1%AA%E5%9B%BD%E9%99%85%E9%85%92%E5%BA%97&oldid=69163185|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
=== Hefðbundin framleiðsla ===
Auk hefðbundinna viðskipta með hrísgrjón og bómullar- og silkiframleiðslu voru aðrar mikilvægar atvinnugreinar borgarinnar framan af hveitimölun, hrísgrjóna- og olíuvinnsla. Frá fimmta áratug síðustu aldar hefur iðnþróun verið hröð. Textíl- og matvælaiðnaðurinn hefur stækkað og færður til nútímahorfs. Borgin er orðin svæðisbundin miðstöð verkfræðiiðnaðar, sérstaklega fyrir vélasmíði auk framleiðslu rafbúnaðar, framleiðslu reiðhjóla- og hemla; kapla og textílvéla af ýmsum toga. Í seinni tíð hefur framleiðsla lyfja og ýmissa efna orðið æ mikilvægari.<small><ref name=":0" /></small>
=== Ferðaþjónusta ===
[[Mynd:Wuxi, Jiangsu - China (13619808523).jpg|alt=Vatnaborgin Wuxi er mikil ferðamannaborg.|upright|thumb|'''Vatnaborgin Wuxi''' er mikil ferðamannaborg.]]
Ferðaþjónusta í borginni er sífellt mikilvægari. Umhverfi Wuxi inniheldur marga þekkta og vel varðveitta staði,borgargarða og sögulega staði. Tai-vatn er eitt helsta aðdráttarafl ferðaþjónustu borgarinnar. Alþjóðlegar hótelkeðjur hafa keppst við að reisa glæsihótel til að anna aukinni eftirspurn: Marriott, Kempinski, Radisson Blu, Sheraton, o.s.frv.
=== Nýjar atvinnugreinar ===
Sterk áhersla er hjá borgaryfirvöldum að gera atvinnulífið enn fjölbreyttara með meiri þátttöku alþjóðlegra fyrirtækja.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/companies.html|title=Companies|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small> Áherslan er á ýmiskonar líftækni, öreindatækni, upplýsingatækni og gagnavinnslu, flug- og samgöngutækni, grænar raforkulausnir á borð við efnarafala fyrir vetnisframleiðslu, sem og iðnhönnun og aðrar skapandi greinar.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2021-03/03/c_598030.htm|titill=Wuxi district looks to develop modern industries|höfundur=2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=3. mars|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small><small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2022-06/23/c_773067.htm|titill=Wuxi's aerospace industry gets boost|höfundur=2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=23. júní|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Til að ýta undir stafræna umbreytingu hefur borgin hvatt til framþróunar iðnaðar byggðum á „Interneti hlutanna“ (IoT), ekki síst á sviði heilbrigðistækni.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2021-09/30/c_665650.htm|titill=IoT industry fuels Wuxi's digital transformation|höfundur=By Liu Tianyang (wuxinews.com.cn) 2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=30. september|ár=2021|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Sama gildir um stafræna tækni í margskonar iðnframleiðslu.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2022-05/11/c_750367.htm|titill=Wuxi boasts thriving industries|höfundur=2022 China Daily (wuxinews.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=11. maí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Atvinnuþróunarsvæði ===
[[Mynd:Ipark5.jpg|alt=Í „Nýhverfi Wuxi“ er „Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“ sem er iðngarður og nýsköpunarsetur fyrir upplýsingatækni.|upright|thumb|Í „Nýhverfi Wuxi“ (Xinwu hverfi) er '''„Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“''' sem er iðngarður og nýsköpunarsetur fyrir upplýsingatækni.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wndonline.cn/2019-07/30/c_482921.htm|title=Wuxi (National) Software Park|website=www.wndonline.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Til að styðja við þessa framþróun hafa nýjar atvinnugreinar verið vistaðar í sérstökum iðngörðum og fríverslunarsvæðum sem bjóða upp á klasastarfssemi ásamt nýsköpunar- og frumkvöðlasetur í viðkomandi atvinnugrein. Alls eru sex slíkir iðngarðar og atvinnuþróunarsvæði í borginni.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/developmentzones.html|title=Development Zones|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small><small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Árið 1992 var stofnað svokallað „Nýhverfi Wuxi“ (WND) nú nefnt Xinwu hverfi, sem nær yfir svæði sem er 220 ferkílómetrar.<small><ref>{{Citation|title=Xinwu District, Wuxi|date=2022-04-17|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Xinwu_District,_Wuxi&oldid=1083254871|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small> Þar er ''Wuxi hátæknþróunarsvæðið'', ''Flugiðnaðargarður Wuxi'', og ''„Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“'', svo nokkuð sé nefnt.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Sem dæmi þá eru þar um 1.000 hugbúnaðar- og útvistunarfyrirtæk á sviði upplýsingatækni, þar á meðal nokkur af stærstu fyrirtækjum heims, eins og Microsoft, Intel, Oracle, IBM, NTT data, Fujitsu, Pactera, ChinaSoft International og Unissoft.<small><ref>{{Citation|title=Xinwu District, Wuxi|date=2022-04-17|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Xinwu_District,_Wuxi&oldid=1083254871|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Á Jiangyin hátæknisvæðinu sem stofnað var árið 1992, eru leiðandi atvinnugreinar á borð við framleiðslu nýrra málmefniþa, háþróaðs samskiptabúnaðar, og líftæknilyfja.
Önnur dæmi um iðngarða eða sérstök atvinnuvaxtarsvæði eru: ''Xishan efnahags- og tækniþróunarsvæðið''; ''Wuxi Liyuan efnahagsþróunarsvæðið''; ''„Wuxi landslagsborgin“'' (þar sem eru meðal annars: „Stafrænir iðnaðargarðar Wuxi“ og „Ferðaþjónustugarður Wuxi við Tai vatn“); og ''„Jiangsu Jiangyin Lingang efnahagsþróunarsvæðið“''.
== Tengt efni ==
[[Mynd:Nanning Wuxi Anghu Park (15460514486).jpg|alt=Wuxi-óperan, aldargamalt óperuform Xiju, er enn vinsæl. Þar leika karlar bæði kyn í dreifbýlissögum siðferðisátaka og gráðugra húsráðenda. Reynt er að höfða til yngri kynslóða.|upright|thumb|'''Wuxi-óperan''', aldargamalt óperuform Xiju, er enn vinsæl. Þar leika karlar bæði kyn í dreifbýlissögum siðferðisátaka og gráðugra húsráðenda.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2018-04/20/content_36065274.htm|titill=Wuxi Opera|höfundur=2022 China Daily (chinadaily.com.cn).|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government.|ár=22|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-07/21/c_792218.htm|titill=Century-old Xiju Opera still shines|höfundur=2022 China Daily (gowuxi.com)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=21. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
* [http://en.wuxi.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wuxi'''] Yfirgripsmiklar upplýsingar á ensku og kínversku um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur, fréttir, o.fl.
* Vefsíða Wikitravel [https://wikitravel.org/en/Wuxi '''Wuxi'''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/wuxi/ Travel China Guide: '''Wuxi'''] Knappar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Héraðið [[Jiangsu]] í austurhluta [[Kína]].
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wuxi|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wuxi|titill=Britannica: Wuxi|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=10. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
e47ed9h6n0h7ehvomnuzo3zb1nryrt1
1765855
1765853
2022-08-23T20:20:04Z
Dagvidur
4656
/* Veðurfar */ Bætti við mynd
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Wuxi-bird-view.PNG|alt=Horft yfir Wuxi borg í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.|hægri|thumb|450x450dp|'''Horft yfir Wuxi borg''' í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.]]
[[Mynd:Wuxi-location-MAP-in-Jiangsu-Province-China.jpg|alt=Staðsetning Wuxi borgar í Jiangsu héraði í Kína.|thumb|'''Staðsetning Wuxi''' í Jiangsu héraði í Kína.]]
[[Mynd:Jichang Yuan.jpg|alt=Jichang garðurinn í Liangxi hverfi Wuxi er frægur kínverskur garður. Hann er sagður fyrirmynd Xiequ garðsins í Sumarhöll Pekingborgar og Guo Ran Da Gong í Yuanming Yuan í Peking.|right|thumb|'''Jichang garðurinn''' í Liangxi hverfi Wuxi er frægur kínverskur garður byggður á tíma Mingveldisins (1368-1644). Hann er sagður fyrirmynd Xiequ garðsins í Sumarhöll Pekingborgar og Guo Ran Da Gong í Yuanming Yuan í Peking.<small><ref>{{Citation|title=Jichang Garden|date=2022-03-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Jichang_Garden&oldid=1075270548|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2021-04/06/c_608850.htm|titill=Ancestral temples of Huishan|höfundur=2022 China Daily (chinadaily.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|ár=2022|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
'''Wuxi''' ''([[kínverska]]:無錫; [[Pinyin|rómönskun:]] Wúxī; (WOO-shee)'' er stórborg í suðurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í austurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].
Wuxi er staðsett meðfram [[Mikliskurður|Miklaskurði]] á mótum þess farvegs við staðbundnar ár nálægt norðausturhorni [[Tai vatn|Tai-vatns]]. Í gegnum borgina liggur þétt net skurða og skipgengra vatnaleiða í suðurhluta [[Jangtse]]<nowiki/>- fljótsins. Borgin er um 135 kílómetra norðvestur af miðborg [[Sjanghæ]], á milli borganna [[Changzhou]] og [[Suzhou]].
Wuxi er fræg sögu- og menningarborg Kína og ein helsta ferðamannaborg landsins. Borgin státar af meira en 3.000 ára sögu og djúpstæðum menningararfi. Hún var heimili Wu-menningar í fornöld og hefur ríka sögulega arfleifð. Í henni eru 31 mikilvægir sögustaðir er njóta verndar ríkisins, 11 staðir sem hafa sterka skírskotun til kínversks menningararfs, auk 60 safna og minnisvarða.
Wuxi er ekki aðeins hefðbundin fisk- og hrísgrjónavatnaborg við Jangtse fljót, heldur einnig vagga nútíma kínverskrar þjóðariðnaðar og ein efnahagsmiðstöða Kína, með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst sterkum einkafyrirtækjum.
Á kínverskan mælikvarða er Wuxi borg hagsældar. Sterk vísbending um efnahagslega velferð er landsframleiðsla á mann. Þar var Wuxi borg árið 2021 efst allra stórra og meðalstórra kínverskra borga Kína.<small><ref name=":3">{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-02/11/c_706654.htm|titill=Wuxi tops Chinese cities in per capita GDP in 2021|höfundur=2022 China Daily - wuxinews.com.cn|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=11. febrúar|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Héraðsborgin Wuxi nær yfir 4.627 ferkílómetra lands. Hún hefur lögsögu yfir 5 hverfum og tveimur sýsluborgum. Árið 2020 bjuggu á stórborgarsvæði Wuxi um 7,5 milljónir manna en 4 milljónir í kjarnaborginni.
==Saga==
[[Mynd:Taibo_statue,_Taibo_Temple,_Wuxi.jpg|alt=Stytta af Taibo, í Taibo hofinu í Xinwu hverfi Wuxi. Taibo stofnaði Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.|upright|thumb|'''Stytta af Taibo''' í Taibo hofinu í Xinwu hverfi. Taibo stofnaði Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.]]
[[Mynd:Nanchan Pagoda Wuxi.jpg|alt=Mahavira salur Nanchan búddistahofsins í suðurhluta Wuxi.
|upright|thumb|'''Mahavira salur''' Nanchan [[Búddismi|búddahofsins]] í suðurhluta Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=南禪寺 (無錫)|date=2022-02-13|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E7%A6%AA%E5%AF%BA_(%E7%84%A1%E9%8C%AB)&oldid=70147432|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:MaaguxianshouWXM.jpg|upright|thumb|'''„Magu býður langlífi“''' í Wuxi safninu. Magu er gyðja langlífs og verndari kvenna í fornum kínverskum goðsögnum og [[Daoismi|Taoisma]].<small><ref>{{Citation|title=Magu (deity)|date=2022-04-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Magu_(deity)&oldid=1084177384|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:清光绪年间无锡县城区图.jpg|alt=Kort af Wuxi árið 1881.|upright|thumb|Kort af Wuxi árið 1881.]]
[[Mynd:Wuxi Qingming Qiao 2015.04.24 18-56-40.jpg|alt=Qingming brúin yfir Miklaskurð í Liangxi hverfi Wuxi.|upright|thumb|'''Qingming brúin''' yfir [[Mikliskurður|Miklaskurð]] í Liangxi hverfi Wuxi.]]
Wuxi státar af meira en 3.000 ára sögu og djúpstæðum menningararfi sem einn af elstu þéttbýlisstöðum við [[Jangtse|Jangtsefljót]]. Borgin er ein vagga Wu-menningar í fornöld og hefur ríka sögulega arfleifð. Wu vísar til þess svæðis í Kína sem miðast við [[Tai vatn|Tai-vatn]] á Jiangnan svæðinu er liggur suður af Jangtse fljóti. <small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
=== Fornsaga ===
Í borginni eru 31 mikilvægir sögustaðir er njóta verndar ríkisins, 11 staðir sem hafa sterka skírskotun til kínversks menningararfs og 60 söfn og minnisvarðar.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-03/25/c_664458.htm|titill=Wuxi. Overview|höfundur=China Daily- 2022|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government.|ár=2022|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Á svokölluðu vor- og hausttímabili í sögu Kína (770–476 f.Kr.) bjuggu staðbundnir Baiyue ættbálkar sem nefndir voru „Gou Wu“ á landsvæði þar sem nútímaborgirnar Wuxi og Suzhou liggja. Þessir ættbálkar mynduðu þorp í hæðunum við votlendið umhverfis Tai-vatn.<small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
Skráð saga Wuxi hófst við lok tíma Shangveldisins (1600–1046 f.Kr.).<small><ref>{{Citation|title=吴国|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%90%B4%E5%9B%BD&oldid=72743972|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-21}}</ref></small> Forn sagnfræðirit Sima Qian sagnfræðings (145 f.Kr.- 91 f.Kr.)<small><ref>{{Citation|title=Records of the Grand Historian|date=2022-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Records_of_the_Grand_Historian&oldid=1099964113|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> greina frá því að Taibo (um 1150 f.Kr.) frændi konungs Zhouveldisins hafi stofnað Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2021-12-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1060598437|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Taibo siðað heimamenn og bætti landbúnað þeirra og áveitustjórn.<small><ref name=":4">{{Vefheimild|url=http://www.chinadaily.com.cn/m/jiangsu/wuxi/pdf/GettoknowWuxithrough10surnames.pdf|titill=Get to know Wuxi through 10 surnames|höfundur=Information Office of Wuxi Municipal Government|útgefandi=Information Office of Wuxi Municipal Government|ár=2017|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Síðar flutti Wu hirðin til Gusu þar sem nútíma Suzhou liggur. Wu-ríkið stóð frá 12. öld f.Kr.– 473 f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=吴国|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%90%B4%E5%9B%BD&oldid=72743972|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2022-08-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1105292388|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
=== Keisaratímar ===
Í tíma Qinveldisins tilheyrði Wuxi Kuaiji-sýslu.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Svæðið í Wuxi var upphaflega þekkt vegna [[Tin|tinnáma]] sem þar voru, en þegar sýslan var stofnuð árið 202 f.Kr. á tímum [[Hanveldið|Vestur-Hanveldisins]] (206 f.Kr.–25 e.Kr.), voru þær námur uppurnar og þéttbýlið fékk fékk því nafnið Wuxi („án tins“). Frá lokum 3. aldar var borgin umdæmi undir stjórn herforingja Biling borgar (síðar nefnd [[Changzhou]]) og hélst svo nema í stuttan tíma undir stjórn [[Júanveldið|Júanveldisins]] (1206– 1368), þegar svæðið var gert að sjálfstæðu héraði.<small><ref name=":0">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wuxi|titill=Encyclopedia Britannica: Wuxi|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia|útgefandi=Britannica, The Editors of Encyclopaedia|mánuður=10. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Frá fyrstu tíð hefur svæðið í kringum [[Tai vatn|Tai-vatn]] verið mjög frjósamt. [[Landbúnaður]] og [[Silki|silkiiðnaður]] blómstraði í Wuxi. Eftir að gerð [[Mikliskurður|Miklaskurðar]] lauk árið 609 varð Wuxi umskipunarmiðstöð fyrir skattkorn ætlað höfuðborginni. Þar myndaðist einn stærsti kornmarkaður Kína, þar sem mikið magn hrísgrjóna var meðhöndlað.<small><ref name=":1">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Þróað hagkerfi hraðaði þéttbýlismyndun. Borgin varð aðsetur afar auðugra kaupmanna og milliliða. Þessi hagsæld viðskipta hafði mikil áhrif á bókmenntir og námstofnanir í svæðinu suðurhluta Jangtse.<small><ref name=":4" /></small> Wuxi varð einn af mikilvægum fæðingarstöðum koparprentunar og Kunqu formi Kínverskrar [[Ópera|óperu]].
{{Breið mynd|康熙南巡图第七卷局部.jpg|4500px|<small>'''„Kangxi suðurferðin“''' árið 1698. - Á blómaskeiði [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1636–1912) fóru Kangxi keisari (1654–1722) og Qianlong keisari (1711–1799) sex sinnum suður til [[Jangtse]]-fljóts og heimsóttu Jichang-garðinn í Huishan, Wuxi.
Hirðmálarinn Wang Hui skóp þessa 29,32 metra (8.8 cm x 2932.4 cm) löngu málverkarollu árið 1698 um „Kangxi suðurferðina“. Auk listræns gildis er verkið talið ómetanlegur vitnisburður um ástand lands og borgar, ásamt lýsingu daglegs kínversks lífs þess tíma. Myndarolluna má skoða líkt og þú værir á ferð um borgina og umhverfi hennar. Myndin sýnir einungis hluta af sjöunda bindi „Kangxi suðurferðarinnar“. Frá hægri til vinstri eru: Wuxi Huishan; Xishan (nú hverfi í Wuxi); Qinyuan (nú Jiangyin undirborg Wuxi); Huangputun (nú Huangbutun); og síðan Wuxi sýsla, sem liggur framhjá Xin'an bænum (nú Binhu hverfi) til Hushu (nú undirhverfi) [[Suzhou]]. <small><ref>{{Vefheimild|url=https://search.museums.ualberta.ca/21-20555|titill=2004.19.75.1 - Kangxi Emperor's Southern Inspection Tour, Scroll Seven: Wuxi to Suzhou, Mactaggart Art Collection.|höfundur=Hirðmálarinn Wang Hui árið 1698|útgefandi=University of Alberta Museums Search Site|ár=1698|mánuðurskoðað=23. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> <small><ref>{{Citation|title=康熙帝南巡|date=2022-02-23|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%BA%B7%E7%86%99%E5%B8%9D%E5%8D%97%E5%B7%A1&oldid=70311830|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>}}</small>
Árið 1724 var Wuxi orðin mjög fjölmenn sýsla og því var austurhluti hennar aðskilinn og gerður að Jinkui-sýslu. Bæði Wuxi og Jinkui voru gjörsamlega eyðilögð í [[Taiping-uppreisnin|Taiping-uppreisninni]] (1850-1864), þegar næstum 2/3 íbúanna voru drepnir. Mannfallið var gríðarlegt. Fjöldi „hæfra karlmanna“ í sýslunum, sem hafði verið 339.549 og 258.934 árið 1830, féll niður í 72.053 og 138.008 árið 1865.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> <small><ref>{{Cite book|script-title=zh:江苏省志・人口志|publisher=Fangzhi Publishing House|isbn=978-7-801-22526-9|pages=58–9 |trans-title=Jiangsu Provincial Gazetteer, Volume on Demography|year=1999}}</ref></small>
Á tíma [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1636–1912) blómstraði bómullar- og silkiframleiðsla í Wuxi. Viðskipti jukust með alþjóðlegri opnun „sáttamálahafna“ byggðum á [[Nanking-sáttmálinn|friðarsáttmála]] sem batt enda á [[Fyrra ópíumstríðið|fyrsta ópíumstríðið]] (1839–1842) milli [[Breska heimsveldið|Breska heimsveldisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] í Kína. Þetta voru Sjanghæ árið 1842; og [[Zhejiang|Zhenjiang]] og [[Nanjing]] árið 1858. Woxi naut uppgangs þeirra borga. Hún varð miðstöð textíliðnaðar í Kína. Textílverksmiðjur voru byggðar árið 1894 og silkispólunarstöðvar byggðar árið 1904.
Þegar [[Mikliskurður]] hrundi eftir 1850, hélt Wuxi mikilvægi sínu sem svæðisbundinn hrísgrjónamarkaður. Þaðan var korn flutt til [[Sjanghæ]], um 130 kílómetra til suðausturs; auk sjóleiðarinnar til [[Tianjin]] borgar í norðri. Viðskipti með korn jukust enn frekar eftir 1908 þegar komið var á járnbrautartengingu til Sjanghæ, Zhenjiang og Nanjing í norðvestri.
Jinkui sýsla sameinaðist að nýju Wuxi-sýslu við upphaf lýðveldisins árið 1912.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
=== Lýðveldistími ===
[[Mynd:Bundesarchiv Bild 183-S34828, Japanisch-Chinesischer Krieg.jpg|alt=Japanskir hermenn í Wuxi í desember 1937 á leið til Nanking.|upright|thumb|'''Japanskur innrásarher''' í Wuxi í desember 1937 á leið sinni til Nanking.]]
Þegar seinna [[Seinna stríð Kína og Japans|stríðið við Japan]] braust út árið 1937 varð Wuxi fyrir miklu áfalli. Sjanghæ sem er nálægt Wuxi og mjög tengd efnahagslega, varð fyrir miklum árásum. Verksmiðjur og byggingar urðu fyrir miklu tjóni eða gjöreyðilagðust vegna sprengjuárása japanskra flugvéla.
Eftir sigur gegn Japönum árið 1945 var efnahagur Wuxi endurreistur og fjárfestingar jukust. [[Kínverska borgarastyrjöldin|Borgarastyrjöld]] milli Lýðveldissinna og [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnista]] hafði síðan óhjákvæmilega áhrif á efnahag borgarinnar. Frelsisher kommúnista hertók síðan borgina 23. apríl 1949. Um miðjan júní var yfirtöku borgarinnar í grundvallaratriðum lokið.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
==== Tímar Alþýðulýðveldis ====
[[Mynd:Wuxi_Museum_2018.jpg|alt=Wuxi safnið í Liangxi hverfi er yfirgripsmikið safn staðbundinnar sögu og lista.|upright|thumb|'''Wuxi safnið''' í Liangxi hverfi er yfirgripsmikið safn staðbundinnar sögu og lista.<small><ref>{{Citation|title=无锡博物院|date=2022-02-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%8D%9A%E7%89%A9%E9%99%A2&oldid=69953384|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2020-04/24/c_489066.htm|titill=Wuxi Museum|höfundur=2022 China Daily (wuxinews.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=24. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
Frá 1949 eftir valdatöku kommúnista hefur vægi borgarinnar sem landsbundin viðskiptamiðstöð minnkað, þó að hlutverk hennar sem dreifingar- og söfnunarmiðstöð fyrir Tai vatnasvæðið hafi haldið.<small><ref name=":0" /></small>
Auk viðskipta með hrísgrjón og bómullar- og silkiframleiðslu voru aðrar mikilvægar atvinnugreinar borgarinnar hveitimölun, hrísgrjónavinnsla og olíuvinnsla. Frá fimmta áratug síðustu aldar hefur iðnþróun verið hröð. Textíl- og matvælaiðnaðurinn hefur stækkað og færður til nútímahorfs. Borgin er orðin miðstöð verkfræðiiðnaðar, sérstaklega fyrir vélasmíði auk framleiðslu rafbúnaðar, kapla og textílvéla af ýmsum toga; í seinni tíð hefur framleiðsla lyfja og ýmissa efna orðið æ mikilvægari.<small><ref name=":0" /></small>
Hraðbraut milli Sjanghæ og Nanjing liggur í gegnum borgina, með afreinum sem teygja sig frá borginni til sýsluborga Wuxi, norður til Jiangyin og suðvestur til Yixing. Frá árinu 2004 hefur staðbundinn flugvöllur veitir flugþjónustu til nokkurra stórborga landsins.<small><ref>{{Citation|title=Sunan Shuofang International Airport|date=2022-08-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Sunan_Shuofang_International_Airport&oldid=1105089148|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Árið 2014 opnuðu fyrstu tvær borgarlestarlínur Wuxi. Nú eru þær fjórar og sex aðrar neðanjarðarlínur í undirbúningi.<small><ref>{{Citation|title=Wuxi Metro|date=2022-04-12|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi_Metro&oldid=1082348735|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Ferðaþjónusta hefur orðið sífellt mikilvægari. Umhverfi Wuxi inniheldur marga þekkta fallega staði sem hafa verið varðveittir vandlega, ásamt ýmsum borgargörðum og sögulegum stöðum. Í dag hefur iðnþróun verið takmörkuð nærri [[Tai vatn|Tai-vatni]], sem er eitt helsta aðdráttarafl ferðaþjónustu borgarinnar. Þar var þó iðnaðargarður með sérstakri áherslu á vísindi og tækni stofnaður árið 2006.
=== Borg hagvaxtar og mengunar ===
[[Mynd:Jiangyin Yangtze River bridge-2.jpeg|alt=Jiangyin Jangtse brúin er 1.385 metra hengibrú yfir Jangtse fljót í Wuxi borg. Hún tengir sýsluborgina Jiangyin sunnan árinnar við Jingjiang undirborg Taizhou, í norðri. Um brúna liggur G2 Peking-Sjanghæ Hraðbrautin.|upright|thumb|'''Jiangyin Jangtse hengibrúin''' er 1.385 metra löng yfir Jangtse fljót í Wuxi borg. Um brúna liggur G2 Peking-Sjanghæ Hraðbrautin.<small><ref>{{Citation|title=Jiangyin Yangtze River Bridge|date=2022-08-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Jiangyin_Yangtze_River_Bridge&oldid=1104313456|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Með efnahagslegri opnun Kína á síðustu tveimur áratugum síðustu aldar, hefur efnahagur Wuxi náð sér á strik með miklum vexti einkafyrirtækja. Árið 1981 var hún opinberlega skráð sem ein 15 kínverskra borga sem tóku þátt í þessari efnahagslegu opnum og árið 1985 var borgin formlega viðurkennd sem opin borg í sérstöku efnahagssvæði Jangtse óshólmasvæðisins. Í kjölfarið voru fríverslunarsvæði og iðngarðar opnaðir fyrir miklum erlendum fjárfestingum. Wuxi tók þá flugið sem mikil iðnaðar- og viðskiptaborg.<small><ref name=":1" /></small>
Landsframleiðsla á mann er mikilvægur mælikvarði á efnahagslega velferð. Árið 2021 var var Wuxi borg þar í fyrsta sæti allra stórra og meðalstórra borga Kína.<small><ref name=":3" /></small>
Hröð iðnþróun og þéttbýli síðustu áratuga tekið sinn toll á umhverfi. Tai vatn sem er þriðja stærsta ferskvatnsvatn Kína, hefur undanfarin ár verið þjakað af mengun vegna iðnþróunar nærliggjandi svæða.<small><ref>{{Citation|title=Lake Tai|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Lake_Tai&oldid=1098108667|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Förgun efna og skólps úti í vatnið í upphafi 21. aldar hefur valdið myndun eitraðra [[Blágerlar|blágerla]] eða þörungar á yfirborði vatnsins.<small><ref>{{Citation|title=2007年太湖蓝藻污染事件|date=2022-08-02|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=2007%E5%B9%B4%E5%A4%AA%E6%B9%96%E8%93%9D%E8%97%BB%E6%B1%A1%E6%9F%93%E4%BA%8B%E4%BB%B6&oldid=73035341|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-18}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.wilsoncenter.org/publication/taihu-green-wash-or-green-clean|title=Taihu: Green Wash or Green Clean? {{!}} Wilson Center|website=www.wilsoncenter.org|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Það hefur ógnað gæðum drykkjarvatns þeirra sem búa við vatnið. Á síðari árum hafa stjórnvöld ráðist í umfangsmikla hreinsun og verndun vatnsins.<small><ref>{{Cite web|url=https://chinadialogue.net/en/pollution/4767-long-struggle-for-a-cleaner-lake-tai/|title=Long struggle for a cleaner Lake Tai|date=2012-02-14|website=China Dialogue|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Mörgum verksmiðjum hefur nú verið lokað og reglum um umgengni við vatnið hertar til að bæta vatnsgæði og til að ná líffræðilegri endurheimt.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.greenpeace.org/international/story/7040/biological-restoration-of-water-and-land|title=Biological Restoration of water and land|website=Greenpeace International|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Enn er þó mikið starf óunnið í þeim efnum.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.canr.msu.edu/csis/uploads/files/Qin-et-al.-Science-Bulletin-2019.pdf|titill=Why Lake Taihu continues to be plagued with cyanobacterial blooms through 10 years (2007–2017) efforts|höfundur=Boqiang Qin, Hans W. Paerl, Justin D. Brookes, Jianguo Liu, Erik Jeppesen, Guangwei Zhu, Yunlin Zhang, Hai Xu, Kun Shi, Jianming Deng|útgefandi=Science Bulletin: Volume 64, Issue 6, 30 March 2019, Pages 354-356|mánuður=30. mars|ár=2019|mánuðurskoðað=16. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
==Landafræði==
[[Mynd:Wuxi NASA.png|alt=Þéttbýli Wuxi-borgar sést á þessari gervihnattamynd NASA. Mikliskurður er þar áberandi í borgarmyndinni.|upright|thumb|'''Þéttbýli Wuxi-borgar''' á [[Gervihnattarmynd|gervihnattamynd]] [[NASA]]. Ef grannt er skoðað sést hvað [[Mikliskurður]] er áberandi í borgarmyndinni.]]
[[Mynd:Yixing, Wuxi, Jiangsu, China - panoramio (1).jpg|alt=Bambusskógur í Yixing undirborg Wuxi.|upright|thumb|'''Bambusskógur í Yixing''' undirborg Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Yixing|date=2022-06-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Yixing&oldid=1091495497|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:長廣溪濕地.jpg|alt=Frá Chang Guangxi votlendisgarðinum í Binhu hverfi Wuxi borgar.|upright|thumb|Frá '''Chang Guangxi votlendisgarðinum''' í Binhu hverfi Wuxi borgar.<small><ref>{{Citation|title=长广溪湿地公园|date=2021-10-28|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E9%95%BF%E5%B9%BF%E6%BA%AA%E6%B9%BF%E5%9C%B0%E5%85%AC%E5%9B%AD&oldid=68405406|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Wuxi-borg er staðsett í suðausturhluta [[Jiangsu]]-héraðs. Hún liggur að [[Suzhou]]-borg í austri; með [[Tai vatn|Tai vatnið]] í suðri, handan vatnsins frá Huzhou borg í [[Zhejiang]] héraði; og [[Changzhou]] borg í vestri.
Sýsluborgin Yixing, ein tveggja undirborga Wuxi, er aðskilin frá borginni af Wujin hverfi Changzhou borgar, og hefur sem hólmlenda enga landtenging við Wuxi.
Heildarflatarmál Wuxi er 4.627 ferkílómetrar, þar af eru 782 ferkílómetrar fjöllótt og hæðótt land, sem eru 17% af heildarflatarmáli borgarinnar.
Wuxi er dæmigerður vatnabær í suðurhluta [[Jangtse]]<nowiki/>-fljótsins, með þéttriðið net skurða og vatnaleiða, sem og fjölmörg vötn, er mynda frárennsli, flutninganet og votlendisgarða. Vatnsyfirborðið er 1.342 ferkílómetrar, eða 29% af heildarflatarmáli borgarinnar.<small><ref name=":2">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Í vatnskerfi borgarinnar eru 5.983 árfarvegir með heildarlengd 6.998 kílómetra, þar á meðal Peking-Hangzhou hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]]. Samkvæmt varfærnu mati hafa meira en 1.000 árfarvegir í borgarlandinu verið urðaðir til vegagerðar frá árinu 1949.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Jangtse óshólmasvæðið er láglent landslag sem einkennist af sléttum, yfirleitt undir 3,5 metrum yfir sjávarmáli, þar sem lægsti punktur er undir 2 metrum yfir sjávarmáli. Hluti svæðisins frá norðri til Jiangyin sýsluborgar Wuxi, var Furong vatn í fornöld sem hvarf smám saman á tíma Song- og Mingveldanna.<ref name=":2" />
Mashan svæðið í Binhu hverfi borgarinnar er hæðótt landsvæði við Tai stöðuvatnið; Í Yixing-sýsluborginni eru Yili-fjöll, sem eru lág fjöll og hæðir. Hæsti punkturinn 611,5 metrar er Huangtading fjall í suðri, næsthæsta tinds Jiangsu-héraðs.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-03/25/c_664458_2.htm|title=Overview|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
== Veðurfar ==
[[Mynd:Grand Buddha at Ling Shan, China.jpg|alt=Stór Búddastytta er við norðurströnd Tai-vatns í Binhu hverfi Wuxi. Hún er ein stærsta Búddastyttan Kína.|upright|thumb|'''Stóra Búddastyttam''' er við norðurströnd Tai-vatns í Binhu hverfi Wuxi. Hún er ein stærsta Búddastyttan Kína.<small><ref>{{Citation|title=Grand Buddha at Ling Shan|date=2022-01-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Grand_Buddha_at_Ling_Shan&oldid=1066676031|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Í Wuxi hefur fjögurra árstíða rakt [[Heittemprað belti|heittemprað loftslag]] undir áhrifum [[Monsún|monsúnvinda]], með heitum, rökum sumrum og svölum, skýjuðum, rökum vetrum með einstaka snjókomu. Sumur og vetur eru löng en vor og haust stutt.
Að neðan má sjá veðurupplýsingar fyrir Wuxi á árunum 1981 til 2010 þar sem ársmeðalhiti um 16,2 °C og meðal ársúrkoma um 1.122 mm. Heitasti mánuður ársins er júlí, með mánaðarmeðalhita 28,5 °C; kaldasti mánuður ársins er janúar, með 3,5 °C mánaðarmeðalhita.
Almennt má segja að veðrið sé milt og rakt með fjórum mismunandi árstíðum. Borgin þykir rík af úrkomu árið um kring. Haustið er talið besta árstíðin til að heimsækja Wuxi. Þó veðrið sé breytilegt er vorið einnig góð árstíð til að heimsækja því það er tími blóm. Einna síst þykir að heimsækja Wuxi á sumrin þegar loftslagið er heitt og rigningasamt og hitinn getur farið yfir 30 °C.<small><ref>{{Vefheimild|url= https://www.travelchinaguide.com/climate/wuxi.htm|titill=Wuxi Weather|höfundur=Travel China Guide|útgefandi=Travel China Guide| ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árlegt frostlaust tímabil er um 220 dagar og sólskinsstundir í Wuxi þéttbýli eru 2019,4 klukkustundir á ári.<small><ref name=":5">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
{| class="wikitable"
|+
! colspan="14" |<big>Veðurfar í Wuxi borg á árunum 1981 til 2010</big>
|-
!<small>Mánuður</small>
!<small>Jan.</small>
!<small>Feb.</small>
!<small>Mar.</small>
!<small>Apr.</small>
!<small>Maí</small>
!<small>Jún.</small>
!<small>Júl.</small>
!<small>Ágú.</small>
!<small>Sep.</small>
!<small>Okt.</small>
!<small>Nóv.</small>
!<small>Des.</small>
!<small>Árið</small>
|-
!<small>Meðalhiti (°C)</small>
|<small>3,5</small>
|<small>5,4</small>
|<small>9,4</small>
|<small>15,2</small>
|<small>20,7</small>
|<small>24,5</small>
|<small>28,5</small>
|<small>27,8</small>
|<small>23,6</small>
|<small>18,2</small>
|<small>12,1</small>
|<small>5,9</small>
|<small>16,2</small>
|-
!<small>Meðalúrkoma (mm)</small>
|<small>58,8</small>
|<small>57,3</small>
|<small>92,0</small>
|<small>79,9</small>
|<small>96,1</small>
|<small>182,9</small>
|<small>172,1</small>
|<small>143,5</small>
|<small>91,5</small>
|<small>57,4</small>
|<small>56,7</small>
|<small>33,8</small>
|<small>1.569,6</small>
|-
| colspan="14" |''<small>Heimild: Veðurstofa Kína: Wuxi borg á árunum 1981 til 2010 <ref>{{Vefheimild|url= http://data.cma.cn/data/weatherBk.html|ár=2020|mánuðurskoðað=26. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>''<small><ref name=":5" /></small>
|}
==Lýðfræði==
[[Mynd:Sanliqiao_Catholic_Church.jpg|alt=Kirkja heilags Jósefs er rómversk-kaþólsk kirkja í Beitang hverfi Wuxi borgar. Upphaflega kirkjan var byggð árið 1640, á tíma Mingveldisins (1368–1644).|upright|thumb|'''Kirkja heilags Jósefs''' er rómversk-kaþólsk kirkja í Beitang hverfi Wuxi borgar. Upphaflega kirkjan var byggð árið 1640, á tíma Mingveldisins (1368–1644).<small><ref>{{Citation|title=Saint Joseph's Church, Wuxi|date=2021-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Saint_Joseph%27s_Church,_Wuxi&oldid=1034206984|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Wuxi borg er fjölmenn borg. Þéttbýlast er miðborgasvæðið (Lianxi, Binhu og Xinwu hverfin, auk aðliggjandi hluta Huishan og Xishan hverfa). Í útjaðrinum, í sýsluborgunum Jiangyin og Yixing, er dreifbýlið meira með þorpum og nýbyggingasvæðum.
Árið 2020 þegar síðasta manntal var gert í Kína, var íbúafjöldi borgarkjarna Wuxi 3.956.985 en íbúafjöldi undir lögsögu borgarinnar var 7.462.135.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://tj.jiangsu.gov.cn/art/2021/5/18/art_80066_9819836.html|titill=Bulletin of the Seventh National Census of Jiangsu Province (No. 2)|höfundur=Jiangsu Provincial Bureau of Statistics|útgefandi=Office of the Leading Group for the Seventh National Census of Jiangsu Province|mánuður=18. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Mikill meirihluti íbúa eru Han-kínverjar, en önnur þjóðarbrot á borð við Hui og Miao þjóðerni eru fámennari. Frumbyggjar Wuxi tala Wuxi mállýskuna eða Suzhou mállýsku.<small><ref>{{Citation|title=Уси|date=2022-08-19|url=https://ru.wikipedia.org/w/index.php?title=%D0%A3%D1%81%D0%B8&oldid=124949730|work=Википедия|language=ru|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Meirihluti þeirra sem trúaðir eru stundar [[Búddismi|búddisma]], [[Daoismi|taóisma]] og [[þjóðtrú]]. Að auki hefur borgin umtalsverð samfélög [[Múslimar|múslima]], [[Kaþólikkar|kaþólikka]] og [[Mótmælendatrú|mótmælenda]].<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
== Stjórnsýsla ==
[[Mynd:Wuxi, Jiangshu2.jpg|alt=Fjölmenni kallar á mörg hús. Hér er eitt hverfið nýbyggt 2009.|upright|thumb|Fjölmennið kallar á mörg hús. Hér er eitt hverfið nýbyggt 2009.]]
Undir lögsögu Wuxi borgar eru fimm hverfi og tvær borgir á sýslustigi. Þessi hverfi eru Liangxi, Xishan, Huishan, Xinwu, og Binhu (vatnahverfið). Undirborgirnar eru Jiangyin borg og Yixing borg.
Þessum stjórnsýslueiningum er síðan skipt niður í 73 sveitarfélög, þar af 59 bæi og 24 undirhverfi.
Borgin nær yfir svæði sem er um 4.628 ferkílómetrar og borgarstjórnin hefur aðsetur í Liangxi hverfi.<small><ref>{{Citation|title=无锡市行政区划|date=2022-01-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82%E8%A1%8C%E6%94%BF%E5%8C%BA%E5%88%92&oldid=69788706|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Að auki hefur Wuxi komið á fót eftirfarandi efnahagssvæðum og iðngörðum. Þar á meðal eru: ''Xishan efnahags- og tækniþróunarsvæðið''; ''Wuxi Liyuan efnahagsþróunarsvæðið''; ''„Wuxi landslagsborgin“'' (þar eru á meðal: ''„Stafrænir iðnaðargarðar Wuxi“'' og ''„Ferðaþjónustugarður Wuxi við Tai vatn“''); ''Jiangyin hátæknisvæðið''; og ''„Jiangsu Jiangyin Lingang efnahagsþróunarsvæðið“''.
[[Mynd:Administrative-Division-Wuxi-Jiangsu-China (Icelandic).png|thumb|right|400px|Stjórnsýsluskipting Wuxi-borgar í hverfi og undirborgir ]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Wuxi
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2018 <ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref><ref>{{Citation|title=无锡市行政区划|date=2022-01-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82%E8%A1%8C%E6%94%BF%E5%8C%BA%E5%88%92&oldid=69788706|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Miðborg</small>'''
|-
| align=left | <small>Liangxi hverfi</small>
| align=left | <small>梁溪区</small>
| align=right| <small>961.500</small>
| align=right| <small>72</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Xishan hverfi</small>
| align=left | <small>锡山区</small>
| align=right| <small>707.700</small>
| align=right| <small>399</small>
|-
| align=left | <small>Huishan hverfi</small>
| align=left | </small>惠山区</small>
| align=right| <small>712.200</small>
| align=right| <small>325</small>
|-
| align=left | <small>Binhu hverfi</small>
| align=left | </small>滨湖区</small>
| align=right| <small>716.000</small>
| align=right| <small>628</small>
|-
| align=left | <small>Xinwu hverfi</small>
| align=left | <small>吴江区</small>
| align=right| <small>569.200</small>
| align=right| <small>220</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Jiangyin borg</small>
| align=left | <small>江阴市</small>
| align=right| <small>1.651.800</small>
| align=right| <small>987<small>
|-
| align=left | <small>Yixing borg</small>
| align=left | <small>宜兴市</small>
| align=right| <small>1.256.100</small>
| align=right| <small>1.997</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="2" style="text-align:center; " |'''<small>Alls:</small>'''
| align="right" |'''<small>6.574.500</small>'''
| align="right" |'''<small>4.627</small>'''
|-
| colspan="4" style="text-align:center; " | <small>''Óformlegar stjórnsýsludeildir:Iðngarðar og atvinnuþróunarsvæði''</small>
|}
==Efnahagur og atvinnulíf==
=== Borg vaxtar ===
[[Mynd:Center 66, Wuxi, China.jpg|alt=„Center 66“ er staðsett í Chong'an viðskiptahverfi borgarinnar.|upright|thumb|Byggingin '''„Center 66“''' er í Chong'an miðlægu viðskiptahverfi Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Center 66|date=2022-06-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Center_66&oldid=1094078612|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:201906_IFS_Wuxi.jpg|alt=Wuxi IFS („Fjármálatorg Wuxi“) sem opnaði 2014, er 339 metra hár, 68 hæða skýjakljúfur, í Liangxi hverfi Wuxi.|upright|thumb|'''„Fjármálatorg Wuxi“''' (Wuxi IFS) sem opnaði 2014, er 339 metra hár, 68 hæða skýjakljúfur, í Liangxi hverfi Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Wuxi IFS|date=2022-02-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi_IFS&oldid=1073205655|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Á kínverskan mælikvarða er Wuxi borg hagsældar. Hún er svæðisbundin viðskiptamiðstöð með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst sterkum einkafyrirtækjum. Áhersla er á fjölbreytt atvinnulíf með uppbyggingu stórra iðnaðargarða sem eru helgaðir nýjum atvinnugreinum.
Sterk vísbending um efnahagslega velferð er landsframleiðsla á mann. Þar var Wuxi borg árið 2021 efst allra stórra og meðalstórra kínverskra borga. Efnahagur borgarinnar blómstrar með fjölbreyttu atvinnulífi og alþjóðlegum fjárfestingum. Meiri hagsæld þýðir komu erlendra verslunar- og smásölufyrirtækja, á borð við IKEA, Bailian, Apple, svo nokkuð sé nefnt.
Þessi þróun hefur einnig breytt ásýnd Wuxi með æ fleiri skýjakljúfum. Þannig opnuðu þrír slíkir árið 2014: Wuxi IFS (339 metrar), Wuxi Suning Plaza 1 (328 metrar) og Wuxi Maoye City - Marriott Hotel (304 metrar).<small><ref>{{Citation|title=Wuxi|date=2022-08-08|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi&oldid=1103178618|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Citation|title=Center 66|date=2022-06-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Center_66&oldid=1094078612|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Citation|title=无锡茂业城-万豪国际酒店|date=2021-12-19|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E8%8C%82%E4%B8%9A%E5%9F%8E-%E4%B8%87%E8%B1%AA%E5%9B%BD%E9%99%85%E9%85%92%E5%BA%97&oldid=69163185|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
=== Hefðbundin framleiðsla ===
Auk hefðbundinna viðskipta með hrísgrjón og bómullar- og silkiframleiðslu voru aðrar mikilvægar atvinnugreinar borgarinnar framan af hveitimölun, hrísgrjóna- og olíuvinnsla. Frá fimmta áratug síðustu aldar hefur iðnþróun verið hröð. Textíl- og matvælaiðnaðurinn hefur stækkað og færður til nútímahorfs. Borgin er orðin svæðisbundin miðstöð verkfræðiiðnaðar, sérstaklega fyrir vélasmíði auk framleiðslu rafbúnaðar, framleiðslu reiðhjóla- og hemla; kapla og textílvéla af ýmsum toga. Í seinni tíð hefur framleiðsla lyfja og ýmissa efna orðið æ mikilvægari.<small><ref name=":0" /></small>
=== Ferðaþjónusta ===
[[Mynd:Wuxi, Jiangsu - China (13619808523).jpg|alt=Vatnaborgin Wuxi er mikil ferðamannaborg.|upright|thumb|'''Vatnaborgin Wuxi''' er mikil ferðamannaborg.]]
Ferðaþjónusta í borginni er sífellt mikilvægari. Umhverfi Wuxi inniheldur marga þekkta og vel varðveitta staði,borgargarða og sögulega staði. Tai-vatn er eitt helsta aðdráttarafl ferðaþjónustu borgarinnar. Alþjóðlegar hótelkeðjur hafa keppst við að reisa glæsihótel til að anna aukinni eftirspurn: Marriott, Kempinski, Radisson Blu, Sheraton, o.s.frv.
=== Nýjar atvinnugreinar ===
Sterk áhersla er hjá borgaryfirvöldum að gera atvinnulífið enn fjölbreyttara með meiri þátttöku alþjóðlegra fyrirtækja.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/companies.html|title=Companies|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small> Áherslan er á ýmiskonar líftækni, öreindatækni, upplýsingatækni og gagnavinnslu, flug- og samgöngutækni, grænar raforkulausnir á borð við efnarafala fyrir vetnisframleiðslu, sem og iðnhönnun og aðrar skapandi greinar.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2021-03/03/c_598030.htm|titill=Wuxi district looks to develop modern industries|höfundur=2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=3. mars|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small><small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2022-06/23/c_773067.htm|titill=Wuxi's aerospace industry gets boost|höfundur=2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=23. júní|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Til að ýta undir stafræna umbreytingu hefur borgin hvatt til framþróunar iðnaðar byggðum á „Interneti hlutanna“ (IoT), ekki síst á sviði heilbrigðistækni.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2021-09/30/c_665650.htm|titill=IoT industry fuels Wuxi's digital transformation|höfundur=By Liu Tianyang (wuxinews.com.cn) 2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=30. september|ár=2021|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Sama gildir um stafræna tækni í margskonar iðnframleiðslu.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2022-05/11/c_750367.htm|titill=Wuxi boasts thriving industries|höfundur=2022 China Daily (wuxinews.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=11. maí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Atvinnuþróunarsvæði ===
[[Mynd:Ipark5.jpg|alt=Í „Nýhverfi Wuxi“ er „Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“ sem er iðngarður og nýsköpunarsetur fyrir upplýsingatækni.|upright|thumb|Í „Nýhverfi Wuxi“ (Xinwu hverfi) er '''„Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“''' sem er iðngarður og nýsköpunarsetur fyrir upplýsingatækni.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wndonline.cn/2019-07/30/c_482921.htm|title=Wuxi (National) Software Park|website=www.wndonline.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Til að styðja við þessa framþróun hafa nýjar atvinnugreinar verið vistaðar í sérstökum iðngörðum og fríverslunarsvæðum sem bjóða upp á klasastarfssemi ásamt nýsköpunar- og frumkvöðlasetur í viðkomandi atvinnugrein. Alls eru sex slíkir iðngarðar og atvinnuþróunarsvæði í borginni.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/developmentzones.html|title=Development Zones|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small><small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Árið 1992 var stofnað svokallað „Nýhverfi Wuxi“ (WND) nú nefnt Xinwu hverfi, sem nær yfir svæði sem er 220 ferkílómetrar.<small><ref>{{Citation|title=Xinwu District, Wuxi|date=2022-04-17|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Xinwu_District,_Wuxi&oldid=1083254871|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small> Þar er ''Wuxi hátæknþróunarsvæðið'', ''Flugiðnaðargarður Wuxi'', og ''„Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“'', svo nokkuð sé nefnt.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Sem dæmi þá eru þar um 1.000 hugbúnaðar- og útvistunarfyrirtæk á sviði upplýsingatækni, þar á meðal nokkur af stærstu fyrirtækjum heims, eins og Microsoft, Intel, Oracle, IBM, NTT data, Fujitsu, Pactera, ChinaSoft International og Unissoft.<small><ref>{{Citation|title=Xinwu District, Wuxi|date=2022-04-17|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Xinwu_District,_Wuxi&oldid=1083254871|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Á Jiangyin hátæknisvæðinu sem stofnað var árið 1992, eru leiðandi atvinnugreinar á borð við framleiðslu nýrra málmefniþa, háþróaðs samskiptabúnaðar, og líftæknilyfja.
Önnur dæmi um iðngarða eða sérstök atvinnuvaxtarsvæði eru: ''Xishan efnahags- og tækniþróunarsvæðið''; ''Wuxi Liyuan efnahagsþróunarsvæðið''; ''„Wuxi landslagsborgin“'' (þar sem eru meðal annars: „Stafrænir iðnaðargarðar Wuxi“ og „Ferðaþjónustugarður Wuxi við Tai vatn“); og ''„Jiangsu Jiangyin Lingang efnahagsþróunarsvæðið“''.
== Tengt efni ==
[[Mynd:Nanning Wuxi Anghu Park (15460514486).jpg|alt=Wuxi-óperan, aldargamalt óperuform Xiju, er enn vinsæl. Þar leika karlar bæði kyn í dreifbýlissögum siðferðisátaka og gráðugra húsráðenda. Reynt er að höfða til yngri kynslóða.|upright|thumb|'''Wuxi-óperan''', aldargamalt óperuform Xiju, er enn vinsæl. Þar leika karlar bæði kyn í dreifbýlissögum siðferðisátaka og gráðugra húsráðenda.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2018-04/20/content_36065274.htm|titill=Wuxi Opera|höfundur=2022 China Daily (chinadaily.com.cn).|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government.|ár=22|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-07/21/c_792218.htm|titill=Century-old Xiju Opera still shines|höfundur=2022 China Daily (gowuxi.com)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=21. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
* [http://en.wuxi.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wuxi'''] Yfirgripsmiklar upplýsingar á ensku og kínversku um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur, fréttir, o.fl.
* Vefsíða Wikitravel [https://wikitravel.org/en/Wuxi '''Wuxi'''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/wuxi/ Travel China Guide: '''Wuxi'''] Knappar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Héraðið [[Jiangsu]] í austurhluta [[Kína]].
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wuxi|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wuxi|titill=Britannica: Wuxi|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=10. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
a4bomq3veyw2gjz9h8wqce098wm6wh1
1765857
1765855
2022-08-23T20:21:19Z
Dagvidur
4656
/* Veðurfar */
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Wuxi-bird-view.PNG|alt=Horft yfir Wuxi borg í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.|hægri|thumb|450x450dp|'''Horft yfir Wuxi borg''' í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.]]
[[Mynd:Wuxi-location-MAP-in-Jiangsu-Province-China.jpg|alt=Staðsetning Wuxi borgar í Jiangsu héraði í Kína.|thumb|'''Staðsetning Wuxi''' í Jiangsu héraði í Kína.]]
[[Mynd:Jichang Yuan.jpg|alt=Jichang garðurinn í Liangxi hverfi Wuxi er frægur kínverskur garður. Hann er sagður fyrirmynd Xiequ garðsins í Sumarhöll Pekingborgar og Guo Ran Da Gong í Yuanming Yuan í Peking.|right|thumb|'''Jichang garðurinn''' í Liangxi hverfi Wuxi er frægur kínverskur garður byggður á tíma Mingveldisins (1368-1644). Hann er sagður fyrirmynd Xiequ garðsins í Sumarhöll Pekingborgar og Guo Ran Da Gong í Yuanming Yuan í Peking.<small><ref>{{Citation|title=Jichang Garden|date=2022-03-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Jichang_Garden&oldid=1075270548|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2021-04/06/c_608850.htm|titill=Ancestral temples of Huishan|höfundur=2022 China Daily (chinadaily.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|ár=2022|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
'''Wuxi''' ''([[kínverska]]:無錫; [[Pinyin|rómönskun:]] Wúxī; (WOO-shee)'' er stórborg í suðurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í austurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].
Wuxi er staðsett meðfram [[Mikliskurður|Miklaskurði]] á mótum þess farvegs við staðbundnar ár nálægt norðausturhorni [[Tai vatn|Tai-vatns]]. Í gegnum borgina liggur þétt net skurða og skipgengra vatnaleiða í suðurhluta [[Jangtse]]<nowiki/>- fljótsins. Borgin er um 135 kílómetra norðvestur af miðborg [[Sjanghæ]], á milli borganna [[Changzhou]] og [[Suzhou]].
Wuxi er fræg sögu- og menningarborg Kína og ein helsta ferðamannaborg landsins. Borgin státar af meira en 3.000 ára sögu og djúpstæðum menningararfi. Hún var heimili Wu-menningar í fornöld og hefur ríka sögulega arfleifð. Í henni eru 31 mikilvægir sögustaðir er njóta verndar ríkisins, 11 staðir sem hafa sterka skírskotun til kínversks menningararfs, auk 60 safna og minnisvarða.
Wuxi er ekki aðeins hefðbundin fisk- og hrísgrjónavatnaborg við Jangtse fljót, heldur einnig vagga nútíma kínverskrar þjóðariðnaðar og ein efnahagsmiðstöða Kína, með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst sterkum einkafyrirtækjum.
Á kínverskan mælikvarða er Wuxi borg hagsældar. Sterk vísbending um efnahagslega velferð er landsframleiðsla á mann. Þar var Wuxi borg árið 2021 efst allra stórra og meðalstórra kínverskra borga Kína.<small><ref name=":3">{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-02/11/c_706654.htm|titill=Wuxi tops Chinese cities in per capita GDP in 2021|höfundur=2022 China Daily - wuxinews.com.cn|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=11. febrúar|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Héraðsborgin Wuxi nær yfir 4.627 ferkílómetra lands. Hún hefur lögsögu yfir 5 hverfum og tveimur sýsluborgum. Árið 2020 bjuggu á stórborgarsvæði Wuxi um 7,5 milljónir manna en 4 milljónir í kjarnaborginni.
==Saga==
[[Mynd:Taibo_statue,_Taibo_Temple,_Wuxi.jpg|alt=Stytta af Taibo, í Taibo hofinu í Xinwu hverfi Wuxi. Taibo stofnaði Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.|upright|thumb|'''Stytta af Taibo''' í Taibo hofinu í Xinwu hverfi. Taibo stofnaði Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.]]
[[Mynd:Nanchan Pagoda Wuxi.jpg|alt=Mahavira salur Nanchan búddistahofsins í suðurhluta Wuxi.
|upright|thumb|'''Mahavira salur''' Nanchan [[Búddismi|búddahofsins]] í suðurhluta Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=南禪寺 (無錫)|date=2022-02-13|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E7%A6%AA%E5%AF%BA_(%E7%84%A1%E9%8C%AB)&oldid=70147432|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:MaaguxianshouWXM.jpg|upright|thumb|'''„Magu býður langlífi“''' í Wuxi safninu. Magu er gyðja langlífs og verndari kvenna í fornum kínverskum goðsögnum og [[Daoismi|Taoisma]].<small><ref>{{Citation|title=Magu (deity)|date=2022-04-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Magu_(deity)&oldid=1084177384|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:清光绪年间无锡县城区图.jpg|alt=Kort af Wuxi árið 1881.|upright|thumb|Kort af Wuxi árið 1881.]]
[[Mynd:Wuxi Qingming Qiao 2015.04.24 18-56-40.jpg|alt=Qingming brúin yfir Miklaskurð í Liangxi hverfi Wuxi.|upright|thumb|'''Qingming brúin''' yfir [[Mikliskurður|Miklaskurð]] í Liangxi hverfi Wuxi.]]
Wuxi státar af meira en 3.000 ára sögu og djúpstæðum menningararfi sem einn af elstu þéttbýlisstöðum við [[Jangtse|Jangtsefljót]]. Borgin er ein vagga Wu-menningar í fornöld og hefur ríka sögulega arfleifð. Wu vísar til þess svæðis í Kína sem miðast við [[Tai vatn|Tai-vatn]] á Jiangnan svæðinu er liggur suður af Jangtse fljóti. <small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
=== Fornsaga ===
Í borginni eru 31 mikilvægir sögustaðir er njóta verndar ríkisins, 11 staðir sem hafa sterka skírskotun til kínversks menningararfs og 60 söfn og minnisvarðar.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-03/25/c_664458.htm|titill=Wuxi. Overview|höfundur=China Daily- 2022|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government.|ár=2022|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Á svokölluðu vor- og hausttímabili í sögu Kína (770–476 f.Kr.) bjuggu staðbundnir Baiyue ættbálkar sem nefndir voru „Gou Wu“ á landsvæði þar sem nútímaborgirnar Wuxi og Suzhou liggja. Þessir ættbálkar mynduðu þorp í hæðunum við votlendið umhverfis Tai-vatn.<small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
Skráð saga Wuxi hófst við lok tíma Shangveldisins (1600–1046 f.Kr.).<small><ref>{{Citation|title=吴国|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%90%B4%E5%9B%BD&oldid=72743972|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-21}}</ref></small> Forn sagnfræðirit Sima Qian sagnfræðings (145 f.Kr.- 91 f.Kr.)<small><ref>{{Citation|title=Records of the Grand Historian|date=2022-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Records_of_the_Grand_Historian&oldid=1099964113|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> greina frá því að Taibo (um 1150 f.Kr.) frændi konungs Zhouveldisins hafi stofnað Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2021-12-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1060598437|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Taibo siðað heimamenn og bætti landbúnað þeirra og áveitustjórn.<small><ref name=":4">{{Vefheimild|url=http://www.chinadaily.com.cn/m/jiangsu/wuxi/pdf/GettoknowWuxithrough10surnames.pdf|titill=Get to know Wuxi through 10 surnames|höfundur=Information Office of Wuxi Municipal Government|útgefandi=Information Office of Wuxi Municipal Government|ár=2017|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Síðar flutti Wu hirðin til Gusu þar sem nútíma Suzhou liggur. Wu-ríkið stóð frá 12. öld f.Kr.– 473 f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=吴国|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%90%B4%E5%9B%BD&oldid=72743972|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2022-08-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1105292388|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
=== Keisaratímar ===
Í tíma Qinveldisins tilheyrði Wuxi Kuaiji-sýslu.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Svæðið í Wuxi var upphaflega þekkt vegna [[Tin|tinnáma]] sem þar voru, en þegar sýslan var stofnuð árið 202 f.Kr. á tímum [[Hanveldið|Vestur-Hanveldisins]] (206 f.Kr.–25 e.Kr.), voru þær námur uppurnar og þéttbýlið fékk fékk því nafnið Wuxi („án tins“). Frá lokum 3. aldar var borgin umdæmi undir stjórn herforingja Biling borgar (síðar nefnd [[Changzhou]]) og hélst svo nema í stuttan tíma undir stjórn [[Júanveldið|Júanveldisins]] (1206– 1368), þegar svæðið var gert að sjálfstæðu héraði.<small><ref name=":0">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wuxi|titill=Encyclopedia Britannica: Wuxi|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia|útgefandi=Britannica, The Editors of Encyclopaedia|mánuður=10. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Frá fyrstu tíð hefur svæðið í kringum [[Tai vatn|Tai-vatn]] verið mjög frjósamt. [[Landbúnaður]] og [[Silki|silkiiðnaður]] blómstraði í Wuxi. Eftir að gerð [[Mikliskurður|Miklaskurðar]] lauk árið 609 varð Wuxi umskipunarmiðstöð fyrir skattkorn ætlað höfuðborginni. Þar myndaðist einn stærsti kornmarkaður Kína, þar sem mikið magn hrísgrjóna var meðhöndlað.<small><ref name=":1">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Þróað hagkerfi hraðaði þéttbýlismyndun. Borgin varð aðsetur afar auðugra kaupmanna og milliliða. Þessi hagsæld viðskipta hafði mikil áhrif á bókmenntir og námstofnanir í svæðinu suðurhluta Jangtse.<small><ref name=":4" /></small> Wuxi varð einn af mikilvægum fæðingarstöðum koparprentunar og Kunqu formi Kínverskrar [[Ópera|óperu]].
{{Breið mynd|康熙南巡图第七卷局部.jpg|4500px|<small>'''„Kangxi suðurferðin“''' árið 1698. - Á blómaskeiði [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1636–1912) fóru Kangxi keisari (1654–1722) og Qianlong keisari (1711–1799) sex sinnum suður til [[Jangtse]]-fljóts og heimsóttu Jichang-garðinn í Huishan, Wuxi.
Hirðmálarinn Wang Hui skóp þessa 29,32 metra (8.8 cm x 2932.4 cm) löngu málverkarollu árið 1698 um „Kangxi suðurferðina“. Auk listræns gildis er verkið talið ómetanlegur vitnisburður um ástand lands og borgar, ásamt lýsingu daglegs kínversks lífs þess tíma. Myndarolluna má skoða líkt og þú værir á ferð um borgina og umhverfi hennar. Myndin sýnir einungis hluta af sjöunda bindi „Kangxi suðurferðarinnar“. Frá hægri til vinstri eru: Wuxi Huishan; Xishan (nú hverfi í Wuxi); Qinyuan (nú Jiangyin undirborg Wuxi); Huangputun (nú Huangbutun); og síðan Wuxi sýsla, sem liggur framhjá Xin'an bænum (nú Binhu hverfi) til Hushu (nú undirhverfi) [[Suzhou]]. <small><ref>{{Vefheimild|url=https://search.museums.ualberta.ca/21-20555|titill=2004.19.75.1 - Kangxi Emperor's Southern Inspection Tour, Scroll Seven: Wuxi to Suzhou, Mactaggart Art Collection.|höfundur=Hirðmálarinn Wang Hui árið 1698|útgefandi=University of Alberta Museums Search Site|ár=1698|mánuðurskoðað=23. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> <small><ref>{{Citation|title=康熙帝南巡|date=2022-02-23|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%BA%B7%E7%86%99%E5%B8%9D%E5%8D%97%E5%B7%A1&oldid=70311830|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>}}</small>
Árið 1724 var Wuxi orðin mjög fjölmenn sýsla og því var austurhluti hennar aðskilinn og gerður að Jinkui-sýslu. Bæði Wuxi og Jinkui voru gjörsamlega eyðilögð í [[Taiping-uppreisnin|Taiping-uppreisninni]] (1850-1864), þegar næstum 2/3 íbúanna voru drepnir. Mannfallið var gríðarlegt. Fjöldi „hæfra karlmanna“ í sýslunum, sem hafði verið 339.549 og 258.934 árið 1830, féll niður í 72.053 og 138.008 árið 1865.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> <small><ref>{{Cite book|script-title=zh:江苏省志・人口志|publisher=Fangzhi Publishing House|isbn=978-7-801-22526-9|pages=58–9 |trans-title=Jiangsu Provincial Gazetteer, Volume on Demography|year=1999}}</ref></small>
Á tíma [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1636–1912) blómstraði bómullar- og silkiframleiðsla í Wuxi. Viðskipti jukust með alþjóðlegri opnun „sáttamálahafna“ byggðum á [[Nanking-sáttmálinn|friðarsáttmála]] sem batt enda á [[Fyrra ópíumstríðið|fyrsta ópíumstríðið]] (1839–1842) milli [[Breska heimsveldið|Breska heimsveldisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] í Kína. Þetta voru Sjanghæ árið 1842; og [[Zhejiang|Zhenjiang]] og [[Nanjing]] árið 1858. Woxi naut uppgangs þeirra borga. Hún varð miðstöð textíliðnaðar í Kína. Textílverksmiðjur voru byggðar árið 1894 og silkispólunarstöðvar byggðar árið 1904.
Þegar [[Mikliskurður]] hrundi eftir 1850, hélt Wuxi mikilvægi sínu sem svæðisbundinn hrísgrjónamarkaður. Þaðan var korn flutt til [[Sjanghæ]], um 130 kílómetra til suðausturs; auk sjóleiðarinnar til [[Tianjin]] borgar í norðri. Viðskipti með korn jukust enn frekar eftir 1908 þegar komið var á járnbrautartengingu til Sjanghæ, Zhenjiang og Nanjing í norðvestri.
Jinkui sýsla sameinaðist að nýju Wuxi-sýslu við upphaf lýðveldisins árið 1912.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
=== Lýðveldistími ===
[[Mynd:Bundesarchiv Bild 183-S34828, Japanisch-Chinesischer Krieg.jpg|alt=Japanskir hermenn í Wuxi í desember 1937 á leið til Nanking.|upright|thumb|'''Japanskur innrásarher''' í Wuxi í desember 1937 á leið sinni til Nanking.]]
Þegar seinna [[Seinna stríð Kína og Japans|stríðið við Japan]] braust út árið 1937 varð Wuxi fyrir miklu áfalli. Sjanghæ sem er nálægt Wuxi og mjög tengd efnahagslega, varð fyrir miklum árásum. Verksmiðjur og byggingar urðu fyrir miklu tjóni eða gjöreyðilagðust vegna sprengjuárása japanskra flugvéla.
Eftir sigur gegn Japönum árið 1945 var efnahagur Wuxi endurreistur og fjárfestingar jukust. [[Kínverska borgarastyrjöldin|Borgarastyrjöld]] milli Lýðveldissinna og [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnista]] hafði síðan óhjákvæmilega áhrif á efnahag borgarinnar. Frelsisher kommúnista hertók síðan borgina 23. apríl 1949. Um miðjan júní var yfirtöku borgarinnar í grundvallaratriðum lokið.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
==== Tímar Alþýðulýðveldis ====
[[Mynd:Wuxi_Museum_2018.jpg|alt=Wuxi safnið í Liangxi hverfi er yfirgripsmikið safn staðbundinnar sögu og lista.|upright|thumb|'''Wuxi safnið''' í Liangxi hverfi er yfirgripsmikið safn staðbundinnar sögu og lista.<small><ref>{{Citation|title=无锡博物院|date=2022-02-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%8D%9A%E7%89%A9%E9%99%A2&oldid=69953384|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2020-04/24/c_489066.htm|titill=Wuxi Museum|höfundur=2022 China Daily (wuxinews.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=24. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
Frá 1949 eftir valdatöku kommúnista hefur vægi borgarinnar sem landsbundin viðskiptamiðstöð minnkað, þó að hlutverk hennar sem dreifingar- og söfnunarmiðstöð fyrir Tai vatnasvæðið hafi haldið.<small><ref name=":0" /></small>
Auk viðskipta með hrísgrjón og bómullar- og silkiframleiðslu voru aðrar mikilvægar atvinnugreinar borgarinnar hveitimölun, hrísgrjónavinnsla og olíuvinnsla. Frá fimmta áratug síðustu aldar hefur iðnþróun verið hröð. Textíl- og matvælaiðnaðurinn hefur stækkað og færður til nútímahorfs. Borgin er orðin miðstöð verkfræðiiðnaðar, sérstaklega fyrir vélasmíði auk framleiðslu rafbúnaðar, kapla og textílvéla af ýmsum toga; í seinni tíð hefur framleiðsla lyfja og ýmissa efna orðið æ mikilvægari.<small><ref name=":0" /></small>
Hraðbraut milli Sjanghæ og Nanjing liggur í gegnum borgina, með afreinum sem teygja sig frá borginni til sýsluborga Wuxi, norður til Jiangyin og suðvestur til Yixing. Frá árinu 2004 hefur staðbundinn flugvöllur veitir flugþjónustu til nokkurra stórborga landsins.<small><ref>{{Citation|title=Sunan Shuofang International Airport|date=2022-08-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Sunan_Shuofang_International_Airport&oldid=1105089148|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Árið 2014 opnuðu fyrstu tvær borgarlestarlínur Wuxi. Nú eru þær fjórar og sex aðrar neðanjarðarlínur í undirbúningi.<small><ref>{{Citation|title=Wuxi Metro|date=2022-04-12|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi_Metro&oldid=1082348735|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Ferðaþjónusta hefur orðið sífellt mikilvægari. Umhverfi Wuxi inniheldur marga þekkta fallega staði sem hafa verið varðveittir vandlega, ásamt ýmsum borgargörðum og sögulegum stöðum. Í dag hefur iðnþróun verið takmörkuð nærri [[Tai vatn|Tai-vatni]], sem er eitt helsta aðdráttarafl ferðaþjónustu borgarinnar. Þar var þó iðnaðargarður með sérstakri áherslu á vísindi og tækni stofnaður árið 2006.
=== Borg hagvaxtar og mengunar ===
[[Mynd:Jiangyin Yangtze River bridge-2.jpeg|alt=Jiangyin Jangtse brúin er 1.385 metra hengibrú yfir Jangtse fljót í Wuxi borg. Hún tengir sýsluborgina Jiangyin sunnan árinnar við Jingjiang undirborg Taizhou, í norðri. Um brúna liggur G2 Peking-Sjanghæ Hraðbrautin.|upright|thumb|'''Jiangyin Jangtse hengibrúin''' er 1.385 metra löng yfir Jangtse fljót í Wuxi borg. Um brúna liggur G2 Peking-Sjanghæ Hraðbrautin.<small><ref>{{Citation|title=Jiangyin Yangtze River Bridge|date=2022-08-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Jiangyin_Yangtze_River_Bridge&oldid=1104313456|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Með efnahagslegri opnun Kína á síðustu tveimur áratugum síðustu aldar, hefur efnahagur Wuxi náð sér á strik með miklum vexti einkafyrirtækja. Árið 1981 var hún opinberlega skráð sem ein 15 kínverskra borga sem tóku þátt í þessari efnahagslegu opnum og árið 1985 var borgin formlega viðurkennd sem opin borg í sérstöku efnahagssvæði Jangtse óshólmasvæðisins. Í kjölfarið voru fríverslunarsvæði og iðngarðar opnaðir fyrir miklum erlendum fjárfestingum. Wuxi tók þá flugið sem mikil iðnaðar- og viðskiptaborg.<small><ref name=":1" /></small>
Landsframleiðsla á mann er mikilvægur mælikvarði á efnahagslega velferð. Árið 2021 var var Wuxi borg þar í fyrsta sæti allra stórra og meðalstórra borga Kína.<small><ref name=":3" /></small>
Hröð iðnþróun og þéttbýli síðustu áratuga tekið sinn toll á umhverfi. Tai vatn sem er þriðja stærsta ferskvatnsvatn Kína, hefur undanfarin ár verið þjakað af mengun vegna iðnþróunar nærliggjandi svæða.<small><ref>{{Citation|title=Lake Tai|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Lake_Tai&oldid=1098108667|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Förgun efna og skólps úti í vatnið í upphafi 21. aldar hefur valdið myndun eitraðra [[Blágerlar|blágerla]] eða þörungar á yfirborði vatnsins.<small><ref>{{Citation|title=2007年太湖蓝藻污染事件|date=2022-08-02|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=2007%E5%B9%B4%E5%A4%AA%E6%B9%96%E8%93%9D%E8%97%BB%E6%B1%A1%E6%9F%93%E4%BA%8B%E4%BB%B6&oldid=73035341|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-18}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.wilsoncenter.org/publication/taihu-green-wash-or-green-clean|title=Taihu: Green Wash or Green Clean? {{!}} Wilson Center|website=www.wilsoncenter.org|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Það hefur ógnað gæðum drykkjarvatns þeirra sem búa við vatnið. Á síðari árum hafa stjórnvöld ráðist í umfangsmikla hreinsun og verndun vatnsins.<small><ref>{{Cite web|url=https://chinadialogue.net/en/pollution/4767-long-struggle-for-a-cleaner-lake-tai/|title=Long struggle for a cleaner Lake Tai|date=2012-02-14|website=China Dialogue|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Mörgum verksmiðjum hefur nú verið lokað og reglum um umgengni við vatnið hertar til að bæta vatnsgæði og til að ná líffræðilegri endurheimt.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.greenpeace.org/international/story/7040/biological-restoration-of-water-and-land|title=Biological Restoration of water and land|website=Greenpeace International|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Enn er þó mikið starf óunnið í þeim efnum.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.canr.msu.edu/csis/uploads/files/Qin-et-al.-Science-Bulletin-2019.pdf|titill=Why Lake Taihu continues to be plagued with cyanobacterial blooms through 10 years (2007–2017) efforts|höfundur=Boqiang Qin, Hans W. Paerl, Justin D. Brookes, Jianguo Liu, Erik Jeppesen, Guangwei Zhu, Yunlin Zhang, Hai Xu, Kun Shi, Jianming Deng|útgefandi=Science Bulletin: Volume 64, Issue 6, 30 March 2019, Pages 354-356|mánuður=30. mars|ár=2019|mánuðurskoðað=16. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
==Landafræði==
[[Mynd:Wuxi NASA.png|alt=Þéttbýli Wuxi-borgar sést á þessari gervihnattamynd NASA. Mikliskurður er þar áberandi í borgarmyndinni.|upright|thumb|'''Þéttbýli Wuxi-borgar''' á [[Gervihnattarmynd|gervihnattamynd]] [[NASA]]. Ef grannt er skoðað sést hvað [[Mikliskurður]] er áberandi í borgarmyndinni.]]
[[Mynd:Yixing, Wuxi, Jiangsu, China - panoramio (1).jpg|alt=Bambusskógur í Yixing undirborg Wuxi.|upright|thumb|'''Bambusskógur í Yixing''' undirborg Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Yixing|date=2022-06-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Yixing&oldid=1091495497|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:長廣溪濕地.jpg|alt=Frá Chang Guangxi votlendisgarðinum í Binhu hverfi Wuxi borgar.|upright|thumb|Frá '''Chang Guangxi votlendisgarðinum''' í Binhu hverfi Wuxi borgar.<small><ref>{{Citation|title=长广溪湿地公园|date=2021-10-28|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E9%95%BF%E5%B9%BF%E6%BA%AA%E6%B9%BF%E5%9C%B0%E5%85%AC%E5%9B%AD&oldid=68405406|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Wuxi-borg er staðsett í suðausturhluta [[Jiangsu]]-héraðs. Hún liggur að [[Suzhou]]-borg í austri; með [[Tai vatn|Tai vatnið]] í suðri, handan vatnsins frá Huzhou borg í [[Zhejiang]] héraði; og [[Changzhou]] borg í vestri.
Sýsluborgin Yixing, ein tveggja undirborga Wuxi, er aðskilin frá borginni af Wujin hverfi Changzhou borgar, og hefur sem hólmlenda enga landtenging við Wuxi.
Heildarflatarmál Wuxi er 4.627 ferkílómetrar, þar af eru 782 ferkílómetrar fjöllótt og hæðótt land, sem eru 17% af heildarflatarmáli borgarinnar.
Wuxi er dæmigerður vatnabær í suðurhluta [[Jangtse]]<nowiki/>-fljótsins, með þéttriðið net skurða og vatnaleiða, sem og fjölmörg vötn, er mynda frárennsli, flutninganet og votlendisgarða. Vatnsyfirborðið er 1.342 ferkílómetrar, eða 29% af heildarflatarmáli borgarinnar.<small><ref name=":2">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Í vatnskerfi borgarinnar eru 5.983 árfarvegir með heildarlengd 6.998 kílómetra, þar á meðal Peking-Hangzhou hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]]. Samkvæmt varfærnu mati hafa meira en 1.000 árfarvegir í borgarlandinu verið urðaðir til vegagerðar frá árinu 1949.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Jangtse óshólmasvæðið er láglent landslag sem einkennist af sléttum, yfirleitt undir 3,5 metrum yfir sjávarmáli, þar sem lægsti punktur er undir 2 metrum yfir sjávarmáli. Hluti svæðisins frá norðri til Jiangyin sýsluborgar Wuxi, var Furong vatn í fornöld sem hvarf smám saman á tíma Song- og Mingveldanna.<ref name=":2" />
Mashan svæðið í Binhu hverfi borgarinnar er hæðótt landsvæði við Tai stöðuvatnið; Í Yixing-sýsluborginni eru Yili-fjöll, sem eru lág fjöll og hæðir. Hæsti punkturinn 611,5 metrar er Huangtading fjall í suðri, næsthæsta tinds Jiangsu-héraðs.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-03/25/c_664458_2.htm|title=Overview|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
== Veðurfar ==
[[Mynd:Grand Buddha at Ling Shan, China.jpg|alt=Stór Búddastytta er við norðurströnd Tai-vatns í Binhu hverfi Wuxi. Hún er ein stærsta Búddastyttan Kína.|upright|thumb|'''„Stóra Búddastyttan“''' er við norðurströnd Tai-vatns í Binhu hverfi Wuxi. Hún er ein stærsta Búddastytta Kína.<small><ref>{{Citation|title=Grand Buddha at Ling Shan|date=2022-01-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Grand_Buddha_at_Ling_Shan&oldid=1066676031|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Í Wuxi hefur fjögurra árstíða rakt [[Heittemprað belti|heittemprað loftslag]] undir áhrifum [[Monsún|monsúnvinda]], með heitum, rökum sumrum og svölum, skýjuðum, rökum vetrum með einstaka snjókomu. Sumur og vetur eru löng en vor og haust stutt.
Að neðan má sjá veðurupplýsingar fyrir Wuxi á árunum 1981 til 2010 þar sem ársmeðalhiti um 16,2 °C og meðal ársúrkoma um 1.122 mm. Heitasti mánuður ársins er júlí, með mánaðarmeðalhita 28,5 °C; kaldasti mánuður ársins er janúar, með 3,5 °C mánaðarmeðalhita.
Almennt má segja að veðrið sé milt og rakt með fjórum mismunandi árstíðum. Borgin þykir rík af úrkomu árið um kring. Haustið er talið besta árstíðin til að heimsækja Wuxi. Þó veðrið sé breytilegt er vorið einnig góð árstíð til að heimsækja því það er tími blóm. Einna síst þykir að heimsækja Wuxi á sumrin þegar loftslagið er heitt og rigningasamt og hitinn getur farið yfir 30 °C.<small><ref>{{Vefheimild|url= https://www.travelchinaguide.com/climate/wuxi.htm|titill=Wuxi Weather|höfundur=Travel China Guide|útgefandi=Travel China Guide| ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árlegt frostlaust tímabil er um 220 dagar og sólskinsstundir í Wuxi þéttbýli eru 2019,4 klukkustundir á ári.<small><ref name=":5">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
{| class="wikitable"
|+
! colspan="14" |<big>Veðurfar í Wuxi borg á árunum 1981 til 2010</big>
|-
!<small>Mánuður</small>
!<small>Jan.</small>
!<small>Feb.</small>
!<small>Mar.</small>
!<small>Apr.</small>
!<small>Maí</small>
!<small>Jún.</small>
!<small>Júl.</small>
!<small>Ágú.</small>
!<small>Sep.</small>
!<small>Okt.</small>
!<small>Nóv.</small>
!<small>Des.</small>
!<small>Árið</small>
|-
!<small>Meðalhiti (°C)</small>
|<small>3,5</small>
|<small>5,4</small>
|<small>9,4</small>
|<small>15,2</small>
|<small>20,7</small>
|<small>24,5</small>
|<small>28,5</small>
|<small>27,8</small>
|<small>23,6</small>
|<small>18,2</small>
|<small>12,1</small>
|<small>5,9</small>
|<small>16,2</small>
|-
!<small>Meðalúrkoma (mm)</small>
|<small>58,8</small>
|<small>57,3</small>
|<small>92,0</small>
|<small>79,9</small>
|<small>96,1</small>
|<small>182,9</small>
|<small>172,1</small>
|<small>143,5</small>
|<small>91,5</small>
|<small>57,4</small>
|<small>56,7</small>
|<small>33,8</small>
|<small>1.569,6</small>
|-
| colspan="14" |''<small>Heimild: Veðurstofa Kína: Wuxi borg á árunum 1981 til 2010 <ref>{{Vefheimild|url= http://data.cma.cn/data/weatherBk.html|ár=2020|mánuðurskoðað=26. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>''<small><ref name=":5" /></small>
|}
==Lýðfræði==
[[Mynd:Sanliqiao_Catholic_Church.jpg|alt=Kirkja heilags Jósefs er rómversk-kaþólsk kirkja í Beitang hverfi Wuxi borgar. Upphaflega kirkjan var byggð árið 1640, á tíma Mingveldisins (1368–1644).|upright|thumb|'''Kirkja heilags Jósefs''' er rómversk-kaþólsk kirkja í Beitang hverfi Wuxi borgar. Upphaflega kirkjan var byggð árið 1640, á tíma Mingveldisins (1368–1644).<small><ref>{{Citation|title=Saint Joseph's Church, Wuxi|date=2021-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Saint_Joseph%27s_Church,_Wuxi&oldid=1034206984|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Wuxi borg er fjölmenn borg. Þéttbýlast er miðborgasvæðið (Lianxi, Binhu og Xinwu hverfin, auk aðliggjandi hluta Huishan og Xishan hverfa). Í útjaðrinum, í sýsluborgunum Jiangyin og Yixing, er dreifbýlið meira með þorpum og nýbyggingasvæðum.
Árið 2020 þegar síðasta manntal var gert í Kína, var íbúafjöldi borgarkjarna Wuxi 3.956.985 en íbúafjöldi undir lögsögu borgarinnar var 7.462.135.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://tj.jiangsu.gov.cn/art/2021/5/18/art_80066_9819836.html|titill=Bulletin of the Seventh National Census of Jiangsu Province (No. 2)|höfundur=Jiangsu Provincial Bureau of Statistics|útgefandi=Office of the Leading Group for the Seventh National Census of Jiangsu Province|mánuður=18. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Mikill meirihluti íbúa eru Han-kínverjar, en önnur þjóðarbrot á borð við Hui og Miao þjóðerni eru fámennari. Frumbyggjar Wuxi tala Wuxi mállýskuna eða Suzhou mállýsku.<small><ref>{{Citation|title=Уси|date=2022-08-19|url=https://ru.wikipedia.org/w/index.php?title=%D0%A3%D1%81%D0%B8&oldid=124949730|work=Википедия|language=ru|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Meirihluti þeirra sem trúaðir eru stundar [[Búddismi|búddisma]], [[Daoismi|taóisma]] og [[þjóðtrú]]. Að auki hefur borgin umtalsverð samfélög [[Múslimar|múslima]], [[Kaþólikkar|kaþólikka]] og [[Mótmælendatrú|mótmælenda]].<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
== Stjórnsýsla ==
[[Mynd:Wuxi, Jiangshu2.jpg|alt=Fjölmenni kallar á mörg hús. Hér er eitt hverfið nýbyggt 2009.|upright|thumb|Fjölmennið kallar á mörg hús. Hér er eitt hverfið nýbyggt 2009.]]
Undir lögsögu Wuxi borgar eru fimm hverfi og tvær borgir á sýslustigi. Þessi hverfi eru Liangxi, Xishan, Huishan, Xinwu, og Binhu (vatnahverfið). Undirborgirnar eru Jiangyin borg og Yixing borg.
Þessum stjórnsýslueiningum er síðan skipt niður í 73 sveitarfélög, þar af 59 bæi og 24 undirhverfi.
Borgin nær yfir svæði sem er um 4.628 ferkílómetrar og borgarstjórnin hefur aðsetur í Liangxi hverfi.<small><ref>{{Citation|title=无锡市行政区划|date=2022-01-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82%E8%A1%8C%E6%94%BF%E5%8C%BA%E5%88%92&oldid=69788706|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Að auki hefur Wuxi komið á fót eftirfarandi efnahagssvæðum og iðngörðum. Þar á meðal eru: ''Xishan efnahags- og tækniþróunarsvæðið''; ''Wuxi Liyuan efnahagsþróunarsvæðið''; ''„Wuxi landslagsborgin“'' (þar eru á meðal: ''„Stafrænir iðnaðargarðar Wuxi“'' og ''„Ferðaþjónustugarður Wuxi við Tai vatn“''); ''Jiangyin hátæknisvæðið''; og ''„Jiangsu Jiangyin Lingang efnahagsþróunarsvæðið“''.
[[Mynd:Administrative-Division-Wuxi-Jiangsu-China (Icelandic).png|thumb|right|400px|Stjórnsýsluskipting Wuxi-borgar í hverfi og undirborgir ]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Wuxi
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2018 <ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref><ref>{{Citation|title=无锡市行政区划|date=2022-01-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82%E8%A1%8C%E6%94%BF%E5%8C%BA%E5%88%92&oldid=69788706|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Miðborg</small>'''
|-
| align=left | <small>Liangxi hverfi</small>
| align=left | <small>梁溪区</small>
| align=right| <small>961.500</small>
| align=right| <small>72</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Xishan hverfi</small>
| align=left | <small>锡山区</small>
| align=right| <small>707.700</small>
| align=right| <small>399</small>
|-
| align=left | <small>Huishan hverfi</small>
| align=left | </small>惠山区</small>
| align=right| <small>712.200</small>
| align=right| <small>325</small>
|-
| align=left | <small>Binhu hverfi</small>
| align=left | </small>滨湖区</small>
| align=right| <small>716.000</small>
| align=right| <small>628</small>
|-
| align=left | <small>Xinwu hverfi</small>
| align=left | <small>吴江区</small>
| align=right| <small>569.200</small>
| align=right| <small>220</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Jiangyin borg</small>
| align=left | <small>江阴市</small>
| align=right| <small>1.651.800</small>
| align=right| <small>987<small>
|-
| align=left | <small>Yixing borg</small>
| align=left | <small>宜兴市</small>
| align=right| <small>1.256.100</small>
| align=right| <small>1.997</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="2" style="text-align:center; " |'''<small>Alls:</small>'''
| align="right" |'''<small>6.574.500</small>'''
| align="right" |'''<small>4.627</small>'''
|-
| colspan="4" style="text-align:center; " | <small>''Óformlegar stjórnsýsludeildir:Iðngarðar og atvinnuþróunarsvæði''</small>
|}
==Efnahagur og atvinnulíf==
=== Borg vaxtar ===
[[Mynd:Center 66, Wuxi, China.jpg|alt=„Center 66“ er staðsett í Chong'an viðskiptahverfi borgarinnar.|upright|thumb|Byggingin '''„Center 66“''' er í Chong'an miðlægu viðskiptahverfi Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Center 66|date=2022-06-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Center_66&oldid=1094078612|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:201906_IFS_Wuxi.jpg|alt=Wuxi IFS („Fjármálatorg Wuxi“) sem opnaði 2014, er 339 metra hár, 68 hæða skýjakljúfur, í Liangxi hverfi Wuxi.|upright|thumb|'''„Fjármálatorg Wuxi“''' (Wuxi IFS) sem opnaði 2014, er 339 metra hár, 68 hæða skýjakljúfur, í Liangxi hverfi Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Wuxi IFS|date=2022-02-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi_IFS&oldid=1073205655|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Á kínverskan mælikvarða er Wuxi borg hagsældar. Hún er svæðisbundin viðskiptamiðstöð með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst sterkum einkafyrirtækjum. Áhersla er á fjölbreytt atvinnulíf með uppbyggingu stórra iðnaðargarða sem eru helgaðir nýjum atvinnugreinum.
Sterk vísbending um efnahagslega velferð er landsframleiðsla á mann. Þar var Wuxi borg árið 2021 efst allra stórra og meðalstórra kínverskra borga. Efnahagur borgarinnar blómstrar með fjölbreyttu atvinnulífi og alþjóðlegum fjárfestingum. Meiri hagsæld þýðir komu erlendra verslunar- og smásölufyrirtækja, á borð við IKEA, Bailian, Apple, svo nokkuð sé nefnt.
Þessi þróun hefur einnig breytt ásýnd Wuxi með æ fleiri skýjakljúfum. Þannig opnuðu þrír slíkir árið 2014: Wuxi IFS (339 metrar), Wuxi Suning Plaza 1 (328 metrar) og Wuxi Maoye City - Marriott Hotel (304 metrar).<small><ref>{{Citation|title=Wuxi|date=2022-08-08|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi&oldid=1103178618|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Citation|title=Center 66|date=2022-06-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Center_66&oldid=1094078612|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Citation|title=无锡茂业城-万豪国际酒店|date=2021-12-19|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E8%8C%82%E4%B8%9A%E5%9F%8E-%E4%B8%87%E8%B1%AA%E5%9B%BD%E9%99%85%E9%85%92%E5%BA%97&oldid=69163185|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
=== Hefðbundin framleiðsla ===
Auk hefðbundinna viðskipta með hrísgrjón og bómullar- og silkiframleiðslu voru aðrar mikilvægar atvinnugreinar borgarinnar framan af hveitimölun, hrísgrjóna- og olíuvinnsla. Frá fimmta áratug síðustu aldar hefur iðnþróun verið hröð. Textíl- og matvælaiðnaðurinn hefur stækkað og færður til nútímahorfs. Borgin er orðin svæðisbundin miðstöð verkfræðiiðnaðar, sérstaklega fyrir vélasmíði auk framleiðslu rafbúnaðar, framleiðslu reiðhjóla- og hemla; kapla og textílvéla af ýmsum toga. Í seinni tíð hefur framleiðsla lyfja og ýmissa efna orðið æ mikilvægari.<small><ref name=":0" /></small>
=== Ferðaþjónusta ===
[[Mynd:Wuxi, Jiangsu - China (13619808523).jpg|alt=Vatnaborgin Wuxi er mikil ferðamannaborg.|upright|thumb|'''Vatnaborgin Wuxi''' er mikil ferðamannaborg.]]
Ferðaþjónusta í borginni er sífellt mikilvægari. Umhverfi Wuxi inniheldur marga þekkta og vel varðveitta staði,borgargarða og sögulega staði. Tai-vatn er eitt helsta aðdráttarafl ferðaþjónustu borgarinnar. Alþjóðlegar hótelkeðjur hafa keppst við að reisa glæsihótel til að anna aukinni eftirspurn: Marriott, Kempinski, Radisson Blu, Sheraton, o.s.frv.
=== Nýjar atvinnugreinar ===
Sterk áhersla er hjá borgaryfirvöldum að gera atvinnulífið enn fjölbreyttara með meiri þátttöku alþjóðlegra fyrirtækja.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/companies.html|title=Companies|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small> Áherslan er á ýmiskonar líftækni, öreindatækni, upplýsingatækni og gagnavinnslu, flug- og samgöngutækni, grænar raforkulausnir á borð við efnarafala fyrir vetnisframleiðslu, sem og iðnhönnun og aðrar skapandi greinar.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2021-03/03/c_598030.htm|titill=Wuxi district looks to develop modern industries|höfundur=2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=3. mars|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small><small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2022-06/23/c_773067.htm|titill=Wuxi's aerospace industry gets boost|höfundur=2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=23. júní|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Til að ýta undir stafræna umbreytingu hefur borgin hvatt til framþróunar iðnaðar byggðum á „Interneti hlutanna“ (IoT), ekki síst á sviði heilbrigðistækni.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2021-09/30/c_665650.htm|titill=IoT industry fuels Wuxi's digital transformation|höfundur=By Liu Tianyang (wuxinews.com.cn) 2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=30. september|ár=2021|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Sama gildir um stafræna tækni í margskonar iðnframleiðslu.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2022-05/11/c_750367.htm|titill=Wuxi boasts thriving industries|höfundur=2022 China Daily (wuxinews.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=11. maí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Atvinnuþróunarsvæði ===
[[Mynd:Ipark5.jpg|alt=Í „Nýhverfi Wuxi“ er „Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“ sem er iðngarður og nýsköpunarsetur fyrir upplýsingatækni.|upright|thumb|Í „Nýhverfi Wuxi“ (Xinwu hverfi) er '''„Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“''' sem er iðngarður og nýsköpunarsetur fyrir upplýsingatækni.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wndonline.cn/2019-07/30/c_482921.htm|title=Wuxi (National) Software Park|website=www.wndonline.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Til að styðja við þessa framþróun hafa nýjar atvinnugreinar verið vistaðar í sérstökum iðngörðum og fríverslunarsvæðum sem bjóða upp á klasastarfssemi ásamt nýsköpunar- og frumkvöðlasetur í viðkomandi atvinnugrein. Alls eru sex slíkir iðngarðar og atvinnuþróunarsvæði í borginni.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/developmentzones.html|title=Development Zones|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small><small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Árið 1992 var stofnað svokallað „Nýhverfi Wuxi“ (WND) nú nefnt Xinwu hverfi, sem nær yfir svæði sem er 220 ferkílómetrar.<small><ref>{{Citation|title=Xinwu District, Wuxi|date=2022-04-17|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Xinwu_District,_Wuxi&oldid=1083254871|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small> Þar er ''Wuxi hátæknþróunarsvæðið'', ''Flugiðnaðargarður Wuxi'', og ''„Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“'', svo nokkuð sé nefnt.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Sem dæmi þá eru þar um 1.000 hugbúnaðar- og útvistunarfyrirtæk á sviði upplýsingatækni, þar á meðal nokkur af stærstu fyrirtækjum heims, eins og Microsoft, Intel, Oracle, IBM, NTT data, Fujitsu, Pactera, ChinaSoft International og Unissoft.<small><ref>{{Citation|title=Xinwu District, Wuxi|date=2022-04-17|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Xinwu_District,_Wuxi&oldid=1083254871|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Á Jiangyin hátæknisvæðinu sem stofnað var árið 1992, eru leiðandi atvinnugreinar á borð við framleiðslu nýrra málmefniþa, háþróaðs samskiptabúnaðar, og líftæknilyfja.
Önnur dæmi um iðngarða eða sérstök atvinnuvaxtarsvæði eru: ''Xishan efnahags- og tækniþróunarsvæðið''; ''Wuxi Liyuan efnahagsþróunarsvæðið''; ''„Wuxi landslagsborgin“'' (þar sem eru meðal annars: „Stafrænir iðnaðargarðar Wuxi“ og „Ferðaþjónustugarður Wuxi við Tai vatn“); og ''„Jiangsu Jiangyin Lingang efnahagsþróunarsvæðið“''.
== Tengt efni ==
[[Mynd:Nanning Wuxi Anghu Park (15460514486).jpg|alt=Wuxi-óperan, aldargamalt óperuform Xiju, er enn vinsæl. Þar leika karlar bæði kyn í dreifbýlissögum siðferðisátaka og gráðugra húsráðenda. Reynt er að höfða til yngri kynslóða.|upright|thumb|'''Wuxi-óperan''', aldargamalt óperuform Xiju, er enn vinsæl. Þar leika karlar bæði kyn í dreifbýlissögum siðferðisátaka og gráðugra húsráðenda.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2018-04/20/content_36065274.htm|titill=Wuxi Opera|höfundur=2022 China Daily (chinadaily.com.cn).|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government.|ár=22|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-07/21/c_792218.htm|titill=Century-old Xiju Opera still shines|höfundur=2022 China Daily (gowuxi.com)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=21. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
* [http://en.wuxi.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wuxi'''] Yfirgripsmiklar upplýsingar á ensku og kínversku um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur, fréttir, o.fl.
* Vefsíða Wikitravel [https://wikitravel.org/en/Wuxi '''Wuxi'''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/wuxi/ Travel China Guide: '''Wuxi'''] Knappar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Héraðið [[Jiangsu]] í austurhluta [[Kína]].
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wuxi|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wuxi|titill=Britannica: Wuxi|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=10. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
hob2p65ojltrxyakxxjhv0graeiha2b
1765859
1765857
2022-08-23T20:24:36Z
Dagvidur
4656
/* Veðurfar */
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Wuxi-bird-view.PNG|alt=Horft yfir Wuxi borg í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.|hægri|thumb|450x450dp|'''Horft yfir Wuxi borg''' í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.]]
[[Mynd:Wuxi-location-MAP-in-Jiangsu-Province-China.jpg|alt=Staðsetning Wuxi borgar í Jiangsu héraði í Kína.|thumb|'''Staðsetning Wuxi''' í Jiangsu héraði í Kína.]]
[[Mynd:Jichang Yuan.jpg|alt=Jichang garðurinn í Liangxi hverfi Wuxi er frægur kínverskur garður. Hann er sagður fyrirmynd Xiequ garðsins í Sumarhöll Pekingborgar og Guo Ran Da Gong í Yuanming Yuan í Peking.|right|thumb|'''Jichang garðurinn''' í Liangxi hverfi Wuxi er frægur kínverskur garður byggður á tíma Mingveldisins (1368-1644). Hann er sagður fyrirmynd Xiequ garðsins í Sumarhöll Pekingborgar og Guo Ran Da Gong í Yuanming Yuan í Peking.<small><ref>{{Citation|title=Jichang Garden|date=2022-03-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Jichang_Garden&oldid=1075270548|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2021-04/06/c_608850.htm|titill=Ancestral temples of Huishan|höfundur=2022 China Daily (chinadaily.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|ár=2022|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
'''Wuxi''' ''([[kínverska]]:無錫; [[Pinyin|rómönskun:]] Wúxī; (WOO-shee)'' er stórborg í suðurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í austurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].
Wuxi er staðsett meðfram [[Mikliskurður|Miklaskurði]] á mótum þess farvegs við staðbundnar ár nálægt norðausturhorni [[Tai vatn|Tai-vatns]]. Í gegnum borgina liggur þétt net skurða og skipgengra vatnaleiða í suðurhluta [[Jangtse]]<nowiki/>- fljótsins. Borgin er um 135 kílómetra norðvestur af miðborg [[Sjanghæ]], á milli borganna [[Changzhou]] og [[Suzhou]].
Wuxi er fræg sögu- og menningarborg Kína og ein helsta ferðamannaborg landsins. Borgin státar af meira en 3.000 ára sögu og djúpstæðum menningararfi. Hún var heimili Wu-menningar í fornöld og hefur ríka sögulega arfleifð. Í henni eru 31 mikilvægir sögustaðir er njóta verndar ríkisins, 11 staðir sem hafa sterka skírskotun til kínversks menningararfs, auk 60 safna og minnisvarða.
Wuxi er ekki aðeins hefðbundin fisk- og hrísgrjónavatnaborg við Jangtse fljót, heldur einnig vagga nútíma kínverskrar þjóðariðnaðar og ein efnahagsmiðstöða Kína, með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst sterkum einkafyrirtækjum.
Á kínverskan mælikvarða er Wuxi borg hagsældar. Sterk vísbending um efnahagslega velferð er landsframleiðsla á mann. Þar var Wuxi borg árið 2021 efst allra stórra og meðalstórra kínverskra borga Kína.<small><ref name=":3">{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-02/11/c_706654.htm|titill=Wuxi tops Chinese cities in per capita GDP in 2021|höfundur=2022 China Daily - wuxinews.com.cn|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=11. febrúar|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Héraðsborgin Wuxi nær yfir 4.627 ferkílómetra lands. Hún hefur lögsögu yfir 5 hverfum og tveimur sýsluborgum. Árið 2020 bjuggu á stórborgarsvæði Wuxi um 7,5 milljónir manna en 4 milljónir í kjarnaborginni.
==Saga==
[[Mynd:Taibo_statue,_Taibo_Temple,_Wuxi.jpg|alt=Stytta af Taibo, í Taibo hofinu í Xinwu hverfi Wuxi. Taibo stofnaði Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.|upright|thumb|'''Stytta af Taibo''' í Taibo hofinu í Xinwu hverfi. Taibo stofnaði Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.]]
[[Mynd:Nanchan Pagoda Wuxi.jpg|alt=Mahavira salur Nanchan búddistahofsins í suðurhluta Wuxi.
|upright|thumb|'''Mahavira salur''' Nanchan [[Búddismi|búddahofsins]] í suðurhluta Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=南禪寺 (無錫)|date=2022-02-13|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E7%A6%AA%E5%AF%BA_(%E7%84%A1%E9%8C%AB)&oldid=70147432|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:MaaguxianshouWXM.jpg|upright|thumb|'''„Magu býður langlífi“''' í Wuxi safninu. Magu er gyðja langlífs og verndari kvenna í fornum kínverskum goðsögnum og [[Daoismi|Taoisma]].<small><ref>{{Citation|title=Magu (deity)|date=2022-04-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Magu_(deity)&oldid=1084177384|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:清光绪年间无锡县城区图.jpg|alt=Kort af Wuxi árið 1881.|upright|thumb|Kort af Wuxi árið 1881.]]
[[Mynd:Wuxi Qingming Qiao 2015.04.24 18-56-40.jpg|alt=Qingming brúin yfir Miklaskurð í Liangxi hverfi Wuxi.|upright|thumb|'''Qingming brúin''' yfir [[Mikliskurður|Miklaskurð]] í Liangxi hverfi Wuxi.]]
Wuxi státar af meira en 3.000 ára sögu og djúpstæðum menningararfi sem einn af elstu þéttbýlisstöðum við [[Jangtse|Jangtsefljót]]. Borgin er ein vagga Wu-menningar í fornöld og hefur ríka sögulega arfleifð. Wu vísar til þess svæðis í Kína sem miðast við [[Tai vatn|Tai-vatn]] á Jiangnan svæðinu er liggur suður af Jangtse fljóti. <small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
=== Fornsaga ===
Í borginni eru 31 mikilvægir sögustaðir er njóta verndar ríkisins, 11 staðir sem hafa sterka skírskotun til kínversks menningararfs og 60 söfn og minnisvarðar.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-03/25/c_664458.htm|titill=Wuxi. Overview|höfundur=China Daily- 2022|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government.|ár=2022|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Á svokölluðu vor- og hausttímabili í sögu Kína (770–476 f.Kr.) bjuggu staðbundnir Baiyue ættbálkar sem nefndir voru „Gou Wu“ á landsvæði þar sem nútímaborgirnar Wuxi og Suzhou liggja. Þessir ættbálkar mynduðu þorp í hæðunum við votlendið umhverfis Tai-vatn.<small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
Skráð saga Wuxi hófst við lok tíma Shangveldisins (1600–1046 f.Kr.).<small><ref>{{Citation|title=吴国|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%90%B4%E5%9B%BD&oldid=72743972|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-21}}</ref></small> Forn sagnfræðirit Sima Qian sagnfræðings (145 f.Kr.- 91 f.Kr.)<small><ref>{{Citation|title=Records of the Grand Historian|date=2022-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Records_of_the_Grand_Historian&oldid=1099964113|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> greina frá því að Taibo (um 1150 f.Kr.) frændi konungs Zhouveldisins hafi stofnað Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2021-12-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1060598437|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Taibo siðað heimamenn og bætti landbúnað þeirra og áveitustjórn.<small><ref name=":4">{{Vefheimild|url=http://www.chinadaily.com.cn/m/jiangsu/wuxi/pdf/GettoknowWuxithrough10surnames.pdf|titill=Get to know Wuxi through 10 surnames|höfundur=Information Office of Wuxi Municipal Government|útgefandi=Information Office of Wuxi Municipal Government|ár=2017|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Síðar flutti Wu hirðin til Gusu þar sem nútíma Suzhou liggur. Wu-ríkið stóð frá 12. öld f.Kr.– 473 f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=吴国|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%90%B4%E5%9B%BD&oldid=72743972|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2022-08-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1105292388|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
=== Keisaratímar ===
Í tíma Qinveldisins tilheyrði Wuxi Kuaiji-sýslu.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Svæðið í Wuxi var upphaflega þekkt vegna [[Tin|tinnáma]] sem þar voru, en þegar sýslan var stofnuð árið 202 f.Kr. á tímum [[Hanveldið|Vestur-Hanveldisins]] (206 f.Kr.–25 e.Kr.), voru þær námur uppurnar og þéttbýlið fékk fékk því nafnið Wuxi („án tins“). Frá lokum 3. aldar var borgin umdæmi undir stjórn herforingja Biling borgar (síðar nefnd [[Changzhou]]) og hélst svo nema í stuttan tíma undir stjórn [[Júanveldið|Júanveldisins]] (1206– 1368), þegar svæðið var gert að sjálfstæðu héraði.<small><ref name=":0">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wuxi|titill=Encyclopedia Britannica: Wuxi|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia|útgefandi=Britannica, The Editors of Encyclopaedia|mánuður=10. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Frá fyrstu tíð hefur svæðið í kringum [[Tai vatn|Tai-vatn]] verið mjög frjósamt. [[Landbúnaður]] og [[Silki|silkiiðnaður]] blómstraði í Wuxi. Eftir að gerð [[Mikliskurður|Miklaskurðar]] lauk árið 609 varð Wuxi umskipunarmiðstöð fyrir skattkorn ætlað höfuðborginni. Þar myndaðist einn stærsti kornmarkaður Kína, þar sem mikið magn hrísgrjóna var meðhöndlað.<small><ref name=":1">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Þróað hagkerfi hraðaði þéttbýlismyndun. Borgin varð aðsetur afar auðugra kaupmanna og milliliða. Þessi hagsæld viðskipta hafði mikil áhrif á bókmenntir og námstofnanir í svæðinu suðurhluta Jangtse.<small><ref name=":4" /></small> Wuxi varð einn af mikilvægum fæðingarstöðum koparprentunar og Kunqu formi Kínverskrar [[Ópera|óperu]].
{{Breið mynd|康熙南巡图第七卷局部.jpg|4500px|<small>'''„Kangxi suðurferðin“''' árið 1698. - Á blómaskeiði [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1636–1912) fóru Kangxi keisari (1654–1722) og Qianlong keisari (1711–1799) sex sinnum suður til [[Jangtse]]-fljóts og heimsóttu Jichang-garðinn í Huishan, Wuxi.
Hirðmálarinn Wang Hui skóp þessa 29,32 metra (8.8 cm x 2932.4 cm) löngu málverkarollu árið 1698 um „Kangxi suðurferðina“. Auk listræns gildis er verkið talið ómetanlegur vitnisburður um ástand lands og borgar, ásamt lýsingu daglegs kínversks lífs þess tíma. Myndarolluna má skoða líkt og þú værir á ferð um borgina og umhverfi hennar. Myndin sýnir einungis hluta af sjöunda bindi „Kangxi suðurferðarinnar“. Frá hægri til vinstri eru: Wuxi Huishan; Xishan (nú hverfi í Wuxi); Qinyuan (nú Jiangyin undirborg Wuxi); Huangputun (nú Huangbutun); og síðan Wuxi sýsla, sem liggur framhjá Xin'an bænum (nú Binhu hverfi) til Hushu (nú undirhverfi) [[Suzhou]]. <small><ref>{{Vefheimild|url=https://search.museums.ualberta.ca/21-20555|titill=2004.19.75.1 - Kangxi Emperor's Southern Inspection Tour, Scroll Seven: Wuxi to Suzhou, Mactaggart Art Collection.|höfundur=Hirðmálarinn Wang Hui árið 1698|útgefandi=University of Alberta Museums Search Site|ár=1698|mánuðurskoðað=23. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> <small><ref>{{Citation|title=康熙帝南巡|date=2022-02-23|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%BA%B7%E7%86%99%E5%B8%9D%E5%8D%97%E5%B7%A1&oldid=70311830|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>}}</small>
Árið 1724 var Wuxi orðin mjög fjölmenn sýsla og því var austurhluti hennar aðskilinn og gerður að Jinkui-sýslu. Bæði Wuxi og Jinkui voru gjörsamlega eyðilögð í [[Taiping-uppreisnin|Taiping-uppreisninni]] (1850-1864), þegar næstum 2/3 íbúanna voru drepnir. Mannfallið var gríðarlegt. Fjöldi „hæfra karlmanna“ í sýslunum, sem hafði verið 339.549 og 258.934 árið 1830, féll niður í 72.053 og 138.008 árið 1865.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> <small><ref>{{Cite book|script-title=zh:江苏省志・人口志|publisher=Fangzhi Publishing House|isbn=978-7-801-22526-9|pages=58–9 |trans-title=Jiangsu Provincial Gazetteer, Volume on Demography|year=1999}}</ref></small>
Á tíma [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1636–1912) blómstraði bómullar- og silkiframleiðsla í Wuxi. Viðskipti jukust með alþjóðlegri opnun „sáttamálahafna“ byggðum á [[Nanking-sáttmálinn|friðarsáttmála]] sem batt enda á [[Fyrra ópíumstríðið|fyrsta ópíumstríðið]] (1839–1842) milli [[Breska heimsveldið|Breska heimsveldisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] í Kína. Þetta voru Sjanghæ árið 1842; og [[Zhejiang|Zhenjiang]] og [[Nanjing]] árið 1858. Woxi naut uppgangs þeirra borga. Hún varð miðstöð textíliðnaðar í Kína. Textílverksmiðjur voru byggðar árið 1894 og silkispólunarstöðvar byggðar árið 1904.
Þegar [[Mikliskurður]] hrundi eftir 1850, hélt Wuxi mikilvægi sínu sem svæðisbundinn hrísgrjónamarkaður. Þaðan var korn flutt til [[Sjanghæ]], um 130 kílómetra til suðausturs; auk sjóleiðarinnar til [[Tianjin]] borgar í norðri. Viðskipti með korn jukust enn frekar eftir 1908 þegar komið var á járnbrautartengingu til Sjanghæ, Zhenjiang og Nanjing í norðvestri.
Jinkui sýsla sameinaðist að nýju Wuxi-sýslu við upphaf lýðveldisins árið 1912.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
=== Lýðveldistími ===
[[Mynd:Bundesarchiv Bild 183-S34828, Japanisch-Chinesischer Krieg.jpg|alt=Japanskir hermenn í Wuxi í desember 1937 á leið til Nanking.|upright|thumb|'''Japanskur innrásarher''' í Wuxi í desember 1937 á leið sinni til Nanking.]]
Þegar seinna [[Seinna stríð Kína og Japans|stríðið við Japan]] braust út árið 1937 varð Wuxi fyrir miklu áfalli. Sjanghæ sem er nálægt Wuxi og mjög tengd efnahagslega, varð fyrir miklum árásum. Verksmiðjur og byggingar urðu fyrir miklu tjóni eða gjöreyðilagðust vegna sprengjuárása japanskra flugvéla.
Eftir sigur gegn Japönum árið 1945 var efnahagur Wuxi endurreistur og fjárfestingar jukust. [[Kínverska borgarastyrjöldin|Borgarastyrjöld]] milli Lýðveldissinna og [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnista]] hafði síðan óhjákvæmilega áhrif á efnahag borgarinnar. Frelsisher kommúnista hertók síðan borgina 23. apríl 1949. Um miðjan júní var yfirtöku borgarinnar í grundvallaratriðum lokið.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
==== Tímar Alþýðulýðveldis ====
[[Mynd:Wuxi_Museum_2018.jpg|alt=Wuxi safnið í Liangxi hverfi er yfirgripsmikið safn staðbundinnar sögu og lista.|upright|thumb|'''Wuxi safnið''' í Liangxi hverfi er yfirgripsmikið safn staðbundinnar sögu og lista.<small><ref>{{Citation|title=无锡博物院|date=2022-02-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%8D%9A%E7%89%A9%E9%99%A2&oldid=69953384|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2020-04/24/c_489066.htm|titill=Wuxi Museum|höfundur=2022 China Daily (wuxinews.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=24. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
Frá 1949 eftir valdatöku kommúnista hefur vægi borgarinnar sem landsbundin viðskiptamiðstöð minnkað, þó að hlutverk hennar sem dreifingar- og söfnunarmiðstöð fyrir Tai vatnasvæðið hafi haldið.<small><ref name=":0" /></small>
Auk viðskipta með hrísgrjón og bómullar- og silkiframleiðslu voru aðrar mikilvægar atvinnugreinar borgarinnar hveitimölun, hrísgrjónavinnsla og olíuvinnsla. Frá fimmta áratug síðustu aldar hefur iðnþróun verið hröð. Textíl- og matvælaiðnaðurinn hefur stækkað og færður til nútímahorfs. Borgin er orðin miðstöð verkfræðiiðnaðar, sérstaklega fyrir vélasmíði auk framleiðslu rafbúnaðar, kapla og textílvéla af ýmsum toga; í seinni tíð hefur framleiðsla lyfja og ýmissa efna orðið æ mikilvægari.<small><ref name=":0" /></small>
Hraðbraut milli Sjanghæ og Nanjing liggur í gegnum borgina, með afreinum sem teygja sig frá borginni til sýsluborga Wuxi, norður til Jiangyin og suðvestur til Yixing. Frá árinu 2004 hefur staðbundinn flugvöllur veitir flugþjónustu til nokkurra stórborga landsins.<small><ref>{{Citation|title=Sunan Shuofang International Airport|date=2022-08-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Sunan_Shuofang_International_Airport&oldid=1105089148|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Árið 2014 opnuðu fyrstu tvær borgarlestarlínur Wuxi. Nú eru þær fjórar og sex aðrar neðanjarðarlínur í undirbúningi.<small><ref>{{Citation|title=Wuxi Metro|date=2022-04-12|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi_Metro&oldid=1082348735|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Ferðaþjónusta hefur orðið sífellt mikilvægari. Umhverfi Wuxi inniheldur marga þekkta fallega staði sem hafa verið varðveittir vandlega, ásamt ýmsum borgargörðum og sögulegum stöðum. Í dag hefur iðnþróun verið takmörkuð nærri [[Tai vatn|Tai-vatni]], sem er eitt helsta aðdráttarafl ferðaþjónustu borgarinnar. Þar var þó iðnaðargarður með sérstakri áherslu á vísindi og tækni stofnaður árið 2006.
=== Borg hagvaxtar og mengunar ===
[[Mynd:Jiangyin Yangtze River bridge-2.jpeg|alt=Jiangyin Jangtse brúin er 1.385 metra hengibrú yfir Jangtse fljót í Wuxi borg. Hún tengir sýsluborgina Jiangyin sunnan árinnar við Jingjiang undirborg Taizhou, í norðri. Um brúna liggur G2 Peking-Sjanghæ Hraðbrautin.|upright|thumb|'''Jiangyin Jangtse hengibrúin''' er 1.385 metra löng yfir Jangtse fljót í Wuxi borg. Um brúna liggur G2 Peking-Sjanghæ Hraðbrautin.<small><ref>{{Citation|title=Jiangyin Yangtze River Bridge|date=2022-08-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Jiangyin_Yangtze_River_Bridge&oldid=1104313456|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Með efnahagslegri opnun Kína á síðustu tveimur áratugum síðustu aldar, hefur efnahagur Wuxi náð sér á strik með miklum vexti einkafyrirtækja. Árið 1981 var hún opinberlega skráð sem ein 15 kínverskra borga sem tóku þátt í þessari efnahagslegu opnum og árið 1985 var borgin formlega viðurkennd sem opin borg í sérstöku efnahagssvæði Jangtse óshólmasvæðisins. Í kjölfarið voru fríverslunarsvæði og iðngarðar opnaðir fyrir miklum erlendum fjárfestingum. Wuxi tók þá flugið sem mikil iðnaðar- og viðskiptaborg.<small><ref name=":1" /></small>
Landsframleiðsla á mann er mikilvægur mælikvarði á efnahagslega velferð. Árið 2021 var var Wuxi borg þar í fyrsta sæti allra stórra og meðalstórra borga Kína.<small><ref name=":3" /></small>
Hröð iðnþróun og þéttbýli síðustu áratuga tekið sinn toll á umhverfi. Tai vatn sem er þriðja stærsta ferskvatnsvatn Kína, hefur undanfarin ár verið þjakað af mengun vegna iðnþróunar nærliggjandi svæða.<small><ref>{{Citation|title=Lake Tai|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Lake_Tai&oldid=1098108667|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Förgun efna og skólps úti í vatnið í upphafi 21. aldar hefur valdið myndun eitraðra [[Blágerlar|blágerla]] eða þörungar á yfirborði vatnsins.<small><ref>{{Citation|title=2007年太湖蓝藻污染事件|date=2022-08-02|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=2007%E5%B9%B4%E5%A4%AA%E6%B9%96%E8%93%9D%E8%97%BB%E6%B1%A1%E6%9F%93%E4%BA%8B%E4%BB%B6&oldid=73035341|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-18}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.wilsoncenter.org/publication/taihu-green-wash-or-green-clean|title=Taihu: Green Wash or Green Clean? {{!}} Wilson Center|website=www.wilsoncenter.org|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Það hefur ógnað gæðum drykkjarvatns þeirra sem búa við vatnið. Á síðari árum hafa stjórnvöld ráðist í umfangsmikla hreinsun og verndun vatnsins.<small><ref>{{Cite web|url=https://chinadialogue.net/en/pollution/4767-long-struggle-for-a-cleaner-lake-tai/|title=Long struggle for a cleaner Lake Tai|date=2012-02-14|website=China Dialogue|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Mörgum verksmiðjum hefur nú verið lokað og reglum um umgengni við vatnið hertar til að bæta vatnsgæði og til að ná líffræðilegri endurheimt.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.greenpeace.org/international/story/7040/biological-restoration-of-water-and-land|title=Biological Restoration of water and land|website=Greenpeace International|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Enn er þó mikið starf óunnið í þeim efnum.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.canr.msu.edu/csis/uploads/files/Qin-et-al.-Science-Bulletin-2019.pdf|titill=Why Lake Taihu continues to be plagued with cyanobacterial blooms through 10 years (2007–2017) efforts|höfundur=Boqiang Qin, Hans W. Paerl, Justin D. Brookes, Jianguo Liu, Erik Jeppesen, Guangwei Zhu, Yunlin Zhang, Hai Xu, Kun Shi, Jianming Deng|útgefandi=Science Bulletin: Volume 64, Issue 6, 30 March 2019, Pages 354-356|mánuður=30. mars|ár=2019|mánuðurskoðað=16. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
==Landafræði==
[[Mynd:Wuxi NASA.png|alt=Þéttbýli Wuxi-borgar sést á þessari gervihnattamynd NASA. Mikliskurður er þar áberandi í borgarmyndinni.|upright|thumb|'''Þéttbýli Wuxi-borgar''' á [[Gervihnattarmynd|gervihnattamynd]] [[NASA]]. Ef grannt er skoðað sést hvað [[Mikliskurður]] er áberandi í borgarmyndinni.]]
[[Mynd:Yixing, Wuxi, Jiangsu, China - panoramio (1).jpg|alt=Bambusskógur í Yixing undirborg Wuxi.|upright|thumb|'''Bambusskógur í Yixing''' undirborg Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Yixing|date=2022-06-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Yixing&oldid=1091495497|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:長廣溪濕地.jpg|alt=Frá Chang Guangxi votlendisgarðinum í Binhu hverfi Wuxi borgar.|upright|thumb|Frá '''Chang Guangxi votlendisgarðinum''' í Binhu hverfi Wuxi borgar.<small><ref>{{Citation|title=长广溪湿地公园|date=2021-10-28|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E9%95%BF%E5%B9%BF%E6%BA%AA%E6%B9%BF%E5%9C%B0%E5%85%AC%E5%9B%AD&oldid=68405406|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Wuxi-borg er staðsett í suðausturhluta [[Jiangsu]]-héraðs. Hún liggur að [[Suzhou]]-borg í austri; með [[Tai vatn|Tai vatnið]] í suðri, handan vatnsins frá Huzhou borg í [[Zhejiang]] héraði; og [[Changzhou]] borg í vestri.
Sýsluborgin Yixing, ein tveggja undirborga Wuxi, er aðskilin frá borginni af Wujin hverfi Changzhou borgar, og hefur sem hólmlenda enga landtenging við Wuxi.
Heildarflatarmál Wuxi er 4.627 ferkílómetrar, þar af eru 782 ferkílómetrar fjöllótt og hæðótt land, sem eru 17% af heildarflatarmáli borgarinnar.
Wuxi er dæmigerður vatnabær í suðurhluta [[Jangtse]]<nowiki/>-fljótsins, með þéttriðið net skurða og vatnaleiða, sem og fjölmörg vötn, er mynda frárennsli, flutninganet og votlendisgarða. Vatnsyfirborðið er 1.342 ferkílómetrar, eða 29% af heildarflatarmáli borgarinnar.<small><ref name=":2">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Í vatnskerfi borgarinnar eru 5.983 árfarvegir með heildarlengd 6.998 kílómetra, þar á meðal Peking-Hangzhou hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]]. Samkvæmt varfærnu mati hafa meira en 1.000 árfarvegir í borgarlandinu verið urðaðir til vegagerðar frá árinu 1949.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Jangtse óshólmasvæðið er láglent landslag sem einkennist af sléttum, yfirleitt undir 3,5 metrum yfir sjávarmáli, þar sem lægsti punktur er undir 2 metrum yfir sjávarmáli. Hluti svæðisins frá norðri til Jiangyin sýsluborgar Wuxi, var Furong vatn í fornöld sem hvarf smám saman á tíma Song- og Mingveldanna.<ref name=":2" />
Mashan svæðið í Binhu hverfi borgarinnar er hæðótt landsvæði við Tai stöðuvatnið; Í Yixing-sýsluborginni eru Yili-fjöll, sem eru lág fjöll og hæðir. Hæsti punkturinn 611,5 metrar er Huangtading fjall í suðri, næsthæsta tinds Jiangsu-héraðs.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-03/25/c_664458_2.htm|title=Overview|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
== Veðurfar ==
[[Mynd:Grand Buddha at Ling Shan, China.jpg|alt=Stór Búddastytta er við norðurströnd Tai-vatns í Binhu hverfi Wuxi. Hún er ein stærsta Búddastyttan Kína.|upright|thumb|'''„Stóra Búddastyttan“''' er við norðurströnd Tai-vatns í Binhu hverfi Wuxi. Hún er ein stærsta Búddastytta Kína.<small><ref>{{Citation|title=Grand Buddha at Ling Shan|date=2022-01-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Grand_Buddha_at_Ling_Shan&oldid=1066676031|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Í Wuxi hefur fjögurra árstíða rakt [[Heittemprað belti|heittemprað loftslag]] undir áhrifum [[Monsún|monsúnvinda]], með heitum, rökum sumrum og svölum, skýjuðum, rökum vetrum með einstaka snjókomu. Sumur og vetur eru löng en vor og haust stutt.
Að neðan má sjá veðurupplýsingar fyrir Wuxi á árunum 1981 til 2010, þar sem ársmeðalhiti um 16,2°C og meðal ársúrkoma um 1.122 mm.
Almennt má segja að veðrið sé milt og rakt með fjórum mismunandi árstíðum. Borgin þykir rík af úrkomu árið um kring. Haustið er talið besta árstíðin til að heimsækja Wuxi. Þó veðrið sé breytilegt er vorið einnig góð árstíð til að heimsækja borgina í miklum blóma. Einna síst þykir að heimsækja Wuxi á hásumri þegar loftslagið er heitt og rigningasamt og hitinn getur farið yfir 30 °C.<small><ref>{{Vefheimild|url= https://www.travelchinaguide.com/climate/wuxi.htm|titill=Wuxi Weather|höfundur=Travel China Guide|útgefandi=Travel China Guide| ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árlegt frostlaust tímabil er um 220 dagar og sólskinsstundir í þéttbýli Wuxi eru 2019,4 klukkustundir á ári.<small><ref name=":5">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
{| class="wikitable"
|+
! colspan="14" |<big>Veðurfar í Wuxi borg á árunum 1981 til 2010</big>
|-
!<small>Mánuður</small>
!<small>Jan.</small>
!<small>Feb.</small>
!<small>Mar.</small>
!<small>Apr.</small>
!<small>Maí</small>
!<small>Jún.</small>
!<small>Júl.</small>
!<small>Ágú.</small>
!<small>Sep.</small>
!<small>Okt.</small>
!<small>Nóv.</small>
!<small>Des.</small>
!<small>Árið</small>
|-
!<small>Meðalhiti (°C)</small>
|<small>3,5</small>
|<small>5,4</small>
|<small>9,4</small>
|<small>15,2</small>
|<small>20,7</small>
|<small>24,5</small>
|<small>28,5</small>
|<small>27,8</small>
|<small>23,6</small>
|<small>18,2</small>
|<small>12,1</small>
|<small>5,9</small>
|<small>16,2</small>
|-
!<small>Meðalúrkoma (mm)</small>
|<small>58,8</small>
|<small>57,3</small>
|<small>92,0</small>
|<small>79,9</small>
|<small>96,1</small>
|<small>182,9</small>
|<small>172,1</small>
|<small>143,5</small>
|<small>91,5</small>
|<small>57,4</small>
|<small>56,7</small>
|<small>33,8</small>
|<small>1.122</small>
|-
| colspan="14" |''<small>Heimild: Veðurstofa Kína: Wuxi borg á árunum 1981 til 2010 <ref>{{Vefheimild|url= http://data.cma.cn/data/weatherBk.html|ár=2020|mánuðurskoðað=26. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>''<small><ref name=":5" /></small>
|}
==Lýðfræði==
[[Mynd:Sanliqiao_Catholic_Church.jpg|alt=Kirkja heilags Jósefs er rómversk-kaþólsk kirkja í Beitang hverfi Wuxi borgar. Upphaflega kirkjan var byggð árið 1640, á tíma Mingveldisins (1368–1644).|upright|thumb|'''Kirkja heilags Jósefs''' er rómversk-kaþólsk kirkja í Beitang hverfi Wuxi borgar. Upphaflega kirkjan var byggð árið 1640, á tíma Mingveldisins (1368–1644).<small><ref>{{Citation|title=Saint Joseph's Church, Wuxi|date=2021-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Saint_Joseph%27s_Church,_Wuxi&oldid=1034206984|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Wuxi borg er fjölmenn borg. Þéttbýlast er miðborgasvæðið (Lianxi, Binhu og Xinwu hverfin, auk aðliggjandi hluta Huishan og Xishan hverfa). Í útjaðrinum, í sýsluborgunum Jiangyin og Yixing, er dreifbýlið meira með þorpum og nýbyggingasvæðum.
Árið 2020 þegar síðasta manntal var gert í Kína, var íbúafjöldi borgarkjarna Wuxi 3.956.985 en íbúafjöldi undir lögsögu borgarinnar var 7.462.135.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://tj.jiangsu.gov.cn/art/2021/5/18/art_80066_9819836.html|titill=Bulletin of the Seventh National Census of Jiangsu Province (No. 2)|höfundur=Jiangsu Provincial Bureau of Statistics|útgefandi=Office of the Leading Group for the Seventh National Census of Jiangsu Province|mánuður=18. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Mikill meirihluti íbúa eru Han-kínverjar, en önnur þjóðarbrot á borð við Hui og Miao þjóðerni eru fámennari. Frumbyggjar Wuxi tala Wuxi mállýskuna eða Suzhou mállýsku.<small><ref>{{Citation|title=Уси|date=2022-08-19|url=https://ru.wikipedia.org/w/index.php?title=%D0%A3%D1%81%D0%B8&oldid=124949730|work=Википедия|language=ru|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Meirihluti þeirra sem trúaðir eru stundar [[Búddismi|búddisma]], [[Daoismi|taóisma]] og [[þjóðtrú]]. Að auki hefur borgin umtalsverð samfélög [[Múslimar|múslima]], [[Kaþólikkar|kaþólikka]] og [[Mótmælendatrú|mótmælenda]].<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
== Stjórnsýsla ==
[[Mynd:Wuxi, Jiangshu2.jpg|alt=Fjölmenni kallar á mörg hús. Hér er eitt hverfið nýbyggt 2009.|upright|thumb|Fjölmennið kallar á mörg hús. Hér er eitt hverfið nýbyggt 2009.]]
Undir lögsögu Wuxi borgar eru fimm hverfi og tvær borgir á sýslustigi. Þessi hverfi eru Liangxi, Xishan, Huishan, Xinwu, og Binhu (vatnahverfið). Undirborgirnar eru Jiangyin borg og Yixing borg.
Þessum stjórnsýslueiningum er síðan skipt niður í 73 sveitarfélög, þar af 59 bæi og 24 undirhverfi.
Borgin nær yfir svæði sem er um 4.628 ferkílómetrar og borgarstjórnin hefur aðsetur í Liangxi hverfi.<small><ref>{{Citation|title=无锡市行政区划|date=2022-01-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82%E8%A1%8C%E6%94%BF%E5%8C%BA%E5%88%92&oldid=69788706|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Að auki hefur Wuxi komið á fót eftirfarandi efnahagssvæðum og iðngörðum. Þar á meðal eru: ''Xishan efnahags- og tækniþróunarsvæðið''; ''Wuxi Liyuan efnahagsþróunarsvæðið''; ''„Wuxi landslagsborgin“'' (þar eru á meðal: ''„Stafrænir iðnaðargarðar Wuxi“'' og ''„Ferðaþjónustugarður Wuxi við Tai vatn“''); ''Jiangyin hátæknisvæðið''; og ''„Jiangsu Jiangyin Lingang efnahagsþróunarsvæðið“''.
[[Mynd:Administrative-Division-Wuxi-Jiangsu-China (Icelandic).png|thumb|right|400px|Stjórnsýsluskipting Wuxi-borgar í hverfi og undirborgir ]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Wuxi
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2018 <ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref><ref>{{Citation|title=无锡市行政区划|date=2022-01-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82%E8%A1%8C%E6%94%BF%E5%8C%BA%E5%88%92&oldid=69788706|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Miðborg</small>'''
|-
| align=left | <small>Liangxi hverfi</small>
| align=left | <small>梁溪区</small>
| align=right| <small>961.500</small>
| align=right| <small>72</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Xishan hverfi</small>
| align=left | <small>锡山区</small>
| align=right| <small>707.700</small>
| align=right| <small>399</small>
|-
| align=left | <small>Huishan hverfi</small>
| align=left | </small>惠山区</small>
| align=right| <small>712.200</small>
| align=right| <small>325</small>
|-
| align=left | <small>Binhu hverfi</small>
| align=left | </small>滨湖区</small>
| align=right| <small>716.000</small>
| align=right| <small>628</small>
|-
| align=left | <small>Xinwu hverfi</small>
| align=left | <small>吴江区</small>
| align=right| <small>569.200</small>
| align=right| <small>220</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Jiangyin borg</small>
| align=left | <small>江阴市</small>
| align=right| <small>1.651.800</small>
| align=right| <small>987<small>
|-
| align=left | <small>Yixing borg</small>
| align=left | <small>宜兴市</small>
| align=right| <small>1.256.100</small>
| align=right| <small>1.997</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="2" style="text-align:center; " |'''<small>Alls:</small>'''
| align="right" |'''<small>6.574.500</small>'''
| align="right" |'''<small>4.627</small>'''
|-
| colspan="4" style="text-align:center; " | <small>''Óformlegar stjórnsýsludeildir:Iðngarðar og atvinnuþróunarsvæði''</small>
|}
==Efnahagur og atvinnulíf==
=== Borg vaxtar ===
[[Mynd:Center 66, Wuxi, China.jpg|alt=„Center 66“ er staðsett í Chong'an viðskiptahverfi borgarinnar.|upright|thumb|Byggingin '''„Center 66“''' er í Chong'an miðlægu viðskiptahverfi Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Center 66|date=2022-06-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Center_66&oldid=1094078612|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:201906_IFS_Wuxi.jpg|alt=Wuxi IFS („Fjármálatorg Wuxi“) sem opnaði 2014, er 339 metra hár, 68 hæða skýjakljúfur, í Liangxi hverfi Wuxi.|upright|thumb|'''„Fjármálatorg Wuxi“''' (Wuxi IFS) sem opnaði 2014, er 339 metra hár, 68 hæða skýjakljúfur, í Liangxi hverfi Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Wuxi IFS|date=2022-02-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi_IFS&oldid=1073205655|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Á kínverskan mælikvarða er Wuxi borg hagsældar. Hún er svæðisbundin viðskiptamiðstöð með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst sterkum einkafyrirtækjum. Áhersla er á fjölbreytt atvinnulíf með uppbyggingu stórra iðnaðargarða sem eru helgaðir nýjum atvinnugreinum.
Sterk vísbending um efnahagslega velferð er landsframleiðsla á mann. Þar var Wuxi borg árið 2021 efst allra stórra og meðalstórra kínverskra borga. Efnahagur borgarinnar blómstrar með fjölbreyttu atvinnulífi og alþjóðlegum fjárfestingum. Meiri hagsæld þýðir komu erlendra verslunar- og smásölufyrirtækja, á borð við IKEA, Bailian, Apple, svo nokkuð sé nefnt.
Þessi þróun hefur einnig breytt ásýnd Wuxi með æ fleiri skýjakljúfum. Þannig opnuðu þrír slíkir árið 2014: Wuxi IFS (339 metrar), Wuxi Suning Plaza 1 (328 metrar) og Wuxi Maoye City - Marriott Hotel (304 metrar).<small><ref>{{Citation|title=Wuxi|date=2022-08-08|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi&oldid=1103178618|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Citation|title=Center 66|date=2022-06-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Center_66&oldid=1094078612|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Citation|title=无锡茂业城-万豪国际酒店|date=2021-12-19|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E8%8C%82%E4%B8%9A%E5%9F%8E-%E4%B8%87%E8%B1%AA%E5%9B%BD%E9%99%85%E9%85%92%E5%BA%97&oldid=69163185|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
=== Hefðbundin framleiðsla ===
Auk hefðbundinna viðskipta með hrísgrjón og bómullar- og silkiframleiðslu voru aðrar mikilvægar atvinnugreinar borgarinnar framan af hveitimölun, hrísgrjóna- og olíuvinnsla. Frá fimmta áratug síðustu aldar hefur iðnþróun verið hröð. Textíl- og matvælaiðnaðurinn hefur stækkað og færður til nútímahorfs. Borgin er orðin svæðisbundin miðstöð verkfræðiiðnaðar, sérstaklega fyrir vélasmíði auk framleiðslu rafbúnaðar, framleiðslu reiðhjóla- og hemla; kapla og textílvéla af ýmsum toga. Í seinni tíð hefur framleiðsla lyfja og ýmissa efna orðið æ mikilvægari.<small><ref name=":0" /></small>
=== Ferðaþjónusta ===
[[Mynd:Wuxi, Jiangsu - China (13619808523).jpg|alt=Vatnaborgin Wuxi er mikil ferðamannaborg.|upright|thumb|'''Vatnaborgin Wuxi''' er mikil ferðamannaborg.]]
Ferðaþjónusta í borginni er sífellt mikilvægari. Umhverfi Wuxi inniheldur marga þekkta og vel varðveitta staði,borgargarða og sögulega staði. Tai-vatn er eitt helsta aðdráttarafl ferðaþjónustu borgarinnar. Alþjóðlegar hótelkeðjur hafa keppst við að reisa glæsihótel til að anna aukinni eftirspurn: Marriott, Kempinski, Radisson Blu, Sheraton, o.s.frv.
=== Nýjar atvinnugreinar ===
Sterk áhersla er hjá borgaryfirvöldum að gera atvinnulífið enn fjölbreyttara með meiri þátttöku alþjóðlegra fyrirtækja.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/companies.html|title=Companies|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small> Áherslan er á ýmiskonar líftækni, öreindatækni, upplýsingatækni og gagnavinnslu, flug- og samgöngutækni, grænar raforkulausnir á borð við efnarafala fyrir vetnisframleiðslu, sem og iðnhönnun og aðrar skapandi greinar.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2021-03/03/c_598030.htm|titill=Wuxi district looks to develop modern industries|höfundur=2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=3. mars|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small><small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2022-06/23/c_773067.htm|titill=Wuxi's aerospace industry gets boost|höfundur=2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=23. júní|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Til að ýta undir stafræna umbreytingu hefur borgin hvatt til framþróunar iðnaðar byggðum á „Interneti hlutanna“ (IoT), ekki síst á sviði heilbrigðistækni.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2021-09/30/c_665650.htm|titill=IoT industry fuels Wuxi's digital transformation|höfundur=By Liu Tianyang (wuxinews.com.cn) 2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=30. september|ár=2021|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Sama gildir um stafræna tækni í margskonar iðnframleiðslu.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2022-05/11/c_750367.htm|titill=Wuxi boasts thriving industries|höfundur=2022 China Daily (wuxinews.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=11. maí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Atvinnuþróunarsvæði ===
[[Mynd:Ipark5.jpg|alt=Í „Nýhverfi Wuxi“ er „Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“ sem er iðngarður og nýsköpunarsetur fyrir upplýsingatækni.|upright|thumb|Í „Nýhverfi Wuxi“ (Xinwu hverfi) er '''„Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“''' sem er iðngarður og nýsköpunarsetur fyrir upplýsingatækni.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wndonline.cn/2019-07/30/c_482921.htm|title=Wuxi (National) Software Park|website=www.wndonline.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Til að styðja við þessa framþróun hafa nýjar atvinnugreinar verið vistaðar í sérstökum iðngörðum og fríverslunarsvæðum sem bjóða upp á klasastarfssemi ásamt nýsköpunar- og frumkvöðlasetur í viðkomandi atvinnugrein. Alls eru sex slíkir iðngarðar og atvinnuþróunarsvæði í borginni.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/developmentzones.html|title=Development Zones|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small><small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Árið 1992 var stofnað svokallað „Nýhverfi Wuxi“ (WND) nú nefnt Xinwu hverfi, sem nær yfir svæði sem er 220 ferkílómetrar.<small><ref>{{Citation|title=Xinwu District, Wuxi|date=2022-04-17|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Xinwu_District,_Wuxi&oldid=1083254871|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small> Þar er ''Wuxi hátæknþróunarsvæðið'', ''Flugiðnaðargarður Wuxi'', og ''„Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“'', svo nokkuð sé nefnt.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Sem dæmi þá eru þar um 1.000 hugbúnaðar- og útvistunarfyrirtæk á sviði upplýsingatækni, þar á meðal nokkur af stærstu fyrirtækjum heims, eins og Microsoft, Intel, Oracle, IBM, NTT data, Fujitsu, Pactera, ChinaSoft International og Unissoft.<small><ref>{{Citation|title=Xinwu District, Wuxi|date=2022-04-17|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Xinwu_District,_Wuxi&oldid=1083254871|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Á Jiangyin hátæknisvæðinu sem stofnað var árið 1992, eru leiðandi atvinnugreinar á borð við framleiðslu nýrra málmefniþa, háþróaðs samskiptabúnaðar, og líftæknilyfja.
Önnur dæmi um iðngarða eða sérstök atvinnuvaxtarsvæði eru: ''Xishan efnahags- og tækniþróunarsvæðið''; ''Wuxi Liyuan efnahagsþróunarsvæðið''; ''„Wuxi landslagsborgin“'' (þar sem eru meðal annars: „Stafrænir iðnaðargarðar Wuxi“ og „Ferðaþjónustugarður Wuxi við Tai vatn“); og ''„Jiangsu Jiangyin Lingang efnahagsþróunarsvæðið“''.
== Tengt efni ==
[[Mynd:Nanning Wuxi Anghu Park (15460514486).jpg|alt=Wuxi-óperan, aldargamalt óperuform Xiju, er enn vinsæl. Þar leika karlar bæði kyn í dreifbýlissögum siðferðisátaka og gráðugra húsráðenda. Reynt er að höfða til yngri kynslóða.|upright|thumb|'''Wuxi-óperan''', aldargamalt óperuform Xiju, er enn vinsæl. Þar leika karlar bæði kyn í dreifbýlissögum siðferðisátaka og gráðugra húsráðenda.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2018-04/20/content_36065274.htm|titill=Wuxi Opera|höfundur=2022 China Daily (chinadaily.com.cn).|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government.|ár=22|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-07/21/c_792218.htm|titill=Century-old Xiju Opera still shines|höfundur=2022 China Daily (gowuxi.com)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=21. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
* [http://en.wuxi.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wuxi'''] Yfirgripsmiklar upplýsingar á ensku og kínversku um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur, fréttir, o.fl.
* Vefsíða Wikitravel [https://wikitravel.org/en/Wuxi '''Wuxi'''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/wuxi/ Travel China Guide: '''Wuxi'''] Knappar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Héraðið [[Jiangsu]] í austurhluta [[Kína]].
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wuxi|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wuxi|titill=Britannica: Wuxi|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=10. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
e5s5wv0le7fql29680qj1yrolzr7lin
Factorio
0
169109
1765821
2022-08-23T15:15:58Z
Salvor
70
Ný síða: '''Factorio''' er [[tölvuleikur]] sem gengur út á að byggja upp og stýra verkefnum. Leikurinn var þróaður af tékkneska leikjasmiðjunni Wube Software og auglýstur gegnum Indiegogo crowdfunding átak árið [[2013]]. Leikurinn var gefinn út fyrir [[Microsoft Windows]], [[macOS]] og [[Linux]] [[14. ágúst]] [[2020]] eftir að hafa verið fjögur ár í þróunarútgáfu. Í leiknum er sögupersónan verkfræðingur sem brotlendir á fjarlægri reikistjörnu og v...
wikitext
text/x-wiki
'''Factorio''' er [[tölvuleikur]] sem gengur út á að byggja upp og stýra verkefnum. Leikurinn var þróaður af tékkneska leikjasmiðjunni Wube Software og auglýstur gegnum Indiegogo crowdfunding átak árið [[2013]]. Leikurinn var gefinn út fyrir [[Microsoft Windows]], [[macOS]] og [[Linux]] [[14. ágúst]] [[2020]] eftir að hafa verið fjögur ár í þróunarútgáfu. Í leiknum er sögupersónan verkfræðingur sem brotlendir á fjarlægri reikistjörnu og verður að safna aðföngum og búa til iðnað til að byggja [[eldflaug]]. Þetta er þó [[sandkassaleikur]]/opinn leikheimur og getur haldið áfram eftir að byrjunarsagan endar. Leikinn er hægt að spila í bæði einstaklingsham og fjölnotendaham.
myzqi785ob56nmq6u5g3c0yqtsmlerj
1765831
1765821
2022-08-23T15:50:32Z
Salvor
70
wikitext
text/x-wiki
'''Factorio''' er [[tölvuleikur]] sem gengur út á að byggja upp og stýra verksmiðjum. Leikurinn var þróaður af tékkneska leikjasmiðjunni Wube Software og auglýstur gegnum Indiegogo crowdfunding átak árið [[2013]]. Leikurinn var gefinn út fyrir [[Microsoft Windows]], [[macOS]] og [[Linux]] [[14. ágúst]] [[2020]] eftir að hafa verið fjögur ár í þróunarútgáfu. Í leiknum er sögupersónan verkfræðingur sem brotlendir á fjarlægri reikistjörnu og verður að safna aðföngum og búa til iðnað til að byggja [[eldflaug]]. Þetta er þó [[sandkassaleikur]]/opinn leikheimur og getur haldið áfram eftir að byrjunarsagan endar. Leikinn er hægt að spila í bæði einstaklingsham og fjölnotendaham.
Spilun á Factorio gengur út á að safna aðföngum í rauntíma og komast af. Leikurinn sækir innblástur til BuildCraft og IndustrialCraft sem eru eftirlíkingar af Minecraft. Spilarinn kemst af með að safna, finna og rækta ýmis aðföng sem svo má nota til að búa til verkfæri og vélar sem geta svo búið til flóknari efni og flóknari tækni og vélar. Leikjaframvindan er þegar spilari vinnur að því að byggja verksmiðjukerfi og gera ferli eins og námugröft, flutninga, vinnslu og samsetningu sjálfvirkt. Spilarar rannsaka flókna tækni til að búa til nýja strúktura, hluti og viðbætur og byrja á einfaldri sjálfvirkni og þróast í ferli eins og olíuhreinsun, vélmenni og afknúnar stoðgrindur (exoskeleton). Í leiknum er kerfi til að gera uppdrátt (blueprint) af kerfum sem svo má endurnýta.
Spilarar þurfa að verjast lífríki reikistjörnunnar en verur sem kallars Biters, Spitters og Worms verða árásargjarnari eftir því sem mengun frá verksmiðju sem spilari reisir eykst. Eftir því sem líður á leikinn koma fleiri óvinir og erfiðara verður að sigra þá. Einnig er hægt að stilla leikinn þannig að verur séu ekki árásargjarnar.
Hægt að er breyta leiknum (modding) og til staðar er kerfi svo auðvelt er að hlaða niður breytingum (ingame mod manager). Breytingar eru skrifaðar í Lua forritunarmálinu.
18xnvsbdl6xj24hce4l5c21xzakwv04
1765833
1765831
2022-08-23T15:54:29Z
Salvor
70
wikitext
text/x-wiki
'''Factorio''' er [[tölvuleikur]] sem gengur út á að byggja upp og stýra verksmiðjum. Leikurinn var þróaður af tékkneska leikjasmiðjunni Wube Software og auglýstur gegnum Indiegogo crowdfunding átak árið [[2013]]. Leikurinn var gefinn út fyrir [[Microsoft Windows]], [[macOS]] og [[Linux]] [[14. ágúst]] [[2020]] eftir að hafa verið fjögur ár í þróunarútgáfu. Í leiknum er sögupersónan verkfræðingur sem brotlendir á fjarlægri reikistjörnu og verður að safna aðföngum og búa til iðnað til að byggja [[eldflaug]]. Þetta er þó [[sandkassaleikur]]/opinn leikheimur og getur haldið áfram eftir að byrjunarsagan endar. Leikinn er hægt að spila í bæði einstaklingsham og fjölnotendaham.
Spilun á Factorio gengur út á að safna aðföngum í rauntíma og komast af. Leikurinn sækir innblástur til BuildCraft og IndustrialCraft sem eru eftirlíkingar af Minecraft. Spilarinn kemst af með að safna, finna og rækta ýmis aðföng sem svo má nota til að búa til verkfæri og vélar sem geta svo búið til flóknari efni og flóknari tækni og vélar. Leikjaframvindan er þegar spilari vinnur að því að byggja verksmiðjukerfi og gera ferli eins og námugröft, flutninga, vinnslu og samsetningu sjálfvirkt. Spilarar rannsaka flókna tækni til að búa til nýja strúktura, hluti og viðbætur og byrja á einfaldri sjálfvirkni og þróast í ferli eins og olíuhreinsun, vélmenni og aflknúnar stoðgrindur (exoskeleton). Í leiknum er kerfi til að gera uppdrátt (blueprint) af kerfum sem svo má endurnýta.
Spilarar þurfa að verjast lífríki reikistjörnunnar en þar eru verur sem kallars Biters, Spitters og Worms. Þær verur verða árásargjarnari eftir því sem mengun frá verksmiðju sem spilari reisir eykst. Eftir því sem líður á leikinn koma fleiri óvinir og erfiðara verður að sigra þá. Einnig er hægt að stilla leikinn þannig að verur séu ekki árásargjarnar.
Hægt að er breyta leiknum (modding) og til staðar er kerfi svo auðvelt er að hlaða niður breytingum (ingame mod manager). Breytingar eru skrifaðar í [[Lua]] forritunarmálinu.
== Heimildir ==
* Greinin Factorio á en.wikipedia.org
* [https://factorio.com/ Vefsetur Factorio]
f97faeihrxm8z7wvihh7bimy6zas8mn
Vítalíj Klítsjko
0
169110
1765828
2022-08-23T15:45:34Z
TKSnaevarr
53243
Tilvísun á [[Vítalíj Klitsjkó]]
wikitext
text/x-wiki
#TILVÍSUN[[Vítalíj Klitsjkó]]
mdwl8hhay78aeh92h4gaudbo3xq5vr0
Apis mellifera lamarckii
0
169111
1765844
2022-08-23T18:06:08Z
Svarði2
42280
nýtt
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| name =
| image =
| image_width = 250px
| image_caption =
| regnum = [[Dýraríki]] (''[[Animalia]]'')
| phylum = [[Liðdýr]] (''[[Arthropoda]]'')
| classis = [[Skordýr]] (''[[Insecta]]'')
| ordo = [[Æðvængjur]] (''[[Hymenoptera]]'')
| subordo = [[Broddvespur]] (''[[Apocrita]]'')
| superfamilia = ''[[Apoidea]]''
| familia = ''[[Apidae]]''
| subfamilia = ''[[Apinae]]''
| tribus = ''[[Apini]]''
| genus = ''[[Apis]]''
| species = '''''[[Apis mellifera|A. mellifera]]'''''
| binomial_authority = [[Carolus Linnaeus|Linnaeus]], 1758
| trinomial = Apis mellifera lamarckii
| trinomial_authority = [[Theodore Dru Alison Cockerell|Cockerell]], 1906
| synonyms = Apis fasciata <small>(Latreille 1804)</small>
| synonyms_ref =
}}
'''Apis mellifera lamarckii''' er ein undirtegund alibýflugna. Útbreiðsla hennar er í Nílardal ([[Egyptaland]] og [[Súdan]]). Heimildir um nytjar á henni ná 5000 ár aftur í tímann.<ref>Birgit Sonja Feierabend: ''Biene und Honig im pharaonischen Ägypten.'' Band 2, S. 29.</ref>
== Tilvísanir ==
{{Reflist}}
* [http://www.bienenzuchtverein-sulzbach-rosenberg.de/1782156.html Apis mellifera lamarckii], abgerufen am 12. Januar 2019.
* [http://www.atlashymenoptera.net/pagetaxon.asp?tx_id=4938 ''Apis mellifera lamarckii'']. In: [http://www.atlashymenoptera.net/default.asp Atlas Hymenoptera], abgerufen am 6. Januar 2019.
* Friedrich Ruttner: ''Naturgeschichte der Honigbienen.'' Franckh-Kosmos-Verlag, Stuttgart 1992, ISBN 3-440-09125-2.
* Ruttner F. (1988) Biogeography and Taxonomy of Honeybees, Springer-Verlag, Berlín.
{{commonscat|Apis mellifera lamarckii}}
{{Wikilífverur|Apis mellifera lamarckii}}
[[Flokkur:Býflugur]]
4nai4upovs5p98avrzxr7pd3ts5wina
Apis mellifera adansonii
0
169112
1765846
2022-08-23T18:13:10Z
Svarði2
42280
nýtt
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| name =
| image =
| image_width = 250px
| image_caption =
| regnum = [[Dýraríki]] (''[[Animalia]]'')
| phylum = [[Liðdýr]] (''[[Arthropoda]]'')
| classis = [[Skordýr]] (''[[Insecta]]'')
| ordo = [[Æðvængjur]] (''[[Hymenoptera]]'')
| subordo = [[Broddvespur]] (''[[Apocrita]]'')
| superfamilia = ''[[Apoidea]]''
| familia = ''[[Apidae]]''
| subfamilia = ''[[Apinae]]''
| tribus = ''[[Apini]]''
| genus = ''[[Apis]]''
| species = '''''[[Apis mellifera|A. mellifera]]'''''
| binomial_authority = [[Carolus Linnaeus|Linnaeus]], 1758
| trinomial = Apis mellifera adansonii
| trinomial_authority = [[Pierre André Latreille|Latreille]], 1804
| synonyms =
| synonyms_ref =
}}
'''Apis mellifera adansonii''' er ein undirtegund alibýflugna. Útbreiðsla hennar er í hitabelti vestur og mið- Afríku.
Skyldar henni eru (áður taldar til hennar):
* ''[[Apis mellifera scutellata]]'' Lepeletier, 1836
* ''[[Apis mellifera monticola]]'' Smith, 1849<ref>[http://perso.fundp.ac.be/~jvandyck/homage/artcl/FAfrika88de.html ''Afrikas Bienen – Herausforderung für die fortschrittliche Züchtung'']</ref>
* ''[[Apis mellifera litorea]]'' Smith, 1961
== Tilvísanir ==
{{Reflist}}
* [http://www.atlashymenoptera.net/pagetaxon.asp?tx_id=4927 ''Apis mellifera adansonii'']. In: [http://www.atlashymenoptera.net/default.asp Atlas Hymenoptera], abgerufen am 6. Januar 2019.
* Friedrich Ruttner: ''Naturgeschichte der Honigbienen.'' Franckh-Kosmos-Verlag, Stuttgart 1992, ISBN 3-440-09125-2.
* Ruttner F. (1988) Biogeography and Taxonomy of Honeybees, Springer-Verlag, Berlín.
{{commonscat|Apis mellifera adansonii}}
{{Wikilífverur|Apis mellifera adansonii}}
[[Flokkur:Býflugur]]
5jldfbzm2bb8s5r5tel7ubxi0ndl2pk
Apis mellifera monticola
0
169113
1765852
2022-08-23T20:07:33Z
Svarði2
42280
nýtt
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| name =
| image =
| image_width = 250px
| image_caption =
| regnum = [[Dýraríki]] (''[[Animalia]]'')
| phylum = [[Liðdýr]] (''[[Arthropoda]]'')
| classis = [[Skordýr]] (''[[Insecta]]'')
| ordo = [[Æðvængjur]] (''[[Hymenoptera]]'')
| subordo = [[Broddvespur]] (''[[Apocrita]]'')
| superfamilia = ''[[Apoidea]]''
| familia = ''[[Apidae]]''
| subfamilia = ''[[Apinae]]''
| tribus = ''[[Apini]]''
| genus = ''[[Apis]]''
| species = '''''[[Apis mellifera|A. mellifera]]'''''
| binomial_authority = [[Carolus Linnaeus|Linnaeus]], 1758
| trinomial = Apis mellifera monticola
| trinomial_authority = [[Francis G. Smith|Smith]], 1961
| synonyms =
| synonyms_ref =
}}
'''Apis mellifera monticola''' er ein undirtegund alibýflugna. Útbreiðsla hennar er í fjallendi [[Austur-Afríka|A-Afríku]] (í 2400 til 3000 metra hæð (Meru-fjalli, [[Kilimanjaro]], [[Kenýafjall]]i og Elgon-fjalli). Hún er fremur smá.
Nýlega hafa verið gerðar tilraunir með að blanda henni við [[Buckfastbý]] til að fá mótstöðu gegn [[Varroa]] smiti. Er blendingurinn nefndur [[Elgonbý]].<ref>[http://www.beesource.com/point-of-view/erik-osterlund/exploring-monticola-efforts-to-find-an-acceptable-varroa-resistant-honey-bee/ Bericht auf beesource.com]</ref>
== Tilvísanir ==
{{Reflist}}
* [http://www.atlashymenoptera.net/pagetaxon.asp?tx_id=4944 ''Apis mellifera monticola'']. In: [http://www.atlashymenoptera.net/default.asp Atlas Hymenoptera], sótt 29. nóvember 2018.
* Friedrich Ruttner: ''Naturgeschichte der Honigbienen.'' Franckh-Kosmos-Verlag, Stuttgart 1992, ISBN 3-440-09125-2.
* Ruttner F. (1988) Biogeography and Taxonomy of Honeybees, Springer-Verlag, Berlín.
{{commonscat|Apis mellifera monticola}}
{{Wikilífverur|Apis mellifera monticola}}
[[Flokkur:Býflugur]]
0wc0fysj27gbhl9yhq86wk52qmmvkkw
Apis mellifera pomonella
0
169114
1765856
2022-08-23T20:20:53Z
Svarði2
42280
nýtt
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| name =
| image =
| image_width = 250px
| image_caption =
| regnum = [[Dýraríki]] (''[[Animalia]]'')
| phylum = [[Liðdýr]] (''[[Arthropoda]]'')
| classis = [[Skordýr]] (''[[Insecta]]'')
| ordo = [[Æðvængjur]] (''[[Hymenoptera]]'')
| subordo = [[Broddvespur]] (''[[Apocrita]]'')
| superfamilia = ''[[Apoidea]]''
| familia = ''[[Apidae]]''
| subfamilia = ''[[Apinae]]''
| tribus = ''[[Apini]]''
| genus = ''[[Apis]]''
| species = '''''[[Apis mellifera|A. mellifera]]'''''
| binomial_authority = [[Carolus Linnaeus|Linnaeus]], 1758
| trinomial = Apis mellifera pomonella
| trinomial_authority = [[Walter Sheppard|Sheppard]] & [[Marina Meixner|Meixner]], 2003
| range_map = Apis mellifera pomonella Map.svg
| range_map_caption =
| synonyms =
| synonyms_ref =
}}
'''Apis mellifera pomonella''' er ein undirtegund alibýflugna. Útbreiðsla hennar er í suðurhluta [[Tian Shan|Tian Shan-fjöllum]]. Upphaflega var talið að þær væru alibýflugur sem hefðu sloppið úr ræktun, en reyndust við nánari skoðun vera önnur undirtegund. Þær eru skyldastar A. mellifera caucasica, en nokkuð minni og með styttri tungu.
== Tilvísanir ==
{{Reflist}}
* Walter S. Sheppard, Marina D. Meixner: [https://www.apidologie.org/articles/apido/abs/2003/04/M3412/M3412.html Apis mellifera pomonella, a new honey bee subspecies from Central Asia.] Apidologie, (2003) Volume 34, Number 4, July-August 2003.
* Friedrich Ruttner: ''Naturgeschichte der Honigbienen.'' Franckh-Kosmos-Verlag, Stuttgart 1992, ISBN 3-440-09125-2.
* Ruttner F. (1988) Biogeography and Taxonomy of Honeybees, Springer-Verlag, Berlín.
{{commonscat|Apis mellifera pomonella}}
{{Wikilífverur|Apis mellifera pomonella}}
[[Flokkur:Býflugur]]
iwsklzi9iyq12b643yo5j620m5ft7xu
1765858
1765856
2022-08-23T20:21:44Z
Svarði2
42280
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| name =
| image =
| image_width = 250px
| image_caption =
| regnum = [[Dýraríki]] (''[[Animalia]]'')
| phylum = [[Liðdýr]] (''[[Arthropoda]]'')
| classis = [[Skordýr]] (''[[Insecta]]'')
| ordo = [[Æðvængjur]] (''[[Hymenoptera]]'')
| subordo = [[Broddvespur]] (''[[Apocrita]]'')
| superfamilia = ''[[Apoidea]]''
| familia = ''[[Apidae]]''
| subfamilia = ''[[Apinae]]''
| tribus = ''[[Apini]]''
| genus = ''[[Apis]]''
| species = '''''[[Apis mellifera|A. mellifera]]'''''
| binomial_authority = [[Carolus Linnaeus|Linnaeus]], 1758
| trinomial = Apis mellifera pomonella
| trinomial_authority = [[Walter Sheppard|Sheppard]] & [[Marina Meixner|Meixner]], 2003
| range_map = Apis mellifera pomonella Map.svg
| range_map_caption =
| synonyms =
| synonyms_ref =
}}
'''Apis mellifera pomonella''' er ein undirtegund alibýflugna. Útbreiðsla hennar er í suðurhluta [[Tian Shan|Tian Shan-fjöllum]]. Upphaflega var talið að þær væru alibýflugur sem hefðu sloppið úr ræktun, en reyndust við nánari skoðun vera önnur undirtegund. Þær eru skyldastar [[Apis mellifera caucasica|A. m. caucasica]], en nokkuð minni og með styttri tungu.
== Tilvísanir ==
{{Reflist}}
* Walter S. Sheppard, Marina D. Meixner: [https://www.apidologie.org/articles/apido/abs/2003/04/M3412/M3412.html Apis mellifera pomonella, a new honey bee subspecies from Central Asia.] Apidologie, (2003) Volume 34, Number 4, July-August 2003.
* Friedrich Ruttner: ''Naturgeschichte der Honigbienen.'' Franckh-Kosmos-Verlag, Stuttgart 1992, ISBN 3-440-09125-2.
* Ruttner F. (1988) Biogeography and Taxonomy of Honeybees, Springer-Verlag, Berlín.
{{commonscat|Apis mellifera pomonella}}
{{Wikilífverur|Apis mellifera pomonella}}
[[Flokkur:Býflugur]]
p0wgtw56n76n4ny7icz7bg3wo1e4kzl
Apis mellifera unicolor
0
169115
1765860
2022-08-23T20:31:21Z
Svarði2
42280
nýtt
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| name =
| image =
| image_width = 250px
| image_caption =
| regnum = [[Dýraríki]] (''[[Animalia]]'')
| phylum = [[Liðdýr]] (''[[Arthropoda]]'')
| classis = [[Skordýr]] (''[[Insecta]]'')
| ordo = [[Æðvængjur]] (''[[Hymenoptera]]'')
| subordo = [[Broddvespur]] (''[[Apocrita]]'')
| superfamilia = ''[[Apoidea]]''
| familia = ''[[Apidae]]''
| subfamilia = ''[[Apinae]]''
| tribus = ''[[Apini]]''
| genus = ''[[Apis]]''
| species = '''''[[Apis mellifera|A. mellifera]]'''''
| binomial_authority = [[Carolus Linnaeus|Linnaeus]], 1758
| trinomial = Apis mellifera unicolor
| trinomial_authority = [[Pierre André Latreille|Latreille]], 1804
| synonyms =
| synonyms_ref =
}}
'''Apis mellifera unicolor''' er ein undirtegund alibýflugna. Útbreiðsla hennar er í [[Madagaskar]]. Hún er fremur smá, breið og dökk. Hún er mjög afkastamikil, en nú undir miklu álagi af Varroa.<ref>Henriette Rasolofoarivao, Johanna Clémencet, Maéva Angélique Techer, Lala Harivelo Raveloson Ravaomanarivo, Bernard Reynaud, Hélène Delatte: ''[https://link.springer.com/article/10.1007/s13592-015-0362-1 Genetic diversity of the endemic honeybee: Apis mellifera unicolor (Hymenoptera: Apidae) in Madagascar.]'' Apidologie, November 2015, Volume 46, Issue 6, S. 735–747. (engl.)
</ref>
== Tilvísanir ==
{{Reflist}}
* [http://www.atlashymenoptera.net/pagetaxon.asp?tx_id=4953 ''Apis mellifera unicolor'']. In: [http://www.atlashymenoptera.net/default.asp Atlas Hymenoptera], abgerufen am 6. Januar 2019.
* Friedrich Ruttner: ''Naturgeschichte der Honigbienen.'' Franckh-Kosmos-Verlag, Stuttgart 1992, ISBN 3-440-09125-2.
* Ruttner F. (1988) Biogeography and Taxonomy of Honeybees, Springer-Verlag, Berlín.
{{commonscat|Apis mellifera unicolor}}
{{Wikilífverur|Apis mellifera unicolor}}
[[Flokkur:Býflugur]]
gee5vlgd581squ75no00xtro6n2fuug
1765861
1765860
2022-08-23T20:32:22Z
Svarði2
42280
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| name =
| image =
| image_width = 250px
| image_caption =
| regnum = [[Dýraríki]] (''[[Animalia]]'')
| phylum = [[Liðdýr]] (''[[Arthropoda]]'')
| classis = [[Skordýr]] (''[[Insecta]]'')
| ordo = [[Æðvængjur]] (''[[Hymenoptera]]'')
| subordo = [[Broddvespur]] (''[[Apocrita]]'')
| superfamilia = ''[[Apoidea]]''
| familia = ''[[Apidae]]''
| subfamilia = ''[[Apinae]]''
| tribus = ''[[Apini]]''
| genus = ''[[Apis]]''
| species = '''''[[Apis mellifera|A. mellifera]]'''''
| binomial_authority = [[Carolus Linnaeus|Linnaeus]], 1758
| trinomial = Apis mellifera unicolor
| trinomial_authority = [[Pierre André Latreille|Latreille]], 1804
| synonyms =
| synonyms_ref =
}}
'''Apis mellifera unicolor''' er ein undirtegund alibýflugna. Útbreiðsla hennar er í [[Madagaskar]]. Hún er fremur smá, breið og dökk. Hún er mjög afkastamikil og friðsöm, en nú undir miklu álagi af [[Varroa]].<ref>Henriette Rasolofoarivao, Johanna Clémencet, Maéva Angélique Techer, Lala Harivelo Raveloson Ravaomanarivo, Bernard Reynaud, Hélène Delatte: ''[https://link.springer.com/article/10.1007/s13592-015-0362-1 Genetic diversity of the endemic honeybee: Apis mellifera unicolor (Hymenoptera: Apidae) in Madagascar.]'' Apidologie, November 2015, Volume 46, Issue 6, S. 735–747. (engl.)
</ref>
== Tilvísanir ==
{{Reflist}}
* [http://www.atlashymenoptera.net/pagetaxon.asp?tx_id=4953 ''Apis mellifera unicolor'']. In: [http://www.atlashymenoptera.net/default.asp Atlas Hymenoptera], abgerufen am 6. Januar 2019.
* Friedrich Ruttner: ''Naturgeschichte der Honigbienen.'' Franckh-Kosmos-Verlag, Stuttgart 1992, ISBN 3-440-09125-2.
* Ruttner F. (1988) Biogeography and Taxonomy of Honeybees, Springer-Verlag, Berlín.
{{commonscat|Apis mellifera unicolor}}
{{Wikilífverur|Apis mellifera unicolor}}
[[Flokkur:Býflugur]]
714edqj6mgps74s3ljnoomobnvhm9yu
Apis mellifera scutellata
0
169116
1765863
2022-08-23T21:20:08Z
Svarði2
42280
nýtt
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| name =
| image = Apis mellifera subsp scutellata, Phakama, a.jpg
| image_width = 250px
| image_caption =
| regnum = [[Dýraríki]] (''[[Animalia]]'')
| phylum = [[Liðdýr]] (''[[Arthropoda]]'')
| classis = [[Skordýr]] (''[[Insecta]]'')
| ordo = [[Æðvængjur]] (''[[Hymenoptera]]'')
| subordo = [[Broddvespur]] (''[[Apocrita]]'')
| superfamilia = ''[[Apoidea]]''
| familia = ''[[Apidae]]''
| subfamilia = ''[[Apinae]]''
| tribus = ''[[Apini]]''
| genus = ''[[Apis]]''
| species = '''''[[Apis mellifera|A. mellifera]]'''''
| binomial_authority = [[Carolus Linnaeus|Linnaeus]], 1758
| trinomial = Apis mellifera scutellata
| trinomial_authority = [[Amédée Louis Michel Lepeletier|Lepeletier]], 1836
| range_map = Cape and African Honey Bee range.svg
| range_map_caption = Útbreiðsla A. m. capensis er merkt græn og A.m. scutellata blá. Blendingssvæði er grátt.
| synonyms =
| synonyms_ref =
}}
'''Apis mellifera scutellata''' er ein undirtegund alibýflugna. Útbreiðsla hennar er á hálendi mið og suðurhluta [[Afríka|Afríku]] ([[Kenía]], [[Tansanía]] og [[Suður-Afríka|Suður-Afríku]], í 600 til 2000m hæð).<ref name="Radloff">S.E. Radloff, H.R. Hepburn, M.H. Villet (1997): The honeybees, Apis mellifera Linnaeus (Hymenoptera: Apidae), of woodland savanna of southeastern Africa. African Entomology 5(1): 19–27.</ref> Hún er önnur formóðir svonefndra [[Afrískar býflugur|drápsbýflugna]] sem hafa breiðst út í Suður- og Mið- Ameríku og oft valdið verulegum vandræðum.
Þrátt fyrir verulega árásargirni er undirtegundin vel metin í hunangsframleiðslu vegna sjúkdómaþols og hraða uppbyggingar búa og sérstaklega mikillar hunangsframleiðslu. Á síðari tímum hefur komið upp afbrigði af [[Apis mellifera capensis|A. m. capensis]] (skyld og lík undirtegund) sem er með þernur sem geta verpt drottningum ([[meyæxlun]]). Vegna skyldleikans virðast þær geta komist inn í búið án vandkvæða, og með fjölda drottninga svelta þær á endanum búið sem þær setjast að í.<ref>[https://web.archive.org/web/20070927200451/http://www.culturaapicola.com.ar/apuntes/genetica/100_locus_determina_partenogenesis_obreras.pdf A single locus determines thelytokous parthenogenesis of laying honeybee workers (Apis mellifera capensis). PDF 92 Kb. H.M.G.. Lattorff, R.F.A. Moritz; S. Fuchs. Heredity (2005), 1–5]</ref>
== Tilvísanir ==
{{Reflist}}
* [http://www.atlashymenoptera.net/pagetaxon.asp?tx_id=4948 ''Apis mellifera scutellata'']. In: [http://www.atlashymenoptera.net/default.asp Atlas Hymenoptera], sótt 23. ágúst 2022.
* Friedrich Ruttner: ''Naturgeschichte der Honigbienen.'' Franckh-Kosmos-Verlag, Stuttgart 1992, ISBN 3-440-09125-2.
* Ruttner F. (1988) Biogeography and Taxonomy of Honeybees, Springer-Verlag, Berlín.
{{commonscat|Apis mellifera scutellata}}
{{Wikilífverur|Apis mellifera scutellata}}
[[Flokkur:Býflugur]]
hxy8vkpwuu3im6stoerq5bzlku2r7nr
Apis mellifera major
0
169117
1765864
2022-08-23T21:32:39Z
Svarði2
42280
nýtt
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| name =
| image =
| image_width = 250px
| image_caption =
| regnum = [[Dýraríki]] (''[[Animalia]]'')
| phylum = [[Liðdýr]] (''[[Arthropoda]]'')
| classis = [[Skordýr]] (''[[Insecta]]'')
| ordo = [[Æðvængjur]] (''[[Hymenoptera]]'')
| subordo = [[Broddvespur]] (''[[Apocrita]]'')
| superfamilia = ''[[Apoidea]]''
| familia = ''[[Apidae]]''
| subfamilia = ''[[Apinae]]''
| tribus = ''[[Apini]]''
| genus = ''[[Apis]]''
| species = '''''[[Apis mellifera|A. mellifera]]'''''
| binomial_authority = [[Carolus Linnaeus|Linnaeus]], 1758
| trinomial = Apis mellifera major
| trinomial_authority = [[Friedrich Ruttner|F. Ruttner]], 1975
}}
'''Apis mellifera major''' er ein undirtegund alibýflugna. Útbreiðsla hennar er á [[Riffjöll|Riffjöllum]] í [[Marokkó]].
[[Mynd:EU Apis Mellifera L Map.svg|thumb|vinstri|Upprunaleg útbreiðsla undirtegundanna í Evrópu og Austurlöndum nær (eftir síðustu ísöld).]]
Hún líkist og er mjög skyld [[Apis mellifera intermissa|A. m. intermissa]], dökk eins og hún, en er stærri og með mjög langa tungu (allt að 7mm)<ref>Abdelkarim Moujanni, Abdel Khalid Essamadi, Anass Terrab: ''L’apiculture au Maroc: focus sur la production de miel.'' International Journal of Innovation and Applied Studies, ISSR Journals, 2017, 20 (1), pp. 52–78. [http://www.ijias.issr-journals.org/abstract.php?article=IJIAS-16-313-03 hal-01464924]</ref>
== Tilvísanir ==
{{Reflist}}
* [http://www.atlashymenoptera.net/pagetaxon.asp?tx_id=4937 ''Apis mellifera jemenitica'']. In: [http://www.atlashymenoptera.net/default.asp Atlas Hymenoptera], abgerufen am 6. Januar 2019.
* Friedrich Ruttner: ''Naturgeschichte der Honigbienen.'' Franckh-Kosmos-Verlag, Stuttgart 1992, ISBN 3-440-09125-2.
* Ruttner F. (1988) Biogeography and Taxonomy of Honeybees, Springer-Verlag, Berlín.
{{commonscat|Apis mellifera major}}
{{Wikilífverur|Apis mellifera major}}
[[Flokkur:Býflugur]]
a2whv07eleo3fjk9nq72smwvr227kyk
Apis mellifera syriaca
0
169118
1765865
2022-08-23T21:44:00Z
Svarði2
42280
nýtt
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| name =
| image = Apis mellifera syriaca 01.jpg
| image_width = 250px
| image_caption =
| regnum = [[Dýraríki]] (''[[Animalia]]'')
| phylum = [[Liðdýr]] (''[[Arthropoda]]'')
| classis = [[Skordýr]] (''[[Insecta]]'')
| ordo = [[Æðvængjur]] (''[[Hymenoptera]]'')
| subordo = [[Broddvespur]] (''[[Apocrita]]'')
| superfamilia = ''[[Apoidea]]''
| familia = ''[[Apidae]]''
| subfamilia = ''[[Apinae]]''
| tribus = ''[[Apini]]''
| genus = ''[[Apis]]''
| species = '''''[[Apis mellifera|A. mellifera]]'''''
| binomial_authority = [[Carolus Linnaeus|Linnaeus]], 1758
| trinomial = Apis mellifera syriaca
| trinomial_authority = [[Alexander Stepanowitsch Skorikow|Skorikov]], 1929
| synonyms =
| synonyms_ref =
}}
'''Apis mellifera syriaca''' er ein undirtegund alibýflugna. Útbreiðsla hennar er í Miðausturlondum. Mörk útbreiðslunnar eru óviss, en hún er nytjuð í [[Sýrland]]i, suður [[Írak]]og [[Jórdanía|Jórdaníu]].<ref>[http://www.bienenzuchtverein-sulzbach-rosenberg.de/1782164.html Die Syrische Biene - Apis mellifera syriaca], abgerufen am 26. November 2018.</ref>
== Tilvísanir ==
{{Reflist}}
* [http://www.atlashymenoptera.net/pagetaxon.asp?tx_id=4951 ''Apis mellifera syriaca'']. In: [http://www.atlashymenoptera.net/default.asp Atlas Hymenoptera], abgerufen am 26. November 2018.
* Friedrich Ruttner: ''Naturgeschichte der Honigbienen.'' Franckh-Kosmos-Verlag, Stuttgart 1992, ISBN 3-440-09125-2.
* Ruttner F. (1988) Biogeography and Taxonomy of Honeybees, Springer-Verlag, Berlín.
{{commonscat|Apis mellifera syriaca}}
{{Wikilífverur|Apis mellifera syriaca}}
[[Flokkur:Býflugur]]
dv8djsyhef1jrlhugi2za3sqtas0ydq
Elgonbý
0
169119
1765867
2022-08-23T22:00:43Z
Svarði2
42280
nýtt
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| name =
| image =
| image_width = 250px
| image_caption =
| regnum = [[Dýraríki]] (''[[Animalia]]'')
| phylum = [[Liðdýr]] (''[[Arthropoda]]'')
| classis = [[Skordýr]] (''[[Insecta]]'')
| ordo = [[Æðvængjur]] (''[[Hymenoptera]]'')
| subordo = [[Broddvespur]] (''[[Apocrita]]'')
| superfamilia = ''[[Apoidea]]''
| familia = ''[[Apidae]]''
| subfamilia = ''[[Apinae]]''
| tribus = ''[[Apini]]''
| genus = ''[[Apis]]''
| species = '''''[[Apis mellifera|A. mellifera]]'''''
| binomial_authority = [[Carolus Linnaeus|Linnaeus]], 1758
| trinomial = Apis mellifera cv. Elgon
| trinomial_authority =
| synonyms =
| synonyms_ref =
}}
'''Apis mellifera Elgon''' er blendingur út frá [[Buckfastbý|Buckfaststofni]], við austurafríska undirtegund alibýflugna ([[Apis mellifera monticola|A. m. monticola]], frá Elgon-fjalli í um 2000m hæð). Var hann gerður í Svíþjóð um 1980 af Erik Österlund og er meiningin að stofninn verði ónæmur fyrir [[Varroa]].<ref>[http://www.beesource.com/point-of-view/erik-osterlund/exploring-monticola-efforts-to-find-an-acceptable-varroa-resistant-honey-bee/ Bericht auf beesource.com]</ref>
== Tilvísanir ==
{{Reflist}}
== Tenglar ==
* [http://www.elgon.es Elgon Bees homepage]
{{commonscat|Apis mellifera buckfast}}
{{Wikilífverur|Apis mellifera buckfast}}
[[Flokkur:Býflugur]]
ar49wgusdulofx64o0u9uo4ioesuguh
El Escorial
0
169120
1765873
2022-08-23T22:31:51Z
Berserkur
10188
Tilvísun á [[Monasterio de El Escorial]]
wikitext
text/x-wiki
#TILVÍSUN[[Monasterio de El Escorial]]
eanahg2fojwd2k6bpl4xlxs5v5ad2h4
Flokkur:Sjálfstjórnarhéraðið Madríd
14
169121
1765875
2022-08-23T22:34:34Z
Berserkur
10188
Ný síða: [[Flokkur:Spænsk sjálfstjórnarhéruð]]
wikitext
text/x-wiki
[[Flokkur:Spænsk sjálfstjórnarhéruð]]
75d3tf9p9yxlvjsgpfpw0adf49cd4cw